Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

mánudagur, júlí 30, 2007

Leitt að hún skyldi vera skækja

Góðan dag, góðan dag. En dagurinn í dag er nú ekki nógu góður. Stelpan náði nefninlega að krækja sér í einhverja bakteríu í sumarbústaðnum og jafnvel vini hennar líka og er hérna með nefrennsli, tár, hellu og höfuðverk í vinnunni. En ég hef hér með neitað að vera meira veik í sumar. Þetta er í þriðja skiptið sem eitthvað er að mér og ég mun hér með neita líkama mínum um það að liggja í bælinu! Auk þess hundleiðist mér að vera veik ekki að einhverjum öðrum þyki það eitthvað skemmtilegt. Ég er auk þess að fara að vinna svo mikið næstu vikuna að ég má ekkert vera að þessum aumingjaskap.

Eyddi helginni fyrir rúmri viku mest megnis upp á Skaga. Gæsuðum Aldísi á laugardaginn. Kom henni gjörsamlega á óvart forvitnu dísinni. En með smá hvítum lygum þá náðum við að plata hana. Sóttum hana upp í Akrafjall þar sem hún var búin að vera á fjórhjóli, brunuðum til Rvk á jetsky, keilu og niður í bæ þar sem hún var látin labba um í dressinu með gettóblaster og sýna æfingar til að safna sér pening fyrir hinu og þessu. Svo fórum við aftur upp á Skaga í línudans upp í Skógrækt í blíðskaparveðri. Eftir að maður var svo búin að sjæna sig þá hittumst við allar heima hjá Mæsu í dýrindis mat og vín. Ég var svo í dansstuðinu og dillaði mér við hvað sem er.... meira að segja stefið við sing star og leiðinleg lög. Við enduðum svo kvöldið á Mörkini þar sem ég dansaði og dansaði og skemmti mér konunglega.
Eitthvað lítið varð þó úr hinni miklu búslóðartiltekt þrátt fyrir mikinn undirbúning. Það bíður fram á versló. Ætla bara að vera róleg hérna heima hjá mér á suð-verstu horninu. Búin að taka að mér að vinna aukavakt og svona. Svo ætlum við mamma mín að kíkja saman í búðir ef Guð og veður leyfir.... ekki til að kaupa neitt samt. Bara skoða! Ég varð reyndar að skella mér í Smáralindina um daginn að kaupa eina sængurgjöf og eina afmælisgjöf. Þá otaði afgreiðslukonan að mér einum kjól og einum bol og ég bara "tilneydd" borgaði fyrir það og gekk út reyndar alveg himinlifandi yfir þessum kostakaupum mínum.

En hún Ella Dóra mín á afmæli í dag. Kossar og knús til þín sæta alla leið til Espaniola. Þú veist einn kokteil á bakkann meðan þú ert að sóla á þér tútturnar eða svo til;)

Ég var að segja svo mikið á síðasta bloggi hvað ég hafði verið að gera að ég gleymdi að segja frá því að ég fór að heimsækja elskulega systur mína í Sandgerði. Ekki nennti ég nú að vera þar í neinni leti þannig að ég fékk þau til að rúnta með mér upp í Njarðvík, Garðskagavita, Hafnir og Reykjanestá. Svo fór ég núna í síðustu viku með Jóni Gunnar, Rannsý og co á Flúðir í bústað í 2 daga. Það var bara rosa fínt. Við fórum líka rúnt í Skálholt, Sólheima, Laugarvatn og Geysi. Það er voðalega kósý að hafa mig í heimsókn eða þannig. Ég lýt á það sem svo að fólki leiðist allavega ekki á meðan. Ég er alveg búin að lesa mikið. Ekki þroskandi bækur sem efla ýmindunaraflið heldur Nýtt líf og Vikuna út í eitt þannig að ég er mjög svo uppföll að hugmyndum um allt mögulegt aðalega ást, mat og hið harða líf. Ég fékk t.d. mjög góðar hugmyndir um það hvernig ég á að (endur)skipuleggja heimili mitt. Skipti búslóðardótinu í 3, það sem ég ætla að nota, mun kannski nota og það sem ég mun líklega ekki nota. Þá held ég bara bílsskúrssölu á því sem ég ætla ekki að nota og safna mér upp í íbúð;). En eins og með allt annað þá varð ég að sjálfsögðu að koma mér upp einhverri keppni og í bústaðnum gat ég því ekki notið þess að lesa tímaritin í rólegheitunum heldur fór þetta allt í einu að verða keppni um að lesa tímaritin og það með sjálfri mér. Ég var bara orðin hálfstressuð og lét þetta allt saman bara eiga sig eftir að ég kom aftur í bæinn.

Titillinn hér að ofan kemur færslunni í sjálfu sér ekkert við heldur finnst mér þessi titill bara svo flottur. Ég man að fyrir áratug síðan þá var ég forfallinn leikhúsrotta. Þá var meðal annars verið að sýna þetta leikrit og ég man mig langaði alltaf svo á það bara af því mér fannst titillinn svo flottur. Svo hét pistillinn aftan á Fréttablaðinu um daginn þetta líka og mér varð hugsað til leikritsins sem ég held reyndar að ég myndi ekki vilja sjá í dag enda vitrari, þroskaðri og eldri.

Svona rétt í lokin þá hefur hann Ari litli frændi minn orðið áhyggjur af því að ég muni ekki ganga út og hefur spurt mig tvívegis hvor að ég ætli ekki að fara að ná mér í mann. Hann spurði mig svo að því hvort að ég ætlaði ekki að vera búin að eignast mann 29 ára svo ég gæti farið að eignast börn. Ég svarði einfaldlega: "jú, við skulum vona það."

Þannig var það nú,

Eva ein með´öllu

sunnudagur, júlí 29, 2007

03:12 og telur......

Önnur næturvaktin af þremur um þessa helgi og jafnframt næst síðasta skylduhelgin mín í sumar. Það er ekkert að gera og mér leiðist eins og sjá má á eftirfarandi lista sem maður gerir einungis þegar öll ráð eru þrotinn. Ég er búin að gera allt hérna í vinnunni sem mér dettur í hug að gera. Búin að gera skráningu á hverjir ætla að mæta á píkudjammið og einning "To do list" fyrir restina af sumrinu. Búin að skoða blogg hjá blá ókunnugu fólki. Ég ætla að geyma það til dagsins á morgun að blogga almennilega og panta mér ferð til útlanda. Er það ekki flottur endir á vinnuhelgi?;)

En hérna koma nokkrar tilgangslausar upplýsingar fyrir aðra sem hafa ekkert að gera. . . .
1. Aldrei í lífi mínu: myndi ég vinna í frystihúsi!
2. Þegar ég var 5 ára: Man ekkert sem gerðist þegar ég var 5 ára en 4 ára ætlaði ég að verða viðskiptajöfnuður (það er þá metnaðurinn) og sumarið eftir að ég var 6 ára hótaði ég öllu illu ef ég þyrfti að halda áfram hjá dagmömmunni minni sem mér fannst meira en lítið leiðinleg. Ég fékk mínu framgengt og fékk að vera ein heima á morgnanna í 18 virka daga.
3. Menntaskólaárin voru: Full full full af sætum eldri strákum eða allavega til að byrja með og það man ég mest eftir. Ég var líka súper virk í félagslífinu.
4. Ég hitti einu sinni: Amy í Everwood á ljósum í New York .
5. Einu sinni þegar ég var á balli: Tróð maður gjörsamlega upp á mig 1000 kalli.
6. Síðastliðna nótt: Var ég hér á nákvæmlega sama stað nema heldur ferskari.
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: verð ég í brúðkaupinu hjá Aldísi og Ísólfi.
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: elstu byggingu LSH sem eru skrifstofur og svo gjörgæslan á hæðinni fyrir neðan.
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: Greinina "Vilt þú hafa ljósmóðir á staðnum?" eftir Berglindi Hálfdánar sem ég hef nota bene hitt.
10. Hvað eru margir dagar í afmælið mitt: Ekki erfitt að reikna út, eitthvað um það bil 210 dagar.
11. Ef ég væri karakter skrifaður af Shakespeare væri ég: Hamlet.
12. Um þetta leyti á næsta ári: Útskrifuð hjúkka með háleiddar hugmyndir um framtíðina.
13. Betra nafn fyrir mig væri: Monika Geller.
14. Fyrsta manneskjan sem ég myndi þakka ef ég ynni verðlaun væri: My friends and my family.
15. Uppáhaldsmorgunmaturinn minn er: Ristað brauð með osti, gúrku og tómötum og melroses te með mjólk og smá canderelle.
16. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup: Ef ég væri orðin eitthvað kol rugluð! Vinsamlegast hafið vit fyrir mér ef slíkt myndi svo ólíklega gerast.
17. Heimurinn mætti alveg vera án: Aukins hraða.
18. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en: kattarsand.
19. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: ekkert held ég bara.
20. Ef ég geri eitthvað vel er það: Taka til hendinni.

Nei nei ég sver fyrir að ég hef gert þetta áður svona þegar ég fer að spá í því. Sorgleg??? Ég er ekki viss.

En þá er næturvaktin hálfnuð!

Eva Ugla

laugardagur, júlí 21, 2007

The Baski

Ummmm hvað sumarið er yndislegur tími. Jeeeee dúdda hvað ég er líka búin að vera dugleg að gera allt sem mig langaði til að gera. Stolt siglir flegið mitt;).
Já í þar síðustu viku svo að upptalningin byrji á réttum stað þá fór ég 2 x í sund Í BIKINÍINU og var bara nokkuð ánægð með mig. Svo fórum við stelpurnar í sólbað, með tímarit og pick nick töskur eða meira poka kannski í Hljómskálagarðinn og svo fór ég með vink mínum og gríslingunum þeirra á Miklatún.
Mér varð líka mikið úr verki um síðustu helgi þrátt fyrir að vera að vinna, fór í sund, sleikti sólina og fór í virgin ferðina á player´s með stelpunum sem var besta egóbúst sem ég hef fegnið lengi;). Ekki mikið um fegurð en hverjum er ekki saman um það þegar hvorki er uppi veiðihár né skyggni.

Eftir tarnarhelgi brunaði ég upp í Húsafell þar sem við, afkvæmi tvíburasystrana, hittumst ásamt fjölskyldum okkar. Nenni, Gudda og Baski frændi voru öll með sitt hvort bústaðinn og Balli frændi var í hústjaldi. Ég sagði að ef mér þætti fólkið í þeim bústaði sem ég gisti í hverju sinni leiðinlegt þá myndi ég bara röllta mér yfir í þann næsta;). Prinsessan var í hinu besta yfirlæti. Allt hitt liðið er náttúrulega með golfsýki sem ég finn mig ekki knúna til að smitast af. Lá ég því bara með bók og gömul tímarit, greip örsjaldan í símann (bara nánast ekki neitt), spilaði, lá yfir friends, fékk mér göngutúr og henti mér í pottinn eins og tvisvar sinnum. Síðasta kvöldið sló samt öllu við. Eftir grillaða pizzu sem var algjört lostæti, þá kveiktum við upp í úti arinn hjá Nenna og Rannsý, ég las upphátt kaflann í Flugdrekahlauparanum (sem mér var sett fyrir að lesa í sumarbústaðaferðinni) , drakk mitt fyrsta rauðvínsglas og grillaði sykurpúða. Svo spiluðum við fram eftir nóttu þar sem að Nonni vann að sjálfsögðu enda kalla ég það ekki að spila að keppa við hann. Hann er náttúrulega ofviti.
Það var reyndar komin aðeins eirðarleysi í mig á öðrum sólarhring. Gústi mágur minn minnti mig sífellt á það að það þyrfti ekki að vera þétt skipulögð dagskrá enda tók hann nú ekki mikinn þátt í henni. En þetta gat ég, 3 sólarhringar í bústað og ég tilkynnti það sérstaklega áður en ég fór. Ég stefni á bústað á Flúðum í næstu viku. Það er reyndar ekki nema einn og hálfur sólarhringur þannig að ég fer létt með það. Ég elska náttúrulega suðurlandið þannig að... ég hlakka bara til. Kyss kyss til systkina minna fyrir kósíheitinn.

Ég vann daginn í dag og er aftur kominn í 4 daga frí. Tók reyndar að mér eina aukavakt enda ekki annað hægt þar sem allt stefnir í 3 utanlandsferðir á hálfu ári. Veit samt ekki hvað þessi eina aukavakt fleytir mér langt en eitthvað allaveganna. Helgina ætla ég að nýta vel. Vera með fjölskyldunni og vinunum. En ég ætla nefninlega líka að fara yfir búslóðardótið mitt frá kassa 1 takka fyrir takk. Pabbi svitnar við það eitt að hugsa um þau stórræði sem ég ætla að fara að framkvæma. Fór í RL í dag og keypti mér nokkra glæra kassa (rándýra að mati Ellu) því að ég ætla að vera svo sniðug og skipulögð að geta séð í alla kassa auk þess að skrifa niður hvað er í hverjum og einum. Það verður því leikur einn að finna stál- eða plast mæliskeiðarnar eða þemu í hyllu 1 stofustáss eða eldhússafn síðan "97. Þetta verður æði og hlakka ég mikið til. Þetta gæti þó verið stærra verkefni en ég býst við. En það mun kenna ýmsa grasa og hefur fólk sérstaklega beðið um tímasetningar til að vera viðstatt þennan merkisviðburð.
Ég ætla að hafa búsetu mína á Akureyri aðeins öðruvísi þetta árið og gera heimilið mitt enn meira að mínu en ég hef gert undanfarið. Ég er náttúrulega að fara að vera ein í íbúð þannig að ég ætla að taka eitthvað að búslóðardótinu mínu með mér og sjá hvernig uppstillingarnar standa. Hvort að ég þyrfti að gera langann óskalista í Mirale, Míru og Egg fyrir þrítugsafmælið. Er þegar farin að safna skemmtiatriðum! Eitthvað held ég að ég eigi nú eftir að hringja í Jonny boy í vetur þar sem að Anna Huld mín (raf)magnaða gella er flutt frá mér en hún sá um allskonar svona ditteringar sem viðkom tækjum og tólum. Já ég kann ekki einu sinni að tengja dvd og video en neyðin kennir naktri konu að spinna.

Það er mjög mikið að framtíðarhugsunum að fara í gegnum kollinn á mér þessa dagana. Það líka finnst mér mikið verið að pressa á svör varðandi framtíð mína. Þetta er víst kallar querter life crisis í Bandaríkjunum og hrjáir fólk sem er að fara að klára nám og lifa sjálfstæðu lífi.
Af öllu sem mig langar að læra þá er það ljósmóðirin sem mig langar mest. Ég hef ákveðið að byrja á henni. Hvernær? Margir eru að segja mér að drífa mig að sækja um næsta haust en langar mig ekki í árs reynslu? Jú eiginlega en það sakar kannski ekkert að sækja um. Danmörk og Bandaríkin eru því miður út úr myndinni. Eftir að hafa kynnt mér það þá er námið þar ekki nógu hagstætt. Best sé að læra ljósmóðurina hérna heima þar sem íslenskar ljósmæður séu einar þær sjálfstæðustu í heimi. En útlönd heilla og ég er staðráðin í því að flytja eitthvað erlendis einhverntíman. Langar fljótlega en spurning um hentugleika. Skotland kemur sterkt til greina. En kannski ekki fyrr en ég er komin með fjölskyldu? Ég þarf allavega að ná úr mér þessari útlandaþrá. Það er mikið að "en" í þessum dæmum mínum. Ég er jafnvel að spá í að gerast svo kræf og framlengja íbúðina mína á Akureyri fram yfir næsta sumar ef mér líður vel í henni og sækja um vinnu á lyfjadeildinni á FSA yfir sumarið. Því ég tel lyflækningu vera mjög góð reynsla upp á framtíðina að gera. Hvar á ég svo að búa næsta haust? Reykjavík, Akranesi, erlendis??? Í framhaldi af því koma margir angar. En ég hef allavega veturinn til að hugsa mig um. Ein uppáhaldsljósan mín í vinnunni sagði við mig: "Blessuð Eva mín, segðu bara við þetta fólk að þú hafir ekki hugmynd um það og þá hættir það að spyrja. Það getur margt breyst á einu ári. Þú verður svo bara kannski komin með barn í magann þá." Tja ég veit það nú ekki en mér fannst þetta gott svar. Ég er náttúrulega alltaf að reyna að vera á bremsunni þó að ég þrái ætíð gleraugun sem sjá ljósár fram í tímann!

Ég er búin að þurfa smá aðlögun að venjast ljósa hárinu mínu aftur en ég er alveg orðin ég sjálf aftur. Eins og ein sagði í vinnunni um daginn: "Ég er ekki frá því að þú sért jafnvel enn myndarlegri svona ljóshærð Eva og mér fannst þú nú myndarleg fyrir." Svo var Halldóra Kristína sæta að fara til USA og ætlaði í store of America: Victorias secret og fékk smá lista frá mér. Nýjasta body sprayið, ilmvatn og náttbuxur. Þær eru æði skvísurnar í vinnunni.

Ákvað að vera sæt í dag og færði Önnu Þóru minni nýafskornar rósir.

En þá er að hella sér út í dembuna,

Eva Sumarrós

mánudagur, júlí 09, 2007

Drottning dagsins
Anna + Helgi = Brúðhjón dagsing. Lukkuleg og hamingjusöm.


Vinkonur í bráðum 20 ár



Pálína afmælisbarn

Gærdagurinn var æðislegur. Anna Ósk og Helgi giftu sig en á þessum degi þá voru þau búin að vera saman í 5 ár og hvað er flottara en að ganga í það heilaga á þessum tímamótum. Anna Ósk mín var gullfalleg og bar titilinn drottning dagsins með rentu. Þetta var sérstakt brúðkaup fyrir mig að því leyti að þetta er fyrsta elsta besta vinkona mín sem giftir sig. Ég sá hana ekki nógu vel þegar hún labbaði inn kirkjugólfið en annars hefði ég örugglega tárast. Veislan var líka flott og rosalega góður matur t.d. var eins brúðarterta borin fram fyrir konungsfjölskylduna. Ræðan heppnaðist vel og myndbandið hitti beint í mark. Halla, mamma Önnu var líka með ræðu þar sem hún gat þess að við stelpurnar höfðum oft verið í brúðkaupsleik og hvaða hlutverk haldið þið að ég hafi verið í??? Þið giskið sennilega á brúðurin en nei….. Veislustjórinn var hún!
Kristín Birna greyp svo brúðarvöndinn en þurfti að hafa fyrir því. Ég veitti henni að vísu enga samkeppni enda hefði ekki verið séns að hún hefði gripið vöndinn hefði ég lagt mig eitthvað fram. Mér finnst ekki viðeigandi að grípa vöndinn þegar ég á ekki einu sinni mann til að biðja mín. Mér heyrist brúðkaupsundirbúningur minn samt vera vel á veg komin þar sem að Anna Þóra er farin að huga að gestalista, Guðrún Jóhanna ætlar að gera brúðarvöndinn, Jón Gunnar er farin að bjóða gestum í brúðkaupið, Jóna Kolbrún ætlar ekki að hjálpa mér að skreyta og Maren segist helst ekki vilja vera nálagt mér síðustu dagana í allri fullkomnunninni!

Eftir brúðkaupið fór ég svo í 25 ára afmæli til Pálínu. Kom þar beint inn í Actionary (öðruvísi stæl) þar sem maður átti að ná að leika sem flest á einni mínútu. Ég var að sjálfsögðu pöntuð strax í eitt liðið. Ég náði 4 atriðum og hefði sennilega náð 5 ef ég hefði vitað strax hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég neitaði hins vegar að fara út hælunum og reif kjólinn minn aðeins í hamaganginum sem setti strik í reikninginn enda splúnku nýr og var í vígslu þetta kvöld. En hvað gerir maður ekki fyrir ástina á leiknum?
Við kíktum svo í miðbæinn á Rex og Oliver sem var ekkert spes og var ég bara glöð að komast heim í holuna mína eftir langan en góðan dag.

Eva veislustjóri

Ps. Minni á pistilinn hérna fyrir neðan en hann er nýr líka. Fannst titillinn bara ekki passa undir þessa færslu.

Naughty nágrannar

Ég var að vinna törn í síðustu viku, sérstaklega kvöldvaktir. Tók að mér aukavakt til að vinna af mér dag fyrir Húsafellsferðina. Þess fyrir utan var ég samt mjög aktíf. Labbaði Fossvogsdalinn og Elliðaárdalinn sitt hvorn daginn. Sat á kaffihúsum með stelpunum eða út á svölum og sólaði mig þannig að nú er maður komin með smá lit á kroppinn;). Svo er stelpan bara orðin ljóshærð aftur. Já ég gafst upp á að vera dökkhærð, kostar allt af mikla fyrirhöfn. Svo eru líka allir að segja að "ég" sem allir þekki sé komin aftur þannig að ég tek ljósan litinn aftur í sátt.

Ég byrjaði aftur á upphafsreiti að leita að íbúð á Akureyri. Íbúðin sem við vorum komnar með gekk svo ekki upp eftir allt vesenið þannig að við stelpurnar slitum samvist okkar áður en hún hófst. Ég auglýsti þess vegna ein eftir stúdíóíbúð. Stelpan kann svo að semja því hún fékk 5 símhringingar samdægurs og eina daginn eftir. Ég vann í þessum málum, hratt og örugglega og fékk fólk til að kanna þetta fyrir mig. Þannig að nú er ég komin með heimili í vetur;). Það er meira að segja íbúð íbúð, með sér svefnherbergi, eldhúskrók, stofu og baðherbergi og svo er eitthvað að innbúi með líka. Svolítið sniðugt að nefna það að það er lag með Chris nokkrum sem var í idol og er mjög vinsælt núna. Þar segir í textanum; “Be careful what you wish for, cause you just might get it all”. Ég sagði einmitt við vinkonur mínar í síðustu viku. “Oooo ég vildi að ég gæti bara fengið góða kjallaraíbúð hjá eldra fólki sem vilja bara fá einhverja góða og eru ekkert að okra”. Viti menn mér varð að ósk minni og voðalega lukkuleg með þetta. Þau eru líka svo ánægð að ég sé verðandi hjúkka, s.s. traustsins verð, sem mér finnst bara sætt.

Á þessum vinnutarnartíma varð ég líka vitni að hinum ýmsu atburðum þann tíma sem ég var heima. Nágrannar mínir á móti eru nú hin mestu partýdýr. Djamma fram á nótt og eru svo mættir út manna fyrstir á morgnanna, nema þeir fari náttúrulega bara ekkert inn. Einn svaf nú bara vært í stól fyrir utan á laugardagsmorgni. Þetta var reyndar farið að snúast upp í það hvort hann væri nokkuð dauður. Svo um daginn var ég í sakleysi mínu í símanum úti á svölum þegar einn gerir sér lítið til og parkerar sér fyrir aftan húsið og snýr rassi í átt að Hverfisgötu. Tekur svo bara út á sér Júlla á neðri og vökvar beð. Mér brá nú heldur betur í brún og fór nánast hjá mér. Rauk inn með símann. Kom svo aftur út stuttu seinna og þá er félaginn enn að en var rétt að hristan bara áður en hann tróð honum aftur í the trouses! Daginn eftir s.s. á mánudegi var ég svo að draga frá hjá mér rétt fyrir kl 08. Þá er liðið allt að halda til vinnu. Búið að smala öllum í bílana nema einum sem ákvað nú að klára bjórinn sinn áður en hann myndi setjast inn í bíl! Svo er Fábnir (viljandi skirfað svona) að koma sér í blöðin og neitar að leyfa fólki að yfirgefa klúbbinn. Jeremías. Eins gott að umsóknin mín var ekki farin í gegn. Guðrún systir var eitthvað að biðja mig að hafa mig hæga. En ég hef náttúrulega Guggu og Jóa nema að ég tjáði áhyggjur mínar af Guggu þegar Jói gæti hugsanlega fengið inn á Njálsgötuna í haust. En annars læt ég bara vel af mér í þessari hringiðu.

Mig dreymdi einkennilegan draum um daginn. Ég var að fæða þríburastráka um nótt. Ljósmóðirin sem var búin að vera hjá mér fór allan tíman fór svo bara út þegar börnin voru að fæðast. Þá kom inn læknir sem tók á móti fyrstu tveim með klukkustundar millibili en þeir voru eineggja. Ákvað svo að bíða með að taka á móti þessum þriðja. Ég rankaði svo bara við mér daginn eftir. Þá var mér sagt að þriðji þríburinn hefði fæðst 4 tímum seinna og hann hefði fæðst andvana. Ég varð alveg rosalega reið út í læknirinn fyrir að hafa beðið svona og var viss um að strákurinn minn hefði dáið þess vegna. Frekar spúký.

Eftir törnina sem endaði á næturvakt þá fannst mér ég svo spræk að ég fór meira að segja í keisara þegar vaktin mín var búin. Þá var ég búin að vaka í 26 klst samfleytt og það er ekki eitthvað sem ég mæli með. Ég fór heim og fékk mér 2 klst kríu og brunaði svo upp í Grímsnes í bústað með Önnu Huld. Það var svo notalegt. Fór í pottinn, las tímarit og horfði á sjónvarpið. Daginn eftir fór ég svo upp á Skaga. Það er nú komin einhver útivistabaktería í mig því ég hjólaði um eins og ég fengi borgað fyrir það sem er náttúrulega bara gott mál. Fór líka aftur í æðavarpið upp í sveit sem er alltaf jafn yndislegt og eini staðurinn sem ég get gengið og notið þess án þess að vera með mp3. Staldraði við í góðu yfirlæti fram á laugardag. Írskir dagar voru náttúrulega um helgina. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn óspennt og í ár. Fór reyndar í götugrillið í fyrsta skipti sem var bara rosalega fínt og mikil stemmning, ég stoppaði reyndar ekki lengi því ég þurfti að fara heim og klára brúðkaupsræðuna til að geta farið aðeins niður í bæ seinna um kvöldið og horft á Stuðmenn.

Nú er bara að vinna fram að Húsafelli sem er eftir viku. Ég hlakka mikið til enda er ég farin að kunna að meta þessa rólegheit betur og betur. Þetta segir manneskjan sem var farið að klæja að komast aftur til baka eftir 2 sólarhringa í sumarbústað. Þetta er líklegast þroskamerki.
Ég fór líka í síðustu viku og keypti mér bikini, ekki tankini eins og ég ætlaði alltaf að gera. Ekki nóg með það heldur keypti ég tvenn. Já, ég veit ekki alveg hvað kom yfir mig en eitthvað var það. Manneskja sem hefur aldrei farið í bikini hefur keypt sér tvenn og er meira að segja búin að fara í þeim í sund! Ákvað líka að kaupa mér eitt par af skóm, götuskór frá Kawasaki, mjög praktískir í daglegu lífi. Ég reyni að forðast útsölur eins og heitan eld því ég veit að ef ég fer þá endar það bara í vitleysu…. ég er að fara í tvær verslunarferðir innan 7 mánaða. Ég lifi á því.

Eva miðbæjartútta