Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Í Tilefni Dagsins

Afrek litlu manneskjunar:

Aldur: 24. Já þá loksins ég sagði það! (og margir myndu fagna því að hafa náð honum) Ár í að maður komist inn á staði með 25 ára aldrurstakmörk ef þeir eru ennþá til það er að segja. Annars bara "stór" afmæli að ári.

Hjúskaparstaða: Einhleyp as usual. Einn fyrrverandi x 2 sinnum. Hvað get ég sagt? Kannski sorglegt miðað við aldur. En hey good things come to those who got to wait.

Börn: 0. þó að ég eigi nú svolítið í annsi mörgum.

Húsnæði: Búsett á Akureyri, Álfabyggð, í 120 fermetra íbúð, efri hæð í tvíbýli. Með annan fótinn inn hjá foreldrum. Ætlaði alltaf að flytja að heiman á 16 ára afmælisdaginn, grínlaust! Gerði tilraun til að flytja fyrst 8 ára en var mútað heim með sælgæti 3 ljósastaurum frá heimilinu. Er að föður míns mati ekki næstum því flutt út því að allt mitt hafurtask er enn út um allt hús og í pappakössum merktum "Eva Björk búslóð 1 - 12" víðar. Staðreyndirnar eru að það er orðið svo mikið að það verður að hagræða því. Ekki búin að safna í búið síðan ég var 16 fyrir ekki neitt. Gerði það þó upphaflega til að sýna fram á það að ég væri sjálfstæð, ætti allt og þyrfti engan karlmann til að hjálpa mér koma mér fyrir eða standa á eigin fótum.

Gæludýr: Einn heitinn köttur, my Em og nokkrir gullfiskar sem ég var komin með svo mikið ógeð af að sá síðasti var nafnlaus.

Bíll: Pabbabíll slas minn. Borga bensín á þann sem ég hef til afnota.

Nám: 1 ár í hjúkrunarfræði, nokkuð gott.

Fjárhagur: 2890.- krónur

Svona eru staðreyndirnar og það er eins og það er...

Þegar ég var yngri var ég búin að ýminda mér líf mitt á þessum aldri eitthvað á þessa vegu:

Staða: Trúlofuð Gunnari Guðmundsyni lækni (ákvað nafnið svona 9 ára reyndar) en hann hefði svo sem mátt heita eitthvað annað svona eftir á að hyggja. og yrði gift eftir ár s.s. 25 ára.

Börn: eitt þegar ég var tvítug og annað rétt á leiðinni.

Húsnæði: Komin í eigin húsnæði á Selfossi eða í nálægð við höfuðborgina, best ef það væri einbýli en hefði sæst á íbúð svona miðað við fasteignaverð í dag en ef ég hefði verið búin að gera allt hitt hefði ég líka verið sniðug og fjárfest á besta tíma þegar það var sem hagstæðast.

Gæludýr: Santi Benhards hundurinn Armani og kettirnir fröken Júlía og fressið sem ég bara man ekki hvað átti að heita.

Bíll: Allavega tveir bílar á mínu heimili, einn stór jeppi fyrir karlinn og sennilega flottur Volvo.

Nám: Að útskrifast, búin að fá góða vinnu.

Fjárhagur: Nokkuð góður, hey ég náði mér í lækni for crying out load.

En eins og sjá má geta plön raskast örlítið... og væntingar breyst...

Þannig að þegar ég blæs á kertin í dag óska ég þess eins: Að eignast þessi 3 börn mín fyrir 35 ára. Eignast góðan mann, þarf ekki að vera læknir eða hafa neina gráðu, vera háskólamenntaður eða neitt. Lærði það þó af þessu öllu saman.(ekki skemmir fyrir að hann sé myndarlegur) Hann er vandfundinm en hann er þarna úti. Klára námið og fengið góða vinnu. Geta einhvenrtíman flutt hinn fótinn út frá mömmu og pabba í mína eigin íbúð. Gerist kannski 26 ára eða 10 árum seinna en hið upphaflega. Heimili á Reykjarvíkursvæðinu mundi ég vilja helst en ekki í blokk samt. Golf svartur er ennþá draumabíllinn minn en vento og passat koma sterkir inn. Kannski meira inn í dag. Á kannski dálítið meira en fyrir útgjöldum heimilisins og kannski ég geti gert mér glaðan dag og einnig brugðið mér erlendis endrum og eins. Já og enginn gæludýr á mitt heimili takk!

En maður má alltaf láta sig dreyma...

Ég er annars á góðum stað og hef ekkert til að kvarta yfir. Allavega ekki í dag:) Í dag ætla ég að sofa út, fara í ræktina og svo í góða sturtu. Taka mér langan göngutúr og dúllast niður í bæ. Baka eplapie í kaffinu og svo pizzu í kvöldmatinn og fara svo í gott Idol partý. Aðalgleðin er svo á laugardaginn en þá á að fara út að borða á La Vita e Bella og svo er vinahittingur hérna heima með eins og 20 manns, svona áður en við hittum Jónsa og fél í Svörtum fötum. Og eins og ég hef sagt einni á lausu verða allir strákarnir sem hér verða á föstu.

Eftir miðnætti og elsku Elísabet var sú fyrsta og Mæsa mín önnur.

Hin ætíð skipulagða, Eva Sátta

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Er aldur afstæður?

...tja maður spyr sig.

Þessi pistill er tileinkaður Elísubet.

Úffff úffff úfff ef ég er nú ekki að klikka alveg á þessu? Úppppssss.
Föstudagurinn var bara svo mikil leti eftir þessa annars annarsömu viku. Ég var mjög léleg að fara í ræktina og borðaði á mig gat svo til daglega. Sad to say en ég held að ég sé þokkalega búin að bæta á mig þessum kílóum sem hvurfu svo snögglega. Ég get þá allavega státtað mig á því að geta grenst og bætt á mig mjög snögglega, ekki amalegt leikaraefni þar á ferð. Svo á föstudaginn þá þá ætlaði ég svo aldeilis að hlaupa af mér eitthvað að mat vikunnar og þá var bara stungið upp á Brynjuís í staðinn! Nautnaseggurinn sagði að sjálfsögðu ekki nei við kostaboði.

Þannig að pattarleg all over again er ég alveg í sólskyns skapi hér í bong og blíðunni á norðurparti. Hér var hvorki meira né minna er 13 stiga hiti í gær og þreif ég bílinn að því tilefni. Það voru gjörsamlega allir úti að labba með barnavagna en ég sagði Önnu að ég væri orðin þreytt á að labba með minn tóman hí hí.

Við brunuðum 5 saman suður seinnipart föstudags. Ég hentist heim í saltkjöt og baunir að minni ósk og svo til Elísubet í Idol og þar var önnur Ella mín líka. Mega leiðinlegur þáttur enda var honum að mestum hluta eytt í yfirheyrslur yfir mér um einhver mál sem ekki höfðu komist á milli manna í hinum innsta circle of friends;) Jóna og Aldís komu svo og við spiluðum til kl 03:30 og gúffuðum í okkur machintos, súkkulaðirúsínum og öðru góðgæti sem var á boðstólnum.
Ég var vakin daginn eftir með þeim orðum að teið væri tilbúið. Ég lét það sem vind um eyru þjóta, setningin var endurtekin og ég sagðist einfaldlega ekki vilja te! Ég fór í bakaríið líka heyrðist þá í karli föður mínum. "Ég er að koma" og stökk á fætur. Hrabba frænka kvartaði nú reyndar líka yfir því að hún hefði bara aldrei vitað annað eins, að vakna og stökkva bara fram úr rúminu. Þegar fram í eldhús var komið settist ég með stírunar í augunum og leit á klukkuna.....NÍU! Og það var LAUGARDAGUR. Brosið á andlitinu á mér breytist skyndilega í skeifu og ég spurði bara hvað væri að? Að rífa mann á lappir svo snemma um helgi. Dagurinn var í rólegheitum, heimsóknir í lágmarki og svo var brunað til RVK með Jónu, Mæju og Ella D. Fyrst var það Kringlan og ég fór í H & M að máta frakkann langþráða. Við fórum svo til Guddu á Stúdós, þar sem við puntuðum okkur og fórum svo í lítið partý. Eftir að Guðrún var búin að stúta rauðvínsflöskunni á góðum tíma tók ég fyrir það að halda áfram að spila en þau orð voru sem tóm. Anna Huld var aftur á móti fjarri þessu gamni og bara í einhverju afmæli með ÖÐRUM vinum sínum! Við byrjuðum á Hressó og sóttum Eygló, svo var það Pravda til að sækja Önnu. 500 kall við innganginn en við sem Prímadonnur þó aðalega Guðrún neituðum að borga og var því hleypt inn í hliðardyrunum. Ekki skrýtið þar sem við erum svo sætar, nema hvað. En hvar var Anna??? Eftir örlítið skrölt þar var farið á Sólon. Þar stóð ungur pörupiltur efst í stiganum og horfði afskaplega á mig. Ég horfði bara eins til baka og eins og í bíómynd labbaði ég beint upp að honum þar sem ég kannaðist svona afskaplega við hann. Og þar hef ég sannað hvað ég er óskaplega ómannglögg! Síðar sinnaðist okkur eitthvað og ég var nú kannski meira með stæla sem voru þó sanngjarnir og hann strunsaði í burtu og sé ég hann aldrei meir... Piff. Mér fannst alveg sjúkt á Sólon og fullt af skemmtilegu fólki en einhverjum fannst bara of mikið af fólki og ekki nógu grúví og sumir fóru bara og aðrir voru eftir en svo fór að stefnan var aftur tekin á Pravda til að tékka á Önnu. En hvar var Anna anyway??? Mér fannst ömurlegt á Pravda og fullt af lýð. Ég stakk því bara af en lét nú samt stúlkurnar vita.
Ég var svo bara í góðu yfirlæti hjá Guðrúnu minni eins og alltaf á sunnudeginum. Seinnipartinn var svo haldið aftur noðran heiða. Sem var svo notaleg bílferð í myrkrinum.
Til að trappa okkur niður eftir helgina ákv við að nota frímiða sem við áttum og fórum við Anna og Soffía í bíó í gær á Closer. Hún var ekki skemmtileg en nokkuð góð og mér fannst endirinn bestur. Learn from your mistake er nokkuð góður frasi.

Afmælið er á næsta leyti sem ég þó held að sé að verða mér ofraun því ég held áfram að gefa út röng nöfn og rangan aldur er jafnvel farin að gefa upp rangt nám og í þetta skipti án leiðréttingar.
Á óskalistanum er svartur frakki í H & M sem kostar 6240.- og þessu hvítu kúrekastígvél í Kef sem kosta 5990.- Því ég á eiginlega enga skó sem passa nákvæmlega við hvítu kápuna.
Það besta væri svo náttúrulega að fá eitt lítið kríli en hey no pressure Jófríður.

10 dagar í árshátíð og nú er um að gera að fara að borða sellerí (burn more then you gain) svo að maður líti nú þokkarlega út á stóra daginn. Ekkert skróp í ræktini og líka á laugardögum. Þá er það bara g.æ.s.-inn.

Heyrumst vonandi á föstudaginn

Early Eve a.k.a. Elísa "84 Módel í MA ...og nú er ég hætt.

Ps. Það kom svo í ljós eftir allt saman að Anna fór svo bara heim að sofa e afmælið og eftir að hafa eitt inneigninni minni í hana (mér til mikillar furðu) lét hún mig ekki einu sinni vita. En maður velur víst vini sína?;)

laugardagur, febrúar 19, 2005

I RVK

Ó já darling ones.

Ég er komin í mína heitt elskuðu höfuðborg og í kvöld er það bara gleði og glaumur, djamm og djús, skemmtun og sjúkt ...........

Það hafa verið miklar vangaveltur um tilgang þessarar ferðar? Aðeins ég veit svarið=)

Svitniði fram á mánudag,

stay in,

Eva Reykjarvíkurfan

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Síðasti söludagur 25. febrúar

Taflan í eldhúsinu sýnir RVK 3 dagar. Matvörurnar í ísskápnum sýna síðasti söludagur 25. febrúar sem þýðir það að afmælið mitt er á næsta leyti. Og einnig næsti erfingi Jófríðar. Ég veit nú ekki hvernig þetta er að verða 24 en let´s face it we aren´t getting any younger enda finnst mér það ekkert merkileg og frekar ljót tala. Ég gleymi því aldrei hvað mér kveið fyrir að verða 7 ára. Mér þótti talan 7 svo ógeðslega ljót.Svo varð ég 7 ára og fannst þá tala 7 náttúrulega flottasta talan. Þannig að kannski venst ég því bara að vera 24 og á eftir að þykja það cool. Aftur á móti þegar ég verð 25 ætla ég að fagna ákaft og slá til partey enda 25 ára 25. febrúar á laugardegi í þokkabót. Þetta kallar náttúrulega bara á afmælisveislu. Ég er samt ekkert svekkt að vera að ná þessum háræðisaldri og það má hver sem er verðlauna mig fyrir hvert kerti sem bætist á kökuna mína.

Lífið leikur við mig þessa dagana. Ég sef eins og engill á nóttunni með Hrafnhildi mér við hlið (hef ekki sofið svona vel síðan í nóv) Hún kvartar reyndar eitthvað yfir kulda og gnísti í tönnunum á mér en ekkert yfir plássfrekju minni þannig að ég tel mig vera læknaða, af allavegana þessari frekju. Vegna góðs svefns vakna ég endurnærð á morgnanna enda fyrst á fætur þessa dagana. Það var reyndar eldhúspartý í Álfabyggðini í gærkvöldi og fórum við ekki að sofa fyrr en um 01. Við frænkurnar erum bara lítið búnar að taka næturspjöllin og ótrúlegt en satt þá var ég orðin svo þreytt fyrir miðnætti á sunnudag að ég vissi ekki hvort það hentaði betur að svara já eða nei þegar hún var að tala.

Helgin var MEDIUM. Ólöf og Stefán horfðu með mér á Idol og eftir það kíkti ég á Akið með stelpunum. Ég nennti ómögulega að vera þar en hékk á bláþræðinum fram að lokun og rölti mér þá heim því Anna ákv að staldra örlítið lengur. Á laugardaginn kom svo Hrabba mín kl 09:30 og ég var alveg geggjað glöð að sjá hana, hm humm svona snemma;) Við fórum svo aðeins á skverinn og fyrst að ég átti enga peninga þá hjálpaði ég Hrafnhildi að sjálfsögðu að eyða sínum og tók hana á búðarráp. Um kvöldið gerðum við okkur svo sætar eða þið vitið sætari en venjulega. Anna sagði mig nú vera komin í annan höslbolinn minn en það var alls ekki ætlun kvöldsins. Við fórum svo galvaskar í Valentínusarpartý í the mansion. Þeman var "the love". Ég lét að sjálfsögðu ekki mitt eftir liggja og mætti í rauðum haldara, með rauðan borða og barmmerki sem á stóð "I Love meself" og "I love money" og til að toppa þetta klippti ég út hjarta úr pappír sem ég litaði rautt og skrifaði á: "Á lausu og loving it" svo mér yrði nú bókað boðið á barinn he he. Hér var allt fagurlega skreytt og eiga stúlkurnar skilið rós í hnappagatið. Eftir hlátur, spjall, gítarspil og tal við einhverja stelpu sem já og fór á trúnó við mig úti. Var reyndar hetja kvöldsins í mínum augum eftir það sem hún hafði áorkað. Dugleg stelpa þar á ferð. Á kaffi Ak var haldið um kl 02. Það var ekkert spes enda er ég komin með svo mikið ógeð af honum Sigga Rún að ég er virkilega að spá í að byðjann um að velja sér nýjan starfsvettvang. Við Hrafnhildur röltum svo heim og höslbolurinn fór á sinn stað, óhreinatauið. Hlakka sko til að fara út á lífið í höfuðborgini á laugardaginn, kannski þeir hafi exually eitthvað sem telst modern!

Það er nóg að gera núna. Við Hrafnhildur fórum í matarboð í gær. Ég á von á Soffíu og Sveini í pottrétt í kvöld, Rannveigu og co í kaffi á morgun. Fanneyju, Snorra og Sölva í Chillibollur annað kvöld ef Sölva boy verður batnað en hann er með einhvern lasarus. Mér er svo boðið í mat til Andreu og Halls á fimmtudag og ætla að fá hana Möggu mín Jóns í morgunkaffi á föstudaginn. Já svona er nú gott að koma til mín og beini ég þessum tilmælum til allra sem vita að eiga að taka það til sín.....

En hvað veit maður kannski að stelpurnar kíki á landakortið og sjái að Akureyri er á Íslandi eftir allt saman.

Sendi bestu kveðjur í heilsubælið í Sandgerði.

Arios,

Eva nátthrafn slas morgunhani

föstudagur, febrúar 11, 2005

the big X

Maður klikkar ekki í dag á föstudagsbloggi. Enda margt fram undan...........

Leggjum þetta þannig á borðið að systkini mín hafi einum munni minna að metta í komandi gleði. Aftur á markaðinn:) Það er ekki nema 3 mánað skilafrestur eða hvað?

Vikan er búin að líða hratt. Sérstaklega næturnar þar sem það hefur verið svvvvvooooo erfitt að fara á fætur á morgnanna að sökum langtíma þreytu! (eða ég hallast allavegana að því)

Við stelpurnar skelltum okkur í bíó á miðvikudaginn tveir fyrir einn. Enda kemur ekki annað til greina þessa dagana þar sem innistæðan á mínum bankareikningi er ekki nema 1900 kr. Já helvítis Vísa. Mun ég hér með afsala mér titlinum Eva Vísa Skvísa. Ó já hvar er læknirinn núna? Mér hefur reyndar verið tjáð það að einum tilvonandi lækni hafi verið dömpað just after new years og ég mætti eigann en nei ekki mín týpa. Ég hef reyndar tekið loforð um smá lán þegar ég verð á kúpunni. En það sem ég get verið svo hagsýn hef ég ótrúlega en satt engar mega áhyggjur af þessu því þetta reddast.
Og þegar maður á enga peninga þá langar mann svo sjúklega í frakka í nýja H & M listanum sem kostar 6750-. Ég bið gjörsamlega fyrir honum. Er ekki viss um hvort ég vilji ljósan eða svartan.... Ég ætlaði reyndar að vera góð við mig og kaupa mér hann sjálf í verðlaun fyrir að vinna um jólin en nei visa kom sko í veg fyrir það. Skelfilegt þegar stórfyrirtæki á heimsmælikvarða eru farin að berja í borðið og segja að maður eigi nóg að einhverju en þó að ég eigi kannski 8 yfirhafnir á ég engan frakka og hef aldrei átt!

Í dag ætla ég nú aðeins að taka til hendinni. Nú er klukkan 10:41 og ég er þegar búin að fara í ræktina og skutla Önnu upp í skóla. Ég ætla að henda snöggvast inn þessu bloggi og fara svo upp í skóla í nokkra tíma. Koma síðan hingað heim í þrífgallann, hækka vel í útvarpinu og þrífa hér alla króka og kima. Anna er að fara að vinna og ég bannaði henni að vera með í þrifunum því ég er svo hrædd um að mér leiðist, hópsálinn mikla.
Næsta vika er full af skemmtilegum uppákomum og eintómri hamingju. Skagastelpurnar í hjúkkunni eru að koma í verklega kennslu sem og fleiri skagamenn og auðvitað ætlar hún Hrabba mín að koma og gista hjá uppáhaldsfrænku sinni og taka "the night talk" um allt sem hefur gerst síðan í október og í þetta skiptið ætlar Anna að vera með þannig að rúmið mitt verður sennilega þétt skipað. Því fleiri því betra. Svo verður stanslaust prógramm alla næstu viku og hún á sennilega eftir að fljúga.
Við stöllurnar ætlum að skella okkur suður á land um næstu helgi. Anna er reyndar ekki jafn spennt og ég (enda veit ég alltaf að það bíður mín eitthvað gott, fékk símtal og var spurð hvort að ég væri ekki örugglega ON um helgina;) ekki það að hún hafi það ekki gott sérstaklega þegar ég er með í för því það er sko ekki leiðinlegt að fara eitthvað með mér þó að Jóna hafi kannski lent eins og einu sinni tvisvar í því sem var pura óheppni. Ég hef því tekið upp á því að gera þetta spennandi með niðurtalningu á eldhústöfluna og í dag stendur reyndar RVK 7 dagar. Ég stefni reyndar á að koma á fimmtudaginn ef far gefst og eyða einum til tveim dögum í faðmi ástvina á Skagaskeri og einum í höfuðborginni með hinum.

Helgin er plönuð svona eins og venjulega. Í kvöld er það náttúrulega Idol þó að ég viti nú ekki alveg hvar ég horfi á það. Stelpan er nefninlega komin með stöð 2 í 10 daga og tilbúin að takast á við hina grimmu sölumenn í hrönnum þar sem mitt símanr var sett á umsóknina. Það ætti nú að vera í góðu lagi þar sem það heyrist nú ekki mikið í honum þessa dagana! Svo ætlum við að hafa það huggó og spila bara þó að mér heyrist nú að það eigi jafnvel að kikka á Akið svona þegar fiðringur færist í liðið. Ætla þó að liggja á því fram eftir enda er náttúrulega vikuskammtur af Bold and the beautyful á morgun á hádegi á morgun ekki að ég sé hvort sem er ekki komin á fætur þá. Hrabba mín kemur svo á morgun og er stefnan á að fara í gleði í the Mansion sem klikkar nú bara aldrei! Og svo verður skellt sér út. Ég er reyndar ekki alveg stemmd fyrir helgina og jafnvel að spá í að vera bara róleg en við sjáum nú bara til með það eftir helgina:)

En mamma og pabbi kossar og knús til hamingju með daginn.

Og gelloz ýkt góða skemmtun í kvöld, mér þykir leiðinlegt að geta ekki komið en maður getur víst ekki verið alls staðar. Súrt en það er víst staðreyndin! Ég verð með í huga og ég veit að Jóka bað um einn á mann fyrir sig en Ella tekur bara nokkra stóra gúlpara fyrir mig og þá er minn skammtur komin he he. Hlakka geggjað til að fá ykkur norður, þá verður sko rokkað.

Svífum sæl og sæt in í helgina,

Eva á lausu og liking it.

PS. Brad, George og Matt séu allir á lausu.... spurning hvort að Van sé það líka og þá tökum við Jóna bara farið og buy one way ticket to Hollywood.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Plan B

Just a litle story:)

Við Ólöf Lilja héldum til Reykjavíkur þennan dimma föstudagsmorgun og svolítið erfitt að skríða fram úr holunni sinni sérstaklega vegna þess að veðrið var hundleiðinlegt. Ég fór í eitt atvinnuviðtal vegna þess að ég stefni á að reyna að eyða þessu spennandi komandi sumri í höfuðborginni þetta árið enda just in love with the city. Eftir smá skver hér og þar hittum við hinar 60 á barnaspítalanum. Þaðan fórum við yfir á læknagarða og skoðuðum líffærasafnið. Maðurinn sem tók á móti okkur spurði hvort að það væri enginn karlmaður í hópnum og fékk hann að heyra að þess vegna værum við nú allar þarna komnar. Eftir að hafa fengið samloku og bjór var farið í hjálpartækjarmiðstöðina (ekki ástar, því ver) sem var nú sprellað svolítið með okkur. Því miður verð ég að játa mig sigraða enda var skipulaggningin mínu liði ábótavant en vil ég geta þess að ég var ekki ein í þessu liði! Laugar spa var málið og var heldur betur farið að hitna í liðinu. EFtir að hafa fegnið afhenta hvíta sloppa var farið í AFslöppun. Það var flautað á alla karla sama hvort þeir voru tvítugir eða fimmtugir. Og ég svona sem skammast mín víst fyrir allt var búin með einn bjór og léttvínsglas beigði mig nú stundum niður. Sumir gleymdu nú sléttujárni, sundfötum eða nærfötum og auglýstu eftir því í rútunni á leiðinni heim að ef þeir ættu leið í Laugar mætti gjarna pikka þau upp ef eftir þeim væri munað. Við fórum loksins að borða á 67 en matarlystin var kannski ekki upp á marga fiska allavega ekki svona miðað við áfengið. Áfram með djammið og skelltum við okkur á Pravda þar sem ég virtist nú vera að fara á kostum eða kannski var það bara vinkona mín eða vinir? Stór spurning. Ég hitti einhverja menn á barnum sem voru Hollendingar í skíðaferð, hafa sennilega bara skellt sér á skauta í staðinn. Ég alveg brilleraði í enskunni og kom þeim í heilagana sannleika um Ísland. Ég vona að ég hafi ekki leiðrétt "one night stand to Iceland" enn einu sinni, hef aldeilis reynt að eyða þeim orðrómi. Ég var víst voða mikið á flandrinu og mátti eiginlega bara ekkert vera að því að stoppa enda stundum talin ofvirk. En sumir voru ekki að meika kvöldið eins vel og eftir að hafa skellt einni skvísu í taxa og komið henni í koju ákvað ég að skella mér bara aftur niður í bæ því ég meina klukkan var ekki nema rúmlega 3... Fór þá á Hressó sem var bara ok.
EINKUNN 6

LaugarDEGINUM var eytt í rólegheitum á stúdentagörðum. Held að Eygló sé orðin svolítið þreytt að fá mig alltaf þunna í heimsókn. En hún má líka alltaf koma þunn í heimsókn til mín;) ef ég get eitthvað bætt upp fyrir þetta. Elísabet kom svo seinni partinn og við skelltum okkur í afmæli til Báru um kvöldið sem var mjög gott og fyndið enda sumir einfaldlega fyndnari en aðrir. Ég hló mig bara nánast máttlausa. Við pöntuðum okkur taxa niður í bæ ásamt Önnu sem kom til okkur þegar kl sló miðnætti. Við byrjuðum aftur á Pravda sem ég skil ekki alveg þar sem að ég hef ekki gefið þessum stað hátt skor. Enda staldraði ég ekki lengi við heldur ákvað ég að taka línunna og komast yfir á þann næsta; Hressó. Anna komst ekki alveg strax og lét ég hana sverja að koma þangað upp á 100.000 krónur. Eitthvað farin að renna út úr raunveruleikanum. Þegar Anna tékkaði svo á mér nokkru seinna sagðist ég vera á horninu á Horninu sem var satt. Hún hélt nú samt að ég væri eitthvað að rugla en þetta horn er bara massafínt! Ég sagðist vera á leiðinni á Glaumbar eins og ekkert væri sjálfsagðara og hafði ekki einu sinni kíkt á Hressó. Ég tók náttúrulega upp á því að gefa upp nafnið Ófelía þegar ég var spurð og jafnvel laug einnig til um aldur. Við enduðum svo bara á að fara á Gaukinn en staldraði bara stutt við. Leigubílaröðin dróg því miður einkunn kvöldsins niður enda hef ég sagt það oft og mörgum sinnum að það þýðir ekkert að svindla og reyna að fara fram fyrir sem lengdi biðtímann um helming! Mætti svo bara seinna meira til stelpnanna í djammdressinu með vafasama marbletti sem hafa valdið mikla kátínu en hey ég man allt:)
EINKUNN 8,5.

En ég hef lært það að koma mér upp plan B sem vitur stúlka kenndi mér. Ef hlutirnin ganga ekki upp þ.e. plan A. sem þeir virðast geta gert allavega hjá sumu fólki (EKKI MÉR) og raska því skipulagðri dagskrá. Þá gerum við bara eitthvað helmingi skemmtilegra í staðinn. Sefni á að setja upp plan A, B og C svona víst þetta er ég.

Svo takk fyrir helgina girls.

Eva a.k.a. Ófelía sem er aðeins 21


fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Föstudagur til fegrunnar.... nema hvað?

Ó já T.G.I. Friday´S eða thank god it´s friday. Uppáhaldsdagur vikunnar hjá mér og ég veit mörgum öðrum. Og hvað þýða föstudagar? Helgi! Og helgi þýðir gleði!

Ég kom heim í gær með Rannveigu frænku minni, Finni kærastanum hennar og Jóhann Gunnari frænda mínum sem er 6 mánaða prins í pengju. Honum fannst frænka sín voða skemmtileg framan af leiðinni og brosti bara út í eitt en í Staðarskála var ég ekki svo skemmtileg lengur þar sem minn var orðin svolítið þreyttur á ferðalaginu.
Og núna er ég loksins komin heim og búin að hitta flesta sem ég ætlaði mér að hitta að þessu sinni. Tek hina bara þegar ég kem í mars eða hina helgina sem ég kem í febrúar eða kannski bara í sumar eða bara við tækifæri? Nei nei kannski ekki alveg.
En ég ætla að hafa þetta blogg stutt að þessu sinni sem might come as a shock to you.... Hef nefninlega heyrt því fleygt að fólk sé að leggja heilu skólabækurnar á hilluna til að lesa þessa annars heilögu ritningu. Verst að það lifi ekki allir svona áhugaverðu lífi;) En það verðu þá sennilega bara í þetta skipti því ég er hérna við antík tölvu heimilisins sem er ekki nema kannski svona 5 megabite hraða eða eitthvað þannig eins og þetta er víst mælt í.

Kíkti í dag á Kristófer Áka yngsta frænda minn sem er ekki nema 3 mánaða og hann hafði svoleiðis ekki áhuga á þessari sætustu frænku sinni og horfði bara eitthvað allt annað en tíminn mun leiða í ljós að þetta mun breytast minn kæri.
Í kvöld ætla ég að kíkja í eins og þrjár heimsóknir og einn skver og skella mér svo í kósísturtu með raksápu, rakvél og háreyðingarkrem og skella svo í mig djúpnæringu, plokka mig og henda á mig eins og tveim brúnkuklútum.. . þið vitið svona helgar"thing".

Við Ólöf Lilja ætlum svo að bruna suður í fyrramálið og skella okkur með í vísindaferðina hjá HA sem stendur fram eftir degi og ætli maður byrji ekki á litlu tánni (og ég segi litlu því loforð hafa verið gefin) svona um kl 20 þegar farið verður út að borða eftir dekur í Laugar spa. Uuuummmm...... Eins gott að ég tók með mér sundbolinn þar sem ég ætlaði mér bara að fara nakin. Mér var bent á að þessar gufur væru fyrir bæði kyninn en hey ekki held ég að ÞEIR mundu kvarta. Yrði bara öfundsýki í stelpunum he he. Stefnan er svo tekin á Pravda um kl 22 sem lumar á góðum díl á barnum. Gudda mín ætlar með mér ásamt því að vinkonurnar virðast ætla að kíkja í einn eftir Idolið. Stolt af stelpunum! Svo er aldrei að vita nema maður skelli sér á Hverfis, Sólon eða jafnvel Hressingarskálann þar sem að ég hef fegnið staðfestingu á því að þetta sé ekki K.F.M.K. staður og þarna sé sko sellt áfengi yfir 4,5 % en ekki bara malt og pilsner sem er nota bene sannað að maður geti orðið fullur af, trúin flytur fjöll.
Á laugardaginn verður maður svo bara áfram í höfuðborginni undir góðu yfirlæti á Stúdos hjá húsmæðrunum öllum þar. Mér er svo boðið í afmæli hjá Bárunni þegar tekur að kvelda og ekki getur maður látið sig vanta þangað. Kannski að einhverjar af vink skelli sér með enda ekki oft sem Evan er í höfuðborginni svona þessa mánuðinna allavega. Svo skilst mér að skella eigi sér á Sálinna... kannski vídere sjá að ofan ef það verður alveg stappað en hún er Sálin er málin(ð)! Ég sver að húmorinn síðan í gær er enn að blíva en við fórum að spila kana þar sem ég var að taka þetta í rassgatið en því miður snérist gæfan við....... Ég var meðal annars kölluð Eva Stokker þegar ég var að stokka sem reyndist bara nokkuð gott skot;) Betan klikkar ekki.

En sjáumst bara um helgina............ætla að skemmta mér svvooooooooo vel......... í buxum af Önnu Huld sem draga í sig ALLT rusl! (privatejokes.com.)

Heidos pipi,

Eva í Eden

Ps. Haldið þið ekki að gellan sé búin að losna við 8 kíló síðan í Nóvember þar af 5 kíló síðan hún fór norður. Verðið bara að mæta og berjana augum:) Viktin lýgur víst ekki eða hvað? 10 kíló í viðbót og málið er dautt.