Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

laugardagur, júní 17, 2006

Sitt sýnist hverjum

Jæja þá er brúðkaupið búið. Brúðkaup nr 2. í mínum vinkvennahóp, still single og ekki einu sinni með deit. Það heppnaðist frábærlega í alla staði. Athöfnin var alveg yndisleg og veislan svaka fín. Í svörtum fötum fóru á kostum ásamt brúðhjónunum sem voru dugleg að láta ljós sitt skína á sviðinu;) Ég skemmti mér konunglega. Eins gleðileg og brúðkaup eru þá endaði það samt með því að sumir urðu mjög sorgmæddir yfir því að eiga ekki maka. Mér fannst frekar sorglegt þegar það kom vangalag og öll pörin dönsuðu saman og Jóna vildi ekki einu sinn dansa við mig en öðrum fannst bara leiðinlegt að eiga ekki maka yfir höfuð og svei mér þá ef það komu ekki bara tár! Svo voru sumir sem áttu engan pening fyrir pulsu á meðan aðrir kaupa sér stundum pulsu bara upp úr þurru og það fyrir kvöldmat;) Mörkin var málið þegar brullupið var búið. Það var margt um SAMA manninn eins og vanalega. Ég hitti líka back up plan manninn minn og festum við ágúst 2009 sem inniheldur væntanlegan brúðkaupsdag ef allt annað bregst. Reyndar sveipast veður á lofti og allt bendir til þess að einn lukkulegur hafi fundist en maður er nefndur Gummi. Reyndar eina sem ég veit um hann er að hann er kenndur við vínbúðina og afar smekklegur en útlitið ber hann með sér og aldrei hefur það skemmt fyrir honum meðal-jóni. Eftir Mörkina var að sjálfsögðu rennt við í Olísnesti þar sem að upp komst að sumir höfðu heldur betur reddað sér grúví fari heim;) Og það svo sko enginn íslendingur heldur hhhh eldri maður af færeysku bergi brotinn.

Annars er ég að vinna frekar mikið þennan júnímánuð eins og ég var búin að segja frá. En ætla að fara í útskrift/ir um næstu helgi og kannski skella mér í bústað. Gæti verið stíf dagskrá þar sem það eru ekki nema 3 frídagar eftir í þessum mánuði. Eins og er, er ég upp á Skaga, hjá Nonna bró í þessum skrifuðu en hann grillaði þennan fína kjúlla sem væri svo himneskur að hans sögn. RVK var ekkert heillandi um helgina í þessum rigningarsvolla sem er orðin meira en þreytt og svo er bíllinn minn veikur og þarf á faglegri aðstoð að halda ef þið vitið hvað ég meina. Ég læsti líka lyklana inn í honum í vikunni í sólarhring þannig að kannski er þetta "afkast" erfiðisins. Það eru greinilega engir karlmenn lengur sem hafa þá hæfileika að brjótast inn í bíla því enginn af þeim 5 sem ég hafði upp á gat hjálpað mér þar sem ég stóð með vírherðartréð og bláu augun á bílaplaninu. Lögreglan er ekki heldur að safna sér stigum hjá mér heldur þar sem að þeir telja það ekki í sínum verkahring að opna bíla... Ef það væru bara komnir myndasímar og þeir hefðu geta séð hvað ég er sæt...allavega Þeirra missir. En Sonja og Anna Huld og Pálína komu til mín um daginn. Gaman að hitta Akureyrarstelpurnar mínar. Við stefnum á að halda hitting á Akranesi aðra helgina í júlí á Írskum dögum þannig að Soffía sem er dyggur lesandi veit það og sér hér með. Velkomin bara.

Guð svo er manni alltaf að dreyma eitthvað skemmtilegt. Um daginn dreymdi mig Oprahu Winfrey. Hún var sko stödd hjá minni fjölskyldu vegna þess að hún var að fylgjast með hvernig íslenskar fjölskyldur höguðu sér og hún var bara alveg eins og ein úr fjölskyldunni. Já ég og fræga fólkið höfum alltaf átt samleið. Svo dreymdi mig líka eitthvað nóttina eftir sem ég ætlaði að segja frá því líka en man það ekki. Í nótt dreymdi mig svo að fyrrverandi kennarinn minn væri sko alveg sjúkur í mig og elti mig út um allt því honum langaði svo til að sofa hjá mér en það var nú alsaklaust samt..... Já ekki er öll vitleysan eins! Og talandi um fræga fólkið þá fór ég inn á síðunna sem að maður getur sett inn mynd af sjálfum sér og fundið hverjum í Hollywood maður líkist. Viti menn enginn í Hollywood líkist mér og hvað les maður út úr því? Já Hollywood þarf manneskju eins og mig. Þannig að Balti, Steven og Friðrik Þór I´m up for it.

Við stelpurnar stefnum á fínerís spilakvöld með óvæntum endi;) ekki slæmt eða hvað?

Ekki er það neitt meir. Jú annars..... það er komin út bleik kithcen aid og hún kostar 42.500.- Má hugsa það þegar ég þarf að endurnýja.

Hey hey, Eva rainwoman

fimmtudagur, júní 08, 2006

Eru veiðibjöllur friðaðar?

Loooong time no heeeaar... ég veit ég veit en ég er hérna einhverstaðar ennþá;)

Þá er maður fluttur að norðan yfir sumarið og endanlega búin að flytja úr Álfabyggð 24 eftir hæð. Það sem ég á ekki eftir að sakna eru Norðurorkureikninar og hljómsveitaræfinganna í húsinu á ská á móti þó að ég sé ekki frá því að strákarnir í bandinu hafa farið fram síðan fyrir tveimur árum. Aftur á móti á ég eftir að sakna alls plássins og þess að sumir fengu aldrei tækifæri til að sjá þessa háskólavillu. Nú ég flutti heim til mömmu og pabba í rúma viku þar sem að veiðibjöllurnar "breimuðu" mjög svo árla morguns og voru að gera mig vitlausa og þess vegna hef ég velt mikið fyrir mér fyrisögn þessa pistils. Jón bróðir átti afmæli og var haldið svaka garðpartý með 80 manns alveg svakalega fínt og auðvitað hélt litla systir þessa fínu ræðu frá fjölskyldunni. Skömmu síðar eða 16 maí flutti ég á Eggertstgötu 24 sem er bara yndisleg, byrjaði að vinna á Sóltúni sem er fínt og mjög skemmtilegar stelpur að vinna það. Viku seinna flutti ég svo inn á Esjubraut 16 á Akranesi þar sem ég kynntist starfi heimavinnandi einstæðri húsmóðir sem þrátt fyrir allt bjó í einbýlishúsi með jeppa og skjáinn. Viku síðar var ég komin aftur á Eggertsgötuna og held þar fastri búsetu með stuttum stoppum á Akranesi. Kom mér fyrir í RVK á aðeins 3 klst og er aðeins að bæta í búið en ég er bara svo ánægð með hana eins og hún var þannig að eina sem ég hef lappað upp á voru dúkar tveir sem ég keypti. Ég er búin að eyða þó nokkrum tíma með Guddu minni en stefni á að hitta sem flesta vini mína í höfuðborginni í sumar og rækta vináttuna og vera dugleg að taka þátt í menningunni. Er búin að kíkja einu sinni út að borða, á djammið og setjast við Austurvöll í blíðskaparviðri.

Ella Dóra mín er svo bara að fara að starfa sem fullgildur félagsráðgjafi á Snæfellsnesi. Er bara byrjuð að vinna þar strax sem varð mér mikið sjokk þar sem ég hélt að hún myndi ekki byrja fyrr en í haust þannig að ég reyni að nýta tíman meðan hún er hérna stelpan og leika við hana. Svo á hún sennilega eftir að kynnast einhverjum forríkum sjómanni þarna á Grundarfirði og gifta sig og eignast með honum börn og koma aldrei heim. Þetta er allavega mín spá.

Frændi minn er loksins komin í heiminn eftir rúmlega 9 mánuði en hann fæddist þann 20. maí og er sko allra duglegasti prinsinn. Ég ætla að vera dugleg að knúsa hann í sumar. Verst er að foreldrarnir eru að flytja upp í Breiðholt þannig að það er nú svolítið langt í þau en hvað gerir maður ekki fyrir fjölskylduna.

Um helgina eru svo Jóka og Jói að fara að gifta sig og mér hlakkar nú til enda brúðkaup mjög svo skemmtilegur viðuburður. Var löngu búin að kaupa mér kjól sem fer í vígslu þennan dag og svo týnir maður til hitt og þetta og reynir að líta sem best út. Það var svo gaman í brúðkaupinu hjá Málmfríði og Palla í fyrra og þetta verður örugglega ekki síðra.

Ég er að vinna alveg óstöðvandi í júní þannig að ég býst ekki við að gera mikið annað en að fara í brúðkaupið og útskriftarveislu og kannski eina tónleika. Í júlí ætla ég svo að reyna að sletta eitthvað úr klaufunum. Stelpan er reyndar hætt að drekka í bili... já þessir drykkjuvinir mínir voru ekkert svo sniðugir eftir allt saman. Það er meira að segja til eitthvað heiti yfir þetta fyrirbæri. Ég er líka farin að forðast koffín og er að reyna að draga úr neyslu á salti og sykri. Maður er nú bara farin að hljóma eins og Solla á grænum kosti með allt lífrænt eða spelt-unnandi. En maður á sér nú alveg líf þrátt fyrir þetta. Hvítvínsbeljan verður samt á boðstólnum eins og ég var búin að lofa;) Guð hvað ég er glöð að vera komin suður þar sem ég sé að enn er von þar sem að ég kíkti á Oliver um daginn og þar var allt krökt í myndarlegum mönnum, í mínum draumaheimi allir á lausu;) og ekki versnar að þeir eru í jakkafötum grrrrrrrrr.

Það er bara svo langt síðan ég bloggaði að ég man bara ekki hvað fleira ég ætlaði að blogga næst... en staldriði við. Þrátt fyrir að maður sé í smá netfríi yfir sumartíman þá kem ég við aftur.. vonandi fljótlega.

Heyrumst, sjáumst, knúsumst

Eva Ífrífrí