Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

miðvikudagur, október 29, 2008

Ennþá money peningar

Október er senn á enda og þá er komin tími fyrir blogg enda fólk orðið fréttaþyrst af síðustu mærinni í dalnum. Merkilegt að síminn hringir ekkert meira þó að ég bloggi ekki. Fólk treystir þá væntanlega á að þegar ég skrifa þá verði það almennilegt!

Systkini mín komu heim frá erlendri grundu og inn á speglandi hrein heimili sín með tómri óhreinatauskörfu. Komu þau brosandi, brún og sælleg, færandi fallegar gjafir og þakklæti. Ég fékk Aurum hálsmen, Iittala sevréttuhringi, D&G veski og bol, Kanebo glow og Kanebo púður, skraut á símann minn, sælgæti og tyggjókarton. Þar með hef ég unnið mér inn heilan mánuð, með þrifum og þessháttar þegar ég og tilvonandi eiginmaður minn verðum búin að koma okkur vel fyrir og eignast nokkur kríli. Ætla ekki að nýta mér þetta fyrr en ég er búin að eignast þau öll! Áhyggjulaus og barnlaus á paradísareyju einhver staðar í suðri með kokteil í annarri og Nýtt líf í hinni. Ég get bara ekki beðið hí hí hí;0).

Talandi um tilvonandi allt svo kærastann minn (KM), Maðurinn sem nú hefur verið tilkynntur til sögunar. Basic info: "80 módel, blikksmiður, barnlaus og á íbúð. Við erum bara lukkuleg;0).
Í kreppu lík og þessari verður maður að hafa hugsunina í lagi (ekki að ég ætli eitthvað að fara að ræða hana enda skil ég ekkert í þessu og ætla ekki ekki einu sinni að reyna það). Ég lifi samt lífinu eins og kreppan komi mér ekki við allavega þangað til hún fer að gera það. Ég fer reglulega í búðir og kaupa mér hitt og þetta. Fór til dæmis í daginn í Smáralindina og keypti mér Jólahlaðborðskjól sem skemmti KM svona líka þegar ég tilkynnti honum um kaupin. "Jólahlaðborðskjól! Hvernig er hann eiginlega?" og stelpan var með svörin á reiðum höndum. Alltaf;0). Hann er farinn að gegna skyldum sínum sem hinn raunverulegi kærasti og búinn að hitta slatta af vinkonum (þó að nöfnin séu kannski aðeins of mörg) og brota brot af fjölskyldunni. Ég hef hins vegar ekki verið jafn mikið til sýnis hans meginn og er fjölskyldan hans sennilega farin að halda að ég sé bara í höfðinu á honum enda jafn mikla draumadís vart hægt að finna.
Þrátt fyrir að hafa ekki verið formlega kynntur fyrir foreldrunum (þangað sem enginn maður í mínu lífi hefur áður komist) og mamma heldur því fram að ég muni ekki sýna hann fyrr en einhverntímann á næsta ári, þá er honum samt sem áður sett fyrir verkefni sem aðrir fjölskyldumeðlimir þurfa gjarnan að gegna eins og t.d. að safna pennum fyrir pabba. KM skellti sér í vinnuferð til Þýskalands nýlega þar sem hann fékk þetta verkefni og ég held svei mér þá að honum hafi fundist það meira mission heldur en að finna eitthvað fallegt handa mér. Sendi mér meira að segja sms sem í stóð: "Er kominn með 13 penna handa pabba þínum". Algjör rómantíkus! Drekkhlaðinn pennum kom hann til baka úr ferðinni. Ég sagði honum að nú þyrfti bara að þvo bílinn þegar hann kæmi inn í bæjinn og hann væri Gloden! Pabbi nennir nefninlega ekki að fá enn einn skítahauginn inn í þessa fjölskyldu. Hans eigin orð. Ég skal játa það fúslega að elsku gráni minn fær aðeins að sitja á hakanum þessi elska. Hann keypti samt eitthvað fallegt handa mér. Þó að ég hafi verið að spyrja hvað hann hafi verið búinn að kaupa handa mér og svo framvegis þá varð ég alveg eins og kjáni þegar hann rétti mér fallega bláa öskju og sagði; "Svo keypti ég svolítið handa þér" og ég sagði að hann hefði ekki þurft þess þá svaraði hann: "Heldurðu að ég hafi ekki skilið skilaboðin?". Jú hann skildi þau sko alveg. En eins og ég sagði við góðvinkonu mína sem var komin með einn upp á arminn. Að það þýddi ekkert fyrir hana að láta eins og ástsjúkan hvolp þó að hún væri komin með gæja og það ætla ég heldur ekki að gera. Þannig að sem þakklætisvott þá sló ég í rassinn á honum og sagði: "Takk fyrir pungur" eða eitthvað álíka;0). Djók. Önnur vinkona mín hafði líka áhyggjur af því að víst að ég væri komin á fast þá væri ekki hægt að ræða við mig um vonlausa sénsa. Ég sagði henni að það væri mesti misskilningur því ég myndi nú aldeilis búa að reynslunni eftir cirka 8 ár í bransanum.

Áfram með keppueyðlsu. Ég keypti mér líka rafnmagnskaffikvörn (sem ég var reyndar það eina sem ég var búin að biðja um í jólagjöf) en hún var svo billeg og eins og ég sagði verður maður að hafa hugsunina í lagi. Ég er náttúrlulega alveg crazy þegar ég tek mig til og á nú 3 tegundir af fínu kaffi. Þannig að ef þið komið til mín í kaffi núna er ekki nóg með það að ég get helt upp á 3 tegundir og á 4 vegu heldur er það nýmalað og ferskt bara eins og á ökrum Braselíu.
Ég er náttúrulega líka byrjuð að undirbúa jólin. Dró Hrafnhildi frænku mína með mér í búðir um daginn og keypti þar alveg helling af pakkaskrauti og upphafið á aðventukransinum mínum. Hrafnhildi fannst nóg um og heldur því fram að ef hún verði of mikið með mér þá verði hún komin með ógeð af jólunum fyrir jól þannig að . . . hún er samt svo sjúk í að vera með mér að hún hringdi í mig fljótlega og bað mig að vera memm. Þannig að við skelltum okkur á Red chilli á mánudegi þar sem var m.a. fengið sér nautsteik með bernies sósu. Kreppa vúhú. Svo er ég búin að panta mér utanlandsferð eftir mánuð svona til að toppa þetta alveg. Ætla að heimsækja Önnu Huld mína og Siggu í Óðinsvé. Stefni meira að segja á aðra ferð til DK, Árósar, þegar vora tekur til að geta heimsótt fleiri vinkonur. Svo höfum við Bára ákveðið að skella okkur til Ítalíu næsta sumar.
Ég er samt ekki alveg að tapa mér því ég hugsa hvernig ég geti aukið hjá mér fjárhaginn. Bauð m.a. KM upp á að þrífa íbúðna hans fyrir 5000 kjell sem hann tók og ef vel liggur á mér einhvern morguninni er aldrei að vita nema stelpan taki sig til. Þetta er líka svona guy's appartment og eiginlega ekkert inn í henni þannig að við erum að tala um hálftíma.

Við sambýlingarnir í penthousinu í Drápuhlíðinni erum að fíla mjög vel félagsskap hvor annarrar svona þegar við erum allar heima hefur gerst að meðaltalið 2 sinnum þar sem af er október mánuði. Ég svaf í fyrsta lagi ekkert hérna í 3 vikur á meðan móðurstarfið átti hug minn allann og svo eyði ég nokkrum stundum hjá KM upp í Árbæ. Það var því ákveðið að hafa fjölskyldustund alla þriðjudag þar sem eldaður er fiskur á hina ýmsu máta. Þá er líka gjarnan hent í einni ræmu og gúffaði í sig smá sælgæti. Þetta eru heilagar stundir á heimilinu. Þeim er reyndar farið að kvíða fyrir því þegar ég flyt út af heimilinu enda húsmóðursgen í mér. Þær vita hreinlega ekki hvað þær eigi þá að gera en ég droppa nú við endum og eins. Hér var víst sett á kaupbann og hér átti bara að reyna að nýta það sem til var á heimilinu. Eitthvað gleymdist að láta Evuna vita af þessu og hún mætti bara galvösk með tvo troðfulla bónuspoka fyrir um viku síðan. Þær virðast nú heldur ekki vera að taka kaupbannið alvarlega þar sem Bárna kom með tvo á mánudag og Siljan í gær.
Drengurinn á neðri hæðinni er ekki með dyrasíma þannig að hann gerir í því að láta gesti sína hringja dyrabjöllunni hjá okkur þannig að við hleypum þeim inn. Við ætlum ekki að láta hann komast upp með þessa vitleysu þannig að við ákváðum að svara ekki dyrabjöllunni ef við eigum ekki von á neinum þannig að góðir gestir ef þið ætlið að koma til mín þá verðið þið að gjöra svo vel að gera boð á undan ykkur. Það vildi svo til um daginn að KM ákvað að koma hérna við eftir fótboltaæfingu og það vildi þannig til að það var fjölskyldukvöld þannig að við vorum allar heima. Þar sem enginn átti von á neinum var félaginn bara látinn dúsa á dyrabjöllunni og við sátum sem fastast í stofunni. Greyið var svo símalaus í þokkabót og gat ekki látið af sér vita!

Xenía er komin aftur til mín þessi elska en hún er svo tóm að ég get ekkert gert í henni. Stefni á heimsókn á suðurnesin von bráðar til betrumbóta og styrkja fjölskylduböndinn.

Ég eignaðist litla frænku í síðustu viku;) Tvær af mínum bestu vinkonum áttu afmæli og Báran útskrifaðist um síðustu helgi. Innilega til hamingju með það.

Eva Meninga

sunnudagur, október 12, 2008

Ungfrúin góða og allt hitt

Mér finnst ég vera að fullorðnast annsi hratt þessa daganna.

Ég vann alla s.l. helgi og á milli þess hoppaði ég til og frá til að reyna að eyða einhverjum tíma með vinum og kunningjum. Tók eina aukavakt og skundaði svo upp á skaga á mánudagskvöld eftir vinnu. Á þriðjudagsmorgun hélt ég áfram í móðurhlutverkinu en nú höfðu barnahlutföllin breyst. Nú var ég nú orðin 3 barna einstæð móðir og með yngri börn í þokkabót sem þarf nú að hafa aðeins meira fyrir og hugsa meira um. Vekja þau, finna til morgunmat, passa að allt skóladót og leikfimisdót sé á réttum stað, nesta þau upp, passa að þau nái strætó. Sækja og skutla í fimleika, badminton, tónlistarskóla. Ögn meira prógramm en í síðustu viku. Ég get þó gert allt sem gera þarf innan bæjar og hér eru engin húsdýr sem ég gæti þurft að bjarga. Ég tók líka við nýju hlutverki sem menntaskólakennari (auk þess að starfa sem hjúkrunarfræðingur í 80 % vinnu og taka 3 aukavaktir á meðan á stjúpmóðurhlutverkinu stendur). Já ég sagði kennari! Það sem manni er ekki til lista lagt.

Ég dreif mig þá á lappir kl 06:30 á þriðjudagsmorgun til að sjæna mig og mæta í mitt nýja starf húsvarðar, húsmóður, móður og kennara. Ég kom börnunum í skólann, bjó um rúmin þeirra og dró frá, lagaði til inn á baðherbergi og hélt svo sjálf til í hið mikla menntasetur vesturlands þar sem ég kenndi æsku þessarar þjóðar íslenska tungu, enda vart sá dagur í vikunni til að vera stoltari íslendingur (kannski þriðjudagur!). Í hádegismatnum kom ég við í bakaríi og keypti bakkelsi því ég hafði boðað 3 vinkonur mínar í lunchara. Kom heim, tók úr uppþvottavélin og tók til í forstofunni meðan ég helti á könnuna. Fékk stelpurnar svo til mín og slúðruðum um hluti liðinna stunda. Ég fór svo aftur til kennslu. Fór í Bónus og keypti inn, eldaði svo og gekk frá eftir matinn. Eftir að hafa horft á Everwood með öðru braut ég saman þvott áður en ég fór að sofa.

Var á morgunvakt á miðvikudag, fór beint þaðan á námskeið, kom við hjá Báru lasarus (hjúkkan þurfti aðeins að sinna sambýliskonu sinni) kom heim og tók til, eldaði og hvatti börnin til að taka til í herbergjunum sínum (því ég sagðist einfaldlega ekki geta búið í húsi þar sem ég sæi allt þetta dót út um allt og vildi ei fela það allt bak við luktar dyr) . . . . sem þau gerðu eftir mína 5 tilraun með bros á vör og gleði í hjarta (not!). Held að þessi systkinabörn mín séu komin með nóg að þessu tiltektarstússi mínu. Axel Birgir kallaði mig meira að segja „needfreak“ á öðrum degi og sagði að ég væri verri en mamma sín í þessum málum. Þegar miðvikudagur var svo að kvöldi komin var ég eflaust að gera eitthvað uppbyggjandi fram að háttartíma.

Á fimmtudaginn kenndi ég eina kennslustund, fór og heimsótti hina nýbökuðu tveggja barna móður hana Fanney Svölu og hann Nökkva sætilíus frænda minn, þar sem hann kúrði hjá mér góða stund og fór svo á kvöldvakt.

Föstudagur og ég gat LOKSINS sofið út, reyndar eftir að hafa komið börnunum í skólann. Klukkan sló ellefu og þá hringdi LSH til að staðfesta auka næturvaktina sem ég átti að taka um kvöldið á sængurkvenna. Eftir hádegi fór ég svo á Dalbrautina þar sem við mútta byrjuðum að taka fataskápa og fleiri skápa heimilisins í gegn en vegna ógrynnis af dóti sem til er þá missti ég móðinn fljótlega eða á 6 skáp. LSH hringdi og tilkynnti mér að þau tvö málefni, sem ég hafði sent tölvupóst um, væri komin á hreint m.a. launahækkun;0). Fengum okkur kaffitár áður en ég skellti mér í Bónus til að gera helgarinnkaupin. Tók pabba með mér sem rak svo á eftir mér að ég gleymdi að kaupa svo margt af þeim innkaupalista sem ég hafði í kollinum eftir köstin voru því ferð í Bónus aftur í dag og ég á einnig eftir að fara á morgun. Sótti bróðurdóttur mína á fimleikaæfingu eftir það því hún hafði snúið á sér löppina. Þá hringdi LSH, hjartadeildin og bað mig að koma á aukavakt. Bakaði pizzu til kvöldverðar og greinilega engu gleymt síðan á Hróa Hetti í den tiden, henti í uppþvottavélina og glápti svo bara á imbann með börnunum þangað til ég fór á næturvaktina.
Fannst ég ekki geta gert annað en lært á þvottavélina hér þannig að ég henti í eina vél í gær og flokkaði restina að þvottinum en samtals held ég að þetta geri nú ekki nema 6 vélar cirka bát en . . . . . hér er ei þurrkari þannig að fengnar verða lánssnúrur og einhverju hent jafnvel á Dalbrautina því þessi þvottur skal allur hreinn verða á 2 dögum. Ég nenni sko ekki að vera að þvo þvott upp á hvern dag og ætla mér aldrei að gera. Brunaði svo í bæinn á aukavakt á sængurkvenna.
Vaknaði svo kl 16:30 í dag tilbúin að mæta þeim verkefnum sem biðu mín á þessum dýrðlega degi. Núna er í þann mund að hefjast videostund með yngstu börnum heimilisins en sá elsti þykist ekki eiga samleið með okkur þar sem við ætlum að gúffa í okkur bland í poka og horfa á my girl og home alone 2. Hver er ekki til í það??? LSH var að hringja og biðja mig að taka aukavakt í fyrramálið . . . ég sagði já. Djöfull verð ég rík í kreppunni. Björgólfur fölnar sennilega þegar ég fæ launaseðilinn minn um mánaðarmótin. 4 aukavaktir á þessu tímabili takk fyrir takk! Held ég sé líka að komast í raðir vinsælustu starfsmanna stofnunarinnar miðað við símtölin allavega. Hringja í mig marga daga í röð eða oft á dag. Vegna nokkurra anna hef ég reynt að skipuleggja mig nokkuð vel og þetta smellur allt. Ekki það að ég þurfi að gera allt sem ég sé að gera heldur geri ég það af því að ég kýs að gera það. Á 3 daga eftir hér á Skaganum, þá verð ég komin aftur í mína daglegu rútínu og get farið að sinna öðru betur sem hefur fengið að sitja á hakanum. Er reyndar svolítið mikið að gera hjá mér næstu tvær vikurnar. M.a. að er Furulundar-reunoin-matarboð um næstu helgi og hlakka ég óendanleg til enda ekki djammað síðan í kveðjupartý Önnu Huldar fyrir 6 vikum held ég. Vó vó vó.

Hvað skipulaggningu varðar þá er að koma að Indian Mangó kvöldverðinum okkar Eygló sem var skipulagður í lok ágúst. Ekki það að við negldum þessa dagsetningu random heldur var hún sú eina sem kom til greina. Miðaða við þetta er ekki furða á að næsta fríhelgin mín sem er ekki plönuð er 3 helgin í desember. Þess vegna er nú gott að ég sé að verða búin að versla jólagjafirnar. Já já já líkur sækir líkan heim og ef ég held þessu áfram verð ég sennilega búin að beed-a systir mína í undirbúningnum og að ári verð ég farin að hræra í hverja smákökutegundina af fætur annarri í septemberlok;0)

Það var sá tími sem ég öfundaði marga stúlkuna af rómantískum stefnumótum og flottu strákum sem þær virtust finna hér og þar. Þær fengu blóm, konfekt og nánast lítil ástarbréf sem og einn drengurinn gerði sér langa ferð á virku kvöldi til að mæta óvænt á tröppurnar hjá einni sem mér fannst bara out of this world sætt. Á þessum tíma mátti ég þakka fyrir að vera á deitum „to no where“ með gaurum sem engan veginn hentuðu mér. Á meðan aðrar hlustuðu á ljóðlínur yfir mat á Caruso og fóru á sinfóníuna þá mátti ég þakka fyrir að verða að hitta gaura sem nánast ráku við í damask sængurfötin mín og ef ég var ljónheppin þá lyftu þeir upp sænginni (ekki til að leyfa mér að finna lyktina heldur til að hlífa aumingjans sængurfötunum!) Á milli línanna má lesa línanna að sú sé ekki raunin í dag. Nei ég hitti nefnilega einn af þessum flottu á djamminu í sumar sem virtist hafa villst einhverstaðar innan um hina vitleysinganna. Þið hinir sem áttuðið ykkur, að sjálfsögðu, á því á hversu mikill fengur ég er eftir á. Drop down and weep. Stelpan er komin á fast!

Eva frátekna

föstudagur, október 03, 2008

Algjörar hetjur

Jæja þá sest ég niður og ekki laust við að ég fengi greininguna; örþreytt móðir, á sængurkvennagangi (án þess að hafa verið að ala barn en það er annað mál). Það er sko búið að vera nóg að gera síðustu daga þrátt fyrir tveggja daga frí. Það er sko enginn dans á rósum að vera útivinnandi einstæð móðir. Ó nei.

Byrjum á byrjuninni ég kom hingað að loknum vinnudegi fyrir hálfum mánuði síðan. Ég þurfti að fara í nokkrar erindagjörðir eftir vinnu í RVK og var því ekki komin hingað fyrr en kl rúmlega 18:00. Ísskápurinn átti að vera fylltur upp eins og fyrir heimstyrjöld, ég hefði hins vegar ekki vilja vera hérna innilokuð í þeirri heimstyrjöld. Eitthvað fór bónusferðin hjá henni systur minni forgörðum, sennilega verið busy packing;0). Ég var hins vegar svo þreytt að ég nennti hreinlega til Keflavíkur í Bónus þannig að ég gerði bara samlokur á liðið. Á laugardeginum fórum við, ég og eldri systursonur minn í Bónus. Hann byrjaði reyndar á því að stinga mig af á bílaplaninu. Mætti svo í búðina þegar karfan var orðin hálffull. Ég teymdi hann inn í grænmetis- og ávaxtakæli og sagði honum að velja ávexti sem þeir bræður á bakka borðuðu. Þá fékk ég að heyra það að það væru ávextir sem væru ekki með hýði.‘‘ EKKI MEÐ HÝÐI‘‘ apaði ég eftir honum eins og ég ætti að flysja vínberin og henda upp í hann. Þegar við komum út úr kælinum grípur hann með nokkra appelsínusafa. ‘‘Ég er búin að kaupa safa‘‘ segi ég. ‘‘Já en er hann með aldinkjöti?‘‘ ‘‘ALDINKJÖTI!‘‘ tauta ég aftur. Já hann var með aldinkjöti. Á leiðnni heim vildi drengurinn endilega fá að keyra, mér til mikillar streitu enda var ég engann veginn að treysta honum í bílstjórasætinu enda var hann bara nánast að fermast í gær. Það var ekki annað hægt þar sem ég var í mikilli sykurþörf og þráði góðan nammibar og hann sagðist ekki rata nema vera undir stýri. Góður! Ég gleymi því nú ekki þegar hann teymdi mig pabba um bæjinn þveran og endilangan hérna ekki alls fyrir löngu þar sem við enduðum í miðju íbúðarkverfi (að leita að Kaskó) og þá sagðist hann allt í einu ekkert rata þetta. Ætlaði sko ekki að láta það gerast aftur. Fajitast var á matseðli laugardagskvöldsins. Ég fór svo að vinna á sunnudagskvöldinu og morgunvakt/nætuvakt á mánudeginum þannig að þá var ég í höfuðborginni. Ég keyrði svo ‘‘ heim‘‘ í Sandgerði á þriðjudagsmorgunin eftir næturvaktina til að gera eldað fyrir blessuð börnin og ó.m.g. hvað ég var stór hættuleg í umferðinni á Reykjanesbrautinni. Ég eldaði fiskibúðing um kvöldið og helti svo upp á kaffi fyrir bróður Gústa og spússu hans (sem voru að koma frá Tenerife) svona áður en þau héldu áfram för sinni á norðurslóðir. Ég fór hins vegar aftur í vinnuna á nætuvakt nr 2. Gisti í bænum eftir hana því ég þurfti að fara á deildarfund um kvöldið og svo aftur aðfaranótt fimmtudags því ég var að fara á kvöldvakt þann daginn en var alltaf með Sandgerði í beinni. Brunaði svo aftur til barnanna eftir vaktina á fimmtudag og dúllaði mér hérna á föstudeginum þar til þeir komu heim. Þá rak ég þá af stað til Akranes þar sem þeir voru í vellystingu hjá móðurforeldrunum. Ég skellti mér hins vegar í tvöfaldan fushion tíma í Laugum svona til að halda upp á það að ég hef ekki farið í ræktina í eins og cirka 1 og ½ ár eða svo. Blés ekki úr nös (stórlega ýkt) en þessi tími var sko prump! En málefnið var gott og ég er bara ánægð með því að hafa styrkt það. Eyddi kvöldinu í faðmi fjölskyldunar. Þegar allir voru að gera sig tilbúinn í háttinn, var eldri frændi minn svo að pússa stellið, hann var með tannbustann á bólakafi upp í sér en sagði svo: ‚‘‘Hver á þennann tannbusta annars?'' Ég horfði á hann og ég er ekki frá því að það glitti í hræðsluglampa í augunum á mér þegar hann tók hann út úr sér og sýndi mér hann!!!!!!! ‘‘ÉG á þennann tannbursta!!!!‘‘ sagði ég og hann bara : ‘‘Já.‘‘ Ég horfði á hann hæst ánægðan með tannburstann, nýja vin sinn sem var mér þar með glataður að eilífu. ‘‘Oj barasta ertu að nota minn tannbursta? Það er það ógeðslegasta sem ég veit.‘‘ Hann: ‘‘Já, ég verð sko að nota hann, ég kom ekki með tannbursta.‘‘ Hversu oft hann hefur notað tannburstann veit ég ekki og kæri mig ekki um að vita það. Ég gaf honum hann þar með enda er ég að sjálfsögðu með auka bursta í min veske pa. Ákvað að taka smá sjæningu fyrir háttinn sem endaði á því að vera 2 klst. Það sem maður getur dúllað sér á baðherberginu í háreyðingu, skrúppi, body lotion smurningum og brúnkukremi! Laugardeginum eyddi ég eiginlega á ferðinni. Fór í nokkrar heimsóknir og flestar tvisvar sinnum, tók til í fataskápnum og henti mér svo í sturtu. Mætti stundvíslega kl 19:30 í matarboð til vinkonu minnar og ástmanns hennar. Það var rosalega fínt. Fylltar svínalundir og rosa flott meðlæti, ís og suffle í eftirmat og svo nóg af rauðu, hvítu og bjór. Vöktum alveg til kl rúmlega 04:00 en þá lágum við báðar í sófanum og sváfum yfir arfaslakri mynd á bíórásinni.

Pabbi og Ari boy áttu afmæli á sunnudaginn. Var því læri í hádeginu á Dalbrautinni, færði ég karli föður mínur rósir og sprite í tilefni dagsnins þrátt fyrir að hann væri búin að fá gjöfina sína fyrirframm. Ég þekki minn mann og hann brosti sínu breyðasta karlinn þegar ég skutlaði í honum vendinum;0). Ari var líka hæsánægður með sína gjöf en ég henti mér þar inn í eina franska og kaffibolla fyrir aukakvöldvaktina sem ég fór á á sængurkvenna. Gisti í RVK næstu tvær nætur því ég var að vinna mán og þri. Var líkt og áður í beinu sambandi við Sandgerði city. Athugaði með heimalærdóm, næringarástand og morgunyfirsvefn. Eftir morgunvakt á þriðjudag hentist ég inn í Bónus í Hafnarfirði á leiðinni aftur í Sandgerði , keypi inn, meðal annar ávexti með mjúku auðlosanlegu hýði og appelsínusafa með aldinkjöti. Maður er snöggur að læra. Hentist svo í Sandgerði. Þar beið mín tómt hús. Ég byrjaði á því að henda í eina þvottavél, tók næst það leirtau sem lá á eldhúsbekknum og setti í uppþvottavélina sem og það leirtau sem var í herbergjum drengjanna, tók til í sjónvarpskróknum og setti fjarstýringarnar, allar 10 á sinn stað, dró frá í svefniherberginu og bjó um rúmið, raðaði skónum í forstofunni og ryksugaði áður en ég henti í aðra vél og setti hin fötin í þurrkarann. Því næst eldaði ég pasta, steikti grænmeti og hrærði í sósu. Ákvað að gera tilraun til að horfa á Everwood en var í símanum nánast non stopp þar til ég lognaðist út af. Í gær byrjaði ég daginn á því að henda í þvottavél, fór því næst til RVK í erindagjarðir sem gátu ei beðið, skelti mér með Páls á kaffihús og verslaði nokkrar jólagjafir í leiðnni, kom heim og hélt áfram með þvottinn, ætli ég hafi ekki tekið cirka 4 vélar. Eldaði svo kjúklingarétt, kartöflur og gerði ferskt salat handa drengjunum og skutlaðist með þann yngri á fótboltaæfingu og pikkaði hann upp tveimur tímum seinna. Reyndi að halda með vakandi yfir gossip og grays en sofnaði vært. Tók daginn snemma í morgun til að pikka upp þráðinn í þáttunum og auðvitað í vél um leið og ég opnaði augun. Byrjaði svo á extrun á heimilinu með Now 50 vel tjúnað upp í græjunum. Þetta hófst á svona nettum þrifum en endaði upp í efri svefnherbergiskápum að endurraða rúmfötum, undir sofaborði að skipuleggja hillur og körfur, inn í eldhússkápum og ofan á þeim einnig! Þetta er fínt. Systir mín er alltaf svo tímanlega í öllu, einnig þegar kemur að jólunum, búin að pakka inn og svona í nóvember þannig að ég hef nú væntanlega gert hálfa jólahreingerninguna. Hentist að þessu loknu svo inn í Keflavík að því ég VARÐ (vitnað til í Axel Birgir) að bjarga húsdýrum heimilisins sem voru nánast farin að fljóta í búrinu. Klukkan rúmlega 21:00 í kvöld var ég búin að þvo 6 þvottavélar í dag sem enduðu í 7. Ég ákvað að tríta sjáfla mig og lét renna í bað meðan ég skúraði. Skreið svo ofan í heitt freiðiðbaðið, búin að kveikja á nokkrum kertum og með einn kaldan woodies ice í annarri og símann í hinni.

Lífið eins og ég þekki það núna er að líða undir lok allavega í bili. Það er að stefna í óvænta átt. Eitthvað sem ég hefði aldrei getað ýmindað mér fyrir nokkrum mánuðum síðan. Það er eðililegt að vera hrædd við hluti sem við þekkjum ekki. Við erum stundum hrædd við það óþekkta jafnvel þó að við vitum að það sé eitthvað sem okkur er ætlað að gera og við séum fullkomlega viss um að það sem koma skal sé það sem við viljum gera. Stundum meika ég ekki tímann. Vildi að hann myndi stundum lallast áfram þannig að maður geti gert allt sem maður vill gera eða hraðspólast þannig að maður viti að allt sem maður gerir sé hið rétta. Þú veist það ekki fyrr en þú hefur prófað það . . . Það kemur í ljós.

Er ekki best að fara að sofa í hausinn á sér. Það bíða mín nokkur verkefni í fyrramálið; E-maill á enskri tungu, ein þvottavél og uppþvottavél og síðast en ekki sýst ''the nanny diaries'' sem systir mín og mágur bíða sennilega æsispennt yfir. Svo er ég líka að byrja á 4 daga vinnutörn á morgun áður en ég tek round 2 á móðurhlutverkinu. Held samt að það verði svolítið meira að gera þar yfir höfuð en efast stórlega um að ég hendi í jafnmargar þvottavélar. Legg mig ekki fram við að læra á hana þar!

Ef hún Hrefna Rún Ákad Jóns Vilhelms Áka les þessa síðu einhverntímann núorðið þá má hún endilega kvitta.

Að lokum legg ég til skál fyrir einstæðum mæðrum. Þið eruð hetjur.

Eva þvottabjörn