Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Stórfínn dagur í höfuðborginni
 
Vegna þess hvað veðrið er fagurt ætla ég ekki að blogga fyrr en á föstudaginn. Er að fara í Reykjavíkinna og kem ekki heim fyrr en á morgun. Sorry en kíkiði þegar líða tekur á föstudag. Þá klikka ég ekki:)

En Habba mín og Kolli. Til hamingju með strákinn. Kíkiði endileg á myndirnar af honum sem eru undir linknum Kolbeinsson.

Eva sólargeisli

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Sumarið er tíminn er kvennfólk springur út

Já já ég veit að ég lofaði bloggi einu sinni í viku en stundum er bara ekkert þannig lagað að gerast í lífinu að maður nenni að vera að deila gráum hversdagsleikanum með hinum.
Ég tel mig samt bara vera á svipuðu róli og aðrir bloggarar og vil ég bara tjá mig um tvo þeirra. Bára! ég hef ennþá fulla trú á þér sem bloggara þrátt fyrir hallæri undanfarið. Ólafur Jón! ég held að þú sért búin að vera í félagsskap konu of lengi. Þegar þú ert bara farinn að mæla með sápum, sjampó og slakandi jurtum. En þetta leyddi óneytanlega fram bros.

Þannig að það hefur svo sem ekkert markvert gerst þangað til núna um þessa síðast liðnu helgi þegar Írsk stemmning heltók Akranesbúa og jafnvel einhverja utanbæjar grænjaxla sem mættu (að þeir héldu) í mjög góðar móttókur sem reyndust svo ekki einu sinni ætlaðar þeim.

En 90% vinnan er hafinn og nú finnst mér eins og sumarið sé fyrir alvöru byrjað því að svona er ég vinna á sumrin. Ég fékk bættar á mig 5 vaktir í ágúst og er þar af leiðandi komin í 80% þann mánuðinn. Verst er að Guðrún mamma hennar Aldís er að fara í sumarfrí. Við skemmtum okkur nefninlega svo vel á vöktum saman. Það er held ég eins með Höfða og N.Y. Það vex við þig. Ég á aðeins eftir tvær fríhelgar það sem er eftir að sumri. Lau og sun um versló og þá stefnum við nokkrar á Flúðir að tjalda... Everybody welcome to come along. Svo er það helgin 12. og 13. ágúst en þá er stemmt á danska daga á Stykkishólmi í félagsskap Örnu And sem ég hef bara ekki séð í meira en ár.
Ég er að fara á ættarmót um næstu helgi í Skagafirði í góðum félagskap Hröbbu frænku og Hrebbu frænku ásamt fullt af fallegu fólki sem ég veit ekki einu sinni að er til. Þar næstu helgi er svo annað fjölskyldumót í smærri kantinum; Ferstiklufestival. En getiði hvað? Ég er nú bara aldeilis að vinna báðar þessar helgar. Er reyndar búin að redda næstu helgi. En þar næsta er í vinnslu. Svo á ég að vinna kvöldvakt á skvísukvöldinu mínu en hey þetta reddast. Ég er bara að verða eins og hver önnur skiptipjalla.

Ég er farin að undirbúa utanlandsferð mína að fullum krafti og stefni ég á að gera daginn að góðgerðardegi og virkilega henda fötum út úr fataskápnum. Ég verð bara að horfa á mig raunsæjum augum, ég er ekki að yngjast og hvað þá grennast. Sem er nánanst eina ástæðan að ég held í sumar flíkurnar. Báðar tölur eru á leiðinni upp skalann og það versta er að það eru enginn verðlaun í boði fyrir Þá hæstu. Kannski er það von að ef ég losna mig við fötin þá verð ég verðlaunuð með færri kílóum. í alvöru. En hey ég er tilbúin að fórna þeim... Ég er stöðugt í einhverjum átökum en þau eru ekki alveg að virka þar sem lífið er fullt af freistingum. Ég byrjaði heiðarlega í sykur og salt bindindi fyrir viku síðan. Það gekk mjög vel til að byrja með eða þangað til um kvöldið þegar ég fór að vinna. Þá komst ég að því að djúsinn í vinnuni er ekki diet heldur sykurleðja í dósum plús það að konurnar í mötuneytinu plöntuðu hangikjöti á brauð fyrir framan mig. Þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika gekk næsti dagur eins og í sögu og það eina sem ég gerði til að komast nálægt sælgæti var að þefa úr salgætipoka. Miðvikudagurinn varð í versta kanntinum því foreldrar mínir ákváðu að gúffa í sig ekki einum heldur opnuðu þau tvo snakkpoka hver öðrum saltari og betri. Þetta var náttúrulega dauðadæmt. Hvað þá þegar það kom að helginni??? Já ég er viss um að einhverjir hefðu snúið sér við í gröfinni ef að helgi eins og þessi ætti að vera einhver megrunar helgi enda Írar þekkti fyrir mega drykkju og örugglega bókað sÆLGÆTIS át líka. Það er allavega mín kenning. En soo on ég fór og keypt mér dollara fyrir 10.000 kr á föstudaginn. Fékk 138 dollara og ógeðslega ljóta tösku í glaðning þannig að ég vil benda þeim á það sem eru á leið erlendis að fara í einhvern annan banka. Svona ef þeir eru að spá í gjaldeyrisglaðninginn.
Ég þarf nú bara líka að spá í hvernig ég ætla að flytja mig á Akureyri enda ekkert pláss í litlu dósinni minni. Það verður náttúrulega allt að vera þaulskipulagt.

Þar síðasta helgi var nú alveg glötuð og ég gerði nákvæmlega ekkert, EKKERT þá helgi nema vinna.
Þessi síðast liðna helgi var nú allt önnur ella enda hver önnur skemmtunin á eftir annarri. Byrjaði í 3 daga fríhelgi og RVK var málið enda er hún ein af ástunum í lífi mínu þó að ég eigi það til að blóta vegalengdirnar alveg í rot. Við fórum í Húsdýragarðinn að skoða Gumma grís enda eina dýrið sem Jóna þekkir. Við Nikk höfðum meiri áhuga á selunum. Tjörnin varð einnig fyrir valinu og helvítis dúfnakvikindin voru að gera mig klikkaða. Að þessar skepnur skuli vera friðaðar. Ég ætla að ræða þetta við Siv. Ég sleppti götugrillinu. Við getum sagt að ég hafi ákveðið að eyða kaloríum í stað þess af græða þær;)
Laugadagurinn var algjör himnasæla. Byrjaði mjög vel og dagurinn varð allur að einni bombu. Kíkti á skverinn með Ellu Dóru. Sótti svo Önnu Huld hinu megin við göngin. Kokteilpartýið hjá Sprelluni var bara annsi ljúft og ekki klikkaði Andrean. Hef heyrt því fleigt að það voru fleiri en ég sem höfðu aflað sér klósettpappírsvarasjóðs... Ballið var alveg klikkaðaslega skemmtilegt og ég knúsaði marga held ég í bak og fyrir. Enda rosalega hamingjusöm með allt. Engan hef ég hitt sem heldur því fram að það hafi verið miður skemmtilegt.

Svo ofan á allt saman dreymdi mig að sjálf Buckingham palace hefði brunnið. Ég var stödd í London og ég er að segja ykkur að það var ekki bara þjóðarsorg heldur heimssorg. Fréttamennirnir bara grétu og gátu ekki tjáð sig í útsendingum. Ég held svona á öllu að einhverjir konungsbornir hafa brunnið inni án þess að það fylgdi draumnum. En Viljálmur var á lífi!

En það er bara spurning hvert stefnuni er heitið hjá mér næstu daga aðeins guð veit það?

Heidó

Eva Beautyqueen