Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

laugardagur, júní 28, 2008

Allir hlutir taka enda

Blíðustu brosir sólin hrein
Björkin ilmar, hrífur menn.
Fundið hefur frjóa grein
fiðrildi sem leitar enn.
Þetta samdi hann Jón bróðir minn til mín í tilefni stór dagsins.
Hjá Akureyrarkirkju


Hjá Íslandsklukkunni.

Í Kjarnaskógi

Verðlaunahafarnir, nýjustu góðvinirnir með rektor


Allar orðnar hjúkkur

Ég vaknaði kl 08:00 stundvíslega að morgni 14. júní. Ég leit út um gluggann og sá hvar Eyjafjörðurinn var spegilsléttur, mættur í sparifötinn og fallegri sem aldrei fyrr. Frú Sól heilsaði mér með björtu brosi. Í faðmi fjölskyldunnar gerði ég mig tilbúna fyrir stóra daginn.

Útskriftin var kl 10:30 og gekk alveg eins og í sögu. Stelpan var nr. 9 í röðinni að útskrifast af 328 þannig að þetta var bara ljúft. Gat slakað á það sem eftir var athafnarinnar eða svona næstum því. Stelpan fékk nefninlega verðlaun frá góðvinum HA fyrir góðan námsárangur, félagsstörf og óeigingjarnt starf í þágu HA:0) og rosalega ánægð með það samt ekki ánægðari en pabbi held ég. Eftir það tóku við myndatökur. Myndatökur af útskriftarhópnum, heilbrigðisdeild, hjúkrunarfræðiskor, okkur sem fengum verðlaun ásamt rektor (maður er allstaðar í innsta hring, ég sver), lokaverkefnishópnum (mínus Rebekku sem var einhverstaðar að mammast). Svo tók ég Gústa og pabba með mér á bestu staðina mína á Ak. Akureyrarkirkju, Háskólann og Kjarnaskóg (gleymdi ListigarðinumL). Það var loksins komið að því að mynda mig í trjágöngunum mínum flottu sem ég er búin að dást af í 5 ár. Því miður þá fann ég þau ekki (get guðsvarið það að Nonni í Mánarblóm hefur komið með sögina og sagað þau niður eða eitthvað?) og endaði á því að ganga 2 km hring í splunkunýju skónum mínum sem ég var að vígja með pabba gamla og Gústa hælsæri í eftirdragi. En eins og sagt er. “Gangan” göfgar manni og manneldismarkmið segja 30 mínútna hreyfing á dag og maður er ekki nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur fyrir ekki neitt. Ekki það að ég hafi svo gert að sári mágs míns þegar heim var komið enda get ég ekki gert allt svona nýútskrifuð. Eftir þetta var svo bara rólegheit með famelíunni í nokkra tíma í þessu líka splúnku nýja og fína húsi sem við fengum leigt.

Gestirnir fóru svo að streyma að á mínútunni 18:00 þegar partýið átti að hefjast. Það var bara nokkuð margt um manninn. Tæplega 30 manna grillpartý sem mér fannst alveg passlegt. Við gerðum heitapottsyfirbreiðsluna að veisluborði og skreyttum eins og okkur fjölskyldunni er lagið. Allir voru sammála um að maturinn (grill og meðlæti og léttvín með;) hafi verið alveg unaðslega góður enda var hann algjört lostæti. Í eftirrétt var svo kökur, ís, ávextir og gott kaffi, svolítið sætt og seiðandi. Alveg ekta sko.


Ég fékk FULLT af rosalega fallegum gjöfum og er ennþá að fá gjafir. Ég veit samt ekki hvort að mamma og pabbi eru jafn hrifin og ég þar sem að þetta stóð allt á stofuborðinu í nokkra daga eftir heimkomu einfaldlega af því að það er ekkert pláss fyrir þetta á heimilinu. Er samt sem áður búin að planta ýmsu sem ég fékk hér og þar. Hér kemur það: Rosendahl skál og karöflu, rör-kertastjaka eins og mig hefur alltaf langaði í (enda endalaust hægt að breyta honum), utanlandsferð (sem búið er að fara í reyndar), Willow tree engil, styttu, gjafabréf, leirlistavek, iittala vínglös, Ritzhenhoff glas, Cintamani peysu, sængurverasett, bol, hjúkkuúrið, Stóra Sia engla, Marimako salatáhöld, málverk, eyrnalokka, tvö armbönd (annað sérsmíðað) og einnig sérsmíðað hálsmen, hringinn minn sem ég varð ástfangin af í Kringlunni forðum daga, Dolce and Gabbana úr og Tous handveski. Svo fékk ég líka fullt af blómum.

Þegar að líða tók á kvöldið fóru gestirnir að halda heim á leið vonandi saddir og sælir en við vorum þó nokkur eftir, allt svo unga fólkið í góðu glennsi og Hulda bættist í hópinn. Plötuðum meira að segja Nenna og Nancy í spiladrykkjuleikinn með sérsömdum reglum sem ég held reyndar að mágkona mín hafi séð mikið eftir því hún reyndi hvað ofan í annað að svinda og koma sér hjá drykkju en var vöktuð því meira fyrir vikið. Eftir klukkutíma-bið eftir taxa löbbuðum við í bæinn og pikkuðum upp ungan dreng sem var að koma af slysó. Já hvar pikkar maður þetta ekki upp???


Það var sannkölluðu stöppuð Akureyrísk þjóðhátíðarstemmning í bænum þetta laugardagskvöld. Skemmtistaðirnir máttu þó eiga það að þeir hleyptu inn í hæfilegu magni og reglulega var spurt um skilríki. Við rétt rákum nefið inn á Amour en fórum svo á kaffi Ak. Það hittum við X-Akureyrarskvísurnar eldhressar líka eftir reunion. Það var dansað og drukkið til lokunar og endalaust gaman. Þá var haldið í nætursöluna, Tikk takk og Ráðhústorg. Ég þurfti hins vegar að fara í smá erindagjörðir og hitta Jóhannes frænda minn;0). Við héldum svo sælar og glaðar heim á leið rúmlega 06:00 eftir að hafa fengið heimboð hvort sem um var að ræða tveggja manna eftirpartý eða sjö manna. Við kusum hins vegar að fara í fjögura manna sem varð eiginlega að þriggja manna. Flókið?
Ég lagðist svo á koddann með enn einn af Mínum frábæru dögum í minningarkassann.

Kærar þakkir til allra fyrir að gera daginn minn einstakan. Sérstaklega vil ég þakka fjölskyldunni minni fyrir alla hjálpina;0). K&K.

Eva útskrifarbarn

laugardagur, júní 14, 2008

Dagur eins og sá í dag

Í dag er einn mikilvægasti dagurinn í mínu lífi. Dagur þar sem að draumur rætist. Hluti af draum sem ég hef dreymt um síðan ég var 12 ára gömul.

Góð viska er eitthvað sem maður heyrir, lærir og ber alltaf með sér. Sú viska sem maður kýs sem þær/þá bestu fylgja manni alla ævi.

Þegar ég geng aftur til sætis míns í dag er mikil viska sem ég mun fylgja með mér. Viska sem ég hef lært og stundað síðastliðin 4 ár. Viska sem ég mun tileinka mér alla ævi.

Einu sinni sem lítil stelpa hugsaði ég alltaf um hjúkkur sem þessar góðu konur sem gátu huggað og læknað þá sem voru veikir. Ég fór út í nám mitt með það að leiðarljósi að ég hefði eitthvað til þessa bruns að bera. Ég trúi því að með vitneskju, hjartagæsku og hlýju takist mér að hjálpa fólki, lækna það og hugga með orðum mínum og gjörðum vonandi alla ævi.

Vona að það fólk sem ég get látið líða betur muni tileinka sér visku mína og orð mín, hlýju og það sem ég get gefið því. Ég muni því skilja eftir örlítið spor í hjarta þeirra eða sál og það hugsi til mín einhverntíman. Kannski einhverntíman í gegnum alla þeirra ævi.

Að orð eins og frábær, góð og yndisleg hljómi áfram í eyrum mínum sem staðfesting þess að það sem ég sé að gera geri ég vel og af heilum hug. Þau fái vonandi að heyrast alla ævi.

Ég vona að sá áhugi, neisti og kraftur sem ég ber til þessa starfs sem mér er að hlotnast í dag fylgi mér nú sem og alla mína ævi.

Því ég dag verð ég hjúkka:0).

Eva Hjúkrunarfræðingur