Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

The sweetest thing

9 dagar... síðan síðast.

Í dag eru aðeins 4 dagar í að ég fari norður. Það eru blendnar tilfiningar sem fylgja því þar sem ást mín á Reykjavík hefur aðeins vaxið síðan í vor. Ég á líka eftir að sakna stelpnanna minna mjög mikið og allra sætu strákana:'( Rosa gott að vera svona nálægt þeim öllum. En ég er að hugsa um að koma aftur að ári. Mig hlakkar samt alveg líka til að fara norður og hitta alla þar en stelpurnar þar ætla n.b. þykist allar ætla að slaka á í djamminu og vera bara í ruglinu sennilega námsruglinu. Boðorðin 2: Læra á virkum dögum! Skemmta mér um helgar!

Ég er búin að labba í vinnuna í heila viku. Var reyndar farin að kvíða því svolítið þar sem ég hélt að ég þyrfti að arka yfir Hljómskálagarðinn þar sem hinar illu grágæsir halda til og þá sérstaklega á nóttunni. En þar sem gæsaveiðitímabilið er byrjað óttaðist ég eigi. Ekki það að ég eigi eitthvað byssu. Hvað þá sé með veiðileyfi (á gæs sko!). Nei heldur sá ég frið minn í að fara aðra leið í vinnuna. Hjúkkert maður.
Kristín Birna og Kristín Edda ásamt krúttunum tveim kíktu í nýbakaðar vöfflur til mín á mánudaginn fyrir viku. Svo hitti ég Kristín Gróu á kaffi Óliver um kvöldið. Já allt er þegar þrennt er;)
Það var kökuklúbbur á fimmtudaginn hjá Gudduni sem var bara mjög notalegt. Reyndar vorum við stöllur svoleiðis búnar að gúffa í okkur sykrinum eins og okkur er lagið en maður reddaði sér nú. En maður á aldrei að fara svangur í búð!
Annars dreif svo sem ekkert einstakt á daga mína, er búin að vera mikið í vinnuni og á kaffihúsum. Love de cafe.

Svo var náttúrulega menningarnótt um síðustu helgi. Maður var svoleiðis búin að telja niður. Á föstudagskvöldinu borðaði ég með Mæsu minni og auðvitað var kíkt á Sólon. Svo fór ég á Hressó í klst og þar hitti ég sko hann Óla minn sem ég er aðeins farin að sjá á hálfs árs fresi. Það var alveg spontant. Vegna "truflana" sofnaði ég ekki fyrr en kl 08 og svaf þar af leiðandi langt fram eftir laugardegi. Við Anna Huld tókum samt púlsinn á mannlífinu svona fyrir þá sem do not love the night life. Við stöldruðum stutt og töltum aftur heim kl 19 með Dominos pizzu. Stelpurnar komu svo til okkar og við tókum taxa niður í bæ. Ég missti nú samt eiginlega alveg að flugeldasýninguni þar sem ég var upptekin í símanum, að taka myndir og að detta ekki inn á kamri. Eftir að hafa viðskili við stelpurnar í cirka hálftíma þá mætti ég heim til Mæju og var ordiðn HRESSSSS. Við fórum svo á Hressó og dönsuðum eins og sannar píur. Við Anna stungum samt af einhverja hluta vegna og létum hvorki kóng (Guddu) né prest (Jónu) vita. Og hvert haldiði að leiðin hafi legið??? Að sjálfsögðu á Pravda. Ég reyndar fann mjög skemmtilegan strák þarna sem ég tók á tal við. Fannst hann meira að segja svo skemmtilegur (og sætur) að ég hafði sérstaklega orð á því við hann. Spurning hvort að ég þekki kannski bara svona lítið af skemmtilegu karlkyni... enda kann ég ekkert nema extra gott að meta í þeim geiranum fyrir utan kannski eitt skemmt epli. Ég fór nú samt bara snemma út af staðnum eða um kl 03:30 og beið í leigubílaröðinni endalausu. Tók samt þá ákvörðun þegar ég var komin mjög framarlega að ég nennti bara ómögulega að bíða lengur og fór bara á röltið hjá Hlölla svona þangað til ég ákvað að labba bara heim. Ég dansaði og (labbaði líka) svo mikið um helgina að ég er með harðsperrur í öklunum. Eitthvað sem ég hef aldrei fengið áður!

Þrátt fyrir góða helgi þá er ég samt nokkuð viss um að frammistaða mín á ákveðnu sviði verði mér að falli í þetta skiptið. Þar eru mistök ekki leyfinleg og verða aldrei endurtekin.
Ég er greinilega búin að fá allt sem ég vill í sumar því að núna, ef hlutirnir fara ekki á minn veg verð ég alveg brjáluð og eins og staðan er í kvöld er ég bara stór hneiksluð og ósátt.

Aldrei að vita nema næst blogg verði frá höfuðstað norðurlands. En ég gæti líka orðið dugleg um helgina í vinnunni og hent inn nokkrum vel völdum línum. Við höfum ákveðið hópferð á kaffi Akureyri svona í tilefni endurkomu skvísana, föstudaginn 2. sept. En það er nú reyndar kaffi Amor sem er að rokka núna. Lítill fugl hvíslaði nefninlega að mér að það væri komin nýr D.j!

Spakmæli dagsins: Maður á aldrei að vilja eitthvað svo mikið því þá fær maður það aldrei. Og í þetta sinn er ég ekki að tala um sælgæti...

Heyrumst, Eva sykurpúði

mánudagur, ágúst 15, 2005

Hressa hress á hressó

Jæja þá hefur maður loksins plantað sér niður á botnin til að segja þér frá!

Fyrst af öll ber að nefna hina miklu Gelloz gleði a.k.a Píkudjamm sem fram fór 4 árið í röð og tókst líka svona splendid. Ég var búin að vinna kl 13 á föstudag og fór þá í klippingu og strípur. Ég dældi einum 500 kalli í stöðumælin just to be save. Ég var svo snögg að ég styrkti Reykjarvíkurborg um 150 kr aukalega og gerði einhvern bílstjóra mjög svo hamingjusaman yfir því að þurfi ekki að borga í stöðumælinn. Þar sem ég hafði nógan tíma kíkti ég aðeins í Skarthúsið og lenti í smá atviki eins og ég kýs að kalla það. En í þessu tilfelli þýddi það peningaeyðsla. Kl 16 var ég komin heim og var þokkalega þreytt en gat ekki lagt mig því það hefði skemmt hárgreiðsluna sem fékk mikið hrós. Ég henti saman kokteilnum og slumpaði bara í öll glösin þannig að það var bara happa ef þú fékkst rótara (rótskerkt). Mætingin var í seinni kantinum eins og vanalega enda engar þekktar eins vel og þessi fríð hópur, flestir voru komnir rúmlega 19:30. Ég fékk blóm og allt fyrir skipulaggninguna. Myndatökur hófust að sjálfsögðu strax! Við fórum svo á Enriqos þar sem við sátum á tveim borðum sem var nú ekki alveg að gera sig en gerðum það án kvartana og borðuðum flestar en misvel útilátin og að ég held góðan mat. Kl 22 var tími til komin að byrja að sturta í sig fyrir alvöru og aftur var haldið í The partý place sem ber nú nafn með renntu. Eftir rúman klukkutíma höfðu allar þær sem við köllum fágaðar ungar dömur breyst í svaðalegar partýgellur með píkuskrækjum og ÖLLU tilheyrandi. Ferðagræjurnar sem halda vanalega til í Skoda octavia voru að gera góða hluti milli þess sem útvaldir fengu blandarakokteil á klósettinu fyrir og eftir piss í boði Kristínar Eddu og sungu Krummavísu í áttund undir styrkri stjórn Önnu Þóru. Já WC var vinsælt eins og ég var búin að spá fyrir einnig var garðurinn annsi fjölsóttur en sjálfsmyndatökur stóðu upp úr ásamt svaðlegri grettukeppni og nærmyndum Guðrúnar Dúfu. Jafnvel gaurinn í lobbíinu var farin að vísa fólki í stelpupartýið mikla. Katrín stal senunni þegar hún gerði sér lítið já eða stórt fyrir og braut þennan dýrindis garðstól sem var nánast orðin antík og skipaði ákveðin sess í fjölskyldunni. Partýhaldarinn var í smá black out-i þar sem eftir var en liðið stormaði eftir kl 01 niður á Hressó og Óliver. Að eigin sögn og annara tókst þetta bara þrusuvel í ár enda great planer. Ég fékk meira að segja BYRJUN á ræðu. Á næsta ári er 5 ára afmæli Gellozsumargleðinnar og aldrei að vita að á næsta ári verði gert eitthvað el grandos.
Ég skemmti mér konunglega á Hressó þrátt fyrir að hafa hent mér aðeins í gólfið og týnt jakkanum mínum (fann hann samt aftur) og var þar til lokunar með Ellunni minni og ungum piltum sem voru æstir í að fá okkur í partý upp í Kópavogi. Það geta ekki allir endað í Kópavogi;) Ég lét undan þrýstingi Ellu og dansaði við þann sem mér fannst bestur en dissssaði hann svo bara þar sem grasið fyrir mér er eiginlega ávalt grænna annar staðar þó að ég finni það yfirleitt ekki. Þeir vildu í þokkabót ekki gefa upp vinnu sína aðra en Gullnámu háskólans þannig að við skulum bara segja að þeir séu í dópinu og málið er dautt. Þetta djamm endaði svo bara heima í holunni minni þar sem við Ella fengum okkur saltstangir og ídýfu upp í rúmi að sjálfsögðu. Já ég og majones upp í rúmi, frábær tvenna.
Nú á laugardegum var ég vöknuð kl 10:30 og byrjaði að taka til. Henti mér svo út í Bónus. Eftir að stelpurnar fóru fór ég á Gay pride og svo út að borða með Önnu Huld. Um kvöldið fékk ég svo matarboðsgesti, fékk mér í stóru tá og kl 03 henti ég mér svo djammið með Guðrún Dúfu hinni höltu (kellann klikkar aldrei á mér sko) Mána og vini hans. Aftur varð Hressó fyrir valinu og þar hittum við nokkrar drengi, kunningja sem fóru svo að dansa með okkur. Þar hitti ég líka gamlan kunningja úr framhaldskóla sem tilkynnti mér að hann væri anskoti sleipur í list nokkur sem ég ætla ekki að nefna. Mér og öðrum sem ég þekki væri velkomið að nýta okkur hana! My darling s....! Nokkuð sem maður heyrir ekki á hverjum degi en nice to know hvað fólk hefur verið að dunda sér við. Eftir þó nokkurn tíma og klósettferðir þar sem ég var m.a. að skiptast á að passa klósett við nýju vinkonur mínar og þukla á sílikonbrjóstum því að stelpan vildi bara endilega sýna mér og nýju vink minni að þau þurfa ekki að vera svona fake alltaf. Ég tók þá tal við Guddu inn á salerni þar sem ég sagði henni að ég vildi ekki hafa alla þessa gaura að dansa við okkur. Þeir skyggðu á útsýnið mitt og það myndi enginn koma og reyna við mig með þá yfir okkur. En Guðrún gat ekkert gert. En ég hitti nú einhverja aðra gaura. Ég áttaði mig á því fyrr um daginn að eina spurning mín væri bara farin að snúast um aldur. Það er það eina sem ég er farin að spurja um. Sumir vilja meina að ég hafi eitthvað brennt mig á honum en ég tel mig bara vera vitrari að geta litið yfir vítt svið. Svo einn gaur var tekin á beinið og spurður um nafn, aldur, vinnu, bíl, börn, íbúð, ýmsan hag, menntun og jafnvel nána fjölskyldu! No more Eva aldur. Eftir lokun kom ég með þá yfirlýsingu að við fjögur (þar sem Gudda var búin að bjóða okkur í snæðing) myndum aldrei komast heim þar sem við þyrftum á stórum leigubíl að halda. En á endandum var ég búin að sætta mig við tvo litla. Ég veit ekki hvaða fólk að handan var með mér þarna en þar sem við vorum bara 4 á lífi gaf ég mig og við tókum bara einn. Þegar ég kom heim rotaðst ég vægast sagt enda ekki búin að sofa nema 8 kls í þrjá sólarhringa og rumskaði fyrst kl 14:30 daginn eftir. Við Gudda eyddum frábærum þynnkudegi saman þar sem ég svaf ennþá meira.
Það var nóg að gera hjá mér mánudag og þriðjudag en á miðvikudag fékk ég áfall þar sem dagurinn var ekki skipulaggður til hinst ýtrasta og eftir klst án þess að gera neitt þá fór ég upp á Skaga. Eyddi honum með foreldrum og stelpunum mínum að sjálfsögðu. Á fimmtudaginn fórum við Anna Huld í road trip á Snæfellsnes sem heppnaðist bara vel. En gráni minn fékk að finna fyrir því og hann er eitthvað rámur núna greyið. Hannibal hefur því lánað mér fjallahjólið sitt sem hann keypti fyrir fermingarpeningana sína með því skilyrði að ég spóli ekki mikið á því. Hef ekki gert mikið af því en ég keyrði samt yfir hund í Hljómskálagarðinum á því á föstudaginn. Við lifðum það bæði af.
Ég er svo bara búin að vera að vinna um helgina en fór reyndar með mömmu á Laugarvegin og í Smáralindina í gær þar sem ég keytpti mér hárblásara á 1000 kall og sléttujárn á 500 kr. Já ég segi bara eins og Joey Who says good vine has to cost more then milk?! Svo fór ég á fótboltaleik sem ég ætlaði aldeilis að sýna af mér þokkan og fegurðina en beygði mig bara niður og faldi mig þegar X-ið mitt kom labbandi.

Hálfur mánuðir í norðanferð í dag, úfff. Framundan er vinna, pakkningar, pre fulttningur, kökuklúbbur, heimsóknir og kaffihús. Get ekki beðið eftir næstu helgin.....þá kemur Mæsa mín....... það verður svo gaman á djamminu..... fullt af sætum strákum..... fæ bara fiðring upp og niður og út um allt að hugsa um það.

Blessa, Eva Hressa

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Mjög svo mikið og margvíslegt

Já það hefur margt gerst síðan ég bloggaði síðast eða þar á undan því ég gleymdi bara að skrifa helmingin síðast og núna er ég örugglega búin að gleyma helmingnum. Nú þetta var meðal annars:
Ég spilaði golf í fyrsta skipti á ævinni og get ekki sagt að ég hafi mjög mikla hæfileika.
Hrefna frænka setti á mig gervineglur sem ég hef ekki haft síðan des 2002. Nú hún er að byrja að læra þessi elska þannig að mottóið okkar gegnum þessa ásetningu var æfingin skapar meistarann og svona inna gæsalappa var það beauty is pain. Nú vantar bara fallegan hamraðan hring á baugfingur.
Svo er maður nú búin að taka smá lit í sólinni.
Sat niður á Austurvelli með öllu hinu fólkinu í yndislegu veðri frá 18 - 20 í síðustu viku.
Sá nokkrar fæðingar hérna. Ó já loksins!
Kíkti í Sandgerði og sá meðal annars leikmuni og upptökusvæðið í órafjarska þó úr myndinni flag of the for fethers og upp á Skaga í heimsóknir.
Nýji H&M listinn er kom og ég ætla að kaupa og kaupa og kaupa... Í október.
Borgaði reikinga upp á 110.000 krónur ó já og enginn sem hjálpaði mér.
Styrkti Lyf og heilsu um eins og 4000 í kremum og smyrslum.
Ég meina það hvar væru bara sum fyrirtækji án mín!

Núna upp á síðkastið hef ég svo verið að undirbúa píkudjamm gelloz meðlima sem er á morgun og vægast sagt komin tilhlökkun í liðið. Já ég held að konan á Enricos verði orðin persónuleg vinkona mín eftir þetta og pabbi fer sennilega að læsa vínskápnum aftur eftir að ég særði út úr honum 50 % vodka. Í mínu partý verður enginn edrú nema þær óléttu. Það verðu að sjálfsögðu hanastél á Suðurgötunni svona áður en farið verðu út að snæða. Ég er sennilega farin að vekja miklar grunsemdir á meðal hótelstarfsfólksins slas heimili míns þar sem ég og aðrir hafa verið að bera inn stóla í tugavís... En einhverjir hafa nú efasemdir um að 20 fallegir rassar munu komast fyrir í flottu klikkaðislegu geggjuðu íbúðinni minni. En ég blæs öllu slíku frá mér því eins og ég sagði þá er ég með mjög rúmgott klósett sem eru mjög vinsæl í partý sem þessum. Ég er líka með þennan brjálaðislega stóra garð án girðingar þannig að þar getur fólk sporserað að vild. Vonum bara að veðurguðirnir verði okkur góðir.
Á laugardaginn ætla ég svo að fara á gay pride með Eygló, Bóasi og fl og svo var planað að hafa Akureyrardjamm sem er ég veit nú ekki hvernig verður en að sjálfsögðu hefur maður komið sér upp plan B;) því ég mun fara út og hafa geggjað gaman enda ekki nema 4 slíkir dagar eftir hér í höfuðborginni sem ég og elska. Á sunnudaginn er ég búin að leggja undi nemd smá sunnudagsbíltúr með fólki sem ég veit að þykir gaman að keyra. Mikil, erlil og góð helgi að sjálfsögðu fram undan.

Ég fór í Kringlunna í dag að hjálpa Ellu Dóru að versla enda er það mitt fag. Keypti mér ekki nýja kápu.
En best að halda áfram að vinna. Ætla að kíkja á kaffihús á eftir með Mæsu minni. Svo er ég loksins að fara í klippingu og strípur á morgun sem ég hef þráð og beðið fyrir í langan langa tíma. Nú fá ljósu lokkarnir að fjúka.

Eva yfirpíkudjammplanari