Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

laugardagur, maí 31, 2008

Loftin blá

Vitur maður sagði eitt sitt: "Endir á einhverju er bara byrjun á einhverju betra". Addison Shepard sagði einnig: "Maður fær ekki ótakmörkuð tækifæri í lífinu" sem mér finnst jafnframt vera rosalega góð speki.

Punktafærslur eru greinilega í tísku þessa daganna.
Var með Kristían lasarus meðan mamma hans þurfti að fara til Reykjavíkur. Hann var nú voðalega góður þetta ljós þrátt fyrir að vera veikur. Vildi bara kúra í fanginu á mér sem var nú voðalega notalegt.
Fór í manicure og pedicure til Hrefnu.
Fór með bílinn minn í skoðun sem fékk sko grænasta ljósið á staðnum!
Fór upp á LSH og skrifaði undir stafssamninginn minn fyrir sumar og tjattaði aðeins við Eddu Birnu mína.
Fór svo með næsta flugi norður á Akureyri. Ohhh hvað það var gott. Gunnhildur kom og sótti mig og vorum við að rúntast. Jarðskjálftinn kom sem ég var nú ekki mikið vör við. Var bara í Húsasmiðjunni á Akureyri á kafi í búsáhaldadeildinni. En innanstokksmunir í herberginu mínu fengu að finna fyrir því 3 styttur brotnuðu (ein mér mjög kær) og ein postulínsdúkka féll fram af kletti nánast (meira kannski svona glerskápnum mínum). Svo hitt ég Karó þegar hún var búin að vinna, unnum að kynningunni og horfðum svo með Baddy á tvöfaldan lokaþátt af Grays sem ég sofnaði yfir... surprise surprise! Sú hefur aldeilis verið þreytt.
Kynningin í gær gekk vel og þrátt fyrir slatta af stressi var þetta rosalega gaman en ég trúi því varla að þetta sé ALLT búið og við eigum bara eftir að fá skírteinið sem gerir þetta allt þess virði. Bekkurinn fór svo saman út að borða í gærkvöldi á La Vita e Bella en við Rebekka og lubba litla 2 vikna fengum okkur bara drykk og héldum svo út á flugvöll til að ná fluginu suður. Ég kvaddi stelpurnar samt með smá trega því mig langaði svo að djamma með þeim um kvöldið:(. Lubba litla var svo bara voða góð í vélinni svaf bara hjá mömmslu sinni. Það verður samt bara gleði þegar við hittumst allar 14. júní. Við gátum þetta allar stelpur.

Nú er komin laugardagur. Klukkan er langt genginn í 14 og bíðum við bara öll eftir því að bíllinn komi að sækja okkur til að skulta okkur út á völl því DK er á næsta leyti. Eftir sólarhring verð ég stödd í sveitasælunni í Billund með bók í hönd og nýju frence pedicure táslurnar mínar upp í loftið. Ég hlakka samt mest til að versla;0). Já fíknin er erfið. Spáin segir 16 stiga hita og heiðskýrt eins og er. Gott gott. Ekki má líka gleyma því að mér finnst fallegustu karlmenn í heimi búa í Danmörku. Snyrtilegir, mínar týpur og svo vel lyktandi að það er gjörsamlega to die for. Ekki amalegt fyrir ilmlyktarsjúklinginn. Ekkert betra en að standa í röð í H&M með fullar hendur fata með sætan vellyktandi mann fyrir framan sig;0).

Annars gafst ég upp á celebunum eftir að Lance Bass kom út úr skápnum og Wentworth Miller er nánast allaf á leiðinni. Matthew darling barnaði svo bara drusluna sem hann hélt fram hjá mér með. En það er alltaf von og ég hef eignast nýjan leynikærasta sem ég er hreint út sagt ástfangin af. Ég er allavega að komast nær honum. Ég kalla hann bara Stjána minn en hann heitir Cristiano og hefur lifibrauð sitt af því að sparka tuðru.

Eitt enn innlegg í reynslubankann og gullið glóir og stálið styrkist í hverjum andardrætti. Svei mér þá ef hann dettur ekki af himnum ofan því þannig einstaklingar finnast ekki á hinni sömu jörð og ég geng á. Get svo svarið fyrir það.

Eva Ferðasjúka

Ps. Kristín mín. Ég skal sko knúsa hann Ella í ræmur og rækjur. Það er eins gott að það sé merktur á honum rassinn annars veit ég ekki hvort ég þekki hann því það er svo langt síðan ég hef séð hann. Ef ég heyri mann allavega tala um verðbólgu, húsnæðismál eða pólitík þá legg ég við hlustir og geng á hljóðið;). Hann er líka alveg velkomin í slotið okkar;0). Fullt af íslensku mælandi fólki og ég tala nú ekki um blóðskylt þér.

miðvikudagur, maí 28, 2008

Krísu-valta-vegur

Framtíðin er núna . . . . .

íslensk fegurð . . . . .

Mánuður og ekki stakt orð frá mér. Greinilega komið sumar! Ég er búin að vera hérna heima á skaga í tæpan mánuð og gera sama sem ekki neitt en samt svo mikið.

Lokaverkefnið varð að lokum, eftir að hafa sleppt af henni hendinni eftir að hafa kysst hana bless 101 sinni þá var hún send með flugfrakti norður og erum við meira að segja búnar að fá einkunn frá leiðbeinandanum okkar sem við vorum líka svona hel sáttar með. Ég sagði það allann tímann að það þyrfti bara smá þrjósku og ekkert kæruleysi!
Ég fór og hjálpaði Önnu Þóru minni í húsinu hennar. Kíttaði, skrúfaði (með vél) og bar mörg kíló af viði. Þrátt fyrir þetta þá fékk ég ekki í mig einn einasta vott til að tilkynna það að ég sé þessu starfi vaxin. Karlmannsverk var það, er og verður!
Ég hjálpaði pabba líka aðeins í bílamálum (rétt honum hluti og veitti honum selskap á ég þá við) en var þá aðalega í því að þrífa þá enda er það og hefur ætíð verið minn heimavöllur.
Hef verið iðin í morgunkaffi, brunch og hádegismat hér og þar. Ég er búin að fara þó nokkrum sinnum á kaffihúsið í margvíslegum tilgangi þó aðalega til að hitta skvísurnar. Er búin að hitta Kristínu Eddu eftir að hún kom frá DK og Önnu Ósk Hafnarfjarðarmær. Stunda einnig ýmsar heimsóknir í ýmsum tilgangi t.d. gerðist ég áskrifandi af sturtunni hennar Ellu Dóru þar sem að LOKSINS var ákveðið að taka baðherbergið á DB í gegn. Vígði hina nýju sturtu loksins í kvöld. Klárlega highlight dagsins;0).
Bý í ferðatösku og hef gert undan farin mánuð sem þoli ekki og er það allra leiðnlegasta í heimi sérstaklega þegar kemur að því að velja sér föt. Mér finnst ég þess vegna hafa verið endalaust í sömu fötunum og miðað við manneskju eins og mig sem á þá nokkra leppana þá böggar það mig meira en margan almúgan.
Hef verið of mikið á rúntinum en hann er alltaf jafn kósí. Jafnan farið nokkrar ferðir til RVK þó meira svona í dagsferðir. Er búin að fara með útskriftarkjólinn til saumakonu og hann verður með blúndum og fíneríi. Búin að kaupa í hárið. Skartið er meira en hálfnað. Þá er bara eftir að kaupa mittisborða eða belti og ekki má gleyma punktinum fyrir i-ið, Glansskónum! Dreymdi um daginn að ég hafi verið búin að gleyma útskriftinni, fattaði það þegar korter var liðið af henni. Stóð ósturtuð, með kjólinn minn suður á landi og ekki einu sinni með tíma í greiðslu. Hlýtur bara að vera happa;0)
Hef hangið meira en góðu hófi gegnir á Mörkinni og síðasta helgi fór alveg með það á alla kanta. Á sennilega ekki afturkvæmt þangað í góðan tíma.
Fór norður árla laugardagsmorguns, tæmdi íbúðina, þreif og keyrði aftur heim og tók allt heila klabbið um 14 klst. Júlli frændi var svo góður að lána bestu stelpunni einn úr flotanum.Verð að játa að það var smá tregi og söknuður sem fylltu hjarta mitt þegar ég lokaði dyrunum á íbúðinni minni í hinsta skipti. Þar urðu kaflaskipti.
Ég er kannski búin að gera minnst af því að vera heima hjá mér en ég get nú ekki verið að venja foreldra mína á það þar sem ég er að flytja út væntanlega for life eftir um hálfan mánuð. Byrja í borginni til lok ágúst/byrjun september og síðan veit ég ekki neitt. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn óákveðin með neitt. Manneskjan sem er vanalega með ALLT SITT Á HREINU! Er að upplifa hina verstu quarter life crises. Ég veit ekkert hvað ég vill. Vil ég búa hér á Skaganum eða í Reykjavíkinni. Hef ég efni á að búa ein hvort sem er hér eða þar? Hvar á ég að vinna? Handlækningu? Barnasviði? Svæfingu? Hjartadeild? Hvenær ætla ég að flytja út? Svona get ég haldið endalaust áfram. En ólíkt flestu öðru (þá meina ég að taka einn dag í einu sem ég hef reyndar aldrei getað tamið mér) þá er þetta eitthvað sem krefst ákvörðunar og það sem fyrst. Þegar kemur að stærstu spurningum lífsins þá er enginn sem getur svarað þeim fyrir mann og enginn handbók til að fletta upp í. Jafnvel google hefur ekki svar á reiðum höndum.

Núna er ég mjög mikið að hugsa um fortíð, nútíð og framtíð. Hvað veldur því t.d. að sumt fólk snertir hjarta manns meira en aðrir og eiga jafnvel alltaf smá hluta af því þó að samskiptin séu nánast enginn. Ég talaði um hlutverk okkar í lífinu fyrir ekki svo löngu síðan. Það sem ég er að hugsa núna er um fólkið sem við hittum á lífleiðinni og sama hversu langt um líður eða hvernig samskiptunum hefur verið háttað; Stór eða smá, löng eða stutt þá finnur maður alltaf eitthvað þegar maður hittir það aftur. Mér dettur þetta í hug því að ég hitti stundum fólk sem ég þekkti í fjölbraut og alltaf brosi ég og hugsa til þess hvað þetta voru góðir tímar. Það er líka alltaf gefið knús, fingurkoss eða lítið blikk sem merkir: “gaman að sjá þig”;0). Við sem manneskjur höfum þau forréttindi að geta valið okkur vini. Ég tel mig hafa vandað val mitt vel enda á ég ekkert nema þá sem tróna á toppnum. Þegar kemur að fólkinu sem verður á vegi okkar á lífsleiðinni ráðum við því þá sjálf hversu mikið það snertir hjarta okkar? Hvað um þessa sem við aldrei getum gleymt þrátt fyrir að reyna það? Er þeim í alvörunni ætlaður ákveðin staður í hjarta okkar? Og þá er það 1000 dollara spurningin; Af hverju?
I miss you my Tanya. Hugsa svo oft um hana og mun aldrei gleyma henni.

Það eru ekki nema 2 dagar í kynningu á lokaverkefninu og 3 dagar í Danmörku! Þetta er allt að gerast. Ég held að það séu allir í famelíunni minni sjúkir Danmörku-skipulaggningu. Spáin er víst góð fyrir fyrstu vikuna. Það er að sjálfsögðu búið að athuga það. Ég hef aftur á móti ekki tekið mikinn þátt í skipulaggningunni þar sem ég ætlaði hvort er að er bara að hanga á ströndinni og baka mig í blíðunni svona fyrir utan að kíkja í Bilku, H&M og á djammið með Jónu Björk, Ellu Málmfríði og Siggu minni Gúmm. En you can´t have everything og þurfti ég að byrja á nýjum lyfjum sem stendur skilmerkilega á fylgiseðlinum að vegna áhrifa þeirra sé ekki æskilegt að vera í sólarljósi eða útfjólubláum geislum, nota skuli sólarvörn með háum varnarstuðli og vera í hlífðarfatnaði. Fór í fýlu í viku en í sárabætur fór ég í Söru og keypti mér hlífðarfatnað. Ég ætti því kannski að fara að setja mig meira inn í sett plan . . . Foreldrar mínir eru þó búnir að setja upp skýr mörk hvað farangur varðar í ferðinni og hafa bannaði mér að taka gáminn með. Skil nú ekkert í því þar sem meiri hluti meðlima ferðarinnar eru karlmenn og þeim nægir nú bara flugfreyjutaskan einsömul. Bjarta hliðin er þá bara að ég tek minna með mér og kaupi meira. Sú regla klikkar aldrei.

Eins og flestir vita þá trúi ég sterkt á Karma. What goes around comes around. Þannig virðist hlutunum ekki háttað hjá mér þessa dagana enda nokkuð heiðvirtur meðlimur reglunar. Ef það væri í alvöru veittur Nóbblari fyrir lífsreynlsu skipt niður í flokka þá væri sigurinn minn. Það er þó eitt gott í þessu. Þar sem að ég var búin að biðja guð og góða vætti um var að hvetja Rósu frænku í heimsókn snemma svo ég yrði nú laus við hana fyrir alla þá viðburði sem eru í þann mund að hefjast og viti menn, Rósan mætti bright and early á mánudagsmorgun eins og hún hafi nánst hangið á dyrinni. Já ef maður getur ekki fundið eitthvað til að brosa yfir þá væri nú varla gaman af lífinu.

Vinkonurnar í sex and the city tala um ISLAND of NO good MEN. Ég sagði vinkonum mínum að ég væri komin með í heila kippu. Það væri hægt að stafla þessu í farma og flytja með Eimskipt fluttningi út á ballarhaf og láta þetta dúsa þar þangað til þetta væru orðið að mönnum. Það er kannski von fyrir einhverja.

Eva Dammós

fimmtudagur, maí 01, 2008

Akureyri.... Roger .......

Úfffff síðustu dagarnir á Akureyrinni minni. Ég trúi þessu eiginlega ekki. Ég er að fara fyrir fullt og allt og kem ekki aftur í haust. Það verður skrýtið maður. Búin að pakka mestu og ég flyt heim með annann fótinn á morgun. Fékk saknaðartilfinningu þegar ég var að keyra upp Borgarbrautina í gær.... bara komin strax. Kjarnaskógur, Brynja, ljósin í Hlíðarfjalli, jólahúsið, Glerártorg, göngugatan, Gellunesti........:0( Frá og með morgundeginum þá verður þetta bara Akureyri Roger. Yfir og út!

Lokaverkefnið er nánast búið. Er í seinni yfirlestri hjá leiðbeinanda núna. Fáum það á morgun. Rumpum af lagfæringum eftir athugasemdir. Nenni ætlar að prófarkalesa um helgina með popp og kók. Við Rebba og bumbi ætlum svo að hittast á kaffihúsi í Reykjavík á mánudag og laga málvillur og svo bing bang búng, tilbúið í prentun;0). Þetta samstarf hefur nú gengið rosalega vel. Nú sé ég fríðindi þess að vera í skóla ábyrgðarlaus um neitt annað en sjálfan sig. Við gátum alltaf hist. Engin rifrildi. Enginn pirringur. Uppskeran, verkefni tilbúið 10 dögum fyrir settan skiladag;0). Núna getum við Karó farið að safna peningum og Rebba farið að strauja barnaföt. Svo bíðum við allar bara æsispenntar eftir að bumbi okkar komi í heiminn enda eigum við pínu í honum, allavega táslu.

Það er búið að vera nóg að gera hjá Evunni undanfarið. Fór að sjálfsögðu í háttinn fyrir miðnætti báða dagana um helgina. Íbúðin mín var orðin svo vanrækt að hún var bara nánast orðin eins og versta case í "allt í drasli"... nánast! Heyrði heldur ekki í Mæsu minni í 3 daga sem er eins og að heyra ekki í kærastanum sínum á honeymoon hvolparástar love you forever stiginu í viku sko. Við tölum saman upp í 3 -4 sinnum á dag. Eftir að allt var þó orðið klappa og klárt og ritgerðin samansett til seinni yfirlestrar þá áttum við tvo frídaga og ákvað ég því að slaka á. Pakka og þrífa og svona. Þrátt fyrir að eiga frídaga þá eru þeir skipulagðir frá A til Ö. Ég bauð Jonny, Balla, Erlu og Brynju í mat í gær og fæ svo Rebekku, Karó, Baddý og hina Erluna í mat í kvöld. Ætlum svo í bíó á Mc Dreamy. Ummmmm. Sætilíus bara sko.
Í fyrramálið þarf ég svo bara að vakna eldsnemma og henda dótinu í bílinn því við ætlum að hitta leiðbeinandann okkar kl 8:30, laga og svo verður bara brunað suður eins fljótt og auðið er. Það er ekki neitt slor sem að bíður mín þar því að ég ætla að fara að djamma á Akranesi (já það gerist once in a blue moon). Partý hjá Ellunni og mér heyrist mætingin bara ætla að vera nokkuð góð. Ég ætla allavega að dansa af mér rassgatið svo mikið er víst. Stelpurnar eru búnar að vera að hita upp síðan við ákvaðum þetta!
Hvað kynlíf varðar sem er nú ekki upp á pallborðinu dagsdaglega þá verður öruggið þrefallt ef það fer eitthvað að gerast í þeim málum. Ástæðan? Jú mig dreymdi nefninlega um daginn að ég væri ólétt. Kannski ekki það versta í heimi en málið var að það komu 5 menn til greina sem faðirinn! Ó já! Ef það á að gera eitthvað þá er eins gott að gera það almennilega.

Ég er búin að ætla að taka mér eina dvd diskin Evening síðan hann kom út og grenja all hressilega en ég veit ekki hversu gott það yrði svo sem. Kannski bara óþarfa peningaeyðsla þar sem ég sofna út frá öllu núna nánast. Er búin að sjá 4 og 1/2 mynd á topp tuttugu. Allt svo tvær heilar og fimm hálfar. Já ef fólk vill bjóða mér út en finnst ég leiðinleg (veit reyndar ekki hvað hálfvita manneskja það væri???) þá getur hann bara tekið með mér video. Ég gæti náttúrlega stungið upp á því líka ef þessu væri öfugt farið.
Ég er langt komin með Sex and the city, er á 3 seríu og er alltaf að læra meira og meira af þeim stöllum. Funky spunk og svona. Ég er líka búin að horfa á nýjustu þættina af Despret, Gossip og Grey´s. Er ekki ennþá byrjuð á Lipstick Jungle en hef nægan tíma.
Ég byrjaði líka á "Veronika ákveður að deyja" á sumardaginn fyrsta og ef ég get einhvern tíman verið stollt þá er það núna. Leist nú ekkert á hana í byrjun en þegar ég var komin aðeins áfram þá last fyrir næstu vikurnar. 1/3 af bókinni er búin og stelpan er komin á bls 60! Ella grét nánast þegar ég sagði henni frá þessu.

Eins og þið sjáið þá er líft mitt ekkert úper krassandi þessa dagana. Er ég bara sá engill sem ég er... svona án áfengis.

Það styttist óðum í Danmörku, 29 dagar. Famelían er líka komin með hús hérna til leigu fyrir dag ársins 14. júní. Grillpartý og léttvínsbeljur. Nú er bara að fara í að útlista dressið. Er með nokkrar hugmyndir í kollinum. Er komin með glæsta hugmynd um myndartöku víst að ég er að fá andlitið á mér til baka. Stefni á það að fara út að skokka daglega þegar ég kem heim. Stefni á það. Það er allavega effort.

Elsku Akureyri. Ég kem aftur um næstu helgi;0). Þá verður road trip á próflokadjammshelgina hérna með einhverjum af mínum bestu stelpum. Við pabbi ætlum svo að bruna 17. maí og sækja stóru mublurnar. Svo flýg ég bara eins og Dorrit og Ólafur fram og til baka á innan við sólarhring til að kynna verkefnið mitt. Já námslán. Það er lífið.

Síðasta bloggið frá Akureyri er hér með á enda.

Eva Fenito