Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

þriðjudagur, mars 31, 2009

Héðan og þaðan

Mars er að koma sterkur inn.

Um helgina dreymdi mig draum. Draum sem ég vona svo heitt og innilega að eigi ekki við neinar rætur að rekjast. Mig dreymdi þann stóra dag er ég mun ganga upp að altarinu. Hann hófst á því að ég stóð frammi í andyrinu á kirkjunni í fallega kjólnum, fallega máluð með hárið uppsett og blómvöndinn í höndunum. Það eina sem vantaði voru brúðarskórnir sem mamma og pabbi ætluðu að koma með. Klukkan sló 14:oo og ekkert bólaði á foreldrum mínum. Brúðarmarsinn byrjar að hljóma og ég veit að nú þarf ég bara að gjöra svo vel að töllta inn kirkjugólfið berfætt eða á hvítum sokkalistum (sem ég er nb aldrei í). Ég byrja að ganga inn hægum skrefum og hugsa um leið að ég hefði betur farið úr sokkunum. Þegar gestrinir blasa við þá sé ég að það vantar um helming gestanna. Organgistinn var heldur ekki sá besti og kunni brúðarmarsinn ekki alveg nema upp á svona 5 af 10 þannig að ég þurfti stundum að byrja upp á nýtt að ganga inn gólfið. Þegar ég er um það bil hálfnuð niður kirkjugólfið í tilraun 3 (miðað við ruglinginn hjá organistanum) þá mætir restinn af gestunum svona um 100 manns, m.a. foreldrar mínir. Gestirnir létu sér það fátt um finnast að mæta allt of seint og því að á miðju kirkjugólfinu stóð brúðurin og tróðust bara fram hjá henni og fundu sér sæti. Mamma og pabbi máttu heldur ekkert vera að því að tala við mig. Á tilraun 4 komst ég allt leið upp að altarinu. Þar tók á móti mér brúðguminn sem var bláókunnugur maður. Presturinn hafði ekki nokkra einustu trú á að þetta hjónaband ætti eftir að ganga upp og svaramaðurinn sem var besti vinur brúðgumans reyndi við mig eins og enginn væri morgundagurinn. Mig minnir meira að segja að brúðguminn og vinurinn hafi verið rammskakkir. Til að toppa þetta alveg þá var ég ólétt af tveimur börnum sem getinn voru á sitt hvorum tímanum. Annað var um 17 vikna fóstur en hitt 6 vikna. Ég vissi ekki hvernig þetta gat gerst eða hver hafði getið þessi börn með mér. Ég hallaðist helst að því að það væri svaramaðurinn mikli sem sá mig ekki í friði! Þarna stóð ég kolringluð, á sokkalistunum, með bláókunnugum manni sem ég var að fara að giftast, presti sem ég vissi ekki af hverju var að fara að gefa okkur saman og versta svaramanni ever. Ætlaði enginn að stoppa þetta???? Og þá vakanaði ég!

En að hinu raunverulega og betra lífi.
Húsfreyjan skellti sér í orloftsferð norður yfir heiðar að heimsækja Erlu Þóru og hinar skvísurnar. Við Sara skvísa lögðum upp í ferðina á Nissan Micra seinniparts föstudags og vorum komnar á leiðarenda svona um kl 23:00. Við Erla Þóra ákvaðum að sjálfsögðu að hita okkur upp fyrir laugardagskvöldið og kíktum á Amor á föstudagskvöldinu. Ég henti mér á barinn þar sem að maður einn gaf sig á tal við mig og vildi endilega fá að bjóða mér upp á einn drykk. Ég hélt nú ekki en afþakkaði pent. Þá bað hann um að fá að setjast hjá mér og vink minni. Ég afþakkaði það líka en fór af barnum með bros á vör, ánægð með mig en vissi náttúrulega upp á hár að besti maðurinn væri minn eigin! Erlu Þóru fannst þetta merkilegt bara, varla kominn inn á Akureyríska landsvísu.
Á laugardeginum var farið hinn venjulega búðarrúnt sem við stöllur tókum reyndar á met tíma. Ég fór svo og hitti Guðrúnu á Bláu Könnunni en Erla Þóra fór heim að undirbúa sig fyrir kvöldið. Ég slakaði svo bara á í Klettastígnum seinnipartinn og kíkti aðeins í fyrirpartý hjá 3 árinu með Huldu og Helenu áður en ég fór á árshátíðina. Árshátíðin var bara ágæt. Þar hitti ég m.a. Hildi Sólveigu og fleira skemmtilegt fólk. Skemmtiatriðin frá deildum hafa þó oft verið skemmtilegri en strákarnir í Ljótu Hálvitunum bættu þetta alveg upp. Þeir voru frábærir! Palli byrjaði svo að þeyta skífum um miðnætti. Ég og Gunnhildur skruppu þó aðeins frá í millitíðinni og kíktum í partý til Sísíar og hittum fleiri bekkjarsystur. Þegar ég mætti aftur í Sjallann var ýmislegt búið að gerast og ég fékk það allt beint í æð. Sumir voru búnir að fara snemma í SSS og þar með fullkomna kvöldið;0) og aðrir áttu alveg einn mann og tvö börn og ef ég skyldi ekki skilja það alveg þá rétti Erla Þóra upp 1 og 2 fingrum til að leggja áherslu á orð sín. Ég tjúttaði við tónlist Palla alveg út í eitt og skemmti mér brjálaðslega vel til klukkan að verða 04. Þá hoppaði ég yfir í Nætursöluna og tók mér mér samloku og kókómjólk, skreið svo undir sæng þegar heim var komið og talaði við hann Sigurð Óla minn í hálftíma og sagði honum allt frá atburðum kvöldsins.
Á sunnudeginum var fólk mishresst. Ég henti mér út í Bakaríið vð Brúna og hitti Hildi og Söru þar. Svo fór ég í kaffi til Heiðdísar og co. Fékk nýbakaða skúffuköku og svona. Ummmmmm. Við stefndum á heimferð á sunnudeginum en urðum veðurtepptar um einn dag sem var sko bara allt í fína lagi. Leigðum okkur ræmu um kvöldið sem var svona líka skemmtileg að ég sofnaði (ekki að myndir þurfi að vera eitthvað leiðinlegar til þess).
Á mánudeginum var farið út að borða á Greifanum og södd og sæl brunaðið ég með Söru sætu aftur til höfuðborgarinnar þar sem Sjonni beið mín spenntur sem aldrei fyrr eða svona næstum því. Við skelltum okkur í bíó á The curios case of Benjamin Button. Ágætis mynd og hefði sennilega verið ennþá betri ef það hefði ekki verið búið að lofa hana svona mikið og maður býst við því að kraftaverk sé framkvæmt á hvíta tjaldinu.

Við Drápuhlíðsgegnið héldum eins og eitt nett matarboð og pikkuðum upp þráðinni á málefnum líðandi stundar.

Við Sjonni fórum í leikhús á Sannleikann og fannst það ágætisskemmtun en svo sem ekkert meira en það.

Sophie alespektra átti afmæli um þar síðustu helgi þar sem við hylltum afmælisbarnið í brunch á Geysir bar & bistro. Eftir það renndi ég og ástmaður minn okkur upp á Akranes svona af því ég ætla náttúrulega alltaf að slaka svo vel á um helgar. . . hu hmmmmm. Þar fórum við í matarboð til Jóns og Rannveigar þar sem ég sofnaði í sófanum.
Urðum við svo ljónheppinn að verða boðið á landleikinn í handbolta á sunnudeginum, Ísland-Eistland. Hann var alveg mjög skemmtilegur og fann maður íslenska blóðið brenna í æðum sér. Á leiðnni til baka s.s. frá Hafnarfirði til Árbæjar þá stoppuðum við í Ikea og keyptum okkur nýja sjónvarpshillu. Alveg bráðnauðsynlegt svona í kreppunni.

Við erum líka búin að fara í tvö Idol partý til Hrafnhildar og Kristján og þar hef ég líka sofnað í sófanum bara svona eins og alltaf!

Um síðustu helgi sluppum við að nánast alveg við að elda því viðu voru í kjúklingasalati hjá H&K á föstudagskvöld, Svínahnakkasneiðum og eftirrétti hjá Guðrúnu & Gústa á laugardagskvöldið. Síðan renndum okkur austur í sveitina á sunnudeginum í lambahrygg með öllu tilheyrandi í hádegismatinn (svona eins og maður vaknaði alltaf við hérna í denn) og nýbakaðar pönnsur í kaffinu. Kíktum á bústaðinn í leiðinni og löggðum svona smá línur um það hvað við ætluðum að ditta að í sumar. Je dúdda hvað mig hlakka til að slaka á í sveittinni í sumar, bara yndislegt.

Það er nóg framundan, skírn, hjúkkusaumó, afmæli, árshátíð, páskar, útlönd og margt fleira.
Stefni á að hætta með upptalninga pistla. Aldrei að vita nema ég verði í stuði í næstu viku;0).

Eva svefnsófi

miðvikudagur, mars 04, 2009

Drifið á daga mína.

Og það er bara komin mars. Það virðist vera orðinn vani að hvert blogg hjá mér byrji á þá leið að það er langt liðið síðan síðast. Nú á tímum allavega!

Á síðast liðnum mánuði fór ég nokkrum sinnum í bíó. Fór á Australia, Slumdog millioner og He´s just not that into you. Rós í hnappagatið fyrir Australia og Slumdog en þær voru mjög góðar og He´s just . . . fínasta afþreying. Var ekki alveg viss hvað mér fannst í hléi en grét svo alveg 3 sinnum eftir hlé og fannst hún enda svo sætt að mér leið alveg súper vel (svona eins og ég vil hafa endir á mynd). Ég stefni svo á að skella mér á The curios case of Benjamin Button annað kvöld. Hún er víst sko alveg vasaklútamynd.

Ég kíkti líka nokkrum sinnum eitthvað út. Ég fór í matarboð til Hrannars ásamt hinu fríða norðlenska föruneyti (plús tveir auka). Klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Nánast allar kjöttegundir í boði og hver grillaði fyrir sig á steininum. Ég var nú því miður búin að næla mér í höfuðverk og smá hita fyrr um daginn þannig að ég fór heim í fyrra fallinu á meðan hinir tóku í Tælenska froska og könnuðu svo hvað væri "nýtt" að gerast á Mörkinni;0).

Skagaskvísur sem stunduðu nám á norðurlandi forðum daga hittust líka yfir rauðvíni hjá Örnu og tjöttuðu um gamla daga sem og nýja.

Fór á Þorrablót á Hellu. Mitt annað síðan ég tók andardrátt á þessari mennsku jörð. Mikið í það lagt. Dekkað upp fyrir 600 manns. Heimatilbúin skemmtiatriði sem ég gat nú alveg hlegið af. Rosalega góður matur (harðfiskur & hangikjöt nammi namm), höndlaði ekki að fara í hard core þorramatinn. Það gerist kannski einhverntímann. Þrátt fyrir að Ingó og veðurguðirnir kæmust ekki að spila var þessi fínasta hljómsveit frá Eyjum sem maður gat sko alveg tjúttað við. Tók ég einn hring eða tvo on the dancefloor. Svo gistum við í sveitasælunni og það var sko alveg unaðsleg. Fatta það hvað ég sakna minna sveita þegar ég er þarna. Kíktum smá rúnt um jörðina á sunnudeginum sem kæmi hverri ófrískri konu af stað. Litum einnig inn í bústaðinn hans Sjonna sem ég var NB að kaupa pallarefni í um daginn þannig að ég sagði við manninn minn að ég ætti nú orðið helminginn af bústaðnum. Hverjum hefði dottið í hug að ég myndi ná að eignast bústað á undan foreldrum mínum?;0). Ég hlakka samt voðalega til þegar hann verður kominn upp og börnin mín geta leikið sé í læknum og svona hí hí hí. Það á sko eftir að vera ljúft að fara í fyrirheitnalandið og slappa af.

Það var vinnupartý á barnaskurðdeild, ég stoppaði reyndar stutt þar sem mér bauðst ein aukavakt næturvakt (MAÐUR SEGIR SKO EKKI NEI VIÐ AUKAVAKT) á sængurkvenna. Ohh hvað var gaman að taka eina vakt og knúsa krílin. Það er sko ekkert eins og vinna þar.

Hélt sjálf nokkur matarboð enda passa ég upp á að borðstofan sé vel nýtt. Mér finnst fátt jafn skemmtilegt eins og að fá fólk í mat. Guðrún og Gústi, Hrafnhildur og Kristján, mamma og pabbi, Bára og Silja eru á meðal gesta. Á ennþá eftir að bjóða þó nokkrum. Svo koma nú alveg reglulega einhverjir í kaffi.

Stelpan varð líka 28 ára í síðustu viku þannig að þá ráku einhverjir inn nefið. Það var opið hús og var nánast stöðugt rennerí frá kl 11:00 til kl 23:00. Um 30 manns glöddu afmælisbarnið með nærveru sinni enda fáir jafn mikið afmælisbarn og ég sjálf! Ég fékk mikið af góðum gjöfum; Sérhannaða kápuslá, þráðlaust gufustraujárn, hakkavél, matreiðslubókina Silfurskeiðina, hitaplatta, föt, snyrtidót, skartgripi, veski, rauðvínsglös og fullt af blómum. Takk fyrir mig kærlega;0*.

Sigurður Óli er búin að vera endalaust sætur. Færði mér 6 rauðar rósir (eða 7) daginn sem við vorum búin að vera saman í hálft ár, færði mér pakka í rúmið á konudaginn (ég særði það reyndar út rétt eftir miðnætti), fór svo í bakaríið um morgunin og bauð mér í bíó um kvöldið. Á afmælisdaginn beið mín svo smíðuð og máluð rós (blikkarinn sko) og kort og í kortinu stóð: "Kíktu inn í fataskáp og athugaði hvort þú sérð eitthvað". Þar var hún, fallegasta flík sem ég hef séð í lengri tíma. Kápusláin sem ég er búin að bíða eftir svo lengi;0). Ég knúsaði hann auðvitað í ræmur þennann smekkmann sem ég á. Hann fékk reyndar smá leiðbeiningar því eins og við vitum allar þá spyrja karlmenn ekki til vegar og það er kannski ástæðan fyrir því að hann fann ekki þessa dýrðlegu djásn fyrir jólin þegar hann byrjaði að leita.
Í tilefni alls þess sem var búið að vera í kringum okkur parið þá ákvaðum við að binda endahnútinn á þessa dýru viku Sigurðar Óla með því að fara út að borða í Perlunni. Klæddum okkur í okkar fínasta og fórum á a la cart sem heitir "Allt í steik". Fjögurra rétta matseðill. Humarsúpa, hráskinka, ég mér naut en Siggi kálf í aðalrétt og svo var Creme brulé í eftirrétt. Við skunduðum svo heim á leið rétt eftir miðnætti og rétt áður en við vorum búin að snú allann hringinn og sofnuðum södd og sæl.
Vegna þess hvað við erum orðin mikil hjú, hætt að stunda nánast skemmtannalíf og farin í rúmið nánast fyrir miðnætti alla daga vikunnar þá erum við jafnframt orðin árrisult fólk. Við vöknuðum því kl 8:30 á sunnudagsmorgun. Í staðinn fyrir að liggja eins og kartelfur í rúminu og njóta þess að vera í fríi reif ég karlinn á fætur og
brunaði með hann upp á Skaga í 4 heimsóknir takk fyrir takk. Enduðum á að fara í útskriftarveislu til míns elsta vinar, Hjálms Dórs, sem var að eignast sína fyrstu háskólagráðu (ég skít á að hann taki 4). Eftir það brunuðum við til Inga bróðir Sigga og pössuðum skotturnar þeirra. Ég skaust reyndar heim um kl 20:00 til að taka á móti gestum þegar hinar víðfrægu frænkur Hrefna Rún Áka og Guðrún Hallfr Björns lögðu leið sína sérstaklega í Árbæinn til stelpunnar. Eftir át og spjall, brunuðu þær aftur á Skagasker en ég upp í Kópavog í áframhaldandi barnfóstrustörf. Sigurður Óli var reyndar búinn að sjá um að koma öllu í ró og húsráðendur komu heim skömmu seinna himinsæl með Óperuna.

Ég skellti mér í hjúkkuklúbb ásamt hinum hjúkkunum til Sólveigar þar sem hún bauð upp á þetta dýrindis grænmetislasagna og bláberjakókos eftirrétt. Þar var mikið spjallað og ýmislegt komst upp þegar fækka fór í hópnum;0).

Ég stefni á Akureyri um helgina ef guð og veður lofar. Ekki seinna vænna og mikið hlakkar mig til. Er búin að bíða alveg í hálft ár og stefni meira að segja að því að fara aftur þegar vora tekur. Ætla samt ekki að lofa of mikið upp í ermina á mér. Ég meina þessi ferð tók mig alveg hálft ár. Ég ætla að krassa hjá Erlu Þóru og fara með þeim stelpunum á árshátíðina. Stefni á að vera til síðasta manns úti á lífinu!

Svo er stelpan auðvitað búin að panta sér eitt stykki utanlandsferð en ekki hvað? Ætla að heimsækja Önnu Huld mína og Siggu í 3 daga í Óðinsvé og húkka lestina til Árósa til Kristín Eddu, Ellu Málmfríðar og Guðrúnar Dúfu og eyða með þeim helginni. Minn ástkæri sagði mér bara að skella mér meðan ég væri ein og frjáls og svona;0).

Eva elskhugi