Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

föstudagur, febrúar 29, 2008

Er ég þá farin, flogin . . .

Teljarinn á gelloz síðunni sýnir: Gelloz eru í Manchester. Sem þýðir að við eru bara rétt að fara. Úuuuuuu.... hrollur og gæsahúð.

Ferðin sem okkur er búið að hlakka til.
Ferðin sem ævintýrin gerast í.
Ferðin sem við erum búnar að bíða svo eftir.
Ferðin sem minningarnar verða til í.

Pökkun fyrir ferðina fór aðeins úr böndum enda stóð ég í stórræðum í gærkvöldi. Fundarhöld, umhugun um faðir minn veika, heimsóknir og pakkanir fyrir tvo áfangastaði. Traveling light er mér orðið vanalegt og stelpan var ekki lengi að henda í Englands veskan en á milli símtala, fataráðlegginga og lyfjatektar. En þá varð truflun og stelpan gleymdi hreinlega auka buxum og auka peysu og töskunni var komið til töskuberans í gær þannig að það er of seint í rassaling gripið. Well eins og ég sagði á Gelloz. Þá kaupi ég það bara. Gallabuxur eru hvort eða er á listanum og maður þarf aldrei að afsaka neyðarkaup. Ég hef heimild til að versla föt fyrir 50.000 krónur og það verður spennandi að vita hversu sterk bein ég hef en fögur eru þau allavega.

Eftir tæplega 4 tíma verð ég komin í rútuna með skvísunum, eftir 7 tíma um borð í Icelandair og eftir um 10 tíma til skvísanna 4 sem eru sennilega í þessum töluðu að æfa welcome to England ó England sönginn.

Einhverjum er farið að klægja svo í puttana að verlsa að þær spurðu hvort að það væru ekki einhverjar búðir á flugvellinum.

Eigi það annars bara góða helgi hér heima;)

Eva farfugl

Ps. Hjálmur Dór minn kom í gær og meira að segja með gjöf þessi elskan, þessa fallegu eyrnalokka til að bæta upp fyrir afmælisdaginn gleymda. Ég tók honum fagnandi. Hann var líka þá þegar búin að senda mér sms sem innhélt fyrirgefðu á þremur tungumálum þannig að honum er hér með fyrirgefið:0).

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Dansa til að gleyma

Ég sver að ég er andlega fjarverandi þessa daganna. Ég hlakka svo til ferðarinnar að það er rosalegt!
Þetta er allt að smella. Rútan er klár fyrir hersinguna hvort sem við tölum um á Íslandi eða Englandi. Jókan ætlar að sækja hersinguna ásamt fríða föruneytinu sem mun verða innflogið fyrr um daginn. Laugardagurinn er svo dekurdagur, ætlum fínt út að borða eftir Spa-ið og svo á flottann klúbb þar sem the bold and the beautiful (náttúrulega ekkert annað í stöðunni) halda sig og sagan segir að nokkrar séu búnar að mæla sér mót við herramenn úr Manchesterliðinu (allvega með sjálfum sér). Annað er svo hvort þeir mæta;). Sunnudagurinn er settur með brunch í Traffold center mall, ásamt upphitun í búðum og kvöldvaka heima í koti. Mánudagurinn er svo mid town Manchester og þar er tíminn Everything og eins og gott að vera á Nike eða öðrum eins maraþonskó. Ég verð hins vegar ekki í þeim, allt svo maraþon týpunni þar sem að ég ætla ekki að veita hinum kaupóðu dömunum samkeppni. Verð meira svona að skoða og hugsa allt tvisvar sinnum áður en ég kaupi það. Það á að halda fast um budduna. Einn samning hef ég þó gert við mig og það er að ef ég finn útskriftarkjól þá má ég kaupa hann en hann má ekki kosta meira en 20.000 krónur (er með "back up" kjól heima sem aldrei hefur verið farið í, always have back up). Svo á ég náttúrulega eina utanlandsferð til góða í lok maí. Það væri samt skandall að finna einn kjól núna, annann þá og eiga svo herlegheitinn sem rykfalla bara inn í skáp. Talandi um kjóla sem aldrei hefur verið farið í, ég fer með einn slíkan til Manchó því flotti klúbburinn hefur sterk dresscode og við megum vera svaðalegar skutlur!

Ég fór aðeins út af sporinu í síðustu viku. Ég stóð mig að því að vera stödd í kringum fullt af litlum saklausum einstaklingum sem gefa lífi okkar lit. Ég stóð þarna stjörf og horfði á þessa litlu krútt, svo saklausa og hreina að gleði lífsins. Þeir kölluðu til mín; "Eigðu mig, eigðu mig. Taktu mig með þér." En ég vissi að ég gat það ekki. Það var ekki mitt. Ég vissi það sjálf að ég mátti ekki taka neinn með mér. Fyrr en varði stóð ég þó með nokkra í hendinni og fannst ég vera að bjarga lífi, lífi sem var nú mitt að hugsa um. Ég gekk með þá út og að bílnum mínum. Þeir eru fallegir, fullkomnir og mínir. Ég kom svo heim með stórt bros á vör og 3 eyrnalokkapör í farteskinu. Hef sjaldan verið hamingjusamari. Þá er bara smá strike á eyrnalokka bisnessinn í Manch. Það er bara þannig.

Afmælisdagurinn var bara fínn og held ég reyndar að hann hafi eitthvað með það að gera að ég næ mér ekki niður á jörðina svona á milli atburða. Mamma eldaði þennan ljúfenga humar sem var að sjálfsögðu drukkið með hvítvín svona á mánudagskvöldi. Það kom nokkuð af gestum um kvöldið sem voru hel sáttir með veitingarnar. Ég ætlaði nú aldrei að geta bremsað mig við að hætta að kaupa inn en endaði að sjálfsögðu með fullt af afgöngum því ég keypti svo mikið og eins og þeir vita sem þekkja mig þá HATA ég afganga. Er að reyna mitt besta til að lokka fólk inn af götunni í restarnar . . . Ég fékk nokkrar gjafir þrátt fyrir að hafa beðið um kossa á kinn enda á stelpan orðið allt og plássleysi farið að gera vart við sig á öllum geymslustöðum.
27 ára aldurinn fer bara nokkuð vel í mig, finnst það eiginlega minna mál en að verða 26. Það er líka bara ár í að ég giftist honum Óla mínum núna! 28 var trendið.
Fékk fullt af góðum kveðjum, í kringum 50 stykki eða svo. Takk kærlega fyrir það. EN einni kveðju saknaði ég þó og það frá elsta vini mínum! Ég beið í alvörunni til miðnættis:(. Hammeló þetta er dýrt spaug.

Mikið held ég að ég þurfi að taka nokkra ökutíma aftur þegar svona viðrar úti. Snjór og hálka er ekki mitt og ég keyri í alvörunni á 50 í slíkum veðrum, safna í röð og reyni mitt allra besta til að halda andlitinu þegar bílstjórarnir bruna fram úr mér flauta og nánast gefa mér fingurinn. Nei það er kannski full ýkt. Hélt ég myndi deyja í morgun og eins og svo oft þegar ég er að keyra í allra veðra von. Hjartað í mér bara þolir þetta ekki. Þetta fer vonandi að taka enda. Kemst vonandi heim á morgun heil af húfi. En ég ætla að gleyma þessu. Ég dansa í Manchester til að gleyma.

Eva Manchester

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Niðurtalningar sem enda . . .

Það er kominn sunnudagur ... úfff hvað tíminn líður hratt á gervihnattaöld;)
Ég á ekki nema viku eftir í verknáminu og það eru ekki nema 5 dagar í ferðina okkar gelloz. Spenningurinn leynir sér ekki. Búin að pakka í huganum. Ég er að deyja úr spenningi takk fyrir takk enda hvað er betra að vera að fara til útlanda og skemmta sér og VERLSA (með takmörkunum) með 18 fögrum fljóðum sem vill svo skemmtilega til að eru allar vinkonur mínar ;o). Þetta verður bara gaman.

Ég var nú svo þreytt eftir að ég bloggaði síðustu færslu að ég svaf af mér baðið sem beið mín tilbúið í lok hennar. Var hjá Guddu minni síðustu tvo daga vikunnar. Fórum á brúðgumann í bíó sem kom á óvart og ég hló nokkuð mikið. Kynnti Guðrún Dúfu fyrir fullkomnu sætu/salt mixið með popp og súkkulaði sem blandast saman í munni sem tók hana totally by surprize, good surprize. Einnig tók ég Tristan og Isolde fyrir okkur sem þau kærustuparið kolféllu fyrir enda ekki hægt annað. Stórkosleg mynd og ég get horft á hana endalaust. Ég hitti líka Ak skvísurnar mínar í saumó á fimmtudag og var Sonja hostess en heima hjá Kristjönu og bauð upp á líka þessa fínu fiskisúpu og besta vatn sem ég hef smakkað lengi. Var sennilega eitthvað í vatninu bara! Ég tók eina auka næturvakt á sængurkvenna um helgina með Halldóru Kristínu minni. Það var fullt tungl all right því að þvílík var ókyrrðin og maður fann mjög vel fyrir því. Ég var því drulluþreytt þegar ég kom heim og svaf til kl 18:15! Já geri aðrir betur. Þá voru foreldrar mínir, báðir búnir að gera ýtrekaðar tilraunir til að vekja mig síðan kl 16:00. Síminn var jafn þreyttur og ég held ég en síðan á hádegi var ég með 6 hringingum ósvarað og 8 móttekin sms. Fór þá að svara og afboða mig m.a. í tvær Eurovision gleðir og djamm. Margfallt djamm um næstu helgi og ég varð bara hreinlega að slaka á. Ég eyddi kvöldinu í að fara nammirúnt með Önnu Þóru, fann mér kljól fyrir næstu helgi og var svo fyrir framan imbann með Ara boy og famelíunni. Þræl sátt með úrslit Eurovision. Þetta er allavega okkar besti möguleiki. Veit samt ekki alveg með Bachelorinn en ég bíð spennt eftir því sem ég las í fréttablaðinu fyrir langa löngu . . . það gerðist allavega ekki þarna. Annars erum við stelpurnar með þá kenningu að hann sé gay en aðrir halda að við séum bara í afneitun því hann sé svo fullkominn, Ken í mannsmynd. Ég grét allavega með Bevin og fannst hún sko frábær að vilja ekkert segja þegar hún hafði tækifæri til enda hvað á maður að segja þegar leikur er að tilfinningum og þær brotnar í marga búta. Fáranlegir þættir en ég vil ekki missa af einum einasta! Hleypti bróður mínum svo aðeins út um miðnætti að viðra sig og spússu sína og var hérna á Esjubrautinni í rólegheitum, vafraði um netið og hitaði upp fyrir næstu helgi. Valdi mér mat fyrir brunchinn, fór inn á Saga boutique, duty free og Primark. . . . . bara gæsahúð.

Ég vaknaði snemma í morgun, 9:00 o'clock sharp við litla ánægju hjá sjálfri mér. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varð mér ekki úr meiri blundur. Ég fór því á fætur og dúllaði mér eitthvað í rólegheitunum. Skellti mér aðeins út um hádegisbilið og kom við í Olís til að ná í kaffið mitt. Systir mín og co komu í kaffi og sletti ég örlitlum veitingum fram úr erminni. Hún færði mér að gjöf (fyrir að skúra hjá henni eins og hún tók fram) þessa líka fínu Evu Solo kælikönnu. Maður er sko alveg kominn í snobbið víst að grunnurinn er kominn;) Nú er það ekkert nema það besta. Bára kom líka og kíkti í kaffi til mín. Ástkær bróðir sendi mér svo sms um kaffileytið og í því stóð: "Keypti köku ársins handa þér og Rannsý í tilefni dagsins. N". Sætur í sér þessi elska. Það var ekki búið því Nenni & Nancy buðu mér svo í kvöldmat og hér er ég nú. Helgin var róleg og góð og ég held að ég verði að viðurkenna að það var akkúrat sem ég þurfti.

Það er nú eitthvað með bílamálin þessa dagana.
Við Bára redduðum Hondunni all svaðalega enda getum við konur allt nema það sem við kærum okkur ekki um að geta! Við hífðum og festum nefninlega púströrið sem datt af upp með veski og héldum því þannig uppi uns við fegnum karlmann í málið. Bárann blikkaði svo bara manninn í bílastæðakjallaranum þannig að magnafsláttur var on the kant.
Ég fékk Runo-inn aftur á miðvikudag. Fannst ég hreinlega sitja á jörðinni þegar ég settist upp í hann en hann var allur betri þessi elska. En eitthvað ljós var nú í mælaborðinu sem ég eigi kannaðist við. Það var nú eitthvað verið að vinna í þeim þannig að ég treysti því bara gæjunum. Eigandinn er nú ekki mikið fyrir að nota ljósin og veit ekki einu sinni gagnsemi flestra þeirra og háu ljósin eru aldrei notuð! Svo blikkaði löggann mig bara. Sumum fannst það fyndið og sagði að hún hefði nú bara eitthvað verið að fíflast í mér en ég er mjög hrædd við lögguna (í alvöru talað) og kann því illa að hún sé eitthvað að blikka mig að óþörfu. Ég komst að því eftir nokkur heilabrot að ljósið í mælaborðinu voru þokuljósin (ekki skrýtið að ég kannaðis ei við það) og kann ég nú að slökkva þau. Hef engar áhyggjur af því að finna þau ekki aftur því ég mun sennilega ekki nota þau aftur!
Pabbi þvoði alla bíla heimilisins í gær. Pabbi besti.
Ég skutlaði svo mömmu að sækja Toyotunna inn á Miðgarð í dag þar sem þau blótuðu Þorrann í gær. Þegar heim var komið fór drossían að sjálfsögðu beinustu leiði inn í skúr en áður mátti yngri dóttirin una sér í innkeyrslunni þar sem hún beið á meðan hvert einasta snjókorn var fjarlægt með kústi. Það var meira að segja tekið innan úr merkinu og allt!

Enda þetta á því með að henda inn tilkynningu um opið hús á Dalbrautinni annað kvöld, allt svo mánudagskvöld (verð nú kannski ekki einu sinni stödd á landinu að ári þannig að eins gott að koma núna). Gott að enda lengasta daga vikunnar í góðra manna húsum þ.e. míns;). Endilega kíkið þið við. Velkommen.

Eva Morgundögg

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Grimmur dreki

Ekki nóg með það hvað er eitthvða búið að vera mikið að gera hjá mér heldur er það farið að taka á mér líkamlega og útlitslega séð. Það var meira að segja nefnt við mig í síðustu viku hvað ég liti illa út! Já þá er nú mikið sagt. Síðan þá hef ég nú tekið á málunum og er búin að fara í plokkun, klippingu og strípur (stelpan er orðin Blonde!) og borið á mig brúnkukrem þrátt fyrir að það sé að koma aftur í tísku að vera hvítur. Tískustraumur sem ég ætla ekki að tileinka mér samt sem áður.

Þegar maður bloggar svona sjaldan þá verða gæði skriftana ekki hin sömu enda gleymir maður mörgu á þremur vikum. Þetta verður oft svona leiðinlegt upptalningablogg en hér kemur það.

Ég kom suður fimmtudaginn 31 janúar. Þann 1. febrúar var svo vísindaferð Eirar sem var ágæt, hef svo sem ekkert meira um hana að segja. Um kvöldið var svo farið út að borða og á djammið á Apótekið. Á laugardeginum fór ég í Kringluna með Karó og Önnu Huld og fór svo á djammið um kvöldið á Apótekið með Önnu Huld, Karó og Elísubet og svo hittum við Ellu Dóru down town. Eftir lokun var Ella æst í Pizza King (þrátt fyrir dramantíska atburðinn sem gerðist þegar við fórum þangað síðast) og svo biðin endalausa í leigubílaröðinni mun seint gleymast. Ég þagði meira að segja til að spara orku sem átti að fara í hitathermostöðina. Ég stóð fyrir framan stóran strák sem ég þakka líf mitt í dag. Hann var mér gott skjól, var meira að segja svo almennilegur og bauðst til þess að passa stæðið mitt meðan ég tékkaði á því hvort að Elísabet færi með rétt mál þegar hún sagðist vera búin að redda bíl. En við Ella vorum ekki að kaupa það og færðum okkur ekki eitt hænuskref og sendum Elísabet eina heim á leið. Plássið var okkar! Ég komst að því eftir þessa helgi að Apótekið er plebbastaður. Ég hef ekki hug á að stunda þann stað í framtíðinni, fer frekar aftur á Oliver.

Á mánudeginum fór ég með Mæsu og Kristían til Reykjavíkur, þriðjudag og miðvikudag var ég svo í lokaverkefnis vinnu, sleppti meira að segja kökuklúbb vegna anna en tók rúnta þegar færi gafst með stelpunum. Aðfaranætur fimmtudags og föstudags tók ég aukavaktir á sængurkvenna og náði aðeins að hitta á Eddu Birnu og Halldóru Kristínu í leiðnni og gisti svo hjá Báru minni. Við dúlluðum okkur saman á fimmtudags eftirmiðdeginum og hættum okkur út í óveðrið mikla en ég þurfti að grafa bílinn minn inn og út úr stæðum. Þegar kom svo að því að við þurftum að fara í hraðbanka pantaði Bára svo að fara ekki. Ok en ég sagði líka við hana að það væri hennar að fara út að ýta ef við myndum festa okkur. Þegar að bankanum var komið bauðst Bára til að fara en tilkynnti mér það jafnframt þegar hún settist inn í bílinn aftur það nú þyrfti hún ekki að fara út að ýta. Sniðug . . . samt ekki því ég þurfti svo ekkert að ýta. Það er nú meira sauðskapurinn á ruðningsliðinu í Reykjavíkurborg. Mér finnst borgin vera sein og illa rudd. Eitthvað sem gerist sko ekki á Akureyri. Þá heyrist í Bárunni: "Við hérna á suðurhorninu erum bara ekki vön svona miklum snjó Eva mín" eins og ég væri orðin borin og barnfæddur AKureyringur. Á föstudagkvöldinu í storminum mikla fórum við Jóna Kolbrún svo í mat með og rauðvíns og hvítvínskvöld hjá Mareni. Á laugardagskvöldinu horfði ég á video með Ellu Dóru og Jónu eða Ella horfði á video meðan við Jóna sváfum á okkar græna. Þegar ég rankaði við mér þóttist ég vera voðalega inn í öllu sem var að gerast í myndunum milli þess sem ég pirraðist yfir því hvað sjónvarpið væri hátt stillt. Skemmtileg! Við sváfum sem sagt vært til kl 04 þegar Elín ákvað að leggjast til rekkju en gerði okkur grein fyrir því að okkur væri velkomið að sofa þarna eins lengi og við vildum. Ég tók 12 tíma vakt á sunnudeginum. Ég hugsa í peningum þessa dagana. Hver einasta króna sem ég vinna mér inn fer í Manchester ferðina og því er hver vakt sem ég tek ný peysa, nýr kjóll, ný kápa..... hver veit hvað hún gefur af sér;) Vonast eftir að fá vaktir alla næstu helgi og I got a Harley ladies and gentlemen.

Á mánudeginum 11. febrúar (á 42 ára brúðkaupsafmæli foreldra minna) byrjaði ég svo í 3 vikna verknámi á heilsugæslustöðinni í Hafnarfirði og líkar það vel. Ég brunaði aftur upp á Skaga samdægurs í ernindagjörðir og mat til Hrefnu. Restinni af vikunni eyddi ég hjá Hrafnhildi. Kristjáni og Þórir Frey sætu baun. Ég tók líka Heiðdísi Dögg undir minn verndarvæng en hún var í verknámi upp á skaga, alein! Á miðvikudagskvöldið fórum við nokkrar í bíó á Ps. I love you en ég er ekki enn búin að gera upp við mig hvað mér fannst um þá ræmu. Jú hún var góð en væmin var hún. Good. Ég tek hana aftur á video og hef ákveðið að grenja frá hléi. Á fimmtudagskvöldinu passaði ég svo Þórir Frey meðan foreldrar hans fóru í leikhús en barnið var eins og hugur minn þetta litla ljós. Við hlustuðum saman á barnalög, lásum bók og mátuðum skó. (Evan splæsti í eitt billegt par í Kringlunni samdægurs sem var reyndar brot á verslunarbanni sem er í gildi til 2. mars en þetta var gert á undanþágu.) Hann hefur auk þess góðan smekk drengurinn því þegar ég reif upp nýju skóna þá kastaði hann frá sér stígvélum móður sinnar. Hann hafið fundið sér aðra og betri vini. Thelma Hrund kom svo í heimsókn til mín alveg eins og hjá ekta barnapíu.
Á föstudeginum brunaði ég í smá erindagjörðir að leita að hinni fullkomnu gjöf en hún er ekki væntanleg aftur fyrr en um mánaðaramót þannig að ég sundaði heim á leið og náði að gera öll mín erindi á Skaganum áður en ég fór í klippingu og strípur. Heiðdís kom í kvöldmat til mín og svo fórum við til Marenar í Bachelor og Bandið hans Bubba. Á laugardeginum var ferðinni heitið aftur til Reykjavíkur til að kynna hjúkrunarfræði í Háskólanum á stóra háskóladeginum. Eftir það brunaði ég aftur upp eftir og við tók matarklúbbur hjá Guðrún Dúfu í ljúffengum aðal- og eftirrétt. Auðvitað voru teknar upp allar myndarvélarnar og vinsælasti svipurinn var grimmur dreki. Hvernig sem hann lítur nú út??? Við enduðum svo á Cafe Mörk sem vex ekki í áliti og ég fékk eiginlega bara menningasjokk við að koma þangað inn (án fordóma bara svo það sé á hreinu). Að koma inn á local stað og þekkja ENGANN! Hvað er það bara? Nóg var um skemmtistaðasleiki (og komandi one night stand með eggjandi forleikjum á dansgólfinu) og kenni ég Mareni alfarið um það þar sem að slíkt þ.e. fólk í S.s.s. virðist elta hana uppi;). Á sunnudeginum vaknaði ég snemma þar sem faðir minn var að ræsa út yngsta barnabarnið sem svaf vært í rúminu mínu en rotaðist blessunarlega fljótlega aftur enda var ég að vinna upp mikinn svefn sem ég tapaði vikunni áður. Ég fór um kaffileytið í afmæli til Írisar Emblu snúllunar minnar en hún er orðin eins árs. Já tíminn flýgur. Við, Axel og Margeir fórum í Sandgerði eftir kvöldmat á sunnudaginn og hér er ég nú og verð til morguns. Systir mín og mágur er nefninlega í Kóngsins Köben svona að taka út aðstæður fyrir ferðina miklu í lok maí. Ég er því búin að vera frændum mínum foreldraímynd síðustu 3 daga sem hefur vakið ekkert nema lukku. Þurfti reyndar að skella mér upp á skaga í gær í erindagjörðir. Nýtti tímann og borðaði breggara með Önnu Þóru í morgun. Ég lét frændur mína hjálpa mér við að þrífa hér í dag með lágmarksnöldri og er jafnframt búin að gera tékklista fyrir þá til að hafa í huga á morgun fyrir móttökunefndina. Ég er búin að gera allt hér sem ég er vön að gera. Kíkja í skápana í eldhúsinu, leggja mig á daginn, horfa á flakkarann, vafra um netið. Nú á ég bara eftir að fara í bað and I´m good to go. Vegna aðstæðna hef ég verið á forsetabílnum síðan ég kom hingað suður eftir, allt svo Toyotunni sem er og verður besta barn föður míns þrátt fyrir hin 6 (okkur systkinin og hina bílana 3). Mér finnst rosa sport að vera á þessari eðaldrossíu og bruna fram og til baka upp í Hafnarfjörð en ég kann einhvern veginn betur við að vera á Renounum og ég fæ hann aftur á morgun. Honum verður þó gefin lausn í vor en við vonum að hann haldi heilsunni þangað til.

Næstu 2 daga verð ég hjá Guddu minni, Akureyrar saumklúbbur á fimmtudagskvöldið, mitt debut í hann. Vona heitt og innilega að ég fái vaktir alla helgina (kaupa kaupa kaupa). Svo er það næsta vika: afmæli sem og síðustu dagarnir mínir í verknámi á náminum sem líkur með pompi og prakt sem er utanlandsferðin til Manchester á föstudeginum með bestu stelpunum mínum. Fyrir þá sem eru lengi að telja þá eru það ekki nema 10 dagar baby.

Annars er held ég ekkert fréttnæmt af mér svo sem. En ég er að deyja úr hamingju þessa dagana. Ég held að það sé hrein og klár ástæða fyrir því;). Lífið er einfalt og gott og stefni ég á að halda því fram yfir páska.

Þá ætla ég að fara í gott freyðibað sem er um það bil að verða tilbúið og horfa á Casanova þar til ég sofna.

Eva erindagjörðir