Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

þriðjudagur, júní 29, 2004

Prins charming...

Jæja gott fólk. Nú ætla ég hér með að sverja að fara að vera duglegri að blogga og lofa að blogga a.m.k. einu sinni viku. Það þýðir líka að ég vil sjá fleiri heimsóknir heldur en þessar 800 sem ég hef fengið í sumar það er jafnmikið og ég fékk á góðri viku í vetur.

En prinsessan okkar er fædd sem reyndist svo bara vera með typpi og tilheyrir þar af leiðandi karlkyninu. Hann lét sko ekkert bíða eftir sér enda vissi hann að ég væri í fríi um helgina og kom nákvæmlega á réttum degi 26.06.04. sem er bara nokkuð flottur afmælisdagur sem hann verður nú að deila með Róbertu Lilju. Sem setur pressu á restina á vinkonuhópnum þar sem 4 börn deila nú 2 dögum, þar sem Steindór og Andri eiga 15 maí einnig. Skorum því á Höbbu að eiga 27 júlí, Heiðrún er laus við pressu í ágúst sem og Anna Ósk í sept en Hrefnu að taka 13 október eða einhvern dag í nóvember til að vera í takt við tískuna. Reyndar eru febrúar, apríl, "nóvember" og desember ennþá barnafríir þannig að það er kynlíf fyrir okkur hinar í maí, júlí, febrúar, mars ef við viljum vera undanskildar pressunni.
En áfram með merkisatburðinn. Við Eygló og Þóra vorum að horfa á video í rólegheitunum og spjalla til kl 01:30 og skutlaði ég þeim þá heim. Sem kveðjuorð sagðist Eygló ætla að hringja í mig eftir klst með verki. Sem ég tók nú ekki mikið mark á þar sem að hún hafði ætlað sér að eiga barnið milli 15:00 og 17:00 deginum áður og hótanir Aldísar við Partý og co og tilviljanir hefðu ekki látið bóla á sér. Ég ákvað því að senda henni sms ef ég væri enn vakandi eftir klst og spurja hana hvort hún ætlaði ekki að hringja. Eygló vann því hún hringdi 45 mínútum seinna og við fórum upp á spítala stuttu eftir það. Ljósan fór á kostum og var bara með leiki í fæðinguni sem gekk út á að giska á hitt og þetta án þess að peningar kæmu í hlut enda er það sennilega ólöglegt. En eftir að allt hafði gengið samkvæmt náttúrunar hendi kom lítið fallegt barn í heiminn kl 07:37 aðeins rúmum 4 klst eftir fyrstu verki. Góð byrjun hjá mér... Þannig að þið vitið hvaða ljósmóðir hefur svona góð áhrif í framtíðinni og hverja ber að panta og/eða múta:) ef ég á ekki vaktina.
Mér brá nú soldið þegar ég sá bara typpi á stelpunni og ég held að foreldrunum hafi brugðið svolítið líka þar sem var búið að innprenta í þau af mönnum nær og fær að þetta væri nú svo pottþétt stúlkubarn. En drengur er hann, myndarlegur, 16 og hálfur merkur, 52 cm og 4139 gr.
Innilega til hamingju Eygló og Hannibal, ömmur og afar, langömmur og langafar og Heba móðursystir náttúrulega ásamt öllum öðrum.
Eftir fæðinguna var svo bara að tilkynna öllum að komin væri nýr prins en strákarnir eru nú komnir heldur betur í meiri hluta í vinkonuhópnum og ég hef sterka fíling um það að hinar séu einnig með stráka en mér hefur nú tvisvar sinnum skjátlast hrapalega þannig að ég ætla ekki að staðfesta neitt. Eftir að ég hafði klætt prinsinn í föt í fyrsta skipti (því faðirinn var upptekinn í símanum) var bara að gefa fjölskyldunni litlu næði og henda sér í háttinn ásamt náttúrulega stoppi í kleinum hjá ömmu.

En það hefur svo sem ekkert fleira merkilegt gerst síðan síðast. Er búin að vera annsi spök í 50 % vinnuni (sem er náttúrulega bara fyrir veika eða fjölskyldufólk með ungabörn) enda ekki fjárhagur fyrir neitt spreð. Búin að vera svoldið í sólinni og BRENNA. Hvað er málið með það? Veit nú ekki alveg hvaða skilaboð er verið að reyna að senda. Mér er kannski bara ætlað að vera rauð og á lausu. Enda engin von að ná sér í lax þegar maður er sjálfur eins og karfi. Í rólegheitunum hafa þó komið gylliboð? Var boðin í veiðiferð sem ég komst ekki í. Það hefði svo sem verið hægt að gera margt annað þar......
Fór á Pál Óskar á Breiðinni s.l. laugardag (ásamt öllum hinum smá krökkunum) sem var bara skemmtilegt enda Palli náttúrulega bara snilldin ein. Var bara edrú á bíl. Horfði svo á frænda minn á sunnudag vinna silfur í Borgarnesi á svona smábæjarmóti í fótbolta. Svo var náttúrulega kökuklúbbur á fimmtudag. Veigarnar voru nú í minni kantinum svona miðað við vanalega en alveg nóg handa öllum. Enda allir á danska og ekkert veisluborð lengur með kaloríubombum. Sigrún sá um að reita af sér gamansögur um dress sem maður getur látið platað sig í í gegnum tíðina sem ég toppaði og allir sáu fram á að geta ekki bætt úr og fóru bara enda vel liðið á kvöldið.
Ég hef ákveðið að halda kökukvöldið í ágúst og eigiði þið því að taka frá fimmtudaginn 26 ágúst. Það á nefninlega að vera með sérstöku sniði vegna þess að ég er að "kveðja fyrir veturinn". Því á að vera Ron Jeremys kvöld með skvísuívafi að hætti sex and the city.
Þið viljið sko ekki missa af þessu og ég heimta metmætingu.

En núna er ég búin að hanga hér of lengi en það vera vegna þess að ég er veik og þess vegna langar mig til að spyrja ykkur?
Saknið þið þess ekki að:
Láta mömmu ykkar halda um enni ykkar og háls þegar þið hénguð gjörsamlega á klósett skálinni og það gúffaðist upp úr ykkur eftir allt of mikið af kökuáti eða eðlilegri ælupest.
Og að pabbi hlaupi ekki lengur til þegar þið kallið á hann eða geri allt sem í hans valdi stendur til að manni líður betur.
Þessar minningar eru í hávegum hafðar núna þegar ég sit hér eða ligg fyrir framan sjónvarpið eða upp í rúmi með hor, vot augu, höfuðverk, hósta og háls dauðans. Þetta á víst að heita að vera orðinn fullorðinn. Pabbi hann haggast varla þegar málrómur minn heyrist veikur í sjónvarpskotinu. Það var á árum áður fyrir tæknivæðinguna sem það var tekin spretturinn. Enda er ég núna vön að hika ekki þegar mig vantar eitthvað þar sem gsm síminn er ætíð við höndina. Bara að hringja þó að ég hafi enn ekki skráð hann sem símavin minn enda á ég aðeins fleiri en skvísan í Ogvodafone auglýsinguni.
Það er bara stundum þannig að maður óskar sér að vera orðin 6 ára aftur. Þá voru það sko engar áhyggjur eða jú kannski að Leó kæmi í pararólurnar í frímínútum og reyndi að kyssa mig. Í stað þess að óttast einn smákrakka þá er það núna húsnæðismál, peningamál, símamál, mittismál, rafmagnsmál, djammmál, strákamál og endalaus vandamál. Og eins mikið og maður vælir og skælir þá fattar maður það sjaldan hvað maður hefur það venjulega gott. Ég næ nú kannski að rétta við minn hag í sumar svona á einhverja kanta allaveganna.

Fram undan, í júlí er það svo 90 % vinna á Höfða. Þá loksins að maður fari að vinna eitthvað.

Stefni á 3 RVK-ferðir næstu 3 daga fríinu mínu enda er ég orðin mjög mikill aðdáandi borgarinnar og sko alveg til í að búa þar. Sem gefur mér aukið svigrúm í karlmannsmálum þar sem ég er orðin svo flexible og tilbúin að búa í Reykjavíkinni........ eftir 4 ár. En guð hvað ég ætla að verða komin með karl fyrir Það, allavega einhvern til bráðabirgða;0)

En vonandi eigi þið góða daga eins og ég í eilífðar fríinu og pant sól.

Þangað til næst

Ms Eva ljósmóðir

þriðjudagur, júní 15, 2004

Yndislegt sumar, bjartar stundir og besti tími ársins

Jæja darlings. Þar kom að því að ég hef sest niður á gluteus maximus og hafið skriftir á atburðum síðustu vikna í stuttu máli. Svona svo að Sigrún Ósk hafi eitthvað að gera í vinnuni:)

Próflokadjammið var mjög skemmtilegt og á meðan önnur fékk með sér heim lögreglufylgd fyrir að vera að espa upp slagsmál hljóp hin eins og fætur toguðu á hælunum (ekki til að borða eða sofa heldur æla því að klósettið er svo heillandi mubla). Heilsan daginn eftir var ekki upp á marga fiska en hláturinn á leiðinni heim lengdi sennilega líf okkar um nokkur ár. Guð hvað ég skemmti mér vel. Ég held að það sé öllum ljóst að station eða jeppi er það eina sem dugar í framtíðinni. Við töldum okkur vera mjög bjartsýnar á fluttingin á mublunum og fundum út að aðeins þyrfti að skilja tölvuborðið eftir. Eftir að flest af smádótinu okkar var komið í bílinn og ekki sást út um afturrúðuna lágu danir í því. Því fór kommóðan, talvan, borðið og ýmislegt annað til geymslu í Álfabyggðini ásamt slatta af hlátri. Mér til sárinda var ég of sein í bæinn til að njóta þess óvænta sem bestu vinkonur í heimi höfðu planað. Kl 19:15 var rennt inn í Akraneskaupstað og þar með var niðurtalningunni lokið. Ég mætti fashinable late í eurovision partýið til Aldísar eða kl 20 sem telst góður tími í sminki og fataskiptingar þrátt fyrir hávær mótmæli móður minnar. Kvöldið var hið skemmtilegasta og Mörkin er ekkert að gefa eftir. Þ.e. ef maður fer ekki þangað á 2 sinnum í viku eins og sumir! Þar var glatt á hjalla þar sem maður kannaðist við nánast öll andlitin og knús frá Siggu var yndi og óralangur aðskilnaður okkar góðvina Óla Jóns varð á enda. Tjútt á dansgólfinu en það var að sjálfsögðu tekin snúningur dauðans en þar sem dýrmætastir voru, voru nýju fínu HVÍTU skórnir mínir sem strokið var af reglulega. Svo var bara rölt heim í rólegheitunum..... EIN af sjálfsögðu.

En ég byrjaði dagana sunnan heiða í höfuðborginni. Fékk vinnu á Trocadero og mætti þar galvösk kl 7 á morgnanna ásamt vinum mínum í öryggisþjónustunni sem heilsa mér sennilega með nafni í Kringlunni. Dagarnir í höfuðborginni voru sæla og hef ég jafnvel íhugað að setjast þar að einhverntíman í framtíðinni. Ég krashaði í íbúð á Eggaranum eins og Bára kallar það í leigu Hannibals og Eygló og kann þeim bestu þakkir fyrir. Ég fékk að vera þar alveg óáreitt þó að umbúin gestasængin hafi valdið þeim gunsemdum.

Ég byrjaði að vinna á Höfða 1. júní og uni því vel enda er þetta eldra fólk okkur bestu kennararnir. Fæ fín frí í sumar og er bara svei mér þá að spá í að halda þeim enda eru hendurnar mínar ekki alveg að höndla álagið og Exem er farið að banka upp á.

Eins og ég hef margsagt þar sem af er þessu ári á þetta sumar að verða hið frábærasta eins og alltaf hjá hamingjusömu manneskjunni mér. Án þess að vera handtekin af lögreglunni eða þurft að slá blettinn hefur vinnan verið góð ásamt rjómblíðu veðurguðanna. Byrjunin hefur samt ekki verið nógu góð heldur umvafin karlmannsmálum frá fyrradegi til dagsins eftir morgundaginn. Þar sem ég hef gaurinn ekki í vasanum, ekki einu sinni leynivasanum hef ég því ákveðið að leggja öll slík mál til hliðar í 10 daga. Af hverju 10 daga? Jú því ég stefni á djammið í nánustu framtíð til að hafa upp á gaurunum sem voru alveg til í tjúttið á Sólon. En þar sem að einn hékk á veiðistöngin var náttúrulega bara sett upp sparibrosið og bara sagt settlega nei takk. # Big mistake eins og Júlía Róberts sagði við skvísurnar á Rodeo drive. En ég við Adam í paradísinni minni.

Ég hef ekki verið iðinn við djammið hingað til eins og planað var í vor en því verður nú aldeilis bætt úr. Ég fór á djammið á Akranesi á Júróvísion og RVK á hvítasunnunni og fyrradag. Fyrir ykkur sem viljið djamma með mér er ég á leiðinni til RVK helgarnar: 26 júní, 3 júlí, 10 ágúst en þetta eru bara planaðar helgar til að byrja með. Svo verða írskir dagar 10 júlí á Akranesi, ættarmót í Skagafirði 17 júlí.

Ég rak augun í auglýsingu í dagblöðum landsins frá Hreyfingu þar sem segir að sumar konur líti vel út. Tökum því þannig að í sumar lítum við allar vel út enda sumar konur líkt og blómarósir sem springa út á sumrin. Þrátt fyrir allt sé ég fram á spínat, sellertí og gulrætur og vatn þar sem að ég mundi auðveldlega fljóta á vatni á björgunarhringnum einum saman. Við Aldís og Guðrún Dúfa ætlum því í þreksalinn í fyrramálið enda ekki seinna vænna. Hef ekki hreyft á mér rassinn síðan 12 maí og trúið þið mér, það sést.

En ætla að renna yfir íbúðina hjá Nonna bró áður en hann kemur með allar fallegu gjafirnar frá Espnangole handa mér því að til hvers eru litlar systur annars en dekra við:)

Sólið ykkur, Eva Blómarós

PS. Skora á alla stráka sem ætla að taka svona "pre med" að skrá sig í Háskólann á Akureyri því ég hef þegar skráð mig, borgað brúsann og verð í pentinu í Álfabyggðini.