Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Óþekka stelpan!!!

Skottastu nú til að læra stelpurófa myndi vera eitthvað sem ég ætti að heyra allavega 3 x á dag þessa daganna. Nú er rúm vika í próf og Eva Litla Axellos ætlaði að byrja að læra í gær! Á svona dögum er allt og ég meina allt áhugaverðara en að læra. Mig langar að baka. Fara í sund og ég fer nota bene eiginlega aldrei í sund. Drekka rosalega mikinn vökva sem ég geri aldrei en þá hef ég líka ástæðu fyrir að standa upp og sækja mér eitthvað og fara á klóið líka. Já allt telur;) Svo les ég líka ÖLL blöð sem koma inn um bréfalúguna og bara allt annað. Anna Huld var nú að espa mig upp í einhverja morgunkeppni hérna hvor væri á undan á fætur á morgnanna. Vanalega myndi ég taka slíkri áskorun en núna er ekkert eins gott að sofa á morgnanna og ég get bara ómögulega farið fram úr fyrr en eftir allavega kl 10. Ég veit þó að einn morguninn mun ég vakna upp af þessu kæruleysi mínu og fá magapínu dauðans með tilheyrandi svitaköstum og kvíða... en ekki í dag allavega.
Ég er að dreyma um sumarið sem er nota bene allt tilbúið, vaktarplan: tékk, íbúðin: tékk, Val á líkamsræktarstöð: tékk (já þið sáuð líkamsræktarstöð), plön sumarsins: tékk að mörgum hluta. Ég er búin að plana eitt brúðkaup, útileigu, road trip, skvísudjamm, utanlandsferð, allavega 3 afmæli, matarboð og fleira. Það eina sem ég er búin að lesa er um þvagleggi og smá um sjálfstyrkingu. En mín bíða íslenskar, enskar, norskar og sænskar greinar þannig að það er um að gera að fá Katríni og Maren til liðs við sig;) Það hefur nákvæmlega ekkert á daga mína drifið síðan síðast. Síðasti skóladagurinn búinn og síðasta verkefnið í höfn.

En ég fann svolítið sniðugt sem mér fannst tilvalið að skella hér inn:
1. Aldrei í lífi mínu: Myndi ég koma fram í allt í drasli. Over my dead body!
2. Þegar ég var fimm ára: Var bara til Kornflex og súrmjólk á mínu heimili. Í dag vantar ekki eina einustu tegund sem til er í Nettó á Dalbrautina.
3. Menntaskóla árin voru: Skemmtileg. Fyrsta árið var best svo mikið að sætum eldri strákum. Núna eru þetta bara orðin smábörn.
4. Ég hitti einu sinni: Konu sem sagði mér að þegar maður er að passa börn þá á maður bara að segja já og amen og ekkert vera að reyna að ala þau upp. Það er nefninleg a verkefni foreldrana;) 5. Einu sinni þegar ég var á bar: Hitti ég mann sem spurði hvort að væru klósett á Íslandi. Þanng mann yrti ég ekki á það sem eftir var kvölds!
6. Síðastliðna nótt: Dreymdi mig að fjölskyldan mín væri á geðlyfjum og fannst það cool.
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: Ætla ég að syngja með.
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: aðalega lampa annars er orðið svo dimmt.
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: fallegar gardínur og trén í garðinum mínum. 10.Þegar ég verð gömul/gamall: ætla ég að sofa;)
11. Um þetta leyti á næsta ári: verð ég í næst síðustu prófunum mínum í HA og sennilega að hlakka til komandi sumars með öllum tilheyrandi spenningi.
12. Betra nafn fyrir mig væri: Monica Geller eða svo segja sumir.
13. Ég á erfitt með að skilja: öll önnur tungumál en íslensku og ensku og bara margt annað.... sóða til dæmis. Já sérstaklega þessa sem henta alltaf rusli út um gluggan á bílnum sínum!!! Þekki annsi marga. Enda er ég komin með viðvarandi læsingu á alla glugga í mínum bíl, a ha sniðug stelpan;)
14. Þú veist mér líkar vel við þig ef: Ég vil vera í kringum þig.
15. Næsta manneskja til að eignast barn í þínum vinahóp verður: Hrafnhildur með litla sæta frænda minn. Annars grunar mig nokkrar aðrar sem enn eru ekki komnar með kökuna í ofnana að ég viti.
16. Farðu eftir ráðum mínum: því ég er vitur kona
17. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: Ristað brauð með osti, gúrku og tómmötum og góður melrosis tebolli með mjólk og strásykri eða canderell.
18. Af hverju myndir þú hata mig: Ef þú myndir voga þér að gera mér eða mínum eitthvað ófyrirgefanlegt.
19. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: . . . ég væri gjörsamlega gengin af göflunum. Guð minn góður myndi þá einhver gjöra svo vel og forða mér frá að gera slíka grillu!
20. Heimurinn mætti alveg vera án: Sælgætis, harms, ótta og stríðs.
21. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: drepa mann eða dýr eða synda með hákörlum.
22. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: límband svona stundum allavega.
23. Ef ég geri e-ð vel, er það: af því að ég vil gera allt þannig.
24. Myndir sem þú fellir tár yfir eru: sorglegar eða fallegar jafnvel bæði.

Jæja þá er það sex and the city. Hátta, pissa, bursta.

Eva heilabrot

Ps. Ég þykist vera svo upptekin að ég gleumdi að hringja í Eygló. Ég er ekk'í lag.

mánudagur, apríl 24, 2006

Hvar á landi sem er...

Ég ætti að skammast mín, ég veit, ég veit! Uss það er nú margt búið að gerast síðan síðast. Það var nú aldeilis fínt að koma heim um páskana. Meira að segja það fínt að móðir mín átti orð á því hvað ég hefði verið mikið heima! Kíkti á djammið í höfuðborginni eins og tvisvar. Hitti þar gamla palla og svona sem og drauga fortíðar sem er nú ekkert nema smá fuglaskítur á bílrúðuna s.s. má hreinsa. Fór líka á djammið á Skaganum. Partý hjá Dodda en það er nú meiri herramaðurinn á þeim bænum. Annað en drullupakkið sem hélt páskaballið á Breiðinni. Var með forsölu og auglýsti hana ekki, var með opið en samt bara stutt, var með röð sem var sú mest óskipulagða sem sögur fara á meðan Breiðin hefur starfað!!! Já það var ekki hamingjusöm Eva sem stóð við læstar útidyrnar á Breiðinni kl 01:30 á aðfaranótt annars í páskum búin að bíða í klukkustundarröð og áfengislaus í þokkabót. Ég hótaði neytó og allt. Eftir að lásí dyraverðirnir hleyptu inn krakkargríslingunum sem höfðu keypt miða í forsölu þá var mér nóg boðið og hélt beinustu leið á Mörkina þar sem var nú margt um manninn en ég þekkti 3 manneskjur. Eygló skvís gafst upp á Breiðinni (sem var að maður hefur heyrt morandi smábörnum og spólgröðum karlmönnum og ef það er ekki léleg blanda þá veit ég ekki hvað) og var með mér í þessari ævintýraferð minni á Kráku á Póllandi eða svo hefði maður getað haldið. Við skemmtum okkur bara þrusu vel þar.
Ég fór líka heilmikið á rúntin með flest öllum stelpunum mínum. Það er nú oft mikil gleði þegar rúnturinn er tekin til kl 02 á virkum dögum og Jóna ekki enn komin með svefngalsa. Rædd ýmis mál eins og suma vantaði kærast því þeim vantaði pening og svona sem er náttúrulega bara prinsipp mál. Ég reyndi meðal annars að gefa út símanúmer gamalla deit-félaga sem ég man by heart by the way en útbýtinginn var án árangurs. Svo var kökuklúbbur hjá Önnu Þóru, fermingarveisla, margar heimsóknir og svo var ég líka í umönnunarstörfum hvort sem um var að ræða börn, dýr eða gamalmenni og náði auk þess að gera margt af því sem ég ætlaði að gera nema heimsækja Hjálm Dór, Kristínu Eddu og co. En sá tími mun koma. Ég hef heldur ekki getað séð hana Kristínu hérna hjá mér þannig að... þó hún hafi eitthvað verið að reyna að halda því fram að hún hefði komið oft til Akureyrar og alveg 13 sinnum til mín;)
Ég fékk páskaegg nr 2. frá mágkonu minni sem ég kunni mjög að meta. Peningar mínir fyrir páskaegginu höfðu farið í bensín en pabbi hafði hent inn tvöfaldri upphæð á rúmið mitt sem ég hefði allt eins geta haldið að hefði verið síðbúin gjöf frá tannálfinum enda grunlaus um það hvaðan þessir peningar höfðu komið. Svo vann ég mér inn bensín með því að ganga með pabba og ég sver fyrir það að sá 3 klst göngutúr lét mig hoppa niður um buxnastærð svo sveið mig í lærin af kulda en passaði samt ekki í sparibuxurnar þegar heim var komið??? Það var víst orð á því að vembil ég hefði mikinn þarna að sunnan. Það var nú samt bara út af einhverri uppþembu því að ég er komin aftur í sömu buxnastærðina. Thank you god. Ekki að ég geti unnið neitt í kílóafjöldanum þessa dagana þar sem að bensínverðið hæfir ekki þeim sem eru á framfærslu íslenskra námsmanna svo mikið er víst og það er dágóður spotti í ræktina og það er sko ekki í mínu göngufæri.

Ég kom svo aftur á Akureyri á s.l. þriðjudag til að komast í óvissuferð í boði FSHA sem við skemmtinefndin vorum boðin í. Við fórum upp á Kaldbaksfjall með troðara sem er um 1200 metra hátt og sumum sem eru orðnir annsi lífhræddir stóð ekki alveg á sama þegar troðarinn var farin að spóla erfiðasta hjallann. En ég lifði það af og renndum okkur svo niður á snjóþotum og ekki neinu drasli heldur Túrbó þotum. Við komum svo niður í misgóðu ástandi en flestar stelpur með frosin augnhár og maskarklessur ásamt blautum bossa og úfnu hári og hvað var þá betra á degi sem þessum að hafa skellt sér í klippingu og strípur sem ég hafði gert um morguninn. Eins gott að það voru engir brjálaðir hönkar í þessari ferð. Næst var leiðin haldið í jarðböðin á Mývatni bara út af hárinu þið vitið og svo út að borða. Þá var brunað aftur í bæinn í partý til Rebekku þar sem umræðan var á pólitísku nótunum. Þar sem ég hef enga skoðun á slíku efni og var hætt að gera drukkið þá skelltum við okkur nokkur í bæinn sem var stutt stopp enda Dj Siggi Rún on the kant og gleymdi meira að segja eina óskalaginu okkar heima að eigin sögn;) þannig að rúmið mitt var orðin annsi góðu valkostur þó að enginn byði mín þar nema þá tölvan góða með ágætis afþreyingu.

Við stöllurnar hér skelltum okkur svo bara í bíó á sumardaginn fyrsta á Failure to lunch og í guðs lifandi bænum ekki segja honum Matta mínum að þessi mynd hans hafi ekki verið að gera góða hluti. Fyrir ykkur sem ekki vita þá eigum við í leynilegu ástarsambandi meira að segja svo leynilegu að hann veit það ekki einu sinni sjálfur þessi elska.

Helgin var róleg. Reyndar var mér boðið í leikhús í gær á litlu hryllingsbúðina sem var bara fínasta skemmtun, tók auðvitað konuna með. Svo vorum við á gestalista á Oddvitanum á þessa fínu hljómsveit sem er þokkalega vanmetin því að ég skemmti mér mjög vel í þennan klukkutíma sem ég stoppaði. En við enduðum svo helgina á aða skella okkur í Brynju og er ég hér heim komin með bros á vor því í símanum mínum leynist númer eitt frá stórbónda einum sem er með 500 fjár, á verðlauna hrúta og sér um sæðingar í heilum landshluta;)

Þetta verður ekki lengra að sinni kæru vinir enda orðin góður lestur fyrir þá sem eru í leiðinlegum fyrirlestrum eða vantar afsökun fyrir að vera ekki að læra eða bara fyrir ykkur hin sem eruð að eiga leiðinlegan mánudag;) Er ég ekki almennileg?

Eva Breiðinna (burt)

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Einhæf fegurð

Já stelpan er back.

Ég er að horfa á sp.keppni framhaldssk. Ok auðvitað held ég með mínum mönnum í M.A. En þegar litið er á keppnisliðin ber nú Versló af hvað fegurð varðar. Það kemur að sjálfsögðu gríðarlega á óvart (hóst) þar sem Akureyri er sko ekki þekkt fyrir annað en myndarlega karlmenn. Nú hugsa ég sem svo þurfa sætu strákarnir nokkuð að vinna því þeir eru svo sætir en sárir... Þar sem að maður er nú fæddur á ári fallega fólksins hef ég alltaf sagt að ég þyrfti ekki veraldlegar gáfur. Þarf gáfaða fólkið þá enga afburða fegurð því það mun hvort sem er ná langt í lífinu. Hvað er málið? Samt sem áður eru strákarnir mínir þarna með biblíu fallega fólksins eftir hann þarna X-nigerinn.

Ég heyrði tvö samtöl um daginn milli karls og konu sem var e-ð á þessa leið.
Hann: já ég er nú að spá í að fara með köttinn minn til dýrlæknis og láta að sprauta hann með ormasprautu.
Hún: Nú hvenær?
Hann: Bara á morgun þá hitti ég dýrlækninn.
Hún: Frábært mál. Fínt hjá þér að drífa bara í því núna.
Hann: Já svo er ég að spá í að kaupa mér aðra íbúð bráðum.
Hún: Nú en skemmtilegt, hvað ertu þá að spá í?
Hann: Já með bílskúr svo ég geti brasað í bílunum.
Hún: Já ertu að fara að kaupa þér fleiri bíla?
Hann: Já gera einn úr tveim. Braska svona.
Hún: Flott hjá þér.
Mánuði seinna tala þau aftur saman og umræðan kemur aftur að sama máli.
Hún: Jæja og ertu svo búin að finna þér einhverja íbúð?
Hann: Neeeeaaaai
Hún: Ok en ertu búin að setja íbúðina þína á sölu?
Hann: Nei, nei
Hún: Ég skil. Ertu þá byrjaður að brasa í bílunum?
Hann: Nei hvað voðalega heldurðu að ég sé duglegur.
Hún: En hvað sagði svo dýralæknirinn?
Hann: Æji ég ákvað bara að bíða og sjá til hvað gerist.
Er þetta týpískur karlmaður eða bara hver einasti sem er nálægt mér.
Ég hef oft verið sögð hafa of miklar áhyggjur af öllu og sé of alvarleg. En hvað um menn sem hefur bara ekki ákveðið neitt og veit bara aldrei hvað það ætlar að gera á morgun og gerir bara aldrei neitt. Svona dæmi með: það kemur bara í ljós! Já nei nei. Ef þú lendir út í sjó og kannt ekki að synda og ákveður að gera ekki neitt í því þá drukknarðu bara en ef þú hefur lært að synda þá ertu hólpinn.

Eitt að lokum, góð vinkona mín sem við skulum kalla A hefur fundið út hina fullkomnu áætlun. Um daginn var ég eitthvað að stetja út á stráka á ljótum bílum. Þá sagði vinkona mín nefnd B; “hvað heldur þú bara að hann birtist á benz eða?”
En þá sagði A: “Jáhá.” Ég er alveg með þetta. Sko maðurinn þinn stendur í skilnaði núna.
“Nú” segi ég.
A: “Já það er þess vegna sem þú ert ekki búin að finna hann”.
Ég: Og á hann benz?
A: “Já já”
Ég: “Og íbúð í Salahverfinu?”
A: Já hann átti bílinn, íbúðina og allt í íbúðinni því að hann er svo ríkur. Hann er líka löngu búinn að mennta sig. Er í góðri vinnu og svona. Hann er aðeins yfir þrítugt, ekta fyrir þig.
Ég: “Hvað á hann mörg börn?”
A: Heyrðu hann á enginn börn því að konan hans var svo leiðinleg og vildi ekki eignast með honum börn.
Ég: “ Í alvöru.”
A: Já. Þannig að nú þarf hann bara að rasa aðeins út og detta í það með vinunum. Samt ekkert að vera að skoða markaðinn of mikið. Svo hittist þið eftir svona ár.
Ég: “Já þá labba ég eins og engill inn í líf hans.”
A: “Já einmitt.”
Já þetta er eitthvað svona samtal sem aðeins sannir vinir geta skapað;)

En núna ætla ég að hvíla mig aðeins á þessari upsessed karlaumræðu minni. Næsti pistill; Megrun hí hí hí.

Nú er það bara lærdómur og aftur lærdómur.

Eva karlasjúklingur

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Kórónan mín

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu af hverju enginn karlmaður hefur gert sig of velkominn inn í líf mitt. Því núna hef ég done it all. Í dag stíflaðist sturtubotninn hjá okkur og ég, HETJAN kafaði ofan í botninn með drullusokk og síðan beraði ég hendur mínar í þessu. Ég hef lært af þessu því faðir minn hefur kennt mér vel. Ég hef meira að segja skipt um ballanstanga gúmmí á bíl þar sem að ekkert stjörnuregn rigndi yfir mig. Nei meira bara svona ryð. En ef ég fer ekki að vinna í mínu kvennlega eðli og að leyfa náttúrinni að ganga sinn gang þ.e. að leyfa karlmönnum ennþá að gera svona masculine hluti þá breytist ég sennilega í eina svona trukkagellu... og það viljum við nú ekki sérstaklega þar sem ég held enn hugmyndum um brúðkaupið mitt fyrir mig sjálfa og er auk þess búin að lofa Sveini að heiðra hann í brúðkaupinu mínu;)

Helgin heppnaðist bara svona vel. Á föstudaginn fór ég í kokteilboðið, aðalfundinn (þann fyrsta og síðast í sögu minni í háskólanum (þar sem að allt er að verða of pólitískt fyrir mína parta), ég fór líka á sveitaball með þessari ágætis hljómsveit. Við skemmtum okkur vel og sérstaklega ég þar sem ég var að hvetja vinkonur mínar í að drekka meira og pósa fyrir veggfóður á síman hennar Sólveigar. Svo kom Svenni boy eins og eina ferð til að ferja til okkar áfengi. Ákveðið var að slútta ballinu annsi snemma vegna mætingar og vegna þess að bandið kunni ekki Silvíu Nótt en það var óskalag á eftir hverju einasta lagi hljómsveitarinnar. Kaffi Ak var málið og við dönsuðum þar með einhverjum 19 ára sem var ekki að ná því að við höfðum ekki áhuga með því að hunsa hann aftur og aftur. Svo vissi ég ekki einu sinn fyrr en búið var að loka staðnum að þarna hefði verið fullt af læknum út af einhverju læknaþingi og var ég ekki sátt sko. En svona til að hressa mig við þá voru þeira annað hvort í ljótum gallabuxum eða með appelsínugular húfur þannig að það hefði hvort eða er verið vonlaust dæmi;) Á leiðinni upp gilið kallaði svo einhver duddi á mig og spurði um gleði. Ég snéri með að honum og spurði hvort að hann væri læknir? Sem hann svaraði neitandi þannig að mér fannst ég hafa lokið samtali mínu og hélt leið minni áfram upp á við.

Á laugardaginn var svo afmælið og þar var nú meiri gleðin. Allir afmælisgestir fengu kórónur úr pappír sem eitthvað var skrifað á og þar sem að ég vildi ekki gefa út símanúmerið mitt var ritað: “Bjóddu mér á barinn baby” sem mér fannst bara nokkuð grúví. Það versta var samt að kórónan fór mér verst af öllum þeim sem voru í afmælinu enda kannski ekki beint svona tiwara (glitur). Einnig var farið í leiki, actionary sem mitt lið RÚLLAÐI UPP hvað annað? Ég lék Tantra með tilþrifum. Svo brá ég mér einnig í hin ýmsu gervi fyrir myndartökur eins og pós á klós (wc), pós með sól (gleraugu) og pós með hlós (hlátri), þetta hljómar bara meira töff svona hins seginn. Svo fórum við í aðal leikinn sem var að draga miða með hlut sem við áttum að gera allt kvöldið sem ég velti upp án þessa að nokkur áttaði sig á því sem sýnir bara hvers vegna ég mun eiga skilið að fá Edduna... eða sætta mig allavega við fake Óskar. Svenni boy kom svo og sótti okkur... hvað annað og á leiðinni niður í bæ sagði ég við hann að fyrir alla greiðasemina í minn garð skyldi ég sko heiðra hann í brúðkaupinu mínu. Þannig að þar er komin ástæða nr 5 eða eitthvað hvers vegna ég verð að gifta mig. Við kíktum á cafe Amour sem var svona la la. Ég hljóp svo yfir á Sjalla á Egó enda á gestó. Það var nú meira hafið af karlpeningi. En ég frétti þar svo bara núna í gær að þetta vorum bara karlar! En þetta er alveg spurning þegar maður er komin á slíka hálmstrá, hí hí hí. Nei nei ég segi svona. Ég fór aftur á Amour og reyndi að slá í gegn með 2. apríl brandara sem hinn aðilinn í djókinu klúðraði feitt. Á meðan stóð ég tilbúin í mínu hlutverki og tók á móti hópnum með: “1. apríl eða 2. apríl” og Soffía spurði mig bara hvað ég væri að bulla. Að því sögðu fórum við yfir á kaffi Akureyri. Það var svo sem allt í lagi fyrir utan allar dragdrottningarnar sem voru þokkalega að stela þrumunni minni. Það sem eftir lifði kvölds spjallaði ég við frænda minn, dansaði við homma, var ekki boðið einu sinni á barinn og já til að toppa þetta þá fór enginn heim með mér nema nágranninn minn á neðri hæðinni en við deildum taxa eftir langa langa röð í leigubílaröðinni. Hef ég alvarlega spáð í að skrifa neytendablaðinu pistill þess efnis um hvað sé eiginlega málið með þetta leigubílahallæri á stöðum sem byrja á Ak???? Og hvað gerum við eiginlega eftir að Eyvindur og Smári fari á eftirlaun... Ahhhhh ég þekki einn í Kópavogi.

Ég vann mér ekki inn neinn 5000 kall en ég var samt að reyna að semja um 2500 kall sem mér fannst sanngjarnt fyrir effortinn.

Eva MANNdala