Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

fimmtudagur, júní 30, 2005

Vörumanian og væntingar helgarinnar

Það má með sanni segja að ég hafi orðið fyrir áfalli hérna í vikunni þegar ég hef verið að undirbúa mig undir væntanlegt brúðkaup helgarinnar. Þær flúgur fjár sem maður eyðir í dúllerí á sjálfum sér... já og hitt og þetta. Hvað leiðir það okkur svo út í? Nú bara meiri kaup og krem og skrúbb og smyrsl því ég trúi nú að allt sé já ávanabindandi! Ef maður byrjar á einhverju þá verður að halda því áfram eða stretch mörkin á rassinum verða bara stærri og Cilluarið á lærunum útbreyðist eins og plága. Þetta er nú líka alveg 20 % starf svona ef maður er að gera þetta allt í alvöru.
Ég byrjaði sem sagt á því að sleppa því að bera á mig brúnkukrem í tvær vikur, tvær langar vikur þar sem ég man ekki eftir mér eins næpulegri í háa herrans. Nú alvaran byrjaði svo á mánudag þar sem skrúpp var tekið með Loreal anti cillular og Body shop hönskum þar til húð mín varð fagurrauð og blóðhiti mikill ásamt hár mitt þvegið með John Freda og buddusápan að sjálfsögðu og slegið á létta undir lokin með því að raspa á mér hælana. Nú þegar úr sturtunni var komið var tekið upp Elisabet Arden honey drops lotion og olía á fætuna ásamt djúpnæringu í hárið = 12.590 Kr. Nú ég fór svo í plokkun á augabrúnum þar sem ég beit á jaxlinn þar sem tár runnu niður vangana að sársauka (án gríns) og vax á fótum = 5000 - 6000 kr. Nú á miðvikudag var sama sturturútínan tekin en Biotherm choc í stað Honeydrops þ.e. um 3000 kr. Í kvöld á svo að fara í brúnku spa og háreyðingu á bikini and underarms area= 3500 kr. Ekki má gleyma að hárið mitt frítt fer svo í meistarahendur hársnyrtirs á morgun = 10.000. Svo þetta lítilræði án alls þess auka sem notast daglega þá eru þetta litlar 35.000 krónur. Dæmi nú hver fyrir sig! Hver sá sem segir að náttúruleg fegurð rúla og náttúrulegar venjulegar konur rokki was seriously disturbed. Já það sem maður vinnur hörðum höndum að því að líta betur út sumar helgar frekar en aðrar þá er eins gott að maður fái laun erfiðisins. Sá uppsker sem sáir. Ef þetta er ekki á við að gróðursetja Pálmatré þá veit ég ekki hvað og við erum ekki að tala um neina græðlinga. Maður er náttúrulega að setja upp veiðihárin og skyggnið fyrir helgina. Ef ekki föstudag þá laugardag.

Ég er komin í svo langþrátt langt helgarfrí, 4 daga hvorki meira né minna. Ég ætla að nota það vel og eyða með fjölskyldu og vinum ásamt Ralph ósýnilega kærastanum mínum (ef annað breggst). Hvað? Eins og það sé ekki hægt? Trúið mér. Hann er hinn fullkomni kærasti. Nú á morgun er stefnan sett á Kringluna (eftir klipp og stíp) að kaupa hina fullkomnu skó sem eru þrátt fyrir mikla leit ekki að koma í ljós í réttum númerum. Og víst ég er byrjuð í búðnum renni ég kannski í Smáralindina. Bara til að skoða auðvitað. Vonum bara að morgundagurinn sé happadagur. Nú við Anna Huld ætlum að fara út að borða um kvöldið og fá okkur eitt hvítvínsglas eða tvö. Á laugardaginn er svo brúðkaupið. Og ég meina líkurnar á að vinna New Jersey lottóið eru 1 á móti hundruðum þúsunda en Everlyn Adams vann tvisvar og miðað við það tel ég líkurnar á því að myndarlegir frændur verði á staðnum nokkuð góðar. Á sunnudag á svo bara að slaka á og taka sér heilsubótargöngu. Heilsa svo upp á gamla settið á Höfða og skella sér í sund á mánudag. Hljómar það bara ekki vel. Allavega í mínum eyrum.

Píkudjamm ársins 2005 verður haldið hátíðlegt þann 5. ágúst með hanastéli og tilheyrandi á Park hótel og vil ég þakka nefndinni vel unnin störf:)

Svo eru það bara Írskir dagar eftir 8 daga og spennan að ná hámarki. Enda nóg um að vera og góða gesti mun að garði bera. Hlakka geggjað til.

En Silvía Nótt vinkona mín er að byrja.

Hey já og svo var ég að bóka ferð til Köben 19 okt. Var hann Danaprins ekki að skilja við konuna sína, hana Alexsöndru? Love has a misterious way´s.

Vídó víó,

Eva smyrsla og eðal kremdrottningin

sunnudagur, júní 19, 2005

Lilli litli eymingi

Mother she´s the day

Víst það er nú einu sinni sumar þá er mér fyrirgefið bloggleysið. Er það ekki? Enda eru svona helmingi færri heimsóknir á sumrin þannig að helmingi færri að kvarta.

Það er nú margt búið að gerast síðan síðast. Ó já, ég flutti inn í íbúðina mína 2 júní og á þeim tíma var líka crazy að gera og mér fannst ég bara vera að vinna - þrífa - vinna í 3 sólarhringa. Enda skítaþröskuldurinn hjá mér kannski svona í hærri kantinum.
En það fer svo ljómandi vel um mig í nestinu og er ég búin að fá þó nokkra gesti. Mæsa kom til mín strax fyrstu helgina og var hjá mér í 3 daga. Við kíktum á lífið sem var nú ekki upp á mjög marga fiska. En Guðrún Dúfa var með í farteskinu og hún gat þá allavega skemmt lýðnum með því að neita sem og endranær að borga inn á staði og það að standa í biðröð var nú alveg síðasti séns. Spurning hvort að Guddan mín þarf ekki bara að finna sér (líka) celeb vini. Til dæmis var Björgólfur Takefusa á Hverfis sem fór sko ekki fram hjá mér….. Ekki það að mér þyki hann eitthvað algjört æði, fór bara svolítið fyrir því að ákveðnum aðstæðum. Við Mæsa skelltum okkur svo á rúntinn á mánudagskvöld og átum kaloríur fyrir vikuna á þessu eina kvöldi. Ekki að ís á Dairy eða ferð í carbofest 11-11 þar sem nota bene var einnig keypt coca cola light til að friða samviskuna þá skelltum við okkur upp í Skalla (hjá ölgerðinni) til að fá okkur pulsu með kokteilsósu og frönskum en þar sem það var búið að loka fórum við bara í Select og splæstum í eitthvað ennþá óhollara eins og kryddpulsur, risaróló og blandara!

Svo er maður bara búin að vera að vinna og spóka sig. Gaf blóð, styrkti Jóhannes um 10.000 þá sjaldan hann liftir sér upp. Versla pínu meira “innan listans” að mestu. Búin að kaupa mér dressið fyrir brúðkaupið sem er þvílíkur léttir á hjarta mínu. Var farin að fyllast örvæntingu um einhverja uppi hangandi leppa. Ég er nefninlega enn einu sinni komin með ógeð að fataskápnum mínum og hlakka mjög svo til að fara til Köben í haust að VERSLA og að heimsækja alla sem hafa pantað. Ég get samt ekki sagt að ég muni eitthvað falla inn í hópinn í dressinu sem er ljós blátt mjög summer og sætt. Þar sem ég ætlaði að láta lítið á mér bera þar sem ég er að mæta ein skiljiði? Kannski og ég segi kannski á Málmfríður einhverja sæta frændur sem ég veit bara ekki um, enda hlýtur að vera einn slíkan að finna innan 180 manna. Og talandi um föt þá sver ég fyrir það að breikkun á suma kannta er að eiga sér stað. Aðalega að framan verðu, að ofan. Vinkonur mínar hafa sagt mér að það verði fjárhagslegt tjón ef búbles eru að stækka eitthvað að ráði. Spurning að taka upp hlaupaskóna í hilluni og skokka út á Ægisíðu enda nóg af húsum til að kaupa þar.
Ég kíkti í bæinn með stelpunum í síðustu viku. Það var kíkt í búðir þar sem að ég tapaði bara pokakeppninni og gekk ekki út með einn einasta. How strong am I? Ekki það að ég sé eitthvað vön að tapa en þetta var svo sem ok þar sem að pyngjan er í léttari kantinum í bili. Svo fórum við í bíó á Mr and Mrs Smith sem var mjög góð afþreying. Bíllinn minn var með einhvern mótþróa og lék bara döde og tók ég því með stakri ró án blótsyrða og sparka vinkonunum til mikillar furðu. Ef stelpan er ekki bara að sefast! En ég refsaði honum með því að vera í 2 daga fyrir framan American á Nýbýlavegi. Hin fullkomna móðir í þokkabót.

Var að passa frændur mína ástkæra um helgina. Gerðist bara veik og vesen. En þeir sannfærðu mig nú um að þetta hefði aldeilis verið góð skemmtun. Nú er það bara gleði og glaumur þar sem eftirlifir fríhelga sumarsins. Rvk-djamm 1 júlí og Brúðkaup 2 júlí, írskir dagar 9-11. júlí, djamm í Rvk 22 júlí og 25 ára afmæli 23 júlí. Rvk djamm með Akóskvísum helgina 5-6 ágúst. Svo kannski píkudjamm í Rvk á menningarnótt 20 – 22 ágúst. Ef ekki þá verður bara svona venjulegt djamm;) Ég er með nokkra virka djammfélaga þannig að þetta er allt mjög skothelt. Plan B þarf deffinetly að verða virkara.

Karlmenn þvílíkar dýrategundir. Og hvaða dagur er betri til að henda þessu inn hérna á kvennréttindadaginn sjálfan! Þeir eru alveg að gleypa allt með húð og hári þegar maður reynir að vera sem leiðinlegastur en Nei ef áhugi er til staðar, ekki svara, ekki hringja til baka og tu…. fffff bara. Þannig að næst þegar ég fer á djammið sem verður 1. júlí og það kemur gæji til mín á barnum þá mun ég halda fast í mitt og ekki yrða á hann nema hann geti sannað annað. Já nú er sko pikkítíðinn komin ungu herramenn. Mér var sagt það í dag að það yrði því erfiðara að ná í mann eftir því sem maður verður eldri en ég skal sko ekki vera að gera þessum Reykjarvíkingum neitt auðveldara fyrir að finna sér kvennfang. Nú er það bara hrakann sem gildir enda harður heimur!
Til að slá botninn í þennann pistil þá bara ókunnungi Karlmenn = aumingjar . Þið sem komið hérna inn og hafið ykkur eitthvað til málsbóta. Speak upp!

Hilsen, Eva málglaði feministinn.

Og þú þarna 5,16 vegni þér bara vel félagi