Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

mánudagur, ágúst 11, 2008

Óóó hann Ágúst;0)

Ágúst er kominn, fallegur og fjörlegur sem aldrei fyrr.

Hvað gerist markvert í lífi 27 ára gamallar stúlku á einum mánuði?

Gellozpíkudjammið var haldið í sjöunda skiptið með pompi og prakt á þeim merkisdegi 08.08.08. 18 stykki skráðu sig að þessu sinni. Við hittumst í kokteil/kampavíni á Lindargötunni og fórum svo á Hereford í 3 rétta máltíð, humarsúpu, naut, heita súkkulaðiköku og fullt fullt af áfengum drykkjum að sjálfsögðu. Þetta var nú líka eiginlega kveðjupartý fyrir Guðrún Dúfu mína sem er nú flutt til DK. Vá hvað ég á eftir að sakna hennar. Stelpurnar mínar splæstu á mig herlegheitunum í ár fyrir alla planlegginguna, svo yndislegar þessar elskur. Eftir að allir voru saddir og sælir var aftur haldið á Lindargötuna þar sem beið okkar sem komum heim í seinna hollinu óvæntur glaðningur;0). Þar var partýast til klukkan rúmlega 02 og þá var haldið í bæinn með nesti í 2 lítra flöskum takk fyrir takk! The place to be var Apótekið enda þarf þessi föngulegi hópur sitt pláss! Við áttum þann hluta staðarins sem við plöntuðum okkur á. Þar gerðist margt og mikið sem ekki verður upptalið á þessu bloggi en þar komu þekkt og óþekkt andlit við sögu:0). Þar var tjúttað fram undir morgun og fréttist að síðasta manneskja hefði komið heim um kl 07. Ég sást á leiðnni upp Hverfisgötuna, maður er nú alveg orðin óttalaus. Ég var þó með karlmann mér við hlið, vænan og myndarlegan pilt en var hreinlega að bjóða upp á að láta hann rjúka í mig því dólgurinn í mér í glasi er ....... still here! Sá á eftir að taka sveigjinn ef hann á eftir að sjá mig aftur. Maður getur ekki alltaf verið jafn yndislegur og frábær eins og maður er þegar maður er edrú en ég held ég verði samt að fara að finna mér annann tíma því annars geng ég sennilega aldrei út. Bíddu bíddu, nei, þetta er nefninlega það sem þeir vilja, að maður sé nógu andskoti leiðinlegur og þá límast þeir við mann eins og mý á mykjuskán. Hann er því sennilega að hafa upp á símanúmerinu mínu as I speak . . . . .
Hressar á Apótekinu
Sætar í sívinsælu klósettpartýi á Lindargötunni
Að borða á Hereford
Fór í hið árlega roadtrip með Önnu Huld. Að þessu sinni var það suð-vestur hornið sem varð svo heppið að njóta návistar okkar. Hvalfjörðurinn, Svínadalur, Borganes (urðum að kíkja á victoriu secret) Borgarfjörður, Húsafell, Barnafossar, Reykholt og Deildartunguhver. Kíktum á Thelmu, Stulla og litlu draumdísina og enduðum svo í frábærum mat hjá Nonna, Nency og co. Að sjálfsögðu var stuð hjá okkur eins og alltaf enda þræl vanar að taka myndir af hvor annarri á hverjum stað ásamt sjálfsmyndum við og við. Við finnum okkur ætíð eittvað til að hlægja að enda varla skemmtilegri félagsskap hægt að finna. Einnig erum við ekki feimnar við að varðveita barnið í sjálfum okkur með allskyns leiðum. Þessi ferðalög klikka aldrei. Vona bara að Anna Huld taki frá einn dag þegar hún kemur heim á sumrin til að við getum haldið þessari hefð okkar áfram. Það er allavega búið að plana Ak-hitting í bústað að ári.
Við Anna Huld í roadtrippinu
Alltaf að varðveita barnið í okkur

Írskir dagar komu og fóru. Einir af þeim bestu sem hafa verið og Lopapeysan var bara snilld. Gelloz gerði sér sérstaka boli fyrir atburðinn enda er þetta nú bara farið að verða svona eins og semi útihátíð. Ég var með 6 næturgesti. 5 planaða og 1 óplanaðan sem við Soffía pikkuðum upp á heimleiðinni. Það er ótrúlegt hvað hjúkkur eru aumingjagóðar.
Létum gera boli fyrir írska daga og tókum okkur svona líka vel út
Alltaf stuð á Lopapeysunni. 1/6 af the gelloz crew

Ég skellti mér á heimaslóðir síðast liðinna 5 ára, a.k.a. Akureyri city. Fór í helgarferð með þeim Erlu Þóru og Brynhildi. Gerði mér lítið fyrir og flaug eftir vakt á föstudegi og stelpurnar pikkuðu mig svo upp á flugvellinum. Sú helgi var bara skemmtun út í eitt, hitti fullt af skemmtilegu fólki og djammaði feitt. Plan A, B og C var krufið til mergjar og hvað þessa helgi varðaði var farið eftir plani C þó að plan A og B hafi alveg verið í umræðunni;0). Hlakka til að fara í næstu ferð í haust til Erlu minnar sem er því miður bara alein eftir því við allt hitt skemmtilega fólkið er komið á suðurhluta landsins.
Á heimaslóðum a.k.a. kaffi Ak

Fyrsta skóflustungann var tekinn af sumarbústaðnum í fyrirheitnalandinu. Einnig er búin að grafa fyrir rotþrónni og tók ég að sjálfsögðu til hendinni í þeirri lotu og hef þannig lagt mitt tvisvar sinnum af mörkum við byggingu ættaróðalsins.

Fór á djammið í Reykjavík í fyrsta skipti í hálft ár en hafði þó engu gleymt og
ó.m.g. hvað ég er búin að missa úr mikið. Ísland er þá ekki land of no good man.

Lagðist inn á sjúkrahús í 3 sólarhringa eftir að hafa verið þreytt, slöpp og með svima í nokkurn tíma. Var farin að leggja mig í upp í 4 klst á daginn, búin á því eftir að hafa fengið gesti og hafði enga djammlöngun (það þarf náttúrulega að fylgja sögunni!). Fékk smá járndúndur og elskulega stera og er búlduð og frísk sem aldrei fyrr. Ég kann ekki að liggja á sjúkrahúsi og fannst ég engan veginn vera nógu veik til að vera þar. Fjölskyldan mín var samt hæst ánægð með þetta allt saman og hefði sennilega borgað undir borðið fyrir að fá að halda mér þarna lengur því þau höfðu bara sjaldan séð mig jafn afslappaða enda hvað er hægt að gera á sjúkrahúsi??? Reyndar var ég svo heppin að hún Kristín Edda ól þar son degnum fyrir innlögn mín og var ég hjá þeim daga og nætur eða nánast. Ég notaði líka ætíð klósettið við endann á ganginum því þá gat ég labbaði aðeins auk þess sem nánast enginn notaði það og hentaði vel pjattrófunni. Ég var líka svo heppin að þekkja nánast allt staffið á deildinni sem gat öðru hverju litið við og stytt mér stundir og fá fullt af gestum sem ég gat fylgt inn og út af deildinni svona til að gera eitthvað.

Ég fékk allt sem ég bað um á kjörárinum mínu. Byrja á hjartadeild 14 G í september, fer svo á barnaskurðdeild í janúar og enda á vöknun Hringbraut í maí. Ég er líka svo lukkuleg með þetta allt saman. Mig langar samt ekki alveg að hætta á sængurkvenna þannig að ég ætla að taka kannski einhverjar vaktir þar í mánuði.

Það sem er næst á dagskrá er að ég flyt út af Lindargötunni í næstu viku, ½ upp á Skaga og ½ í herbergi í Drápuhlíð (með Báru minni og Silju vinkonu hennar) og verð þar í mánuð. Svo verð ég í Sandgerði í 2 vikur og Skaganum í 2 vikur. Mun svo flytja inn í íbúð í RVK ekki deginum seinna en 1. nóvember þar sem ég ætla að búa eins og allavega eina mennska meðgöngulengd. Mig langar svo ekkert að fara úr Reykjavíkinni enda hlakkar mig óendanlega til haustsins í borginni; roksins, rigninganarinnar og fjúkandi stráka;0). Hef góða tilfinningu gagnvart vetrinum.
Styttist í menningarnótt og ég ætla að taka station helgi þá. Svo er bara að kveðja hana Önnu Huld mína síðustu helgina í ágúst og þá þýðir ekkert hálfkák. Danska reglan mun standa! Vá hvað ég á eftir að sakna hennar líka.
Í september byrjar svo nýr kafli í lífi þessarar 27 ára gömlu stúlku sem hér um ræðir.
Eva dólgur