Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

laugardagur, mars 29, 2008

Last day´s of disco

Ég sit hérna á bókasafninu og hef setið síðast liðnar tvær klukkustundir, búin að taka upp pennaveskið og greinina sem ég er að fara að vinna upp úr. Enn hefur ekkert gerst. Það er eins og ég sé að bíða eftir því að einhver pikki í mig og segi mér að nú sé tími til að byrja. Post it miðinn: "Læra" sem Hrafn frændi minn setti á tölvuna mína í páskafríinu (og ærinn ástæða til) og ég leyfi að hanga hérna segir ekki mikið. Ég tók meira að segja Fréttablaðið með mér sem og 24 stundir svona til að gíra mig upp áður en ég byrja að læra eða allavega til að train-a það. Ég held satt að segja að það verði ekki mikið úr lærdómi hjá mér í dag.

Það líður allt of langt milli blogga hjá mér sem gerir þessa færslu leiðinlega. Ég veit eiginlega ekki alveg ástæðuna fyrir bloggleysi. Ég segi að það sé ekkert að gerast en það er ekki satt því ég virðist aldrei standa á gati. En það fara fljótt að heyrast háværis raddir um bloggleysi mitt þar víða sem ég kem við. Þessar háværu raddir kommenta aftur á móti aldrei. Hhhhh hmmmm.

Ég kom í stutt stopp norður á Akureyri. 16 dagar urðu að 9. Undarlegur tími hérna og ekkert eins og það átti að vera. Á helginni komu svo HÍ hjúkkur í heimsókn. Jón og Rannveig komu hingað norður á laugardeginum með vinnunni hennar Rannsýjar og þau komu auðvitað til mín í kaffi. Ég fór svo á Fló á Skinni á laugardagskvöldinni og kíkti aðeins á lífið með Söru, Fjólu, Helenu og Huldu en það var laiiiiimmm! Því er ekki að neita. En jákvæður punktur á helginni...... Jón bróðir kom brunandi á "nýjum" bíl sem stelpunni var færður frá pabba sínum. Nýrri en Reunoinn, 7 árum yngri og stelpan er sko þræl sátt með kaggann. Fékk meiri segja sólgleraugun send með þannig að þetta gæti ekki klikkað. Nú er bara að skella sér á rúntinn og pikka einhvern upp;).

Ég fékk far heim með Andreu, Baddý og Jakobi á fimmtudegi heim. Herrre guuuuuð hvað ég var feginn. Helginni eyddi ég bara í rólegheitum með vinum og fjölskyldu. Fór út að borða með hluta af Gelloz á föstudagskvöldinu í tilefni afmælis Jónu Kolbrúnar. Fór svo aðeins í Sandgerði eldsnemma laugardags og svo komu Anna Huld og Soffía upp á Skaga í heimsókn til mín og Hrannar, sjaldséður hvítur kom líka og hitti okkur.

Fyrstu dögum vikunar þar á eftir eyddi ég á þjóðarbókhlöðunni í ritgerðarvinnu á daginn en var með vinkonum mínum á kvöldin. Tók mig líka til og gerðist svo fræg að fara út í port og naglhreinsa spítur og á eftir að tala endalaust um þessa 2 klst sem ég stóð þessa hetjudáð. Já maður er góðu í öllu gjörsamlega! Á miðvikudeginum fór ég svo með Jóni, Rannveigu og krökkunum upp í sumarbústað í Grímsnesi og var það í sælu fram á laugardag. Gerði ekki mikið þar; horfði á Felicity, lá í leti, fór í göngutúr, kom hundi til eiganda síns, las Bíbí 40 bls takk fyrir takk, drakk Strawberry Daquiey kokteil sem mágkona mín gerði (alveg delissius) og hjálpaði til við eldamennsku og tiltekt. En ég má eiga það að ég tók allt lærdómsdótið með mér! Eftir bústaðinn þá tók lærdómurinn aftur við en með góðum félagsskap í þetta skiptið með Hrefnu og Báru. Heppni að þær séu líka að smíða sitt verk allt svo. Það sem er gott við að læra með vinkonum sínum að maður verður ekki pirraður og svoleiðis eins og gerist þegar maður er einn heldur dettur maður öðru hverju inn í mas og vitleysu sem er bara gaman og rífur þetta upp. Umræðurnar verða ekki upptaldar hér;).

Vikan var svo frekar skrýtinn og var nánast ekkert lært. Fjölskyldan er að ganga í gegnum veikinda og slysatíð. Reyndar byrjaði það um páskanna. Krossfestingin hefur greinilega ekki verið nóg. Pabbi sprengdi á sér fingurinn í "erfða"vinnunni og þurfti að una við saumaskap og síðar sýkingu, Gúa syss er ekki alveg að höndla einhver náttúrunar efni og bólgnaði út eins og blaðra (sennileg að reyna að vera í stíl við yngri systur sína), Krummi bróðursonur minn átti ekki nema 2 dagana sæla á Spáni í golfferðinni þegar hann lenti í óhappi og það brotnuðu á honum báðir fæturnir og erum við ekki að tala um eitt brot eða tvö. Hann liggur því á sjúkrahúsi á Espangola, er búinn að fara í aðgerð og við bíðum bara eftir að fá blessað barnið heim. Ég skutlaði Nonna bró út á flugvöll árla árla fimmtudagsmorguns en það var sennilega pílagrímsferð míns og Renault-sins. Ég kom svo við í Sandgerði þar sem klukkan var ekki nema rúmlega 06:00. Mikið er maður séður að sinna fjölskyldunni á öllum tímum sólarhringsins. Fór svo á bókhlöðuna, fór í heimsókn til Hrafnhildar, pikkaði Ellu Dóru upp og brunaði heim. Fór í kjötsúpu til Rósu og tók mér svo góðan göngutúr. Fór svo til hennar Rannsýjar og var henni til halds og traust meðan Hrafn var í aðgerðinni og við biðum eftir að Nonni bró kæmist loksins á leiðarenda. Allt búið um miðnætti og við gátum því sofnað eins og rótt og hægt var.

Ég kom svo aftur norður í gær þó með smá trega. Gelloz árshátíðinn er í kvöld og ég hefði gera komist á hana eftir allt saman!!! Hórur er þemað og ég hefði sko alveg viljað vera hóra í eitt kvöld;). Ég er í beinu sambandi við skipuleggjendurnar sem eru Ella x 2 (var x3) og Mrs Garlic og ég er alveg æsi spennt fyrir kvöldinu þó ég sé hérna í norðan vindinum. Reyni að gera gott úr því og sætti mig við myndir.

Skrítið að þurfa ekki að skrá sig í próf eða fög á næstu önn. Það er skóli alla næstu viku sem er líka mjög skrítið. Það er líka skrítið að ég á ekki eftir að eiga heima á Akureyri nema 8 vikur í viðbót eftir 5 ára búsetu mínus sumur. En vona að nú fari allt að falla í sama jarðveg. Brynja er allavega komin og Erla kemur í næstu viku. Það er búið að skipuleggja djammhelgar næstu tvær helgar. Er komin með allar seríurnar af Sex and the city, 4 seríu af Felicity og restina af Men in trees. Ég á von á gestum 3 - 4 helgar og ætla heim einhverja. Allt eins og það á að vera.

Í næstu viku, þann 1. apríl 2008 verða kaflaskipti í mínu lífi. Það eru reyndar að verða mörg kaflaskipi á næsta hálfa árinu eða svo. Stay tuned . . . . .
Ég ætla reyndar að skorka örlögunum og byrja á nýjum kafla þann 31. mars enda myndu allir halda að ég væri að grínast ef ég myndi framkvæma það 1.apríl, augljóslega. Ég ætla að prófa taktík sem ekki hefur verið reynd áður og því enginn reynsla til af því. Spennandi verkefni ef það upp gengur.

Allt of venjuleg blogg og upptalning sem enginn nennir að lesa

Eva Trend

mánudagur, mars 10, 2008

Ferðadísir


Eftir vel heppnað verknám á heilsugæslunni Firði er öllu mínu verknámi í þessu námi mínu lokið. Í tilefni þess skellti ég mér í hádegismat og kaffibolla með Önnu Huld og Soffíu í Smáralindinni á meðan beðið var átekta eftir brottför.

Rúmri klst síðar kom langferðabifreiðinni sem innhélt slatta af Gelloz og vorum við restin pikkaðar upp af rútunni í Ko Kó Kó Kóbbbavogi. Það var sko ferðahugur í liðinu. Allar komumst við klakklaust í gegnum fríhöfninna. Ég fjárfesti mér í nýjum Iitala stjökum í Epal (sko þetta fær maður út úr því að vera vafrandi um fríhöfninni). Tek það kannski fram að ég er orðin svo veraldarvön enda alltaf á faraldsfæti að ég sé ekkert sérstakt við það að vera hangandi í flugstöðinni í margar klst. En stelpurnar sáu ekkert að því að hanga þar í 3 klst! Eftir að allir voru búnir að verlsa nægju sína í þessu holli þá var sest niður og fengið sér smá alkahól. Nokkrar voru taugatrektar fyrir komandi flug en Evan er öll að sjóast aftur. Þegar út í vélina var komið þá biðu okkar m.a. 2 flugþjónar sem ég hélt að myndu geta varið mig fyrir heiminum sko. Karlmenn! Ég trúi á að þeir geti margt þegar kemur að svona öryggismálum;). Flugið varð samt allt annað en dans á rósum. Óvænt ókyrrð í lofti og er hún helmingi verri en sú sem maður á von á. Maður þurfti að klára drykkina sína á akkorði. Ég var blessunarlega ekki með neinn drykk en miðað við hálfa bjórinn sem hún Hrefna frænka mín var með og hvað sullaðist úr honum þá hefði ég getað verið búin að stúta kippu á leiðinni af lyktinni að dæma. Ekkert björguðu flugþjónarnir okkar þarna . . . . . og yfir flugfreyjan gerði nú bara illt verra með því að segja okkur í kallkerfið að sitja kyrr og með beltin FAST SPENNT! Þá varð Evan sko hrædd. Það mátti enginn fara á klóið einu sinni. Það var svo komið lét ég Séð og heyrt falla, signaði mig og andaði inn og út! Lendinginn var ekki sú besta heldur þannig að þegar vélin var loksins lent þá klappaði fólk eins og það væri enginn morgundagurinn. Það var því annsi mikill hrollur í liðinu þegar við hittum stelpurnar 4, de danske tre og Jókuna á flugvellinum og mikið rætt um flugið í rútunni "heim". Það var kósí að setjast í fínu sjónvarpsstofuna hjá Jókunni. Þar var raðað í herbergi og var ég svo heppin að fá að vera í sumarbúðarfílingnum með hinum 12. Það var æði. Við færðum henni og Jóa fullt af nammi, ostum og svona ásamt smá gjöf fyrir að vera svona yndisleg að taka á móti stóðinu. Þau fengu gjafabréf í Spa og á hótel og svo síðast en ekki síst á árshátíðina hjá Slippnum svona víst þau komast aldrei á neina svona fyrirtækjaárshátíð þegar þau koma heim....... nei ekki alveg en Jófríður hélt það nú samt;). Það var misjafnt hvað fólk var vel stemmt um kvöldið, sumir fóru að sofa snemma og aðrir seinna. Ég fór snemma enda búin að sofa í 3 og 1/2 klst nóttina áður.

Á laugardeginum var SPA dagur. Þar tók á móti okkur hverri og einni SPA pakki með ýmsu nytsamlegu ásamt tímanum okkar í dekrinu. Við fórum svo bara niður í búningsherbergi og skelltum okkur í sunddressin. Sumir lásu tímarit, aðrir lögðu sig, enn aðrir fóru í ljós og einhverjir fóru í pottinn. Þar var gerð fyrsta tilraun til hópmyndatöku en Jóna Kolbrún missti af henni! Eftir hádegismat var svo farið í Actionary gelloz style sem var reyndar fámennt en góðmennt þar sem mitt lið fór að sjálfsögðu með sigur af hólmi 13 - 9. Í þetta skipti var nægur tími til að gera sig sætar og fínar..... hátt í 3 klst sem var vel nýttur og hefði nánast ekki mátt vera minni.

Við áttum pantað borð úr að borða kl 17:30. Ítalskur veitastaður, voðalega fínn. Þar byrjuðum við á forrétti og aftur forrétti ásamt nóg af hvítvíni og Strawberry mohito. Svo pöntuðu stelpurnar sér flest allar nautasteik. Minn matur sem var kjúlli (hvað annað) í rækjusósu (ég hef örugglega verið orðin drukkin) var ekkert voða spes en það skipti ekki máli þar sem ég var þegar orðin södd af öllum forréttunum. Smakkaði meðal annars óafvitandi smokkfisk. Það var nú meiri viðbjóðurinn en ég kyngdi honum öllum og tók stóran gúllara af hvítvíni með! Þegar borðhaldinu var svo að ljúka var einn þjónninn alveg sjúkur í að syngja fyrir stelpurnar og við hlýddum dolfallnar með 10 myndavélar á lofti á þessa rómantísku aríu og tók hann meira að segja auka lag á kanntum. Þar var gerð önnur tilraun til hópmyndatöku og þegar henni lauk þá kom í ljós að það vantaði Jónu Kolbrúnu!
Eftir matinn héldum við svo á pub þar sem blandaðir voru ófáir mohito sem voru reyndar þeir verstu sem stelpurnar hafa smakkað. Blandað í áfengi og nánast ekkert annað. Ég reyndar smakkaði hann verri á penthouse bar í New York ekki alls fyrir löngu eða kannski var ég bara meira edrú þar. Ógeðslegur eða ekki, hann rann ofan í minn mave og kikkaði svoleiðis inn . . . mjwááaaaaaaa! Kl 21:30 áttum við svo pantaði borð á VIP klúbbnum. Vöktum við athygli ég er ekki viss enda allar svona líka fallegar og hreinræktaðar íslenskir gullkálfar (allavega svona í grunninn). Þar skáluðum við í kampavín og það var allt svo 4 tegundin sem ég sullaði í um kvöldið sem segir nokkuð til um framhaldið. Eftir nokkra tíma skildust leiðir, sumir héldu á vægast sagt vafasama klúbba sem þeir vissu ekki hvort að væri fínn eða bara rosalega sjeikí en við héldum nokkrar á annan klúbb, þar var samt lokað fljótlega. Evuna langaði bara að dansa. Það var það eina sem ég vildi en fólk í Manchester eru engir snillingar í að vísa til vegar og við þvældumst þetta fram og til baka og aldrei var dansstaðurinn góði nálægur. Meira man ég ekki svo mikið nema hvað að ég man eftir mér loksins á einhverju dansgólfi og svo aðeins í leigubílnum og svo heima að hakka í mig Malteserskúlur með tannbustann klárann í hinni svona rétt fyrir svefnin. Þegar ég vakna svo daginn eftir þá var ég spurð að því hvernig hefði verið um borð í sjóliðaskipinu?..... já eitthvað rámaði mig nú í það. Ég hef sennilega hoppað hæð mína í loft yfir því þarna um kvöldið enda sjóliðasjúuuuuk. En restin var víst eitthvað á þá leið að ég hafi nú bara verið að bulla og ég hafi sjálf haldið því fram að þetta væri sjóliðaskip sem ég var um borð í en vinkonur mínar voru ekki á sama máli. Hvað voru þær eiginlega að drekka???? Þegar Evan kom svo heim þá var hún tekin upp á video því ég var svoleiðis þvílíkt skemmtiatriði, símalaus og allslaus, búin að slíta handfangið á veskinu mínu en sveiflaði því bara hamingjusöm í staðinn svona rétt áður en ég reif í mig kladan kjúlla sem ég borða NB ekki einu sinni og gaf Jóku góðar pósur því ég hélt að það væri verið að taka mynd af mér. Bað Ellu Dóru kurteislega um að hætta þessari lygi þegar hún maldaði í móinn við mig um sjóliðaskipið. Ég var víst líka að tala við einn þel dökkann, nánast frá Gana og vilja stelpurnar meina að sss hafi verið í deiglunni en NEI NEI NEI það þykist ég nú muna. Ég reyndi nú eitthvað redda mér fyrir horn daginn eftir með því að spyrja hvort að við hefðum allavega ekki verið þá niður á bryggju en var góðfúslega bent á að við værum inn í miðju landi. Hu hmmmm landafræði hefur aldrei verið mín sterkasta hlið.

Á sunnudaginn vorum við heilsann ekki að bonda. Við fórum á Giraffe í brunch og svo í búðir. Ekki var ég á verslunarskónum og lét 2 boli og 2 skyrtur ásamt grátlegum nýjum síma (sem ég var nota bene í fýlu yfir að velja) duga. Ég var himin sæl þegar við hittumst í pásu á Starbucks enda vildi ég ekkert frekar en fara heim og fórna búðunum fyrir heilsuna. Ég, Jóka og Jóna Björk fórum því bara heim í rólegheitin. Jófríður eldaði svo þetta fína Lasagne ofan í liðið. Eftir matinn lágum við samt allar bara í einni hrúgu og spjölluðum. Þess má geta að þetta var húsmæðraorlof og það var bannað að tala um börn en þegar stelpur mega ekki tala um börn tala þær bara um kynlíf í staðinn án þess að bollalengja það eitthvað frekar. Ég meina um hvað tala strákar þegar þeir mega ekki tala um börn... já fótbolta og þar liggur munurinn á kynjunum;). Hausverkur my ass;) Kvöldvakan hófst klukkan 21:00. Þar voru ýmis skemmtiatriði eins og myndashow, spurningaleikir að ógleymdu myndbandinu með Evu skemmtilegu sem annsi margar vildu eigna sér og Galliano skot í boði Önnu Þóru enda orðir tveggja ára gamalt eða svo bara alveg eins og besta viský, alveg eðal. Gelloz comeback 2008 sló svo alveg í gegn hjá okkur og ég sver að ég meig aðeins í mig úr hlátri. Þynnkan átti mig allann þennan dag og ég fór snemma í háttinn. Síðustu menn vöktu til kl 05:00.

Á mánudeginum varð að duga eða drepast. Síðasti séns til að strauja og nú var keppnisandinn kominn í mig. Ég óð hverja verslunina á fætur annari, safnaði pokunum grimmt og stóð uppi löður sveitt. En stelpan sko. Hún stóð sig og fyrir utan neyðarkostnað og óvæntan kostnað þá var fatakostnaður í þessari ferð ekki nema um 50.000 krónur. Inn í þessu eru 3 kápur (átti reyndar bara að vera ein, max tvær) og einn jakki, gallapilsið og stígvélin. Allt keypt nema gallabuxur. Já þetta getur hún sko. En hvað mastercard reikningurinn verður í heildina er fyrir mig og Sigþóru í bankanum að vita. Ég borgaði þó allavega inn á hann um leið og ég kom heim.
Þá er það bara niðurtalning í Danmörku sem verður farin 31. maí og svo er ég að spá í að skella mér í helgarferð til Edenborgar fyrir jól. Fleiri verða ferðirnar ekki í bili:)

Þær voru nokkrar stoppaðar í hliðinu á leiðinni heim enda var ekki mikið verið að spá í hvað fauk í töskurnar í maraþon pakkningunum rétt fyrir brottför. Flottar þrifgræjur frá Danaveldi og Victorias secret sprayið var vel nýtt áður en því var fleigt og gert tilbúið til förgunar. Við gleymdum okkur aðeins í búðinni, þessari einu sem var opin á flugvellinum eða allt svo þangað til Ingunn gaulaði að þeir væru búnir að loka hliðinu. Þá var tekinn gamli ungmenna andinn í boðhlaupi þar sem stelpan tók að sér forrystuna. Það var sko hlupið, fram hjá barnum þar sem aðrir íslendingar máttu hafa sig alla við við að hafa í við okkur. En þetta endaði allt vel og við skemmtuð íslendingum sem þegar voru búnir að planta sér fyrir framan hlið 24 en ekki 29 eins og Ingunn eða Málmfríður vildu meina og hliðið var langt frá því að vera CLOSED. Flugið heim var ekkert spes heldur en hátíð miðað við hitt. Ég hafði öðrum hnöppum að hneppa en hugsa um sjálfan mig sem var bara gott mál. Ég gisti svo hjá Eygló og Hannibal og tók fyrsta flug norður daginn eftir.

Elsku besta Jófríður, Jói og pungarnir litlu. Ástarþakkir fyrir mig. Þið eruð milljón.

Og nú er hversdagsleikinn tekinn við. Lokaverkefnisvinna út í eitt. Ég er bara eitthvað svo sjokkeruð að vera komin hingað ein úr öllum vinkonuskalanum og það eru allir svo busy á kvöldin að ég er bara með bullandi heimþrá og ætla heim nokkrum dögum á undan áætlun.

Eva Hópsál

Ps. Ég held að Jóna Kolbrún hafi náðast á mynd á síðustu hópmyndinni.