Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

föstudagur, mars 31, 2006

Diskóvaskur

Maður er laaaaatu bloggari þessa daganna. Ritarandinn hefur ekki alveg verið hjá mér þessa undanfarna daga heldur. Hann víkur sennilega fyrir framliðnu vættunum.

En again it´s Friday og helgin er feitt plönuð. Ó nei, er að fara í kokteilboð með skemmtinefndinn kl 18, svo er aðalfundur FSHA kl 19 og þar er sko ölll og já kostningar líka. Kl 23 er svo sveitaball með hljómsveitinni LEGÓ frá Kópaskeri. Já það er sjaldan sem svoleiðis stórhljómsveitir koma í bæinn. Svo vill svo skemmtilega til að EGÓ er í Sjallanum á morgun;) Á morgun fer ég svo í kaffiboð til Sofie alespektra og afmæli annað kvöld til Dísu skvís og Rebbu litlu Refaskinn þar sem þeman er sumarfílingur svona í takt við veðrið hérna. Ég veit bara ekki í hverju ég á að vera því að ég var búin að finna mér dress fyrir bæði kvöldin áður en ég vissi þemuna þannig að þetta rústaði aðeins planinu. Mér finnst sumarþema reyndar æði en að enda uppi með lungnabólgu eða blöðrubólgu. Nei ég fórna mér ekki fyrir það. En hvað veit maður... kannski fer ég bara í snípsíðu pilsi, magabol og sandölum því jú það er svo geggjað ég;) Ég finn eitthvað.
Ég var spurð hvort að ég ætlað að hössla um helgina en fyrir þá sem ekki vita er það mjög comon spurning hérna á Ak. Hún er reyndar orðuð á ýmsan máta... he he. Ég neitaði samviskusamlega með hreinasta hjartað í heiminum. Reyndar voru sumir að raka á sér fæturnar í gær og nánast setja upp veiðihárin og skyggnið. Það er reyndar búið að bjóða mér 5000 kall fyrir að hösla (vinkona mín sko) þannig að það væri nú ekki slæmt að kjessa sæta stráka og make some money out of it. Sérstaklega af því að ég var að fá nýjan vísareikning með 6 stafa tölu sem ég tek nú engan veginn trúverðugan þannig að ég vil fá ýtarlegt yfirlit enda erlendir menn búnir að taka út af vísakortum heimilismanna áður. En svarið er samt sem áður nei. Þó er ég nú með ýmis tromp í bakhöndinni eins og svaðalega flottan gul grænan marblett á vinstra brjósti alveg niður fyrir geira en nær líka að kíkja upp úr brjóstahaldaranum. Þannig að Anna Huld sagði að ef ég myndi segja einhverjum strák að ég hafi fengið hann í stelpupartýi um síðustu helgi þá færi ég sko ekki ein heim;)

Byrjum á því að ég kom heim á þriðjudaginn í síðustu viku og var bara hin spakasta á Akranesi. Fór rétt svo í einn sólarhring til Reykjavíkur í ýmsar erindagjörðir eins og að skoða íbúðir og heimsóknir express, gat svo ekki annað en kíkt aðeins á djammstaðina bara svona svo að ég gleymi ekki hvernig þeir líta út og svona nota bene þá er búið að breyta Hressó en viti menn, enn ekkert snúningsdansgólf;)
Ég eyddi einum kvöldpart með bróður mínum enda leyfði hann mér að prófa nýja bílinn sinn, mini jeppi, Santa fe. Vildi endilega sýna mér hvað þetta væri mikill fjallabíll og fór með mig upp í Akrafjall og ætlaði meira að segja ofan í ár og læti. Þar sagði ég nú bara stopp. Svo bakaði ég vöfflur fyrir pabba, fór í mat til Önnu Þóru og tók rúnt með Jónu, fór í heimsókn til Hrefnu og á rúntinn líka, kíkti á Jóu frænku og ömmu og afa. Síðast en ekki síst þá fórum við Gelloz meðlimir í sumó upp í Húsafell sem var bara mjög vel heppnuð og rosa gaman. Árshátíðarnefndin á hrós skilið fyrir vel unnin störf sem og skemmtinefndin. Það var að sjálfsögðu farið í einn leik eða svo sem lið 1, MY TEAM tók svo þokkalega. Já hver þarf gettu betur. Piffff. Svo var ég búin að boða skyggnilýsingarfund þarna seinna um kvöldið en vegna þess að svo margar höfðu öðrum hnöppum að hneppa ANNAR STAÐAR þá var honum frestað um óákveðinn tíma.

Við Páls brunuðum svo heim á norðurlandið. Það var nú gott að koma heim en þó að Eva hafi bitið í eitraða eplið forðum daga þarf nú ekki endalaust að vera að refsa mér fyrir það. Hér er búið að snjóa og snjóa og snjóa og snjóa og snjóa og snjóa og snjóa.

Ég þarf að ná mér í kærasta. Já sérstaklega á dögum sem þessum. Af hverju? Jú vegna veðurs. Moka innkeyrsluna og halda á kössum og svona. Við Anna Huld mokuðum hana samt sem sást því miður ekki daginn eftir vegna ofankomu og já tókum niður dótið í eldhúsinu svo til að flýta fyrir vorinu. Svo fékk ég leiðbeiningar frá pípara einum um hvernig ég gat bætt sturtubotninn og hvað á ég að vita muninn á niðurfalli eða niðurrennsli. Ég er kvennmaður. En ofan í botninn ég fór með hendurnar og alles. En by the way var ég með hanska. Ég hefði kannski betur spurt hann um eldhúsvaskinn líka. Því það er nú sannkallaður diskóvaskur. Bunan úr honum, hún rokkar frá litlu rennsli í minna. Svo er kraninn svolítið laus líka og það eins sem þarf að gera er að skrúfa hann betur. En ég er nú ekki að fara að skríða inn í skápa með öðru en tuskum. Ég get ekki farið að taka öll verkefnin af karlkyninu. Það eru einnig mikið fleiri lausar skrúfur hér en ég bíð bara eftir pabba. Think god að það er pabbi;)

Jæja nóg um það. Er farinn á djamm djamm djammið. (þú veist svona stu stu studiolone;)

Eva Snowshine

þriðjudagur, mars 28, 2006

bara gaman

Mér finnst þétta svo sætur listi... allavega flest af honum.

( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika (NSYNC, Björk, Blur, Fugees)
(x) tekið verkjalyf en eiginlega aldrei
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna (elskað já á væntumþykjuhátt)
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil... á meðan sumir bjuggu til samfaraspor
(x) haldið kaffiboð... love it

(x) flogið flugdreka (eða meira svona gert tilraunir með)
(x) byggt sandkastala (það var nú meira svona fötudolluhús)
(x) hoppað í pollum
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
( ) svindlað í leik
(x) verið einmanna
(x) sofnað í vinnunni/skólanum (dottað í vinnu og einu sinni í tíma hjá Jón Árna í fjölbraut þar sem ég þekkti engan í bekknum og var lang yngst)
( ) notað falsað skilríki (Nei var með eitt í Bandó í eitt ár en þorði aldrei að nota það)
( ) horft á sólarlagið... hvað er maður að fara á mis
(x) fundið jarðskjálfta
( ) sofið undir berum himni (jakk)
(x) verið kitluð/kitlaður.. já og nánast til dauða bara
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi... allt alveg óvart
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(x) lent í bílslysi
(x) verið með spangir/góm.... alveg tvisvar ti þrisvar

(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni... einu sinni á lausu ávalt á lausu
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi (já oft út í Bandó)
(x) fengið deja vu... já já og séð dead people
(x) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út (I feel so pretty)
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
(x) verið gagntekin/n af post-it miðum... já en ekki verið nógu dugleg að nota þá
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur (4 ára á dvalarheimilinu Höfða og 18 ára í USA og grét í bæði skiptin)
(x) synt í sjónum (já djöfull var ég djörf á mínum yngri árum)
(x) fundist þú vera að deyja... er með bílstjórahræðlsu í hæsta flokki þegar það er snjór og hálka
( ) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófaleik
( ) litað nýlega með trélitum
(x) sungið í kariókí (já já í karókíkeppni)
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (já já við Maren borguðum Gústa Vals einu sinni pizzu í 999 KRÓNUM)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki? Guð já og oft
(x) hringt símahrekk.... já það er víst;)
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér?
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins... en gerði það nánast þegar ég var búin að fá appelsínu og suðusúkkulaði 3 daga í röð.
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
( ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta... og suckaði feitt
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) fariðí fallhlífastökk...
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig... en haldið boð já.
( ) klesst bíl vinar/vinkonu-
( ) stolið bíl
( ) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu... á ég að rifja það upp!
( ) verið rekin/n
( ) lent í slagsmálum
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum... gerir maður það enn?
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót (það má eiginlega segja það þar sem ég mundi ekki hvernig hann leit út;)
(x) logið að vini/vinkonu- JÁ JÁ og það svakalega að ég var svo tekin í þurrt rassgatiðaf skömmum að ég veit bara ekki einu sinni hvernig ég get gleymt því en ég hafði mínar ástæður og þetta var ekkert hræðinleg lýgi heldur bara um eitthvað ómerkilegt sem ég vildi helst ekki að hafi verið tekið.
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi.... what!
( ) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði... meira að segja sunskying

Blogga eitthvað fróðlegt á morgun. Er alveg tóm í dag.

Eva e-list

sunnudagur, mars 19, 2006

Nú verða sagðar fréttir;)

Nú verða sagðar fréttir...

Fyrir 3 vikum síðan átti falleg ung stúlka afmæli sem hún hélt hátíðlega eins og venjulega. Það mundu allir eftir henni fyrir utan einn ungan pilt sem er samt EKKI hann Hjálmur Dór. Thelma Hrund kom meira að segja í heimsókn vegna þess að hún veit hvað stelpunni þykir afmælið sitt mikilvæg, kom meira að segja með blóm og pakka. Þakka ég öll blómin, kveðjurnar og gjafirnar, ég fékk allt sem var á listanum;) Það var haldið partý í Álfabyggðinni og skreytt aðeins eins og manni sæmir. Í tilefni þess að maður var orðin 25 ára var kíkt á elli smella skemmtistaðinn Vélsmiðjuna sem var ágætt. Þegar stelpurnar voru svo á leiðinni heim var afmælisbarnið viss um að það væri svo mikið af fólki að það kæmist engan veginn fyrir í einum bíl, þrátt fyrir það að það væri bara hún ein sem væri að rugla. Svo horfði hún bara á annað fólk með skilningsríkum augum og sagði bara:”æji elskan”;) Hún bauð fólki heim í gítarpartý með Silvíu Nótt en liðið var eitthvað þreytt og ákvað að fara heim að sofa.
Þegar stöllurnar komu svo heim var ákveðið að fá sér sitt hvora samlokuna í grillinu og svo eina saman úr öbbanum. X-afmælisbarnið kláraði að útbúa sína samloku og fór inn í stofu til að borða Önnu til samlætis. En hún lagði bara samlokuna niður og fór aftur inn í eldhús og útbjó nýja samloku. Anna Huld skildi bara ekkert í þessu og fór inn í eldhús til að tékka á skvísunni og komst að því að gistrisna x b-girl-inn var að búa til aðra samloku handa manninum sem sat inn í stofu. Anna reyndi að telja henni trú um að það væri enginn inn í stofu en hún hélt nú ekki, það væri sko full stofan af fólki og þessi maður væri svangur. Þetta endaði með því að Anna litla gafst upp á þrasinu við x afmælisbarnið og emjaði úr hlátri yfir allri vitleysunni. Svo fór að samlokan fór í grillið og þaðan beint í örbylgjuofninn??? Yes she even wonders why. Síðan var maturinn smekklega fram borin á borðið sem Anna Huld sá ei neinn sitja við. X-afmælisbarnið fór beinustu leið aftur inn í eldhús og byrjaði á samloku nr 3. Þá var Önnu nóg boðið og tók af mér brauðið, ostinn og hakkið og sagði x-afmælisbarninu að hætta þessari vitleysu. En hún hélt því statt og stöðugt fram að maðurinn inn í stofu væri svo svangur að honum langaði í aðra en hin samlokan var enn inn í stofu ósnert. Eftir þetta fór stelpan bara í símann... já já já ekkert sjálfsagðara en að gera það kl 05 – 06 á nóttunni. Og hún hringdi nú ekkert 1 eða 2 símtöl nei nei nei. Hún hringdi í 10 númer og sum oftar en einu sinni eða tvisvar. Fannst það nota bene allt í lagi því að hún ætti nú afmæli. Auk þess hringdi hún í númer og skildi eftir skilaboð á talhólfinu um það að hún þekkti ekki einu sinni númerið. Anna greyið var orðin þreytt á því að sitja ein í inni í stofu eða svo hélt hún allavega. Hún tjáði meðleigjandanum að hún ætlaði að fara að sofa. Með hneikslissvip horfði ég á hana og spurði í mestu einlægni hvort að hún ætlaði ekki að hjálpa mér að reka allt þetta fólk út úr húsinu. “En það er enginn hérna Eva!”. Ó jú í mínum augum var það nú og ég sagði henni bara að ef hún gæti farið að sofa með allt þetta fólk í húsinu þá gerði hún það bara. Já ef það er í alvörunni til að fólk drekki í gegnum aðra þá hef ég fengið nokkra djammara í gegnum mig. Þetta er í 5 skiptið sem þetta kemur fyrir mig.

Helgina eftir var komið af árshátíðinni og stelpan var náttúrulega í nefndinni þannig að hún sá um undirbúninginn á þessum herlegheitum. Þegar að kveldi var komið var mín engan veginn að standa sig á barnum en eins og hendi væri veifað var stelpan orðin kú kú og kex og búin að espa hana Möggu sætisfélaga upp, reyndi að hlaupa inn í myndatöku hjá ljósmyndaranum með bláókunnugu fólki og þvo mér um hendurnar MEÐ hanskana og þá held ég að það hafi verið komið nóg. Ég náði ekki einu sinni að fara úr galakjólnum og skipta í djammfötinn á miðnætti því þá var stelpan á leiðinni heim í fylgd annara sem voru henni innan handar. Henni var hjálpað inn, háttuð og sett í læsta hliðarlegu. Já gott er að eiga góða að. Stelpurnar skelltu sér svo í partý og svo á ballið en með stoppi heima til að tékka á mér. Það kom ekki annað til greina en að halda eftirpartýið heima hjá Önnu Huld svo að hún gæti fylgst með mér. Ég vaknaði svo bara upp daginn eftir kl 10:30 úthvíld grunlaus um alla þá gleði sem hafði farið fram eftir kl 23 kvöldinu áður. En ég fékk nú samt m.a. ársmiða í Sjallann fyrir að vera í skemmtinefnd þannig að það er nóg fram undann.

Við Andrea bekkjarsystir erum búnar að vera hér á Sauðakróki í tæpar 3 vikur í verknámi. Það er bara alveg ágætt á sjúkrahúsinu. Engir kandidatar samt. Við kíktum aðeins út á djammið um síðustu helgi sem var la la. Ég var bara edrú og það reyndi einn framhaldskólagaur við mig. En þar sem að ég held að ætli að halda mig yfir tvítug þá telst það eiginlega ekki einu sinni með.
Ég er nú samt komin með heimþrá, Akureyrar jafnt og Akranes. En ég ætla að kíkja suður eftir helgina í 6 daga og hitta fólkið mitt.
Ástæðan fyrir þessu bloggleysi er að við erum bara með netið í vinnunni og þá er nú enginn tími til að henda inn öðrum eins pistlum og ég er vön og ég verð nú að standa undir nafni ekki satt???

Já og svona b.t.w. þá var ég að hætta að date-a gaur í Rvk...enda var hann svo ekki fyrir mig og ég nennti ekki heldur að fara í gegnum öll breytingarstiginn til að reyna að hafa allt eins og ég vill enda var þó nokkur vinna fyrir hendi. Plúsarnir og mínsuarnir geta verið alveg eins og við viljum hafa þá hverju sinni og þetta var bara allt í mínus. Lítur kannski vel út eftir yfirborðs tékk out en alltaf má finna skít til að moka. Úfff er ég orðin þreytt á þessum date bisnessss.
Hr. Draumaprins! Mér finnst þú vera mjög óstundvís.
Hér finnst enginn mér samboðin. Ég ætti kannski bara að flytja til Hollywood;)

En mig langar að enda þennan pistil á að óska litlu prinsessunni sem fæddist þann 10. mars innlega velkomna í heiminn, Ólöfu og Stefáni auðvitað líka með nýja hlutverkið og guð hvað hún er æðisleg, ég var að kíkja á hana.

Er sennilega komin með íbúð í Reykjavík í sumar og allt að ganga samkvæmt áætlun.

Eva hugáfengismiðill