Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

miðvikudagur, mars 28, 2007

Nöldur-steggs-stauli

Miklar hugsanir hafa leitað á mig nýlega. Ég sofnaði ekki fyrr en kl 03 á sunnudagskvöldið (eftir helgina sem ég svaf ekki neitt) ekki af því að ég var svona mikið að hugsa samt. Nei ég var drulluþreytt en einhvern vegin var þetta ekki að gerast hjá mér. Svo var ég orðin ýkt pirruð á því að geta ekki sofnað og þá sofnar maður náttúrulega ekki.

Guð hvað ég ætla að hætta að nöldra. Fólk getur nöldrað svo mikið yfir hlutum sem skipta engu máli og fengið meira að segja alla inn í nöldrið með sér. Mér var nú alltaf sagt að að ég yrði svo leiðinlegt gamalmenni því ég nöldraði svo mikið. Ég er hætt því og hef ekki gert það í þó nokkurn tíma held ég. Brosi út í annað þegar fólk byrjar stundum. Það er alveg hægt að andmæla þó maður sé ekki að nöldra. Ég er líka orðin eitthvað svo róleg og er ekkert að stressa mig of mikið á hlutunum. Ég tel lífið ekki þess virði að lifa því í svona neikvæðni.

Nú var ég að byrja í átaki á mánudaginn og stóð mig svona líka vel. Hrasaði aðeins í gær (doritos, toblerone (sem Hrafnhildur átti að vera búin með) og súkkulaði Betty. Sem betur fer var ég búin að gleyma ísnum í frystinum) en afsakaði mig á því að það er eðlilegt að hrasa þegar maður er að byrja á einhverju. Fall er fararheill. Ég bætti það líka upp með að rífa mig á lappir í morgun kl 06:45 á þrjóskunni einni saman og fara í ræktina. Dagurinn í dag hefur gengið áfallalaust fyrir sig. Ég á von á gesti og hef fulla trú á að hann geti klárað Betty-ina.

Við hugsum okkur held ég öll að fallegt fólk sé svo æðislegt. En spáum við einhvern tíman í því að það sé ekki svo æðilegt eftir allt saman. Kannski er Cameron Diaz með inngrónar gular táneglur og Brad Pitt illa haldin af táfýlu sem hann losnar ekki við eða Pamela Anderson með flösu og feitt hár. Ekki misskilja mig. Ég er ekkert að gera lítið úr þessum kvillum. Þetta er bara eitthvað svo fast í okkur að halda að þetta fólk sé nafli alheimsins. Ég var að hugsa þetta því ég var að horfa á viðtal um daginn við leikara og það var meðal annars sýnt þar sem nokkrir aðdáendur fengu að knúsa hann. Hvað ef það hefði svo bara verið vond lykt af honum eða eitthvað þannig? Væri þetta þá rosalega heillandi gaur eftir allt? Ég trúi því allavegana alltaf að hann sé í arial hreinum fötum með Tommy rakspíra og diff fitu í hárinu. Þetta er svona eins og að neita því að trúa að vel vaxnir strákar sé lélegir í rúminu. Kaupi það svo ekki!

Ég fékk þetta lánað á öðru bloggi og hló eins og vitleysingur. Varð að setja þetta hérna inn.
Konur sem eru yndislegar................

  • viðurkenna ekki að þær hafi rangt fyrir sér (ég segji nú samt yfirleitt; “já ok” af því að ég nenni ekki að þræta og það æsir fólk bara ennþá meira upp!).
  • senda sms og þegar þær fá svar að þá bíða þær í einhvern tíma með að senda aftur (já geri það mjög oft þegar strákar eiga í hlut, svona til að láta þá vita að maður sé ekkert despret).
  • nota kynlíf til að þagga niður í strákum þegar þær nenna ekki að hlusta (jú jú örugglega einhverjar).
  • segja Nei þegar strákur vill hætta með þeim (maður gefst allavegana ekkert upp strax:).
  • segjast ekki horfa á klám en horfa síðan mest á klám í heimi...... og njóta þess (ég veit það nú ekki sko en Rambó var allavega vinsæl he he he he he)
  • eiga allavega 5 eda fleiri leyndarmál sem ekki einu sinni bestu vinkonur þeirra vita (Einhver já).
  • segja oftar "nennuru að rétta mér, eða bara nennuru yfir höfuð" heldur en nokkurt annað í lífinu (og maður fær yfirleitt svarið: “nei ég NENNI því ekki” eins og þetta sé ekki löggilt að biðja svona).
  • gefa gaurum hugmynd um ad kynlíf sé í boði en hlægja síðan að þeim þegar þeir eru komnir með buxurnar á hælana og segja síðan vinum sínum frá því (hef heyrt það nefnt).
  • tala um hvað síðasti gaur var með lítið typpi og blogga helst um það (já já já já já he he he:).

    Eitt hef ég aldrei verið jafn viss um og það var að ljúga til um allar grunnuplýsingar eins og eftir þessa helgi. Ég er líka með óskráð símanúmer og þakka líka fyrir það. Karlmenn eru svo mikil fífl... svo mörg voru þau orð. Ekki að þetta sé einhver bömmer en ég er að spá í að spara kjólinn minn sem ég var í fram á sumar;)

    Sé ykkur sum um helgina, þá verð ég komin heim.

    Eva kvennmaður

sunnudagur, mars 25, 2007

Í bransanum







Þá er vika liðin frá síðasta bloggi og það er best að byrja á því að segja að þessi vika var mikið betri. Það var reyndar rosalega mikið að gera í skólanum en yfirstíganlegt.

Það er stór helgi að baki og vægast sagt tekið vel á því;) Stelpan er back in the bis. Á föstudagskvöldið var farið í vísindaferð í Norðlenska sem var ágætt. Mér fannst reyndar svolítið snemmt að byrja að drekka kl 17 þannig að ég beið til 20 með það. Þegar ég heyrði að við ættum að fara inn í sláturhúsið þarna í Norðlenska leist mér ekki á blikuna og setti upp ógeðslega svipinn. Það var svo reyndar allt í lagi og svo var gaurinn sem leiddi okkur í gegnum þetta svo sætur að maður gleymdi bara skrokkunum. Við fórum svo á Amor þar sem hart var lagt að okkur í drykkjunni þannig ég gat ekki látið mitt eftir liggja. Reyndar var ég búin að melta þetta lengi drekka eða drekka ekki. því ég var búin að lofa Hrannari að vera fersk fyrir matarboðinu á laugardagskvöldinu. En ...... þar sem að það var jafnvel von á leynikæró þá ákvað ég að skvetta aðeins í mig sem varð nú aðeins meira en upphaflega stóð til. En það var allavega svaka stuð á okkur og alltaf gaman þegar óvænt djömm heppnast vel. Stelpan komst á nokkra sénsana þannig að hún hefur greinilega engu gleymt. M.a. var ég að tala við einn gaur sem var mjög saklaust. Anna Huld sem sat nánast á móti mér sendi mér sms sem hljóðaði svona: Ætlarðu þú að hösla þennan kynkött sem situr á hliðina á þér. Ég sendi til baka: Nei og þetta er ekki kynköttur! Leynikærastinn lét ekki sjá sigL og ég var frekar svekkt. En það var rosalega sætur strákur að vinna á barnum þannig að það hífði þetta upp.

Ég gerði heiðarlega tilraun til að sofa út um helgina, það byrjaði á föstudaginn og var langþráð eftir þessa miklu viku. Ég byrjaði að vakna kl 8 en þrjóskaðist og lá upp í rúm til kl 9:30 og var eitthvað að væblast um morguninn. Tók svo netta extrun á íbúðinni eftir hádegi. Á laugardaginn vaknaði ég svo kl 9. Hundleiddist hérna heima og var búin að fara í sturtu, drekka 3 vatnsglös og tannbursta mig tvisvar fyrir kl 10:30. Ég fór svo aðeins á skverinn með stelpunum og fór svo sem faglegur ráðgjafi Hrannar í að versla fyrir matarboðið (tók að mér borðskreytinguna). Það hófst kl 18 og heppnaðist rosalega vel. Við færðum afmælisbarninu körfu með ýmsum nauðsynjum og gleðigjöfum. Ég var búin að tilkynna það að ég ætlaði ekkert að vera í eldhúsinu en einhvern veginn rata ég svo vel þar að ég vil fá að vera með. Rata meira að segja svo vel að fólk er farið að spyrja mig hvar hlutirnir eru geymdir á heimilinu. En ég ákvað að fá mér aðeins aftur í hina tánna. Áður en ég vissi af var ég orðin svolítið drukkin eða svona um kl 23 og komin með fulla svipinn. Við fórum flest í Sjallann þrátt fyrir að vera búin að segja aftur og aftur að ég ætlað ekki að fara þangað. Ég var nú bara aðalega að bulla steypu og hlustaði núll á það sem við mig var sagt og Jón Valur var orðin pínu þreyttur á mér. Ekki nóg með það heldur þurfti hann að borga fyrir mig inn í Sjallann. Þegar við komum svo þangað inn þá gekk hann með mig til stelpnanna og sagði við Erlu Þóru: “Taktana!” Ég lét ljós mitt skína í Sjallanum og var hrókur alls fagnaðar í hinum ýmsu danshópum.......;) Það er víst að ég ætla ekkert að vera að breyta út af vananum þegar áfengi er annars vegar. Í gær var ég því Sara, “83 módel, úr Rvk og í viðskiptafræði í háskólanum. Þannig að ef einhver ætlar að googla mig þá veit ég ekki alveg hvað þeir myndu finna. En ég held að strákar fatti hvort eða er ekki svoleiðis. En ég komst nú aftur á séns... misgóða þó en það er nú bara eins og gengur.

En þynnkan var ekki að fara vel í mig og mannmergðin í búðunum í gær var alveg að fara með mig, gömlu konuna. Svo vaknaði ég kl 10 í morgun. Ég veit ekki alveg hvað er að koma yfir mig. Þessi morgun hress leiki er nú bara að fara í skapið á mér. Vikan framundan verður líka býsna ströng því ég er að fara að vera rosalega mikið í skólanum, eitt hópaverkefni og eitt einstaklingsverkefni. Svo er ég líka að fara að byrja í átaki á morgun. Það er harkan sex. Matarræðið og ræktin. Svo er Hrafnhildur uppáhalds stóra frænka mín hérna í heimsókn og maður reynir nú kannski að skemmta henni aðeins. Fanney er líka á Akureyri og kannski að ég geri aðra tilraun til að bjóða henni til mín og hendi í eina köku og helli upp á gott kaffi.

Það er ekki víst að Hrefna hafi 10 mínútur í vikunni þannig að ég hef þetta ekki lengra.

Eva Long-oria




laugardagur, mars 17, 2007

Drama vikunnar

Sorgarfréttir... Ég veit ekki hvort að daga Júlíu séu allir. En hún er allavega eitthvað veik greyið mitt og það er ástæðan fyrir því að ég sé ekkert búin að blogga í þessari viku. Vona að hún sé bara með flensuna.

Ef ég tel upp dagana í þessari viku. Þá var sunnudagur góður, mánudagur slæmur, þriðjudagur verri, miðvikudagur verstur, fimmtudagur skárri, föstudagur betri. Eins og þið sjáið á munstrinu hef ég miklar væntingar til helgarinnar. Dagurinn sem skákaði öllu við var það að á miðvikudaginn byrjaði ég daginn á að leita af heimildum (dagur 3 í heimildaleit) sem var búið að ganga vægast sagt illa. Ekki gekk það betur þann daginn og var ég komin með kvíðahnút í magann yfir þessu öllu saman. Ég hugsaði ekki um annað í tímum en þennan fyrirlestur og satt að segja þá man ég ekki einu sinn eftir því að hafa verið í þeim. Loksins fannst mér ég komin með eitthvað í hendurnar og prentaði út 5 greinar frá 10 - 13 bls hver. Eftir skóla ákvað ég að fara heim og lesa greinarnar. Ræsti ég tölvuna til að hafa tölvu-orðabókina til hliðsjónar en viti menn fröken Júlía neitaði að opna nánast öll skjöl í tölvunni!... Svekti mig aðeins á því en hélt mínu striki. Greinarnar voru ekki góðar þannig að ég ákvað að fara fimmtu ferðina upp í skóla og prenta út 2 greinar sem virtust vera það sem ég var að leita að. Prentarinn upp í skóla stóð hins vegar á sér og eina sem ég “fékk” var 300 kr út af prentkvótanum mínum! Ég fór heim og sagði þetta gott á þessum degi. Ákvað að taka bensín á heimleiðinni. Kortalesarinn minn las að kortið mitt væri ógilt! Ég fór heim og las greinar áður ég fór að sofa því ég gat ekki séð að dagurinn gæti orðið mikið verri hvort sem var.
Daginn eftir var ég upp í skóla og ætlaði að afrita viðtal en headphone-in minn er svo stuttur að ég var bara öll skökk og skæld neðan við borðið þegar ég ætlaði að sansa þetta þannig að ég sleppti því.
Svo læsti ég mig úti í dag.... það springur örugglega á bílnum á morgun. Vona bara að það gerist á meðan Jón Valur er með hann í láni! Ég er reyndar öll að mildast svona í seinni tíð og nenni ekki að vera að pirra mig á hlutunum heldur bara taka þeim með ró og jafnaðargeði. Ella segir að þetta sé aldurinn.

Ákvað að taka því róleg um helgina og læra. Eina upplyftingin í dag var að skreppa í sund og hlaða svo batteríin með því að verlsa smá. Nú er komið laugardagskvöld, ég byrjaði að geyspa fyrir 2 klst og þegar ég er búin að blogga ætla ég að horfa á grays og fara svo að sofa þannig að það verður svona upp úr miðnætti. Ætla að vakna kl 08 á morgun... stefni á að snúsa ekki meira en í 2 tíma.

Hvernig stendur á því að allar bestur hugsanirnar koma yfir mann seint á kvöldin, nóttunni eða þegar maður er að koma heim eftir næturvakt. Er búin að vera að hugsa mikið undanfarin kvöld svona um lífið og tilveruna þið vitið og það er margt í gangi í kollinum á manni svona við miðnæturbil. Mikið er ég fegin að ákveðnir aðilar eru farnir út úr mínu lífi. Eitthvað sem ég hélt að ég ætti aldrei eftir að þakka fyrir. Bára mín er alveg milljón og þakka ég fyrir að hún kom inn í líf mitt fyrir ekki mörgum árum síðan og skipti ég mörgum út fyrir þá perlu;) Við vorum að rabba á msn um daginn sem við gerum mjög oft og ég fór eitthvað að svekkja mig yfir því að einhver sætur gaur horfði ekki á mig til baka. Ég kenni því alltaf um að ég sé of feit og það er honestly eina afsökunin sem ég hef! Þá segir Bára; ,,En Eva viltu í alvörunni vera með einhverjum sem er að gera veður út af einhverjum aukakílóum?´´, Hún setti þetta upp svona mjög einfaldlega en svo satt og rétt. Nei, ég hef ekki áhuga á að vera með einhverjum þannig enda ekki mikið varið í svoleiðis tappa. Frekar einhver sem metur mann verðleikum og á mann skilið ekki það að ég trúi því að sá maður sé actually til. Mér finnst ég hafa sáð mjög vel í garðinn minn, leikið minn leik án stórra hnökra, tók meira að segja teppið í forstofunni með fatarúllubusta um daginn því að mér finnst ryksugan svo léleg. Einhvern daginn hlýtur eitthvað stórfenglegt að gerast sem tekur undan mér fótanna. En Bára nefndi líka leynikærasta sem maður getur átt þá bara alveg með sjálfum sér. Ég á t.d. einn í skólanum núna sem ég er búin að vera að “deita” síðan fyrir áramót sem er meira að segja á lausu þannig að það stefnir í lengsta sambandi mitt til þessa;)
En svona vegna þess að reglulega kem ég inn á þetta karlmannsleysi mitt þá fékk ég bók í afmælisgjöf frá Önnu Þóru sem heitir ástargaldrar. Flestir galdrarnir eru þó fyrir karla??? Ég ákvað að henda inn hérna smá sýnishorni.

Galdur til að hleypa bráðarbrókarsótt í konur:
Gjör með hráka þínum fastandi þennan galdrastaf (sem er sýndur) í lófa þér og heilsar þeirri stúlku er þú vilt eiga og það er tekið fram að það verði að vera hægri hönd. (Í sannleika sagt þá væri ég ekkert úper spennt að fara heim með þessum gæja)
Svo er líka mjög mikið um alls kyns blóðblöndun í höndum eða drykkjum.
Þarna er að finna uppskirftir af ýmsum ástarmjöðum (óáfengir þó) sem því miður er enginn girnilegur og allir með vandfengnum hráefnum. Svo er bætt við svona undir lokin; líkamsvessar styrkja blönduna. Girnó!

Fleira merkilegt er í uppskriftunum eins og t.d. þetta
Tak SVÖLUTUNGU og legg undir tungu þína og kysstu stúlkuna. (Hvar er þessi gæji eiginlega? Enþá að reyna að veiða þessa svölu sennilega;)
Til að vinna ást ungrar konu þá tak VINSTRA HERÐARBLAÐ AF GRÁRRI KÖRTU og það er tekið fram að þetta finnst bara í grárri körtu og binda á kjólinn hennar. (Ég gæti bara látið mig dreyma um þennan gæja erlendis þar sem að ég held að sé ekki mikið af körtum á Ísland. Ég er náttúrulega að fara til N.Y í haust)
Tak hár af þér og þeim sem þú elska og bind með rauðum borða sem þú hefur ritað nöfn ykkar beggja með blóði og geym undir HANDARKRIKA þínum í 3 daga og brennið síðan. (Handarkrika já og bara halda þessu þar í 3 daga án baðs. Sá verður orðin hand-lama.... sterkur, skyld Ladda stelpan)
Kyssa skal konuna af ástríðu og segja á MEÐAN, Anok tharenepibhata caeouchcha anoa anok chariemochth lailam. (ég væri löngu búin að gefast upp á þessum blaðurkossi)

Galdur til að láta karlmann elska þig ...... LOKSINS eitthvað fyrir mig.
Tak HÚÐFLYGSU AF LÍKI og bind á þann sem þú elskar á meðan hann sefur. Fjarlæg hana svo eftir nokkurn tíma án þess að hann verði þess var. Mun þá kvikna óstjórnleg ást hans til þín. Svo lengi sem húðflygsan er í þínum vörslum mun ástin haldast óbreytt. (Aaaaahhhhhaaaaa.... ég held ég verði bara áfram á lausu)

Komst að þeirri niðurstöðu um daginn að alvöru draumaprinsinn hefur einhverstaðar villst á leiðinni. Ástæða þess að hann hefur ekki fundið mig enn er að karlmenn spyrja ekki til vegar!

Þá er það Sun Lolly og Gray´s. Bíð ykkur hinum þess að þið eigið góða nótt.

Eva Baunagras

PS. Ég er loksins búin að raða öllum tenglunum mínum í stafrófsröð. Þetta er búið að fara í taugarnar á mér síðan ég stofnaði þessa síðu! Prinsessan fékk nafnið Íris Embla er líka komin með link og Rakel Sif líka en ég bara gleymdi alltaf að setja hana inn á. Hún varð einmitt 1 árs skvísa um daginn.

sunnudagur, mars 11, 2007

Andvaka . . . . .

Ákvað að setja inn hérna eina mynd í viðbót af múderingunni. Vona að hún sjáist betur en þessi síðast. Gerði hana líka stærri.

02:22 sem þýðir að á þessari stundu er einhver að hugsa til mín. Á þessari stundu er ég að hugsa til margra þar sem að ég er ennþá vakandi, ekki þreytt og nenni ekki að horfa á enn eina dvd myndina sem ég er nýbúin að horfa á. Þannig er nefninlega mál með vexti að ég varð veik í vikunni :( og það ekkert smá. Á nokkrum klst breyttist heilsa mín í að vera með smá verk í hálsinum upp í ógeðslegan verk í hálsinum sem var með skerandi leiðandi verk upp í eyru og höfuð, raddlaus, aum í líkamanum, var með svima, púls upp á 130 og hita upp á 39 gráður. Eina hreyfing mín var inn á salerni og til baka. Ég var sjóðheit en samt skítkalt. Borðaði nánast ekkert. Hélt svona nett að ég væri komin á grafarbakkann. Hef ekki verið svona veik í áratug. Var meira að segja svo veik að ég skrifaði "hundlasinn" með tveimur n-um og allt á msn á miðvikudeginum og hvar með það þannig í tvo daga. Ég að var að versna frá 14 - 17 á þriðjudegi en leið strax betur á miðvikudegi en samt með 39 stig enn. Núna er ég öll orðin betri:) Stelpurnar kalla þetta "kaffi Ak/Amors pestina" þar sem ég, Páls og Soffía fengum hana allar en saman héldum við þangað the tree moskiteers á aðfaranótt sunnudags.

Árshátíðin er liðin og var maður líka bara rosalega sáttur við sig. Ég sjænaði á mér hárið frá ljósu yfir í dökkt og kjóllinn passaði enn. Hátíðin heppnaðist bara vel í flesta staði. Ballið varð nú reyndar að stórslysi. Mér leið eins og mömmu þarna bara. Maður sló alveg 3 flugur í einu höggi þar sem að innan veggja sjallans voru grunnskóla-, framhaldsskóla og háskólaball öll saman bara. Já og ég sem var búin að gleyma diskakvöldunum með Grétari og Brúnó í búrinu. Við fengum nokkrar nóg og fórum annað og slaufuðum kvöldið. Eins flott og ég var þá hösslaði ég ekki og ég var virkilega svekt. Ef ég á að segja alveg satt þá trúði ég ekki öðru en að þetta yrði kvöldið sem ég gengi út. . . . nei alveg róleg. En ég fékk augnagotu og hrós sem var ágætt en var ekki til í að acta á neitt allavega ekki ef það kæmi svo í ljós að maðurinn væri jafngamall Hrafn og Axel Birgi!

Talandi um stórslys......... X faktor (viljandi með t). Dómararnir alveg hrotti. Ellý eins og hún er, talandi í hálfkláruðum og mis samsettum setningum, steikt með meiru. Páll Óskar að reyna og reyna, jafnvel talað um kynferðislega áreitni og Einar með hormónabrenglun á háu stigi ásamt því að vera veikindalegur. Sonju finnst að það eigi að reka myndatökumennina því þeir séu bara út á þekju (mín skoðun er hins vegar að vegna slæmra móttakna á þættinum þá sé stöð 2 farið að minnka standardinn á þáttunum og nemendur á fyrsta ári í kvikmyndaskólanum hafi tekið að sér myndatökuna sem æfingu). Halla blessunin eins og dúkkulísa, segjandi brandara sem komast engan veginn til skila með keypt bros fra Bombey. Og eins og þetta sé ekki allt nóg þá er besti keppandinn útlendingur!!! Þrátt fyrir það þá sitjum við stöllurnar límdar við skjáinn á hverju föstudagskvöldi trúar íslensku sjónvarpsefni. Áfram Jógvan;) Við búumst allavega við að skaupið verði með betra móti þetta árið.

Þessi helgi var svo bara tekin rólega á því. Mig klæjaði nú samt pínu að fara í ræktina eða sund í dag og á djammið í kvöldm, svona eftir veikindinn en sætti mig við búðarrölt og mat hjá strákunum.
Ég fór í hagarann í gær og fjárfesti í tveim bókum..... því ég er svo mikið fyrir lestur. Þetta voru nú engar þungar bækur með mikilli merkingu en þjóna samt vissum tilgangi. Þær heita: eftirréttabók- og kökubók Hagkaups. Hlakkar mig mjög til að lesa þær.
Við stelpurnar ætluðum nú að fara og láta spá fyrir okkur í bolla í dag en þegar spákonan mætti loksins á svæðið var bara allt fullt.

Það er nú alltaf eitthvað skrautlegt lið sem mætir hérna um helgar. Nú um helgina voru hérna gaura sem eru bara búnir að vera að spranglast um á brókinni alla helgina, grillandi, dansandi og takandi af hvorum örðum myndir og svona. Buðu okkur í grill og partý sem við afþökkuðum pent og óskuðum þeim góðrar skemmtunar. Svo í kvöld voru þeir loksins komnir með gellur en nei þá voru þeir loksins komnir í föt! Feminstinn eitthvað að kikka inn eða hvað?;)

En það á að fara að skíra litlu snúlluna í dag og get ég því miður ekki verið með í gleðinni. Mun frekar vera í beinu símasambandi við Hebbu eða Stínu. Held það sé svolítið farið að skína í gegn hvað móðurhlutverkið heillar mig þar sem ég sat fyrir framan tölvuna á laugardagskvöldi og var að sýna Jón Val og Brynju uppáhalds dúllurnar mínar á barnalandi. Var spurð hvort að ég mér væri farið að langa svolítið í svona;) Neitaði því ekki en sagðist gera mér grein fyrir því að það þyrfti annan til eða ég tel það allavega vera æskilegri tilraun þar til ég verð 35.

Ein spurning: Ef maður væri frægur í einn dag sem ég held að marga dreymir um. Hvað myndi maður gera? Eitt er víst að ef maður færi í viðtal á E þá gæti maður lifað annsi lengi á slíkri frægð. Ég myndi allavega biðja umboðsmanninn minn að koma mér á deit með Wentworth Miller því ég er án gríns ástfanginn af honum. En hvað er svona drop dead náungi, 36 ára í þokkabót, að gera á lausu??? Ef hann er svo hommi eftir allt saman þá bilast ég. En það gæti náttúrulega verið önnur ástæða fyrir þessu. Hann hefur ekki enn fundið draumaprinsessuna sem bíður spennt hér eftir að hitta hann. Ég heyrði að hann væri ekki fyrir ljóskur en maður er náttúrulega búin að breyta um stíl. Ég er náttúrulega meira fyrir ljóshærða en ég er tilbúin að horfa fram hjá því;)

En það er farið að svífa á mig þreyta og ég ætla að drífa mig undir sæng og vona að ég dreymi eitthvað krassandi.

Eva Nótt

Ps. Það eru komin inn 3 ný myndaalbúm sérstaklega fyrir Kristín Eddu mína;)

þriðjudagur, mars 06, 2007

Breytingar eru til góða???

Árshátíð 2005
Árshátíð 2006
Árshátíð 2007


Svona lítur maður nú út í dag góðir lesendur. Hvað segi þið nú við þessu???

föstudagur, mars 02, 2007

Fósturmamman

Þá er maður komin norður eftir 5 vikur fyrir sunnan mínus allan snjó tja nema svona rétt í byrjun kannski. Það er fínt að vera farin að þrífa aftur... enda hef ég ekki verið þekkt fyrir annað en taka til hendinni með sóma.
Ég brunaði hingar heim á sunnudaginn, þann 25. febrúar en á þeim merkisdegi fyrir 26 árum þá fæddist gullfallegt stúlkubarn. Þegar ég kom á Akureyri þá buðu mín góðir vinir og gómsætar kræsingar því það er nú ekki á hverjum degi sem það kemur svona mikil drolla í bæinn;) Ég fékk mikið af góðum kveðjum meðal annars frá ráðamönnum þessa lands hvorki meira né minna. Það er líka langt síðan ég fékk svona mikið af afmælisgjöfum sem er náttúrulega rosa gaman enda pakkamanneskja með meiru. Hannibal og Eygló fögnuðu útskrift sinni á mörkinni kvöldið áður en ég fór og lét ég mig að sjálfsögðu ekki vanta í gleðina. Ég sver að Krummavísurnar verða svæsnari með hverju afmælinu sem líður og skal ég sko halda góða gleði fyrir 30 ára afmælisveisluna og brúðarkjólapartýið svo að þær geti sungið fyrir mig. Þar sem að ég held að þessar vísur hafi ekki verið sungnar um neina sem er á lausu þá veit ég ekki hverslags meðferð Dóri, Óskar eða Eggert myndu fá? Eggert???;) Maður spyr sig.

Allavega það er farið að líða svo langt á milli blogga hjá mér og þegar það gerist þá gleymir maður alltaf alveg helling. En núna man ég eftir 3 atriðum sem ég ætla að þilja upp þó að þau séu nú ekki nýjust af nálinni.
Þegar ég var heima hjá m & p þá var ég nú í ágætisyfirlæti en stundum þarf maður nú að taka til hendinni. Í eitt skipti þá bað pabbi mig að hjálpa sér með sófa upp í Gámu. Ekki málið sagði ég og dreif mig út með de samme. Skóskipti var ekki eitthvað sem ég var að spá í þannig að off I went í blankarönum. Allt í góðu nema að sófinn fauk 2 sinnum af kerrunni á leiðinni og hjúkkan sjálf sem vill ætíð bjarga lífum henti frá sér símanum (sem hún var að tala í) og út á veg og upp í móa á spariskónum til að henta sófanum út af veginum. Hversu góð er ég?
Við stelpurnar fórum svo í vísindaferð sem var bara fínasta afþreying. Við fórum á Cafe Oliver þar sem að einhverjum sniðugum datt í hug að auglýsa okkur einhleypu með símanúmerunum okkar inn á karlaklói. Ég tók ágætlega í þá hugmynd og sló ekkert upp á móti því þar sem að allir góðir menn og gildir þurfa líka að kasta af sér þvagi... Vona bara að þeira hafi tekið miðann með hinni hendinni;) HE HE HE. En keppnis andinn kom að sjálfsögðu upp í mér og lagði ég til að sá sem fengi símtal fyrst myndi vinna. Ekkert að ég ætli eitthvað að vera að grobba mit en við getum bara orðað það sem svo að kynkötturinn sjái og sigri ætíð;)
Förinni var aftur heitið á Oliver 2 vikum seinna. Í þetta skipti voru það sunnanlands vinirnir. Þetta var á sama tíma og við Gudda mín fórum í Laugar spa þar sem að ég hélt að nuddarinn ætlaði að drepa mig í fína slökunarnuddinu sem breytist í vöðvabólgunudd Satans sem þið getið rétt ýmindað ykkur hvernig er. Mæsa stakk upp á því að fara á Domo en mér fannst of seint að ákveða að kl 18 sama dag þó að ég væri ekkert úper æst í að borða á Oliver. Nei nei hver var á Domo annar en Judey boy að snæða. Það er ekki skrítið að ég sé á lausu. Ekki bara á lausu heldur eina barnabarn ömmu og afa á lausu. Mér finnst það pínu sad. En ég er nú bara einu sinni að vanda valið og það er ekki eins og tilvonandi eiginmaður minn sé ekki bara að búa okkur í haginn inn í framtíðina og að hasla sér völl sem leikari í borg englanna.

Þessa vikuna er ég svo búin að vera að búa mig undir hlutverkið að verða mamma og tók að mér eina 10 ára svona til að prófa þetta á öllum aldurstigum. Það hefur bara gengið vel og búin að vera þéttskipuð dagskrá hjá okkur alla vikuna. Erum einmitt að fara að heimsækja Jóa frænda núna eftir smá. Svo flýgur hún bara heim á morgun himinsæl og ánægð eftir veruna.

Ég er búin að vera að undirbúa mig undir árshátíðina núna í svolítinn tíma. Kjóll: tékk, Skór: tékk, Sjal: er ennþá að bíða eftir því (en það er ekki á mínum snærum), Skart: tékk, Neglur; tékk, Brúnkusprey; tékk, Klipping, strípur og greiðsla; á morgun (tékk). Já þetta er einu sinni á ári! Þá er bara að bíða eftir því að stóra stundin renni upp.

En þá er tíminn minn við tölvuna allur.

Eva prommari;)