Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

þriðjudagur, júní 26, 2007

Draumóttir dagar

Það eru forréttindi að fá að lifa á degi eins og daginn í dag. Hann var yndislegur í alla staði. Reyndar var dagurinn í gær það líka sem og s.l. föstudagur:)

Ég var að vinna frekar mikið í síðustu viku en gaf mér samt sem áður tíma til að fara með Önnu Huld á Thorvaldsen í “vikulegan” kaffibolla og Akureyrarstelpunum á Vegamót í mat.

Ég byrjaði í löngu helgarfríi á föstudag. Þar sem plan A klikkaði og vissi ég það með góðum fyrirvara. Ég var þegar búin að setja upp plan B og meira að segja plan C. Auðvitað fór ég þá beint í plan B sem við vitum öll að er hvort eða er alltaf miklu skemmtilegra;). Eftir að vera búin að eiga góðan brunch með Jóni og Rannveigu, kíkti ég á Önnu Þóru og Íris Emblu á nýja “millibilsheimilið”. Það er svo fallegt og ekta eins og ég myndi vilja hafa mitt heimili. Við brunuðum svo upp í Ölver; ég, Maren, Guðrún Dúfa og Jóna Kolbrún ásamt tveim litlum herramönnum. Það var rosa kósý. Sátum og lásum gömul tímarit, átum alveg fullt (ég meina 4 stelpur sem fóru í búð í sitt hvoru lagi! Hverjir þurfa ekki 7 snakkpoka, 4 ídýfur, sælgæti fyrir 10 manns og drykki og mat fyrir annað eins fyrir innan við sólahringsferð!). Svo spiluðum við um kvöldið. Fyrst kenndi Guðrún Dúfa mér Rommý. Hún vann að sjálfsögðu til að byrja með en svo komst stelpan upp á lagið og fór úr mínus 40 upp í 520 í einu spili. Já ég hef alltaf verið góð í spilum. Svo fórum við í pictunary. Við Maren vorum saman í liði á móti hinum tveim. Við sigruðum með yfirburðum og sumir vildu ekki eingöngu meina að við fengjum létt spjöld heldur væri teningurinn bilaður í þokkabót! Já þetta er smá spurning um að vera TAPsár. Við hlógum svo mikið að ég var komin með harðsperrur. Ég fór svo upp á Skaga um nóttina með Ellu Dóru sem pikkaði mig upp til að geta fylgt eftir þéttri dagskrá daginn eftir.

Ég brunaði beint suður daginn eftir í afmæli hjá Bóasi Orra. Ótrúlegt að það séu 3 ár í dag síðan ég sá hann koma í heiminn;) Til hamingju með daginn töffari.
Eftir það fór ég heim og gerði mig tilbúna fyrir Akureyrargrill hjá Pálínu upp í Kópavogi. Við vorum nú færri en við ætluðum að vera í upphafi en rosa fínt samt. Ég, Anna Huld, Soffía og Pálína og svo bættist Jonny boy í hópinn seinna um kvöldið. Um kl 21 komu svo “hinar” stelpurnar og pikkuðu mig upp og við fórum í útskriftarpartý til Sigurðar Gísla hennar Hrannar upp í Laugardal. Það var líka rosa stuð. Um miðnætti fórum við heim á Skuggagarða, pikkuðum restina af liðinu upp og fórum á Oliver. Eitthvað misreiknaði stelpan sig og drakk og drakk sem kom bara niður á henni aðeins seinna en hún átti von á. Fyrr en varði var ég komin með svipinn og farin að dansa í stiganum á Oliver og lét það lönd og leið þó að ég væri í miðjum gangveginum. Maður er ekki prinsessa fyrir ekki neitt. Ég man nú ekki mikið þar til að ég stóð niður við Apótekið með útlending sem var villtur, skellti á vinkonu mína fyrir að vera með skæting og rétti svo bara manninum símann þegar hún hringdi aftur og bað hann að sjatla þetta þar sem ég treysti mér ekki til að ræða við hana í þessu ástandi. Ég ákvað að setja símann minn á hljótt þar sem að fólk var ekki í uppáhaldi hjá mér. Var ég bara skilin eftir ein þar sem það var enginn leið að fá mig með þar sem að ég varð bara að fylgja þessum “poor little guy” eins og ég kallaði hann alltaf, aftur á hótelið. Veit ekki alveg hvað er málið með mig og að vera svona útlendinga góð. Fylgdi ég honum þá með því skilyrði að hann fylgdi mér heim þar sem að ég þorði ekki að labba ein. Það eina sem ég man var að hann var engeneer (?) því það var það eina sem ég spurði hann ítrekað. Nei, reyndar hvað hann væri gamall líka og neitaði svo að trúa honum þegar hann sagðist vera jafn gamall mér og sagðist hafa haldið að hann væri allavega 10 árum eldri. Skemmtileg! Þetta var nú óttalegt grey eins og ég kallaði hann. En enginn herramaður þar sem að hann neitaði að fylgja mér heim þegar á hótelið var komið. Mun sennilega eiga þetta atvik við næstu útlendinga sem ég hitti á djamminu. Ég rauk því heim ÁN þessa að stoppa á Hlölla og allt, í morknu skapi eftir að hafa verið svikin, rifist í og orðin alein með Gucci veskið mitt að vopni ef einhver skyldi ráðast á mig. Ég efast um að einhver hefði þorað því samt ef hann hefði séð svipinn á andlitinu á mér. Hann hefði allavega ekki mætt góðu. Þegar ég kom heim, fór ég beint upp í rúm og krosslagði örugglega meira að segja hendur til að ítreka það fyrir sjálfri mér hvað ég væri í vondu skapi. Það voru 15 ósvöruð símtöl á símanum mínum og 5 sms.

Á sunnudeginum vaknaði ég upp úr hádegi. Stelpurnar voru sumar hverjar búnar að vera með hjartað í buxunum yfir mér þar sem ég arkaði ein um höfuðborgina um hánóttina og ansaði ekki einu sinni í símann minn sem gerist ALDREI ef ég er með hann á annað borð! Ég fór í afmæli til Guðrúnar systir í Sandgerði. Kom við í Smáralindinni og keypti afmælisgjöf handa henni og mömmu. Guð hvað maður á að láta verslunarmiðstöðvar vera í þynnkunni. Ég var svo í Sandgerði fram yfir kvöldmat. Lagði mig að sjálfsögðu aðeins og fór í tölvuna. Fékk einnig að heyra það að maðurinn minn þyrfti að eiga þykkt veski og vera handsterkur…. til að bera alla pokana þegar ég myndi taka hann með mér í búðir. En ég get víst ennþá leyft mér að versla meðan ég á ekki börn. Brunaði aftur upp á Skaga eftir kvöldmat. Haldið þið að það hafi ekki beðið mín ómerktar rósir þegar ég kom heim.Ég athugaði strax hvort það gæti verið vöndurinn sem mér var sendur í vor en skilaði sér aldrei. Svo var ekki. En maður á greinilega einhverja leynda aðdáendur. Kannski þær hafi komið erlendis frá? svona þar sem að sumar rósirnar voru farnar að slappast;)

Í dag svaf ég allt of lengi. Fór með ömmu í búðir og keypti handa okkur ís. Hengdi út þvott en ég var að þvo 4 vélar fyrir tvær vikur sem komst tæplega fyrir á snúrunni. Amma sagðist bara ekki trúa því að ég gæti átt svona mikið af fötum. Pabbi minnti hana á að ég hefði verið í USA einu sinni og keypt föt eins og ég hefði fengið borgað fyrir það. Hann væri loksins að ná sér eftir það (það er aldeilis sem þetta á að verða langlíft dæmi). Sat svo úti á palli í rjómablíðunni. Pabbi skutlaði mér á Skrúðgarðinn í einn kaffibolla með stelpunum meðan hann fór og þreif bílinn minn, kíkti á J & R, bónaði bílinn, fór svo til Ellu minnar í kvöld.

Á morgun er sældin búin í bili og tekur við vinna fram á þriðjudag takk fyrir takk. En þá styttist líka í að ég fari í klippingu og strípur (stelpan er going back to blond), vax, plokkun og kannski brúnkusprey. Svo er hún Anna Ósk mín líka að fara gifta sig eftir 11 daga. Ég hef ákveðið að kaupa mér ekki nýjan kjól heldur reyna að nota einn sem ég á. Ætla bara að fara með hann á saumastofu og láta sansa hann. Ekki það að ég hafi nokkurn tíman farið í hann;).
Dreymdi í vikunni að ég væri orðinn alveg ljóshærð aftur en það er víst fyrir mikilli karlhylli!

Eva Útlendingur

mánudagur, júní 18, 2007

Helg(a)inn mín fríð

Ég elska næturvaktir eða hitt þó heldur. Allt of rólegar fyrir mig. Þrátt fyrir að vera B manneskja finnst mér næturvaktir yfirleitt mjög erfiðar. Sérskaklega frá 04 - 06.
Ákvað að henda einhverju inn hérna meðan eitt krílið mitt sem er í ljósum er að drekka.

Þrátt fyrir að eiga vinnuhelgi varð mér mikið úr verki. Laugardagurinn var yndislegur. Ég vissi að það yrði eitthvað við hann. Var eitthvað drusluleg í síðustu viku og þreytt út í eitt. Mömmu finnst það nú ekki skrýtið þar sem að hún segir að ég sé ekki kyrr eina einustu mínútu að deginum og þess vegna verði ég bara örmagna inn á milli. Er ekki mikið fyrir að vera kyrr. Ég hef gengið í svefni, geng um gólf þegar ég er í símanum og geng um gólf til að róa mig niður. Ég var nú ekkert örmagna en drulluþreytt og af óskyljanlegum ástæðum þar sem ég var vel útsofin. Ég tók því bara stuttan rúnt með stelpunum og fór svo heim, henti mér upp í sófa með "How to make an american quilt". Hún er svo æðisleg. Ég sofnaði ekki út frá henni þar sem ég var útsofin en ákvað að fara í holuna mína þegar Óli lokbrá sótt á.

Svaf til kl 11 á föstudagsmorgun (ætlaði að fara í Rabbabara með pabba en það fór eitthvað fyrir bý), fór til Jóu frænku og kíkti í kaffi til J & R áður en ég brunaði suður. Fór á kvöldvakt hugsandi um æsispennandi nótt sem mín biði. Ella og Maren komu til mín kringum miðnætti. Ég opnaði eina Frechita flösku handa okkur Ellu sem við sulluðum í til kl 02. Byrjuðum á Olvier sem var stappaður. Keyptum okkur bjór á barnum. Ég fékk eitthvað af honum yfir handleggina en svona meira á milli brjóstana. Ella líka. Ég horfði á Ellu með hryllingi og sagði: "Ég finn hann renna niður eftir bringunni á mér". Ella: "Ég líka". Deildum þannig þrumunni;). Sagði að þetta gæti verið góð pikk up lína: "Hey það er bjórbragð af brjóstunum á mér"..... svona ef þú týmir ekki að fara á barinn!" Nei viðbótin væri nú kannski fyrir einhverja sem væru bara sorglegir. Eftir hrærivélasnúning á dansgólfinu gáfumst við upp. Á rölti okkar þar niður hittum við spánverja sem var að spurja um skemmtistaði. Ég af hjartagæsku minni staldraði við. Hann sagðist tala litla og lélega ensku en gat bablað sig áfram. Hann þakkaði mér mikið fyrir og gerðist líklegur til að kyssa á mér hendina. Í stað þess sleikti hann hana. Ég kippti henni að mér og kvatti stuttaralega. Sagði svo Oj við stelpurnar sem sögðu mig bara hafa fílað þetta. Ég ákvað að bætu um betur og sagði Ellu að hann hefði verið að spyrja um hana. Og honum langaði orðrétt að: put his .... down her trouses. Hún keypti það nú ekki alveg þar sem að hann hefði talað litla og lélega ensku. Ég held að trouses hafi komið upp um mig;). Við fórum næst á Gaukinn. Þar var allt annað hljóð í skrokknum og greinilegt að þar hafði fólk bara gleymt að mæta. Þannig að við sögðum það gott eftir annan bjór og borna von. Við enduðum á Hressó þrátt fyrir að finnast hann hafa glatað gamla gírnum orðin svolítið sjobbí. Keyptum okkur Moijto og skelltum okkur á dansgólfið. En vegna dræmra barviðskipta var staðnum lokað stuttu seinna. Ég var svo ekki sátt. Rétt að byrja að hreyfa á mér stélið. Við ákvaðum að koma við á pizzastað í miðbænum í nætursnarl þar sem að einhver vitleysingur kíldi bara mann og annan. Ella mín var svo óheppin að vera í miðjum óeirðunum þessi elska. Hún slapp því ekki slysalaust frá þessu og fékk högg á andlitið. Ekki góður endir á fínu kveldi. En hún reddaði okkur þó ókeypis gosi. Takk Ella mín. Ummmm hvað var svo gott að fara að sofa.

Á laugardeginum byrjuðum við stöllurnar svo í brunch á Vegamótum. Kíktum smá Laugarvegsrölt og enduðum á drykk á Te & kaffi. Stelpurnar fóru svo heim eftir að hafa gefið einhverjum manni á Hverfisgötunni smá peninga. Ella ætlar greinilega aldrei að verða rík;) En vonum að hann hafi þurft meira á þeim að halda en við. Svo fór ég með Sonju í útskriftarveislu til Önnu Huldar í Orkuhúsinu. Renndum okkur líka upp í Seljahverfi að sækja nýja ilmvatnið mitt, midnight fantasy og þetta er sko hrein fantasía. Fékk að heyra það í gær hvað væri geggjað góð lykt af mér;). Bára mín kom svo til mín í kvöldmat. Við áttum saman gott chill til kl 21. Þá fórum við í útskriftarpartý á Hverfisbarinn. Ég þóttist ætla að vera svakaleg hetja og kíkja aftur á djammið en var eitthvað þreytt á því og röllt mér heim bara upp úr miðnætti. Tók upp síman og spjallaði aðeins og fór svo bara fljótlega að sofa sem mér fannst bara gott. Þetta kalla ég sko ekta dag.

Var boðið í þjóðhátíðarkaffi & grill í dag. Já hvað lífið getur verið ljúft.

Núna er kl 04:02 og nætur vaktin meira en rúmlega hálfnuð.
Var að komast að því að ég er svo skráð í 95 % í stað 80 % vinnu í sumar.

Læt heyra meira af mér fljótlega, er greinilega alveg að meika það núna.

Eva Billirubin

Ps. Helga tvíburasystir hennar mömmu á afmæli í dag. Til hamingju með daginn. Lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en fertug;)

fimmtudagur, júní 14, 2007

Ekki í dag, ekki á morgun, heldur hinn

Byrjum á Akureyrarsögu. Ég fór til Akureyrar s.l. föstudag með Stjána stuð. Við lögðum upp rúmlega 16 og komum á áfangastað um kl 20. Kíkti í kvöldkaffi til Jóa frænda og svona. Slakaði svo bara á í ágætis félagsskap. Útskriftin var á laugardaginn þannig að maður reif sig upp kl 9 af fúsum og frjálsum vilja enda stór dagur í hugum margra;). Ég fór í morgunmat til Jóa frænda og klæddi mig svo upp. Útskriftin var fín bara. Sem betur fer var heilbrigiðisdeildin fyrst og fólk enn ferskt í klappinu. Restina var maður meira svona að spá í fötunum, ég meina hver heldur athyglini við uppkall 300 nafna. En júniform átti kjól dagsins. Andrea var algjör stjarna og fór sko á kostum hvort sem um var að ræða verðlaun eða ræðuhöld. Eftir útskriftina fórum við í lunch til Jóa frænda og svo var kíkt í bæjinn enda rjómablíða og nóg að vera að sprangla um í pilsi og bol. Ég keypti nú sama sem og ekki neitt en manni vantar nú alltaf skó þannig að ég skellti mér á eitt par enda á ég ekki nema 6 pör á svörtum, háhæluðum með oddmjórri tá:). Systir mín taldi nú ekki 14 pör í forstofunni minni fyrir ekki neitt um daginn og það var bara það sem ég var með í RVK. Við komum svo við á kaffihúsi áður en við fórum að sjæna okkur fyrir næstu lotu. Ég kíkti í útskriftarveislu til Andreu frá 17 - 19 enda búin að lofa að kíkja á hana ef ég kæmi til Akureyrar í sumar. Svo fórum við út að borða á La vita e bella. Svo lá maður aðeins á meltunni eftir. Við stelpurnar fórum svo á djammið. Þar varð maður var við smá cat fight með tilheyrandi, stólahrindingum, yfirhellingum og kjafti sem var út í svo komið að farið var að henda drykkjunum yfir á okkar borð svo að þeir færu ekki til spillis. Verst að maður var búin að gefa upp drykkjuna fyrir þetta kvöld. Stelpurnar voru nú orðnar eitthvað þreyttar þannig að við fórum heim rúmlega 03 kannski eins gott þar sem ég vaknaði upp með andfælum daginn eftir kl 09:30 og þar með var rise fyrir brottför. Við Þórir Freyr sæta mús höfðum það fínt aftur í enda uppáhalds og sætasta frænka hans með í för. Góð andlit gleymast ei.

Ég ákvað að fara upp á skaga þrátt fyrir að hafa ætlað beint í bæinn og slaka á. Tók kaffi með familíunni (en í hennar augum var ég ekkert heima frekar en vanalega), borða með Önnu Þóru og fara á leikinn með stelpunum. Ég missti reyndar af mörkunum þremur sem skagamenn skoruðu en ég hef hvort eða er aldrei farið á leiki til að fylgjast með. Meira svona til að spjalla enda gafst ég upp að sitja í nokkrar mín með pabba og co þar sem að þau nenntu ekki að tala við mig. Rúntaði allt of lengi og var meira en lítið þreytt á mánudaginn í vinnunni. Fékk far með Ellu minni suður og ræddi í leiðinni málefni líðandi stundar. Á húddi bíls minns beið mín svo.......... ekki prins Valíant heldur fálki einn sem ég hélt að væri á stærð við örn en var svo bara lítill spörfugl. Greinilega ekki tekið nógu vel eftir í náttúrufræði.

Anna Huld kom og kíkti á mig í vikunni og fórum við á Oliver í kaffibolla á mánudagskvöldið. Hrafnhildur kom líka við en við nýttum góðviðris þriðjudaginn í það að fara saman á Sólon. Báðar komu þær með gjafir frá Tailandi. Svartann silkislopp sem ég var búin að biðja um sem óvænta gjöf og svo svart Gucci veski og Tælenskri fallegri klink buddu. Kyss kyss elskurnar.

Ég tók að mér vakt í gær því ein bað mig um að skipta. Kemur sér vel þar sem ég ætla að fara með systkinum mínum, frændsystkynum og fjölskyldum þeirra í Húsafell um miðjan júlí. Svo ætla Nonni og Rannsý að fara nokkra dag í bústað rétt hjá Flúðum og aldrei að vita nema maður kíkji þangað líka. Kíkji svo á Gúu syss við tækifæri. Svo er ég í fríi um verlsó og allar leiðir opnar þar.

Kom upp á Skaga eftir vakt í gær. Átti stund með foreldrum mínum enda spenntir að fá prinsessuna heim. Jónu K finnst ég svo mikil prinsessa af því að ég bað hana að koma með mér að snýta mér í brúðkaupinu hjá Jónu Björk, ég nennti bara ekki ein og svo kom skemmtiatriðið sem hún missti af byrjuninni óvænt upp. Hún er náttúrulega bara fyndin.... drottninginn sjálf! En það er nú kannski orðið annsi hart að foreldrar mínir þurfi að fara að vaka fram á nótt til að tala við mig þannig að ég kom við heima í dag svona í og með. Fór til ömmu í morgun. Hádegismat til Nonna, passaði svo Íris Emblu. Fórum sko á rölltið í vagninum en hún svaf eins og engill þessi snúlla. Kíktum með Kristín Eddu, Önnu Magný og Huldu Þórunni á kaffihús, kom svo við á heimleiðinni hjá Ólöf Lilju og Rakel Sig, fór svo í Skagaútskriftina hjá hjúkkunum og ætla nú aðeins að krúsa með stelpunum. Varð mikið úr verki í dag. Pabbi spurði mig núna áðan um dagskrá kvöldsins. Ég sagðist ekki vera með tímaáætlun en sagðist koma heim um kl 23. Held að það sé þegar farin að myndast smá skekkja þar sem ég ætlaði að sækja gellurnar um kl 22.

Svona í lokin smá speki í boði Gray´s. Í lokaþættinum segir Adison við Alex. "Við fáum ekki ótakmörkuð tækifæri í lífinu. Þannig að þegar við fáum eitthvað gott þá verðum við að grípa það" Einhverntíman var spekin sú að til að þekkja það góða verðum við að upplifa hið slæma líka. En hvað er þá það sem er þarna í miðið???? Ásættanlegt? Og munum við sættast á það? Nei aldrei að sættast á það, ekki einu sinni það næsta best. Finna bara það besta;)

Ég neita því ekki að mér finnst svolítið leiðinlegt að koma heim núna að tómri íbúð og aldrei neinn heima að bíða eftir mér. Ég sakna þess að hafa ekki einhvern hjá mér að tala við. Enda eyði ég ófáum mínútum dagsins í símanum. Bella er mitt miðnafn þessa dagana allavega hjá stelpunum. Virðist studnum erfitt að ná í mig en ég er líka klár í að senda sms og svara oftast strax nema ég sé að plögga eitthvað eða vinna.

Ég er að hlusta á svo yndislegt lag svona á meðan ég skrifa þessar síðustu línur. This I promise you með Ronan Keating. Textinn er líka gullfalllegur. Fæ alveg gæsahúð.

En með þetta ekki í dag, ekki á morgun, heldur hinn.... þá gerist eitthvað. Ég bara veit það;)

Eva Til Finning

mánudagur, júní 04, 2007

Lykilstund (key moments)

Ég talaði um drauma um daginn sem mér fannst annsi góð pæling. Hérna er önnur. Myndum við vilja vita hverjar lykilstundirnar eru í okkar lífi? Vitum við það kannski þegar þær gerast? En hvað eru lykilstundir? Hvað eru þær margar? Fyrir mér eru lykilstundirnar þær stundir sem að við munum sjá fyrir okkur andartakið áður en við deyjum. Þær eru birtar sem flass, örstuttar, löngu gleymdar. Fallegustu og bestu stundir lífs okkar. Þetta eru momentin sem að kvikmyndalega séð yrði sett melodísk tónlist undir. Stundin þar sem allir vinna, allir eru hamingjusamir, allir hlægja, væri sett í slow motion og jafnvel í svart hvítt. Ég trúi því að ég sé alltaf að sanka að mér slíkum stundum. Hún þarf ekki að vera stórbrotin. Alls ekki. Bara skilja eitthvað eftir sig.
Ég elska að horfa á þætti sem hafa sér sögumann, mér finnst það stundum eins og ég sé að þykjast lesa bók;) Þættir eins og Despret houswifes, Dawsons creek, Greys anatomy, One tree hill (þó mér finnist söguþráðurinn í þeim þáttum vera orðin annsi lélegur) því þar heyrir maður margt sem inniheldur góðan boðskap sagt á þann hátt sem mér finnst mjög flottur. Hin látna Alice Young talaði meðal annars um hamingjuna og hvenær við yrðum hamingjusöm. Við höfum ótal spurningar í lífinu. Fáum mörg svör en oft eru það ekki þau sem við viljum. Þegar við fáum svo loksins svarið sem við biðum eftir þá verðum við hamingjusöm. Mér finnst þetta vera svo satt og rétt. Ef ég fæ svarið sem ég vill og er alltaf að bíða eftir þá verð ég glöð og hamingjusöm.

Ég fór og heimsótti öll krílin á einum degi, Líf 2, Huldu Þórunni, Íris Emblu og var svo heppin að fá að máta Aldísi Önnu litlu frænku hennar líka. Dressaði eitt, svæfði annað. Um að gera að nýta sér gestina;).

Ég fór líka á árgangsmót og skemmti mér rosalega vel enda ekkert nema salur fullur að fallegu og frábæru fólki. Anna Ósk mín kom og gisti hjá mér. Kíktum á fótbóltamótið, Brekkó vs Grundó sem fór 3 – 3 eftir að Jónmundur bjargvættur kom. Anna Ósk blandaði handa okkur þessa fínu kokteila meðan við máluðum okkur. Fyrst var bekkjarpartý hjá Gústa. Mættum reyndar passlega seint ég, Jóna, Maren og Anna. Strákarnir voru eitthvað farnir að hafa áhyggjur af okkur og hringdu til að tékka á skvísunum. Vorum samt fyrstu stelpurnar sem mættum á svæðið. Maður fann það hvað manni þykir alltaf vænt um krakkana í bekknum sínum. Sumir voru orðnir drukknari en aðrir og þá er ég ekki að tala um sjálfan mig. Aðrir og þá meina ég sjálfa mig en það var víst eins og eitthvað kommon á þessu árgangsmóti að drykkjuþol þátttakenda var í hærri kanntinum. Við vorum þó nokkur sem drukkum og drukkum án þess að finna á okkur (greinilega mikið að reyna að sýna að við erum orðin fullorðin) en svo sló það okkur þegar við vorum öll orðin blekuð. En vegna þess hve áhrifin komu seint þá enntust þau líka lengur og alveg vel fram á daginn eftir Svo var ég kosin í næstu árgangsnefnd og þá þýðir nú ekkert annað en að vera bara kosin formaður nefndarinar fyrir minn skóla. Það er bara þannig. Við fórum svo á ball VIP. Það var rosa stuð. Hitti fullt af fólki og spjallaði og spjallaði svo Anna Ósk var AÐEINS farin að bíða;)

Ég fór í óvissuferð með vinnunni. Ágætt að starta henni þannig. Bús í boði en ég ákvað eftir árgangsmótið að vera stillt. Við fórum og skoðuðum fæðingadeildina í Keflavík, skáluðum í helli sem er annsi vel falin náttúruperla rétt við Hafnarfjörð, enduðum svo í skátaskála rétt við Heiðmörk þar sem grillmeistarinn kom og grillaði ljúffengan mat. Auk þess var farið í alls konar hópeflisleiki. Reyndar voru margir sem misskildu leikina og voru tilbúnir í keppni. En þetta er nú svona my kind of people sem eru þannig. T.d. var komið með kaðal þar sem við áttum að mynda brú og einhverjir að labba yfir. En nei á meðan var verið að útskýra leikinn þá röðuðu allir sér í tvö lið eins það væri verið að fara í reipitog;)

S.l. laugardag vann ég mína fyrstu sjálfstæðu vakt sem hjúkka. Já maður er orðin annsi fullorðin. Ég var auðvitað stressuð en fannst mér ég standa mig bara nokkuð vel. Það er góð tilfinning þegar maður fær að heyra að starfsfólkið sé yndislegt og fær knús sem þakklætisvott fyrir allt. Þetta er nákvæmlega það sem þetta snýst um. Að hjálpa fólki og vonandi skilur maður eitthvað eftir sig. Kannski jafnvel minnist það manns á einhvern hátt.

Svo fór ég í brúðkaup um helgina. Jóna Björk var drottning dagsins og var hún alveg glæsileg brúður í flottum kjól. Ég gæti alveg hugsað mér að leigja mér svipaðan fyrir þrítugs afmælið mitt;) Þetta var voða fínt hjá þeim allt saman. Góður matur og fín skemmtiatriði, meðal annars með gelloz söngatriðinu sem var að þessu sinni heimagert en það er ekki vaninn í brúðkaupum þar sem þeir eru nú dannaðri en vanalega. Svo var hljómsveit sem hélt upp stuðinu fram eftir nóttu. Ég fór reyndar snemma úr veislunni, rúmlega ellefu en þá voru nokkrar orðnar annsi hressar sem ég hefði eflaust líka verið ef ég hefði verið að fá mér í tá.

Ég er búin að fá nokkra gesti í íbúðina mína. Bára kom í mat, Eygló í kvöldkaffi, Ella Dóra í smá peek, mamma, pabbi, Guðrún og Gústi í mat en þau komu meira að segja með Amarula flösku að gjöf. Þau voru reyndar á undan mér heim og ég var viss um að Gugga væri búin að hella upp á prestakaffi en hún var náttúrulega ekki heima. Ég fékk þessa fínu uppáhellingarkönnu sem forsíður vatnið í gjöf í vor áður en ég flutti í íbúðina. Hún er reyndar ekki alveg að standa undir væntingum en Gústi mási sansar það kannski fyrir uppáhalds mágkonu sína.

Stórar fréttir: Ég er byrjuð á flugdrekahlauparanum. Komin á kafla 3. Einhverjir verða stolltir af stelpunni núna.

Til að smella punktinum yfir i-ið ætla ég að skella mér norður á Akureyri um helgina. Stelpurnar eru að fara að útskrifastJ. Þetta er líka svona smá general prufa fyrir mig fyrir næsta ár. Við getum þá vonandi tekið þessa mynd sem við erum búnar við að rembast við svo mikið. Ef guð og góðir vættir lofa þá sér maður kannski sætan strák.
Ég ákvað að gera góðverk í leiðinni og lána íbúðina mína.

Fannar minn ertu ennþá að lesa?;)

Eva Aristotelles