Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

mánudagur, nóvember 26, 2007

Og stelpan er farin . . . .

Ekkert að ég ætli eitthvað að vera að nudda ykkur upp úr því en eftir nákvæmlega 8 klst og 39 mínútur er ég er farin. . . . FARIN TIL NEW YORK CITY baby!

Borgarinnar sem aldrei sefur, borgarinnar sem ég dái, borgarinnar sem hefur 1.5 milljónir einhleypra karlmanna.


M.a. einhverjir í þessum heitustu búningum sem til eru, sem ég skal svoleiðis sverja fyrir að ég muni aldrei aftur neita um djamm. Ó nei og núna erum við 7.

Ps. Skrítið að skreyta svona snemma og án Önnu Huldar minnar en við verðum á öðrum og spennandi stað á þeim heilaga tíma í ár. Það er orði svo kósý hjá mér núna þar sem allt er orðið svo jólalegt. Eina ástæðan fyrir því að ég skreytti svona snemma var svo að ég gæti komið heim í tandurhreina og smekklega skreytta íbúðina og þarf ekki að gera þetta allt þá enda allt öðrum hnöppum að hneppa;0).

Pss. Helgin hér heima fól í sér stjórnunarritgerð, því að hitta aðeins stelpurnar og láta pabba snúast í milljón hringi í kringum mig enda baðst ég afsökunar á því í gær. En ég veit að ég á þann besta í heiminum. Meðan ég sat og gerði ritgerð þá eyddi hann mestum tíma í að búa til konfekt, ljúffengt og í öllum bragðtegundum. Myndarlegur! En svo fór hann líka aðeins í vinnuna, flutti sófasett út úr og annað inn í stofuna, setti Toyotuna yfir á vetrardekk, skaust í búðir, eldaði, vaskaði upp og margt fleira. Stundum er ég aðeins skyld honum:0).

Aldrei hefur verið jafn nytsamlega pakkað og þaul hugsað og allt af góðum ástæðum!

Eva heimsborgari

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Hugurinn ber þig hálfa leið . . .

Á meðan ég sit hérna upp á bókasafni eins og ég er búin að gera síðustu daga. . . . og les eða reyni allavega greinar um stjórnun í hjúkrun þá týni ég mér oft á dag. Ég er nefninlega allt í einu komin hálfa leið til New York. É
Ég sé fyrir mér góðan morgunmat sem gefur mér orku fyrir allan daginn. Ég sé mig niðri í Soho hoppa inn í hverja verslunina á fætur annarri (h&m, old navy, footlooker, gap, victoria´s secret, nike verslanir, plötubúðir, markaðir með hræ ódýrum fötum) þar sem ég tek við hverjum pokanum á fætur öðrum og brosið mitt verður bara breiðara þegar ég heyri afgreiðslumanneskjuna segja: "And have a nice day" því þetta getur ekki orðið neitt annað en indæll dagur. Ég enda svo á því að koma heim og losa mig við pokana og pirra mig ekki yfir því hvað þeir séu þungir heldur svona meira hvað ég hafi brennt miklu þennan dag af öllu labbinu;0). Þegar ég hef farið og fengið mér kjúklingavængi á TGI Friday´s sem hefur þá ekta ekta en ekkert svona eins krap eins og hérna heima. Ég vil mína með extra sósu. Þegar ég hef tekið einn gulan taxa nálægt hótelinu labba ég í gegnum "þorpið" kem við í smábúð og kaup mér Hagz & Dagz butter/carmel pecan og kippi jafnvel með einni hvítvíns belju. Kem svo upp á hótel og máta öll fötin aftur sem ég hef keypt mér um daginn og styn af alsælu yfir því hvað dagurinn hefur verið góður. Svo kjafta ég aðeins við stelpurnar og hlæ af fyndnum atvikum hversdags lífsins. Já finnst ykkur skrýtið að ég sé komin annað?! En það gerist allavega ekki fyrr en eftir þessa stjórnunarritgerð svo mikið er víst.
Það var 16 stiga hiti í gær og 12 stiga hiti í dag.

Núna er klukkan að slefa í sex. Þá ætla ég í vax til Baddýjar. Fara í jólahúsið til að fá í mig smá fiðring fyrir kvöldið enda mikið um að vera. Elda fyrir Erlu, Brynju, Jón Val og Baldvin dýrindis bringur & gera ávaxtasalat eins og mér einni er lagið í eftirrétt. Svo ætla ég að þrífa & skreyta. Það vill svo skemmtilega til að léttbylgjan er farin að spila jólalög svona í bland sem gerir mig mjög hamingjusama í dag.
Ég pakkaði í gær þannig að það er tékk-ed (minnsti farangur sem sögur fara af).

Ég á svo flug heim á hádegi á morgun. Hlakka orðið til að komast heim og slappa aðeins af yfir skólabókunum. Já einmitt, en satt samt sem áður. Við pabbi verðum bara ein heima þar sem mamma fer til Boston á morgun. Ætla að reyna að vera voða góð við hann um helgina.
En milli þess sem ég hangi með nefið ofan í bók ætla ég nú að gera mig svolítið sæta, fara í plokkun og klippingu og strípur. Ég meina ég er ekki búin að vera að taka hárkúr, klína í mig kókosolíu og samviskusamlega nota djúpnæringu fyrir ekki neitt. Að ég tali nú ekki um alla skrúppuninga og bodylotion smurninguna en það hefur reyndar farið eitthvað minna fyrir því.





Þetta er brjósahaldari nr 2;0). Ég er sko kolfallinn fyrir secret embrace línunni.

Eva dagdraumisti

mánudagur, nóvember 19, 2007

Sjálfshjálparbókin

Note to self. Alltaf background tékk.

Ég hef verið að fá nokkuð af kommentum undanfarið frá fólki um að ég sé að tala of mikið undir rós en stundum þarf bara að kafa dýpra eins og í mörgum góðum sjálfshjálparbókna þá þarf maður að fara undir yfirborðið og þar. . . finnurðu það allra besta.

Við Andri Geir í góðu game-i á Burn kvöldinu.


Helgin vel heppnuð en með örlítið öðru sniði en vanalega hérna norðan heiða. Ég fór á Burn kvöldið sem heppnaðist vel. Þar var boðið upp á marga góða drykki eins og burnito, burn long island ice tea, burncosmopolitan og margt fleira. Það var pínu tregi í mér varðandi þetta djamm þar sem það var nú einu sinni föstudagur og á þeim annars góðu dögum sökkar djammið á Akureyri vanalega. Fyrripartinn var ég eitthvað voðalega edrú og dönnuð en svo kikkaði einn drykkurinn í inn og næsta klukkutímann eyddi ég í símanum sem virðist reyndar vera annsi algengt þessa dagan. Oftar en ekki einhver á hinni línunni líka! Ég var búin að sverja hollustu mína til afmælisbarns laugardagsins þ.e. eftir miðnætti og ætlaði ég þar með að færa henni bestu afmælisgjöfina. Þannig að þegar ég sá hana ekki meir þá var sent eitt sms og fann ég snótina á Amour þar sem hún var í góðu gríni en það var ömurlegt og eftir að hafa labbað upp og pissað (því ég sá ekki neitt betra að gera þar annað en enginn biðröð a toilettarann) lá mín beinasta leið þaðan út aftur. Kaffi Ak var málið þrátt fyrir að Dj- inn hefði gleymt öllum nýjustu diskunum sínum heima....A ha einmitt! Ég man eftir því þegar dj Siggi Rún sagði þetta alltaf. Úfff hvað það var orðið þreytt en maður vissi svo sem alltaf hvað maður hafði hann. Ég hefði reyndar bara sett á autoplay nokkur lög og brunað heim og sótt diskana en þar sem mig grunar sterklega að þeir hafi kannski bara verið "týndir" þá bara . . . þið vitið. Þannig að við máttum sætta okkur við lummurnar en þegar maður er á flugi þá hrapar maður ekki svo glatt og maður gerði bara gott úr þessu. Svo voru gæjarnir út Luxor á staðnum og það er nú ekki leiðinlegt að horfa á þá. Ég kannaðist við einn þeirra (og þá meina ég að ég þekki hann ekki persónulega) en mér fannst ég knúinn til að vinda mér upp að honum og eiga við hann nokkur orð. Já celebbinn hafa alltaf verið mér kær. Mér var líka boðið svolítið á barinn og þáði ég 2/3 af drykkjunum og sá síðasti var skot eftir að búið var að loka sem er eitthvað alveg nýtt hjá mér. Eftir það var ferðinni haldið ásamt afmælisbarninu í eitt flugmannspartý og annað skyttupartý en þar sem þreytan var heldur betur farin að síga á prinsessuna ákvað ég að kveðja mannskapinn, koma við á Hlölla eða nætursölunni og fá mér eitthvað ógeðslega brasað og djúsi (nammibindindið féll niður um helgina). En þar sem klukkan var að slefa í 6 þá var ekkert opið þannig að ég rölti heim og reyndi að þylja upp hvað ég ætti í ísskápnum. Það hressti mig nú við að geta talað við Páls þar sem hún var á næturvakt. Já það borgar sig sko að eiga hjúkkuvinkonur. Þegar ég kom heim fékk ég mér svo ekki óhollara en frosin vínber.

Laugardeginum eyddi ég svo hérna á Sólborg (með smá símapásum og msn spjalli) og var hér til kl 23:00 takk fyrir takk. Eftir það fór ég til Andreu og náði í nýjustu þættina, kom við í 10-11 og keypti mér samloku og snakk. Kom mér vel fyrir eftir að hafa sett hreint á rúmið mitt, fór í náttföt, kveikti á kertljósum og hafði kósiheit í kringum mig. Þegar fyrri þátturinn var búin þá hringdi Mæsa mín og ég spjallaði við hana í góðan tíma en sagði svo við hana að ég yrði bara að kveðja hana því ég væri að sofna. Það liðu varla nokkrar mínútur en ég var komin lengstu leið í draumaheiminn. Ég rankaði svo við símann minn um kl 04 en meikaði bara ekki að svara því þrátt fyrir rosalega skemmtilega mannesku á heinum endandum (sorry elskan). En í öllu fátinu þá henti ég símanum óvart í gólfið. Afleiðing þess var að ég vaknaði ekki fyrr en kl 10:30 í morgun í staðinn fyrir kl 8. Byrjaði því ekki að læra fyrr en kl 14 og þar hafið þið ástæðuna fyrir því að ég sé enn hér á vökustigi.

Nú er klukkan langt gengin í eitt og hér sit ég enn á bókasafninu eins og hvert annað lestrarnörd af fúsum og frjálsum vilja. Nei ég datt ekki á hausinn. Ástæðan, ritgerð á dead line á morgun, hún er fædd og fæðingin gekk vel og er ég að bíða eftir að fá hana aftur eftir yfirlestur svo ég geti farið heim í holuna mína til kl cirka 7 í fyrramálið þegar ég þarf að koma og leggja lokahönd á hana áður en ég skila henni fyrir kl 9. En létt bylgjan og James Blunt snillingur er búin halda mér upp hérna í dag.

Ég gleymdi bara alveg að tala um vísindaferðina í slökkviliðið sem var fyrir tveim vikum. Hún heppnaðist vel í alla staði. Ástæðan fyrir því að ég vill ólm nefna það er að það var keppt í leik og haldið þið ekki að mitt lið hafi unnið. Nema hvað!

En vikan leið með tilheyrandi þéttri dagskrá sem er bara svona eins og dagarnir eru núna. Mágkona mín sagði við mig að ég yrði að hætta að vera svona plönuð og pabbi impraði á því við mig að það væri ekki hægt að gera allt. Ég veit, ég veit. En ég reyni að sofa þokkarlega og taka vítamín. Ég kom heim í vikunni eftir góðan göngutúr og fann mikla þörf til að þrífa þannig að ég byrjaði á bílnum kl 23:30 og kom svo heim rúmlega miðnætti, vaskaði upp, tók af snúrunum og skúraði! Erla og Brynja eru búnar að vera voða duglegar að bjóða mér í mat og svona. Við Erla Þóra keyptum okkur leikhúskort og fórum á fyrstu sýninguna okkar á miðvikudagskvöldið, Ökutíma. Sem kom furðuvel á óvart. Mjög góð og mæli ég hiklaust með henni.

Ég átti æðislegt samtal við vinkonu mína um daginn. Ég var búin að útbúa smá nett grín í henni en það varð svo mikill brandari að ég var ennþá að hlægja af því upphátt með sjálfri mér nokkrum dögum seinna. Það byrjaði með nokkrum tölvupóstum, fór yfir í sms og svo hringdi hún í mig til að fá málið á hreint. En hún var aðeins búin að mála sig út í horn en náði að bjarga sér. Það endaði með því að ég gat ekki haldið í mér lengur og sagði henni að ég hefði verið að fíflast í henni. Það varð all svaðalegur hlátur í símanum og hún sagði. "Guð Eva! Ég hélt bara að það hefði eitthvað komið yfir þig og þegar þú sagðir þetta með Antony Banderas þá hélt ég að þú værir endanlega orðin rugluð?". En Anna Þóra mín þér fannst þetta nú bara gaman. Ég lét Elísubet líka fá nett kast þannig að Emil hélt að það væri eitthvað að henni. Hún hló svo mikið.





Í tilefni þess að það eru bara 7 dagar í New York þá vildi ég bara leyfa ykkur að sjá hvað fer fyrst ofan í pokann minn. Haldið þið ekki að sillararnir eigi eftir að slá í gegn í þessum;0). Sorrý ég get bara hlegið endalaust af þessu.
Eva Ameríska

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Föstu-Dagar!

Við erum endalaust að bíða og vona. Enn . . . það kemur að því einn góðan veðurdag (eða slæman eftir atvikum) að maður hættir einfaldlega að bíða og gefur upp vonina! Sá dagur er komin hjá mér. Já ég tók ákvörðunina! Ég hef því sett ákveðið málefni á bak við mig og ætla ekki lengur að velta mér upp úr því enda skil ég ekki einu sinni hvað ég var að spá. En maður kemst annsi vel á þrjóskunni sem ég hef frá báðum fjölskyldum mínum. Maður getur ekki sett allt á hold endalaust og þannig er nú bara einu sinni lífið. Það tekur okkur bara stundum tíma að átta okkur á því. Þetta gerir vinkonur mínar ákaflega stoltar af mér.

Það sem ég er nú komin á 4 ár í mínu námi og finnst ég orðin sjóuð í ýmsum málefnum. T.d. þarfapýramída Maslows en á hann er minnst reglulega í náminu. Pýramídi hans gengur út á að við þurfum að ná 5 stigum þ.e. að ná að fylla ákveðnar þarfir í okkar lífi til að ná hæðsta stallinum sem er nefnd sjálfsbirting og er ákaflega eftirsóknarverð. Ég ásamt fleirum vinn ævinlega að því að komast á æðsta stig og þrátt fyrir að maður hafi kannski endilega ekki allt í kringum sig til þess að komast á æðra stig. Þá verður maður bara að sætta sig við það stig sem maður kemst á hverju sinni. Þar af eru 7 GRUNNþafir á 1 stigi. Þær eru náttúrlega eitthvað sem maður þarf að uppfylla. Að ég tali nú ekki um til að komast á næsta stig. Ég reyni eftir fremsta megni að fylla þessar þarfir eins og guð lofar;0). Ég sé fyrir mér nokkur bros. Við skulum bara orða það sem svo að ég stend við það sem ég segi.

Ég setti hérna inn niðurtalningu fyrir þó nokkru síðan. Hún hljómaði eitthvað um 346 dagar minnir mig. Vinkona mín benti mér samt góðfúslega á það að þetta væri mjög há tala og fékk mig til að breyta niðurtalningunni í 173 sem ég gerði og svei mér þá ef ég kunni ekki bara betur við þá tölu. Önnur vinkona mín hafði samt ekki jafn mikla trú á þessari tölu og talaði um töluna 90. Góðvinur minn aftur á móti gaf mér töluna 21 sem er víst happatala fræga og fallega fólksins og þar sem ég tilheyri allavega öðrum flokknum þá komst ég að því að hans tala væri kannski næst því að vera í lagi;0). Kannski hafa þessar tölur hver sitt tákn, hver veit?

Annað sem ég hef lært í hjúkrunarfræðinni er: "Það sem er ekki skrifað er ekki gert." Þetta er orðatiltæki tek ég að sjálfsögðu til mín í starfinu. Þar sem á allt að vera skrifað. Ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að taka þetta öfugt til mín í mínu einkalífi en belive you me þegar ég segi að ég tek það mjög svo til mín þessa dagana.

Ég er komin í nammi- og gosbindindi fram að Ameríkuferð. Það hófst formlega s.l. mánudag. Það gera allt svo tvær vikur sem í venjulegu mannslífi er ekki langur tími en í kattarárum er þetta náttúrulega mjög langur tími og þar sem ég er óttarlegur kynköttur í eðli mínu þá er ég hel sátt við tvær vikur. Enda þetta eru 336 klst og þegar dæmið er sett upp svona er þetta ekki svo slæmt er það? Eins og "The secret" segir, sem vinkonur mínar segja að ég hafi náð annsi fljótt og vel að tileinka mér (kommon, enda ekki nema 5 mínútnar myndband), þá trúi ég því og vona að það harmonery með mér þegar ég held að ég verði mjórri og sætari þá! Veit líka ekkert leiðinlegra að máta föt (sem er mér líf og yndi annars) þegar mér finnst ég feit. Því er stundum mjótt mér allt! Þar sem við erum í þessum málefnaflokki hvað föstur varða þá er ég líka komin í "menfast" sem þær mæðgur eru í í Brothers and sisters. Og þær hafa aldrei verið jafn heppnar þegar kemur að hinu kyninu eða hvað? Kenningin sem maður lærir að því er að maður á aldrei að vera með svona yfirlýsingar sem þýðir það að ég dreg mína hér með til baka.

Það er annars ekkert krassandi að gerast í mínu lífi annað en lærdómur og skóli og nemendamál. Ég kem heim til mín yfir blánóttina og þar bíður mín ekkert nema tómt rúm, þvottur á snúrunni (þar sem ég skrepp heim úr skólanum til að henda í vélar) og JÁ uppvask þar sem ég stoppa ekki einu sinni nógu lengi heima til að pirra mig yfir því að það sé í vaskinum sem er náttúrulega svo sorglegt og svo ekki ég.
En það er BURN kvöld deildarfélaganna á morgun þannig að það stefnir í gott föstudagskvöld. Stelpurnar töluðu svo mikið og lengi um þetta tiltekna kvöld í fyrra að ég nagaði mig í handarbökin margar nætur í röð fyrir að hafa ekki verið á staðnum. Þetta verður jafnframt síðasta djammið mitt líklega á árinu þannig að . . . . . . . . það verður tekið á því. Ekki of lengi samt þar sem helgin bíður mín með önnur spennandi verkefni. Þess vegna ætla ég ekki á konukvöldið í Sjallanum á laugardaginn og ég ætla einnig að fórna Frostrósatónleikunum hérna fyrir norðan þar sem veskan mín verður orðinn þunn. Eða við skulum hafa þetta rétt; Vísakortið brotið eða brunnið upp til agna! En það er týnt núna sem nb er ekki hint! Við skulum alveg hafa það á hreinu. Það var í geymslu þar sem fjáróðum fingrum er ekki treyst fyrir því dags daglega. En það finnst allavega ekki í Akranes- né Akureyrar útibúi þannig að fyrsta mál morgundagsins er að panta nýtt!

En bíddu hvað vorum við aftur að tala um B & E??? Sugardaddy? Eða var það K.Þ.?;0)

Eva Burns

mánudagur, nóvember 12, 2007

Líðandi stundir, bíðandi stundir

Fór í mat til Mæsu minnar um helgina þar sem þessi mynd var tekin með fallegasta litla prinsalingnum mínu. Varð bara að hafa hana hérna með.

Þrátt fyrir að minn sæti nóvember hafi ekki byrjað eins og ég hefði ákosið kemur bara sá tími að maður verður að halda áfram. Svona er nú bara lífið stundum. Ég hef samt komið tilmælum til þess á efri hæðinni um að hlífa fjölskyldu minni þar sem ég tel okkur vera komin með meira en nóg. Á 6 mánuðum hef ég farið í 3 jarðarfarir, á 3 mánaða fresti. Þeir sem hafa fallið frá hafa verið mér það kærir að ég hef verið kistuberi í öllum þessum jarðarförum. Þetta hefur því litað nokkuð líf mitt undanfarið og maður hugsar oft um hversu mikils virði lífið er þessum stundum.

Síðasta vika var öll svolítið móðukennd. Ég reyndi þó að vera dugleg að vera innan um aðra þar sem ég vildi alls ekki vera heima hjá mér þar sem ég myndi kannski bara drekkja mér í sorg. Thelma Hrund var akkúrat stödd hérna á laugardeginum fyrir viku að dæma en átti frí á laugardeginum þannig að hún hélt mér selskap fram á kvöld. Þá fór ég í mat til Jóhanns frænda og Siggu sem var voðalega gott. Um kvöldið kíkti ég svo á kaffihús með Hildi Sólveigu og hitti Höbbu mína líka. Á sunnudaginn var ég að læra með Karó og fór svo til Erlu og Brynju. Á mánudag - miðvikudag var ég svo bara í skólanum og að læra fram á kvöld. Fór svo í heimsókn til Heiðdísar á mánudagskvöldið og Lísbetar á þriðjudagskvöldið sem var bara rosa fínt. Á miðvikudagskvöldið fór ég svo út að borða með bekknum mínum.

Lagði upp til suðurfarar kl 9 á fimmtudagsmorgunin með Jóhann og Siggu. Hann tilkynnti mér það strax að í þessari för væri maður manns gaman. Hafði hann því þó nokkuð fyrir því að halda okkur selskap á leiðinni og var með alls konar getraunir og samræður. Það var svo gott að komast heim. Þrátt fyrir sorglega aðstæður í þetta skiptið þá þykir mér alltaf vænt um það þegar fjölskyldan mín kemur saman. Um kl 13 komum við á áfangastað og komum beint í flottann hádegismat þar sem mamma og Alda frænka voru og svo kom Hrefna líka. Ég varð svo bara að fara og kíkja á Mareni mína og prinsalinginn minn, Kristían Mar. Hann er svo mikið yndi. Kistulaggnin var seinnipartinn og eftir það fór fjölskyldan í mat til Áka frænda. Ég kíkti svo rúnt með Ellu Dóru og Jónu um kvöldið. Á föstudeginum var jarðsett og svo erfðisdrykkjan. Mágur minn spurði svo hvert ég væri að fara þegar ég skipti um föt í skyndi þegar við komum heim og ég sagði að kvöldið væri fullsetið. "Auðvitað ert þú ekki með kvöldstund sem er óplönuð" sagði hann, og þegar ég er fyrir sunnan þá hefur hann mjög rétt fyrir sér. Ég fór í rosa góðan mat til Marenar og náði aðeins að knúsa Kristían aftur. Hann var í rosa fíling eftir að hann var búin að leggja sig hjá mér og fá sér svo aðeins að drekka og brosti og brosti til mín og spjallaði og spjallaði:0). Je dudda. Hann er náttúrulega bara himneskur. Svo eyddi ég restinni að kvöldinu með Önnu Þóru og Hrefnu sem var voða kósý.
Eftir góðan brunch hjá mömmu og pabba á laugardeginum var tími til kominn að halda aftur norður. Ég var svo langt frá því að vilja fara og var næstum búin að panta mér flug á mánudeginum en núna eru peningar allt og hver eyrir sem ég sparar fer í Americuferðina. Ég fór því norður pínu súr. Ég var reyndar alveg uppgefin enda búin að hafa nóg að gera undanfarna daga. Ég nennti samt eiginlega ekki að hanga heima þrátt fyrir þreytu og tékkaði því á púslinum hjá stelpunum. Ég var búin að ákveða að fara á Pál Óskar á Sjallanum fyrir langa löngu og fiðringurinn var enn í mér sem ég náði ekki að losa mig við. Talaði við Bárunna og sagði henni að ég væri að spá í að slá þessu upp í kæruleysi. Fara á ball, detta í það og örlögin sæju um restina. Það fór því að ég, Helena og Heiðdís skelltum okkur í partýgallann og drifum okkur út. Ég hef aldrei á ævinni upplifað annan eins troðning. Maður þurfti meira að segja að torða sér upp og niður stigana. Það var fólk ALLS STAÐAR! Þetta var líka óttarlegur Ólátagarður og mér hefði þótt þetta líka vera æðislegt ef ég væri 16 ára! Kl 03 gáfumst við því upp. Við héldum því á kaffi Ak sem var bara sorglegur. Við nenntum ekki að fara yfir á Amour. En af tveimur slæmum kostum ákváðum við að vera um kyrrt á kaffi Ak, við gátum allavega dansað þar án þess að vera klestar upp við handakrikann á næsta manni. Eftir lokun vorum við svo boðnar í eftirpartý sem við þáðum en það fylgir víst ekki sögunni hvað varð svo út því.
Eftir að hafa sofið ágætlega fór ég með Hildi í "þynnku"sund á sunnudaginn. Fór svo til Baldvins og Jón Vals seinnipartinn þar sem við borðuðum saman og horfðum svo á video eða meira svona strákarnir þar sem að ég sofnaði fljótt og örugglega (sem gerist nú ekki oft;). Hafði það voða gott með tvo karlmenn mér við hlið. Deildi koddanum orðið með Jón Val þar sem ég lak alltaf meira og meira ofan í sófann og var örugglega byrjuð að slefa rúmlega níu. Rumskaði öðru hverju og spurði hvort hvað væri búið að gerast í myndinni án þess að þeir nenntu að útskýra það fyrir mér enda var mér nokkuð sama. Fór svo loksins heim eftir að vera búin að sofa hjá þeim í nálægt 3 klst. Í svefnleiðslu keyrði ég heim og henti mér upp í rúm og svaf til kl rúmlega 11. Það gera alls 14 tímar takk fyrir takk. Skörð stelpan. Ég lagði mig líka í síðustu viku í 5 klst um miðjan dag. "Power naps" það er málið. Ég hef sennilega sofið of lengi í nótt það sem ég var svo þreytt seinnipartinn að mig langaði að grenja. Við, þ.e. ég, Karó og Rebekka vorum að leggja lokahönd á umsókn okkar til siðanefndar í kvöld og hvorki fleiri né færri en 9 leyfis- og kynningarbréf. Á morgun byrja ég svo á ritgerð 1 þar sem næsta vika er tileinkuð ritgerð 2. Það er nú bara einu sinni hálfur mánuður í USA!
En nú verð ég að fara að taka extrun á íbúðina, þetta gengur orðið ekki lengur. Ég vanræki gjörsamlega löghlíðnar skyldur mínar gagnvart henni. Þegar ég bjó með Önnu Huld hélt hún oft að nú væri ég orðin ólétt af því að ég átti það til að vera komin hálfa leið inn í skápa og ofan í skúffur eða eitthvað miklu fáranlegra bara svona á virkum venjulegum degi. En þar sem ég er komin á 4 ár í hjúkrunarfræði og veit loksins hvernig býflugurnar og blómin virka held ég að ég sé safe í bili. Ég tók reyndar smá rispu á þvottavélinni fyrir ekki svo löngu síðan með eyrnapinna!
Eins og venjulega er ég með æði fyrir nokkrum lögum. Það er "Sagan af Jesú" með Baggalút sem er reyndar aðeins á undan áætlun enda svolítið í jólin en ég tók forskot á sæluna. Svo er það nýja lagið með Palla, "Betra líf". Ég get gjörsamlega ekki sitið þegar ég heyri það. Það greip mig strax. Eivör Páls er líka alveg að meika það með laginu "Elísabet og Elínborg". Það er alveg yndislegt og snertir hjartarætur.
Ég sé mjög náið samband við Sólborg, aðal byggingu háskólans næstu tvær vikurnar. Á slíkum stundum, þegar kvöldar langar mig mest í heimi að eiga karl heima hjá mér sem væri ekki séns að gæti sagt nei við mann, svona þegar maður myndi skríða upp í rúm til hans, horfa á hann hvolpaaugum og biðjann um að nudda á sér bakið. Það er einfald, auðvelt og nánast hægt að gera þetta sofandi.
Það voru opnuð augu mín fyrir tveimur staðreyndum í kvöld, önnur þess efnis að ég ætlaði að taka afdrifaríka ákvörðun, hin var þannig að ég hætti við hana. Hvað verður svo úr þessu í vikunni það verður að koma í ljós.........
En ég ætla heim í holuna mína með Gray´s.
Eva Hemmhemm

föstudagur, nóvember 09, 2007

Far-vel

Er í stuttu stoppi fyrir sunnan þar sem við vorum að kveðja ömmu í hinnsta sinn í dag. Falleg og friðsæl athöfn. Nú eru amma & afi aftur saman komin handann við gullna hliðið með börnunum sínum 4 sem fóru á undan þeim. Það hafa eflaust verið miklir faganaðarfundir þar meginn.

Hérna er mynd af okkur (sjálfsmynd) frá því í apríl, tekin svona rétt áður en amma reyndi að ná af mér myndavélinni þar sem hún var ekki jafn mikill aðdáandi og ég sjálf. En ég held hún ljái mér það ekki í dag að mig hafa langað að henda inn þessari mynd af okkur.


Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar og hlýjan hug til mín og okkar. Ég er svo heppinn að eiga alveg fullt af yndislegum vinum. Þið eruð hjartagullin mín:0).

Eva Ömmslustelpa

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Saknaðarkveðja

Á meðal venjulegra daga í lífi okkar koma dagar sem eru sérstakir. Við upplifum alltaf einhverja hinsegin daga, öðruvísi daga. Daga sem eru ólíkir öllum öðrum dögum. Daga þar sem við erum næmari á lykt, næmari á sjón, næmari á tilfinningar, næmari á minninguna, næmari á allt í tengslum við þessa daga.

Ég man sérstaklega eftir einum slíkum fyrir nokkrun árum síðan. Ég vaknaði snemma morguns og veðrið var svo leiðinilegt, rok og rigning. Aldrei eins og vant var ég með kveikt á fréttunum þennan morgun þegar ég keyrði til vinnu. Ég man eftir fréttunum. Ég man hvar ég lagði bílnum. Ég man eftir fólkinu sem var að vinna með mér þennan dag. Ég man að ég labbaði eftir ganginum í hádeginu og ég man eftir lyktinni af matarbökkunum. Ég man hvar einn sjúkraliðinn skellti matarbakka á vagninn og sagði:"Maðurinn er náttúrulega bara dáinn." Ég man eftir að hafa fengið símtal skömmu seinna og það er svo ferskt í minningunni að það er eins og það hefði gerst í gær. Ég man eftir að hafa gengið inn í herbergi til eins sjúklings, einfaldega af því ég vissi ekki hvert annað ég átti að fara. Þar stóð ég bara og vissi ekki hvort ég átti að hlægja yfir því hvað fréttirnar sem ég hafði fengið voru fáranlegar eða hvort ég átti að gráta yfir því hvað þær voru hræðilegar. Eftir smá stund fór ég aftur fram. Þar sem ég mætti vinkonu minni á ganginum og þegar hún sá svipinn á andlitinu á mér sagði hún: "Ég veit, ég þorði bara ekki að segja þér það". Ég man eftir umræðinum á vaktinni eftir hádegi. Ég tók eins lítinn þátt í umræðunum og ég mögulega gat. Vinkona mín kom til mín með full augu af tárum og spurði hvernig ég gæti haldið höfði. Önnur kom og sagði mér að fara heim. Það endaði með því að hjúkkan spurði hvort að ég vildi ekki fara heim þar sem ég væri í annarri stöðu en hinir. Ég kom við í búð á leiðinni heim og man hvað ég keypti. Ég kom heim og tók saman dótið mitt. Ég fór til Reykjavíkur og man eftir útvarpinu á leiðinni. Ég flaug til Vestmannaeyja þar sem átti að bíða mín frábært ævintýri alla helgina. Ég man eftir því að hafa komið og vinkonur mínar horft á mig. Ég man að mig langaði bara til að fara að sofa þannig að þessi dagur myndi enda.

Eins og þennan dag mun ég muna daginn í gær. Daginn sem var hringt í mig kl 06:40 og pabbi minn tjáði mér að hann hefði sorgarfréttir að færa mér. Stundinn þar á eftir var erfið. Enginn hjá mér. Enginn í næsta herbergi. Enginn sem ég vildi hringja í svona snemma. Ég kúrði mig bara í koddann minn og vonaði að ég næði að sofna aftur því ég vildi ekki fara með þessa slæmu tilfinningu á fætur. Mér finnst ég aldrei hafa verið jafn langt frá fólkinu sem mér þykir vænt um. Þennan dag mun ég muna samtöl, símtöl, fólkið sem ég sá, staði sem ég kom á og lyktina sem ég fann. Þennan dag mun ég alltaf muna. Daginn sem amma mín dó.

Alveg eins og ég hugsaði á deginum fyrir nokkrum árum hugsaði ég núna að ég gæti þakkað fyrir að hafa átt góða kveðjustund. Fyrir nokkrum árum kvaddi ég seint að kvöldi. Ég mun alltaf muna það þegar manneskjan var að ganga út úr innkeyrslunni heima hjá mér en snéri svo við og kom aftur til mín... bara til að kyssa mig einu sinni enn bless. Þegar ég kvaddi ömmu áður en ég fór norður fór ég loksins með blómin sem ég var búin að ætla að koma með lengi. Ég kyssti hana síðan bless þegar ég fór og sagði henni að reyna að láta sér batna og láta sér líða vel.
Ég hélt ekki að þegar ég kvaddi hana í síðasta skipti að þetta yrði í síðasta skiptið.

Það er oft stutt í tárin.

Eva sorgarhjarta

föstudagur, nóvember 02, 2007

Sweet nóvember

Já þá er hann kominn. . . . . nóvember. Þrátt fyrir mikil verkefni þá hef ég það á tilfinningunni að þessi mánuður eigi eftir að verða frábær. Mánuðirnir þar á undan hafa nú ekki borið með sér mikla lukku þannig að það þarf kannski ekki mikið til! En þar sem að ég held að einhver ólukka hafi verið að elta mig frá s.l. sumri þá hafi þetta byrjað í júní og september náð botninum í suck mánuðum og svo hefur þetta verið að réttast upp á við. Þannig að nóvember; ég treysti á þig.

Kuldabolinn hefur heldur betur gert vart við sig á Norðurlandinu og held ég að ég gæti breytt nafni mínu í Ísdrottningin (en með hlýtt hjarta) í stað Ungfrú Norðurlands um óákveðinn tíma. Á slíkum tímum gera kertaljós og seríur kraftaverk ásamt ullarsokkunum frá ömmu og góðu teppi.

Það er eitt sem ég hef miklar áhyggjur af varðandi veturinn. Það eru gluggarnir mínir. Þeir eru litlir og ég er svo hrædd um að það snjói fyrir þá þegar mest verður. Þannig að ég hef ákveðið að fjárfesta í góðri skóflu og verð vel á verði ef Snær ætlar að vera með stæla. Reyndar er stéttinn fyrir utan eldhúsgluggan upphituð þannig að á meðan það gerir ekki stórhríð ætti ég að vera góð þar meginn allavega. En annað í þessu. Þegar það fer að kólna þá vilja ýmsir komast inn í hlýjuna og að ég tala nú ekki um hjá svona hot & hel skemmtilegri gellu eins og mér sjálfri. Það sem er að plaga mig hvað þetta varðar eru mús og rottur. Ég er reyndar með vír fyrir gluggunum út af kisulórunum í nágrenninu (sem munum sennilega vera varðmenn mínir hvað þetta málefni varðar) en mýs og rottur geta nú nagað ýmislegt og það er nú bara með þær eins og bý- og randaflugur. Að ef þær eru einar og maður er eitthvað að slá frá sér og þær eru kannski einar og þá fara þær einfaldlega bara og sækja vini sína (sama hvað Gústi mágur minn segir. Hann heldur því fram að þetta sé argasta vitleysa og hristir bara á sér hausinn þegar þær hverfa allt í einu bara og ég segist nákvæmlega vita hvert þær fóru!). Þannig að það er kannski ein mús sem getur þetta ekki ein, hún gæti einfaldlega sótt vini sína, að ég tali nú ekki um stór fjölskyldu sína og þær eru sko fljótar að fjölga sér, sérstaklega þar sem enginn siðfræði er á bak við þeirra fjölgunaraðferðir.

En það er enn og aftur föstudagur;0).
Það er vísindaferð hjá okkur á eftir í slökkviliðið úuuu je. Við Erla Þóra vorum nánast í öngum okkar út af því að það gekk ekkert hjá okkur að finna vísindaferð. En þegar við erum að keyra niðri í miðbæ sé ég sjúkrabíl og fæ ég líka þessa frábæru hugmynd. Stelpan niðrá stöð og reddaði málunum. Svo ætlum við að fara og tjútta í góðu bláum húsi í bænum. Þar verða að sjálfsögðu ýmsir hópeflisleikir (enda formaðurinn leikja og keppnissjúkur) ásamt mat, drykk og píkupoppi a la Eydís. Mig hlakkar nú bara annsi mikið til að sjá hverjir ætla að rífa sig upp og mæta. Ég skaut á 40 manns sem er kannski ofurbjartsýnið en föstudagar eru svo frábærir að það hlítur eitthvað gott að verða úr þessu. Já ég er í bjartsýniskasti.
Þegar ég googlaði partýleiki þá fékk ég upp ýmislegt og meðal annars þennan leik:
Allir sitja í kringum eitt borð með skot fyrir framan sig. Nú byrjar gamanið, allir verða að vera með buxurnar á hælunum og svo fer einn í einu undir borðið og gerir það sem hann vill við hvern sem hann vill. Hver sá sem fer fyrst að brosa verður að taka eitt skot og þá má hann fara undir borðið. Þetta endar með því að þið drekkið mikið áfengi út af stressinu. Því lengur sem einhver er undir borðinu þeim mun áhugaverðugra verður það.
Varasamur ef fólk verður ofurölva (eins og hann hafi ekki verið stór vafasamur áður???)

Einu sinni þá setti ég aldrei stráka sem ég var eitthvað að deita í símaskrána mína. Einfaldlega af því að mér fannst þeir aldrei hafa öðlast þann rétt að eiga sér stað þar þar sem að þeim var hvort eða er eytt eftir 2- -3 mánuði eða svo. ( Sem er annað sem hann Gústi mágur minn skilur ekki er að ég virðist ekki gera verið með strákum lengur en í 3 mánuði). Sérstaklega þar sem að maður þekkir fólk ekki alveg fyrir enn eftir 2 ár! Þetta leiddi hins vegar að sér að ég mundi gjörsamlega öll karlmanns date númer sem mér voru sögð og þau fóru sko í langtíma minnið og löngu eftir að þeim lauk gat ég þulið þau upp sem vinkonum mínum fannst reyndar aðdáunarvert. Einn góðan veðurdag eftir að einn fékk að fjúka þá sagði vinkona mín við mig: "Eva. Eyddu honum svo út úr símaskránni þinni svo þú farir nú ekki að tala við hann á fyllerýi". En ég svaraði henni bara að hann hefði nú ekki komist svo langt þannig að ég vissi alveg símanúmerið hjá honum. "Bad call, bad call!" sagði hún þá. Þannig að eftir þetta hafa allir strákar sem ég hef hitt og hafa verið svo æstir í að láta mig fá númerið sitt á einhvern hátt fengið sinn stað í símaskránni í símanum mínum. En ef ég tala ei við þá meir þá fá þeir líka að fljóta með de samme. Um daginn eyddi ég t.d. tveim sama daginn. Ekki að ég hafi eitthvað verið með þá tvo í takinu heldur hafði hinn unnið sér inn rétt á meiri tíma en hinn. En það virðist einnig vera orðið þannig að menn séu farnir að senda mér sms spontant;0). Samanber s.l. helgi. Þannig að ef þú kæri lesandi er karlkyn og hefur hent í mig númerinu þínu sem ég hef einhvern tíman á ævinni notað og sendir mér einhvern tíman síðar sms þá getur vel verið að ég spyrji þig hiklaust til baka hver þú sért? No affence! Gömlu númerin hafa einnig verið blokkuðu út úr heilanum á mér.
Önnur mistök, Add-a gaurum inn á msn! Big mistake! Það mun ég ekki gera framar því það ber bara með sér ólukku. Því hef ég komist að. Þannig að á nánast sama tíma og ég eyði þeim út úr símanum mínum þá fá þeir líka reisupassann fyrir Msn. Nema þeir séu einstakir... Ahhhh sem þeir eru reyndar allir.... bara ekki á góða hátt. En þó það er einn sem er eftir sem hefur sérstakan stað í hjarta mínu og ég fæ það ekki til að sleppa. Ég blokka þá hins vegar aldrei svona ef þeir skyldu einhverntíman hafa eitthvað merkilegt að segja. En það eru alltaf til undantekningar og ég gerði það í fyrsta skipti fyrir ekki svo löngu síðan. Gleymdi bara að óska manneskjunni til hamingju með það!

Og síðast en ekki síst. Hann Krummi frændi minn á afmæli í dag. Sweet sixteen. Love you hunky dunk:*.

Eva Músella