Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

þriðjudagur, desember 11, 2007

Ævintýraferðin

Ég átti klárlega ógeðslega, góða, frábæra, æðislega, klikkaðslega, mergjaða, yndislega, geggjaða, ólýsanlega, ógleymanlega og ferð. Já ég er ennþá í skýjunum. Takk takk takk stelpur mínar fyrir allt. Lifum á þessu lengi lengi.
Ferðasagan mun vera skrifuð í nokkrum köflum (sem verður geggjað skemmtileg enda ekki hægt annað) um næstu helgi þannig fylgjist vel með þá, daglega. Þá verða líka sýndar fleiri kodaks moment myndir:0).

Ég og fjölskyldan mín í Bar mitzvah-inu sem er án efa einn besti dagur lífs míns:0)

Við Anna Huld afmælisbarn

Stelpurnar mínar, allar nema Kristjana.

Og ég hitti þennan . . . . .

Ekki halda að ég hafi týnst í búðunum . . . . þó að ég gæti það nú auðveldlega;0)
En ég held að það hafi orðið vitundarvakning meðal bæði erlendra og íslenskra karlmenna meðan ég var í New York. Hinir íslensku hafa greinilega fengið panic attack þegar þeir ýminduðu sér hvað yrði í alvörunni mikið flautað á mig. . . . . sorglega þó virðist enginn þeirra vera sá eini rétti. Þannig ég er ennþá alltaf að kíkja út á tröppur milli þessi sem ég reyni að líma mig yfir bókunum.
Hér má sjá brot af því sem verslað var mest af í ferðinni, allt svo skór, nærföt og snyrtivörur
Fannstu nokkuð í New York er spurning sem brennur á vörum margra þessa daganna og er hún oftar en ekki krydduð af slefi og öfund. "Nei ég er ekki viss!" En af "ó"útskýranlegri ástæðu (right) þá hætti Mastercardið bara að virka á laugardeginum, and I wonder why???

Þannig að kæri jóli. Ég er búin að vera voða voða góð og það eina sem ég vill er ríkur karl í skóinn minn;)

Eva Blánka (viljandi með á-i)