Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

miðvikudagur, október 31, 2007

Heitur heili hugsuðar

Ég sé fram á svo rosalega vinnu á næstunni að ég gæti verið drukknuð nú þegar. Ég er örugglega búin að senda 8 tölvupósta í dag, ásamt því að fara á tvo fundi og vera í skólanum.
Ég var að hitta leiðbeinandann minn í lokaverkefninu í dag sem lýst vel á verkefnið okkar. Þannig að við þurfum að fara að skila inn umsókn til vísindasiðanefndar sem við getum ekki nýtt síðan í aðferðarfræði því þetta er nýtt verkefni. Henni á að skila 15. nóvmber, Bráðahjúkrunarritgerðinni á að skila 16. nóvember eða öfugt. Við eigum að flytja fyrirlestur í Bráðahjúkrun 9. nóvember og skila ritgerði í Stjórnun 30. nóvember. Ekki nóg með það heldur þarf ég að vera búin með þetta allt þann 23. nóvember þar sem ég hef öðrum hnöppum að hneppa. Ég er alvarlega að íhuga að fresta matarboðinu sem ég ætlaði að hafa um helgina. Svo ætla ég að vera edrú í vísindaferðinni á föstudaginn. Já nú er að forgangsraða því sem skiptir mann máli í lífinu og ekkert annað. Ég ætla samt að leyfa mér sjónvarpskvöld í kvöld (plús nýjasta Grays sem ég var að fá) þar sem ég er búin að hafa svo mikið að gera og mun hafa mikið að gera næstu vikurnar. Vill einhver koma til mín og nudda á mér tærnar á þessum annar tímum?

Bekkjarsystir mín var að tala um það við mig í gær að hún og kærastinn hennar hefðu verið að gera jólahreingerningu og að sjálfsögðu gat ég ekki verið minni manneskja. Ég fór því heim í gær eftir skóla og fór í gegnum skúffur og skápa alveg eins hver önnur myndarhúsmóðir gerir fyrir jólin. Svo eldaði ég um leið og ég vaskaði upp því að ég var búin að vera svo lítið heima síðan á föstudaginn að það var saman safn sem hefur kannski gerst einu sinni eða tvisvar sinnum á mínum búferli. Og já, ég dauðskammast mín! Nánast að allt í drasli gæti bankað upp á. Auk þess sem ég þvoði 3 þvottavélar. Sumir myndu sennilega furða sig á því hvar ég fæ allann þennan þvott til að þvo en hann er allt svo til staðar! Ég talað svo í símann í vel rúmar 3 klst í gærkvöldi og stanslaust frá kl 21:30 til 00:30. Fyrsta símtalið var pabbi og ég fór að segja honum frá þrifum mínum og eina sem hann gat sagt: "Hvað varstu að taka til, þú fluttir inn fyrir tveimur mánuðum" sem er rétt hjá karlinum. Enda var ekkert mikið dót sem var ranglega staðsett en maður getur alltaf gert betur. Þetta fékk mig til að hugsa hvað ég á ótrúlega mikið að dóti í eldhúsið. Hvað hef ég t.d. að gera með tvær mæliskeiðar, 6 skurðarbretti, 3 mjólkurkönnur, margar sleifar, mörg eldhússkæri og plashrærur og og og 6! Já 6 expressobollastell! Ef svo óheppilega vildi til að ég næði mér svo í alvörunni í einn allslausann þá gæti ég leyst hann út með öllum grunn grunninum mínum þegar við myndum leggja upp laupana! En sama með hverjum ég enda þá eru ákveðin eldhússtáss sem munu aldrei víkja sama þótt biskupinn hafi lagt blessunin sína yfir það sem var þar fyrir!

Þegar ég er mikið að læra þá fer hugurinn á mér gjarnan að reika . . . . . .
Ég er mikið að spá í að skipta um sort næst þegar kemur að karlmönnum. Hef verið í iðnaðarmönnunum sem hefur ekki reynst heppilegt en kannski eru þetta bara vitlausar blöndur. Ég var nefninlega í tíma í gær í heilsugælsu þar sem að upp var sett fyrir okkur reiknisdæmi um laun okkar. Stærðfræðingar og verkfræðingar gera verið með 1200.000 á mánuði nýskriðnir úr skóla. Ég mun því fara að hanga fyrir utan stofurnar þar sem viðskiptadeildin er til húsa. Þrátt fyrir þetta þá veit ég vel að lífið snýst ekki um peninga. Þeir færa fólki ekki hamingju. Ekki frekar en það að vinna í einhverjum leik.
Í stjórnun sem er annar áfangi sem ég og var búið að vara mig mikið við með tillitum til skemmtunar. Þar eru aftur á móti þó nokkrir góðir punktar. Við vorum t.d. að læra um allskonar kenningar meðal annars rétt og rangt kenninguna. Að ég vitni nú í kennarann: "Sama hversu vel við vöndum okkur, jafnvel fullkomlega við að taka einhverjar ákvörðun í lífinu verðum við samt að geta viðurkennt að ákvörðinin sem við tókum var röng" og uppi sitjum við með hvað ef. . . . .

Ef það er eitthvað sem fíkur í mig þá er það þegar ástvinir mínir eru særðir. Ég tek það mjög nærri mér alveg eins og þeir frá brostið hjarta ef ég verð undir. Sé ennþá eftir því að hafa ekki helt einu stóru klaka vatnsglasi yfir mann sem ég sá á kaffihúsi í sumar sem hefði svo átt það skilið enda fyrsta flokks aumingi eins og við köllum það.
Það sem mér finnst alveg rosalegt er það hvað fólk getur sagt án þess að spá nokkuð í því hvað það er að segja. Words are powerful! Það er hægt að orða nánast allt þannig að hlutirnir sem eru sagðir komist eins vel hjá því að reyna að særa ekki aðra. Maður á aldrei að segja hluti ef maður meinar þá ekki. Það á sérstakelga við um fallegustu og verstu hluti sem við segjum. Ef þú meinar það ekki slepptu því þá að segja þá og enginn annar þarf að vita að maður hafi nokkurn tímann hugsað það. Við eigum það náttúrulega til að missa stjórn á skapi okkar sem er sagt "mannlegt" en spurning hvort að það megi ekki komast hjá því. Það þarf mikið til að ergja, æsa og pirra mig almennilega þó að sumir hafi betra lag á því en aðrir. Það leiðinlegasta og eitt vesta sem ég geri er að rífast og ég reyni eins og ég get að komast fram hjá því. Ég er þannig manneskja að ég læt voðalega margt yfir mig ganga en það kemur líka að því að ég fæ nóg og þá læt ég mjög svo í mér heyra. Ég kýs frekar að hugsa þeim sem hafa gert eitthvað á minn hlut þegjandi þögnina heldur en ausa úr skálum reiðar minnar. Þegar ég verð svo það reið og mér liggur mikið niðri og verð að svara fyrir mig eða aðra get ég orðið mjög orðheppin en ég passa mig líka á því hvað ég er að segja og hvernig ég segji það því ég veit að það getur skipt öllu máli. Vegna þess að orð verða ALDREI aftur tekin.

Eva Í'tíðinni

mánudagur, október 29, 2007

Tækl á Karlmenn

Svona var stemmningin um helgina hjá okkur;) bara gaman;)


Eftir að vera búin að extra og baka eina súkkulaðiköku og heita eplaköku. Right on time voru þau í stjórninni mætt. Eini karlmaðurinn í hópnum var sko þvílíkt ánægður með þetta. Maður halar svoleiðis inn stigum. Ekki nóg með það að súkkulaðikakan var hjartalaga því á laugardaginn fékk ég að heyra að karlmenn geta fengið 24 % kynferðislega örvun við að finna lyktina af heitri eplaköku þannig að þá skildi ég allt um það af hverju hann var svona glaður;).

Helgin að vanda var ekki verri en allar aðrar þar á undan með öðrum orðum mjög góð:).
Eftir skóla á föstudaginn þræddum við helstu verlsanir og fyrirtæki á Akureyri að safna auglýsingum og styrkjum fyrir nemendafélagið. Á seinnipart föstudags var ég nú samt heldur betur farin að örvænta. Það voru allir uppteknir eða næstum allir. . . ég átti þó vini einhverstaðar eftir allt saman. Kíkti á Jón Val og Baldvin sem buðu mér í mat (reyndar fisk). Jón Valur sagði Baldvini þegar hann bauð mér að ég gæti ekki borðað með þeim þar sem ég borðaði ekki fisk á föstudögum og heldur ekki á laugardögum og alls ekki á sunnudögum. Krúttlegt hvað hann er farin að þekkja mig vel strákpjakkurinn. En þar sem fiskurinn var matreiddur á skemmtilegan hátt í Fajitas pönnukökum kynngdi ég reglunni minni og lét til leiðast. Jón Valur hefur nú haft orð á því að ég sé með svo mikið af reglum að ég þyrfti að skrifa reglubók svo að aðrir í kringum mig geti verið með þetta á hreinu. Maturinn var bara rosa fínt hjá þeim. Svo hentist ég niður á slökkvistöð að redda vísindaferðinni. Kom svo aftur til strákana, vaskaði upp fyrir þá og tók aðeins til í eldhúsinu og hellti svo upp á kaffi handa okkur. Á meðan á þessu stóð fékk ég sms frá bláókunnugu nr og í því stóð: "Hæ. Hver ert þú? Miðinn fannst í hreinsunninni?" og ég var sko meira en viss um að þetta hefði farið í vitlaust nr. Þannig að ég svaraði til baka. Eitthvað hafði manneskjan á hinum endanum ruglast í ríminu. Ég tók númerið og henti því inn á ja.is og fleiri góðar upplýsingasíður og kom í ljós að þetta var karlmaður fæddur "72 sem ekkert fannst um á google sem segir manni ýmislegt. En ekki kannaðist ég við kauða. Endaði með því að ég nennti ekki að svara þessari vitleysu lengur og sagði: "Hver ert þú og hvar fékkstu þetta nr?" og þá kom til baka: "Þetta var á bleikum miða sem stendur á: Er á lausu. Kveðja kynköttur". Ég emjaði úr hlátri og á 30 sekúndum vissi ég allt um hvernig á þessu stóð! Þannig að ég svaraði honum að þessi miði hefði verið skrifaður fyrir 8 mánuðum síðan af vinkonum mínum ásamt 3 öðrum miðum frá vink mínum sem voru á lausu, verið hengdur upp á vegg á skemmtistað og sú stelpa sem fékk fyrsta símtalið myndi vinna sem var að sjálfsögðu ég. Og miðað við það hvað minn miðiværi langlífur þá væri ég búin að rústa þeim núna. Honum fannst ég voða sniðug og sagði að mamma sín hefði sótt jakkann í hreinsunn og stelpan í afgreiðslunni hefði rétt henni þennan miða og sagt að hann hefði verið í vasanum. Hann sagðist hafa roðnað nett þegar mamma hans rétti honum þennan "dirty" miða;). Mér fannst þetta svo viðbjóðslega fyndið að strákarnir voru ekki að ná mér. En svona var það nú með þetta semi litla rómantíska ævintýri okkar einhleypingana. Ég á miða sem hann fann á skemmtistað, gleymist svo og týnist í hreinsuninni en hann finnst aftur 8 mánuðum seinna þar sem hann hefur samband við hana.... úffff þetta yrði metsölu seller ég er að segja ykkur það! þannig að Sons, Páls og Kristjana. Ég rústaði þessari keppni mínar kæru!
Ég fór svo með Gunnhildi og fleiri stelpum í afmæli og svo kíktum við Hildur Sólveig í ekki sterkara en malt & kaffibolla í bæinn sem var slakur þrátt fyrir fullt af fólki.

Á laugardaginn æltaði ég að vakna kl 10 en snúsaði til kl 12 og ekki í fysta skipti. Ég er orðin svo klár í snúsinu að mig heldur í alvörunni áfram að dreyma þrátt fyrir að ég snúsi á 8 mínútna fresti í marga klukkutíma. Ég fór til Guðrúnar í verkefnavinnu sem er loksins komin af stað. Ég tók svo litla punginn hann Stefán Andra upp í sakleysi mínu til að knúsa hann aðeins. Það vildi ekki betur til en svo að barnið kastaði svo mikið upp, (ég hef aldrei séð annað eins hjá 2 mánaða barn) að ég varð sko meira en blaut. Guðrún stökk til til að sækja myndvélina á meðan Björn Fannar var eitthvað að reyna að bjarga okkur fyrir horn sem var ekki fræðilegur. Ég var blaut frá hálsi niður á hné að Guðrún þurfti að gjöra svo vel að lána mér buxur og peysu. Ég var ekki viss hvort að ég þorði aftur í barnið en við sættumst nú og sátum saman eins og mestu mátar í sófanum eftir að við höfðum bæði haft fataskipti.
Ég kíkti svo á Hildi Sólveigu í eins og nokkra tíma áður en ég fór heim að sjæna mig fyrir kvöldið.
Það var rosalega gaman á stjórnardjamminu eins og myndirnar sína. Við fórum í leiki, sinntum erindagjörðum á neitnu og svona. Ég var svo lukkuleg með þetta allt að ég brosti bara út í eitt. Ég er brosandi á hverri einustu mynd. En áfengið fór eitthvað fyrir ofan velsæmismörk og man ég ekki mikið eftir að hafa verið að tjútta af mér rassgatið á dansgólfinu. Það var reyndar reynt á hæfileika mína sem stjórnanda á Amour (áður en alkahólið náði hámarki í blóðinu á mér) þegar drykkjum hafði verið hent og kitli hafði veri beitt en ég tæklaði það létt og eftir að ég komst að því að þetta væri bara grín náði ég mér nú eftir smá tíma. Eftir lokun var ég svo bara á snakkinu við mann og annan til kl rúmlega 05 eða 06. Erla Þóra kom til mín þar sem ég var að tala við mann einn. Hún kom voða jolly og heilsaði okkur en fékk hornauga frá manninum (sem hljómaði eins og: "þú skemmir þetta ekki fyrir mér!") sem fannst hann aldeilis komin í feitt enda í þokkalega flottum bita. Þegar hún heyrði mig svo spyrja hvað hann gerði í lífinu sem er nb spurning nr 1 (Spurningar frá vinkonunum eru í þessari röð, nr 1: hvað gerir hann?, nr 2: hvað er hann gamall?, nr 3: hvað heitir hann?, nr:4 hvað á hann mörg börn?) og Erla Þóra heyrði svarið við spurningu 1 þá gafst hún upp og fór á Hlölla. Daginn eftir fór ég að fara í gegnum síman minn og þá sá ég að ég hefði fengið sms frá Erlu Þóru kl 04:28 "Verkfræingur Eva! Verkfræðingur!!" Ég hafði aftur á móti ekki haft hugmynd um það enda man ég ekki eftir því að hafa talað við þennan mann. Ég hló aftur á móti mjög mikið af þessu daginn eftir. Ég fékk líka sms frá einhverju ókunnugu nr 4 mínútum áður og ef að ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að vinkonur mínar hefðu sett auglýsingu í einkamáladálk DV. En ég er í ströngu straffi sem ég ein trúi á mig í en vinkonur mínar telja sig geta grætt all svaðalega á! Mig dreymdi svo skemmtilega þegar ég sofnaði. Ég var nefninlega í þrusu leikara partýi og ég veit ekki hvað og hvað. Þræl skemmtilegt!
Ég lá svo bara í leti með Erlu Þóru í gær og hló öðru hverju að brotum frá kvöldinu áður. Við stjórnin erum orðin miklu nánari;) fyrir vikið nema Arnþrúður því hún var að horfa á video í Mosfellsbæ. Næst teiti verður tileinkað henni!

Allir að gera sig klára fyrir hópmynd

Stjór Eirar 2007 - 2008. Hóp mynd nr 1, þetta var það besta sem við fengum

Eva Númer

fimmtudagur, október 25, 2007

Leynifélaginn

Það er einhver bölvaður hundur í mér þessa dagana. Í dag er ég í ástarsorg vegna manns sem var very near and dear to my heart. Ég endaði formlega leynilegt ástarsamband (svo leynilegt að hann vissi ekki einu sinni af því, annars væri það ekki leynilegt!) mitt við Wentworth Miller í gær. Við hættum ekki í góðu þó að hann hafi kannski ráðið minnstu um ástæðunni fyrir því hvers vegna sambandi okkar lauk. Ég er nefninlega í morkinni fýlu út í framleiðendur Prison brake. Þvílík og önnur eins mistök sem þeir voru að gera! Ég á bara ekki til aukatekið orð. Við skulum allavega vona að það sé von fyrir okkur hin. Þátttöku Prison í mínu lífi er allvega lokið! En það er svo sem nóg annað í boði; Gray´s sem er orðið frekar þunnt, Brothers & sisters, Despret housewifes, Big shots, Privat practice, ER sem ég horfi nú meira á svona fyrir skyldurækni og mig langar mig að verða mér út um “Man in trees”. Svo voru bekkjarsystur mínar að tala um þætti sem heita “How I met your mother” sem væri í lagi að tékka á.

Mæsa tilkynnti mér það í síðustu viku að það væri matarklúbbur um helgina. “Já” sagði ég mjög ánægð að fá þessar upplýsingar. “Já og þú missir af því!” svarar hún. “Ég! Ég er ekki í neinum matarklúbb” segi ég. “jú víst” svarar hún þá. “Nei, heldurðu að ég myndi ekki vita af því?” Maren: “Jú þú ert með”. Ég: “Nú nú ég vissi ekki að því. Og hvað er þessi matarklúbbur búin að vera starfræktur lengi?” Og Maren svarar: “Síðan í fyrra held ég”. “Fyrra” svara ég alveg mjög svo hissa “Og hefur gleymst bara allann tímann að segja mér af honum”. Já greinilega en þannig var víst mál með vexti að þessi matarklúbbur er bara haldin tvisvar sinnum á ári. Ég þarf því kannski ekki að halda minn fyrr en 2010 ef ég er síðust í röðinni sem gefur mér ágætis tíma til að undirbúa. Ég hélt áfram að láta spurningarnar dynja á Mæsu mína. “Og eru makar með í þessum matarklúbbi?” Og hún svarar til baka stór hneiklsuð: “Makar, neihei!!!” Ég gat ekki setið á mér og fór að skellihlægja. “Makar hvað er það nú? Eitthvað ofan á brauð” sagði hún þá. Við vitum nú allar hvernig er með Gelloz og maka sem má líta á frá báðum hliðum. Nánast allt sem við gerum er makalaust sem mér finnst fínt en þegar eitthvað er gert með mökum þá mæta þeir nú frekar fáir sem sýnir kannski að þeir séu kannski aðeins brenndir greyin. En þeir eru nú oft með í afmælum, brúðkaupum og svona ýmsu. Vinkonu minni utan gelloz finnst þetta bara frábært að við getum verið vinkonuhópur sem er bara vinkonuhópur. Það er rétt. Við erum mjög heppnar.

Vinkona mín hringdi í mig á mánudaginn og færði mér fréttir sem voru þess efnis að ég öskraði úr hlátri. Já sannarlega fyndnar fréttir þar á ferð. Sumt fólk er náttúrulega klárlega ekki með öllum mjalla.
Hrafnhildur og Þórir Freyr gistu hjá mér aðfaranótt þriðjudag og var virkilega gaman að fá þau. Þórir vildi aðeins taka til hjá frænku sinni og þegar svona litlar hendur eru annars vegar þarf maður að vera snar í snúningum í að forða því sem manni er annt um. Það var þó ekki nema eitt glas sem fékk að fjúka og það var nú í góðu lagi. Það var ræs kl 6:30, úffffff maður. Ég fór þó ekki á fætur fyrr en klukkan að verða 9 eftir að Hrabba ætlaði að vekja mig að værum blundi og settist upp í svefnsófan sem fór vel upp á við:0). Við fórum fyrst í Bakaríið við brúna í morgunmat þar sem ég hafði nú orð á því að það yrði seint afsannað að norðlennskir karlmenn hefðu útlitið með sér og hún sagðist einmitt hafa verið að hugsa það saman. Við rúntuðum svo aðeins um á meðan litli gaur lagði sig. Brynjuís var tekin í hádeginu huu hmmm, ég er bara hreinast ekki að fíla Brynju lengur því ver og miður. Svo flugu þau heim og ég fór í skólann.

Ég nýt hverja einustu stund sem blæs úti til að opna gluggana hjá mér upp á gátt til að fá inn ferskarsta loftið og þvottinn minn til að þorna fyrr. Ég læt það lönd og leið hvað það verður viðbjóðslega kalt. Klæði mig þá bara betur og loka inn í svefnherbergi. Auk þess er ég mjög svo að reyna að gera kósí hjá mér á kvöldin sem mér tekst mjög vel. Ég keypt nú 4 kertategundir í RVK og er að reyna að finna the perfect harmony á lyktarbalancinum því ég er ekki alveg sátt með hvernig það er búið að vera. Þannig að ég er búin að vera að skiptast á að vera með peru og blóma í stofunni/eldhúsinu og baðherberginu. Þannig einhverstaðar á leiðinni til fullkomnunar mun mér takast það.
Á meðan þetta gengur yfir þá er ég að keppast við að klára alla óhollustu sem er til á heimilinu sem er blessunarlega ekki mikil. Það eru 4 vikur í N.Y. á mánudaginn og stefni ég á 5 kíló á þessum tíma. Grínlaust!
Mér er búið að leiðast undanfarið, aðalega á þriðjudagskvöldið, þannig að ef svo heppilega vill til að þið eruð stödd á Akureyri og langar í besta félagsskapinn sem völ er á taktu upp síma síma tól og give me a bizzzzz eða staldraðu staldraðu staldraðu við:0).

Ég var búin að ákveða að fara að róa mig í djamminu en þegar slík dýrðardagskrá birtist fyrir komandi helgar veit maður ekki hvort að hægri sé eitthvað betri en sá vinstri. Núna um helgina er nefninlega stjórnardjamm, um næstu helgi er svo Eirardjamm á föstudeginum, svo ætla ég að halda mjög gott matarboð sem ég hlakka mjög svo til að elda fyrir á laugardagskvöldinu og helgina eftir það er ég “kannski” að fá gesti og ég segi “kannsti” mest til að passa það að svekkja ekki sjálfa mig. Þá er nú ekki hægt að sitja auðum höndum. En það verður sko lært inn á milli.

Litli prinsinn minn hefur verið nefndur að sökum þess að önnur guðmóðirinn er stöðugt á ferðalagi og erfitt virðist að ná öllum saman á sama tíma. Þannig að mamma hans gafst upp á að reyna að finna tíma í bráð og nefndi hann. Hann hefur því verið nefndur Kristían Mar Kjaran sem fer honum bara vel. Ég sakna hans og Írisinnar minnar líka. Auðvitað mömmslana sem þeim fylgja líka.

Uppáhaldslögin mín þessar vikurnar (því ég á nú aldrei bara eitt) eru 1973 með James Blunt því það er svo frábært lag, Dear Mr. President með Pink, frábær texti og Bubbly því ég verð alltaf svo hamingjusöm þegar ég heyri það. Svo finnst mér nýjasta lagið með Fregie líka annsi flott, svona nett grúví lag sem hægt er að dilla sér við. En til að koma sér í gírinn eru það að sjálfsögðu Rihanna, Don´t stop the music og Britney, Gimme more.

En þá ætla ég að lesa grein um álit Kóreskra heilbrigðisstarfsmanna á líffæragjöfum áður en ég geng aftur heim á leið til að þrífa og baka eins tvær kökur. Það er stjórnarfundur hjá mér í kvöld eins gott að forstýran standi sig á öllum sviðum.

Smússssss

Eva Ppoppessa

mánudagur, október 22, 2007

Tripple X

Eftir að hafa heimsótt frænku mína í fínu íbúðina hennar í Garðabæ og snætt hádegisverð með þeim hjúum, sótti ég Páls upp í Kópavog, brunaði upp á Akranes til að sækja dótið mitt og við stöllur vorum off til Akureyri. Ferðin var hin stysta í mínum minnum.

þegar við komum heim var ég náttúrulega ekki friðlaus fyrr en allt var komið á sinn stað, nett yfirborðsþrif og henti í eina þvottavél. Við tókum rúnt, fengum okkur að borða, kíktum á Jón Val & Baldvin þar sem stelpan tók aðeins í gítarinn og spilaði þau tvö lög sem hún kann þ.e. fyrstu 3 nóturnar í "Hjá þér" og fyrsta stefið í "Konur ilma" og vildi að allir myndu taka vel undir sem fékk þó ekki góðar undirtektir. Eftir skyndiákvörðun fórum við svo í kaffibolla með Hildi Sólveigu á Amour. Þar vorum við ekki búnar að sitja í nema 10 mínútur þegar einn útlendingur vindur sér upp að okkur og var æstur í að fá okkur yfir á borðið til sín og vina sinna sem við afþökkuðum þó pent. Um kl 01 fórum við svo bara heim og hentum okkur upp í ból.

Við vöknuðum svo fyrir hádegi á laugardaginn, kíktum í búðir, fengum okkur góðan kaffibolla og lágum svo bara í leti heima hjá Hildi Sólveigu. Hún bauð okkur ásamt sænskum fola að nafni Assar í mat, lax og kjúlla. Við Pálína skunduðum svo heim í sturtu og málningu, fórum til Baldvins & Jón Vals í drykkju á meðan Hildur og Assar fóru á tónleika á Græna hattinum sem ég þvertók fyrir að fara á enda ekki tónlist sem hæfir mínum píkupoppssmekk. Ferðinni var fyrst heitið á Amour þar sem voru trúbadorar og við fórum svona meira til að taka púlsinn því ég vildi dansa.... já stelpur dansa. Enda danssjúuuk stelpan og þar kom ekkert annað til greina en kaffi Ak. Við fórum því þangað. Þar inni fékk ég í mig netta þörf til að sturta einhverju í mig og Gunnhildur sagði: "Nú förum við bara á barinn og fáum okkur skot!" En Evan og skot eiga ekki samleið þannig að á meðan hún tók skotið þá teigaði ég nánast í mig einn stóran á ógnarhraða (þið rétt gerið ýmindað ykkur hvað það var hratt). Ég tók annan svipað áður en haldið var á dansgólfið því ég týndi Páls og var sko ekki sátt við stelpuna. Ekki það að það að ég hafi ekki þekkt nóg af fólki til að dansa við. Eins og alltaf skemmti ég mér þrusuvel þrátt fyrir afburðar leiðinlega og lélega tónlist en Britney gat aðeins kikkað þetta upp. Lína helgarinnar er klárlega: "Eva. Þú ert svo dugleg og þú stendur þig svo vel!" með attitudið fremst, stoltið því næst. Brosir mikið og hlærð meira. Þetta sendi hún vinkona mín mér um helgina og mér finnst þetta rosalega vel að orði komist. Til að toppa helgina alveg þá sá ég þrennu, X-a, þ.e. sem ég hef einhverntíman ruglað reitum mínum við hér (mismikið þó og suma nánast ekki neitt) þegar ég var úti að skemmta mér um helgina. Og það var alveg priceless! Það vantaði bara stalkerinn and we got a full house ladies and gentlemen.

Ég vaknaði snemma á sunnudagsmorgunin eða kl 10:00 á slaginu. Horfði á knocked up þangað til Pálína vaknaði. Þá fórum við á Subway og til Jóhannesar og heim aftur þar sem ég gúffaði í mig doritos, sósu og Nóakroppi og skolaði niður með malti og kók til skiptis enda hefur sunnudagur aldrei verið dagur til að taka sé tak. Fórum svo í road trip á Mývatn í rigningunni með Hildi. Elduðum eftir uppskrift danska kúrsins kjúklingabringur með kók/tómatsósu og ég ætlaði að reyna troða í uppskriftina steinselju sem átti að vera engifer hu hmmmm. Svo fórum við í Brynju og tókum okkur disk sem ég rotaðist svo yfir að mig dreymdi alveg helling. Fór því inn í rúm og sagðist aðeins ætla að halla mér. Konunglegur gestgjafi!

Skutlaði Pálinu á flugvöllinn í morgun. Kom heim aftur og henti mér upp í rúm. Hundleiddist en náði að blunda aðeins aftur. Svo fór ég á fætur um hádegi, tók aðeins til og dúllaðist. Fór upp í skóla í bjartsýniskasti að leita að heimildum fyrir næstu ritgerð. En fór þess í stað að lesa vefdagbækur hjá vinkonum mínum á barnalandi sem ég geri aldrei! Lít á símann á 10 mínútna fresti því ég er að bíða eftir að ég fái grænt ljós á að Erla og Brynja séu tilbúnar til að fara með mér í sund, sund já! Mér leiðist í alvörunni það mikið. Hrafnhildur og Þórir Freyr snúður ætla að koma til mín í kvöld og gista hjá mér. Hlakka voðalega til að fá þau. Og elsku Páls, þúsund þakkir þú er best:*.

Hér koma svo nokkrar myndir frá helginni:


Gunnhildur var svaka sæt að koma af árshátíð. Eva að mæta á kaffi Ak svona ágætlega í glasi.

Klárlega mynd kvöldsins. Tekin eftir brjórana tvo. Það skal tekið fram að ég hef aldrei séð þennan mann, aldrei talað við hann og mun sennilega aldrei gera en hann var til í Kodak moment hjá Pálínu ljósmyndara. Svipurinn á stelpunni á hliðna á er líka alveg milljón.

Stutt í lokun og maður orðin annsi veðraður eftir tjúttið. Hárgreiðslan farin og svona:0)
En skólinn byrjar á morgun og nú verða breittir tímar því prinsessan ætlar að taka upp bækur.
Eva Maturens

föstudagur, október 19, 2007

Skítur & Skaganesti

Ég hofti með tilhlökkun inn í ofninn. Ég var búin að leggja á stofuborðið fyrir okkur. Búin að kveikja á kertum inni og lukt sem ég setti út. Það var allt að verða tilbúið. Þegar mamma var að leggja lokahönd á sósuna þá kom það! “Flökurkast” eins og ég kýs að kalla það. Ég fór út á stétt og andaði að mér nokkrum andardráttum, slatta af hreinu lofti. En það virkaði ekki. Ég sat því með matinn á disknum mínum og nánast grét söltum tárum. Maturinn sem ég var búin að hlakka til að borða í mánuð! Eftir að hafa pínt í mig tvo gaffla ákvað ég að standa upp til þess að æla ekki yfir matarborðið, henti mér upp í sófa og greip fyrir andlitið og sagði sjáflri mér að anda bara, þetta liðið hjá (dramantísk, ég er ekki viss!). Ég á þetta því miður til að taka “flökurköst”. Mér verður flökurt frá nokkrum klst upp í viku og svo bara hverfur það. Ég er nýbúin að taka langt slíkt og hélt að þetta væri komið ágætt í bili en nei þegar var verið að gera sósuna helltist þetta yfir mig eins og svart ský.
Þetta gengur þó ekkert á forða minn til mögru áranna. Nei það gengur aldrei á hann. Ég væri vel stödd í Biafra. Þegar ég steig á viktina viku eftir að ég kom suður hafði ég lést um 5 kg, já og án þess að gera akkúrat ekki neitt. En ekki frekar en Adam var ég lengi í paradís og ég held að þau hafi öll skilaða sér og með vöxtum.

Dagar Júlíu eru allir. Blessuð sé minning hennar. Ég ákvað að vera ekki að pína hana lengur þar sem hún hefur verið í dái síðan í apríl. Hún var því tekin úr sambandi. En þar sem eitt líf deyr kviknar á öðru. Ég fjárfesti nefninlega í nýrri elsku sem ég kýs að kalla Xeníu (eins og langamma hér, áttaði mig á þvi að fjölskyldan fær aldrei að skýra eftir henni þannig að mér fannst þetta kjörið). Gerði kostakaup sem voru að sjálfögðu með smá trikki.

Ég er búin að vera mikið á ferðinni síðustu daga. Eins og ég sagði við eina vinkonu mína þegar hún spurði hvar ég væri stödd þá svaraði ég : Akranes í dag, Sandgerði á morgun, Reykjavík á fimmtudag og Akureyri föstudag. Þetta er svona nokkurn vegin vikan. Ég var að læra með Önnu Þóru á mánudag og þriðjudag, fór á rúntinn með Ellu Dóru, fór á rúntinn með Jónu Kolbrúru, kúrði mig og horfði á Grays, Despret og big shots með Hrefnu Rún, rúllaði upp ritgerðinni með glæsibrag svona undir pressu, heimsótti Guðrún Björns í nýju flottu íbúðina hennar, heimsótti ömmu sem var lasarus og færði henni blóm, fór í hádegismat til Mæsu og knúsaði molann litla, guðson minn sem ég sé ekki í 5 vikur núna.

Við pabbi, eða ok pabbi henti vetrar dekkjunum undir bílinn fyrir mig á fimmtudaginn. Ég hafði haft orð á því að mig langaði í ný nagladekk undir bílinn, allavega tvö og hann fór í málið. Svo sé ég að hann er kominn með tvö ný dekk og ég spyr hvað herlegheitin hafi kostað??? 20.000 krónur. Það nánast steinlá yfir mig. 20.000 krónur fyrir tvö dekk og það fylgdu ekki einu sinni nýjar felgur. Mér fannst þetta rosalegt. Ég reyndi að gera eitthvað gagn með því að standa hjá og kjafta við hann og rétta honum dekkin, hann var búin að setja fyrsta dekkið undir þegar ég kom. Svo bað hann mig um að rétta sér næsta sem að ég las vitlaust á og koma með VA vinstri aftan en átti að koma með HA hægri aftan. Hann átti bara ekki orð þannig að það fór þannig að ég rétti honum eitt rétt dekk sem hann segði að hefði verið hið rétta af því það eitt var eftir. Skemmtilegur. Svo fórum við að fylla á olíu, vatnaskassann, stýrisendann og ég vildi líka fylla á rúðupissið. Pabbi sagði að það væri bilað. Ég spurði hann hvort að það vantaði ekki bara vatn á það (vink mín sagði nefninlega einu sinni við kærastann sinn að það væri bilað þegar vantaði vatn á hann (sem hún hafð reyndar sterkan grun um)) en nei sagði karl föður minn. Rúðupissið væri búið að vera bilað í 2 ár! Jæja þá. Ég var sett í það ábirgðarfulla verkefni að lýsa flotta flotta duracell ljósinu og gerði það með glæsibrag að ég hélt. Svo kom félagi hans pabba og þeir möluðu svolítið saman. Endaði með því að ég kalla til hans með ljóskastarnum: “Á ég ekki bara að setja á þessa stýrisendaolíu?” en nei ég mátti bíða aðeins lengur eftir the autotransmitten fuil eða hvað sem þetta hét nú. Pabbi sagði mér svo að ég þyrfti ekki alltaf að vera með kveik á vasaljósinu sem var eina hlutverk mitt! Bara skammir í hattinn stelpurófan. Hann leysti mig svo út með þremur ísvara brúsum og ÓB lykli til að taka bensín á Akureyri. Svo segir hann mér að fara inn að klára ritgerðina en ég stóðu úti sem fastast því að ég vildi hjálpa honum að setja dekkinn upp í skáp. Svo ég stóð með frostpinnatær og fingur þar til allt var komið. Svo rétti ég pabba dekkinn en þar sem ég er óttarlegur aumingi þegar kemur af einhverju sem þarfnast líkamlegra krafta þá henti ég nánst upp til hans dekkjunum. Hann sagði að það væri einfaldlega betra að hann kæmi niður úr tröppunni til að sækja þetta sjálfur því það væri erfiðast að grípa dekkinn svona á ferðinni!

Brunaði svo í Sandgerði á miðvikudaginn eftir að vera búin að fjárfesta í nýju eigninni. Ég ákvað að gleðja Gústav mág minn með tölvunni og hann nánast grét af gleði þegar hann leit inn í stofu:). Hann var að sansa hana fyrir mig allt kvöldið og hluta af morgninum líka. Þar sem að hann sat sveittur við tölvuna var ég að reyna að koma með gáfuleg komment inn á milli en honum fannst ég bara vera að skamma hann sem var ekki ætlun mín. Talað er um að nokkur hluti íslenskra og erlendra barna séu rangfeðruð en eru einhver börn sem eru vitlaust nefnd. Ég spyr hann hvort að hann þrufi ekki að setja inn nafnið á henni inn. Hann horfir á mig til baka og segir: “Hún heitir bara Eva”. “Nei” sagði ég: ”Hún heitir Xenía”. Hann bara: ”Nei það er ekkert hægt að breyta því núna”. Þannig að í móðurborðinu heitir hún Eva en fyrir mér er hún Xenía og verður alltaf. Hann sagði mér einnig að það þyrfti nýja vírusvörn og office pakka þar sem það sem var í henni væru bara prufur. Og að sjáflsögðu spurði öreigin hvað það kostaði. Vírusvörnin 5000 –7000 kr og office pakkainn fyrir námstmenn væri á 18.000 en hann væri með einn sem kostaði vanalega 35.000. Átti ég að grenja núna eða! Ég sá fyrir mér að ég yrði að selja utanlandsferðirnar mínar á E-bay (eins gott að Madonna var einu sinni á hótelinu sem ég er að fara að gista á í New York þannig að ég fái eitthvað fyrir það). Það er eins gott að flökurkastið komu nú einu sinni á réttum tíma og það er fram að mánaðarmótum. Ætli ég drekki ekki bara landa um helgina;). En þetta fór svo vel að ég þurfti ekki að borga krónu og sagði mági mínum að þessi vinna væri borgun á móti barnapössun sem að færu dvínandi líkur á að hann þyrfti að launa mér til baka með hverju árinu sem líður. Takk takk tusund takk Gustavo.
Ég svaraði tveimur könnunum um kvöldið, frá nemum í HR og svo frá Gallup. Svo byrjaði ég morgunin á því að horfa tvisvar sinnum á The Secret svona til að hafa sprekina á hreinu og síðasta verk mitt í Keflavík var að fara með þunga ruslapokann í Rauða krossinn. How good am I? Ég trúi enn á Charma. Ég trúi líka að með því að vera jákvæð þá getir ég dregið að mér allskonar hluti sem ég vill fá í lífinu. Er Wentwoth ekki væntanlegur til landsins???;)

Ég kom til Rvk í gær, fór á lokaverkefnisfund, kíkti svo í Íkea með Soffíu, fór í plokkun og vax til Kötlu Björk, kíkti í kaffi til Önnu Huld, fór að boða með Eddu Birnu á Vegamót sem var geggjað kósí. Henti mér svo upp í holu til Báru minnar og gisti hjá henni í nótt.

Ég er svo að fara í hádegismat til Gunnar frænku upp í Garðabæ núna á eftir að sjá loksins hvernig hún býr;). Við Páls brunum svo út úr höfuðborginni á slaginu kl 1300. Ferðinni er heitið norður yfir heiðar á vit ævintýra helgarinnar;). Rólegheit í kvöld en partý & djamm á morgun. Úff ég þarf samt að byrja á því þegar ég kem heim að skipta um á rúminu mínu, rykmoppa og taka af troðfullum snúrum sem hanga á margar marga buxur!

Svona í blá restina þá dreymdi mig mjög mikið skít og Skaganesti í vikunni þannig ég fór og keypti mér lottó og víkingalottó með Jóker og vona að heppnin sé með mér enda ekki vanþörf á eftir blóðmjólkandi penninga eyðslu í vikunni. Ég er jákvæð og trúi því að ég vinni.

Nú er það bara bremsan og Jóhannes það sem eftir er mánaðar.

Eva Sparigrís

sunnudagur, október 14, 2007

Bónusnótt

Svo ég haldi nú áfram að segja frá heimsókninni minni til hennar ömmu minnar þar sem ég talaði um karlmannsuppgjöf mína. Þá spyr hún mig hvort ég ætli ekki ennþá að ná mér í lækni. „Jú jú“ sagði ég það er ennþá á stefnuskránni. „Já, þú nærð þér bara í einhvern eldri mann“ segir sú gamla þá. Eldri mann! hugsaði ég með mér og sá fyrir mér einhvern merkikertis sérfræðing sem heldur að hann sé svo merkilegur og mikilvægur að hann heldur að hann einn sé guð. Nei þetta er kannski extreme dæmi. Nei ég er kannski að fara að klifra upp í deildarlæknana.
Þannig að ég vaknaði eldsnemma á miðvikudagsmorguninn, fór í sturtu og gerði mig sæta og fína. Hrefna sagði líka við mig þegar ég kom inn í bílinn; „Hvað, voðalega ertu fersk?“ „Já. Maður fer ekki í læknagarð á hverjum degi“;). Það er greinilega ekki sama hver er og félagsfræðinemar eru látnir dúsa í kjallaranum. Ég sá að allt erfiðið fara fyrir bí. En en en ekki var öll von úti. Ég sat á kaffistofunni og hálf dottaði yfir „Sucessful ways to nipple feed a premature infant“. En ég vaknaði öll þegar ég heyrði óminn af karlmannsröddum. Það voru nefnilega komnar frímínútur. Ég sá 6 pack koma niður með fyrstu lyftunni. Mér fannst þeir allir sætir þó að enginn hafi verið mín týpa, sennilega allir harðtrúlofaðir nema þessir tveir sem voru að útskrifast á 3 árum úr MR sem gerir þá 19 ára gamla! En svo kom fullt af sætum strákum, alvörunni sætum. Ég fór svo lukkuleg í hádegismat til Önnu Huldar, brunaði síðan heim með Hrefnu og kíktum á nýja húsið hjá Gilla og Eygló. Ég var að fara að byrja á ritgerðinni minni í barnahjúkrun alla vikuna en þar sem ég áttaði mig á því að ég á ekki að skila henni fyrr en núna í komandi viku þá fékk ég í raun margar bónusnætur og er ennþá ekki byrjuð á henni. Það er því orðið þannig að ég verð að gera hana á morgun. Loksins komin pressa á mig.

Á fimmtudaginn fór ég að „læra“ með Hrefnu og var hjá henni allan daginn. Ég eyddu kvöldinu með Ellu Dóru minni. Loksins að við gátum átt sameiginlegan frítíma eftir 3 vikna dvöl fyrir sunnan. Eldaði handa okkur Fajitas og við leigðum okkur spólu. Hún sýndi mér líka íbúðina sína og ég nánast slefaði af öfund. Þegar ég skaust svo inn heima spurði pabbi mig hvort að ég ætlaði aldrei að vera heima hjá mér. Hann náði mér nú svolítið upp með þessum ummælum enda hefur hann sérstakt lag á því. Greinilega fljótur að gleyma karlinn. Ég sagði honum að ég væri búin að vera svo mikið heima í þetta skipti að það væru nánast farnar að gróa rætur. Minnti hann á helgina sem ég gerði EKKERT á fyrir 3 vikum síðan nema vera heima. Hann sagði að ég hefði verið veik en það er pura vitleysa. Þannig að ég eyddi föstudeginum heima eftir að hafa borðað hádegismat með mínum elskulega bróðir og mágkonu. Mér finnst bróðir minn hafa verið of þögull undanfarið þó að ég gæti talað fyrir okkur bæði en hann svaraði að ég talaði svo mikið um sjálfan mig og um eitthvað sem hann hefði ekki áhuga á (við Rannsý höfum átt mikið um að tala). Þannig að ég ákvað að vera besta systir í heiminum og keypti handa Nonna mínum jólaköku sem ég vissi að myndi hitta í mark enda kyssti hann mig nánast fyrir. Ég hringdi líka í systur mína í vikunni án erindis sem ég er nota bene að fara að heimsækja í vikunni. Þannig að ég er svoleiðis að rækta fjölskylduböndin í bak og fyrir þessa dagana. Ég hamraði á því á föstudagskvöldið (sem ég eyddi í faðmi foreldra minna) að ég væri heima og búin að vera allan daginn, allavega þrisvar svo pabbi muni ekki gleyma því.

Við mamma skelltum okkur svo til Reykjavíkur í gærmorgun. Eftir að ég tók þá ákvörðun að byrja ekki á ritgerðinni. Ég ákvað að vera sómasamleg í þetta skiptið þrátt fyrir að vera allt annað en ánægð með andlitið þessa dagana. Við vorum lengst af í Smáralindinni. Ég gat loksins keypt mér stór sprittkerti þannig að ég get farið að nota Broste stjakana. Svo keypti ég mér rosalega fallegar öskjur sem ég féll gjörsamlega fyrir og bjóða upp á marga möguleika. Ég veit ekki alveg hvað ég er að spá í að taka með mér kortaveskið í búðir. Ég keypti mér nefnilega þennan gullfallega svarta elegant kjól þannig að kjólatollurinn fyrir The Americas Bar mitsvah er kominn! Frækna mín spurði mig hvort að ég ætti skó við alla þessa kjóla og ég taldi nokkra svarta támjóa svona in the top of my head. Svo sagði ég reyndar við hana að ég hefði þá speki; Taka minna, kaupa meira þegar ég færi til útlanda og hún brosti bara til mín enda skyld mér. Ég keypti mér líka Markarbol fyrir kvöldið og eyrnalokka sem ég hef verið að leita af í hálft ár og fann þannig að það er löglega afsakað. Halelúja að ég hafði mig svona ágætlega til því að þetta var árangurinn að Smáralindarferðinni. Við stöllurnar kíktum nefnilega inn í Debenhams þar sem MAC dagur og Ellý Ármanns kom og vildi fá að taka mynd af okkur fyrir mbl. Ég var ekki í myndastuði sem gerist mjög sjaldan en maður lætur ekki hana Ellý kelluna suða þannig að ég lét mig hafa það.

Ég fór svo með Helenu, Elísabet, Ásu Þóru og Ellu Dóru á Mörkina í gær sem er eins og ég hef sagt áður ágæt í hófi (þ.e. 1 – 2 á ári) og hef ég hér með ekki löngun í að fara þarna aftur fyrr en á næsta ári. Ég skemmti mér ágætlega. Fór í eftirpartý og kom heim kl 06:30 held þetta sé minn tími bara þessa dagana. Mætti pabba heima þar sem að hann ætlaði að skreppa aðeins í vinnuna. Fékk mér smámál og pik nik in bed og svaf svo eins og lamb. Í dag hef ég svo bara tekið því rólega og hugsað um að fara að byrja á ritgerðinni. Það er lambalæri í matinn í kvöld sem ég er búin að bíða eftir síðan ég kom suður og hlakka óendanlega til að borða. Allt tilheyrandi með brúnuðum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli, súrum gúrkum, hrásalati og sósu úr soðinu allt eins og ég vill hafa það. Annars er ég búin að vilja hafa endalausan fisk í matinn undanfarið. Fiskisjúúúúk stelpan. Ég er komin með nægan lager af kjúklingabringum og hakki fyrir veturinn og eina sem mig vantar í grunnin er fiskur þannig að ég er bara að taka út fiskiskammtana núna.

Dóttirin sem borgar aldrei neitt lagði inn á föður sinn 41.000 krónur í vikunni. Ég spurði mömmu svo hvort að pabbi væri búin að segja henni að ég hefði verið að borga honum. Og hún svaraði: „Já, en hann sagði reyndar að hann hefði verið að vinna í happadrætti“. Þannig að þegar við feðginin héldum í bónusleiðangur fyrir helgina þá spurði ég hann hvort ég þyrfti nokkuð að vera að taka með mér veskið víst hann hefði verið að vinna í happadrætti. Hann hélt nú ekki.

Bróðir minn og mágkona voru eitthvað að reyna að stappa í mig stálinu og voru að segja mér að örvænta ekki. Rannsý ætti vinkonu sem væri 42 ára og væri ennþá einhleyp þannig að ég hefði nægan tíma. Jón bróðir minn bætti um betur og minnti mig á að við hefðum nú átt frænku sem var 96 ára og ennþá einhleyp. Þetta átti í alvörunni að láta mér líða betur.

Bara 5 dagar í að ég verði komin aftur norður í litla kotið mitt. Það er komin smá tilhlökkun að komast aftur „heim“.

Eva félagi félagi

Ps. Sunnudagsspekin að þessu sinni kom frá einni í gær rétt eftir miðnætti.“ The best way to get over somebody is to get under somebody else“. Ég emjaði úr hlátri. Hún bara: „Hvað, þetta er satt“. Held að það sé mikið til í þessari speki þó ég ætli ekki að hallast að henni. Nei, 346 dagar og tel.

fimmtudagur, október 11, 2007

Formleg dama

Ég fór að ræða áhyggjur mínar af óhóflega miklu djammi mínu við vinkonu mína um daginn. Við skulum samt ekki gleyma því að ég byrjaði bara aftur að drekka í janúar eftir 9 mánaða pásu og djammaði ekki nema 2 sinnum í sumar! Spurði hana hvort að henni fyndist þetta ekki komið gott en reyndi auk þess að draga úr því að þetta væri svo hræðilegt. Hún svaraði bara til baka: “Ég meina hvað áttu annað að gera?” Ég horfði á hana & sagði að ég gæti svo sem gert margt annað en að skemmta mér. Aftur á móti hefði ég engum skyldum að gegna í mínu einkalífi & á meðan þannig er þá gæti ég án samviskubits djammað af mér rassgatið án þess að neinn væri að skipta sér af. Þá verð ég þegar þar að kemur svo meira en tilbúin til að setjast að með manni mínum & tilvonandi börnum, á fallega heimilinu okkar með svarta Volvo jeppann í innkeyrslunni og Toyotu station, takandi á móti tengdó með svuntu sem merkt er “ég elska húsverk”, búin að hræra í eina hnallþóru, áskrifandi af Gestgjafanum & Hús og hýbýli, farandi í verslunarferð til Edenborgar að versla á börnin, alsæl með að vakna eldsnemma um helgar & fara með fjölskylduna í sund, versla inn þegar karlinn horfir á enska boltann með félögunum, reyna að eiga eitt rómantískt kvöld í viku með manninum mínum & sofa hjá honum sirka 2 sinnum he he he :0).. . . . . . Uss þetta er orðið gott. Nei í alvöru talað þegar að því kemur verð ég sko tilbúin, meira en tilbúin í að gefa upp djammið. Það vill svo skemmtilega til að ég get þá hugsað aftur í tímann & hugsað hvað var í alvörunni gaman að vera ein allan þennan tíma, hvað ég gerði margt sem ég hefði annars ekki getað gert & sjá ekki eftir neinu.
Svona til að sannfæra sjálfan mig um það hvað það getur stundum verið gott að vera á lausu fór ég í Smáralindina ekki alls fyrir löngu & missti mig aðeins í verslunarkaupum. Þá hugsaði ég með mér “Guð hvað það er nú gott að þurfa ekki að hringja í einhvern og sannfæra hann eitthvað á þessa leið: “Heyrðu elskan, ég sá svo flotta kápu sem mig langar svo til að kaupa. Má ég fá hana í afmælisgjöf?” (þrátt fyrir að vera búin að suða um að fá hálsmenið í Leonard síðan í maí). Þá heyrist á hinni línunni: “En erum við ekki að fara að kaupa okkur borðstofusett í EkorDekur?“. Ég þurfti aftur á móti ekki að eiga þessa umræðu þar sem ég á engan mann og ekkert borðstofusett á leiðinni til mín úr EkorDekur (sem er náttúrulega hreinasta synd).
Ég fór í heimsókn til ömmu minnar í fyrradag. Þar sagði ég henni að nú væri ég hætt. Hún horfði á mig og sagði: “Já, ég veit að þú ert löngu hætt að hitta strákinn sem þú varst að hitta í vor?” Og ég svaraði: “Já já. Ó já. Ég er samt ekki að meina það. Ég er bara hætt yfir höfuð.” Eftir smá stund lítur hún þá á mig: “Ertu þá ekki bara . . . . lesbía?” Ég sprakk gjörsamlega úr hlátri “Nei amma, ég er ekki lesbía” Amma: “Jú þú hlýtur þá bara að vera lesbía?” Ég: “Amma mín sumt fólk kýs það bara að vera eitt”. Nei sú gamla hélt nú ekki! En svona víst ég er í þessu umræðuefni þá stakk ég einu sinni upp á því við vinkonu mína hvort að ég ætti ekki bara að skipta yfir í stelpur (án nokkurs áhuga) bara af því að ég skildi þær svo vel, svona einhvern tíman þegar ég var komin með pínu nóg. Hún svaraði því hvort að ég héldi í alvörunni að það væri eitthvað einfaldara. Nei sennilega ekki, flóknara jafnvel ef eitthvað er!

Ég er farin að hlakka mjög mikið til að versla mér föt. Ný föt. Ekki föt sem ég er búin að horfa of mikið á. Átti umræðu við karl föður minn um daginn að núna þegar ég færi erlendis þá ætlaði ég að hugsa mig tvisvar sinnum um áður en ég keypti mér hverja einustu flík. Honum fannst það nú fáránlegt og sagði að það væri ekkert leiðinlegra en spá of mikið í því sem maður kaupir. Hann stakk upp á því að ég myndi bara velja eina af þessum þrem utanlandsferðum í að versla og það ætti að vera New York. Já allt í lagi. Ég verð þá bara pokadýr í Manchester. Einmitt! Nei ég hef ákveðið að gera nokkurskonar samning við sjálfa mig. Ég má versla allt sem ég vil í New York en svo verð ég að fara að stíga á bremsuna og það sem ég má versla í Manchester verður bara meira svona formlegur klæðnaður því að ég er alltaf að hugsa um að fara að breyta um stíl. Sumir segja þetta merki um að ég sé að verða kona (eldri). Í Danmörku má ég svo bara versla í H&M, Bilku og fleiri billegum búðum. Ég sættist á þetta. Er búin að ákveða takmörkin í hverri flík fyrir sig. Það verða allavega nýir scrubs. Sumir kaupa sér hlut í hverri heimsálfu en ég er ekki orðin alveg svo veraldarvön. En ég, ég ætla að kaupa mér kápu í hverju landi:).
Ég hlakka líka óendanlega mikið til að endurraða í snyrtidóta-hilluna mína. Það á sko að skipta um stíl. Ætla að kaupa mér Lancome hreinsilínuna og veita MAC tryggð mína á förðunarvörum. Eitthvað af Garden collection, So sexy og Beauty rush munu líka eignast nýtt og gott heimili hjá mér. Ég er náttúrulega bara ilmvatnsfíkill. Það er eitthvað að tæmast í þeim glösum eða flöskum. Þegar Hrafnhildur & Kristján voru að koma til mín í mat í sumar. Mundu ekki nákvæmlega í hvaða íbúð ég bjó en gengu á lyktina. Þetta var svo mikil Evu lykt sagði Hrafnhildur. Ég tók þessu sem hrósi allavega. Ef það fer nú að verða einskonar kennimerki þá ætti maður að vera á grænni grein.

Ég fékk símhringingu kl 09:20 í gærmorgun. Anna Þóra að spyrja hvort að ég vildi ekki fá tvo gesti í morgunmat og að sjálfsögðu neitaði ég því ekki.
Ég fór loksins og lét verða að því að heimsækja Ólöf Lilju eftir að vera búin að vera á leiðinni í hálft ár eða svo. Rakel Sif vaknaði svo þegar ég var búin að sitja í 3 tíma yfir góðum kaffibolla. Þetta er sko flottasta 1 og ½ árs skotta sem ég hef séð. Hún er svo dugleg og klár að ég er bara ennþá að ná mér;).
Ég fór svo að skipuleggja skruddurnar mínar seinnipartinn og byrjaði eitthvað að pirrast. Þegar maður er byrjaður að pirrast þarf ekkert til að bæta gráu ofan á svart og allt í einu var ég farin að pirrast yfir 5 hlutum ef ekki 6. Símtólið tók, talaði í það og ekki leið að löngu þar til spennan hafði minnkað þó nokkuð. Ákvað svo að fara í smá göngutúr til að hreinsa hugann. Sagði pabba að ég yrði í hálftíma, en skeikaði um rúmlega klukkutíma eða svo. Lagðist svo bara snemma í rúmið mitt og horfði á nýjustu Despret houswifes og reyndi við Gray´s.
Eitthvað var stelpan samt sybbin (tekur á að vera pirrí pú) og sofnaði áður en ég náði á Gray´s og dreymdi rosalega illa en það er til Guð og . . . . ég vaknaði sjálf kl rúmlega 6 og horfði á 2. þáttinn af Gray´s. Ekki slæm byrjun á degi þar. Ekki halda samt að ég sé svo klikkuð að ég hafi horft bara til að horfa. Nei ég var hvort eða er að vakna kl 07 þannig að það tók því ekki að fara aftur að sofa. Svo var þetta láns tölva þannig að þetta var allt innan skynsamlegra marka. Og . . . . stelpan lærði aðeins í dag. Já ekki hoppa af gleði því ég ætla líka að læra á morgun og hinn! ! !

En ástæðan fyrir því að pirringurinn fór var þegar búið var að snúa dæminu örlítið við fyrir mig. Það er svo gott að eiga einhvern sem er ekki sama og reynir allavega. Sem klappar manni á bakið og segir að þetta verði allt í lagi. Þó hann sé bara að segja það.

Mér fannst athöfnin með friðarsúlunni í gær mjög hjartnæm og allt það en hverjir fengu kjánahroll þegar Joko Uno (viljandi skrifað) var að lýsa vasaljósinu eins og 5 ára og segjandi: I love you??? Allavega ég!

Eva Ekurdekur

mánudagur, október 08, 2007

Límd aftur saman

Jóka kom heim frá Englandi. Sjálfsmyndirnar rokkar hreinlega.


Vinátta sem varað hefur í 25 ár. Mússí mú Hjálmur Dór minn.

Mættar voru 10 úr El Gelloz

Alltaf í stíl & & & einnig very bandy;)

Svona var svo stemmningin á ballinu

Það var ljúft að fara í kökuklúbbinn til Ellu Dóru minnar. Þegar stelpurnar spurðu mig hvort ég ætlaði ekki að fá mér í glas um helgina og ég neitaði voru þær ekki sáttar en sáu sér fært að aðlagast hugsuninni. En þegar þær heyrðu að ég ætlaði kannski ekki á ballið fékk ég heldur betur að heyra það. Ég gæti djammað og djammað á Akureyri, helgi eftir helgi, stundum tvö kvöld í röð. Ég gæti borgað mörg þúsund krónur til að fara þangað á djammið. Ekkert talað um nema Páls og Sons og svo framvegis. Ég gæti sko alveg komið með þeim. Ég vildi aldrei djamma þegar ég kæmi suður. Ég hefði enga afsökun og ég kæmi bara með þeim og hefði gott af því. Ég reyndi eitthvað að spyrna í bakkann og segja að ég væri nýbúin að vera á fljótandi. En það var hart skotið til baka. “Áfengi er fljótandi!” og þar með hafði ég það.

Ég sveik bróður minn og mágkonu um kósí kvöld á föstudagskvöldið. Tók auka næturvakt á sængurkvennagangi með Halldóru Kristínu, sem var yndislegt. Aðeins að vera í kringum krílin. Ég gisti svo í bænum eftir vaktina. Á laugardeginum ákvað ég svo að taka mig saman í andlitinu. Ég náði ekki að sofna fyrr en kl 11 og vaknaði kl 14 til að fara í Kringluna því ég VARÐ að KAUPA mér buxur (er með tvennar hér) og þurfti ekki eina einustu afsökun því það eitt var staðreynd málsins (reyndar bara af því að hinar eru á Akureyri, inn í skáp eða á snúrunni). Anna Huld mín vildi ólm koma með mér en bara til að fara með mér;). Ég ákvað að vera ekkert að hafa fyrir því að fara í sturtu fyrr en ég kæmi heim þar sem ég ætlaði að blása á mér hárið og vera svolítið sæt. Ég ætlaði nú líka bara að skjótast í Kringluna og ekki að stoppa nema kannski í klst. Þá var nú púður og maskari ekki á dagskránni heldur og ég sagði við Önnu Huld að ég kæmi að sækja hana eftir 10 – 15 mínútur. Ég hoppaði í fötin og henti í tagl. Þakka fyrir að ég nennti að bera á mig smá brúnkukrem áður en ég lagði mig. Ég endaði í Kringlunni í 3 klst sem ég hefði alveg getað sagt mér sjálf. Ég keypti mér buxur og skó en Anna Huld, tja hún verslaði meira en ég. Held að ég hafi bara þessi áhrif. Ég brunaði svo upp á Skaga kl 17:30 og átti að mæta til Aldísar kl 18 að undirbúa herlegheitin. Þannig að ég kippti Hrefnu með og fór beint þangað og var til 19:30. Ákvað að fíflast aðeins í Dísu og spurði hana hvort að henni finndist að ég ætti að fara í svörtum hælum eða nýju skónum við fötin sem ég var í (svona af því að Hrefna var spink & spam & totally ready;) Hún horfði á mig svolítið skrýtin og sagði “Við þessi fót?” Ég bara “Já, umm hmmm” en gat bara ekki meira og sprakk úr hlátri. Eftir að allt var klappað og klárt skaust ég gjörsamlega heim í sturtu, blés og lét greiða mér og mála á 1 klst og korteri takk fyrir takk. Ég mætti því ekki nema 45 mínútum of seint í matinn en það var allt í lagi. Það var rosalega gaman hjá okkur. 1/3 af Gelloz voru mættar. Við átum, spiluðum, mynduðum, hlógum og drukkum. Við fórum svo á ballið um kl 01 og áttum þar ferð niður eftir sem gleymist seint. Ég hitti fullt af fólki á ballinu sem er rjóminn af því að böll eru haldin svona sjaldan. Það fara bara allir! Ég dansaði svo mikið að ég er með harðsperrur í höndunum. Eftir ballið átti ég svo mjög gott samtal sem opnaði hjarta mitt fyrir því að kannski var allt gott við kafla sem gerðist fyrir nokkrum árum og gerði mig sjóaðri í bók lífsins. Ég kom svo heim kl 06:30, gerði dauðaleit af snakki sem ég fann ekki þannig að ég fékk mér bara lucky charms með mjólk svona fyrir háttinn.

Eftir á hefði ég sko alls ekki viljað sleppa neinu af þessu. Það var frábært að fara út með stelpunum, allt heppnaðist svo vel og var einmitt eitthvað sem ég þurfti á að halda. Eins og ég sagði með kaldhæðni. Ef “fait kicks in” þá var það þarna, þeim í hag. Kannski mér pínu líka. Það er alltaf gott að fá þétt knús á kantinn einmitt eins og ég vil hafa það.
Þegar ég fór til miðilsins fyrir mánuði síðan sagði hún að það fylgdi mér mikið af fólki sem væri mjög sérstakt því ég væri svo ung. Ég er svo heppin að eiga mikið af fólki lífs og liðið sem er tilbúið að hafa arma sína opna þegar á þarf að halda. Þeir liðnu gera það nú samt ekki í þeirri bókstaflegu meiningu en þeir senda mér styrk þegar á þarf að halda. Á móti hverjum mínus á ég tíu í plús og það er eitthvað sem ég kalla góða tölfræði. Takk elskurnar;*.

Knúsaði Írisi aðeins á kaffihúsinu í gær

. . . . . svona er alltaf gaman að vera hjá mér og alveg sama þó þynnkan sé til staðar:)

Við stelpurnar hittumst svo í gær á kaffihúsinu og bókuðum ferðina til Englands því það gekk engan veginn upp í kökuklúbbnum. Við erum að fara alls 17 saman sem er bara ávísun á eitthvað skemmtilegt ævintýri. Það mátti mæta þunnur í gær og í íþróttagalla, hress eða óhress eftir aðstæðum. Ég tók það að sjálfsögðu allt til mín. Hress, þunn og í íþróttapeysu. Núna á ég s.s. tvo farseðla til tveggja landa bráðum þriggja. Ferðir sem innihalda tilvonandi góða tíma með tveimur frábærum vinkonuhópum mínum. Núna í dag eru aðeins 6 vikur í New York. Ta ta tamm. Ég komin með 4 kjóla af 5 fyrir þau “event” sem tengjast Bar mitzvainu hennar Önnu. Þeir eru reyndar allir svartir en elegant og flottir. Þeir eru ekkert úr Bloomingdales eða Nordstrom. En einn er sérsniðinn á mig, annar smellpassar, tveir hafa aldrei verið notaðir. Ég ætla að geyma að kaupa mér þann síðasta þangað til að ég kem út. Þá hef ég enn eitt til að hlakka til. Er búin að vera mikið inn á Victoria's secret því þarf ég ekki að kaupa mér nóg af undirfötum sem eru nota bene bara fyrir sjálfan mig. Ég skal lofa því að kortið mun ekki einu sinni kólna á næturnar.

Frænka mín kom í heimsókn í gær. Hún spurði mig hvort að það væru ekki til einhverjir strákar fyrir mig. “Nei, þeir eru það ekki!” svaraði ég til baka en bætti svo við að ég væri mikið að spá í því að ná mér bara í einn aumingja. Ég gæti þá haft það sem verkefni að gera hann að manni. Þá vissi ég nákvæmlega að hverju ég væri að ganga og þá væri ekki hægt að koma aftan að manni. Henni þótti þetta samt ekki góð hugmynd hjá mér. Nei, kannski ekki.
Ég er bara komin með nóg af því að karlmönnum sem villist alltaf á tröppurnar hjá mér. Næst þegar einhver ber að dyrum mun ég einfaldlega ekki svara. Svona miðað við allt þá ætti tilvonandi maðurinn minn muni vera húðaður skýra gulli, með demanta sem augu og eiga snekkju sem hann skírir eftir mér.

Ég efndi loforð mitt í gær um kósý kvöld með J & R. Slökkti á símanum mínum kl 20 og sýndi þeim það til staðfestingar. Það var svo sem ágætt því ég er búin að tala svo mikið í símann s.l. 3 sólarhringa að ég hef þurft að setja hann í hleðslu daglega. Við sukkuðum aðeins í kaloríum og horfðum saman á ágætis dvd mynd sem munaði litlu að ég sofnaði yfir einu sinni eða tvisvar en ég hélt út þessa tveggja klst mynd.

Núna verð ég bara í rólegheitunum hérna upp á skaga næstu 10 daga eða svo. Það eru allir að segja mér að ég verði að slaka aðeins á núna sem ég ætla að reyna mitt besta til að gera. Ég hef ákveðið að setja ekkert fast plan út. Þó þarf ég að kíkja á ömmu, kíkja aftur til Rvk og helst fara í tvær heimsóknir þar, gera tvær ritgerðir, þvo bílinn almennilega, reyna að eyða tíma með vinum sem ég sé eiginlega aldrei, vinna í Eirar málum, senda nokkra langa tölvupósta og svona eitthvað dúllerí. Áður en ég veit af verð ég á leiðinni norður aftur en Bára mín og Páls verða með í för og ætla að eyða með mér helginni þannig að það verður fínt.

Fór í smá mömmó með Rakel Sif hennar Ólöf Lilju í dag. Við fórum í smá göngutúr saman því að við sjáumst orðið svo sjaldan. Fínt að eiga vinkonur með börn og geta fengið að passa til að vera með barnavagn í stíl við hinar;) Kannski fær Ólöf að vera með okkur á morgun:).

Eva backinbis

Ps. Anna Huld mín. Víst að ég er að fara 3 umferð af Gray´s þá vildi ég bara minna þig á það að Meredith wasn´t a fling, Derrick was in love with her. Það var bara staðreynd málsins.

laugardagur, október 06, 2007

Skýjastrókur

Ég horfði framan í hana og hristi hausinn. "Nei" var það eina sem ég sagt. "Ha? Hvað meinarðu?" Ég bara hristi hausinn aftur og sagði: "Nei, nei". Hún lítur á mig og segir: "Er þetta ekki komið gott!!! Og hvað gott á eiginglega eftir að koma út úr þessu? Að hvaða borði er verið að ganga?" og áfram lét hún dæluna ganga.
Eftir að hafa átt dýrðlegan morgun og hafa haft það svo gott að hafa nákvæmlega hugsað, ég myndi hvergi annar staðar í heiminum vilja vera núna en akkúrat hérna. Með lítið kríli í fanginu sem líður svo vel og gerir einhvern vegin allt svo friðsælt. Svona eitt af þessum lykilmomentum sem maður mun um alla tíð eiga.
...."Nei, það var eitt í gær og svo er það annað í dag. Ég get bara ekki beðið eftir því hvað morgundagurinn mun bera í skauti sér!" og þetta var sagt í kaldhæðnistlegustu einlægni sem ég veit. Með grafalvarlegustu rödd og sannfærandi málrómi sagði hún: "Ég! Er meira að segja komin með nóg! Hvað er hægt að leggja á einhvern endalaust? Ég bara næ þessu engan veginn. Ég er alltaf að bíða eftir að þú segir að þú sért að grínast".
Eftir að hafa borðað hádegismatinn, rosa góða rjómalagaða sveppasúpu og nýbakað brauð fannst mér komin tími til að gera eitthvað að viti. Skrapp heim til að lappa upp á klæðnað, andlit og hár.
"Ég trúi þér ekki!" svaraði hún. "Ertu ekki að grínast? Og hvað?Oooooohhhh djöfullinn, ohhhhh ég trúi þessu ekki" og þetta ohhhh hljómaði eins og 6 sinnum í þessu 20 mínútna samtali.
"Veistu ég er hérna í . . . . . og ég er næstum farin að gráta! Mér finnst þetta bara svo hræðinlega leiðinlegt og ömurlegt. Var ekki hægt að láta þetta bíða aðeins? Ég bara veit ekki hvað ég á að segja".
Eftir að hafa haft fataskipti, púðrað á mér nefið og sett í eins og eitt hátt stert þá hélt ég út í rigningunna með henni á blankskóm.
"Og var gefin einhver ástæða? Og hver er hún eiginlega??? Og af hverju?" eins og aðeins heimsins höf gætu gefið ástæðuna.
Eftir að hafa labbað með henni skverinn og tekið með instant í Te & Kaffi héldum við heim á leið. Ég keypti mér kjól, svartan, mjög elegant og flottann. Það tuðaði enginn í mér þar sem ég hafði allar góðar ástæður.
"Þú hefur fulla ástæðu til að vera öskureið. Eftir allt sem á undan hefur gengið. Þú átt allann rétt óháð öllu öðru". sagði hún og blikknaði ekki.
Ég henti mér á netið, millifærði og stökk svo inn í næsta bíl eftir að hafa horft á hana skera grænmeti sem undirstöðu að máltíð kvöldsins. "Já og svona by the way þá er ég að fara á næturvakt í kvöld" bætti ég við og vonaði að þessi setning myndi fall inn í allar hinar.
"Æ æ æ æ æ æ, elskan mín" umlaði hún út úr sér eftir að hafa andvarpað 5 sinnum. "Ég gefst upp!" Hún bætti við: "Og hvað heldur það að gerist?" sagði hún og hækkaði róminn um nokkra tóna. Að síðustu heyrði ég bara: "Nei nei nei nei nei nei nei nei nei! Það átti aldrei að trúa þessu. Og þá var það allt komið.

Það byrjaði sem eitt marið hjarta en endaði sem allavega 9!

Þrátt fyrir að útlitið sé eins skýrt og svart og hvítt eru allir heimsins litir þar á milli. Ekkert er eins einfalt og segja já eða nei án þess að bæði eitthvað gott og illt búi þar á milli. Þú getur aldrei sagt af eða á án þess að einhverjar afleiðingar fylgi.

Eftir að hafa ekki náð á verðlaunapallinn enn eina ferðina (og ég sem er keppnismanneskja dauðans), er ég orðin drulluþreytt á að vísa karlmönnum sem koma á tröppurnar hjá mér rétta leið. Næst mun ég einfaldlega ekki annsa.

Að ég sé ekki orðin hjartveik að öllu þessu rugli endalaust þykir mér mildi.

Ég trúi ekki á prins á hvítum hesti. Nei, ég trúi meira á einhverja tappa á geltu hrossi frá Lambhaga sem skírt var Black beauty til að reyna að ganga í augun á heimasætunni en mun þó aldrei ná lengra en saltað ofan í tunnu.

Timbaland snillingur segir í lagi sínu Apoligize eftirfarandi. Þú hélst að ég myndi aldrei ganga í burtu frá þér þegar þú sagðir fyrirgefðu. En einn daginn er það bara orðið of seint. Ég beið einu sinni eftir afsökunarbeiðni í tvö ár. Ég hef sem betur fer komist yfir þá bið. Ef þið skuldið einhverjum slíka beiðni þá legg ég til að hún sé löggð inn strax.

Þú bognar endalaust en aldrei brotnar var einu sinni sagt við mig. Eins og Meredith segir í fyrsta þætti seríu 3 þegar Izzy (sem mér hefur oft á tíðum verið líkt við og var t.d. hún í how are you? og look alikes). It´s time to get up! Svo kemur atriðið þar sem að Izzy stendur upp og leyfir þeim að klæða sig úr kjólnum. Stand up! Svona get it togetter og move on.
Eftir daginn í dag kom ég heim til mömmu & pabba, brosti eins og ekki hefði verið haggað við mér um 5 gráður. "Jæja hvað segið þið svo?" Eins og ekkert gjörsamlega, ekki neitt hefði gerst s.l. daga og þessi föstudagur sem er nota bene uppáhaldsdagur minn í vikunni hefðir verið eins og hver annar.

Vonum bara að allt sé þess virði sem við leggjum í hlutina.

Eva Write it

fimmtudagur, október 04, 2007

Ekkert blátt strik

Ég er að taka góða rispu núna.

Aðalástæðan fyrir þessu bloggi er sú að enginn vinkona mín er ólétt og það hefur ekki gerst í 8 ár!!! Ekki síðan ég var 18 ára. Ég er að fara í kökuklúbb í kvöld þannig að ég vildi bara koma þessu frá mér svona just in case:).

Ég vaknaði með kvíðablendna tilfinningu í morgun. En það er komin niðurstaða og ég held að ég sé að taka þessu með miklu jafnaðargeði enda líka ákveðinn léttir. Ég hringdi í Önnu Þóru í morgun eins og ég var búin að segjast ætla að gera og hún bara: “Ertu vöknuð?, Já alveg rétt það er fimmtudagur!” Ég bara: “Já það er fimmtudagur!” Eftir að hafa kúrt mér aðeins lengur henti ég mér í sturtu og skutlaðist svo niður eftir. Þetta var svo bara skemmtilegt svona inn á milli enda húmoristar á ferð sem náðu mér algjörlega og ég þeim strax til baka. Síminn er búin að hringja svolítið í dag. Það er öllum svo annt um þetta. Svo fór ég til Önnu Þóru minnar og Íris Emblu. Guð hvað ég er búin að sakna hennar. Kyssti hana og knúsaði alveg í bak og fyrir. Ég kom við í bakaríinu og keypti handa okkur ýmislegt gómsætt og gott kaffi. Svo fór ég til Marenar minnar og kyssti aðeins prinsalinginn minn. Jesús hvað mig langar í svona. Þegar ég var á vökudeildinni var ég alveg friðlaus og stelpurnar töluðu um það að það klingdi í mér eins og kirkjuklukkum. Já það var nokkurs konar klingle bells. Þær voru aftur á móti alveg lausar við allt svona og langaði alls ekkert í og sögðu að þetta væri einfalt mál. Það klingdi í mér fyrir okkur allar. En eitt er víst að ef ég, nei við skulum hafa þetta rétt þegar ég verð (ef í hart fer þá verður það frostpinni 35 ef ég man rétt) þá skal ég krossleggja svo fast á mér lappirnar að það verði “no way out” ef krílið þykist ætla að koma sér út fyrir 34 viku. Ekkert fedal Express dæmi þar á ferð. Þar sem ég ætlaði mér að vera komin með tvö í dag þá hlýtur mitt tilvonandi að láta mig bíða eftir sér allavega þann tíma. “Hvað klikkaði?” (og var þá að tala um upphaflega planið) sagði einhver við mig og ég bara lyfti augabrúnum og yppti öslum og sagði: “Ég bara veit það ekki”. En plan A klikkaði og það lítur allt úr fyrir að plan B klikki. Kannski að ég fari að hallast af plani C. Ef ég verð heppin þá gæti orðið plan D. Eru þið ennþá að fylgja?:).
Svo er það kökuklúbbur í kvöld. Hlakka til að hitta stelpurnar mínar. Svo erum við náttúrulega að fara að hittast aftur í svona léttu matarpartý á laugardaginn. Undirbúningurinn stendur nú sem hæst.

Ég var í Rjóðrinu í gær sem er hvíldarheimili fyrir langveik börn. Það var rosalega gaman að fá að kynnast því og ég gæti vel hugsað mér að vinna þarna einhvern tímann. Ég fékk að fara snemma og náði því aðeins á m & p áður en þau fóru í háttinn. Ég var sjálf svo þreytt að ég sofnaði yfir Gray´s um miðnætti. Ég fæ alltaf svo góðar hugmyndir eftir að ég er búin að horfa á Gray´s því mér finnst pælingar Meridith um lífið svo góðar. Það fær mann til að hugsa svolítið. Ég þyrfti eiginlega bara alltaf að horfa á Gray´s áður en ég blogga.

Við feðginin fórum saman í Bónus um daginn sem er nú ekki frásögufærandi nema að mig langaði svo í ís og keypti Ben and Jerry’s (og raksápu). Svo þegar við komum að kassanum þá stend ég fyrir framan pabba og set það sem ég var að kaupa upp á kassann og hann byrjar að týna úr körfunni. Ég bara: “Heyrðu bíddu rólegur. Ég er með þetta?” Pabbi: “Og ætlar þú að borga þetta?” Ég bara: “Já”. Heyrðu og karlinn bara klappaði fyrir mér. Stoltur af dóttur sinni! Hann er náttúrulega bara fyndinn. Svo komum við heim og mamma fer að týna upp úr pokunum. Horfir svo á mig með raksápuna í hendinni: “Varstu að kaupa þessa raksápu handa pabba þínum??? Með ferskjuilmi?” Ég horfði á hana jafn hneyksluð til baka: “Nei, þetta er fyrir mig! Þetta er konuraksápa”. Já, það getur verið fjörugt fjölskyldulífið hérna hjá okkur þrem. Þessi litla saga var bara fyrir Soffíu;).

Við frænkurnar stefnum á að drífa okkur út að labba þennan hálfan mánuð sem ég verð hérna í viðbót. Ætluðum út í dag en ég var svo hrædd um að ég myndi drukkna í rigningunni að ég dró mig í hlé. En á morgun, morgun! Hún reyndar stóð ekkert við sitt síðast þegar við fórum. Hún ætlaði að skokka og slá svo í rassinn á mér þegar hún færi fram úr svo bara fór hún aldrei fram úr. Gruna hana nú um einhverja græsku því ég finn engan veginn út stærðfræðilega séð hvernig hún gat hlaupið alla þessa hringi án þess að taka fram úr mér.

Ætla til Mæsu minnar í brunch á morgun & eyða kvöldinu með mínum ástkæra bróður og mágkonu. Það kalla ég afslöppun. Svo verður nóg að gera um helgina.

Ég veit svona í alvörunni ekki hvað ég var að pæla þegar ég var að pakka á Akureyri. Ég henti í 3 þvottavélar meðan ég var þar heima. Það er ekki eins og ég eigi ekki nóg af fötum á báðum stöðum þannig að ég hefði getað sleppt því að taka með mér ferðatösku en nei. Maður er aldrei með nóg. Þannig að fór sem fór og ég gleymdi ekki bara nærbuxum heldur þeim buxum sem ég tók með mér þannig að ég er bara með þrennar með mér. Ekki nóg með það heldur gleymdi ég vísakortsnúmerinu mínu og við erum að fara að panta flug til Jófríðar í kvöld. Kannski að þetta sé eitthvað sign? Nei, þetta er örugglega meira svona elsku pabbi. En þá er best að fara og semja við pabba. Hann er reyndar orðin svolítið þreyttur á þessari vísagleði í mér og segir að ég borgi honum aldrei neitt. Kannski ekki alltaf en utanlandsferðir og svona stærri greiðslur jú. Eins og Gauji vinur hans pabba segir alltaf: “Maður á að vera góður við börnin sín”. Og hann pabbi, hann made me. Fullkomnun.

Eva Í ……..

Ps. Til að sýna ykkur hvað er alltaf gaman að koma í heimsókn til mín. Djammgesti vetrarins:)

Við Soffía & Anna Huld í höfuðfataþemapartýinu.


Við Páls mín saman í góðu gríni á Ak.

miðvikudagur, október 03, 2007

Sæta sæta:0)

Hulda & ég & Hjalti wannabe Nurse

Hjúkkulínur: Heiðdís, Erla, Brynja & sjálfsmyndadrottningin

Heilaga þrenningin á Sjallanum eftir vel heppnaðan dag
B & E & E. Sætar á Amour


Varúð þetta er mjög langt blogg og þegar ég er að segja það þá hlýtur það að vera rosalegt.

Gæti það verið að klukkan sé eftir miðnætti og stelpan er sest við tölvuna. Með Todmobile og fleiri íslenska snillinga á iTunes. Er ein í nótt. Við stöllur vorum voða þreyttar í morgun og snúsuðum báðar í eins og 40 mínútur, 3 vekjaraklukkur! Báran var sko ekki sátt ef ég slökkti ekki strax á minni.

Þá er það ferðin norður. Hún var athyglisverð því er ekki að neita. Sprellið var eftir hádegi á föstudeginum og heppnaðist bara vel. Mér sjálfri, sem liggur ekki lágt rómur, var að hluta til með gjallarhornið, öskraði að sjálfsögðu og tókst að ná smá hæsi. Við lentum í 2. sæti stelpurófurnar og strákarnir 5:). Fyrir kvöldið fór ég í partý til Huldu og Helenu. Svo var haldið í Sjallann. Eftir hann fórum við svo bara í rólegheita stemmningu á Amour (Dj-arnir uppi voru reyndar alveg geggjaðir en eitthvað lítið um fólk að dansa sem mér þótti mjög leiðinlegt en ég tók nú nokkur spor á gólfinu). Flest liðið endaði svo víst á Kaffi Ak en ég lét mér nægja að reka nefið þar inn og leist ekki á það sem ég sá. Ég sendi svo "hóp" sms á Erlu og Brynju sem innihélt eftirfarandi: "Halló halló. Það eru allir að leita að ykkur. Hvar eru þið eiginlega?" En það voru víst allir með þeim nema ég þannig að.... en samkvæmt minni bestu vitund voru allavega allir að leita að þeim, fyrr um kvöldið! Ég fór í drykkjuleik á Amour og náði að hella bæði bjór og hot and sweet yfir nýja kjólinn minn sem þýddi nú ekkert að gráta yfir enda kaupi ég mér bara nýjan ef þetta þvoðist ekki úr. Vakti lengi fram eftir og var ekkert að hætta djamminu. Gef mér meiri kredid heldur ég átti skilið því að ég var nokkuð blekuð. Var að reyna að pranga klinkbuddunni minn upp á ókunnugan mann. Hún er allavega ekki eitthvað sem ég hef daglega löngun til að losa mig við!
Vaknaði snemma daginn eftir miðað við hvað ég fór seint að sofa . . . þynnkan helltist samt ekki yfir mig fyrr en 2 tímum seinna. Ég meikaði ekkert, ekki einu sinni að fara út í 10 - 11 að kaupa snakk sem mig langaði rosalega í. Í staðinn eldaði ég mér hafragraut. Hefði nú kannski getað borðað hann þurrann og ímyndað mér að það væri flögur;).
Ég fór svo til Jón Vals og Baldvins og rúntaði með þeim og Brynjunni. Um kvöldið heillaði sófinn minn mig mikið en mér fannst ég verða að gera eitthvað úr kvöldinu. Eftir að hafa dottað yfir Prison break kl rúmlega 21 þá vaknaði ég við símann minn með andköfum. Þá var komin tími fyrir að sjæna sig almennilega og það sem meira var.... velja föt. Ó já það var verkefni fyrir höndum sem ég þó leysti hratt og örugglega. Ég röllti mér svo niður á Krabbastíg í partý hjá World Peace skvísunum. Ég hefði kannski átt að hugsa mig tvisvar sinnum um áður en ég fékk mér í glas því ég varð hel blekuð. Byrjuðum á Amour sem var mjög fínt en fórum svo yfir á Kaffi Ak. Bláókunnugur maður var æstur í að bjóða mér í glas þrátt fyrir ýtrekaða afþökkun. Þáði það svo endanum með því skilyrði að hann myndi ekki reyna við mig sem hann stóð við. Endaði alein á Kaffi Ak þar sem ég var búin að týna öllum. Tók minn hatt og staf eftir lokun og hélt heim á leið. Guð hvað ég var eitthvað fegin að vakna daginn eftir og miðað við drykkju þá var ég minna þunn en deginum áður. Kannski komin í þjálfun bara.
Fékk Thelmu og Sturla í heimsókn. Var ekki að meika að fara í sturtu en ákvað samt að vera sómasamleg og fara í brjóstahaldara. Rosaleg málamiðlun þar á ferð;). Eftir að hafa íhugað mitt mál taldi ég það vera mesta dónaskap að vera í náttfötunum þrátt fyrir að vera komin í brjóstahaldara og dreif mig í sturtu og setti jafnvel á mig púður og maskara. Það var nú það minnsta sem ég gat gert þar sem þau þáðu hvorki vott né þurrt hjá mér.
Um kvöldið fór ég svo og spilaði frumraun mína í Póker. Stelpan lenti í 2. sæti af 6 keppendum. Nokkuð gott! Það þýddi bara ekkert minna.

Ég flaug svo heim á mánudagsmorgun drulluþreytt eftir annars fína helgi. Ég var svo vönkuð þegar ég var að pakka um nóttina að ég pakkaði bara 1 nærbuxum en 3 leggings. Já ef eitthvað er nauðsynlegt þá eru það leggings. En ég sá svo sem fyrir því eins og flestu öðru. Maður hefur alltaf back up!

Ef að gaurar sem ég hef deita eiga sér einhverja bandamenn þá eru það margar vinkonur mínar. Þær tala oft um að þeir eiga alltaf séns, þær séu ekki búnar að gefa þá upp á bátinn, það sé eitthvað með þá bara, þeir ránki við sér, þeir hafa alltaf afsakanir! Það versta í stöðunni er svo aftur á móti það að þær hafa alltaf rangt fyrir sér! Nema Ella! Nei, hún Ella mín hefur ekki trúað því að ég hafi fundið nokkurn einasta mann sem er nógu góður fyrir mig. Ef eitthvað kemur upp þá er hún ekki lengi að segja: Blessuð góða, sparkaðu honum strax! Ég hefði betur hlustað á hana. En ég trúði því reyndar mjög sterkt að fólk ætti skilið annað tækifæri. Ég er hætt að trúa því! Allavega ekki í þessum bransa, það hefur nákvæmlega ekkert upp á sig.

Ég er samt svo heppin að vera umvafin mikið af yndislegum vinkonum. Bara bestar. Þær vilja bara að hlutirnir gangi upp fyrir mína hönd og þess vegna halda þær kannski alltaf í vonina um að "Mr. Wrongs" vakni einhvern tíma í raunveruleikann og sjái hversu frábær ég er;). Og virði ég það við þær. Ég á t.d. 5 bestu vinkonur sem ég þarf að ræða mín mál við þannig að ef eitthvað er að gerast þá þarf ég að tjá mig um það við þær allar. Gott að það sé oddatala því þá er alltaf meiri hluti nema þegar ég er ósammála meiri hlutanum þá tek ég mitt atkvæði inn og þá er þetta orðið jafnt. Þá get ég bara valið:).
Ein vinkona mín sagði eftirfarandi: "..............stundum þarf engar reglur eins og ég sagði þér: Stóri magnarinn kann þetta. Þó hann hafi lagt fyrir okkur nokkur mis erfið próf þá kemur tían og gullið á endanum ekki satt?? Þó að nían hafi bara komið hjá mér þá færð þú tíu. Elska þig og sakna þín. xx.
Svo fékk ég sent æðislegt sms um helgina sem kom til baka eftir að ég hafði svarað einni vinkonu minni. Það hljómaði svona: "sæta sæta;0)". Það þurfti ekki að vera lengra.

Ég var svo mikið í símanum um helgina að ég var í alvörunni að spá í að slökkva á honum í sólarhring í gær því ég var bara búin að því! Já allt er nú til.

Ég var að klára verknámið á vökudeildinni í dag. Kíkti svo á Önnu Ósk mína og Gabríel sæta snúð. Skoðaði brúðkaupsmyndir og svona. Lofa að borða með ykkur næst;). Fór svo með Ak-skvísunum mínum á B5 í kvöld. Svo er það Rjóðrið á morgun. Kökuklúbbur á fimmtudaginn þar sem á að panta Englandsferðna. Er að spá í að halda föstudagskvöldinu frá fyrir J & R og setja símann minn á silent bara fyrir þau. Lunch partý á laugardag og svo partý hjá Aldísi um kvöldið og í kjölfarið Októberfest. Ekkert áfengi fyrir mig. Þetta er orðið gott í bili. Er líka búin að bjóðast til að taka aukavaktir á sængurkvenna. Inn á milli þá læri ég kannski. Ég segi kannski.

Byrjaði á fljótandi fæði í morgun og mun vera á því í 2 - 3 sólahringa. Já nú á aðeins að fækka kílóunum svona ef við lítum á björtu hliðarnar fram yfir helgi allavega. Þetta er ekki af sjálfstæðum vilja eingöngu en vonandi verða einhver árangur erfiðisins. Engir mjólkurdrykkir eða neitt sem er mér mjög erfitt. Svo var verið að segja að það mætti helst ekki drekka appelsínusafa og ég spurð hvort ég mætti drekka malt. Ó my. Ég hef ekki hugsað um annað en súkkulaðiköku, jógúrt og langloku í allan dag. Svali, trópí, malt, magic, bollasúpa, próteindrykkur og grænmetissafaíspinni var á matseðli dagsins. Anna Þóra mín ætlar svo að sjá um að ég fái eitthvað gott að borða þegar að því kemur.

Ég er orðin pínu þreytt á 2. sætinu þó að það sé ágætis árangur út af fyrir sig. Núna vill ég fara yfir í gullið. "Kannski" vinn ég:0).

Eva ferðanisti