Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

fimmtudagur, október 27, 2005

Bleika uppáhaldið

Ég varð fyrir þeirri lífsreynslu í morgun að það leið yfir mig í fyrsta skipti á ævinni. Ég var stödd í verklegum líkamsmats-sýnitíma þannig að læknir var til staðar og rúmlega 30 hjúkrunarnemar. Þannig að þetta gerðist í rauninni á "heppilegasta" staðnum. Það er nú svolítill hrollur í manni eftir þetta sérstaklega af því að ég datt bara út og mundi ekki neitt og ranghvolfdi en lokaði aldrei augunum. Mér var svipt upp í rúm þar sem ég var undir góðu eftirliti í smá stund. En allt er í lagi núna.

Já en stelpan er komin heim. Ástfanginn í þokkabót. Ást þessa fann ég í Danmörku nánar til tekið í Lyngby, fallegasti hringur sem ég hef nokkurn tíman á ævinni litið. Hann er úr skýra gulli með 8 hvítum steinum til hliðana og bleikum stærri steini í miðjunni. Ég gæti virkilega horft á hann alltaf því hann er svo undurfagur.

Við Ölöf héldum af stað í Danmerkur för okkar og allt gekk að óskum svona þangað til við komum á flugstöðinna úti. Ég er ekki þessi lestarleiðamanneskja en hika ekki með að spurja til vegar. Eitthvað fengum við misvísandi leiðbeiningar sem stefndu ekki við leiðbeiningar stelpnanna plús það vorum við Köben virgins og bara úti að aka. En við hittum íslending en þeir leynast gjarnan á hverju götuhorni þannig að ef þið eruð ekki karlmenn getið þið alltaf spurst til vegar;) á íslensku. En við hittum stelpurnar á aðallestarstöðin og heima beið okkur ljúfeng máltíð a la Anna.
Daginn eftir tókum við púlsinn á Lyngby þar sem stelpurnar búa. Það er svona gamalt sveitaþorp virkilega vinalegt. Við fórum í Lyngby´s store center og ég bara keypti nánast ekki neitt og hélt þar með að ég hefði glatað þeim frábæra hæfileika mínum að versla my ass of.
Á föstudeginum fórum við svo á Strikið sem ég var nú ekkert úper hrifin af verslunarlega séð en við snæddum á kaffi Norden sem var bara mjög fínt. Um kvöldið löbbuðum við svo yfir í Nyhavn sem er rosa kósí. Það kom þessi svaka demba. Við vorum alveg ákveðnar í því að prófa Tapasbar sem ég var viss um að ég hefði séð á strikinu. Þannig að ég leiddi hópin fram og til baka þangað til að ákvörðun var tekin að borða bara á kínverskum veitingastað. Ég sló þessu upp í létt kæruleysi og hvað þetta bara hina mest hressandi göngu við misgóðan hljómgrunn. Inn á veitingarhúsið komum við svo eins og blautir hundar, ég var með sleikt hár og bletti sem líktust svitablettum og aðra eins og ég væri með barna á brjósti. Bara gaman af því.
Á laugardeginum tókum við svo H&M á strikinu þar sem að ekki gafst tími til þess deginum áður og svo fórum við í snilldar verslun sem heitir Bilka og you got a love Bilka. Um kvöldi var djammið svo tekið í Köben. Staðurinn heitir Park og er einn heitasti klúbburinn í bænum. Ég fór að sjálfsögðu á kostum þegar nóg áfengi hafði runnið í gegnum æðar mínar. Ég skammaði stelpurnar fyrir að taka mig, manneskju á lausu, með sér á þennan gay bar (sem hann var nota bene ekki). Ég var í heitum umræðum við einhvern gaur um það hvernig væri að vera á skíðum...... í Flórída... hmmmm já Sunskying hvað sem það nú er. Svo hélt ég því fram að ég hefði hitt mann sem ég hefði hitt í RVK, Akranesi og Reykjavík og svo þegar ég hitti hann í Köben þá segði hann mér bara að hann væri HIV possitiv. En svona er að vera svona fyndin og skemmtilegur bara.
Sunnudagur var þynnka og úr honum varð ekkert nema skoðun á litlu hafmeyjunni og Jensens bofhus. Reyndar tóku stelpurnar okkur í óvissuferð sem var á Lundromat cafe sem Frikki Viz á. Þar er hægt að þvo þvott á meðan maður fær sér kaffibolla. Reyndar fannst okkur þetta snilld því að maður gæti slegið margar flugur í einu höggi; verið að þvo, lært með tölvunna, borðar og spjallað við famelíuna frítt allt í einu;)
Á mánudaginn eignaðist ég svo ástina í lífi mínu. Við Ölöf skelltum okkur aftur í Bilka og H&M í Lyngby þar sem að ég loksins sýndi minn rétta lit og kom heim með eitthvað að ráði og svo áttum bara rólega kvöldstund.
Á þriðjudaginn var tími til komin að fara heim. Við Ólöf vorum með 19 kíló í yfirvikt sem við áttum að borga fyrir 15 þús kell en vegna mistaka okkur í hag þurftum við bara að borga 7 þús kall. Þetta var nú pínu vesen en það var ennþá hálftími í flug og við ætluðum nú að pissa og borða áðun sen vélin Snorri fengi okkur um borð. En viti menn þegar við erum komnar í gegnum security þá er mér litið á eitt sjónvarpið og sé það Reykjavik: gate closed! svo ég tók á strunsið með Ólöfu á eftir mér. Maður fékk nett sjokk þar sem að maður æddi niður ganginn en sem betu fer var þetta önnur Icelandair vél sem fór þremum korterum á undan okkar. Fjúkket.
Heima við lentum án nokkura frekari vandræða. Kvöldinu var svo eytt sem gæða tíma með foreldrunum þar sem að reyndar fór ein og hálf klst í að reyna að prenta út næsta flugmiða sem átti að notast morgunin eftir. Ég var orðin nett pirruð þar sem ég sá klukkuna slefa í 23 og ég átti eftir að fara á þrjá staði um kvöldið og ætlaði að reyna að ná einum rúnti um miðnætti. Ég þurfti svo ekki einu sinnig að sýna þennan elskulega flugmiða daginn eftir í þokkabót. Gleði gleði og eintóm hamingja.

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er síðasta færsla mín síðan 19. okt inn á www.blog.central.com/gelloz því að hún vildi ekki koma hér inn.

Góða helgin og ekki tapa ykkur í gleðinni.

Eva Pinkrock

þriðjudagur, október 11, 2005

Á LÍFI

Þegar maður er virkilega farin að lesa bloggsíður hjá fólki sem maður þekkir ekki neitt þá er það bara merki um að manni leiðist. Þannig að ég ætla að blogga snöggvast og henda mér heim undi teppi svo ég geti byrjað aftur fersk á þessu annsi skemmtilega dikti um verki. Let me know about the pain...

Sprellið var á föstudaginn og ég var satt að segja orkuútsoginn eftir það og það besta sem ég vissi af allan eftirmiðdaginn og kvöldið var að rúmið mitt beið mín þó það hefði engin beðið mín í því en það er annað mál.

Haldið ekki að stelpan hafi nú bruggðið undir sig betri fætinum og rennt sér á Reyðarfjörð um helgina. Jú í hjarta austurlands (deilanlegt) býr nefninlea snót fædd á ári fallega fólksins;) Ég lét því að loforði mínu verða og sótti hana heim. Möðrudalsörævinni sem ég keyrði víst í gegnum því þau jú tilheyra þjóðvegi eitt, þau voru bara endalaust löng og ég var að drekka vatnslosandi te og var just about peeing in my pants. Aldrei komu Egilstaðir og ég var gjörsamlega farin að stynja því mér var svo mál. (Sumum hefði þótt gaman að ferðast með mér;) Oh hvað var gott að pissa. Ég hljóp inn með opna búð og allt því ég mátti ekki við neinum þrýsting skiljiði.
Hún Mæsa var nú annsi busy þessi elskan en ég lét bara fara vel um mig hjá Rósu minni og co. Um kvöldið var svo konukvöld sem hún Mæsa mín skipulagði og lukkaðist líka svona ask vel. Þar sem að ekki var mikið af karlmönnum í húsinu snemma kvölds þá skellti ég mér á karlaklóið og hitti þar tvær stelpur sem ég hef nota bene aldrei séð en þær vissu nú alveg hver ég var?! Buðu mér meira að segja í partý og allt;) SSSÓL lék svo fyrir dansi sem voru bara nokkuð skemmtilegir gömlu kapparnir þótt þeir vildu ekki spila fyrir okkur Billy Jean. Sennilega ekki mikið fyrir Jacksonin. Þarna var sko nóg af strákum, nokkrum álitlegum þó ég hafi nú ekkert verið að skanna og er þessum orðum beint til Jónu Kolbrúnar þar sem hún þykist nú vera búin að týna einhverjum gaur. Sem ég held að hún hafi skilið eftir á gamla blogginu sínu;) Þeir gláptu líka sumir nánast úr sér augun og fannst mér það nú bara sætt fyrst en þegar ég leit betur þá var eins og ég væri villibráð ein. Þá var eiginlega ekki að fíla það. Nú ég hitti bara þó nokkra skagamenn á þessu balli sem eru að vinna þarna einhverstaðar og þeir virtust nú flestir þekkja til mín þó ég haf ekki geta sagt það sama um þá. En ég meina hver þekkir ekki Sela karlinn:) Ég fór snemma heim af ballinu reyndar því að ég var búin að vera svo úper hress og búin með einum bjór of mikið sem ég er þó farin að hallast af að hafi verið tveir. Daginn eftir vorum við Mæsa bara í chillinu með sukkið og það var tekin upp kokteilsósa. Vuhú... við vorum wild við Mæsa.
Ég fór svo heim á mánudag og þrátt fyrir að hafa verið með yfirlýsingar um það hvað ég væri klár og gæti sko alveg skipt sjálf um dekk á bílnum. þá var það karlmaður sem gerði það samt fyrir mig því það var svo kalt og svona og var í sannleika sagt tvisvar sinnum fljótari en ég hefði verið en það er bara út af pjattrófuni í mér. Ég hefði játast honum á leiðinni heim bara fyrir það eitt að setja dekkin á því veðrið var ógeð og ég hélt stundum í alvörunni að ég væri að deyja á leiðinni. Ég skalf alveg út hærðslu. Enda signaði ég mig örugglega 5 sinnum að sagði guði að ef hann myndi passa mig núna skildi ég alltaf vera góð og ekki það að ég hafi verið eitthvað slæm. En eftir það sem kom fyrir mig og Thelmu fyrir tæpu ári þá er ég bara skít hrædd að keyra í hálku og snjó og skammast mín ekkert fyrir að keyra eins og kelling þá. Ég var meira að segja einu sinni næstum farin að gráta. En ég komst heil heim...

Núna er bara 8 dagar í Köben og ég er ekki alveg að fatta að ég sé að fara. En stelpurnar eru búnar að sjá búðir þannig að þetta er allt í áttina í að verða spennandi. Ætla að skella mér á Skagan á föstudaginn og njóta fjölskyldu lífsins og all my loved ones út í yrstu fram á miðvikudag. Ég byrja strax í góðverkunum eins og ég var búin að lofa guði almáttugum og Önnu Þóru og ætla að passa Nölu litlu. Anna ætla nefninlega að fara fyrir mig í svona generalprufu til Köben og taka púlsinn. Á meðan er ég með íbúð og allt út af fyrir mig og já einhvern sem er tilbúin að deila með mér rúmi;) Þó hún vilji nú aðalega vera bara til fóta.

That´s all folks

Ungfrú austurland, Eva pain

miðvikudagur, október 05, 2005

frk. Pirreman

Viti þið að aðeins 40 % karlmanna þvo sér um hendurnar þegar þeir eru búnir á klósettinu? ...og það eru þeir sem snerta the actual thing. Við vitum alveg að þessi tala er ekki alveg rétt þar sem að karlmenn eiga það frekar til að ýkja hlutina eins og með rekkjunauta. Þannig að einhverjir hafa sennilega sagt að þeir þvoi sér um hendurnar þó að þeir gerðu það ekki. Þessi 40 % (sennilega nær 20 %) benda einnig til þess að ennþá færri þrífi helvítis skítaskánina úr klósettinu. Mín spari andrex pjalla þarf svo að sætta sig við að setjast á klósett skínaskánar hérna í skólanum, því aðrir eiga að sjá um að þrifa sinn eigin skít. Djöfs WC bustinn er þarna á hliðina á! Af hverju er ég að deila þessu? Ástæðan er einföld ég er svo pirruð að ég er að springa og það vildi svo skemmtilega til að ég þurfti að fara á salernið og var því núið þessu um nasir.

Mér finnst ég hreinlega vera að drukkna þessa dagana. Sprellið er á föstudaginn sem gengur nú bara frekar smurt. Ég er að dikta lengsta fyrirlestur í sögu háskólans á Akureyri, ég fékk helmingi minna útborgað en ég bjóst við, ég þarf að þrífa heima hjá mér þar sem ég sé ekkert annað en hvert einasta ryk korn og kámu og loðin stigaþrep! Ofan á allt saman fáum við bara fréttablaðið heim eftir því hvernig liggur á blaðburðarkonunni eða svo mætti halda. Bílinn þarf víst líka þvott og myndi hann pabbi minn ekki verða ánægður með dúlluna núna, það þarf að setja á hann olíu og skipta um framljósarperu. Svo þarf nú einhverntíman að setja á hann nagladekkinn. Ég er með uppi hangandi lista um það sem ég þarf að gera í viðbót sem telur hálfa blaðsíðu og það besta er að þetta þarf allt að gerast á morgun:( Ég á eftir að velja mér föt fyrir helgina og fara í vax og svo er ég með harðsperrur frá Satani sjálfum. Ég ætla því í fílu minni að fara í Brynjuís í kvöld og fá mér kaloríu bombu ógeð.

Ég ákvað bara að blogga núna til að reyna að fá smá útrás áður en ég held áfram með þetta bevítans dikt.
Ég fór heim á Skaga um síðustu helgi, bíllinn sem ég ferðaðist í dó á leiðinni og ég býst við þvi að það hafi verið hans leið til að segja manni að vera frekar heima á Akureyri og læra. En hún Ólöf mín er svo mikill bjargvættur enda ég hálf partinn komin undir hennar verndarvæng í bili. Hún tók okkur upp í á leið sinni 2 klst seinna. Ég kom í rigningunna á Akranes (hver segir ekki home sweet home) kl 20 og var þá bara hjá Rannsý mágkonu þangað til auknlokin fóru að þyngjast. Á föstudaginn vaknaði ég af sjálfstáðum (án vekjaraklukku) kl 09 og ákvað að taka daginn snemma tók til í fataskápnum (sem móðir mín er nú reyndar búin að hertaka af ýmsu dóti) í gegn og gaf 2 poka í rauða krossinn enda má ekki minna vera fyrst að maður er nú á leiðinni í tvær verlsunarferðir fljótlega. Námslán það er lífið. En svo var ég bara með henni Önnu Þóru minni allan daginn og passaði Ara aðeins. Kíkti svo í Idol partý til Aldísar þar sem við stelpurnar hlóum dátt að þessu margbrotna liði. Stoppaði stutt við því annað verkefni beið mín, ræktun fjölskyldubandanna. Á laugardag vakanaði ég aftur kl 09 af sjálfstáðum og skokkaði til Nonna bró og fékk lánaðan bílinn til að fara til ömmu og afa og Jóu frænku. Kíkti svo aðeins út með Rannsý og því næst lá leið mín til Rvk í Kringluna með Mæsu þar sem ég hélt að ég myndi detta niður og deyja. Ég var svo þreytt og geyspaði og gapti alveg eins og ljón. Var farin að sjá rúmið mitt í hyllingum. Það eina sem beið mín var að halda partý og fara á ball með stelpunum. Það var bara notalegt í partýinu og ég skemmti mér konunglega á ballinu. Svo eru nú sumir sem eru æstir í eftirpartý ég lét til leiðast en talaði samt ekki um annað en að ég þyrfti að fara heim því ég ætti von á gesti sem ég vildi samt ekki segja hver væri fyrir framan gestgjafann. Því dró ég Ellu með mér heimleiðis í snatri og sagði við hana að það væri enginn á leiðinni. Sniðug stelpan;)Daginn eftir var farið beint í þynnkumat og átti matur hugann minn allann daginn þó að sem betur fer hafi ekki allt verið keypt sem var þar á blaði. Ég fór svo bara á rúntin með stelpunum þangað til ég fór aftur norður.

Á mánudaginn þurfti ég að sjálfsögðu að heilsa upp á Jóhannes. Og viti menn 6369 kr var styrkurinn í þetta skiptið. Ég bætti svo um betur og verslaði í Nettó í gær fyrir 14oo kall. Ég held að ég sé virkilega hrædd um að 3 heimstyrjöldin sé að skella á og ég ætli ekki að verða úti! Það var heldur ekkert slor sem ég keypti, nei nei það voru vínber og plómur og ekki bara gulrætur heldur lífrænt ræktaðar gulrætur. Það er ekki sama hvort það er Jón eða sér Jón.

Ég var að skoða myndir frá því um helgina á netinu og ég er á einni mynd eða tvemur þó að ég hafi ekki verið að sýna á mér brjóstaskoruna (sé það einhvern tíman gerast) né heldur verið að slumma og slefa mann og annan.

Jæja 2 vikur í Köben í dag,

. . . . . og strákar í guðanna bænum þvoið ykkur um hendurnar það getur ekki tekið lengri tíma en að klóra sér í pungnum!

Out, Eibs the grumps