Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

þriðjudagur, maí 31, 2005

Fögnuður.... hitt og þetta

Allar einkunnir eru komnar inn og hljóða þær upp á 6 - 6,5 - 7 - 8 - 8. Og er bara nokkuð sátt. En við heimilisfólkið í Álfabyggðini höfum gert samning þess efnis að lært verði nánast daglega næsta haust vegna þess að frumlesning er ekkert kúl frekar en að reykja. Það verður því gaman að sjá útkomur haustprófana í desember. Ef þær verða ekki hærri en þessar þá plöntum við bókunum bara aftur upp á hillu þar sem þeim finnst svo gott að vera og tökum upp á fyrri siðum.

Ég hef áttað mig á því að lífið er ekki eintómur dans á rósum. Það kemur alveg fyrir að veruleikinn hitti mig. Ég er að deila þessu núna vegna þess að ég sé fyrir lokin á þessu öllu saman. Því 1. júní er skammt undan og þá get ég loksins farið til Jóhannesar og verslað inn já og í fínu íbúðina. Ég hef saknað hans karlins.

Nú fer að styttast í að maður flytji inn í LITLA EINSTAKLINGS HREIÐRIÐ. Vonandi verðu það á miðvikudag. Þá hefst maður handa við að gera þetta að sínu eigin með því litla sem maður hefur úr að moða. En nóg á það samt að vera. Ég ætla að henda mér í IKEA og kaupa kolla svo að maður geti haldið mannamót því ekki getur maður látið fólkið sitja á grasinu í garðinum og svo þarf maður að skreppa í RL búðina og kaupa lök og eins og eina sæng svo maður geti rekkjað kvenkyns vini. Dýnurnar eru reddað mál. Jafnvel að það leynist súkkulaði á koddanum. Það er engin gestgjafi eins og ég.

En skvísan ætlar að henda sér í djammgallan og glansskóna n.k. laugardagskvöld skoða úrvalið í höfuðborginni svona upp á framtíðina að gera sjáið þið til. Það ætla nokkrar vel valdar dömur að koma með mér. Ekki þær sem eru að fara út á land eða eru bara í ruglinu að vinna eins og vitleysingar. En það verður sko mikið fjör og mun ég efna þess loforð að vera ekki í neinum fatahengispartýum;)

Ég var að vinna fyrstu vaktirnar mínar ein um helgina og það gekk bara nokkuð vel og fékk ég bara rósir í hnappagatið og læti. Ég fór líka upp á Skaga þar sem gæs nr tvö var tekin í gegn og gerði hluti eins og að selja fake viagra í hús og vera í einum ljótasta búningi sem sögur fara af. Ræddi reyndar ekkert við hana um meðreiðarsveininn. Ég slæ kannski bara á þráðinn í vikunni.
Ég hef ákveðið að fjárfesta í dressi fyrir brúðkaupið. Er mikið að spá í kjól en jafnvel í pilsi og bol í stíl. Ég hef fengið leyfi hjá kaupvörsludömuni minni fyrir þessu þó það hafi ekki beint verið á listanum um kaup og kjör sem gildir fyrir sumarið. Maður er nefninlega að fara að spoka sig í Köben í haust og þar fær ENGINN haldið aftur af mér.

Hammilo innilega til hamingju með prinsinn þinn fagra.

Svo fyrir ykkur hin sem eruð í skrifstofuvinnu og hafið ekkert að gera vil ég benda ykkur á grein í Orðlaus, Survival of the flottest. Hún er snilld. Gerist um hverja helgi bara í mismunandi myndum.

Eva sumarsykursæta

mánudagur, maí 23, 2005

Eva foundation

....... of panties.

Já ég hef hér með gert uppgjöf. Fataskápurinn fékk sko að finnar fyrir því um daginn og tók ég þá ákvörðun að mögru dagarnir munu ekki koma frekar en þeir sem áttu að vera í frekari velmegð. Því hafa þær nærlur kvatt Dalbraut 57 og aðrir fá að njóta þeirra þar sem aldrei hefur lítill bossi snert þær (enda ekki til staðar sjáið þið til). Því hef ég ákveðið að stofna svona sjóð fyrir þá sem eru ekki eins hrifnir af þessu áhugamáli. Þannig að maður er bara orðin eins og Celeb-arnir með sjóð og allt.

Hvað er þetta bara með MENN(ekki börn) og play station? Ég bara gæti ælt af þessari óstöðvandi þráhyggju. Ég sver fyrir það að hvorki klám né bjór kemur einu sinni í staðinn fyrir þetta. En þegar slíkur leikur hefur verið gerður þ.e. sem inniheldur annað hvort þá setjum við stólinn fyrir dyrnar stelpur! Því hef ég ákveðið að ef og ég sagði ef að börnin mín fá Play station þá fer hún út úr mínu húsi á fermingardaginn. Nokkuð góður díll að traita á fermingargjöfunum og þessu. Skynsöm og rökhugsin eiginkona ég!
Sem minnir mig á það. Það er komið að því. Ég hef fengið í hendur fyrsta boðskort í brúðkaup í vinkvennahópnum. Og hvað hef ég alltaf sagt? Ef ég væri ennþá á lausu þegar vinkonur mínar giftu sig þá mundi ég fá mér meðreiðarsvein. En ég veit ekki um neina svona þjónustu á Íslandi. Einhver hjálp? Kannski ég byðji bara Siggu um að flytjann inn frá Danmörku eða Bjarna Skúla frænda frá Hollandi? Það er nú allt löglegt í Hollandi. Hvað ætli svona þjónusta kosti? Gallinn er hins vegar sá að mín er ekki óskað með maka á boðskortinu. Þannig að kannski bíður hann mín bara í veislunni? Ohhh af hverju fór ég bara ekki í djúpu lauginna á sínum tíma? Maður græðir ekkert á þessu núna. Hvorki fríðindi né gaur... En hvað sem tautar og raular þá er afi hennar Málmfríðar komin með mann fyrir mig. Ég ræði þetta við hann í veislunni. Timmi reddar svo sínum.

Ég byrjaði að vinna á fæðingarganginum á LSH fyrir viku síðan og hef það bara nokkuð gott. Loksins get ég fengið bleikan slopp sem er náttúrulega bara snilld;)Fyrsti dagurinn var mjög minnistæður án þess að vera að fara út í einhver smáatriði. Segjum bara sem svo að ég fékk verðskuldaða athygli og brosti í gegnum tárin Það er mjög krúttlegt að vera að halda á barnafötum nr 50 og sjá margar bumbur á dag. Það er ekki góð getanaðarvörn því maður er svo veikur fyrir þessu. Hlakka samt til að gera miklu meira en leyfum þessu nú öllu að byrja fyrst. Eva þolinmóða sjáið þið til.
Nú er það bara að fá íbúðina og hjólið mitt hingað suður og þá hefst sko sumarið sem ég hef verið að bíða eftir. Búin að plana innfluttningspartý fyrsta laugardaginn í júní. Já! Stelpan er ekkert að staldra við heldur byrjar maður með trompi. Ég er svo heppin að vera í fríi allar planarðar helgarnar mínar í sumar sem er nánast hver einasta fríhelgi. GLeði gleði.

Það er komið út úr öllum prófunum mínum nema einu og það hefur allt gengið að óskum.

Helginni var eytt á Skaganum í GÓÐRA vina hópi. Fjölskyldan fékk að sjálfsögðu gæðatíma enda að vera nánast mánaðarlegt að eyða tíma með de familie. En ef maður réttir fram puttan er hendin gripin og þau heimta bara meira og meira. Tími er ekki allt sem ég hef og hvað þá peningar... Er farin að taka fyrir fram fyrir hvert það litla sem ég geri. Og svo er það alltaf elsku pabbi.
Gunnur frænka var að útskrifast og það var að sjálfsögðu mætt þangað. Svo var veri að gæsa Katrínu Rós og auðvitað var mætt þangað. Svo var grillað þetta svaka kjöt og að sjálfsögðu var mætt þangað líka. Fyrir utan það var ég bara mjög upptekin við að gera ekki neitt sem var bara nokkuð notalegt.
Ég var á bakvakt á laugardagsnóttina og fyrir það ætla ég svo að kaupa mér frakka;)

En besti elsti vinurinn minn er alveg að verða pabbi og langar mig bara að senda þeim dúllunum bestu baráttukveðjur fyrir átökin. Muniði bara hvað þið fáið þegar allt er búið. Eitt lítið kríli sem mun heita Eva eða Evan. Kyss kyss.

As for the rest of you, stay in

Eva ljósos

miðvikudagur, maí 18, 2005

Óður til vinkvennanna

Jæja góðan daginn daginn.

þá er maður loksins komin í langþráðu höfuðborgina sína:)

Próftíð nr. 2 í háskólanum gengin yfir og alltaf er maður að frumlesa. Hún gekk samt bara ágætlega fyrir sig svona að mestu leyti, allavega lofa þær einkunnir sem eru komar inn góðu. Held fingrunum krossnum aðeins lengur.
Þó próftíð geti verið líandi þá gáfum við Anna okkur að sjálfsögðu tíma í að fara á rúntinn, Brynjuís og sund en það var líka eina gleðinn. Nei og súkkulaðirúsínur líka! Þær renna ótrúlega ljúft í maga. Það var einnig eitthvað um hlátur vegna þess að fataþemurnar voru í skrautlegri kanntinum svona þegar þær voru settar saman. Það var ballerínuþema, sweat pents og flash dans pents, doctors þema, ömmuþema, hjúkkuþema en svo undir lokin var bara orðin sveitt-þema og pirr pirr, bækurnar máttu þjóta í gólfið og soo on.
Í fósturfæðiprófinu áttum við að kunna allt um kynfæri karla. Ég stóð sjálfa mig að því að vera komin með hausinn ofan í myndina eins og ég skildi bara ekkert hvað stóð upp né niður. Ég kunni þessa mynd upp á 10, að sjálfsögðu, en hún var bara ekki alveg eins og hinar!

Við skelltu okkur að sjálfsögðu á próflokadjammið á Akureyri. Fyrst var farið í grillpartý til Thelmu og svo splittuðumst við upp í einkapartý hist og her. Ég fór í bekkjarpartý til Andreu þar sem eina skilyrðið fyrir inngöngu var hávaði og læti til að hefna sína á nágrannanum á efri sem er víst annsi hávær. Það var fín mæting og að sjálfsögðu notfærði maður sér fjöldan og lét hann syngja afmælissöngin fyrir unglambið hann bróður minn (humm 39 ára hóst). Brynja snilld mætti með vodkahlaup sem rann ljúflega niður. Mér fannst nú ekki nóg að taka eitt í einu þannig að ég tók alltaf 4! Þar til Baddý sagði stopp. Svo hentumst við á kaffi svita sem er já ALLTAF EINS!
Við gistum heima hjá Páls og Sons enda fluttar út. Daginn eftir barst mér svo neyðarkall úr suðri þar sem Guddan mín vantaði buddy fyrir kvöldið. Ég hafði ákveðið að setja upp vængina mína og haga mér sem engill þar sem eftir lifði helgar en gylliboð gleymast ei og þar með var ég rokin frá Akureyri til Reykjavíkur. Við Guðrún og Anna Huld og Mæja fórum í partý hjá hinum ýmsum deildum í HÍ. Engir bitastæðir því ver og miður vegna þess að þetta voru meðal annars lögfræðingar og verkfræðingar. Eiga þeir ekki annars ennþá nóg af peningum? Svo var ákveðið að fara á Gauk og stöng (gaf ekki mitt samþykki nota bene) en hætt við það, týnt Mæju og stungið af Guðrúnu og farið á Pravda (ekkert frekar mitt samþykki) Ég fór með önnu sem þekkti bara mann og annan og fór bara eitthvað hvað eftir annað eins og ekkert væri og ég sat á þessu Morkna stað með stóru eMMi. Ég ákvað því að taka föggu mínar og fara beinustu leið heim með nokkrum krókum:)
Á sunnudagskvöldið var svo ball heima með Pöpunum en ég ákvað að sleppa því vinkonum mínum til gremju. Þær hafa tekið að mér þess eið að ég muni skemmta mér með þeim á Akranesi einhverntíman í sumar. Ég var spurð strax hvenær? Ég sagði Írskum dögum og þá datt nánast af þeim andlitið því það eru TVEIR mánuðir þangað til........
Svo átti ég líka að lofa Báru því að það yrði ekkert strákastand í sumar! En Elísabet losaði um reglurnar og sagði að þetta mætti vera: strákar á virkum dögum, stelpurnar um helgar!

Stelpur ég elska ykkur.

Núna sit ég heima hjá Guddu minni sem er reyndar svona ''pínu mitt líka'' í hálfan mánuð en ég fæ ekki íbúðina mína fyrr en 1. júní og mig hlakkar svo til, mig hlakkar alltaf svo til. Er sko búin að skipuleggja allt í sambandi við hana; uppröðun, handklæðaskipan og dúkamál.

Meira um það síðar,

Eva frumlofari