Samþykkið samþykkt
Bloggtími;0). Ég stend ekki við neitt sem ég segi í þessum bransa þessa daganna. Biðst forláts á því en það er greinilega nóg að gera. Þannig að ég tek upp hina heilögu dagbók til að sjá hvað á daga mína hefur drifið. Ég veit í alvörunni ekki hvað ég gerði í lífinu áður en ég eignast hana því hún er mín leiðsögn í dag. Það er gjörsamlega allt skrifað í hana og sumir yrðu sennilega þreyttir bara á því að fara í gegnum hana.
Fyrst af öllu þá gleymdi ég að segja það í síðasta bloggi að það var Furulundardjamms- reunion hérna í Rvk og gátu bara allir mætt nema Anna Huld. Henni var svo sem fyrirgefið búandi erlendis og allt það. Það var mjög gaman enda annað aldrei komið til greina. Góður matur að sjálfsögu og áfengi við hönd. Hitti svo KM niður í bæ. Þegar við vorum að fara heim og röllta í leigubílaröðina var hann að segja mér eitthvað voðalega merkilegt en ég varð bara að biðja hann um að hafa þegja því að mér var svo mál að pissa að ég gat bara ómögulega hlustað og einbett mér í einu! Ég get gert margt í einu, en tvennt get ég ekki; Hlustað á aðra og einbeitt mér, og bakka og hlusta á útvarpið, Það er ekki hægt.
Við Eygló fórum á Indian Mangó sem var nú bara svona la la staður þangað til kveikt var á reykelsum inn á staðnum . . . meðan við vorum ennþá að borða. Í fyrsta lagi finnst mér reykelsi ógeðsleg og hvað þá þegar ég var að borða. Við hentum okkur því út hið fyrsta og fengum okkur kaffitár á Kaffibarnum og svo enduðum við á Oliver. Gott kvöld, maður þyrfti að gera þetta oftar.
Það var matarklúbbur hjá Höbbu. 6 meðlimir af 10 voru mættar. Það var einnig mjög skemmtilegt. Fengið sér aðeins í tá. Habba sló gjörsamlega í gegn á B5;0). KM vildi endilega fara heim kl 03:00 og ég fór með honum. Partýdýrið sko! Var ekkert allt of sátt með það að fara heim svona snemma en stemmarinn var eiginlega farinn, Habba týnd og Skagameyjarnar að fara heim þannig að ég lét mig hafa það og eftir á að hyggja var það nú bara kósý. Það var nú eins gott því KM var búinn að melda okkur líka í fjölskylduheimsókn II árla sunnudagsins eða kl 1400 (Nenni og Nancy fengu frumsýningu) og tilkynnti mér það ekki fyrr en við vöknuðum í hádeginu pa sundag. Þunn með meiru mætti ég upp í Kópavog rúmlega tvö og þetta gekk allt saman vel. Ekki nóg með þetta heldur hitti hann foreldranna um kvöldið í mat á Aski þar sem Seli splæsti á yngra settið. Já he has met the parents! Fjölskyldukynningar 2 - 1 fyrir mér. Eftir þetta var ekki aftur súið og síðan þá hef ég farið í kaffi í sveitina (sem var yndislegt, gerði mér ljóst hversu mikið ég sakna minna sveita), mat í Þorlákshöf og mat í Sandgerði. Formlegum fjöslkylduhittingi er því með lokið og guð hvað það er gott. Samþykki hafa verið gefin á báða bóga.
Það var ungpíuhittingur á Sængurkvennagangi um þar síðustu helgi. 13 voru búnar að melda sig en 5 mættu. Það var reyndar voða fínt samt sem áður, náðum allar að spjalla saman og svona. Eftir miðnætti hélt ég svo á Nasa á Palla með Soffíu, Sonju og Elsu. Náði að hrista svolítið á mér rassinn;0). Ég er nú farin að hallast að því að aldurinn sé farinn að segja til sín því ég var bara komin með nóg kl 04:00 og hélt heim á leið.
Þann 3. nóvember urðu kaflaskil í mínu lífi. Því þá á mánudegi (verð að byrja allt á mánudegi) ákvað ég að breyta matarræði mínu. Margir myndu nú ekki hafa trú á því að brauðætan, kálfurinn og sælgætissjúklingurinn ætti eftir að halda það út! Hér er ég enn á mínum 16 degi án hveiti, gers, sykurs, áfengis og núna fyrir hálfum mánuði tók ég líka út sítrusávexti. Fyrstu dagarnir voru alveg hræðilegir en svo fór þetta allt að koma. Hummus, epli, sojajógurt, hrísmjólk, boozt, súrdeigsbrauð. . . algjör sæla eða þið vitið. Það var líka ekki seinna vænna að byrja á þessu því 2 dögum eftir að þetta byrjaði þá spurði mig manneskja á deildinni minni hvort ég væri að koma með eitt lítið. já takk fyrir takk. Það er kannsi ástæðan fyrir því að ég held þetta út svona lengi. Kílóin hrinja bókstaflega af mér og kemst ég sennilega niður fyrir 50 kíló fyrir áramót. En bíðið hæg . . . þegar ég fer til DK eftir 11 daga þá ætla ég að syndga. Borða hveiti, ger og sykur, drekka áfengi og ef ég ætla virkilega að tapa mér þá hendi ég Sítrusávöxtunum inn í líka! Svo núlla ég mig þegar ég kem heim fram að jólum. Þá er tími syndgunar á ný. Ég er endalaust stollt af mér fyrir þetta því nú veit ég að ég get þetta.
Víst ég var byrjuð á að taka mér tak annað borð þá hélt ég áfram. Þar kom að því að ég gerði loksins eitthvað í því sem ég hét í upphafi ársins að ég ætlaði að hugsa um sál og líkama. Við sambýlingarnir skráðum okkur á námskeið í Jákvæðri hugsun. Við rifum okkur upp kl 10:00 á laugardagsmorgni af fúsum og frjálsum vilja og héldum í Lótushús í Kópavogi. Þetta var frábær byrjun á góðum degi. Þeir tímar voru tveir. Okkur líkaði svo vel að við skráðum okkur líka í Raja Yoga sem er hugleiðslunámskeið og er það mjög fínt. Það er reyndar svo afslappandi (af því ég á nú svo víst erfitt með það) að ég hef sofnaði í báðum tímunum sem ég hef farið í sem er náttúrulega bannað því þá eyðileggur maður hugleiðsluna. Stefni á að gera betur næst.
Í dag er svo mæðgnadagur í höfuðborginni og mitt helsta mission er að kaupa mér dollur undir jólasmákökurnar þar sem að jólagjafirnar eru nánast búnar og það er mér ekki holt að kaupa þær í svona mörgum hollum. Ég kaupi nefninlega líka alltaf eitthvað handa sjálfri mér í leiðinni. Stefnan er að gera jólabaksturinn um helgina og í ár mun ég taka þátt af heilum hug og báðum höndum. Ég ætla að baka 5 sortir fyrir mig til að eiga. Áður en það gerist ætlum við KM að gera okkur gott kvöld á föstudaginn. Fara út að borða og í leikhús og taka svo eins og einn Lúdó ef við meikum það því síðasta laugardagskvöld vorum við farin að sofa kl 22:00. Ég held að við séum að ná að vera formlega par því við höfum nú loksins náð að gista saman hinar gullnu nætur 13 í röð! Ætla að halda upp á það með því að stinga af upp á Skaga og vera þar næstu tvær nætur;0)
Svo að kikki nú lögum líðandi stundar aðeins inn í. Þá var Lady Gaga, Just dance klárlega lag sumarsins. Núna eru það hins vegar Shinging star með Get Far, Miss Independent með Ne-Yo og síðast en ekki síst Love Lockdown með Kanye West. Rokk it on;0)
Eva Old
Fyrst af öllu þá gleymdi ég að segja það í síðasta bloggi að það var Furulundardjamms- reunion hérna í Rvk og gátu bara allir mætt nema Anna Huld. Henni var svo sem fyrirgefið búandi erlendis og allt það. Það var mjög gaman enda annað aldrei komið til greina. Góður matur að sjálfsögu og áfengi við hönd. Hitti svo KM niður í bæ. Þegar við vorum að fara heim og röllta í leigubílaröðina var hann að segja mér eitthvað voðalega merkilegt en ég varð bara að biðja hann um að hafa þegja því að mér var svo mál að pissa að ég gat bara ómögulega hlustað og einbett mér í einu! Ég get gert margt í einu, en tvennt get ég ekki; Hlustað á aðra og einbeitt mér, og bakka og hlusta á útvarpið, Það er ekki hægt.
Við Eygló fórum á Indian Mangó sem var nú bara svona la la staður þangað til kveikt var á reykelsum inn á staðnum . . . meðan við vorum ennþá að borða. Í fyrsta lagi finnst mér reykelsi ógeðsleg og hvað þá þegar ég var að borða. Við hentum okkur því út hið fyrsta og fengum okkur kaffitár á Kaffibarnum og svo enduðum við á Oliver. Gott kvöld, maður þyrfti að gera þetta oftar.
Það var matarklúbbur hjá Höbbu. 6 meðlimir af 10 voru mættar. Það var einnig mjög skemmtilegt. Fengið sér aðeins í tá. Habba sló gjörsamlega í gegn á B5;0). KM vildi endilega fara heim kl 03:00 og ég fór með honum. Partýdýrið sko! Var ekkert allt of sátt með það að fara heim svona snemma en stemmarinn var eiginlega farinn, Habba týnd og Skagameyjarnar að fara heim þannig að ég lét mig hafa það og eftir á að hyggja var það nú bara kósý. Það var nú eins gott því KM var búinn að melda okkur líka í fjölskylduheimsókn II árla sunnudagsins eða kl 1400 (Nenni og Nancy fengu frumsýningu) og tilkynnti mér það ekki fyrr en við vöknuðum í hádeginu pa sundag. Þunn með meiru mætti ég upp í Kópavog rúmlega tvö og þetta gekk allt saman vel. Ekki nóg með þetta heldur hitti hann foreldranna um kvöldið í mat á Aski þar sem Seli splæsti á yngra settið. Já he has met the parents! Fjölskyldukynningar 2 - 1 fyrir mér. Eftir þetta var ekki aftur súið og síðan þá hef ég farið í kaffi í sveitina (sem var yndislegt, gerði mér ljóst hversu mikið ég sakna minna sveita), mat í Þorlákshöf og mat í Sandgerði. Formlegum fjöslkylduhittingi er því með lokið og guð hvað það er gott. Samþykki hafa verið gefin á báða bóga.
Það var ungpíuhittingur á Sængurkvennagangi um þar síðustu helgi. 13 voru búnar að melda sig en 5 mættu. Það var reyndar voða fínt samt sem áður, náðum allar að spjalla saman og svona. Eftir miðnætti hélt ég svo á Nasa á Palla með Soffíu, Sonju og Elsu. Náði að hrista svolítið á mér rassinn;0). Ég er nú farin að hallast að því að aldurinn sé farinn að segja til sín því ég var bara komin með nóg kl 04:00 og hélt heim á leið.
Þann 3. nóvember urðu kaflaskil í mínu lífi. Því þá á mánudegi (verð að byrja allt á mánudegi) ákvað ég að breyta matarræði mínu. Margir myndu nú ekki hafa trú á því að brauðætan, kálfurinn og sælgætissjúklingurinn ætti eftir að halda það út! Hér er ég enn á mínum 16 degi án hveiti, gers, sykurs, áfengis og núna fyrir hálfum mánuði tók ég líka út sítrusávexti. Fyrstu dagarnir voru alveg hræðilegir en svo fór þetta allt að koma. Hummus, epli, sojajógurt, hrísmjólk, boozt, súrdeigsbrauð. . . algjör sæla eða þið vitið. Það var líka ekki seinna vænna að byrja á þessu því 2 dögum eftir að þetta byrjaði þá spurði mig manneskja á deildinni minni hvort ég væri að koma með eitt lítið. já takk fyrir takk. Það er kannsi ástæðan fyrir því að ég held þetta út svona lengi. Kílóin hrinja bókstaflega af mér og kemst ég sennilega niður fyrir 50 kíló fyrir áramót. En bíðið hæg . . . þegar ég fer til DK eftir 11 daga þá ætla ég að syndga. Borða hveiti, ger og sykur, drekka áfengi og ef ég ætla virkilega að tapa mér þá hendi ég Sítrusávöxtunum inn í líka! Svo núlla ég mig þegar ég kem heim fram að jólum. Þá er tími syndgunar á ný. Ég er endalaust stollt af mér fyrir þetta því nú veit ég að ég get þetta.
Víst ég var byrjuð á að taka mér tak annað borð þá hélt ég áfram. Þar kom að því að ég gerði loksins eitthvað í því sem ég hét í upphafi ársins að ég ætlaði að hugsa um sál og líkama. Við sambýlingarnir skráðum okkur á námskeið í Jákvæðri hugsun. Við rifum okkur upp kl 10:00 á laugardagsmorgni af fúsum og frjálsum vilja og héldum í Lótushús í Kópavogi. Þetta var frábær byrjun á góðum degi. Þeir tímar voru tveir. Okkur líkaði svo vel að við skráðum okkur líka í Raja Yoga sem er hugleiðslunámskeið og er það mjög fínt. Það er reyndar svo afslappandi (af því ég á nú svo víst erfitt með það) að ég hef sofnaði í báðum tímunum sem ég hef farið í sem er náttúrulega bannað því þá eyðileggur maður hugleiðsluna. Stefni á að gera betur næst.
Í dag er svo mæðgnadagur í höfuðborginni og mitt helsta mission er að kaupa mér dollur undir jólasmákökurnar þar sem að jólagjafirnar eru nánast búnar og það er mér ekki holt að kaupa þær í svona mörgum hollum. Ég kaupi nefninlega líka alltaf eitthvað handa sjálfri mér í leiðinni. Stefnan er að gera jólabaksturinn um helgina og í ár mun ég taka þátt af heilum hug og báðum höndum. Ég ætla að baka 5 sortir fyrir mig til að eiga. Áður en það gerist ætlum við KM að gera okkur gott kvöld á föstudaginn. Fara út að borða og í leikhús og taka svo eins og einn Lúdó ef við meikum það því síðasta laugardagskvöld vorum við farin að sofa kl 22:00. Ég held að við séum að ná að vera formlega par því við höfum nú loksins náð að gista saman hinar gullnu nætur 13 í röð! Ætla að halda upp á það með því að stinga af upp á Skaga og vera þar næstu tvær nætur;0)
Svo að kikki nú lögum líðandi stundar aðeins inn í. Þá var Lady Gaga, Just dance klárlega lag sumarsins. Núna eru það hins vegar Shinging star með Get Far, Miss Independent með Ne-Yo og síðast en ekki síst Love Lockdown með Kanye West. Rokk it on;0)
Eva Old