Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

fimmtudagur, júlí 03, 2008

Lykillinn af Hótel Framtíð

Hu hmmm... ekki orð meira í væmni enda er er ég búin að vera svo reið upp á síðkastið að væmni er ekki til í orðaforðanum mínum þessa daganna. Þegar kemur að mikilvægum dögum í lífi mínu þá vil ég ekki að neitt sem ég geri í kringum þessa mikilvægu daga geti haft áhrif á ánægjuna sem af þeim hljótast. Maður er víst ekki alvitur. Maður á það nefninlega til að verða heyrnaskertur og sjóndapur stundum og tímasetningin er náttúrulega stundum bara djók. Þegar öllu er á botnin hvolft þá eru það karlmenn sem vanalega setja allt á annan endann. Lillar litlir eymingjar? Þessi kynflokkur er náttúrulega bara vankaður nánast eins og hann leggur sig. Ég fór til Danmerkur með allt annað hugarfar en einhver sem stundað hafði hamingjuhegðun upp á síðkastið þrátt fyrir að ekkert sem ég hafi gert hafi orðið valdurinn af því að hamingjuhegðun mín var stöðvuð. Ég sagði í upphafi árs að í ár ætlaði ég bara að hugsa um sjálfan mig. Sumir hlutir gleymast fljótt og fyrr en varði þegar líða tók á árið kom Florence Nigthingale syndrome-ið upp í mér (blessuð sé minning hennar). Það er víst ekki hægt að bjarga heiminum. Sumir hafa klárlega ekki gleymt að hugsa um sjálfan sig og þá ekkert nema sjálfan sig! Ég lagði upp í ferð sem mér fannst alltaf frekar lala en fannst ég samt vera að playing it save. Ég get haft rangt fyrir mér og á ekki erfitt með að viðurkenna það. Einhverstaðar á leiðinni missteig ég mig hrapalega og rankaði við mér í holu þar sem það var meira að segja búið að moka fyrir mig smá skít og drullu og blautri í þokkabót. Ég held að það muni ekkert koma mér á óvart framvegis. Ég grét meira að segja nokkrum tárum um daginn af reiðinni einni saman. Ekki í eina einustu sekúndu yfir aumingjanum sem það varðaði heldur vegna stoltsins sem einhvern veginn og óskiljanlega varð brotið. Þegar ég kem heim frá DK sé ég hvar búið er að moka yfir holuna og að lífið hélt áfram. Illa var þó fyllt ofan í hana og ekki af neinum fagmönnum heldur. Þegar fólk sem skiptir mann máli daglega virðist hafa hoppað ofan í holuna getur maður ekki annað en hugsað sig tvisvar um hvernig því datt í hug að fara þangað ofan í. Ég held að fólk gleymi svo oft að hugsa outside the box og setja sig í spor annarra. Daginn fyrir útskriftina mína, sem var mér mjög mikilvægur, sá ég ekki fram á það hvernig ég gæti farið í gegnum hann án þess að hugsa um hræsni, lygi, virðingaleysi og niðurlægingu. Að fara frá því að halda að manni hafa þótt vænt um einhvern sem maður fer niður í að fyrirlíta og það ekki af ástæðulausu og hleyp sko ekki að neinu. Ég hef alltaf sagt að ég vilji ekki lita líf mitt með svoleiðis fólki. Fólk sem fellur niður af stallinum hjá mér kemst aldrei þangað aftur. Það sem maður getur látið hafa sig að fífli. En jæja, ég gat átt daginn minn skuldlausan og án óþarfa áhyggja og þakka ég góðum genum frá báðum foreldrum mínum sem færðu mér þrjóskuna stax í vöggugjöf. Einhverstaðar í fjaska heyrði ég Barry White syngja “What a wonderful world” sem hún er. Við bara gleymum því stundum. Stundum eru orð einfaldlega óþörf.

Yfir í annað og skemmtilegra. Ég er flutt inn að hluta til á Lindargötuna. Ég flutti inn helminginn (þ.e. föt, skó og snyrtidót) þegar klukkan sló miðnætti þann 18. júní eftir fyrstu vakt mína sem hjúkrunarfræðingur og það á 95% stórhátíðarálagi. Já lífið er hart! Ég tók mér video og allt og ætlaði nú aldeilis að hafa það huggulegt svona fyrsta kvöldið mitt (eða nóttina). En þegar ég kom inn var allt breytt frá því sem áður var. Það var svo sem allt gott og blessað en ég er ekki mikið fyrir breytingar allavega ekki breytingar á gömlum stað. Ég fór því í það þarna eftir miðnætti að rútta öllu til ein og óstudd, setja allt í sömu horfur og íbúðin var í síðasta sumar, flytja eins og tvö borð inn í geymslu og svona. Þegar ég svo loksins henti mér upp í sófa geggjað spennt yfir myndinni sem ég tók þá steinrotaðist ég bara og ég veit ekki einu sinni hvernig myndinni byrjaði takk fyrir takk. Þar voru 650 krónur sem ég sé aldrei aftur. Ég fór svo í kjallarageymsluna sem ég er með í láni og sótti innbús punt á s.l. mánudag. Puntaði svo eftir kvöldvaktina á þriðjudaginn til kl 04:00. Það má orða fluttningana mína sem næturfluttninga. Það er svona svart-hvíta inn-bús-þemu í sumar þannig að ég var eingöngu að leita af ákeðnum hlutum en gerði það þó pent og losaði eins og alls 2 kassa af eins og 15 stk. Var ekkert að fara í stór tiltekt. Ég vill bara hafa þarna smá piece of me, þetta er nú heimili mitt. Ohhh hvað ég elska að búa í miðbænum á sumrin. Allt svo æðislegt og frábært. Er búin að fara á kaffihús 5 sinnum og hitta fullt af skemmtilegu fólki sem ég sé allt af sjaldan. Hef ekki séð Guggu og Jóa en allt er á sínum stað. Pólverjarnir á móti mér. Fáfnir í allri sinni dýrð. Austur-Indía fjelagið. The whole gang is here.

Fyrir viku síðar vissi ég ekki hvort ég átti að stíga í hægri eða vinstri fótinn. Þetta var farið að valda mér virkilegu hugsarangri, svo mikið að ég er farin að hugsa um framtíð mína (næsta vetur) að það var farið að halda fyrir mér vöku um nætur. Svo var eins og ég fengi hugljómun. Ég ákvað að vera áfram í Rvk og vinna á LSH Hringbraut. Það var hvort eða er alltaf stefnan upphaflega. Vinnan mín á sængurkvenna er yndisleg en mig langar að skoða mig aðeins um. Mig langar svo að taka svokallað kjörár sem felur í sér að vinna á 3 deildum í 4 mánuði.
Ég ætla sem sagt að vinna hérna heima í eins og ár og borga skuldir og jafnvel safna smá pening ef að ég næ að ná-nastast eitthvað. Því það eru þeir nýsku sem eiga auranna ég hef komist af því. Þegar það er búið og gert ætla ég að flýja af landi brott, þurrka allt og eiga ferska byrjun á vit ævintýranna í Danmörku eða Skotlandi! Það skal nákvæmlega EKKERT stoppa mig.
Nú er bara að huga að íbúðarmálum og þar eru kröfurnar ekki litlar því ég ætla sko ekki að hokra í holu fyrir 100.000 kall á mánuði. Nei ég ætla að hafa það gott og ekki borga krónu meira en það sem ég ætla að borga því Crish Brown segir að ég gæti allt eins fengið allt sem ég vill. Ég er hér með löggst á bæn:0). Eigum við eitthvað að ræða nýja lagið hans Krissa, "Forever". Hvernig getur maður bara setið kyrr??? Ég stend upp og hækka græjurnar í botn;0).

........ Það er ljós við enda ganganna. Já hví segi ég það? Jú ég er búin að taka ákvörðunina! Og ég er að fá vöxtinn minn aftur. Andlit mitt hefur enn kjálka, ég hef eignast mitti aftur og það glittir í línur sem móta magavöðva. Fötin mín límast ekki lengur við mig og ég kemst í gamla jakkanúmerið mitt aftur í vinnunni og gott betur en það. Hver segir svo að sterar séu ekki sexý?
Ég er búin í klippingu. Loksins. Komin með topp aftur eftir 12 ár og ljósi síðu lokkarnir fengu að fjúka! Get ekki séð annað en öllum lítist vel á þessa breytingu. Er einnig orðin aðalstyrktaraðili TIGI varanna. Bara hluti af lagfærinur á veiðarfærðum allt svo. Ég hef siglt báti mínum í land. Lagt árar í bát. Dregið inn net. Dregið inn öngulinn. Nú hefst bara lagfæring og endurnýjun á öllum veiðarfærum fyrir næsta tímabil. Hann er nefninlega úti á sjó hinn eini sanni. Hvernig veit ég það? Nú því að það hefur einhver sent hann þangað og þegar hann kemur til baka þá verður hann orðinn af manni. And how am I soooo single?

Nú eru það bara Írskir dagar um helgina og svo ætla ég að taka flugið um þar næstu helgi til the lovely Akureyri. Hlakka svo endalaust til.

Þessa daganna vakna ég stundum með fiðrildi í maganum. Bara svona af því að það er sumar;0).

Eva Ljósleiðar

Ps. Næsti pistill verður um Danmörku og svo á ég ennþá eftir að koma með tvö krassandi pistla frá New York.