Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

sunnudagur, september 21, 2008

Núllun

Ja hérna . . . . september bara hálfnaður og margt búið að gera síðan síðast. Það má með sanni segja að kaflaskil hafi orðið í lífi mínu;0).

Fyrst af öllu þá er ég orðin 27 og 1/2 árs gömul.

Ég er byrjuð á hjartadeildinni þar sem er rosalega mikið nýtt að læra og þar af leiðandi mjög ögrandi en ég hef þegar lært alveg helling og held áfram að gera þá 4 mánuði sem ég mun vera þar. Ég hef þar með hafið kjörárið mitt.

Ég er flutti úr Lindargötunni og þar með 101 sem mér finnst rosalegt en þess í stað flutti ég í Drápuhlíðina sem er yndisleg, hef búið þar í 5 vikur og hef framlengt dvöl mína þar um helming. Sambúðin gengur svo vel og ætla að vera þar til 1. nóvember þegar blessunarlega ég verð búin að finna mér framtíðarheimili næstu mánaða þar á eftir. Það er yndislegt að búa með svona miklum jafningjum, þá tala ég um að við séum allar á lausu. Reglulega fara fram hringborðsumræður í eldhúsinu um menn líðandi eða liðinna stunda. Hávær hlátrasköll heyrast þá víða;0). Hver myndi ekki vilja vera fluga á vegg hjá okkur? Ég hef komið mér vel fyrir og hef búið mér kósý herbergi í borðstofunni. Það er EKKERT sem RL og Ikea gera ekki reddað.

Er búin að vera rosalega dugleg að stunda kaffihúsin, fara út að borða og heimsækja fólk.

Ég er að hluta til orðin móðir . . . þó það sé aðeins tímabundið. Ég var ekki orðin kynþroska þegar elstu börnin fæddust en það sem er þó raunverulegt að ég er einstæð með blessuð börnin og á jeppa. Reyndar byrja ég á jeppling og fer svo yfir í the real thing. Hann er reyndar ekki svartur volvo jeppi en skal duga í bili.

Við héldum óvænt kveðjupartý fyrir Önnu Huld sem heppnaðist stórkostlega enda varla hægt að finna betri manneskju til að gabba. Ég hélt reyndar að ég væri pínu búin að missa það þegar ég talaði við hana á föstudeginum og talaði endalaust um hvað það yrði nú gaman um kvöldið en náði með minni snilld að hold it in;0). Við skreyttum í danskri þemu, vorum með danska tónlist og danskt salat (allt svo allt sem var í því er einnig hægt að finna á danskri grundu), nokkrar cosmopoletean bollur þar sem síðasta blandan var í 60 % vodka og svo var í boði súkkulaðihúðuð jarðarber. Það var alveg rosalega gaman hjá okkur. Ég lét svo vel af stjórn (þ.e. Önnu Huldar) og fór hvað eftir annað á barinn með henni þegjandi og hljóðalaust að taka skot sem ég geri nb aldrei að ég varð út úr kortinu og bað leigubílstjórann að skutla mér á 4 mismunandi heimilisföng áður en ég ákvað hvað af þeim væri ''the destination''.

Kristían Mar guðsonur minn varð 1 árs gamall prinsalingur.

Ég gaf foreldrum mínum loksins tivoli útvarpið sem mig hefur langað til að gefa þeim í 2 ár eða eitthvað því um líkt. Ég var svo spennt þegar þau voru að opna það að ég réði mér varla að kæta. Gamla settið var líka svona nett ánægt með herlegheitin. Var bara nánast ekki slökkt á því næstu sólarhringanna enda soundið frábært og hátalarnir mörg hundruð vött...... nei nú er ég kannski aðeins að tapa mér. Ég bað þess eins að hvíta sony útvarpið færi á helv hauganna.

Ég og Halla Jónsdóttir Junior fórum saman á mamma mia sing a long og það svar svo geggjaðslega gaman að það hálfa var yfirdrifið. Ég fékk gæsahúð og allt þegar 800 manns hófu upp rauns sína. Manni leið bara eins og á tónleikum.

Keypti mér flakkara og fór með tölvuna mína í viðgerð. Hefur aðeins verið á stefnuskránni í eitt ár.

Ég fékk illilegt ''raunveruleika tékk" eins og ég kýs að kalla það þegar mér fannst ég gjörsamlega standa í stað í lífinu. Fæ þau einstaka sinnum og vanalega þegar ég hef fengið stórar fréttir. Ég áttaði mig allt í einu á því að ég ætti ekki íbúð og skuldaði því ekki margar millur, ætti ekki bíl og pirraði mig því ekki yfir tryggingunum, ég ætti ekki mann til að rífast í, ekki tvö börn og væri þar af leiðandi engann veginn inn í dagmömmumálum og fannst það allt í einu fáranlegt. Ekki það að ég sé að segja að fólk sem er búið að þessu lifi eitthvað verra lífi, alls ekki. Ég er bara að reyna að gera þetta pollýönnulegt fyrir sjálfri mér. 27 og 1/2 og hefði nánast ekki áorkað neinu af því sem vinkonur mínar væru búnar að í lífinu. Svo staldraði ég við um stund! Ég á kannski ekkert af þessu en hef í staðinn fengið svo ótal margt annað sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég fór til útlanda og bjó þar í ár. Ég var laus og liðug og fór norður í skólann og get farið allt án allra skuldbindinga. Ég þarf ekki að hugsa mikið upp peninga því ég hef bara sjálfa mig til að hugsa um og engar stórar skuldir á bakinu. Ég get hoppað til útlanda þegar ég vill. Ég get djammað þegar ég vill. Ég lifi mínu lífi kannski allt öðruvísi heldur en ég gerði annars. Ég ætla líka að lifa mínu lífi þannig að í staðinn fyrir að horfa á allt það sem aðrir eiga þá ætla ég að lifa mínu lífi þannig að einn daginn þá er ég búin að eignast allt það sem aðrir eiga og gera líka svo miklu meira.

Þar kom sá tími að mér fannst ég verða að fullorðnast og ákvað að nú væri kominn tími á núllun. Ég hef ákveðið að núlla mig í drykkju, núlla mig í nammi, núlla mig í neyslu (peninga, ekki það að ég sé í annari neyslu) og núlla mig í karlmönnum enda búin að date-a nóg upp á síðkastið, verst að það eru ekki allt sömu mennirnir. Nei 6 vikur og þá er það búið! Það besta við það er að þeir heita líka allir sömu nöfnunum sem ætti að einfalda hlutina en vinkonur mínar hrista bara hausinn á sér yfir Jóni A eða B eða C. Þetta eru hvort eða er allt sömu rugludallarnir. Núllunin gengur síðan bara eftir atvikum.

Í forgangsröðinni sem ég ætlaði að gera um helgina var það að blogga eitt af því, ég var bara svo upptekin að því að liggja í leti að mér varð nákvæmlega ekkert úr verki. Ég ætlaði að skrifa ástkærri frænku minni í Danmörk ekta handskrifað bréf sem ég nánast sver fyrir að ég muni gera áður en ég legg höfuð mitt á koddann. Einnig ætlaði ég að skrifa elskulegri fjölskyldu minni í Ameríku tölvupóst og Siggu minni í DK sem ég hef ætlað að gera daglega svona síðasta mánuðinn eða svo. Hvert fór skipulaggningin ég bara spyr???

Eins og er, er ég stödd í Sandgerði og verð hér með annann fótinn næstu 2 vikurnar. Hér ætla ég ekkert að gera annað eins og ég sagði við systur mín en slaka á, horfa á downlodaða þætti og liggja í baði. Kannski ég sinni aðeins börnunum, eldi, þrífi og þvoi þvott eða ræð mér kannski bara heimilishjálp? Ég verð kannski búin að henda inn nýju bloggi í lok mánaðarins.... kannski.

Eva steppa