Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

þriðjudagur, september 26, 2006

SÚLUMENNIRNIR

Ég kom heim á laugardaginn fyrir viku og sá bíl standa á bílastæðaplaninu merktan: "Líkamspartasala Guðjóns" og það þyrfti sko að vera partasala með meiru miðað við stærðina á bílnum því þetta var Nissan Sunny Mini. Ég fór að hugsa til baka hvort að það hefðu einhverjir einkennilegir hlutir átt sér stað í Melrose kvöldið áður en minntist þess ekki. Þegar ég kem svo heim og gef að ég held Önnu Huld eitt Hæ þá er þar enginn Anna heldur tveir karlmenn á fjórum fótum og annar þeir var hann Guðjón.... úfff maður. Það var samt ekkert glæpsamlegt um að vera heldur voru þeir bara að koma með nýju eldavélina mína svo að nú get ég komið með kitchen aid ástina mína norður og hrært í kökur.

Í hvert einasta skipti sem að við keyrum niður í bæ þá stendur Súlan við höfn, rennileg og tignarleg og gefur sennilega vel í pyngju. Nefni ég það við Sonju að við þyrftum endilega að ná okkur bara í einhverja af bátsmönnum á Súlu EA. Þetta hljómar eitthvað á þessa leið, “Hey Sonja við náum okkur bara í einhverja af Súlunni?.” Og Sonja segir svo sem alltaf já en aldrei gerist neitt!!!
Við fórum út þarna um þar síðustu helgi sem var bara ágætis afþreying. Rólegheit svona framan af og svo farið út og brennt nokkrum vondum kaloríum. Eitthvað um viðreynslu en þar sem annar var útlendingur og hinn fæddur “86 og trúlofaður í þokkabót þá veit ég nú ekki hvort að maður eigi eitthvað að vera að segja frá því.
En svo núna s.l. helgi var auglýstur nýr DJ. Já þið lásuð rétt Siggi Rún kann þá að taka sér frí eftir allt. DJ. Pétur Guðjóns kom og hét (fréttum reyndar að hann hafi verið heitur fyrir 20 árum.... um hm). Við þurftum nú að tékka á því við Sonja mín (en allar hinar stungu af í verknám) sem er bara eins og viðhaldið mitt þessa dagana. Við höngum saman út í eitt og hef ég meira að segja fengið aukalykil sem er nú stórt skref í hverju sambandi;) Það var pilsaþema um helgina þannig að maður var annsi smart í tauinu. Á föstudagskvöldið var trúbadorastemmning sem HA hélt á Strikinu sem var bara rosalega skemmtilegt og heppnaðist rosa vel, svo kíktum við á Amor þar sem Sonja fékk bestu pikk upp línu ever frá gaur sem þagði (já geri þið betur) og svo á kaffi Ak auðvitað. Dr mister and mister handsome voru á Sjallanum þannig að Akið var að mestu laus við smákrakkana allavega þangað til það fór að minnka í kókinu. Föstudagskvöldið var mjög skemmtilegt í alla staði og annsi sáttar stelpur sem héldu einar samt sem áður heim á leið.
Á laugardaginn mætti ég svo yfir á ellefuna um kl 12:30 í B&B partý með Ben and Jerry´s ís, kaffijógurt og special K bara sem var morgunmaturinn minn að þessu sinni. Eins og þið heyrið er ég að taka aðhaldið mitt mjööööggg alvarlega. Svo um kvöldið ákváðum við að fara aftur út svona vegna mikillar gleði þarna kvöldið áður. Við fórum í partý til Örnu bekkjarsystir sem lofaði löggupartý sem fór svo eitthvað lítið fyrir en það var ágætt. Stemmningin var ekki eins góð á Akinu og á föstudagskvöldinu en alveg stappað enga að síður. Dj Pési pottormur hafði greinilega orði eitthvað þreyttur eftir föstudagskvöldið og var með á prógramm repeat svona cirka 4 hringi frá 01:30 en það er svo sem ekkert sem að við höfum ekki heyrt áður;) Þetta er nú orði pínu sorglegt því þarna situr maður upp við gluggann á kaffi Ak og biður og bíður eftir því að það kom inn myndarlegur gæi, hringlaus og snyrtilegur sem að maður getur þá allavega gjóað augunum að. Nei! Í staðinn fyrir það kemur inn einn sem plantar sér við borðið á hliðina og hrækir ítrekað á gólfið mmmm how sexy can a man be? og hinu megin einn sem hefur staðnað í þroska í kringum 25 þrátt fyir að vera 50 og missti bekkpressuna yfir sig og er þar af leiðandi með kassa en slappa húð. Svo eru náttúrulega bisness-ferða-gæjarnir. Þessir giftu sem eru á Akureyri í viðskiptaerindum eða þykjast allavega vera það. Maðurinn minn tilvonandi mun gefa upp þann draum þegar hann segir “Já” uppi við altarið.
Æji ég veit það ekki svei mér þá. Maður er eins og fiskur á þurru landi hérna. Enn er reðurkortið ófyllt. Ég er eiginlega búin að segjast ætla að nýta hjónarúmið (en ég er bara búin að kúra í minni holu sem segir nú að maður sé farin að sætta sig við allt) sem er þá eitthvað sem verður að gerast á virku kvöldi.... maður veit aldrei;) isssss maður er bara orðin eins og breimandi köttur. En allaveg fólk er farið að átta sig á því að ég hef alltaf sagt að myndarlegir menn vaxa ekki á trjánum á Akureyri. Eða einhverjum sýndist hann allavega séð það á blogginu mínu;)

Fegurð er böl... já það held ég að megi segja með sanni. Ég hef nú verið gella 10 daga í röð í skólanum og svona “semi” í 2 þar sem að ég lagði blank skópörin á hilluna í bili. Ástæðan er sú að ég er komin með bólgna baugtá, já hún er rauð, heit, þrútinn og glansandi sem eins og við hjúkrunarfræðinemar vitum að er sýkingarlegt með meira. Að sjálfsögðu get ég ekki látið hana í friði og er endalaust eitthvað að pikka í hana og spritta hana og svona dedúera. Ég efast nú samt um það að þetta sé skónum að kenna þar sem að þeir meiða mig nú ekkert (nema ég er náttúrulega að ganga vivaldi nýju skónna mína til um helgar) og ég er mjög dugleg að skipta um skó, svo er þetta bara öðru megin. Ég var nánast farin að sjá mig mæta á adadis (ekki adidas) töflunum mínum í skólann... úff það hefði ekki bætt upp gelluna, því þar að auki ég er með kvefskít núna (geggjað sexý) og veit ekkert eins freistandi á morgnanna eins og að fara í flíspeysu og setja á mig gleraugun svo ég þurfi ekki að setja á mig maskara. En enn hef ég ekki látið undan. Og blank skóna fer ég í aftur á morgun!

En þá eftir að hafa lokið þessum pistli í bili ætla ég heim til mín með Gray´s anatomy þátt 1 í 3 seríu, upp í rúm og gleyma mér um stund.

Þangað til næst,

Eva “the breim”

Ps. Hitti manneskju um síðustu helgin sem sagðist hafa hitt mig á árshátíðinni nema hvað það var ekki ég heldur meira svona líkaminn minn....

föstudagur, september 15, 2006

Speglalína Jonsen

Ég vil byrja á því að þakka minni ástkæru vinkonu Maren Rós fyrir góð störf í mína þágu.

Annað hvort eru hlutirnir í mínu lífi að ganga upp eða niður og enginn millivegur í stöðunni??? Stelpurnar mínar eru ekki að koma (niður). Kemur svo sem ekki á óvart og þrátt fyrir nokkur sárindi og nánast tár ákvað ég að taka mig saman í andlitinu gleyma þessu og eiga frábæra helgi. Ég var að fá út úr verknáminu (upp). Er að fara á LSH á geðdeild og handlækningardeild held ég. En ég fer ekki í vikufríið mitt fyrr en um miðjan nóvember (niður) og þá er nú heldur seint að heimsækja Bárum mína til Árósa. Ljósi punkturinn er samt sá að ég er að íhuga að skreppa bara til hennar í byrjun október og skrópa smá í skólanum.
Ég er búin að vera gella alla daga vikunnar í skólanum sem hefur held ég aldrei gerst áður (upp) sem þýðir að ég hef alltaf vaknað 10 – 20 mín fyrr (“niður”) og hef verið dugleg að stunda ræktina. Ég hef samið dans við SMS hringinguna mína sem ég frumsýndi um daginn fyrir stelpurnar og hlaut klapp í lófa;) (upp). Keypti mér tvær rauðar peysur í gær, ein hefði kannski verið nóg en ég heyrði alltaf í rödd í höfðinu á mér sem sagði: Taktu tvær, taktu tvær. Einkennilegt. Í gær var svo beauty-fimmtudagur og ég fór í vax hjá Önnu Huld sem tókst þetta svo andskoti vel úr hendi, háreyðingu, skrúbb og brúnkukremsáburður og svo endaði ég þetta á klippingu og strípum í dag;) (upp, upp og upp). Ég tók þokkalegan helgarfíling í dag og svona express þreif íbúðina frá 13 – 14, skúraði, ryksugaði og allt þannig að samviska mín er einnig tandur hrein. Ef ég trúi sterkt á karmað þá ætti eitthvað gott að henda mig;) Addi kenndur við Idol (ekki hinn eini sanni þó) er að koma um helgina ásamt “fullu” föruneyti og það er nú aldrei leiðinlegt þegar þeir félagar eru á ferðinni (upp).
Til að starta helginni formlega ætlum við Anna mín að fara í Raclette matarboð hjá Soffíu og Sveini. Alltaf svo grand á því. Svo keypti ég að sjálfsögðu ís ársins í eftirrétt. Jáhá námslán það er lífið. Spyrjið bara hann pabba minn. Svo ætlum við nokkrar að taka púlsinn á skemmtanalífinu en aðalkvöldið er á morgun. Að sjálfsögðu er ég búin að velja mér dress fyrir báða daganna;)

Ég hef verið að velta því fyrir mér upp á síðkastið hvar við værum án spegla. Væri okkur þá alveg sama hvernig við myndum líta út? Maður spyr sig. Ég hef alltaf verið mikil speglaaðdáandi og fíla það í tætlur að í minni 50 fermetra íbúð eru 3 nokkuð stórir speglar og í dag lít ég vel út í þeim öllum;) Reyndar myndi ég sennilega ekki deyja ráðalaus þó að það væru ekki til neinir speglar því ég spegla mig hvort eða er í öllu; bílrúðum, húsrúðum, skólarúðum, glerskápum, örbylgjuofnum og bara nánast því sem hægt er að spegla sig í.

Ég dreymdi fyrr í vikunni að ég hefði verið að gifta mig. Ég leitaði ekki langt heldur náði mér í son lýtalæknisins sem ég og Kristín Edda (já, já) vorum hjá í verknámi og hýsti mig á meðan. Ekki kannski neitt að því nema að strákurinn var frekar í yngri kantinum og Kristín Edda MJÖG ósátt við okkar samband. En allavega þá giftist ég honum stuttu seinna. Í brúðkaupinu gerðist Sylvía Nótt svo boðflenna og lá eins og stjarna sem hún er inn í video herberginu (já já) og horfði á sitt eigið myndband aftur og aftur. Þegar hún var svo að fara, bað ég hana um eiginhandaráritun. Á miðanum stóð: “Brúður! Haltu kjafti. Þú færð enga eiginhandaráritun.” Þess þarf væntanlega ekki að geta að hún skrifaði ekki undir!!!
Í nótt dreymdi mig svo að það væri byrjað að spila jólalög. Spurning hvað það verður í nótt?

Ég var að fletta Birtu og Fréttablaðinu í dag og rakst á margt forvitnilegt. M.a grein um að það er ÓHOLT að drekka meira en 2 lítra að vatni í dag því það er nefnilega hægt að fá vatnseitrun sem getur leitt til svima, ógleði og jafnvel dauða. Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf sagt og nú eru vísindamennirnir á mínu bandi!
Þar er líka grein sem kallast: Í betra form fyrir föstudag en það er jafnframt lífspeki sem ég hef alltaf haft. Ég meina að fara út að labba á fimmtudegi gefur grennri kálfa á föstudegi;)

Vinkonur mínar hérna á Akureyri eru fegnar yfir því að hafa kynnst mér (ég meina hver er það ekki????) því ég hef með mínum einstöku hæfileikum kynnt fyrir þeim hinn fallega heim myndavélanna. Þeim var áður illa við myndavélar en núna er myndavélin vinur þeirra.

Svona fyrir þær stelpur sem eru að fara á djammið um helgina og verða ekki heppnar þá ætla ég að slaufa þetta upp með nokkrum gullkornum um það af hverju bananar eru betri en karlmenn og kannski læða einhverjum brosum fram á varirnar.
Bananar haldast stinnir í heila viku (og plús það þá verða þeir líka svartir, tvær flugur í einu höggi;)
Meðal banandi er að minnsta kosti 18 cm langur og banani færi aldrei að segja þér að stærðin skipti ekki máli. (sem við vitum allar að er satt og þær einu sem þræta fyrir það er stelpur sem eiga þannig kærasta)
Banani getur haldið sér uppi alla helgina og þú þarft ekki að sofa á blauta blettinum (LOL)
Þú getur fengið þér eins marga banana og þú ræður við (og öllum er alveg sama).

Vill benda ykkur á að ég er komin með nýja myndasíðu í myndaalbúmið, setti inn 5 albúm af myndum sem hafa verið teknar á þessu ári.

Eigið yndislega helgi,

Eva Endorfína


Ps. Díiii ég held ég hafi verið að upplifa hvernig það er að fá egóbúst.

þriðjudagur, september 12, 2006

Kennd við Melrose

......margt búið að gerast síðan síðast.

... eini smiðurinn sem var tilkynntur er komin á fast.
...er búin að fara norður og rúlla upp prófunum tveimur.
...er flutt norður í litla en kósí íbúð sem okkur Önnu hefur tekist með prýði að gera að okkar eigin.
... skólinn er byrjaður og líka með svona rosalegu trukki enda á að keyra alla áfangana í gegn á 5 vikum eða u.m.þ.b.
... búin að fara á djammið þrisvar sinnum. Já maður má ekki slá slöku við enda ljóst að maður þarf að kafa djúpt til að finn nálina (prýðis pilt) í heystakknum.
... er búin að fara tvisvar sinnum á Sauðárkrók að vinna. Það sem maður gerir ekki fyrir peninga.

Netið er loksins komið heima mér til mikillar ánægju. Ekki svo að þetta sé einhver fíkn hjá mér en ég bara t.d. nenni ekki að blogga í skólanum. Núna er ég samt í skólanum að blogga... einhver þversögn hér;) Það er reyndar bara vegna þess að ég er í leiðinlegri eyðu og í staðinn fyrir að vera heima og freista þess að skrópa skal ég hér vera!

Ég kláraði sem sagt þarna næturvaktirnar á Sóltúni, flutti út úr íbúðinni upp á Skaga, flaug norður og tók prófin, flaug aftur heim og tók heimsóknir express á þetta (Guðrún systir, Jón Gunnar, Hjálmur Dór og Co, Kristín Edda og Anna Magný, Anna Þóra, Ella Dóra, Jóna Kolbrún, Elísabet, Hrefna Rún).
Svo var náttúrulega píkudjammið á menningarnótt en við fórum á Argentínu að borða sem var bara alveg ágætt. Svo í afmælispartý til Ellu Málmfríðar og Svenna sem var bara vel heppnað í alla staði. En það sem að ég var að læra á þessum tíma fékk ég engan veginn að njóta þessa því maður var endalaust með samviskubit yfir því að vera ekki með nefið í bókunum:(. Upplifði reyndar mjög skemmtilegan prófanna tíma upp á bókasafni með Kristín Eddu, Þuru og Ásu pjásu. Það var mikið hlegið!

Svo brunaði ég hingað norður á mánudeginum 28. ágúst en Anna Huld var búin að fá íbúðina afhenta þann dag en hringdi samt í mig á leiðinni norður þar sem hún var hálf ráðþrota um hvar allt ætti að fara;) Svo mikil dúlla hún Anna mín. Við stöllur komum okkur svo fyrir á 5 dögum (note: Ég ætla að vera komin með karl fyrir vorið því ég nenni ekki að halda á öllu draslinu upp aftur úr geymslunni). Þá mátti loksins skúra og heimilið var orðið okkar;)
Reyndar stóð fínpússun yfir mun lengur þar sem við þurftum NAUÐSYNLEGA að kaupa nokkra dúka (sem áttu nota bene að kosta 14.000 í Vouge) og glerborð og körfur og svona. Svo þurfti ég að kaupa mér kommóðu... sem er náttúrulega bara saga út af fyrir sig. Ætlaði fyrst að kaupa eina sem kom samsett en nei fann mér svo einhverja aðra. Ég hélt nú að þetta yrði ekkert mál en karlinn í RL hélt á henni út í bíl og svo Anna upp heima. Á laugardeginum var svo komin tími til að setja gripinn saman. Anna spurði hvort að við ættum ekki að fara að gera þetta en ég sagði henni bara að ég myndi ráða við þetta (þar sem ég var nýbúin að setja saman skóhilluna sem við keyptum og innihélt 4 skrúfur!) en Anna sagðist allavega geta hjálpað mér að byrja svo ég kyngdi stolti mínu og þáði aðstoðina sem var svo sem ekkert erfitt. Þegar Anna Huld tók svo upp kassann blasti við mér þvílík og önnur eins öreind af einingum og mismunandi skrúfum og lími og pinnum og ég bara veit ekki hvað. En hafið verk þá hálfnað er. Já svo fer Anna eitthvað að tala um bæklinginn og ég fór að skima eftir honum því að ég hélt að þetta væri bara svona nettur bæklingur eins og með kindereggjum... nei þetta var sko alvöru bæklingur upp á margar blaðsíður um hvernig ætti að setja gripinn saman. Eftir 3 klst var kommóðan komin saman!!! En við skulum alveg viðurkenna það að við urðum að taka hana tvisvar sinnum aftur í sundur AÐ HLUTA TIL þannig að tíminn alls má hafa verið um 4 klst. En þetta gátum við (kannski meira Anna samt). Annars er hérna karlmaður í einni íbúð sem ég má taka tal við ef að ég er í einhverjum vandræðum, lofaði því reyndar fullur en loforð er loforð. Það kom geitungur inn til okkar um daginn, við hlupum öskrandi saman inn í herbergi og skelltum á eftir okkur og þá var hringt S.O.S kall reyndar bara á Furulund 11 c þar sem Páls, Sons og Sóls búa og kom Sons D(ear) okkur til bjargar þessi elska.
Furulundur 8 var nú hérna í den víst alltaf kallað Melrose place þannig að af því að mér finnst það meira kúl ætla ég að nota það sem heimilisfang mitt framvegis. “Heyrðu og hvar býrð þú?”. “Hérna upp í Brekku, í Melrose place”.;) Enginn ryðgaður öngull.

Vinkonur mína hérna á Akureyri hafa stórt verkefni fyrir höndum og þá er ég ekki að tala um lokaverkefni. Nei! koma mér út... jafnvel bara tímabundið! Ég held ég sé nefnilega komin á þá skoðun að ég sé of social manneskja til að búa ein þannig að mig langar það ekki næsta vetur. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta verður erfitt efni viðureignar sérstaklega þar sem ég reyni enn að halda í einhverja af fyrri standördum. Við verðum að vinna fyrir því sem að við eignumst og finnst mér ég vera enn langt frá ströndinni.

Nokkrar af stelpunum mínum eru að koma í heimsókn til mín um helgina. Mér heyrist samt á öllu að það sé að fækka í bílunum en það kemur mér svo sem ekkert á óvart. Vill ekkert vera að nefna nein nöfn KRISTÍN EDDA hóst KRISTÍN EDDA hóst, treysti virkilega á það að hún myndi koma:(. Ég gæti náttúrulega komið með; ég kem ekki til ykkar fyrr en þið komið til mín. Það virkar víst ágætlega hjá sumum. Er ánægð með þær sem ætla að koma. Ég skil samt ekki af hverju þessar einhleypu eru að sækjast hingað sérstaklega eftir það sem þær drulluðu svona yfir markaðinn hérna síðast. Þær ætla kannski bara að drekka meira;)því eins og við flestar vitum verður karlpeningurinn oftar fallegri með þeim gleraugunum.

Ég náði prófunum þannig að núna á ég skilið gallabuxurnar sem ég hef verið svo sterk að kaupa mér ekki;) En það er bara svo margt annað sem mig langar að kaupa líka. En ég er nú líka vinnandi manneskja. Tók að mér að taka viðtöl fyrir félagsvísindastofnun HÍ þannig að maður er bara allur í snobbinu sjáið þið til. En það verkefni er nú að verða búið. Svo stefni ég nú ennþá á það að fara erlendis og þar er víst ekki hægt að lifa á loftinu. Ég kaupi mér sennilega nóg þar þannig að ég held ég hafi gallabuxurnar á hold svona í bili.

En þrátt fyrir að það sé langt síðan ég skrifaði síðast þá bara man ég ekki meir í bili enda held ég að þessi pistill sé orðin alveg nógu langur... eða hvað?
Svo má ég eiginlega ekki vera að þessu lengur því ég er í “heimildarvinnu”;)

Rannsý baby til hamingju með afmælið.

Eva Amanda Kimberly