Já þá er hann kominn. . . . . nóvember. Þrátt fyrir mikil verkefni þá hef ég það á tilfinningunni að þessi mánuður eigi eftir að verða frábær. Mánuðirnir þar á undan hafa nú ekki borið með sér mikla lukku þannig að það þarf kannski ekki mikið til! En þar sem að ég held að einhver ólukka hafi verið að elta mig frá s.l. sumri þá hafi þetta byrjað í júní og september náð botninum í suck mánuðum og svo hefur þetta verið að réttast upp á við. Þannig að nóvember; ég treysti á þig.
Kuldabolinn hefur heldur betur gert vart við sig á Norðurlandinu og held ég að ég gæti breytt nafni mínu í Ísdrottningin (en með hlýtt hjarta) í stað Ungfrú Norðurlands um óákveðinn tíma. Á slíkum tímum gera kertaljós og seríur kraftaverk ásamt ullarsokkunum frá ömmu og góðu teppi.
Það er eitt sem ég hef miklar áhyggjur af varðandi veturinn. Það eru gluggarnir mínir. Þeir eru litlir og ég er svo hrædd um að það snjói fyrir þá þegar mest verður. Þannig að ég hef ákveðið að fjárfesta í góðri skóflu og verð vel á verði ef Snær ætlar að vera með stæla. Reyndar er stéttinn fyrir utan eldhúsgluggan upphituð þannig að á meðan það gerir ekki stórhríð ætti ég að vera góð þar meginn allavega. En annað í þessu. Þegar það fer að kólna þá vilja ýmsir komast inn í hlýjuna og að ég tala nú ekki um hjá svona hot & hel skemmtilegri gellu eins og mér sjálfri. Það sem er að plaga mig hvað þetta varðar eru mús og rottur. Ég er reyndar með vír fyrir gluggunum út af kisulórunum í nágrenninu (sem munum sennilega vera varðmenn mínir hvað þetta málefni varðar) en mýs og rottur geta nú nagað ýmislegt og það er nú bara með þær eins og bý- og randaflugur. Að ef þær eru einar og maður er eitthvað að slá frá sér og þær eru kannski einar og þá fara þær einfaldlega bara og sækja vini sína (sama hvað Gústi mágur minn segir. Hann heldur því fram að þetta sé argasta vitleysa og hristir bara á sér hausinn þegar þær hverfa allt í einu bara og ég segist nákvæmlega vita hvert þær fóru!). Þannig að það er kannski ein mús sem getur þetta ekki ein, hún gæti einfaldlega sótt vini sína, að ég tali nú ekki um stór fjölskyldu sína og þær eru sko fljótar að fjölga sér, sérstaklega þar sem enginn siðfræði er á bak við þeirra fjölgunaraðferðir.
En það er enn og aftur föstudagur;0).
Það er vísindaferð hjá okkur á eftir í slökkviliðið úuuu je. Við Erla Þóra vorum nánast í öngum okkar út af því að það gekk ekkert hjá okkur að finna vísindaferð. En þegar við erum að keyra niðri í miðbæ sé ég sjúkrabíl og fæ ég líka þessa frábæru hugmynd. Stelpan niðrá stöð og reddaði málunum. Svo ætlum við að fara og tjútta í góðu bláum húsi í bænum. Þar verða að sjálfsögðu ýmsir hópeflisleikir (enda formaðurinn leikja og keppnissjúkur) ásamt mat, drykk og píkupoppi a la Eydís. Mig hlakkar nú bara annsi mikið til að sjá hverjir ætla að rífa sig upp og mæta. Ég skaut á 40 manns sem er kannski ofurbjartsýnið en föstudagar eru svo frábærir að það hlítur eitthvað gott að verða úr þessu. Já ég er í bjartsýniskasti.
Þegar ég googlaði partýleiki þá fékk ég upp ýmislegt og meðal annars þennan leik:
Allir sitja í kringum eitt borð með skot fyrir framan sig. Nú byrjar gamanið, allir verða að vera með buxurnar á hælunum og svo fer einn í einu undir borðið og gerir það sem hann vill við hvern sem hann vill. Hver sá sem fer fyrst að brosa verður að taka eitt skot og þá má hann fara undir borðið. Þetta endar með því að þið drekkið mikið áfengi út af stressinu. Því lengur sem einhver er undir borðinu þeim mun áhugaverðugra verður það.
Varasamur ef fólk verður ofurölva (eins og hann hafi ekki verið stór vafasamur áður???)
Einu sinni þá setti ég aldrei stráka sem ég var eitthvað að deita í símaskrána mína. Einfaldlega af því að mér fannst þeir aldrei hafa öðlast þann rétt að eiga sér stað þar þar sem að þeim var hvort eða er eytt eftir 2- -3 mánuði eða svo. ( Sem er annað sem hann Gústi mágur minn skilur ekki er að ég virðist ekki gera verið með strákum lengur en í 3 mánuði). Sérstaklega þar sem að maður þekkir fólk ekki alveg fyrir enn eftir 2 ár! Þetta leiddi hins vegar að sér að ég mundi gjörsamlega öll karlmanns date númer sem mér voru sögð og þau fóru sko í langtíma minnið og löngu eftir að þeim lauk gat ég þulið þau upp sem vinkonum mínum fannst reyndar aðdáunarvert. Einn góðan veðurdag eftir að einn fékk að fjúka þá sagði vinkona mín við mig: "Eva. Eyddu honum svo út úr símaskránni þinni svo þú farir nú ekki að tala við hann á fyllerýi". En ég svaraði henni bara að hann hefði nú ekki komist svo langt þannig að ég vissi alveg símanúmerið hjá honum. "Bad call, bad call!" sagði hún þá. Þannig að eftir þetta hafa allir strákar sem ég hef hitt og hafa verið svo æstir í að láta mig fá númerið sitt á einhvern hátt fengið sinn stað í símaskránni í símanum mínum. En ef ég tala ei við þá meir þá fá þeir líka að fljóta með de samme. Um daginn eyddi ég t.d. tveim sama daginn. Ekki að ég hafi eitthvað verið með þá tvo í takinu heldur hafði hinn unnið sér inn rétt á meiri tíma en hinn. En það virðist einnig vera orðið þannig að menn séu farnir að senda mér sms spontant;0). Samanber s.l. helgi. Þannig að ef þú kæri lesandi er karlkyn og hefur hent í mig númerinu þínu sem ég hef einhvern tíman á ævinni notað og sendir mér einhvern tíman síðar sms þá getur vel verið að ég spyrji þig hiklaust til baka hver þú sért? No affence! Gömlu númerin hafa einnig verið blokkuðu út úr heilanum á mér.
Önnur mistök, Add-a gaurum inn á msn! Big mistake! Það mun ég ekki gera framar því það ber bara með sér ólukku. Því hef ég komist að. Þannig að á nánast sama tíma og ég eyði þeim út úr símanum mínum þá fá þeir líka reisupassann fyrir Msn. Nema þeir séu einstakir... Ahhhh sem þeir eru reyndar allir.... bara ekki á góða hátt. En þó það er einn sem er eftir sem hefur sérstakan stað í hjarta mínu og ég fæ það ekki til að sleppa. Ég blokka þá hins vegar aldrei svona ef þeir skyldu einhverntíman hafa eitthvað merkilegt að segja. En það eru alltaf til undantekningar og ég gerði það í fyrsta skipti fyrir ekki svo löngu síðan. Gleymdi bara að óska manneskjunni til hamingju með það!
Og síðast en ekki síst. Hann Krummi frændi minn á afmæli í dag. Sweet sixteen. Love you hunky dunk:*.
Eva Músella