Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

laugardagur, desember 27, 2008

Fullar skálar hamingju

27 desember í dag . . . tíminn flýgur og aldrei nýtt blogg. Það mætti halda að ég væri svo ástsjúk að ég hefði ekki tíma til að blogga. Ég er nefninlega ástfangin sem aldrei fyrr og sko alveg upp fyrir haus. Ég er orðin að hinum ástsjúka hvolpi sem ég varaði góðvinkonu mína á fyrir ekki ýkja löngu síðan.

Eitthvað hefur nú gerst síðan síðast enda 6 vikur frá síðustu skriftum. Ég veit ekki hvenær ég hætti með þetta upptalningarblogg alltaf hreint en þegar lífið kemst aftur í réttann farvegi mun það gerast. Er eiginlega búin að vera í hálfgerðri rússíbanaferð síðasta hálfa árið eða svo. Pistlarnir eru nú ívið skemmtilegri þegar þeir eru meira díteilaðri og það má vera hluti af áramótaheitinu að vera duglegri að blogga betri blogg og aðeins oftar. Veit samt ekki hvort að ég get lofað þeim styttri enda ekki minn stíll.

Ég fór á endurlífgunarnámseið og er þar réttilega búin að ná öllu til að skríða upp um einn launaflokk. 5000 kjell og gat sko keypt viltar jólagjafir fyrir þessi jól.

Við Siggi sæti fórum út að borða á Hereford og í leikhús, á Fólkið í blokkinni, í lok nóvember sem var alveg æðislegt. Sömu helgi var jafnframt smákökubakstur á Dalbrautinni þar sem bakaðar voru 11 sortir. Það var alveg eins og í stórframleiðslu bakarí þar til ég lét í mér heyra og bað um að þetta yrði aðeins róað niður og jólatónlist spiluð. Ég tók með mér um 9 tegundir þegar ég hélt heim á leið.

Þann 29. nóvember rann upp yndislegur dagur og eftir 2 klst svefn burnuðum við Páls út á flugvöll til að fara og heimsækja hana Önnu Huld okkar til Óðinsvé á genginu 25 krónur. (Nánar um það síðar). Við áttum frábærar stundir með þeim skötuhjúum sem gjörsamlega dekruðu við okkur. Við versluðum nú ekki eins og okkur er lagið en eitthvað fatakyns fékk þó að fara með okkur aftur til Íslandsins góða. Við fórum líka á djammið í Óðinsvé, (fyrst partý hjá Völlu þar sem við fengum ljúfengan Karmelluvodka) fórum í Bilku og H&M, down town Óðinsvé, jólaútimarkað og kíktum á gamla og rosalega krúttlega þorpseiningu þar sem H.C. Andersen átti heima. Svo var farið til Köben, kíkt á Strikið, út að borða á Jensen Buffhus og í Juletivoli. Ég féll gjörsamlega á matarræðisbindindinu (sem var reyndar planað) og ákvað að framlengja fram til 5. janúar 2009.

Þegar ég kom aftur frá Danmörku var desember kominn í allri sinni dýrð. Þá voru bara góðir tímar fram undan enda fyrsta próflausa tíðin mín í fjölda ára og ætlaði ég að njóta þess í botn.

Haldið var lokafjölskyldukvöld með Drápuhlíðarfjölskyldumeðlimum þar sem aðskilnaður var syrgður enda góð sambúð á enda.

Við Siggi fórum á Jólagesti Björgvins Halldórssonar og sem var alveg frábært og góð upplifun, jólaleg og fín.

Við mamma fórum í æðislegan dekurdag í Baðhúsinu og ég sver að ég hefði borgar snyrtifræðingnum tvöfallt fyrir að halda áfram með andlitsnuddið bara í 10 min í viðbót. Það var bara himneskt.

Helgin eftir var stór. Konfektgerð með pabba, jólatónleikar með Mömmu og Nenna s.s. kirkjukór Akranes og Mannakornum og svo á mitt fyrsta jólahlaðborð ever á Hótel Sögu. Þar vorum við skötuhjúin vorum að koma saman í fyrsta skipið sem par á eitthvað svona fancy og flott.

Við mamma áttum okkar mæðgnadaga. Sá þriðji var alveg ekta en þá kom Gúa syss með. Þá var röllt niður Laugarveginn og komið við í ófáum búðunum. Ég sagðist reyndar ekkert ætla að kaupa en endaði á því að vera búin að versla inn í hverri einustu búð þegar við vorum tæplega hálfnaðar.

Rétt fyrir jólin ákvað ég svo að skella mér á sinfóníhljómsveit Íslands í fyrsta skipti, það voru jólatóleikar og bauð ég Höllu og Ara með mér. Það var sko alveg meiriháttar og gæsahúðin hvarf varla frá því að hljómsveitin byrjaði að spila og á meðan öllum tónleikunum stóð. Stefni á að fara aftur sem fyrst. Svo á ég náttúrulega eftir að fara á óperuna og ballettinn, helst í vetur.

Stærsta fréttin er nú samt eftir!;0)
Stelpan er nefninlega komin í sambúð. Í tilefni þess að ég hef tollað með Sigurði í lengri tíma en með nokkrum öðrum af hans kyni þá ákvaðum við að hefja sambúð í nóvemberlok. Hún hefur staðið í tæpar 5 vikur og gæti ekki verið betri:0). Þegar ég kom heim frá DK skreyttum við með grænum greinum og er voðalega jólalegt og kósý í kotinu okkar í Árbænum. Við keyptum okkur síðan jólatré, skreyttum það á þorláksmessu og það í stofu stendur og stjörnurnar glampar á.
Ég hef verið dugleg að lokka til mín gesti. Mamma, Guðrún, Gústi, Axel og Margeir, Nonni, Nancy og Halla, Ella Dóra, Bára, Silja, Hrafnhildur, Pálína, Sonja, Thelma Hrund, Þórkalta Þyrí, Anna Huld og Jón Valur eru búin að koma. Þetta eru fleiri gestir en kærastinn minn hefur fegnið síðan hann flutti hingað og það telur 3 ár! Svo er hjúkkusaumó hjá mér þann 30. des.
Hann er nú algjör draumur í dós þessi maður minn og hefði ég deitað nokkra fleiri vonlausa til að eignast hann svo. Hann er húsvanur, rosalega duglegur og með hjarta úr 24 karata gulli. Alveg ástsjúk sko! Ekki nóg með það heldur gaf mér þennan fallega hring í jólagjöf þannig að hann er sko alveg komin í 1. sætið;0).

Ég er að klára mínar síðustu vaktir á hjartadeildinni og svo byrja ég á barnaskurð þann 6. janúar.

Í lokin óska ég ykkur öllum árs og friðar.
Finnst eins og árið 2008 hafi verið mér happadrjúgt. Finn á mér að árið 2009 verður ekki síðra:0).

Eva Hamingjuskott.