Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

mánudagur, ágúst 30, 2004

Sílikon
Jæja þá held ég að allir séu búin að fá að lesa síðasta blogg mitt sem hefur fengið mismunandi viðbrögð en ég reyni að vera glöð að allavega sumir geta skemmt sér yfir þessari lægð í lífi mínu.

En þá er maður komin aftur á norðurlandið og ég get ekki sagt að neitt hafi breyst nema einhverjar byggingar sem ég á ekki séns í að kaupa þannig að... En Álfabyggðin er alveg að gera það gott. Höll fengum við að heyra að þetta væri í gær:) Við erum með tvo gesti eins og er, Pálína og Sonja eru að crasha hjá okkur fram á laugardag þegar þær fá sína íbúð. Þið getið ímyndað ykkur stuðið hjá okkur 4. Þegar heimasíminn er komin í gagnið ætla ég að byðjana Pálínu að hjálpa mér að setja inn gestabók hérna og kenna mér að setja inn myndir (hún er nefninlega svo klár á svoleiðis) svona svo að hann Gilli geti séð mig;)
Ég var svo dugleg þegar ég kom í gær. Keyrði í þynnkuni norður (pabba til bölvunar enda taldi hann ástand mitt annarlegt, var ekki sammála fyrr en ég var komin á stað) og tók upp úr öllum kössum og töskum í gærkvöldi og gekk frá að mestu. Ég er sko með mjög stórt og gott rúm, king size og verð ég því miður að játa að það var hálftómlegt að sofa í því ein. En ég kem til með að bæta það í vetur og ef ekki með karlmanni þá eru aðkomnir gestir alltaf velkomnir að sofa hjá mér. En svona þangað til ætla ég að breyða allavega út aðra sæng á hliðina á mér svo þetta sé ekki svona tómlegt, þá rúmið sjálft.

Kökuklúbburinn tókst vel til og var bara afbragðsmæting. Mikið að góðum réttum og kökum og mikið masað og borðað. Af því að þetta var ég ákvað ég að hafa þetta svona svolítið spes. Þeman var bleikur og grænn og var skreytt með þeim litum. Mamma hjálpað aðeins til en pabbi másaði og stundi og steikti svo bara fisk víst ég átti nú von á gestum. En þetta var reglulega notarlegt hjá okkur skvísunum.

En helgin tókst stórvel. Á föstudaginn var síðasti dagurinn í vinnuni hjá mér. Ég fór beint þaðan í klipp og stríp og þaðan beint heim í plokkun til Guddu syss. Þegar kvölda tók fórum við Ella Dóra svo upp í bústað til Eygló, Hannibals og Bóasar. Við grilluðum og spiluðum Yatzy og svo var haldið heim um miðnætti enda stór dagur fyrir höndum.
Laugardagurinn byrjaði kl 10 og pakkaði ég á met tíma því sem eftir var. Ég þreif líka bílinn minn og strákarnir á heimilinu bónuðu hann svo. Ég lagði upp til RVK kl 14 og hékk með Önnu Þóru á stúdentagörðunum þar sem var rakað sig og puntað auk þess að það var spáð í réttum brjóstahaldara á mig. Anna Þóra bað mig nú að vera ekki með áhuggjur. Það væri enginn að mæla brjóstinn á mér út. Well I provied her wrong! Við pússuðum okkur þangað til við hittum fleiri álíka gellur og brunuðum á Hornið. Það er gleðilegt að segja frá því að það mættu næstum allir að réttum tíma fyrir utan ákv aðila sem eru að þessu sinni löglega afsakaðir. Eftir að ljúffegnur matur fékk að renna niður. Veit ekki hvort að Ella P og Eyrún gátu fengið margarítuna mínus ost sem ég heyrði fleigt en hvað um það. Þegar sú sem þetta skrifar svifti svo upp 500 kr til að borga matinn í stað 5000 var ég viss að það væri ódýrt kvöld í vændum sem það hefði og geta orðið. Eftir þetta var haldið upp á Álftanes í partý og þar sem allt var slökkt á Bessastöðum ákváðum við að ólafur (og Dorrit ef út í það fer) skildi missa af þessum draumadísum og fórum bara til Ellu M í staðinn. Eftir þó nokkra öllara og að sjálfsögðu actionary leikinn sem er að verða eins og fastir liðir eins og venjulega með E 99 og beina útsendingu a la Anna Þóra var ákveðið að panta taxa og halda aftur í borg óttans. Og hvert haldið þið að hafa verið farið??? Hverfis að sjálfsögðu. Biðröðin var að eilífu bara svona eins og vanalega þannig að ég, Ella og Berta ákváðum að stökkva yfir á Sólon. Þar var einnig margt um manninn en enginn röð. Staður í lagi! Eftir að hafa fegnið nóg að gaurnum með myndavélina stukkum við aftur til baka og þá var röðin mun minni á Hverfis og vink komu auk þess út sem stytti biðina enn frekar. Það var sko partygirls á dansgólfinu og brennt öllu því sem hafði verið látið ofan í sig um kvöldið þótt sumir sóttu barinn meira en aðrir. Í miðjum dansi kemur þessi gaur og fer eitthvað að eiga við mig. Eftir smá daður segir hann svo: "þú ert með flottustu brjóst sem ég hef nokkurn tíman séð" Ég: "er þetta pick upp lína eða?" Við vitum öll að ef hann hefði sagt þetta fyrir hálfu ári síðan hefði hann legið í gólfinu við það sama. En það eru aðrir tímar og mér fannst þetta bara fyndið. Hey gaurinn var ekki hættur og spurði endalaust hvort þau væru ekta og hvort ég hefð farið í sílikon og ég veit ekki hvað og hvað. Þegar fór að líða á var ég nú orðin svolítið þreitt á þessari sömu tuggu en eftir eina ferð á barinn og hann bauð var þetta aftur orðið yfirstíganlegt. Hann var reyndar orðin nett líka þar sem að ég var alltaf að hitta svo mikið að skemmtilegu fólki til að tala við og var ekkert að sýna honum mikinn áhuga. Eftir aðra ferð á barinn ákv við að setjast niður uppi. En viti menn er ekki bara Emmi í Borganesi á næsta borði og ég fer bara að spjalla við hann. Svo þegar brjóstadudinn stóð upp og fór eitthvað lét hann mig lofa að vera þar þegar ég kæmi til baka. í eitt skipti fer Emmi eitthvað að spurja mig um hann og ég gat engu svarað nema að honum þætti ég með klikkuð brjóst. Emma leist nú ekki á blikuna og stungum við af saman á dansgólfið. Ég gæti sagt að ég skuldaði honum Emil einn. En þar sem hann er að fara af landi brott verður það að bíða aðeins. Góða ferð og skemmtun í Kína Emmi;) Hverfis lokaði og þá var náttúrulega haldið á Glaumbar með Ellu P svona að gömlum sið en nei búið að loka þar líka...... Ég er ekki sátt við þennan lokadjammstað hverrar ferðar minnar til Reykjavík city. þá var náttúrulega bara bunað heim í háttin enda kl rúmlega 07. Meiriháttar skemmtlegt kvöld og nú er komin pása á skemmtanalífið í bili.

Ef einhver hefur fundið kortaveskið mitt með 2 kortum í má hann endilega skila því til mín. Þess er sárt saknað:(

Þannig að það má eiginlega segja að helgin hafi fengið fullt hús stiga.

Fyrsti skóladagurinn var í dag og bekkurinn minn lítur bara ágætlega út svei mér þá. Vona bara að það leynast svo einhverjar hressar og skemmtilega sem stytta langa skóla daga en mér er strax farið að kvíða fyrir 8 - 16 dögunum. En hey ekkert væl þetta var nú bara að byrja.

En þá er það bara að kíkja á Jóhannes enda má hann ekki svelt frekar en við.

Bæjó
Eva Bomba

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Dömpað á msn

Já ég veit að þið haldið að ég sé að grínast!
Þannig er mál með vexti að ég var komin með "kærasta" í RVK.
Við lifum á tækniöld þannig að fólk getur bara verið kúl á því og um að gera að nota hið flottasta og dömpa manni á MSN á mánudegi!
Ég var ekki sú skemmtilegasta í brannsanum í síðustu viku, gat ekkert borðað (þó að það sé gott varðandi kílóafjöldan) og svaf illa en er öll að koma til;) Ég mun hugsa mig vel um næst...
Ég hef samt sem áður vonandi sannað það að ég er ekki lesbía en svoleiðis umræða virðist koma upp í sumum fjölskyldum ef stelpur er ekki komnar á fast á 20 ára afmælisdaginn.

Ég krúsaði í hólminn um síðustu helgi á Danske daga og fór á vv & b sem fóru bara nokkurn vegin á kostum. Ég var hjá henni Örnu skvís og fjölsk og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Haldið ekki að gellan hafi komist á séns eða tvo og ekki í verri kantinum. Tilvonandi lögfræðingur sem á íbúð og ríkan pabba. En þar sem ég vissi ekki hvort að ég væri á "föstu" eða lausu var ekkert við hafst. En allavega fór þessi feiti séns minn fyrir bí. BIG MISTAKE.

Núna um helgina var menningarnótt mál málanna og fórum við 4 bakkasystur Ella, ég, Guðrún Dúfa og Jóna Kolbrún þrátt fyrir háværar yfirlýsingar um það að hún færi aldrei aftur með mér á djammið í RVK eftir síðustu ferð þangað. Einhverjar hræringar í þessum kolli hhhhmmm. En þetta byrjaði nú samt sem áður á föstudaginn þegar við Jóna fórum á snilldarsýninguna Fame í Smáralindinni. Við gátum nú ekki verið þekktar fyrir annað en að taka einn hring. Ég keypti buxur, hálsmen, nærlur og glæra hlýra á 2190 allt saman, geri aðrir betur. Það er nefninlega að hausta og þá kemur upp nískan í mér. Ég verð alveg ferleg svona þegar skólatíðin er að hefjast. Ég er búin að standa mig svo vel í sumar að kaupa ekki neitt. Fyrir utan einn hlýrabol sem var svo bara ljótur í þokkabót og ætti því ekki að teljast með. Menningarnótt tókst svo bara ágætlega þrátt fyrir að ég hafi farið heim með vondan hlöllabát í hendi í leigubíl alveg búin á því kl 02 og já misst af flugeldasýninguni. Við fórum í partý upp í Grafarholt til Önnu Huldar rúmí og tókum strætó þaðan niður í bæ um kl 23 þar sem enginn vissi neitt um tímaáætlanir en aðeins of seint þar sem við sáum síðustu 2 raketturnar af þessum 258 þegar við stigum út úr strætó eftir skiptingar með skiptimiðum ásamt einhverjum KRingum. Leiðin lá á Solón þar sem súrefni var ekki á boðstólnum. Vegna high alcohol level ákvað ég að gerast lélegasti djammari næturinnar og fara heim á Stúdentagarða að sofa þrátt fyrir mótmæli Ellu í hástert í gegnum símann. Ég ákvað að stinga af áður en hún yrði á vegi mínum því hún er sko hörð í horn að taka. Aðra eins drykkjumanneskju hef ég ekki séð og bjórvemblar miklar myndu fölna við hliðina á henni því hún myndi taka þá í rassgatið.
En þegar ég vaknaði kl 11:11 í morgun sá ég ekki eftir ákvörðun minni og hugsaði bara með mér að taka þetta allt með stæl um næstu helgi í hinu besta árlega píkupartýi n.k. laugardag.
Takk Heiðrún fyrir að leyfa okkur að gista.

Það er hér með staðfesta að ég er að fara til Bandaríkjana 4. október kl 16:40 svona ef þið vildum koma og kveðja mig. En ég verð nú bara í viku þannig að spariði tárin. Við pöntuðum ferðina í dag þar sem 2 fyrir 1 var að birtast í mogganum. Mig hlakkar svo til mig hlakkar alltaf svo til. Það held ég að Victoria secret, H & M, Old navy og allar hinar uppáhaldsbúðirnar fái að njóta nærveru minnar og það verður sko spreðað. Þá er bara að fara að sækja um visakort aftur! Ekki segja pabba samt. Mamma ætlar líka að fara með Guðrúnu systir og vinkonu hennar. Við hittum þær kannski á flugvellinum þar sem þær ætla að fara á sama tíma. Nei nei við erum svona að fara á ská saman. O my god hvað verður sjúkt. Central park, 34th street, Rosavelt field mall, Broadway mall, outlets in Riverhed og New York city bara. Og bara 6 vikur í þetta.....

Bóas Orri er komin með heimasíðu og er að sjálfsögðu linkur fyrir hana hérna til hliðar ásamt Gelloz síðunni sem Ella bjó til handa okkur stelpunum þar sem við getum deilt málum okkar.

En Una Lára er farin til kóngsins Kobenhavn og vil ég byðja hana að fara varlega en skemmta sér rosalega vel.

En þar sem ég er nú aftur á lausu þá ætla ég hér með alls ekki að lækka kröfurnar, hækka þær ef eitthvað er. Þannig að hér með lýsi ég eftir myndarlegum, vel vöxnum karlmanni upp úr og niður úr, hærri en ég, "74 módel, lækni eða í læknisnámi sem á íbúð og bíl og fullt af penningum.
Þessi maður er þarna einhver staðar en ég er hér og bíð. Við erum þá bara að ræða næstu helgi. Býst ekki við að sénsarnir séu í röðum fyrir norðan þó að það sé allt í lagi að láta sig dreyma. Bara að það séu nógu mikið að nýnemum með prik og helst utanbæjar svona frá Rvk og nágrenni eða allavega geri það að stað til að búa á í framtíðinni, sleppur með það.

Það er nóg að gera í vikunni; vinna 2 vaktir, kökuklúbbur hjá mér á fimmtudag, Rvk á morgun, Sandgerði miðvikudaginn, tveir tímar hjá tannsa, klipping og strípur og svona alls kyns smotterí. Ég er loksins komin með spenning fyrir að fara norður en eftir viku verð ég komin í Álfabyggðina í stóra flotta herbergið mitt með king size rúminu og sjónvarpinu umm umm umm. Anna Huld er að byrgja sig vel upp og keypti 8 eldhúshandklæði um daginn og fór svo í Ikea og keypti allt annað en hún ætlaði að kaupa. Ég ætla náttúrulega að leggja mitt af mörkum í að gera þetta heimilislegt. Ég ætla að taka meira að persónulegu dóti heldur en ég gerði fyrir ári síðan svona svo þetta sé mitt heimili og manni líði sem best. Ég er meira að segja byrjuð að pakka.

En ætla að taka daginn snemma og tildurrófast eitthvað

Eva tilvonadi læknisfrú (Dr eða MD skiptir ekki höfuðmáli)

Ps. Sigrún Ósk komst hringinn á einum tanki. Til hamingu. Ég tala kannski við þig í vetur þegar það fer að harna í árini um sparnaðarleiðir:)

mánudagur, ágúst 09, 2004

Ástfangin AF Reykjavík
Lesið til enda
Um hugsanir mínar......

Er lífið allt einn stór draumur?
Undanfarið hef ég verið að velta því fyrir mér þar sem ég er að fá desja vú aftur og aftur.
Ég sá eitt sinn spakmæli um að lífið væri eins og leikrit. Hlutverkið sem þér væri falið, hvort sem það væri stórt eða lítið, stutt eða langt, þá bæri okkur að skila því eins vel og við gætum.
Líkt og sagt er að manni séu ætluð ákveðin örlög og allt sé ákveðið fyrir fram og þau verkefni og þær hindranir sem þér eru sett fyrir hendur sé þér ætlað að læra af. Stundum finnst mér samt hindranir sem lagðar eru fyrir fáranlegar og óskiljanlegar. Hvað lærir maður til dæmis af rifrildi, dauða ungra vegna illra sjúkdóma, ástarsorg... Er hægt að svara því?

Hafið þið einhverntíman lent í því að uppgötva:
Hversu mikið ykkur er enn illa við suma drauga fortíðar þegar þeir birtast aftur sjónum, og jafnvel það að ykkur líkar þeir verr
Hvað þið elskið mömmu ykkar og pabba mikið
Hvað þið eruð heppin að vera heilbrigð
Hve góða vini þið eigið
Hvað ykkur langar nákvæmlega mikið í þessa einu manneskju
Hve þið eruð örugg
Hvernig þið getið stjórnað stórum hluta af ykkar lífi
Hvað ein manneskja getur valdið miklu róti í huga ykkur
Hvað það er gott að vera hamingjusamur.

Ykkur finnst þetta kannski óvenju mikið svona á mánudegi. En þegar maður er svo mikið hugsi eins og ég hef verið upp á síðakastið þá mynduð þið "grínlaust" skilja mig. Þannig er mál með vexti að ég veit ekkert hvernig ég á að hátta vissum þátt í lífi mínu þessa dagana. Ég snýst endalaust hringi. Veit ekki hvor sé betri hægri eða vinstri. Og eins og ég er skipulöggð og vill vera með allt 100 % þá getið þið rétt ímyndað ykkur hvort þetta sé ekki að fara með mig.
Lausn óskast sem fyrst.. Vinsamlegast þú þarna í efra:)

Það sem hefur dregið á dagana forðum er ekki mikið annað en fara til RVK eins og vanalega, vinna, rúnta og sofa. En hver segir að Rvk sé ekki skemmtileg afþreying eða að vera með bestu stelpunum mínum eða sofa í kósí rúminu mínu eða vera í vinnu sem vill svo skemmtilega til að vera meiriháttar. Eru það ekki litlu hlutirnir sem eru einmitt svo skemmtilegir?

Um versló fór ég upp á Skagaheiði, í Langavatn að veiða með fél úr RVK. Ekki spurja mig hvar nánar en það er á norðurlandinu. Það var bara svona frekar rólegheit og ódýrt og bara svona allt í lagi. Það versta var að þar var ekkert símasamband sem fór nú heldur betur í taugarnar á mér. Ég veiddi persónulega ekki neitt en "við" fengum tæplega 30 held ég. Þar sem ég borða þennan mat ekki einu sinni er mér nett sama þó að við hefðum ekkert fengið þó að drengirnir hefðu sennilega fellt ófá tár og drukkið enn meira fyrir vikið. Ég krækti mér nú í blöðrubólgu og 3 daga sýklalyfjaskammt upp á rúmlega 2000 krónur. Fer ekkert aftur þar sem ekki er klósett eða almennilegur vaskur. Og ég ætla ekki að gleyma sótthreinsunargelinu næst þó að ég hafi verið með ALLT annað til alls í töskunni enda með mesta farangurinn eða tel mig nokkurn vegin pottþétta á því.

Ég ætlaði mér nú að opinbera ákveðið mál í þessu löngu tímabæra bloggi en ég er að spá í að láta það liggja aðeins á milli hluta. Ef þá einhvern tíman en alltaf gaman að koma með einhvern bita fyrir þessa forvitnu muuuhahha. Koma tímar...

Við stúlkurnar tókum púlsinn á Rvk um helgina og það var já djammað. Enda tíminn að verða naumur áður en það þarf að halda aftur í Norðrið (sem nota bene ég er ekki orðin spennt fyrir ennþá) . Við Ella ösp skelltum okkur í Kringluna (eftir eldsnögga sturtu mína eftir vinnu) og svo að borða á Ítalíu þar sem Ella stútaði 12 tommu pizzu. Ég lét mér nægja hálfa og hugsaði mér gott til glóðarinnar undir morgun. Svo var hitt upp með Eyrúnu og Unu og kjaftað, drukkið, klætt og málað sig allt í einu svona eins og við getum;) Mig langaði nú mest að fara bara að sofa kl 01 enda var áfengismagnið sennilega í kringum 10. En Ella dró mig upp af rassinum og sagði mér að hressa mig við. En það var líka ekkert meira áfengi fyrir mig um kvöldið sem var bara fínt. Á eftir því langaði mig mest á Sólon. En Hverfis, Celtic cross og Glaumbar urðu fyrir valinu. Og vitið þið hvað??? Bára var hvergi sjáanleg á Hverfis... Drottningi sjálf! Við kíktum nú bara á þetta Celtic því það var enginn röð en glás af fólki, þetta var svona inn - út staður. Glaumbar klikkar ekki svona undir morgun. Ég beið svo endalaust eftir leigubíl niðri í bæ og fór að sofa kl 08:30 sem er sami tími og farið var að sofa fyrir 14 mánuðum þegar farið var á eitt besta djamm ever. Og sumir misstu af séns í lækni, ha ha ha. Þetta var bara fínt kvöld.

Ég átti langþráðan frídag í dag og svaf fram á hádegi og já slökkti á símanum mínum! Ég var svo dugleg þó að ég hafi ætlað að slappa þvílíkt á. Ég skrifaði á miða í gær með 10 atriðum sem ég átti að gera í dag og ég komst í gegnum þau öll. Skipti um rúmföt, þreif, byrjaði að pakka, vaskaði upp, tók til, setti í þvottavél, pantaði tíma í strípur og klippingu og hjá tannsa og hjá Ólafi, handþvoði 5 brjóstahaldara og lopasokka, talaði við Icelandair og var með Ara boy óvænt, fór með Eygló og Bóasi í viktun og þau kíktu í kaffi til mín og núna er ég að elda. Er ég ekki dugleg???

En það er best að fara að hætta enda ætla ég á skverinn með Bárunni á eftir og kíkja á Em með Thelmu og svo er það bara Reykjavík city á morgun hvað annað, að krúsa m.a. í Nauthólsvíkinni með Önnu Huld eftir vinnu og kannski verður kíkt á kaffihús og eitthvað skemmtilegt.

En mamma er að koma heim og besta dóttirin í öllum heiminum ætlar að leggja fallega á borð sem toppinn á indislegum degi og kannski það verði fengið sér hvítt með matnum.... á mánudegi.

Heyrumst og það fljótlega næst,

Eva litla prinsessa.

Ps. Góða ferð Thelma mín og passaðu vel upp á þig.