Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

föstudagur, desember 15, 2006

R-vörumerki... nánasta nágrenni

Ég er bara gjörsamlega óstöðvandi þessa daganna. Ég ákvað bara víst ég er ennþá svona vakandi að henda inn einu bloggi vegna þess að á morgun dett ég út úr öruggu netsambandi og guð einn veit hvenær ég get bloggað næst. Hvað hefur stelpan svo að segja eftir tvo daga...

Anna Huld gat skemmt sér yfir einhverju í prófunum þökk sé hennar ástkæra sambýling. Þannig var mál með vexti að hérna er ekkert svona eðalborið sófasett eins og í Álfabyggðinni. Sem nota bene minnir mig á það að nýji leigjandinn hefur ekkert skreytt og ágiskun okkar er sú að það sé sennilega út af því að hún veit að hún þarf að borga rafmagnsreikninginn. Hver er nú búin að gleyma þeirri himin háu mánaðarlegu summu þarna síðan í denn. Sem minnir mig líka á það að ég hef aldrei verið eins lítið í ullarsokkunum eins og núna í prófum eða hlýjum peysum. Við Anna þurftum meira að segja að afklæða okkur um daginn vegna hita og vorum bara eins og tvær skitur á Hawai (við vorum svo hvítar). Allavega áfram með söguna. Ég brá því á það ráð að ná mér í kodda hérna upp í skáp og setja mér til hæginda einn við bak og annan undir rass. Svo vorum við Anna eitthvað öðruvísi stefndar hérna einn daginn. Upp úr því byrjaði svo umræðu um það að ég ætlaði að merkja annan koddan með R tradmark;) og taka hann upp aftur í vor og kaupa svo bara nýjan. Anna horfði þá á mig og sagði: "fyrir rass þá eða?" Ég:"Já" og þar sem mér fannst hugsunin um að einhver ætlaði að fara að lúra með rassakoddann ekki heillandi. Anna Huld hló eins og vitleysingur en ég horfði bara á hana og spurði hvað væri eiginlega svona fyndið? "Eva, þú þarft ekkert að kaupa nýjan kodda, þú þværð bara þennan." Svo að ég þvæ hann þá bara í vor og og við breytum R-inu bara í RB eða eitthvað því það eru svo góðar vörur.

Við kíktum hérna nokkur í Brynjuís án Brynju þó;) á þriðjudagskvöldið. Sóls, Sons og Hrannar komu með okkur og við ákvaðum að gleðja hann með því að sýna honum flotta ævintýratréð hérna upp í Síðuhverfi sem okkur finnst bera af. En það var svo bara slökkt á því en við sýndum honum þá bara andstæðuna við það í staðinn, "Rauða hverfið".
Líkamsrækt kom upp í umræðuna og við fórum að tala um það þegar Anna dró mig með í body pump (sem mér þótti ekki skemmtilegt) bara til að horfa á kennarann því hann var svo sjúkur. Hrannar bara "nei nei" svo hlóum við eitthvað að þessu þangað til Hrannar sagði: "Nú hvað er eitthvað að honum?" og við horfðum bara á hann sem spurningarmerki... "voru þið ekki að segja að hann væri sjúkur?" og þar með fór ísinn minn að detta í klofið á mér og aksturinn eftir því. Við hlóum eins og vitleysingar en ég meira en þau öll og svelgdist á ísnum og allt. Já við vorum að mæta sérstaklega í tíma til að horfa á hann af því að hann er svo sjúkur. Talandi um að vera nasty nurses. Nei okkar orðabók. Sjúkur = sætur. Held hann hafi náð því;)

Ég bauð hér til kvöldverðar í kvöld vel völdu fólki í Chillibollurnar sívinsælu sem vöktu að sjálfsögðu lukku. Það var nánast bara keppni um það hver myndi hljóta að fá að koma næst hjá þeim sem ekki komust núna. Erla, Brynja, Hrannar og Svenni boy kom með Lindh konfekt og svo var auk þess boðið upp á kaffi og ís í eftó. Gaman að hafa loksins einshverja stráka fyrir hann Svein. Þeir fóru nú eitthvað að tala um hvernig væri að vera flugur á vegg innan um allan þennan stelpuhóp en ég benti þeim nú á það að þeir væru það oft. Það er nefninlega raunin að þeira eiga það til að gleymast! Þannig að ég sagði þeim að þeir vissu eiginlega orðið annsi mikið um okkur. Kannski meira ein þeir ættu að gera:)

Ég keypti hérna litla gjöf handa henni Önnu minni því hún var að klára sín háskólapróf í dag. Fallegar luktir urðu fyrir valinu sem að ég vissi að henni langaði í. Með gjöfinni lét ég fylgja kveðju um það að þetta væri eitthvað til að setja upp á nýjum stað að ári. Þá hefur hún eitthvað til að minnast mín með þegar leiðir okkar hafa skilið and she started to live with a boy. Eitthvað sem hún Anna Þóra mín segir að ég komi aldrei til með að geta gert. Ég held nú að honum Hrannari sé farinn að þykja þessi góðmennska mín yfirþyrmandi þar sem ég er barar alltaf í einhverjum dúlliringum að gera eitthvað fínt. En það er nú bara gaman.
Svo fór ég í upphafs jóla-body-hreingerningu til Baddýjar, vax og plokkun og svo eru það klipp og stríp þegar ég kem heim. Héldum nánast að nágrannar okkar mundu ekki þekkja okkur Önnu Huld í dag þar sem við vorum búnar að setja á okkur brúnkukrem sem hefur verið sjaldséður hlutur í prófönnum. En prófljótan hefur siglt sinn sjó í bili. Ef einhverjir strákar hafa séð okkur illa útlítandi þá eru það þeir í I-inu og við höfum sérstaklega haft þetta á orði við þá að fyrrabragði svona allavega meðan þeir voru að aðlagast greyin.

Það er alveg greinilegt að Jóhannes svífur um á rósrauðu skýi framan á Mannlífi því ekki er hann að framkalla myndirnar mínar svo mikið er víst. Nei 10 dagar í dag og ekkert bólar á myndunum til baka sem ég er búin að hlakka til að fá í bráðum viku:( Bonus crew ætlaði að tékka á þessu fyrir mig og ég á að koma aftur á morgun. Ef þær verða ekki komnar þá þá fer ég að grenja og kasta mér í gólfið í bónus í frekjukasti! Nei nei ætlaði það verði ekki svona bara nett allt í lagi á rólegur og rolulegum nótum.
Við stöllur erum að leggja upp í langför á suð-vestur hornið um 1200 á morgun til að eyða góðum stundum í faðmi fjölskyldunnar. Ég held að Anna Huld leyfi mér ekki aftur að brenna ferðalagadisk eftir ferðina í fyrra. Hún var eitthvað ekki alveg nógu ánægð með lagavalið en það var fyrir mjög breiðan aldurshóp enda hvað skemmtilegra en að syngja hástöfum með.

Eins og sést á þessu bloggi þá hefur ekki gefist neinn tími til frekari mannlegra samskipta en í nærliggjandi íbúðum.

En nú breytist tíðin og Ungfrú Noðurland breytist í Ungfrú RVK á morgun þar sem eftir sólahring ætla ég að vera að dansa af mér rassgatið á Nasa Austuvelli;) Svo fer helgin bara í jólakortaskrif og innpökkun þar sem ég ætla að klára að bæta í þá pakka sem á eftir að bæta í fyrir brottför á morgun ásamt því að kíkja í bakaríið við brúnna og kaupa sérstakt jólabrauð handa elsku mömmu minni. Kannski baka ég líka sörur í næstu viku af því að ég er nú alveg að fara að verða slök:)

Sjáumst flest bráðum:)

Eva Róró

þriðjudagur, desember 12, 2006

Gullin mín

Mér varð hugsað. . . . .
Af hverju erum við alltaf að flýta okkur svona mikið? Getum við ekki tekið djúpan andardrátt oftar en einu sinni á dag og það þegar við erum eitthvað annað en pirruð. Tekið andan og notið þess að vera til. Það eru nefninlega ekki allir svo heppnir að fá að vera til. Hingað til hefur líf mitt snúist um hraða og hversu miklu ég næ oft að áorka á hverjum tíma í senn. Þetta er endalaust kapphlaup. Ég hef hins vegar áttað mig á því að þetta er langt frá því að vara holt og það er bara spurning um hvernær maður hefur fengið nóg. Ég hef fengið nóg! Hér með ætla ég að ekki að reyna að heimsækja alla þegar ég kem heim eða fer til Reykjavíkur. Ég ætla ekki að vera með 12 - 24 áætlun þegar ég kem heim. Ég ætla ekki allt í einu að gera allt einn daginn. Ég ætla að hætta að geyma fötin mín sem ég á aldrei eftir að passa í af því að ég ætla alltaf að vera svo geggjað dugleg í ræktinni. Ég ætla að hætta að hugsa svona rosalega mikið um peninga. Ég ætla að hætta að vera alltaf svona rosalega upptekin og draga djúpt inn andan oft á dag.
Pabbi sagði einhverntíman við mig að ég yrði að skera niður eitthvað af þessum allt of mörgu vinum mínum því ég hefði einfaldlega ekki tíma til að sinna þeim öllum. Það er reyndar rétt. Ég hef ekki tíma til að sinna þeim öllum í einu en ég sinni vinum mínum, kannski ekki eins oft og þeir margir vilja. En oft verður mér hugsað til þeirra og stundum tek ég upp tólið bara til að segja hæ. Ég met þá mikils því þeir eru eins og gull. Þeir eru stoðir og styttur, loft og vatn, hugar mínir og yndi. Þeir hlaupa ekki í burtu þegar á móti blæs, þeir hlusta alltaf og eru ætíð til staðar til að deila með manni hverju sem maður hefur að segja sama hvort sem það sé ný ást eða gömul. Sama hversu ómerkilegt sem það er og hvað langan tíma það tekur (og þeir svara alltaf í síman;) Ég hef hlotnast það í lífinu að eiga heilan stóran óslitinn hring af vinum:)

Ég er að reyna að ná mér niður en ég er alltaf svo rosalega upptrekt eftir próf að ég veit bara ekki hvort ég á að standa eða sitja. Nú hef ég ákveðið að sitja;)Ég ætla reyndar að standa upp innan hálftíma og fara í búðir svona áður en ég fer í síðasta body jam tímann minn í langan tíma:( og þá ætla ég sko að vera sexy bastard... he he he. Ég fór eftir prófið æsispennt í Bónus og ætlaði að ná í myndirnar mínar en nei nei það á bara að láta mann bíða endalaust eftir þeim. Ég er orðin svo geggjað spennt því það kemur manni alltaf eitthvað svo skemmtilega á óvart í þessu.

Ég kíkti á kaffihús með Páls á fimmtudaginn bara gleymdi að sejga frá því. Það var ágætistilbreyting.
Við stelpurnar fórum jólarúntinn okkar um helgina. Það var ljúft eins og alltaf enda eru Akureyringar mun metnaðarfyllri en skagamenn í þessum skreytingum og nokkuð ævintýralegt sum staðar. Ég kom með Machintos til að gleðja þær og þær gáfu mér ljóðabókina með Sylvíu Nótt, Teardrops of wisdom af því að ég er alltaf að gera eitthvað fyrir þær. Svo kíktum við á Erlu og Brynju eftir það með machintos rest og fórum svo til strákanna þar sem ég datt inn í videogláp til kl 04 og varð þokkalega sjokkeruð þegar ég vissi að klukkan var orðin svona margt. Mér finnst það alveg splendid að hafa allt þetta fólk hérna í húsinu og hvað þá stráka, sem eru skemmtilegir í þokkabót. Maður getur alltaf bara skroppið enda er ég náttúrulega fræg fyrir að skreppa þó að það geti staðið já allt upp í nokkra klukkutíma... allavega þegar ég er heima. Pabbi er vitni þess.

Anna Huld er í prófi núna og ég ákvað að kvekja fyrir hana á kerti en var svo hugsað til allra hinna stelpnanna í prófinu þannig ég endaði á því að kveikja á alveg fullt:)

Núna er það bara lokaspretturinn. Búin á fimmtudaginn. Þá ætla ég að bjóða Brynju, Erlu, Hrannari og Sveini í Chillibollur og desert því að gengið mitt er allt að fara að fagna síðustu prófunum sínum og húsmóðirin sjálf verður að hafa eitthvað fyrir stafni. Ein sem var að tala um að hún ætlaði að fara að slaka á. En svo ætla ég bara að hafa það gott hérna ein í kotinu með You, me and Dupree.

Föstudagur... heim

Eva gæfa

laugardagur, desember 09, 2006

Góðverk gyðjanna

Nenni ekki að fara að sofa og nenni ekki að horfa á sjónvarpið þannig að ég ákvað bara að blogga þó ég viti svo sem ekkert hvort að það kemur eitthvað skemmtilegt út úr því. Sjáum til;)

Hálfnuð í prófum bara! Próflestur er í fullum gangi í Furulundi 8 (a.k.a. Melrose) C reyndar E og I líka. Við erum reyndar dugleg að hoppa á milli íbúða... já já brjóstahaldaralaus og fín... hvort sem það er í mat, kaffi, video eða bara spjall og kæta hvort annað(sumir vilja halda að það sé eitthvað meira og krassandi þar í gangi þá er það nú ekki reyndin he he he). Nei nei þetta var nú bara svona innangötuhúmor fyrir þá sem búa ekki alveg í innsta Melrose hringnum. En það er alveg endalaust gaman að geta fíflast svona með vinum sínum og án þess að neinn fari yfir strikið allavega ekki svona að okkar mati.
En þar sem við Anna Huld erum jólabörn svona fyrir utan það að vera svona geggjað sætar þá gátum við ekki horft upp á nágranna okkar sem ekkert ætluðu að skreyta. Við tókum okkur því til og útbýttum restinni af okkar dóti til Erlu og Brynju m.a. rauðum seríum. Svo var ég nú eitthvað að reyna að pota í strákana þarna hinu megin en þeim var ekki haggað og ætluðu bara að koma til okkar í homí fílinginn enda er okkar íbúð svo mikið heimili;)
Við stelpurnar erum að reyna að stytta okkur stundir á milli prófa og gera eitthvað uppbyggilegt. Leiðin lá í Blómaval í gær þar sem var eitthvað rosa flott opnun og opið lengi með alls konar tónlist og konfektgerð og dúlleríi nema það var bara allt búið þegar við mættum á svæðið. Ég ákvað að nýta mér afsláttinn og keypti eina rauða seríu og kertastjaka á spott prís og svo pakkaskraut á einn ákveðin jólapakka sem kostaði meira en hitt tvennt samanlagt;) Forgangsröðunin skiptir öllu sko. Þegar heim var komið læddumst við svo í skjóli nætur (með lykli þó) heim til strákanna sem voru N.B. ekki heima og skreyttum hjá þeim eldhúsgluggann, skrifuðum þeim bréf og settum kertastjakann á eldhúsborðið. Þannig var skilið eftir feminin touch á íbúðinni og þar með var góðverk dagsins komið. Strákarnir voru náttúrulega alveg himinlifandi sérstaklega Jón Valur þar sem hann var alveg búin að dreyma um rauða seríu. Þeir eru standa reyndar í þeirri meiningu báðir tveir að við hefðum líka hengt upp gardínur í eldhúsgluggann sem við erum reyndar al saklausar af, við vorum ekkert að dúkka upp þarna. Tók okkur um 10 mín. En mér þykir þá nokkuð merkilegt að þeir tóku eftir seríunni ef þeir hafa ekki séð gardínurnar sem eru búnar að vera þarna síðan í haust. Þannig að auk þess að gleðja hjörtu plús flottar og bestu nágrannar í heimi þá komum við Melrose í rauða þemu þessi jólin. Við fáum hrós fyrir viðleitni og hvað þá ef við fengjum gott í skóinn. Okkur finnst þetta allaveg smart þó að þetta væri kannski ekkert rosa vinsælt í Hollandi;)

Í dag kláraði ég svo ritgerð númer tvö og varð reyndar geggjað pirruð yfir því hvað það tók mega langan tíma. Ætlaði að borga inn á VISA og einnig vera Geðveikt góður engill (góðverk dagsins) og styrkja gott málefni en gat það ekki þar sem það var brjálað að gera í bankanum, það var bara millifært á mig frá RVK og ég gleymdi að setja á stöðumælaklukkuna. En ég geri það góðverk þá bara áður en ég fer heim. Við stelpurnar fórum svo á myndina Holiday í bíó í kvöld og ef að ég trúi einhvern tíman á ástina þá er það núna. Ég er reyndar orðin svo köld og hardcore að ég er að gefa vinkonum mínum ráð um að láta stráka ganga á eftir þeim eins lengi og hægt er og helst lengur enda búin með bókina; ,,Hann er ekki nógu skotin í þér” og hef komist að því að karlmenn eru svvvvvooooooo einfaldir. Ég átti til dæmis kærasta sem átti heima í ÖLLUM köflum bókarinnar og ef það er ekki bara persónulegt met þá veit ég ekki hvað. Nei heyriði ég er að ýkja... Hann var ekki í kaflanum ,, Hann er ekki nógu skotin í þér ef hann er giftur” og þó ég veit svo sem ekkert um það. Nei þetta var bara nasty. En myndin var yndisleg og ég er ástfanginn af Jude Law.... Verst að hann er í framhjáhöldunum eða það fréttir maður allavega. En ég bara sökk inn í hann þegar hann horfði svona á mig (já mig) og verður að heild. Jesús ég bara er hugfanginn og dolfallinn. Myndin lætur manni líða vel að innan og sérstaklega víst það eru að koma jól og þá langar mig virkilega í kærasta bara út af allri stemmingunni skilji þið. Ein sem er snöööögg að skipta um skoðun;) Þetta eru bara hormónar.
Á morgun er svo hinn árlegi jólarúntur okkur Önnu en það verða breytingar í ár þar sem að Ólöf og Stefán eru flutt héðan og ekki meiri jólarúntur með þeim og söknum við þess en stelpurnar okkar ætla bara með í staðinn.Svo þarf ég að finna mér enn aðra á næsta ári. Ég er búin að lofa glaðning enda uppfull af skemmtilegum hugmyndum. Stelpurnar eru að sjálfsögðu æsispenntar enda ekki annað hægt;). Svo ætla ég til Jóhannesar að sækja 3 filmur af einnota myndvélum síðan í vor og athuga hvort ég geti ekki sett einhverjar skemmtilegar með í jólakort. Þær voru allavega hitt í fyrra.

Ég er með svo mikið æði fyrir laginu hennar Nelly Furtado, ,,Say it right” Ég bara fyllist orku og spennu og langar mest að vera örlítið í glasi á góðu kvöldi á skemmtistað og velja mér einn flottan og dansa upp við hann eins og salsa dansmey með ívafi. Prófið bara að setja það á og loka augunum og dilla mjöðumunum. Ég er með á endurspilun. Vill bara einhvern hönk til að dansa við mig. Do a little dans.... make a litle .... or pretty much get down tonight. Ég er reyndar að fara í nýtt prógramm í body jam á morgun sem hljómar vel jafnvel þó að við séum kannski alveg jafn klárar og pussycat dolls með props og þannig;)
En ef maður velur lagið ,,How to save a life” með The Fray inn á radioblogclub.com þá fær maður mörg lög í röð sem voru í Gray´s sem gleður hjarta mitt. Og allt sem gleður er gott. Núna er það lag sem heitir Grays og var í lokaþættinum á seríu tvö þegar ALLT var að gerast. Maður fær bara gæsahúð við tilhugsunina.

Það er nú meira sem ég get blaðrað.Jæja tvisvar Nelly og svo er það bólið mitt blítt.

Knússsss,

Eva Jesúíta

Ps. Tvö mistök voru í síðasta bloggi. En það var að ég ætlaði að gefa fötin mín til Kvennaatkvarfsins en ekki Stígamóta og svo átti titillinn að vera FJÖRþynd en ekki vikt.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Hvað er betra en vera í FJÖRvikt

Í tilefni þess fyrsta prófið sé búið þá ákvað ég að henda inn eins og einu bloggi. Ekki að það sé svo sem eitthvað mikið að frétta en eitthvað þó. Enn próf, enn brjóstahaldarlaus, enn með ljótuna en þokkanum tapa ég aldrei;) Hrannar nágranni er búin að sjá mig í mínu allra "besta" prófformi eða hitt þá heldur; með úfið hár, í ömmupeysu og svo framleiðis. Segir okkur bara að það tekur sitt að vera fullkomin hí hí hí.

Við Anna Huld erum sko búnar að skreyta hjá okkur. Já hér ríkir jólaandi. Það var gert á fimmtudagskvöld við mikla gleði nágranna okkar. Þeir komu svo hérna í kaffi, jólaöl, mandó og smákökur. Við erum svolitlar mömmur hérnar bara.
Hér var svo afmæliskaffi að vanda á föstudaginn 1. des. Síðasti afmælisdagurinn hennar Önnu á Akureyri. Af því tilefni efndi ég til morgunverðar með AK vinkonunum sem heppnaðist líka svona vel. Við fórum líka í húsasmiðjuna þar sem ég keypti mér kökudisk, maður er komin út í að kaupa sér ýmislegt mis nitsamlegt víst maður á orðið allt í búið. Þetta er t.d. 3 kökudiskurinn. Einnig fórum við í jólahúsið þar sem ég ætlaði að kaupa mér 3 sætar englastelpur (ákvað það í haust) en þær voru ekki til þannig að ég keypti mér bara strák og stelpu í staðinn sem una sér vel í jólaþorpinu okkar sem við sköpuðum á einum degi, jafnvel betra nokkrum mínútum;) Hver vill ekki ráða okkur í vinnu???

Pabbi og mamma eru komin heim frá USA og þau sverja sig inn svo inn í fjölskylduna og tóku sína vikt heim... alla saman, yfir 100 kg;) Pabbi orðar það sem svo að hann hafi bara tapað sér í verslunarkaupum. Það var Ralph Loren og Levis og victoria fyrir mig. Ég fann nú svo sannarlega fyrir móðurtilfinningunni þegar þau voru að fara út. Ég lét þau lofa mér því að vera ætíð með miða á sér með símanúmerinu og heimilsfanginu þar sem þau myndu gista ef ske kynni að þessi grey myndu týnast. Nánast að ég hefði látið þau hafa það um hálsinn bara. Svo vildi ég vita þegar þau væru komin og láta vita af sér öðru hverju. Svo sendi systir mín mér sms og sagðist vera búin að týna pabba. Alveg rosalega fyndin bara. Ég bað þau fyrir sendingu til fjölskyldunar minnar í USA og þau eru búin að fá hana og senda mér línu og eru líka svona rosalega ánægð með hana:) Mange takk. Gott er að gera góðverk svona fyrir hátíðarnar. Ég ætla líka að gefa föt til mæðrastyrksnefndar eða til Stígamóta.
Ef Jesú var í alvörunni eingetin þá myndi Anna halda að ég væri búin að gera að redda mér einu slíku líka... ástæðan flökurleiki og þrif. Kannski meira svona stress ef ég er spurð en það er ágæt að við höfum eitthvað til að skemmta okkur yfir líka. Sumir eru orðnir svo karlmannsþurfa að þeir þurfa orðið bara að vera með fætur.

Um annað þá er maður alltaf að lesa glósurnar sína sem ég tel kannski ekki vera neitt til að nefna hér en þó maður rekst oft á eitthvað skemmtilegt eins og dikt sem ég var að lesa. Þar stendur að FJÖRVIKT minnki líkur á hjarta- og æðasjúkdómum sem mér finnst alveg meiri háttar því það er bara eitthvað sem maður getur lagt sjálfur á mat á ... Þannig að framvegis ætla ég að segja að ég sé í fjörvikt sérstaklega ef viktin færist upp.

Er búin að fá vísareikninginn og hann var. . . . . ta ta ta . . . meira en ég bjóst við sem segir að ég sé einstaklega dugleg stelpa og mun halda titlinum "the queen of shopping" enn um sinn. Ég hef borið hann með stolti síðan 1999 þegar vinkonur mínar í USA titluðu mig. Þær komust einnig af þeirri niðurstöðu eftir að hafa ekki heyrt í mér í heillangan tíma að ég hefði týnst í búðum;)Ungfrú Ísland hvað sko?
Ég prófaði fit pilates um daginn bara svona eins og fræga fólkð. Það var bara fínt og svei mér þá ef það fór ekki bara smá slabb allavega svon huglægt.

Ég er aftur orðin Gray´s Anatomy fan eftir síðasta þátt en hann bætti upp fyrir þar síðasta enda veit ég ekki hvernig prófið hefði farið í dag ef það hefði ekki gerst. Það var bara líkt og end of an error. Ég var gjörsamlega miður mín eftir þarsíðasta þátt og vissi ekki hvað yrði um þetta allt saman. Jesús hvað þetta hefur mikil áhrif á lífið.

En mér er ekkert að vandbúnaði en borga inn á visa og klára að fara yfir ritgerð í geðhjúkrun og svo snúa mér aftur að barneignum kvenna og heilbrigði kvenna.

Ég er búin að panta mér tíma hjá miðli um næstu helgi bara til að fá smá sneak peak og athuga hvort að þessi eini sanni sé nokkuð langt undan en ég hef hér með gefist upp á þeim gullgreftir. Annað hvort er það sem til er eitthvað ung ung eða eitthvað gamalt gamalt sem er búið að skila og þá oft með einhverja tilboðspakka. Æji ég veit ekki.

Þangað til, veriði góð enda er jóli að fylgjast með ykkur.

Eva Fjörlingsen