Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Uppgangur lífsins

Ég var farin að hallast að því að hlutirnir væru ekki að ganga upp í lífinu undanfarið. Ég kláraði lokaseríuna af Felicity um helgina og trúi þvi ekki enn að hún hafi valið Ben en ekki Noel! Ben; vælukjóa, sjálfselskupúka, gúmmítöffara! Rosalega fór þessi maður í taugarnar á mér og dramantíkin my god. Held að hörðustu dramadrottningar myndu nú bara kikkna á hliðina á honum. “May I talk to you for a sec” eftir að hann og Felicity höfðu rifist eða hætta saman í tíunda skipti. Meðan Noel var bara draumur í dós. Stelpur verða skotnar í Ben en ástfangnar af Noel. Ég gleymi ekki lokaþættinum af Dawsons Creek þegar það kom í ljós hvorn Joey valdi og þegar það var Paicy en ekki Dawson þá var ég í fílu í viku. Svona vegna þess hvað ég er raunveruleika fyrt þessa dagana þá skellti ég mér í bíó með Heiðdísi í gær á Deffinetly Meiby. Ég þráði endinn sem ég ávallt vill, the most happy ending. Þegar að ég hélt að endrinn væri kominn gafst ég upp á mannkyninu eða nánast, þar til það kom í ljós að þarna var enginn staður fyrir önnur tækifæri eða var það hið þriðja? Skiptir ekki máli (eins og Avril Lavine vinkona mín segir: Sencond changes never last cause people never change!) því þarna í blálokin kviknaði ljós í enda ganganna og endrinni var minn;0). Loksins.

Við kláruðum að skila fyrstu skilum á lokaritgerðinni í gær. Þá er búið að fara yfir alla kaflanna einu sinni. Nú er bara að fara yfir allt heila dótið og laga áður en við skilum inn í seinna skiptið. Þá er bara yfirferð, prófarkalestur og lokaskil. Við stöllurnar erum því á blússandi siglingu og ætlum að skila á undan áætlun. Við höfum jafnvel verið of duglegar og var lokaritgerðin komin í 14.335 orð (á að vera max 15.000) um helgina þegar enn átti eftir að skrifa um 2000 orð til viðbótar. Því má segja að “barnið okkar” verði vel yfir meðalþyngd!

Hér á Akureyri er búin að vera brakandi blíða. Ég er því búin að hanga í sundlauginni með trýnið upp í loftið og áorkað smá lit á kroppinn. Kærkominn lit enda í strangri þjálfun fyrir strendurnar og sólarlandið DK! Við getum leyft að skella okkur í sund, rúntinn, búðarráp eða kaffihús sem er alveg æðislegt. Ég vil nýta dagana vel og rýk nánast upp úr rúminu (stórlega ýkt) eldsnemma á morgnanna. Enda var ég farin upp í rúm kl 22:00 á föstudagskvöldið og farin að SOFA kl 22:30 á laugardagskvöldið. Ég var líka vöknuð kl 07:00 á sunnudagsmorgunin við 4 káta þresti og mávakvak. Það var ekki vinsælt. Svo sver ég fyrir það að það er breimandi Hrafn hérna fyrir utan líka. Hann er allavega með barkabólgu en hann lætur aðalega í sér heyra svona um miðjan daginn.

Nú er bara að koma að fluttningum. 6 vikur urðu að 4 vikum sem breyttust síðan í 2 vikur og í dag eru ekki nema 10 dagar í það að ég flytji frá elsku Akureyri suður á bóginn! Tíminn er kominn sem ég elska hérna. Góðu og yndislegu vorin, bjartar djammnætur og kríla snjókorn. Það finnst bara varla nokkuð betra. Ég ætlaði nú að njóta þess að vera hérna í maí en breytti því þar sem allir eru svo uppteknir hérna og ég hef ekkert að gera með að væflast hérna um hér. Fer bara að eyða peningum eða annað álíka. Fluttningsdagur er þvi 2. maí 2008. Þannig að þeir sem vilja senda mér blóm, konfekt eða bara skeyti áður en ég fer þá eru þetta síðustu forvöð. Fyrir þá sem gleyma því þá verð í stödd hérna helgarnar 9. – 11. maí. Ég læt mig nú ekki vanta á síðasta próflokadjammið og svo kem ég með m & p til að flytja restina af dótinu mínu 16. – 18 maí. Frá og með 5. maí ætla ég svo að reyna að fá einhverjar vaktir á sængurkvenna allavega svona til að eiga fyrir eyðslu í Danmerkurferðinni.

Þrátt fyrir að vera spennt yfir því að fara heim þá á ég eftir að sakna margra hér líka. Heyrði í einni um daginn sem sagðist kvíða því að ég hætti í skólanum því þá yrði ég ekki hérna lengur. Ooooo múslí. Önnur hérna sagði við mig að ég væri ein besta manneskja sem hún hefði kynnst og ég skildi aldrei gleyma því sem mér þykir ómetanlegt að heyra en fágæt en vel valin orð og ég skal reyna að gleyma því né henni aldrei. Vinkonur mínar eru nú orðnar annsi spenntar að fá mig heim og minnast þess jafnvel á bloggum sínum. Þeim finnst Akureyri hafa verið annsi eigingjörn að hafa fengið að eiga mig þessa fimm vetur. Aðrar telja það hafa verið ágætt þar sem þær segjast heyra meira í mér meðan ég bý hér heldur en þeg ar ég er heima en það er vegna þess að þegar ég er heima þeytist ég um allt að gera allt með öllum. Það verður því lítið um langar gæðastundir með þeim sem vilja kannski stærstu sneiðarnar. Þær hafa meira að segja gengið svo langt til að tryggja það að dvöl mín hér verði ekki lengri að banna mér að kynnast hér fleiri mannskeppnum af hinu kyninu þar sem að ég EIGI að koma heim og ég hafi ekkert með það að gera að vera hér lengur. Ég hafi verið hér í fimm ár og norðlenskir karlmenn hafi fengið sín tækifæri. Ekki að þeir hafi nokkurntíman verið nein ögrun. Ég hef hallmælt þeim frá fyrstu djammdögum mínum hérna á Akureyri og aðrar utanbæjarmeyjar sem hafa haldið mig segja skrítlur eiga ekki orð og eru mér hjartanlega sammála. Nú er svo komið að á síðasta djammi mínu hér var ég hálfmeðvitundarlaus annan daginn og of edrú hinn daginn. Kannski að þetta hafi verið með ráðum gert. Skyldu hinar knáu Skagameyjar hafa byrlað mér mjöðinn of mikinn??? Tja svo boðir mig Hugrún;0). Ekki býst ég svo við því að einhver hendi neti sínu fyrir mig þegar við komum á próflokadjammið og svo být ég ekki á ryðgaðan öngul þannig að ég þori nokkurn veginn að lofa því að ég er komin heim til að vera, allavega á suðvesturhornið, allavega í tæpt ár mínar bestustu! Orðin eru einskis virði þegar kippir í kynið eða hvað? Ein vinkona mín hefur gengið svo langt í að halda mér heima að hún er svo gott sem að plana búðkaupið mitt þrátt fyrir að hafa fyrir löngu síðan gefið út þá yfirlýsingu að hún ætlaði sko ekki að hjálpa mér vegna fullkomnunaráráttu minnar við þennan stórviðburð. Hún stendur nú í ströngu og ég býst bara við kjólamátun, blómavali, vínsmökkun og vali á gestagjöfum þegar ég kem heim. Hvot að ég og tilvonandi brúðgumi höfum svo áhuga á að játast hvort öðru það er svo allt önnur saga. En hún fær plús fyrir “the efford”.

Ég tók mér göngutúr í gærkvöldi. Ég klæddi mig í úlpu, setti á mig vettlinga, tréfil og nánast eyrnaskjól í 8 stiga hita því Karó er orðin veik og ég ætla ekki að verða veik. Ferðinni var heitið niður í Penna þar sem ég fjárfesti mér í bókum. Já bókum, fleirtala. Ég sagði nú einhverjum að ég væri að lesa Bíbí um daginn og manneskjan svaraði: “já mig langar svo að lesa hana”. Ég snéri mér við og hugsaði með mér hvort að manneskjan væri nokkuð að ætlast til þess að ég myndi klára hana fyrir jól! Einnig vorum við að fá okkur kaffi niður frá um daginn þegar einhver bendir á “Munkinn sem seldi sportbílinn sinn” og ég sagði stollt: Já ég er að lesa hana! (Ég byrjaði á henni fyrir einu og hálfu ári). Þess skal geta að Elín Th Reynsad hefur nú innheimt Flugdrekarhlauparann úr hillu minni, ég komst nú ekki langt í henni, kannski 5. kafla og hefur hún hótað því að lesa úr honum fyrir mig í sumar sem er í góðu lagi mín vegna. Ég ætlaði á myndinna og reyndi eitthvað að afsaka mig með því en hætti snarlega við þegar ég heyrði að hún væri á afgönsku sem sumir sögðu bara gera hana betri. Að lokum voru rök mín sú að þessi bók væri víst grimm og ljót og svo mikið ofbeldi í henni án þess að hafa nokkur rök fyrir máli mínu. Þar var hún komin, “Veronika sem ákveður að deyja” sem ég hef ætlað að lesa frá útgáfu hennar. Þessa bók hef ég ákveðið að tileinka Ellu Dóru mínni fyrir einstaka hvatningu til bókalestar. Ég tók hana með mér upp í rúm í gær en ákvað að spara það að byrja á henni þangað til í dag. 1. kafli á dag er takmarkið.

Sé ykkur fyrr en ykkur grunar

Eva lestarhestur

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Stolin augnarblik

Hressar í Kaupþing


Fráfarandi stjórn (vantar reyndar testósterónið á myndina, Andra boy)

Við Lalli trúbbi alveg að bonda sko (þekki hann reyndar)

Ég sver að ég veit ekkert skemmitlegra. Við Karó lokaverkefnisfélagi vorum að meika það.

Stelpurnar mínar;0*

Ég breytti inn í íbúðinni minni. Þeir sem hafa séð hana spyrja sig kannski hvernig? Allt er hægt ef viljinn ef fyrir hendi en það var ekki nógu hentugt þannig að ég breytti aftur stuttu seinna. Ég hélt að ég myndi drukkna úr alls kyns verkefnum í síðstu viku, ég var að skila af mér formanninum og undirbúa aðalfund, klára fræðilga hlutann í lokaverkefni auk þess að vera að vinna í öðrum verkefnum. Ég fór að heiman í myrkri og kom heim í myrkri. Ég er stundum svo þreytt (því mér finnst eins og ég hafi ekki sofið almenilega í margar vikur) að ég gæti grenjað. Ég þreif loksins . . . og guð hvað ég var glöð að leggjast á koddann í hrein og fín sængurföt og á þeirri stundu var unaðslegt að hafa engan annann til að taka að fara yfir á minn helming í rúminu eða slefa á koddann minn. Þetta var alvöru extrun þar sem allt var tekið og pússað. Ég fór líka að taka til í inboxinu í tölvupóstinum mínum. Bara þoli ekki að hafa svona mikið þar. Tiltektaræðið var þvílíkt að ég eyddi Recycle bin úr tölvunni minni! Það var reyndar óvart. Ekki það að tölvu d r u s l a n (stafa svo hún skilji þetta ekki. Hún er svo ung) sé ekki nógu vönkuð fyrir. Hringdi í tölvufyrirtækið sem seldi mér hana áðan og þar fékk ég samband við mann sem hefði allt eins verið að tala hebresku og fannst ég alveg úper blondína. Ég hefði þá bara átt að svara honum: “Ertu þá að tala um micro eða dulco?” ;0) og athugað hversu ljóshærður hann var. Það verður spennandi að vita hver ávöxturinn verður af samtali okkar.

Stelpurnar komu um helgina. Þær lentu hvort sem var með flugi eða bílandi ekki fyrr en að kveldi til. Það var gleði, glaumur og já ekki skal gleyma gleymskunni!
Aðalfundur Eirar var á föstudaginn en fyrst var vísindaferð í Kaupþing. Ég var eiginlega á hlaupum eða í símanum allann fösudaginn en ég veit sam eiginlega ekki hvað var svona mikið að gera hjá mér en mikið var það. Ég hugsaði því með mér þegar ég opnaði minn fyrsta bjór kl rúmlega 18:00 að ég yrði að passa mig. Fram undir kl 22:00 voru bjórarnir ekki margir. Þegar aðalfundinum lauk og trúbadorinn okkar byrjaði ákváðu ég, Erla og Jóhanna að hlaupa yfir í kokteilpartýið sem okkur var boðið í hjá Háskólanum og rektor (fyrir að vera öflug í kynningarstöfum í vetur). Þar var stemmarinn allt annar og rólegur eða kannski var ég bara ekki stemmd þannig að ég skvetti aðeins í mig þennan hálftíma sem ég þar. Við hlupum svo aftur yfir á kaffi Ak þar sem stemmarinn var magnaður. Rosalega vel heppnað slútt hjá Eir;0). Hrefna frænka sendi mér sms sem var blautt af öfundarslefi og bað mig að gera einhvern skandal fyrir sig og hvað gerir maður ekki fyrir vini sína og ættingja og ég tala nú ekki um ef þeir eru bæði. Svo sló klukkan 23:00 og ég man ekki meir.
Sannanir sýnar að ég hafi skemmt mér og öðrum mjög vel við að syngja og taka rosalega dansspor (m.a. superstar) með Lalla trúbba. Svo þrælmagnað var það að fólk hefur grenjað oft úr hlátri yfir myndböndunum. Ég sver ég myndi stórgræða á youtube. Fregnir herma að ég hafi fengið sms sem hljómaði á þá leið hvort ég væri orðin blekuð. Ég svaraði með því að hringja til baka og segi: "Anna Huld. Know your audience. Ég stend hérna fyrir utan kaffi Akureyri nánast blá edrú". Þarna var kl 23:30 og mig rámar ekki einu sinni í þetta símtal. Þegar stelpurnar koma niður í bæ finna þær mig uppstillta hjá nokkrum strákum á cafe amour búin að rífa allt upp úr veskinu mínu og á fullu í myndatöku fyrir rugl.is. Þar nægði ein mynd engan veginn og bað ég stelpuna að taka aðra og aðra og aðra......... Maður var ekki án alls vits greinilega. .Þær þræl glaðar að sjá mig ætluðu að knúsa mig en ég horfði aftur á móti á þær eins og ég þekkti þær ekki og ekki nóg með að ég var búin að biðja þær að bíða á meðan á myndatökunni stóð þá var ég ekkert æsispennt að faðma þetta bláókunnuga fólk. Hélt meira að segja Önnu Huld ég smá fjarlægð við faðmlagið. Stelpunum fannst þær vera orðnar vel kenndar en það rann af þeim öllum við að sjá mig og þær fóru beinustu leið á barinn! Eftir smá stund vildu þær fara yfir á kaffi Ak og ég var til. Þegar þær spyrja svo um jakkann minn segi ég eins og ekkert sé sjálfsagðara að hann sé auðvitað á kaffi Ak. Ég hef greinilega bara ætlað að tékka á stemmaranum hinu megin. Á meðan á þessu öllu stóð höfðu aðrar vinkonur mínar sem voru allar á kaffi Ak búnar að leita að mér út um allt (spurning hvort þær hafi verið með hjálma með ljósum eins og í denn;). Ég kom svo alsæl með stelpunum á kaffi Ak. Pálína fór til þeirra áhyggjufull og spurði þær hvað ég hefði eiginlega verið að drekka en þær sögðu að ég hefði bara verið að drekka það sama og þær og þær skildu ekkert í þessu. Ég fór á klósettið og notaði body sprayið hennar Soffíu óspart, tvisvar sinnum sem sápu og einu sinni sem handáburð og það var enginn kattarþvottur heldur sýnikennsluþvottur allt svo 30 sek hvort skipti. Stelpurnar hlógu svo mikið að þær gátu ekki segt mér að hætta. Mér var hins vegar slétt sama, tók ekki eftir þeim og þvoði mér samviskusamlega. Barinn var annsi vinsæll hjá mér, ekki vegna þess að ég hafi drukkið svona rosalega mikið. Heldur voru vinkonur mínar í því að taka af mér það sem ég keypt en það skipti ekki nokkru máli, Ég var komin með nýjan efir 5 mínútur. Sagði þeim á laugardaginn að þær skulduðu mér tæknilega nokkra bjóra. Í eitt skipið fór ég á barinn blessunarlega með Önnu Huld mér við hlið og þegar kom að því að borga rétti ég konunni símann minn. Hún horfði á mig til baka og varð eins og kjáni og spurði mig hvar veskið mitt væri. “Það veit ég ekkert” svaraði ég (og hugsaði sennilega; hana kelling taktu símann og vertu ánægð með það”). Skömmu seinna var síminn tekinn af mér, myndavélin og sömuleiðs allt veskið mitt. Guðrún mætti á svæðið en Anna María og Sylvía voru bara rólegar á rúntinum. Þegar klukkan nálgaðist 02:00 var ég svo byrjuð að bakka en ég á það víst til þegar áfengismagnið nær hæstu hæðum. Ég bakkaði því sem leið lá inn á dansgólfið, á mann sem var með fullann bjór, hann fékk bjórinn yfir sig áður en glasið datt í gólfið og brotnaði í small. Á eftir boltanum kemur barn en eftir bjórnum kom Eva og féll ofan á allt heila klabbið. Þar lá ég eins og selur á þurru landi og gat hvorki hreyft mig lönd né strönd. Með hjálp góðra vina komst ég loks á fætur og þar kom gellu outfittið loksins að góðum notum (vegna ástands höslaði ég, held ég ekki mikið miðað við stuning outfittið sem ég var nb búin að spara fyrir þetta sérstaka tilefni) því ég var tekin upp á strengnum. Þá var komin tími til að fara heim. LOKSINS segi ég núna en at the time var ég hins vegar ekki á þeim skónum og spurði hvert við værum að fara næst. Stelpurnar muldruðu eitthvað og fylgdu mér út þar sem beið mín jeppi. Þegar ég og Guðrún (hún fékk að vera úti í hálftíma en fór heim að eigin ósk) vorum komnar inn í bíl fara stelpurnar aftur inn á kaffi Ak og skemmtu sér til lokunar.
Ég fór hins vegar heim, bjó um Guðrún svona eftir að ég var búin að fara út skyrtunni og hengja hana í fatahengið, kíkti svo aðeins fram á gang og fór svo inn í herbergi og dó! Guð hvað ég er fegin að eiga stelpurnar að því ég hafði nákvæmlega ekkert að gera úti lengur. Þær sögðu mér að vera ekket með móral enda þýðir það ekki neitt. Þetta eru hvort eða er bara stolinn augnarblik sem hverfa fljótt.
Þessi dæmisaga er neyðarleg en gleymum því ekki að öll lendum við í þessu. Boðskapurinn með henni er að frítt áfengi er aldrei góðs viti.

Ég vaknaði kl 10:30 daginn eftir ennþá full og var það sennilega fram yfir hádegi. Ég ætlaði að læra þann daginn en einmitt! Ekki séns! Við fórum í morgunkaffi til Sylvíu og Önnu Maríu. Ég treysti mér ekki einu sinni til að keyra. Svo skutlaði Guðrún mér upp í bústað til stelpnanna þar sem ég fór í pottinn. Ég gaf þeim sem vildu líka knús og venjulegt Evu knús ekki “who the heck are you people?”. Ég fór svo heim þegar þær fóru hin hefðbundnar Ak rúnt og kúrði mér í sófann minn með sæng og svo kom Guðrún og kúrði sér líka. Við RVK stelpurnar fórum út að borða á Greifanum um kvöldið og svo upp í bústað. Hrefna fékk loksins sms um föstudagskvöldið og þakkaði mér fyrir að bjarga deginum. Já eins og ég sagði, það sem maður gerir ekki. Í bústaðnum var hlegið og drukkið og farið í spilaleikinn með heimatilbúnum reglum eins og sum spilin voru tvisvar sinnum stapp, allir sem enda á A eiga að drekka og sannleikurinn eða kontor. Þetta skapaði mikla stemmningu. Ég var hins vegar alveg á spariskónum hvað drykkjuna varðar og lét mér nægja að vera bara svona létt og nett.
Við fórum svo á Ný dönsk í Sjallanum. Haldið þið ekki að skvísurnar hafi verið á gestalista;) Maður er komin aftur inn undir á Sjallanum sko. Þar hittum við Sylvíu, Önnu Maríu og Guðrúnu sem var líka svona hress. Henni fannst ég greinilega svona kúl daginn áður að hún hefur ákveðið að taka Evuna á þetta. Það var bara ágætt á ballinu. Við vorum fyrripartinn upp á svölum að horfa á fólkið að neðri hæðinni. Verður okkur starsýnt á manneskju eina sem rúllaði fram og til baka og á milli fólksins sem stóð fremst við sviðið. “Guð minn góður hvað manneskjan er drukkin” segi ég. “Já” segja stelpurnar “Svona sá fólk þig í gær”. Og sooo það var svo yesterday news he he he. Eftir smá tjútt á dansgólfinu kíktum yfir á kaffi Ak í hálftíma og svo heim á leið. Það var slatti biðröð í leigubílaröðina. Fyrir framan mig voru tveir menn um fertugt sem rifust eins og ástfangnir hvolpar um það hvor þeirra var á undan í leigubílaröðinni. Ég var alveg komin með nóg af þeim og spurði þá hvort þeir gætu ekki bara deilt leigubíl heim? Á eftir mér í röðinni var maður sem var sjúkur í mig og notaði orðið fröken óspart á undan hverri spurning sem hann spurði. Þegar ég skipti svo um stæði við stelpurnar og fór inn að hlýja mér kíkir maðurinn inn um dyrnar með: “Fröken?” Ég var hins vegar komin með nóg af kauða og benti honum á Pálínu og sagði að hún væri minn staðgengill í röðinni og hann gæti bara talað við hana og lokaði svo hurðinni á hann og sé ekkert eftir því.

Á sunnudeginum varð ég að læra. Fór samt í þynnkumat til Sylvíu og kvaddi Önnu og Guðrúnu og fór svo í eftirmiðdags amerískan brunch til stelpnanna upp í bústað. Ég fór síðan að læra eða reyna það fram eftir kvöldi, endaði á því að sofna með greinarnar í höndunum í kertaljósum og rómantík. Stelpurnar gistu hjá mér aðfaranótt mánudags eftir að vera búnar að stofna kvikmyndagagngrýnendaklúbbinn Analyse nöldur ehf ;0). Við borðuðum allar saman rosalegan góðan morgunmat áður en þær fóru suður kl 09 um morgunin. Ég fór þá upp í skóla og gerði nákvæmlega ekkert þangað til seinnipartinn. Það endaði á því að ég var þar til kl 02:15 í nótt því fullkomnunaráráttan er komin til að vera og ég veit hreinlega ekki hvað ég var búin að breyta þessu síðasta einstaklingsverkefni í HA oft áður en þreytan náði að buga mig.

Eva venner

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Lo Skywalker vs Barry White

Ég elska þegar svona helgar eru búnar og ég hef bara frá skemmtilegu að segja. Enn og aftur sit ég á bókasafninu (er þetta orðin klisja??? ég er ekki viss) en dagurinn í dag er ólíkur öllum hinum því ég hef hér sitið og lært samviskusamlega að mestu. Nú er klukkan 20:42. Ég ætla að gefa mér eins og hálftíma eða svo til að létta á tungu minni og svo ætla ég til Jóa frænda, heima að þrífa , í göngu og horfa svo á tvo fyrstu þættina af Lipstick Jungle.

Það var matarboð hjá Erlu og Brynju á föstudagskvöldið. Ég pikkaði upp strákana ómáluð og fín kl 20:00. Brynhildur kom líka en hún var mætt tímanlega en við svona rétt rúmlega átta. Við fegnum rosalega góðan sjávarréttarétt með rækjum og krabbakjöti meðal annars. Herlegheitunum var svo skolað niður með rauðu og hvítu sem rann ljúft. Ýmsar umræður spunnust upp við matarborðið. Allt í einu segist Baldvin vera að fá gesti um næstu helgi. Það sé meðal annars einn frændi hans í broddi fylkingar og hann heldur að við tvö séum "match maid in haven"! Hann byrjar að reyna að selja mér kauða og ég tók bara netta yfirheyrlsu á þetta: starf, myndarlegur íbúð, bíll, aldur, börn???????. Hljómaði ágætlega en svo þegar kom að spuringunni af hverju hann væri á laus þá var fátt um svör og spurningunni skotið beint til mín til baka. "Ég hef ekki fundið neinn mér samboðin" svara ég um hæl enda ekki óvön spurningunni! Já þú ert með svarið á hreinu sagði Jonny boy þræl sáttur með stelpuna. Ef þið eruð ekki sátt við það þá get ég líka sagt að "ég hafi ekki fundið neitt sem ég vil og ég vil ekkert sem ég finn!" Svörin á hreinu eins og svo margt annað. Læt sko ekki reka mig á gat. Öllum fannst þetta alveg stór merkileg speki sem þeir vildu tileinka sér. Nokkru seinna þegar ég geri mig líklega til að standa upp frá borðinu þá grípur Baldvin í mig og segir: Eva, mér finnst þú ekki nógu spennt fyrir honum frænda mínum!" Ekki sáttur sko. Ég horfi á hann til baka og segi: "Baldvin minn, hvað viltu að ég segi? Ég hef ekki einu sinni séð manninn." Balli dó ekki ráðalaus og horfði á mig ákáfur áður en hann sagði: Hann er meira að segja með svona Lazer og benti í augun á sér!" Ég hélt við myndum andast við hlógum svo mikið. Já Baldvin og hvað svo. Ríf ég hann úr skyrtunni og finn þar Lo Skywalker (hét hann ekki annars það?) eða einhvern sambærilegan í nýþröngum spandex;0) Já af hverju er ég ekki sjúk í frænda hans Baldvins. Ég náði nú að sannfæra hann um það að ég myndi sættast á að berja gripinn augum þó að ég sé langt frá því að vera í einhverjum date hugleiðingum.
Við fórum svo út rúmlega 01:00. Kíktum á Amour þar sem var bara ágætis tónlist en ekki margt um manninn þannig að við snérumst fljótlega á hæl og yfir á kaffi Ak. Þar var slæðingur og bara þræl gaman þrátt fyrir lélega tónlist og ekki eitt einasta óskalag sem við báðum um væri spilað. Ég var mikið á barnum og aðalega í bjórnum og töfrateppunum. Eftir lokun eyddi ég löngum tíma fyrir utan í spjall við Halla Melló og fl áður en ég tók leigubíl heim og fór með Felicity í bólið.

Daginn eftir átti sko að taka á því í lærdómnum því að föstudagurinn var í raun upphitun fyrir laugardagskvöldið og þá var sunnudagurinn "back up". Hööö hmmm. Það var nú náttúrulega ekkert úr því. Eftir nett chill með hinum ýmsu kvikmyndastjörnum í Hollywood fór ég svo bara á rúntinn með Brynju, Brynhildi og Erlu. Við stukkum inn í Vínbúðina, Gellunesti, Hagkaup þar sem við rákum meðal annars augun í skipin í höfninni en lítill fugl hvíslaði að okkur að árshátíð Samherja yrði um kveldið og allir bátar í höfn. Sjómenn eru jú oftast nær ríkir og aldrei heima sem er kannski jákvætt af því leyti að þeir nöldra þá ekki yfir því að maður sé ekki heima heldur. Maður þarf nú alltaf að leggja eitthvað á sig þannig að ég skoðaði bátana og reyndi að leggja nöfnin á minnið. Eina sem ég fékk út úr því var Grrrrrr sem mér fannst ekki girnó titill og svo Barry White sem hét svo eitthvað allt annað þannig að ég sá fram á það að ég þyrfti að tjalda einhverju allt öðru en því um kvöldið.
Ég kom heim rúmlega 17 og eftir að hafa slaufað restina af stefnumóti mínu við Jude Law fékk ég nýstandi samviskubit og lærði til kl 20:00 (við erum alveg að ræða 2 klst). Karma gott fólk, ég trúi á Karma.
Á harða spani spaslaði ég mig og henti mér í föt með rosa mikla skoru (já ég sagði að ég þyrfti að tjalda öðru) og hélt á stjórnardjamm heim til Andra Geirs. Var svona aðeins í seinna fallinu sem þótti ekki viðeigandi það sem ég setti fram tímasetninguna sjálf en það borgar sig ekkert að ræða við þann sem öllu ræður sem er allt svo ég sjálf allavega fram að næstu helgi. Við fórum í þræl skemmtilegan "heimatilbúin" spila drykkjuleik þar sem ég átti að stynja við hvern sopa, Eydís að gefa öllum five og Erla Þóra fékk þann heiður að hafa Jónas sitjandi á glasinu sínu sem hún varð náttúrulega að fjarlægja við hvern sopa og setja hann aftur á glasið eftir hann. Ég hló svo mikið af þessu. Ceramónían þegar Eydís tók sopa skapaði mikla stemmingu og Erla og Jónas voru orðin up close og personal;0).
Andra Geir hefur greinilega verið ógnað því hann vildi endilega fá okkur í kröfuboltapartý. Körfuboltaparty = sætir, stælti strákar. Við bara: ok og off we went. Sæta stráka kröfuboltapartýið var allt annað en sætu stráka partý þar sem þeir sátu í play staiton, léku spastníska menn og þar fram eftir götunum. Við létum okkur fljótlega hverfa en ég átti nú samt orð á því í þeirra heyrnar viðurvist að það hefði verið einn sætur strákur í þessu partý! Eva var komin með hund í sig og byrjuð með dólgshátt sem átti nú bara eftir að verða betri eða verri eftir því hvernig á það er litið.
Við byrjuðum á Amour en hann er eitthvað að dala blessaður. Þá fórum við yfir á Akið en stelpurnar voru enn ekki sáttar. Nei, þær voru æstar í að fara á dj Sammy á Sjallanum. Ég var nú ekki á því. Jú, þær héldu það nú. Við gætum skellt okkur því við myndum fá frítt inn. Ok, og við fórum þangað. Ég henti bjórnum mínum inn í garð enda byrgð af nesti. Þegar ég stend svo og bíð eftir mínum fría inngang viti menn. Þar kom stæltu drengirnir sem hefðu betur verið í körfuboltapartýinu..... kannski ekki þó því þeir voru með aðeins stærri byssur (biceps og triceps) en góðu hófi gegnir. Jú Mercedis klub var í towninu og með þeim komumst við inn á dj Sammy án þess að borga krónu eða sofa hjá neinum þeirra (eins og ég sagði var ég í hollywood myndum fyrr um daginn). Þegar inn var komið sáum við að miðarnir á dj Sammy höfðu greinilega verið fermingargjöfin í ár! Við fórum aftur á Akið en á leiðnni þurfti ég að sækja bjórinn og er greinilega ekki eins fim á fæti og ég var í leikfiminni hjá Gunnvöru og Halli í den. Reyndi eitthvað að beigja mig bogra en hékk aðeins á grindverkinu. komst svo að því að ég gat klifrað klofvega yfir. Já það borgar sig að vera vitur eftir á. Evan var orðin nokkuð hífuð og var ekki alveg að komast í rétta gírinn en hélt óspart áfram að vera með dólg. Ég lét mér ekki segjast. Eftir lokun fór ég svo fljótlega heim og sá fram á langan sunnudag því hann átti jú að fara í að bæta upp fyrir lærdómslausa laugardaginn.

Á sunnudeginum var ég vakinn kl 10:00 með símhringingu þeim orðum hvort að ég væri með rafvirkja mér við hlið því að manneskjan í símanum var með vinnutengda spurningu fyrir hana. UUhhhhh einmitt! Eftir að vera búin að klæða mig upp úr hádegi, fara í sturtu og sækja kort til að komast inn í skólann skellt ég mér í snarhasti heim aftur og svaf til kl 16. Þá fór ég til E & B og fór með þeim í góðan göngutúr. Ég byrjaði að læra kl 20:00 og var líka að til kl 02:30. Þá fór ég heim viti mínu fjær af þreytu. Þar sem ég legg fyrir utan heima hjá mér og rétt búin að læsa bílnu þá ríf ég í hurðarhúninn á bílnum og viti menn?! Hann byrjar að ýla og væla alveg eins og herforingi og þarna stóð ég, þunn, þreytt og karlmannslaus (trúi svo á karlmenn í svona tæknineyðartilvikum) kl 02:45 á aðfarnótt mánudags með vælandi bíl og drekk hlaðinn dóti. Ég hélt að það væri ekki einu sinni þjófavörn í bílnum og að Jón bróðir væri bara að djöflast í mér þegar hann sagði þetta við mig og þótti hann at the time mjög fyndinn enda fyndinn maður hann Nonni bró! Ég sá fyrir mér að öll ljós í húsunum í götunni myndu kvikna og forvitin nef klessast upp í gluggana. Ég í handapati byrjaði að svissa á bílinn en ránkaði svo við mér að nota fjarstýringunna og viti menn það slökknaði ljós. Ég fór á leifturhraði inn til mín. Vona að enginn hafi séð mig þannig að ég geti enn fengið nágrannaverðlaunin.

Jæja, þá er ég farin og búin. Heimilið mitt er vanrækt þessa dagana og bið ég þess heitt að ég sé ekki að rugla með karmað. Það er mér reyndar ekki hliðholt þessa dagana því þvottavélin er biluð (og það fer sko í fínustu á Evunni) og talvan mín líka. Ég er búin að sofa í rúminu mínu í tvo daga án sængurfata sem mér finnst argasti viðbjóður en ég ÆTLA EKKI að setja á rúmið fyrr en ég er búin að þrífa. Það er forgangsverkefni hjá mér núna í kvöld! Þrífa, ganga og sofa.

Karmað er bara að spara sig fyrir helgina. Well what do you know.

3 dagar í skvísurnar.

Eva Off

föstudagur, apríl 04, 2008

Svartur máni, annar afgan (Powerpistill)

Breyingar eru til batanaðar . . . . .

já eða svo er sagt. Enn einn daginn sit ég á bókasafninu. Tvær klst liðu þar til ég var búin að opna möppuna en ólíkt tveimur síðustu skiptum þá fletti ég í gegnum greinarnar og setti heimildir í tölvuna. Tók stutta stund en það er þó framför. Þetta þýðir að þrátt fyrir fullsetna kvölddagskrá helgarinnar þá mun ég eyða bjartasta deginum hérna á Sólborg og ætla að kaupa mér ógeðslega mikið nammi á morgun og hakka það í mig þangað til mér verður flökurt! (Geri það svo sem alltaf)

Ég sendi Krumma frænka pakkann í fyrradag. Hann innhélt hverja rómantísku myndina af fætur annarri því ég á ekkert annað í handraðanum þannig að sá verður orðinn útvældur og Rómeógæddur eftir sjúkrahúsdvölina. Einnig laumaði ég í hann nokkrum sælgætistegundum og bangsa sem ég skírði "Georg the gorilla". Með þessu öllu fylgdi svo hjartnæmt baráttukort þar sem ég ritaði að ég hefði ætlað að kaupa miða í húsdýragarðinn og láta fylgja með en elstu systkinabörn mín þykjast allaf vera svo fullorðin þannig að ég keypti bangsann í staðinn en töffaralegan samt. Utan á kortið skrifaði ég svo: "Krummi krambúleraði" en þrátt fyrir fullorðins takta þá vissi hinn 16 ára unglingur ei hvað það þýddi og amma hans sem notar gleraugu stóð í þeirri meiningu að á kortinu stæði "Krummi klaufabárður" þannig ég veit ekki hver þurfti eiginlega að mæta á svæðið til að skera úr um hvað stæði eða þýðingu þess.
Þetta vakti allt lukku en ekki hvað! Stelpan þekkir sína áhorfendur.

Loksins uppskar ég eitthvað eftir þetta 4 ára háskólanám mitt því ég er búin að fá þrisvar sinnum frítt að borða í vikunni;0). LSH kom og bauð okku upp á hádegisverð, félag íslenskar hjúrkunarfræðinga bauð okkur í morgunmat á hótel Kea og FSA bauð okkur í kvöldverð á Friðrik V. Þetta var allt saman mjög fínt en hristir mann jafnframt upp í því að skólagöngunni fer senn að ljúka og hið harða líf hins vinnandi manns tekur við!

Hvort er í alvörunni erfiðara að vera stelpa eða strákur og eiga í samskipum við hitt kynið? Umræða sem kom upp um daginn og fyrst héldum við því fram að það væri erfiðara að vera stelpa því strákar eru svo óútreiknanlegir sérstaklega þegar kemur að símasamskiptum. Þeir geta óútreiknanlegi og snubbóttir með ofnotaða orðinu "Ok" sem ég persónulega hata og nota óspart ef að ég er pirruð eða að hlutirnir skipa mig ekki máli (þarna er ég aðeins að vísa í samskipin við hitt kynið allt svo). Þeir geta jafnframt alveg ætlað sér að éta mann upp til agna með nánast frasa eins og "Will you marry me and be the queen of my country!" Þegar við fórum svo að ræða þettta betur þá féllumst við eiginlega frekar á það að það er erfiðara að vera strákur. Því stelpur analysa ALLT (nema Thelma) og sérstaklega þegar áhugi er fyrir hendi. Þannig að strákar eiga vinninginn í því að hrista höfuðið á sér meira í þessum þætti.

Yfir í annað. Upplitið á mér ekki gott þessa daganna. Ég er eins og máninn eini í framan svo kringluleit er ég orðin. Ég finn líka fyrir aukinni fitusöfnun á líkamanum og blóðsykurinn er í engu jafnvægi sem gerir mig sólgna í coke og súkkulaði á vissum tíma dagsins, og reyndar túnfisk líka sem ég skil ekki alveg. Húðin á mér er svo þurr að ég er bókstaflega í hamskiptum þrátt fyrir kremsmurninga kvölds og morgna. Hárið á mér er í stíl við húðina og er eins og stökkt þurrt harfakex. Það er samt ekki nema mánuður síðan ég var í klippingu og ég fór aftur í klippingu fyir viku til að reyna að halda síddinni fram að útskrift. Ef þetta ástand fer ekki að lagast þá klippi ég mig stutt mánuði á undan áætlun og þá erum við komin í plan B. Ég er meira að segja hætt við að fara til ljósmyndara á útskriftinni minni vegna þessa, myndasjúka konan! Kápurnar mínar eru orðnar níþröngar. Ég passa ekki lengur í mína númera stærð af jakka í vinnunni. Í allri afneytun sem ég fann þá tróð ég mér í hann í bestu von um að hann væri vitlaust númeraður. Ég hljóp niður í fatabúr til að sækja mér nýjan en nei ég hafði rangt fyrir mér. Ég var gráti næst og fannst veröld mín vera að hrynja. Í öllu þessu þá finn ég ekki mér löngunina til að vera fín og sæt. Skil alveg fullkomlega núna hvernig ófrískum komum líður sem nenna ekki að hafa sig til! Ég reyndi mitt besta í vikunni því ég var í skólanum og á þessum kynningum. Á þriðja degi var ég að því komin að gefast upp. Ég hlakkaði bara til að fara aftur heim í aladín buxurnar mínar, venjulega peysu og í kawasaki skóna. Ég meikaði fjóra daga!
Á þessum erfiða tíma þá fór ég yfir það hvað ég ætti til að bæta mér upp þetta upplit. Jú ég á 4 brúnkukrem, 3 body lotion, 3 andlitskrem, 4 mismundi lyktir í öllum formum, 6 meik/púður og síðast en ekki síst þá á ég 6 hárvörubrúsa í sturtunni og 8 mismunandi hárvörubrúsa upp í hillu (og ó nei enginn af þeim er hársprey, froða eða gel). Hárvörunar er nú til misjafnlegra nota. Fékk meðal annast þetta fína og rándýra "mennska prótein hársprey" sem hárgreiðsludaman sem blés á mér hárið fyrir Bat mitzvaið hennar Önnu seldi mér (Alyse gaf mér það reyndar og neitaði að segja mér hvað það kostaði). Ég trúin uppmáluð að þetta væri nú töfrum líkast spreyjaði þessu í hárið á mér daglega með von um að hárið á mér myndi styrkjast. Það var ekki fyrr en ég var að segja vinkonum mínum frá þessu spreyji og innihaldinu að þeim rak í rogastans og sögðu MENNSKT PRÓTEIN! Manni dettur nú bara eitt í hug! Ég horfði á þær í smá stund og man bara hreinlega ekki hverju ég svaraði en ég hef ekki snerts brúsann í nokkurn tíma núna.
Til hvers í óskupunum á maður alltaf svona mikið af öllu? Jú eigandinn en nýjunga óður. Það þarf ekki nema sæta gellu að auglýsa eitthvað og ég kaupi það með de samme. Gæði varanna er nú misjafnt og verðið einnig en ætti ég ekki eitthvað að geta flíkkað upp á mig með þessu öllu. ó jú, stelpan ætti að geta það. Það verður nú samt sennielga ekki fyrr en næstu helgi þegar allar hot hot gellurnar koma í bæinn;0). Brynja má eiga það að hún horfði á mig þegar ég var búin að drulluvelta mér upp úr útlitinu og sagði; Eva, þú ert alltaf sæt! Ooooooo hún er svo sæt.

Aldrei að vita nema ég máli mig mikið um helgina og skelli mér út. Jafnvel að ég standi við barinn og blikki óspart á mér augnhárunum til að taka athyglina frá undirhökunni. Ég er ekki mikil "bjóddu mér á barinn" manneskja á meðan margar vinkonur mínar eru snillingar í taktíkinni. Ég er meira svona "on the side" bíð kurteis á barnum og jafnvel segi: "þessi var á undan mér" en gef jafnframmt flennidrósum sem eru að riðjast illt augnarráð. Mér finnst nefninlega drykkur á barnum alltaf þýða meira og það eru ekki gaurarnir sem vilja fá þig til að vera drottninginn í heimalandinu þeirra ef þið vitið hvað ég meina. Ég man einu sinni eftir því að ég var úti að skemmta mér. Það var ekki gott "look" kvöld en það sem ég labba fram hjá tveimur jakkafataklæddum myndar mönnum sem eru að ræða saman. Þá hallar annar þeirra sér að mér þar sem ég gegn fram hjá og segir: "Þú ert stórglæsileg". og ég brosti til baka og sagði takk. Maðurinn talaði ekki meira við mig það kvöldið enda minnir mig að ég hafi ekkert séð hann aftur. Bara þetta made my night. Þetta mætti endurtaka sig oftar, oftar en boð um drykk á barnum.

Samskiptin halda áfram. Við fórum aðeins að ræða sms sendingar og svo actual hitting tveggja einstaklinga. Þegar fólk á mjög vel saman en svo er forsíðan prenntuð og þá bara blllleeeeessssss! Ég hef einu sinni lent í svoleiðis og skal geta þess að maðurinn sem um ræðir ætti að vera nokkuð sjóaður í lífinu enda sjómaður (Laddi) og áratug eldri en ég sjálf! Og ég er falleg skiljiði. Maður myndi halda að fólk þroskaðist með aldrinum en sumir vilja bara alltaf vera tvítugir og afneita aldrinum með því að fara í ljós og fá sér ljósar strípur fram eftir öllu. Grunnhyggni er allt og og eina sem svoleiðis fólk hefur. Fólk sem ég vill allavega ekki hafa í mínu lífi.
Afneitun á aldur minnir mig á annann mann sem ég gleymdi að minnast í síðasta pistli. How could I forget??? Þið munið kannski eftir honum sem The Stalker. Hann var reyndar ástsjúkur í Evulove. Hann var líka klikkaður. Beið eftir mér þegar ég kom heim af djamminu þó að ég hafi meira að segja verið hætt að svara honum, dinglaði hjá mér á virku kvöldi þrátt fyrir að ég væri búin að segja að ég væri ekki heima, vildi giftast mér og eignast börn mér mér en hann var samt ekki hrifinn af mér!
Síðustu mánuðina hefur ekki verið mikið um vinsældir. Aðallega fimmtudagsgæjar sem eru einnig þekktir sem neðan mittisgæjar... það datt eiginlega úr tísku hjá mér þegar ég komst yfir tvítugt. Ég er bara öðruvísi en þessir stöðnuðu gæjar og ákvað að sætta mig við aldur minn, sem er 27 ára.

Spurning hvort að strákar séu svona viðkæmir fyrir því að þeir hafi bætt á sig. Nokkrar vinkonur mínar hafa allavega sagt við mig þegar við horfum á sætan strák og viljum hreinlega ekki að hann sé þess virði: "Það er alveg rétt hjá þér. Hann hefur fitnað." Það lætur mér líða þúsund sinnum betur á þessum erfiðu tímum.

Það veður svoleiðis á mér! Frá einu yfir í annað líka. Ég veit ekki af hverju en pistlarnir fara alltaf að snúast um karlmenn. Well what a heck, life a litle. Ætli ég muni nokkuð skrifa neitt þegar ég verð komin á pikkfast;) Njótið þess meðan það varir.

100. 000 króna spurning kvöldsins er svo bara hvort að ég verði svo bjúguð að ég komist ekki í hælana í kvöld....... ef ekki þá fer ég ekki morkna fýlu og fer ekki út!

Eva Facial-mettaða

Lögin þessa dagana: Break the Ice með Britney, Hate that I love you með Rihonnu (svolítið gamalt en ég var að læra að meta það), Bara ég og þú (einn gamall slagari), Hips again með Bloodgroup, 4 minutes með Justin, Madonnu og Timbaland og With you með Crish Brown. Píkupoppið lifir;0)

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Líf & leikrit

Ég er búin að sitja hérna upp á bókasafni fyrir framan tölvuna í 3 klst og er enn ekki byrjuð að læra. Guli post it miðinn "Læra" er enn á sínum stað og ég er samviskusamlega búin að raða öllu skóladótinum mínum á borðið og setja það aftur ofan í tösku. Hljómar annsi líkt síðasta pistli. Já því er ekki að neita! Þegar skrifum á þessum pistli er lokið ætla ég heim, hringja í Ellu Dóru mína og horfa á síðustu tvo þættina sem ég á af Men in trees. Já ég lifi sko á brúninni;).

Krummi er kominn heim og liggur nú á handlækningunni heima þar sem ég er viss um að vinkonur mínar eigi eftir að hugsa súper dúper vel um hann. Ég ætla að vera voða góð og senda honum dvd og sælgæti á morgun til að gleðja hans litla hjarta. Jafnvel að ég láti gula post it miðann fylgja svona sem pepp up;). Glöð af fá punginn heim.

Í gegnum daginn fljóta margar margar hugsanir í gegnum hugann á mér sérstaklega þegar hlutir sem liggja fyrir mér eru miður spennandi. Ég er þekkt fyrir að hugsa MIKIÐ. Einn góður spekingur sagði að líf okkar væri eins og leikrit. Okkur væri falið hlutverk, hvert sem það væri, hvort sem það væri stórt eða smátt eða hve lengi okkur væri ætlað að leika það væri ekki í okkar höndum. Ég kýs samt að hugsa þannig að allt hafi sinn tilgang og það sem við göngum í gegnum í lífinu sé ætlað að kenna okkur eitthvað.
Um daginn þá fór ég að hugsa um þá sem er beint inn í leikrit okkar þ.e. á lífsleiðnni og fá þar aukahlutverk. Ég veit að það eru ástvinir mínir. Það er fólk sem ég elska, læri af og met mikils að hafa þá inn í lífi mínu. Mér þykir líka óendanlega vænt um þann aragrúa sem ég á að yndislegum vinum og ég veit að þeir eru alltaf til staðar fyrir mig og leiðbeina mér á vegum lífsins. Burt séð frá venjulegu fólki sem við kynnumst á ákveðum tíma og hefur afmarkaðan skýran tilgang með tilvist sinni inn í leikþáttinn þá komum við að hinum. Svona einhverjir sem komust í prufuúrtök.
Karlmenn í mínu lífi eru dæmi um slíkt. Þeir spretta upp á hinum ýmsu stöðum og reyna að næla sér í hlutverk. Þeir hafa ekki einu sinni komist í aukahlutverk í mínu leikriti enda reynt að vanda leikaravalið.

Hvaða tilgangi þjóna þessir menn? Þeir sem komist hafa í minnsta úrtakið má telja á einum fingri þó að ég telji hann ekki hafa verið kærasta minn í alvöru meiningu orðsins. Hann kunni stundum ekki að svara í símann sinn, hann var ekkert sem ég vildi ofan á brauð en kallaði mig alltaf ástina sína þrátt fyrir að það hefði verið innantómustu og meiningarlausustu orð sem ég hef heyrt. Það tók mig ár að kalla hann því sem hann var. Vinkona mín segir að maður sé ekki komin yfir manneskjuna fyrr en manni er sama þó að maður sjái hana aldrei aftur. Sá tími hefur komið.
Það verið nokkrir sem ég bara gæti gjörsamlega ælt yfir. Einn hringdi stanslaust collect þrátt fyrir að vera vinnandi maður og búa hjá mömmu sinni. Hann bliknaði ekki við að senda mér alls kyns ástarskilaboð og myndir á msn (það fylgir bölvun msn ég sver fyrir það) en tilkynnti mér jafnframt að hann væri að flytja til Danmerkur áður en ekki liði að löngu. Svo heyrði ég ekki í kauða í vikutíma. Eina nóttina á virkum degi hringir hann og spyr hvort að hann hafi ekki sloppið fyrir horn víst hann væri að hringja. Ég heyrði aldrei í honum aftur, thank god. Að ég tali nú ekki um þennan sem átti fínu íbúðina í vesturbænum en var svo með risastóra mynd af Kurt Kubein í stofunni hjá sér, hélt að ég væri trúlofuð öðrum manni og gaf sig út fyrir að vera rosalegt kyntákn þrátt fyrir mikinn misskilning. Gleymum nú ekki tappanum í Kópavoginum sem átti hvolpafullu tíkina og reykti af því það var töff. Þegar ég ætlaði svo að vera geggjað almennileg í útlöndum og kaupa handa honum rakspýra af því að það fór svo í taugarnar á mér að hann notaði engann. Sá svaraði að hann að hann þyrfti engann því það væri bara svo góða líkamslykt af sér! Já og svo endaði hann á því að drulla yfir hjúkrunarfræðinga sem stétt.
Já finnst ykkur skrítið að þessir hafi ekki einu sinni krækt sér í hópsenu? Maður getur pirrað sig endalaust yfir þessum töppum og það er eitthvað sem maður á ekki að þurfa að gera. Hvaða gleði fær maður út úr því að bíða heilu klst eftir svari, play station pleppum eða að það er í alvörunni ekki hægt að ákveða hvað á að gera í kvöld! Þegar maður er farin að eyða meiri tíma í að pirra sig yfir hlutunum heldur en vera hamingjusamur yfir þeim þá er komin tími til að hætta. Góð og gild speki sem ég hef ákveðið að tileinka mér.
Hvaða lexíu eru þessir einstaklingar að kenna manni í lífinu? Ekki hvað er mikilvægt svo mikið er víst. Kannski hvað við áttum okkur á því hvað við erum heppin þegar það kemur einhver sem á sér actually stað í leikritinu? Að hitta ranga fólkið til að hitta rétta fólkið? Hvað er bara til mikið af þessu ranga? Hvað um þá sem að koma kannski bara inn í líf okkar á einni nóttu? Án þess að ég ætla að fara eitthvað út í það í þaula þá hef ég verið einhleyp mest mest alla mína tíð. Þá er það sem við einhleypa fólkið köllum eðlilegt ferli. Hvað er það fólk að kenna okkur? Kannski eitthvað? Eða er það kannski meira afþreytingarefni? Það er allavega ekki allt gull sem glóir.

Svo koma auðvitað molar sem maður er svo viss um á því augnarbliki að eigi eftir að vera þarna að eilífiu og maður þráir það svo heitt og innilega. Þetta eru einstaklingar sem seint gleymast en með tímanum þá þurkast þeir út. Ég var einu sinni í slagtogi við dreng einn. Það gekk út á dramantíkina nánast eina saman en það endaði á dramantískari hátt heldur en við gátum nokkurn tíman gert okkur í hugarlund. Þetta hefði hvort eða er aldrei gengið upp en ég trúi því að samvistir okkar þjónuðu tilgangi. Ég trúi því að sumt fólk sé sent til okkar á ákveðnum stundum bara til að fleyta okkur yfir ákveðið tímabil. Ég sé fyrir mér dreng sem kippti undan mér þeim tveimur fótum sem halda mér vanalega niðri á jörðinni en er samt sem áður svekt yfir því hversu mikil og langvarandi áhrif þetta kom til með að hafa á líf mitt. Þar koma poppet meistararnir inn í. Maður getur ekki stjórnað öllu. Það var allt svo áreynslulaust og eðlilegt. Maður sem ég sagði við vinkonu mína í eitt sinn þegar ég kom heim: "Ég ætla að giftast þessum manni" rétt eins og Helgi Seljan og David Beckham sögðu um konurnar sínar. Á þeirri stundu meinti ég það frá mínum innstu hjartarótum.

Ég kýs hugsa þannig, því við jú höfum um það að segja hvernig karakterinn okkar er, að þeir sem eru leiðinilegir, neikvæðir eða vondir þeir eigi einfaldlega eitthvað bágt og þá líður mér betur. þess vegna reyni ég eins og ég best get að vera ekki að pirra mig yfir einstaklingum sem eru þess ekki verðugir. Þetta er fólk sem ég forðast að hafa inn í mínu lífi enda er einfalt allt sem ég þarf núna.

Þegar á botninn er hvolft þá erum við sjálf í aukahlutverkum, hópsenum, eða lokaúrtak í lífi annara leikara. Við erum fengin til að kenna öðrum eitthvað í hafsjó lífsins. Vonandi hef ég í mínum hlutverkum kennt fólki eitthvað fágætt og fallegt um lífið. Vona samt að það hefir ekki verið mikið um úrtök og hópsenur;)

Smá pæling. Var fyrst að spá í að líkja þessu við bankainnistæðu en það er meira svona föstudagsfílingurinn.

Hvað aukaleikarann varðar sem stendur mínu hlutverki næst. Prufur verða haldnar á næstu vikum og mánuðum. Gæddur öllum eiginleikum. Tilfæranlegur. Íbúð er skilyrði.

Eva leikari