Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

fimmtudagur, janúar 29, 2009

Hreiðurgerð að vetri

Ég er ekki hætt að blogga en ég þarf fyrst og fremt að hafa bloggandann yfir mér ef ég ætla að koma einhverju almennilegu frá mér. Hann hefur ekki verið mér nærri upp á síðkastið.

Fyrst af öllu.

***** Gleðilegt nýtt ár og ástarþakkir fyrir það gamla*****

Það var sko nóg að gera í desember og um jól og áramót.
Ég skrifaði met jólakorta, um 65 stykki! Ég geri það nú sennilega samt ekki aftur því þó nokkur hluti þeirra var til fólks sem hafði með einhverjum hætti glatt mig á útskriftardaginn og til að vera viss um að ég væri að þakka öllum fyrir mig þá sendi ég þeim jólakort;0). Við skötuhjúin sátum á móti hvort öðru fyrir jólin og ég skrifaði á 65 og hann á 8;0) það er svo strákalegt. Jólagjafirnar sem gefnar voru voru um 20 stk talsins og höfðu þær allar verið afgreiddar fyrir desember byrjun þó að ég vilji hafa innpökkunina mikið nær jólunum enda finnst mér það tilheyra. Jólunum eyddi ég með fjölskyldunni, skipti henni nokkuð jafnt milli gömlu og nýju fjölskyldunnar. Jólaboð, klúbbaboð vinahittingar og svona tilheyrandi. Ég var reyndar að vinna mjög mikið þarna frá jólahátíð og fram að áramótum. Áramótunum eyddum við Sigurður Óli á Akranesi með fjölskyldu og vinum og kíktum svo eina nótt upp í Húsafell á nýársdag til Guðrúnar systir og co. Þar var tekið í hin ýmsu spil og komst ég að því að ég mun aldrei spila aftur leikþáttarspil með Sigga. Hann leikur sér að því að láta mig vera heppna í ástum með döprum leiklistarhæfileikum sem ég hef hvort eða er í mínum genum fyrir okkur bæði. Mér tókst þó með minni alkunnu snilld að hafa það af að vinna þetta umrædda spil þar sem ég lék kött í bóli bjarnar með tilþrifum!
Eftir að nýja árið gekk í garð kárnaði gamanið og kuldakast sem ég var með á gamlárs og stíflað nef og höfuðverkur þann 2. jan var bara upphafið á 2 vikna veikindum. Ég lá því inn í rúmi og upp í sófa til skiptis og horfði á Oprah Winfrey 20 ára afmælisútgáfu og brot af því besta úr þáttunum hennar. Mér finnst Oprah ekkert svo skemmtileg lengur. Samvistir okkar þarna við upphaf ársins voru einum of mikið af hinu góða.

Þegar ég reis upp úr veikindum þá hófust framkvæmdir í Árbænum, hér var málað og gestaherbergið gert klárt fyrir gesti því Óli flutti út (hann var reyndar löngu hættur að láta sjá sig hér nema í mýflugumynd) og tók allt dótið sitt og þá losnaði nokkuð um pláss. Hér var gerð þessi myndar borðstofa úr hoppýherberginu. Splæst í eitt stykki borðstofuborð og átta stóla. Svo var búslóðasöfnun mín til 11 ára sótt upp á Akranes í tveimur ferðum á sendli og einni á fólksbíl. Á meðan móðir mín stóð og nánast brynnti músum yfir að litla prinsessan væri að fara þá var karl faðir minn nánast búinn að pakka restinni af dótinu mínu í kassa, líma vel fyrir og henda þeim fram í forstofu. Hann ætlaði nefninlega aldeilis að eigna sér hluti af herberginu, aðalega fataskápinn þó sem mamma var þó löngu búin að gera að sínum. Ég held líka að Sigurður hafi signað sig einu sinni eða ekki tvisvar í þessum búslóðarfluttningum vegna aragrúans sem mér fylgdi. Hafði meira að segja orð á því að honum liði eins og hann væri að hefja sambúð með einni fimmtugri og breytti því svo alltaf í tug eldri eftir því sem ferðirnar urðu fleiri. Skemmtilegur! Slatti af dótinu fer þó bara beinustu leið í bústaðinn hans Sigurðar Óla í sveitasælunni þar sem við ætlum að eyða flestum fríhelgum í sumar. Eitthvað fór þá í "back ups" niður í geymslu og eitthvað fór aftur upp á Akranesi þar sem mátti hver sem er hriða það sem hann girntist. Restin fór svo í Góða Hriðirinn.
Nú erum við aldeilis búin að hreiðra um okkur. Fallega borðstofu þar sem hægt er að borða góðan mat og spila (allt annað en actionary). Gestaherbergi fyrir hvern sem vill gista með tölvu og interneti. Erum líka búin að birgja okkur upp með dótakassa fullann af dóti fyrir börn á öllum aldri. Það er því allt til alls fyrir einhleypa, pör og barnafólk að koma og heimsækja okkur;0).

Ég byrjaði á barnaskurðdeild á nýju ári. Mér lýst vel á. Mikið af ungu starfsfólki og yndislegir læknar sem svara meira að segja í símann ef hann hringir, eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Nú þarf ég bara að gíra mig upp og verða klár.

S.l. helgi var haldið Akureyrardjammreunion og hittumst við stelpurnar sem drukkum okkur vel þynntar þessa sömu helgi í fyrra. Haldið var til teitis hjá Bárunni og það var tekið aðeins á því. Djammað fram á nótt og sumir undir morgun á meðan aðrir stungu af! Good times;0).

Ég hef alltaf haldið því fram að þegar ég næði mér í mann þá yrði ég þessi feimna og saklausa týpan í sambandinu en maðurinn minn hefur það margfallt fram yfir mig. Ég held það sé fátt sem hróflar við honum. Hann er svo endalaust þolinmóður og rólegur.
Við vegum hvort annað upp. Ég með mitt drif og chopp chopp. Ég held t.d. að borðstofan sé búin að vera í bígerð síðan hann flutti inn 1948 or something . . . ok allavega í 4 ár. Við erum að verða búin að vera saman í hálft ár! Ég held að honum lítist nú ekkert á komandi mánuð. Við eigum hálfs árs afmæli þar næstu helgi, konudagurinn er viku eftir það og afmælið mitt þremur dögum seinna. Ég sagðist bara ekkert geta gert af því að þetta myndi hittast svona á. Fór svo reyndar alveg með það þegar ég sagði honum að Valentínusardagurinn kæmi líka þarna inn í. Mér er reyndar sama um hann. Hann er ekkert merkilegur enda höfum við íslendingar Bónda- og Konudaginn í staðinn. Siggi hélt að ég hefði gleymt sér á Bóndadeginum og í staðinn fyrir að nefna það við mig þá ætlaði hann ekkert að segja og eiga það frekar inn á Konudaginn. Hann er svo rómantskur! Hins vega klikkaði stelpan ekki (lét daginn bara byrja í seinna lagi) og braut meira að segja eigin reglur. Hafði fisk á föstudagi (að ósk húsbóndans) og gerði rosa góðan eftirrétt. Sest var svo til borðs í borðstofunni við kertaljós. Fékk pakka sem innhélt tvo boli. Hann fékk svo að ráða kvöldinu alveg sem við eyddum heima í rólegheitunum. Ég fæ svo bara að eiga þetta inni á konudaginn;0) sem er í miðjunni á öllum þeim viðburðum sem fram undan eru. Hann ætlar reyndar að bjóða mér út að borða í Perlunni í tilefni afmælis míns og svo erum við að skima eftir sinfóníutónleikum um svipað leyti. Sigðurði finnst ég þó aðeins vera að vasast of mikið í þessum afmælisplönum mínum því hann ætlaði víst að sjá alfarið um þetta. Miðað við borðstofuna þá veit ég ekki hvenær það yrði.

Tengdaforeldrar mínir fóru frá okkur í dag og voru hérna hjá okkur í tvo daga sem var nú bara voða notalegt. Borðaður góður matur. Borið fram kvöldkaffi og spjallað fram að háttatíma. Held ég hafi staðið mig ágætlega.

Maren mín var að eignast sinn þriðja molaling á mánudaginn. 11 merkur og 46 cm og alveg himneskur;0). Ég ætlaði bara varla að týma að sleppa honum. Innilega til hamingju með þetta elskan mín besta.
4 prinsar hafa fæðst núna á rúmum mánuði í kringum mig. Næstu börn eru ekki væntanleg fyrr en í sumar. Hef sterkan grun um að annað sé strákur og hitt stelpa;0).

Svona af því að ég er ekki farin að blogga nema á mánaðarfresti þá ætla ég að hafa opið hús á afmælinu mínu svona ef ske kynni að einhverjum langaði að kíkja í kaffi.

Eva Chopp chopp