Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

fimmtudagur, maí 24, 2007

Ég á lítinn skrýtinn skugga

Þá er maður bara komin heim. Heimferðin gekk þó ekki slysalaust fyrir sig frekar en vanalega þ.e.a.s. eftir próftíð. Greinilega einhver álög þar á ferð. Ég fór nefninlega út af á leiðinni og eitt dekkið sprakk. Ég veit í rauninni ekki hvort sprungna dekkið var orsökin eða afleiðingin af utan af akstrinum. En eitthvað grunar mig þó að kókómjólkin sem ég var að reyna að finna samastað fyrir í bílnum hafi eitthvað haft með það að gera. Útaf aksturinn var samt á heppilegum stað og komst ég upp á veginn aftur án hjálpar. Dekkið var aftur á móti annað mál og eftir að ég var búin að týna ýmislegt upp úr skottinu þá var ég komin með tvo tjakka og þrjá skiptilykla á jörðina. Ég er nú vön manneskja þegar kemur að dekkjamálum en mig vantaði eitthvað upp á hersluna enda á ég góðan og sterkan pabba. Var ekki að meika það sem pabbi var að segja við mig í símann þannig að ég hringdi bara í Ellu mína og fékk þann andlega stuðning sem ég þurfti. Eftir þrósku og kuldahret gafst ég upp og reyndi að húkka trukk þar sem að mér fundust fólksbílar ekki físilegur kostur þar sem kona gæti verið við stýrið og ekki gat hún nú hjálpað mér víst að ég gat þetta ekki sjálf. En nei trukkurinn sem var nota bene með tengivagni (menly) og tvo karlmenn innan borðs brunaði fram hjá mér, þessari drop dead gellu líka. Hvað er að karlmönnum nú til dags bara? Það var nú heldur betur farið að fara í skapið á mér og ætlaði ég að skokka á næsta sveitabæ en þá sá mig auma ungur strákur, stoppaði og kastaði sér á jörðina í hvítri skyru og allt. Hélt uppi heiðrinum fyrir hina aumingjana sem keyrðu fram hjá.

Ég var á Akureyri í viku í "afslöppun". Við Anna Huld pökkuðum í rólegheitum og ég get svarið það að ég skil bara ekki hvað ég á mikið af dóti. Svo fórum við í sveitina til Kristjönu austur á Þórshöfn í sauðburð. Þar voru okkur boðnir nokkrir bóndar á hverju stórbýlinu á fætur öðru. Síðast en ekki síst þá fór ég á lokaverkefniskynninguna hjá stelpunum mínum. Maður var sko stolltur af þeim að sýna "barnið sitt". Hugsa sér að við erum bara næsti hópurinn sem gerir þetta. Svo er fólk mikið farið að spyrja hvað maður ætli að gera eftir útskrift og það er eitthvað sem maður þarf virkilega að fara að spá í. Maður er í alvörunni að verða fullorðin. Ég fæ oft að heyra spurninguna í vinnunni hvort að ég ætli að verða ljósmóðir? Var alltaf svolítið langt í framtíðinni en í dag segi ég já því að það er draumurinn. Byrjaði í vinnunni á sængurkvennagangi á mánudaginn. Er að fíla mig svo vel þar. Finnst ég alveg vera á heimavelli. Krílin eiga mig sko alla og það er sko kling kling kling kling.

Fékk íbúðina, á besta stað í bænum afhenta fyrir hálfum mánuði en flutti dótið inn á laugardag og gerði hana að mínu á þriðjudag. Er búin að vera að dúllast í að versla fínerí í íbúðina enda dundari með meiru eins og hún Ella mín segir. Ég er samt búin að taka þetta í skorpum, Kringluna einn daginn, RL og Ikea einn daginn, Blómaval og Holtagarðar einn daginn. En það var ein hamingjusöm stelpa sem henti sér í sófann heima hjá SÉR á þriðjudagskvöldið með velheppnað verkefni unnið, seríur, kertaljós og alein. En hver veit nema Kalli á þakinu banki upp á einn daginn;) Ég er svo sátt við íbúðina. Nágrannarnir eru ekki af verri endanum; Jói og Gugga úr Kompás, Erótík.is og bifhjólaklúbburinn Fáfnir. Maren spurði mig einmitt um daginn hvort að ég ætlaði ekki að bjóða þeim í kaffi en mér finnst ég þurfa nú að kaupa almennilega kaffibolla fyrst.

Er komin í 4 daga helgarfrí. Ætla að taka daginn snemma á morgun og fara til Hjálms Dórs í Brunch og kíkja á nýju litlu Líf, Kristín Eddu og litlu Huldu Þórunni eftir hádegi og jafnvel á litlu Írisi Emblu seinni partinn en ég er nú aðeins búin að knúsast með hana. Svo er árgangsmót á laugardaginn. Kannski varpið um helgina sem ég er búin að hlakka endalaust til, vorferð í vinnunni í næstu viku og allt að gerast.

That´s all,

Eva, Jói & Gugga

sunnudagur, maí 13, 2007

Lífið:notkunarreglur

Fékk lánaða tölvunar hennar Erlu Þóru þannig að ég ætla að henda inn einum. Fyrsta mál á dagskrá. Prófin eru búin;) Þau gengu flest ágætlega en ég hef aldrei verið eins róleg í próftíð eins og núna og aldrei verið jafn ánægð held ég bara. Síðan á áramótum er bara eins og stressið hafi verið fjarlægt úr mér.

Um helgina var svo tekin station á þetta enda við girly girls að eyða síðustu stundunum saman hérna á Ak. Á föstudaginn var próflokadjamm sem var mjög skemmtilegt. Við Anna stóðum okkur vel í því að reyna að koma einhleypum Eirarskvísum út. Karlaklósettin klikka ekki! Maður var kannski ekki alveg stemmdur eins og vanalega þannig að línan varð annsi þunn þegar magnið varð meira. Þrátt fyrir ráð karl föður míns um að halda mig við eina tegund og hætta þegar ég fyndi á mér (ráðin komu ekki fyrr en 10 árum seinna). Vinkonur mínar voru ekkert allt of hressar með þetta þar sem ég átti það til að stinga bara af sí svona á tjitt tjatt (og eins og með allt þá gerði ég það með stæl). Soffía Sigríður fékk svo bara nóg af þessu og tók mig á tal inn á wc. Ég bara horfði á hana og sagði svo hlæjandi: "Æji Soffía láttu ekki svona". Já það var sko gaman að tala við mig. Ég var svo hálf partinn teymd heim en það var allt í lagi allavega svona eftir á.
Í gær var svo haldið grillpartý hjá Páls, Sons og Sofie. Það heppnaðist rosalega vel. Það var boðið upp á grill; humar, gæsabringur, læri og svo súkkulaðiköku, ís og jarðarber í desert. Eitthvað hafði fólk samt tekið vel á því deginum áður og svona mis duglegir við svamblið. Ég áorkaði 5 litla lite beers, less calories og einn party maker en hafði mikið þol síðan deginum áður og varð bara svona létt, did a little dans..... Ég lét mér því nægja að stinga nefinu inn á helstu skemmtistaðina og halda svo heim í von um öðruvísi gleði og með því er ég að sjálfsögðu að tala um kjafta og sofa:).

Ég skrapp í leikhús í próftíðinni svona í tilefni af allri rólegheitnni. Leikritið bar nafnið: Lífið: notkunareglur. Fjallaði um það að í lífinu verðum við alltaf að halda áfram til að geta lifað lífinu. Er það rétt? Þurfum við samt ekki stundum að staldra við og njóta augnabliksins? Ég er reyndar þannig að ég vildi óska að ég gæti séð 3 mánuði fram í tímann og má þess vegna ekki vera að því að njóta líðandi stundar vegna þess að ég er alltaf svo upptekin af því hvað gera á næst. Eins og ég vil að allt gerist núna en ekki morgun eða hinn. Sumir myndu kalla þetta óþolinmæði;) En með þessari auknu ró sem mér hefur hlotnast eftir áramótin þá hef ég getað tekið mér eins og fimm mínútur og bara notið þess að vera til, svona stundum allavega;).
Og reglur... við höfum svo margar mannlegar reglur. T.d. stelpu/stráka reglur. 3 daga reglan, þú skilur það eftir hefur 3 daga frest til að sækja það eða strákur hefur 3 daga til að hringja, 14 nátta reglan, skiptast á að hringja-reglan, hálftíma reglan, miðnættis reglan. Í öllum reglum lífsins, er okkur þá refsað fyrir að fylgja þeim ekki eftir? Nei ekki allavega eins og við erum vön. Kannski eftir refsingum lífsins. En með því að fylgja ekki þeim reglum sem eru uppsettar og kynntar þá er sú hætta alltaf til staðar. Viljum við hætta á það að reglurnar passi ekki? Missa því af einhverju sem kannski var draumur því að oft þurfum við að fylgja mörgum reglum til að sjá drauma okkar rætast. Hversu langt eru þessir draumar inn í framtíð okkar? Kannski ekki á morgun en í nálægðri framtíð. Áttum við okkur kannski einhvern tíman eftir á að það sem við gátum eignast var svo kannski draumur okkar eftir allt saman. Draumar eiga að vera góðir og vera fullir af vonum og væntingum. Ég á mér marga draumar. Það er bara spurning hverjir, hvenær, hvernig þeir mun rætast. Fylgjandi reglum lífsins er ég þá að upplifa einhverja drauma? Ég reyni allavega að fylgja notkunarreglum lífsins eins og ég best get.

Ekki það að ég ætli eitthvað að fara að tala um pólíkt enda er ég ekki málefnaleg í þeim efnum. Nema hvað að ég ætlaði nú eitthvað að fara að reyna að ræða um pólitík við tvo menn. Byrjaði eitthvað að ræða við einn um hvað ákveðinn flokkur tæki ekki afstöðu til neinna mála. Eina ástæðan fyrir því að ég sagði það var af því að ég hafði heyrt konu vera að tala um þetta deginum áður og hún var nota bene ekki einu sinni að tala við mig. Einhverja hnökra var þó að finna í þessu og allt í einu hafði ég ekkert mér til málsbóta sem varðaði þetta málefni. En ég er ekki manneskja til að deila við þannig að ég bakkaði, með bros á vör. Hinn maðurinn sem ég talaði við fór meðal annars að tala um kostingaloforð. Ég sagði að það væri ekkert gert fyrir námsmenn hérna á Íslandi. Sagði að sama dag og hórur hafi verið leyfðar á Íslandi þá hafi hækkun á námslánum verið afgreitt með feitu NEI-i á no time. Hann spurði þá hvort að það væri ekki gott mál bara þannig að þá gætum við allavega unnið okkur inn auka pening með því að vinna bara við það! Þetta er kannski spurning um hvort að það séu fleiri sem eru ekki málefnalegir allavega ekki fot the real deal. Hann var reyndar að segja þetta í gríni;)

En Jón Gunnar bróðir minn á afmæli í dag, hugsa sér að hann sé kominn á 50 aldurinn, til hamingju með afmælið elsku Nenni. Svo var mæðradagurinn líka í dag. Eins og endra nær sanna ég það að ég er draumabarn foreldra minna. Var sú eina af systkinunum sem óskaði mömmu til hamingju með daginn;)

Ætla að vera hérna á Akureyri fram á föstudag. Heimsækja Andreu og Hall, 2 vikna frænda minn, stefni á road trip á þriðjudag með stelpunum í sveitasælu og horfa á lokverkefniskynninguna á föstudag.

Ætla að sofna með góðan ból-félaga mér við hlið sem ég hef saknað að hafa hjá mér í mánuð;)

K & k.

Eva And Betty.