Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

föstudagur, september 28, 2007

Í Þotuliðinu

Það eiga tveir menn í lífi mínu afmæli í dag.

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann pabbi minn.
Hann á afmæli í dag.

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Ari boy.
Hann á afmæli í dag.

Kossar & knús til ykkar beggja.

Ég fór í klippingu og strípur í vikunni að greiðasemi við hárið á mér. Það var orðið frekar sjúskað og ákvað ég að skella mér í alstrípur núna og svo bara í nettar fyrir Bandaríkjaferðina.
Svo fór ég líka í plokkun til Kötlu Björk þannig að stelpan er orðin nokkuð sátt við sig fyrir utan nokkur aukakíló sem sitja sem fastast. Ég held ég hafi einu sinni á ævinni verið svona þung þannig að ég labbaði upp í skóla í dag:) (reyndar bara af því að ég var ekki með neinn bíl en það er aukaatriði).

En allavega. Ég fór til Reykjavíkur í brunch til Rebekku eftir að vera búin í klippingu og strípum á þriðjudaginn. Fór svo á fund með deildarstjóra hjartadeildar til að ræða lokaverkefnið. Tók kvöldvakt á Vöku. Heimsótti svo hana Sonju lasarus með sjúklinganasl. Hentist svo heim til Bárunnar þar sem ég missti mig hreinlega á netinu til kl 03:30! En ég svaf eins og engill í holunni hennar þrátt fyrir að hafa ekki náð nema 4 tímum.
Á miðvikudaginn átti ég morgunvakt og var eins og drusla í vinnunni að sökum þreytu. Ég nennti að sjálfsögðu ekki að vakna 10 mínútum fyrr til að setja á mig púður og maskar og henda einhverju í hárið á mér. Eftir vaktina brunaði ég svo í Sandgerði til Gúu syss og co. Lagði mig í líma því það var ógeðslegt veður á Reykjanesbrautinni og þurfti ég að hafa mig við við að halda drossíunni á veginum. Svo var einhver kelling næstum því búin að keyra á mig því hún skellti sér yfir á minn vegarhelming. Minn! Hjartað tókk nettan kipp og nánast að ég fann fyrir nærveru Lykla Péturs. Hjá Margeiri Felix fékk lánað þetta fína Arsenal og Íslandsdót. Var mikið að spá í því að vera svolítil gella á sprellinu í ár en ég hef alltaf fílað mig svolítið hallærislega sem er réttlætanlegt á þessum daginn þannig ég ákvað að halda því áfram. Svo fékk ég rosalega góðan kjúklingarétt áður en ég þurfti að halda aftur í bæinn og ná plokkun. Ég hitti Bárum mína svo loksins og kjöftuðum við til miðnættist en þá var ég búin á því og við hoppuðum því upp í rúm þar sem átti að halda samræðunum áfram. Ég var hins vegar of þreytt til þess að tala og hlusta þannig að það endaði með því að Bára sagði við mig: "Ég skal bara segja þér þetta á morgun". Þá var ég komin hálfa leið inn í draumaheiminn.

The rules og carma is what goes around comes around....

Miðað við það ættum við svo að vinna sprellið í dag. Ég var svo góð í gær og búin að vera undanfarið (fyrir utan nammibindindið sem ég braut reyndar ítrekað).

Fimmtudagur rann upp og ég var eldspræk og tilbúin í loftið. En nei kl 07:45 fékk ég sms þess efnis að það væri ófært til Akureyrar! Það yrði næst athugað kl 11. Til að gera langa sögu stutta var ég að tékka á fluginu allan daginn á 3 klst fresti. Á milli þess fór í Kringluna, ég fór til Soffíu í nýju íbúðina með bakarísbakkelsi í hádeginu, fór í morkinni fýlu í Smáralindina þar sem ég keypti innfluttningsgjöf handa Soffíu og "get well" gjöf hand Sons, fór til Sonju með meira sjúklinganasl, ferjaði hana til læknis og í apótek. Endaði svo á því að fara til Hrafnhildar í mat:). Kl 19 var loksins ákveðið að fljúga mér til mikillar hamingju. Ég fór út á flugvöll rúmlega 20 með Soffíu mér við hlið og lánaði Soffíu bílinn minn meðan ég er fyrir norðan. Am I good or am I good!
Það sem beið mín á flugvellinum var hvorki meira né minna en boing 757, þotan TF FIZ frá Icelandair. Ég var svo hel sátt og biðin var svo þess virði. Þess vegna var ég laus við alla flughræðslu og var pollróleg í vélinni þar sem ég hlustaði á icelandair easy listening útvarpið og skoðaði Saga boutiqe á þessu 25 mínútna flugi til Akureyrar. Mér fannst og ég öruggust í heimi í þessari stóru flottu flugvél. Eins og Brynja sagði þegar þær stöllur komu að sækja mig: "Það þýðir ekkert minna fyrir Evuna!"
Þar sem ég er farin að fljúga með þotum innanlands þá þýðir ekkert að hætta þar. Næst á dagskrá er Mile High klúbburinn:).

Það var gott að komast í íbúðina mína. Ég ákvað að henda mér strax upp í sófa með bergtopp (já ég reyni) og horfa á fyrstu 2 þættina af 3 seríu af Prison Break og sjá ástina mína loksins. Ég fann samt að ég var ekki eitthvað alveg sátt og fyrr en varði var ég komin með tuskuna í aðra hendina í semi þrif og rykmoppuna í hina! Já það er alltaf gott að koma heim. Ég hoppaði svo í "norður"holuna mína, lokaði augunum og hlakkaði til dagsins í dag.

Áfram Eir!

Eva Carma

miðvikudagur, september 26, 2007

Dagbók McEv

Á mánudegi (fyrir viku) var ég búin að sverja þess eið að vera súper dugleg. Ég byrjaði á því að sofa yfir mig til kl 10:30. Var svo eftir það upp í skóla á milli þess að skjótast heim og setja í 3 þvottvélar fyrir heimferðina (svona af því að ég á svo lítið af fötum). Fór svo út að borða með gömlu og nýju stjórn Eirar sem virðist ætla að vera svona fín og besta stjórn sem hefur verið frá stofnun. Fór svo og gerði hópverkefni til kl 02.

Byrjaði formannsstarf mitt með stæl og var rokin í burtu innan við sólarhring eftir að ég tók við því. Fór á þriðjudegi eftir langan dag. Skóladag frá 8 - 15 og deildarfund eftir það. Fór heim í hádeginu og pakkaði á milljón ásamt því að henda úr ísskápnum og hugsa um að allt væri í lagi í íbúðinni. Ég var að drífa mig svo mikið að ég varð að sjálfsögðu að fara aftur heim til að sækja þá hluti sem ég gleymdi og þá fattaði ég að ég gleymdi ennþá fleiru. Í félagsskap Timbaland (sem hefði verið komin með ógeð af mér ef hann hefði fattað hversu oft ég spilaði hann), Timberland og Dixie chicks brunaði ég suður. Kom rétt fyrir klukkan 22 og innan við hálftíma var í mætt til að knúsa Mæsu mína og litla prinsins. Það var dýrlegt að sjá þau loksins.

Ég byrjaði í verknáminu á vökudeildinni á miðvikudagsmorgun. Fékk far með Hrefnu frænku í bæinn. Það hófum við saman bindindi sem innsiglað var með handabandi sem fól í sér að hætta að borða nammi, drekka gos og borða brauð eftir hádegi og fara út að ganga á hverju kvöldi. Þegar við vorum á heimleið um 5 tímum seinna ákvaðum við að fara til Marenar sem bauð upp á bakarísbakkelsi. Og er hægt að vera ókurteis og segja nei. Nei! Við fórum samt í göngu um kvöldið, hringinn í kringum Skagann takk fyrir takk.
Á fimmtudaginn langaði mig svo í gos og súkkulaði eftir grænmetið í hádeginu að ég fékk mér það. Um kvöldið var Hrefna svo bara heima en ég fór í brúðkaupsmyndasýningu til Aldísar og þar var n.b. boðið upp á veitingar þannig að það var nánast lögleg afsökun. Á föstudeginum fór ég út að borða í Rvk með stelpunum og langaði ekki í neitt annað á matseðlinum en pizzu og bakaða kartöflu þannig að ég fékk mér bæði og skolaði að sjálfsögðu niður með kók. Um helgina voru svo gestir þannig að það var farið í bakaríð báða morgnanna og það er besti morgunmatur sem ég fæ og fylgir helgum. Svo varð ég eftir að hafa verið svo stillt heima hjá mér að kaupa mér smá bland í poka á laugardaginn ásamt slatta af Ben & Jerrys sem var kláraður á sunnudagsköldið. Ég var því hel sátt við helgina meðan Hrefna frænka lá heima í Pepsi max fráhvörfum. Þannig að megrunin gengur eftir atvikum!

Nú er komin miðvikudagur og ég er komin til Rvk til Báru minnar og ætla að vera hjá henni í 2 daga eða kannski 2 nætur frekar þar sem að núna er klukkan gengin í 02 og eftir morgunvaktina á morgun ætla ég í Sandgerði í búningaleit fyrir Sprellmót Háskólans sem er n.k. föstudag og dinner með systur vorri og co. (Vona bara að ég verði ekki eins og strengdur kettlingur í fötunum hans frænda míns sem er 14 ára. En það mun sennilega líta út eins og Arsenal hafi ælt á mig en það er líka allt í lagi). Ætla að reyna að komast í plokkun þegar ég kem til baka þannig að ég stefni á að verða komin aftur á Eggjarann milli 21 - 22 annað kvöld og þá tökum við Bára fram vatnið og varasalva og tökum trúnó á þetta.

Akureyri city verður fyrir valinu á fimmtudagsmorgun. En þangað mun ég fljúga um loftin blá með flugfélagi Íslands og vera fram á mánudag þegar ég tek flugið til baka. Námslán það er lífið. Fór með pabba út í bílskúr í gær til að finna tösku fyrir ferðalagið. Hann ætlaði að láta mig hafa flugfreyjutösku og spurði hvort að hún væri ekki nóg? "Nei" sagði ég hlægjandi. Pabbi: "Nei auðvitað ekki, þú ert að fara í 3 daga ferðalag!"

Ég er allavega með plan fyrir helgina en síðasta helgi var sú druslulegasta það sem af er hausti. Ég var komin í rúmið um miðnætti alla dagana og vegna þess vöknuð kl 9 á morgnanna mér til mikillar óánægju. Sleppti partýi og djammi á föstudag og afmæli á laugardag. Þetta var kannski ágætt fyrir mig sjálfa þar sem að ég er ekki búin að stoppa í mánuð og pabbi hefði sennilega orðað að nú færi mér að slá niður svo líkaminn höndlaði ytra álag. Ég var aftur á móti hræddust um að foreldrar mínir yrðu fyrir veikindum þ.e. fengju slag af undrun yfir þessari massívu viðveru minni í þeirra hýbílum. Það var ekkert "skrepp" á laugardegi og aðeins örlítið á sunnudeginum. Ég veit samt ekki hversu glaður karl faðir minn var með alla þetta heimahangs því ég vildi bara ólm fara í það að taka til í skápum heimilisins og færa til þunga skápa og svona. Og það er ekki eins og ég hafi getað gert það! Eftir helgina er ég búin að henda 12 skópörum og þar af fylla ruslarunnuna og gefa rauða krossinum einn ruslapoka af fötum. Ég sagði nú við Gústa mág minn að ég yrði að fara að rýma til fyrir nýju fötin og losa mig við eitthvað af þessum garnslittnu görmum. Hann horfði á mig með hæðni og sagði: "jaaaá. Átt þú svoleiðis?"
Eftir að hafa farið að sofa kl 23 á sunnudagskvöldinu vaknaði ég líka kl 06 eldspræk á mánudagmorgninum. 6! 6 doktor saxi! Í alvörunni! Næsta skref var bara að fara í ræktina og fá mér grænan heilsudrykk... je right!

En nú er ég aftur að ná mér á strik enda vakandi og klukkan vel rúmlega miðnætti. það má sennilega búast við því að ég verði búin að taka mig vel saman í andlitinu fyrir helgina og tilbúin í Sprellslaginn. Held ég sé enn að jafna mig eftir að hafa verið með gjallarhornið fyrir 3 árum! það þarf allavega enginn að gæta Eirar dúkkunar þar sem hún lét lífið í murkningum síðast þannig að ég hef ekkert verið að lyfta neitt undan farið eða svona cirka s.l. 3 ár eða svo;). Ég gæti verið á trommunum í ár.

Eva Farndinand

sunnudagur, september 16, 2007

Fancy China

Við Brynja sæta í góðum gír um síðustu helgi.

Hérna er hann Mr. Gullmoli. 2 -3 dagar í að ég fái að knúsa hann:)

Ég vil byrja "mánudagspistilinn" á því að segja ykkur að ég var á föstudaginn kosin formaður Eirar. Þannig að núna er ég aðalfulltrúi í Deildarráði og er Forstýra nemendarfélags heilbrigðisdeildar. Háttsett háskólastúdína. Við skagaskvísur ætlum alveg að meika það því Erla Þóra er varaformaður;). Ég mun því sennilega hafa nóg fyrir stafni og þarf aldrei að leiðast.

Að sjálfsögðu klikkaði helgin ekki frekar en hinar 3 á undan. Á föstudaginn fór í heimsókn til hennar Guðrúnar minnar að skoða 2 vikna prinsalinginn hennar. Hann er svo æðislegur að ég held í alvöru að eggjastokkarnir hafa sleppt úr slagi ef hægt er að orða það sem svo. Aðalfundur Eirar var svo um kvöldið og eftir hann var bjórkvöld. Að sjálfsögðu lét maður það ekki fram hjá sér fara. Soffía og Anna Huld voru væntanlegar og komu svo í kringum miðnætti. Einar Ágúst og fél voru að trúbadorast og ótrúlega skemmtilegt djamm svona á föstudegi. Ég varð nú samt eitthvað ekki nógu hress. Stakk af heim kl að verða 3 (EKKI KL 01 SOFFÍA SIGRÍÐUR) og bjó um gestina mína. Sendi svo sms á kanntinn og sagðist vera farin að sofa.
Daginn eftir byrjaði ég á því að vakna kl 9. Ég sagði heilanum í mér að það væri óásættanlegt þannig að ég náði að blunda til rúmlega 11. Það var ekkert lífsmark á hinum tveim þannig að ég dúllaðist við að sturta mig, tala í símann og drekka í mig vökva sem hafði tapast kvöldinu áður. Enn var ekkert lífsmark í the american slepping coutch. Ég ákvað því að fara bara út að dúlla mér. Fór hérna léttan skver um bæinn og endaði í bakarínu og keypti góðan brunch handa okkur. Þegar ég kom heim lágu þær enn eins og slitti. Þá sagði ég að þetta væri komið gott. Fékk það svar til baka að tala ekki svona hátt! Þannig að ég náði bara í ryksuguna og ryksugaði púðrið mitt sem Anna Huld mín x meðleigjandi hafði hent niður (óvart auðvitað) kvöldinu áður. Hún var miður sín en no worries. Þetta skipti mig engu máli. Á hvort eða er önnur 3. Víst ég var komin með ryksuguna niður tók ég líka mottuna og svo stigann og svo motturnar á pallinum. Við fengum okkur smá orku og fixuðum andlitið. Anna Huld ákvað að vera svo almennileg að vaska upp og þurrka og brjóta einn disk (ég meina common Anna mín þetta er orðið svolítið augljóst.) Henni finnst bara leiðinlegt að búa án mín og er bara að reyna að eyðileggja dótið mitt svo ég flytji til hennar og Ernis. Ég veit það;). Svo var aðeins kíkt í bæinn. Ég fann mér mikla þörf til að finna mér forstýrukjól sem ég fann og var mjög ánægð með. Anna Huld verslaði sér líka vinnukápu og Soffía keypti sér fráfarandiformannskaffi. Svo ætlaði ég að fara að horfa á Margeir Felix megababe sýna snilldartakta á vellinum en hans lið var hvergi sjáanlegt og línuvörðurinn var alveg clueless þannig að ég fór bara aftur með skottið milli lappana og ákvað að reyna að bæta úr því daginn eftir. Við kúrðum okkur saman stelpurnar yfir Grays, lét Önnu Huld fá hláturskast yfir sögu síðustu helgar sem var ekki prenthæf hér og pöntuðum okkur pizzu. Svo var drifið sig í partýgallann og í "bekkjarpartý" til Andreu. Þar var hattaþema og auðvitað lét maður sitt ekki eftir liggja. Ég var reyndar með svolítið dramatískan hatt en það var nú allt í lagi. Það var mjög gaman og mikið spjallað og hlegið. Stelpupartý eru best! Klukkan að verða 01 fórum við svo í Sjallann sem var alveg troðfullur af misáhugaverðu fólki og dönsuðum og drukkum. Sumir voru svo hressir að þeir voru byrjaðir í skemmtistaðasleik fyrir kl 01. Við ákváðum að láta smábörn ekki á okkur fá og ákváðum að sjá þau ekki sem okkur tókst. Fékk pick up linu eða hrós sem innhélt að brjósin á mér væru nú hverrar krónu virði! Ef þetta hefði verið sagt við mig fyrir um 4 árum síðan hefði ég sennilega rotað viðkomandi en ég hló nú bara. Ég hitti fullt af fólki m.a. breskan blaðamann sem dásamaði ensku stúlkunar og þá kom ég með flotta frasann "I was once an au pair on Long Island for a year" og hann hittir náttl beint í mark. Ég skemmti mér þrusu vel. Ég er svo ánægð með skemmtanalífið hérna það sem af er vetri að mig langar bara ekkert orðið að fara heim eins og mig hlakkaði til þegar ég var nýkomin. Eftir Sjallann ákvað ég svo að skella mér í smá partý en vildi ekki alveg gefa það upp þannig að ég sagði við Soffía að ég færi heim bráðlega og skellti svo nánast á hana. Sendi henni svo bara sms: "Þufti aðeins að skreppa. Kem eftir smá!" Já ég var aðeins kennd:). Stelpurnar mínar fóru svo strax eftir hádegi eftir að hafa fengið sér snæðing.
Takk elskurnar mínar. Þykir endalaust vænt um að þið komuð til mín:*.
Guð hvað ég kveið deginum í dag. Ég ætlaði ekki að geta staðið upp úr rúminu því ég sá fram á mikla dagskrá sem ég var ekki alveg að höndla. Ég fór til að kíkja á Margeir Felix en þá var allt búið. Svo ætluðum við gamla og nýja stjórnin saman út að borða í kvöld en því var frestað til morgundagsins. Svo ætlaði ég líka að klára minn hluta í ritgerð sem ég er að fara að skila en ég ákvað að setja það á hold til morgundagsins. Ætla að vera súper dugleg eftir langa skóladaginn sem er fyrir höndum á morgun.

Við ætlum 7 saman til New York. Ég hlakka svo til. Við vorum að bóka hótel í vikunni. Það er rétt hjá Broadway þannig að staðsetningin er bara mjög fín. Það lítur samt út fyrir að ég eyði einhverjum nóttum á Hilton hótelinu á Long Island helgina sem bar mitzvaið hennar Önnu er. Ég var að fá tölvupóst frá Alyse sem innihélt meðal annars dagskrá helgarinnar.
Hún inniheldur:
Föstudagur: Út að borða með fjölskyldu og nánum vinum.
Laugardagur: Athöfnin hennar önnu í Sinagoginu. Út að borða með nánum vinum og fjölskyldu.
Sunnudagur: Þá er aðalveislan eftir hádegi. Út að borða um kvöldið.
Ég þarf eiginlega aðeins að velja og hafna. Alyse vill endilega fá mig með föstudags og laugardagskvöld en hún Anna Huld mín á afmæli og mig langar svo að vera með henni og stelpunum inn í borginni. Ég verð þá kannski bara úti á LI til kl 18 og fer þá aftur inn í borgina.

Sunnudagar eru farnir að fara eingöngu í að liggja í þynnku með E & B, sukka og taka video. En það fer að verða breyting á þar sem ég er að fara heim í 5 vikur. Við höfum það svo gott í Álfabyggðinni alle sammen.

Ohhh hvað mér langar alltaf að eiga kærasta á sunnudögum (sunnudaga - fimmtudaga! og þar með er titillinn á auglýsingunni komin;). Einhvern sem nennir að fikta í hárinu á mér og færa mér vínber;) það er kannski forgangsatriði nr 2. Mig langar líka svo oft að eiga kærasta þegar ég finn góða rakspýralykt. Kannski ég ætti bara að kaupa mér glas og spreyja á koddann minm og þá verð ég kannski friðuð í bili;).
Natasha Bedingfield er með rosalega góða línu í laginu sínu Soulmates.
Who doesn´t long for someone to hold
how knows how to love you with out being told
Að maður eigi einhvern án þess að maður þurfi að mata þá að leiðbeiningabæklingnum. Elskar þig án erfiðis. Einfaldlega segir allt sem segja þarf. Þessi pæling var í boði sunndags, dagsins í dag.

Anna Huld á klárlega setningu helgarinnar þegar ég var að uppfræða hana um starf eitt og stöðu sem því fylgir. Þá svarar hún eins og ekkert sé eðlilega: "Er það ekki svona staða fyrir aumingja?" Jú klárlega og ég hló alveg út auka mánuð í langlífi mínu.

Svo sátt ætla ég að hendast í holuna mína alein sem endranær. En fallegastur kemur á morgun!
Annars er ég svo sátt með lífið og tilveruna þessa dagana að ég er að fá hamingju alsælu tilfinninguna reglulega og hún er sú besta í heimi.

Ég ætla að byrja í megrun á morgun.

Eva Forsýra

fimmtudagur, september 13, 2007

Svali slas Svala

Ég get svo ómögulega leyft helginni að byrja án þess að henda inn pistli. Það verður bara svo mikið að gera hjá mér á morgun að ég hef ekki tíma til að henda inn funky föstudagspistli.

Ég gleymdi nú að segja ykkur frá því að í hinum óheppna ágúst þá var ég að setja í fyrstu þvottavélina mína hér í nýju íbúðinni. Þá var ég ekki með leiðbeiningarnar og fikraði mig bara áfram allavega í bestu trú minni. Þvottavélin er líka þurrkari og mér fannst það snilld þrátt fyrir að vilja ekki setja neitt af fötum í þurrkara nema rúmföt. Hélt að ég gæti eitthvað sansað þetta. Það fór svo að vélin fór þrisvar sinnum af stað í öllum sanseringunum og á suðu. Ætli þvotturinn hafi verið orðinn hreinn??? Ég er ekki viss. . . þannig að þegar ég var búin að hengjann út á snúru byrjaði að rigna og ég var bara í smá uppgjöf og hann fékk bara að hanga þar líka:).

En hann er fæddur, fullkominn og fallegur litli molinn (já lítill pungsi) sem ég er búin að bíða svo lengi eftir. Hann fæddist í gær kl 08:55. Þetta var eini dagur vikunar sem ég gat sofið út því það var enginn skóli en ég var svo spennt að ég var vöknuð kl 09 og beið spennt eftir símtali og viti menn hálftíma seinna fékk ég að vita að hann væri kominn í heiminn. Ég var svo spennt að mig dreymdi um nóttina að hann væri fæddur. 23,5 merkur (næstum 6 kíló) og 64 cm. Kannski aðeins of stór fyrir nýbura en hann var 14 merkur og 50 cm, alveg passlegur. Ég er búin að fá mynd af því ég er náttúrulega ekki á staðnum til að sjá hann:(. Ég sver að gæti ekki verið stolltari nema þetta væri mitt eigið barn. Innlega til hamingju með hann Mæsa mín. Ég get ekki beðið eftir að koma heim til að knúsa ykkur. 5 dagar . . . . .

Ég fann á mér að miðvikudagurinn yrði góður dagur. Það var frídagur í skólanum. Fyrstu fréttir morgunsins voru æðislegar. Eftir þær hendi ég mér í þurrbustun og sturtu og bar svo á mig gott body lotion. Fékk mér staðgóðan morgunmat og horfði á tvo Gray´s. Fór svo aðeins upp í skóla í einar 15 min þar sem ég fékk tvo boðsmiða í bíó. Henti í 2 þvottavélar. Gerði hjúkrunarverkefni. Eftir það keypti ég mér svo nýjan síma (sem ég er reyndar ekki ánægð með af því að ég get ekki náð mér í mp3 hringitóna ÞAÐ EINA SEM SKIPTIR MIG MÁLI en ég komst nú ekki að því fyrr en í dag þannig að sló ekki skugga á gærdaginn). Ég er reyndar orðin svo vön því að kaupa mér síma að mér fannst nánast eins og ég væri að fara til Jóhannesar. Gerði mér pastarétt í kvöldmat. Fór í vax, bíó og horfði svo á Starter wife með E & B. Kúrði mér svo í yndislega rúmið mitt......... z z z z. Æðislegur dagur.

Það er loksins komið hver við erum að fara í barnahjúkrunarverknáminu sem ég er að fara að byrja í n.k. miðvikudag. Ég er að fara á vökudeildina og er alveg rosalega ánægð með það. Krílin eru náttúrulega alveg mitt svið. Kom þarna nokkrum sinnum í sumar ef að ég átti barn þar og líkaði vel. Þannig að mig hlakkar til að kynnast deildinni betur þó að ég viti að hún geti verið rosalega erfið.

Ég hef fundið sætan strák í skólanum. HALELÚJA. Var búin að spotta hann út hérna í fyrstu vikunni í skólanum. Ákvað samt að bíða með það að segja frá því ef þetta hefði bara verið í óskhyggja í höfðinu á mér en nei. Hann er raunverulegur. Sé hann samt sjaldan. En...... hann settist á hliðina á mér í tölvuverinu um daginn (greinilega sjúkur í mig) og þrátt fyrir að vera búin með öll þau erindi sem ég hafði í tölvunni þá datt mér ekki í hug í eina sekúndu að færa mig. Ég meina svona séns er einstakur;). Sá sko ekki eftir því.

Við stelpurnar áttum áhugaverða umræðu fyrr í sumar um buddy calls slas social hour. Hverjir eiga rétt á hverju? Hvenær breytast heimsóknir á eina vegu yfir á hina? Hvenær halda fyrrverandi X (hvað sem þeir vilja kalla sig) að maður sé að vilja BC eða SH? Hefur maður í alvörunni áhuga á SH með einhverjum sem áður var eingöngu BC. En ég hef komist að því í seinni tíð að það hefur ekkert upp á sig. Heldur maður að maður sé í alvörunni að halda kúlinu? Já kannski stundum. Ég veit það samt ekki. Ein vinkona mín sagðist hafa verið í "heimsókn". Þá spurði ég hvers kyns heimsóknin hefði verið? Og hún svaraði það fer eftir því hvað þú kallar hvort. Well fyrir mér er það nokkuð skýrt en kannski ættum við bara að fara að kalla allar heimsóknir Social Hour;) Dæmi hver fyrir sig.

Vinkona mín náði sínu fram yfir eina korn unga fyrir stuttu síðan þannig að hún hafði bara eitt að segja: stelpan still got it:). Það er enn von fyrir okkur 20+.

Helgin verður mögnuð eins og reyndar allar helgar hafa verið síðan ég kom. Ég var eitthvað að spá í að bremsa mig niður um daginn en kommon þetta er síðasti veturinn hérna. Ó nei, því eins og ég sagði við Elísubet þá er um að gera að nota tímann núna því ég ætla hvort eða er bráðum að fara að snúa mér að barneignum. Bráðum er afstætt hugtak.
Anna Huld og Soffía eru að koma til mín á morgun. Svo er aðalfundur Eirar, nemendafélags heilbrigðisdeildar annað kvöld. Bekkjarpartý á laugardaginn með hattaþemu og svo Páll Óskar í Sjallanum (Soffía er sko búin að vera að telja niður síðan í sumar) þar sem ég ætla að dansa af mér rassgatið! Ég tala nú ekki um þegar hann tekur internatoinal. Úuuuuuu jjjeeee baby.
Mágkona mín hringdi í mig um daginn og var að spyrja mig hvað ég væri að fara að gera og hún sagði: "Ohhh Eva þú ert alltaf að gera eitthvað skemmtilegt". Ella Dóra mín sagði það líka þannig að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt saman þegar ég kem heim:). Kannski voru áhyggjur mínar um það að leiðast hérna óþarfar. Þessi mánuður hefur allavega flogið.

En þá ætla ég heim og hlakka til morgundagsins. And the day after tomorrow..... og hvað þá til 18. september því þá loksins kemur ástin mín. Ég get ekki beðið eftir að sjá hann.

Eva með'í'maganum

mánudagur, september 10, 2007

Stúlka mánaðarins

Það er blendin meining í þessum titli vikunar. Sumir halda að ég sé að fara að tilkynna eitthvað alveg meiri háttar. Stúlka mánaðarins.... hljómar eitthvað svo draumkennd. En ó nei! Allavega ekki enn. En það er eins gott að ég verði það!

Í fyrsta lagi neita ég hér með að deita stráka sem líta á stelpur sem stúlku mánaðarins. Trúið mér. Þeir eru til og þeir eru víða. Kannski ekki svo mikið stúlka mánaðarins heldur meira svona stúlka líðandi stundar. Leikfang sem er í lagi til dægradvalar. Þetta var kannski hipp og kúl þegar maður var 18 ára en kona á mínum aldri (guð er ég í alvörunni að segja þetta) vill hafa það betra. Ég hef hér með undirbúið skriflegan samning við næsta gæja sem ég date-a um það að hann sé skuldbundinn að deita mig í að m.k. 3 mánuði:).

Í öðru lagi. Það hefur mikið gengið á skal ég ykkur segja. Byrjum bara á því sem ég man eftir.


  • Ég mætti of seint í vinnuna tvo daga í röð. Seinni daginn svaf ég yfir mig og þorði ekki einu sinni að hringja og tilkynna að ég kæmi of seint því ég skammaðist mín svo mikið. Það var jafnframt næst síðasti dagurinn minn.
  • Mamma gleymdi að sækja kjólinn minn í hreinsun sem ég ætlaði í brúðkaupið til Aldísar og Ísólfs. Það er eins gott að ég er alltaf með plan B þannig að það reddaðist.
  • Ég bauð Hrafnhildi og Kristjáni í mat til mín í vikunni áður en ég flutti norður. Ég var sofandi eftir næturvakt. Svaf næstum því Bónus opnunartímann af mér, hljóp þangað, gleymdi síðan kortaveskinu og þurfti að hlaupa heim á spani því það var verið að loka eftir 2 mínútur og ná í það. Í öllum hamaganginum gleymdi ég svo að koma við í búð á leiðinni heim og kaupa það sem ekki var til í Bónus. Þannig að ég þurfti að fara heim og svo aftur út í búð og ekki eina heldur tvær. Var svo ekki einu sinni byrjuð að elda þegar þau komu.
  • Svo daginn sem ég var að fara að þrífa íbúðina og mátti engan tíma missa þá sprakk á bílnum mínum. Sem betur fer komu einhverjir pólverjar (sem var reyndar geggjuð svitalykt af, eins og ég er nú viðkvæm fyrir því) og skiptu um dekk frá A - Ö. Þeir hlustuðu ekki einu sinn á mig þegar ég talaði og tóku af mér tjakkinn þegar ég ætlaði að fara að hjálpa til. Það var svo sem ágætt.
  • Einn daginn þegar ég var að koma heim þá var ég að fara í gegnum ruslpóstinn niðri í andyri þar sem eru flokkunartunnur með litlum raufum. Það vildi ekki betur til en svo að húslykilinn og sá eini sem ég hafði datt þar ofan í. Og þar stóð ég eins og brjálæðingur með stóra ruslatunnu á hvolfi að reyna að ná lyklunum til baka. Sem betur fer var ný búið að tæma tunnuna svo að ég náði lyklunum til baka þegar ég var búin að rífa út þau blöð sem voru ofan í tunnunni.
  • Svo eigum við stigar enga samleið. Þetta var nú aðeins byrjað hérna með einn stiga í skólanum eftir áramót. Ég er nefninlega alltaf næstum því dottinn í stigum ef ég dett ekki bara. Hrundi t.d. í stiganum hérna í skólanum um daginn, svo ill að að kona sem var á eftir mér hélt að ég hefði stór slasað mig og en ég hélt að ég hefði brotið síman minn. Var næstum dottinn daginn áður. Gekk líka svo illa á eina tröppuna að ég marði illa á mér tána undir pedicurinu þannig að hún er blásvört. Núna labba ég eins og gamalmenni upp alla stiga og ríg held mér í handriðið og læt það lönd og leið hvað margir eru búnir að snerta það sem þvo sér ekki reglulega um hendurnar! Er að fara að panta mér tíma hjá augnlækni svona ef þið skilduð vera að spá í því.
  • Dallurinn með eyrnapinnunum (sem er n.b. nýr og þar af leiðandi fullur) er búin að detta 3 sinnum í gólfið hjá mér nýlega. Ég næ einhvernvegin alltaf að halda ró minni þegar það gerist og jafnvel blístra þegar ég tek þá upp.
Svo að ég vitni áfram í spánna mína í Nýju lífi. "Þú átt eftir að finna hlut sem þú ert lengi búin að leita að og hélst að væri þér endanlega glataður. En það er nú bara byrjunin á þeirri miklu heppni sem á eftir að elta þig í mánuðnum". Þannig að september má sko sleikja á mér rassgatið eftir ágúst!

Plan B um helgina lukkaðist vel. Við fórum í bíó á föstudagskvöldið á "Knocked up". Hún var voða fyndin og sæt. Svo fengum við boðsmiða á tónleika með Jakobínurínu á Græna hattinum og fórum á þá. Flottir strákar en ekki alveg tónlist við mitt hæfi. Við enduðum svo á að kíkja í einn drykk fyrir svefnin á Amour og ég var komin heim um kl 01.
Það var spenningur fyrir laugardeginum af einhverri óútskýranlegri ástæðu. Við E & B fórum í smá búðarleiðangur og ég gjörsamlega tapað mér í ungbarnafötum. Það var kannski ágætt þar sem að ég þurfti að kaupa 3 sængurgjafir. Fór kannski aðeins yfir strikið í magni en það er allt í lagi. Vinkonur mínar eru hvort eða er alltaf að eiga börn. Ég keypti samt sætustu stelpusamfellu sem ég hef séð. Ef það kemur svo prinsessulína hjá Mæsu minni þá fær hún að eigana. Enginn pressa samt;). Þegar ég kom heim vígði ég svo Kitchen aid-ina með að baka þessa fínu blautu súkkulaðiköku til að fara með í matarboðið til Jón Vals og Baldvins um kvöldið. Það var mjög fínt hjá þeim. Fylltar kjúklingabringur og meðlæti. Svo kom vinur þeirra með gítar og við sungum hástöfum (Erla Þóra er meira að segja farin að hlakka til að taka aftur svona á því í 30 afmælinu mínu enda verða snillingar að spila í því. Já já þetta er allt útpælt). Svo fórum við niður í bæ, hittum Hildi og vink hennar í einn drykk á Amour og fórum svo á Kaffi Ak þar sem var fullt af fólki. Það var svo geggjað gaman. Ég hitti svo mikið af fólki sem ég þekki. Dansaði og dansaði. Alveg sjúkt:). Svo var ég bara geðveikt lengi niðri í bæ að dúlla mér. Reyndar með fullt af fólki. Svo talaði Baldvin mig inn á að taka bara með sér taxa heim á leið þó að torgið væri svo að heilla mig;). En það var gott að komast heim og henda sér upp í sófa þar sem ég rotaðist og vaknaði að hádegi daginn eftir með klikkaðan hálsríg. Hef háleitar hugmyndir um næstu helgi þar sem síðustu tvær hafa verið svona rosalega skemmtilegar.

Ég fór til miðils í dag. Ég ætla ekkert að fara að blaðra öllu sem hún var að segja. Hún byrjaði reyndar á að halda að ég ætti kærasta og eitt barn. Hhhhhmmmmm en ég kannaðist ekki við það. Svo vildi hún tengja mig mikið við útlönd. Danmörku og England sem mér fannst mjög fyndið þar sem ég er sjúuuuuk í að flytja út og þetta eru einmitt 2 lönd af 3 sem ég er að spá í. Veit nú ekki hvað vinkonurnar segja um það þar sem þær voru ekki sáttar og nánast bönnuðu mér það þegar ég sagði þeim að ég væri að spá í að eyða næsta sumri á Akureyri. Svo vildi hún endilega tengja mig og manninn minn tilvonandi (JÁ, hann er þá til eftir allt saman:) til Grikklands..... ég hélt að hún hefði sagt Tyrklands og fékk vægt sjokk því ég sá mig fyrir mér í tapaðri forræðisdeilu í framtíðinni. Svo þegar ég var að fara þá stendur hún upp og segir (án þess að vera búin að tala neitt um núverandi nám mitt eða vita hvað ég var að læra) og segir: "Ég held að þú verðir ljósmóðir". "Já, heldurðu það?" sagði ég og brosti mínu breiðasta. "Já, þú ert eitthvað svo þannig". Með þeim orðum og smá hrolli kvaddi ég og þakkaði fyrir mig.

Eva September

föstudagur, september 07, 2007

Höfuðið hátt

Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að hafa sem þemu í þessu bloggi. Málið er nefninlega að þetta átti að vera 3 bloggfærsla vikunnar! En vegna viðráðanlegra aðstæðna hafði ég bara ekki andann í mér.

Ég hélt að ég væri að verða veik á mánudaginn þannig að ég leyfði mér að kaupa mér allt sem mér langaði í. Kjúkling, ritz kex og ost, doritos og sósu og svo ís. Svo varð ég ekkert veik. Kannski af því að ég keypti öll þessi "náttúrulegu" meðöl. Svo blótaði ég þessu bara þegar leið fram á vikuna að eiga allt þetta drasl. Það er sem betur fer að verða búið núna.

Byrja kannski á því að segja að mér var illa brugðið fyrir um viku síðan þegar ég komst af því að ein af áætlunum um plön vetrarins voru farinn fyrir bí. Það var meira en bara andstigð sem fylgdi fréttunum og skalf ég ekki aðeins á höndunum af reiði heldur glamraði í tönnunum á mér. En Peppliðið kom til bjargar.
Ég hef greinilega lítið verið í tölvum undan farið því ég skráði mig inn á msn um daginn og var eftir smá stund farin að halda uppi umræðum við 8 einstaklinga auk þess að vera í símanum. Ég er líka eitthvað skotin í símanum mínum þessa dagana og 1 - 2 klst samtöl eru ekki óalgeng.

Stelpurnar mínar, skvísulínur tvær komu á föstudagskvöldið. Ég ákvað hins vegar að vera ekkert að bíða eftir þeim heima heldur skellti mér í rauðvíns matarboð hjá Erlu og Brynju. Jón Valur var líka boðinn að sjálfsögðu. Það var rosa fínt og get ég sagt ykkur það hér með miklu stolti að ég drakk eins og 3 rauðvínsglös og kveinkað mér ekki. Mér fannst reyndar bara ein tegund góð af þeim 3 flöskum sem opnaðar voru. Þetta er náttúrulega þroska merki. Umræðurnar við matarborðið voru að misjöfnum toga en þetta er nú bara einu sinni þannig þegar stelpur, áfengi og einn strákur koma saman. Ég held að hann viti meira núna en hann hefur nokkurntíman kært sig um. Sorry Jonny boy. Svo þegar stelpurnar komu fórum við í innfluttningspartý til Hildar Sólveigar. Það var bara fínt líka. Skelltum okkur í townið um kl 01. Þar var mjög lítið um manninn en þar var þó brúður, brúðgumi og gestir þeirra. Aldrei í lífinu myndi ég fara á Cafe amour á brúðkaupsdaginn sjálfan. Ég hitti nokkra félaga sem ég kíkti með á Vélsmiðjuna, þar sem það var hvort eða er ekkert líf annar staðar lét ég til leiðast. Kannski 1 stjarna. Þetta var hvort eða er bara semi.
Á laugardeginum sváfum við til kl 14. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti það bara svona með gesti og allt. Við fórum þá í búðir og enduðum á því að fara í Olís og fá okkur kaffi þar sem að sumir voru annsi vinsælir;). Ég var búin að blessa kaffið í Olís í bak og fyrir og gat bara ekki gefist upp fyrr en þangað var komið og . . . . . kaffið var að sjálfsögðu dásamað. Við fórum í mat til Hjalta og Hjartar um kvöldið. Grill og fínerí. Ég átti hins vegar von á gestum í lítið teiti þannig að við fórum heim kl 21 og áttum allar eftir að fara í sturtu. Sumir taka eflaust um höfuð sér! Sem betur fer eru stelpur alltaf fashionbel late í partý og við vorum klárar þegar fyrsti gesturinn kom. Þetta var vara voða kósí stemmning hjá okkur. Svo um kl 01 fórum við í Sjallann á Papana og skemmti ég mér konunglega. Ég sá ekki einu sinni stráka þarna inni og spurði stelpurnar daginn eftir hvor að það hefðu verið einhverjir sætir strákar þarna. Ég fékk dræm viðbrögð. Vinkona mín vill meina að ég hafi enn verið í svo miklu sjokki eftir vikuna að það hafi ennþá verið að hafa áhrif. Kannski var það rétt.
Pálína hló bara að mér þegar hún spurði mig hvort að ég væri búin að blogga og ég sagði já og uppdate-aði hana um innihaldið. "Þú tík? Einmitt?" Ég mun enn reyna mitt besta.
Eftir þynnkuna á sunnudag fóru stelpurnar mínar heim og ég til E & B.

Við vinkonurnar höfum komist að því að stelpur undir tvítugu séu mjög svo í tísku. Við höfum því tekið höndum saman og neitað samkeppni. Enda er þetta ekki réttur aldurflokkur og að ég tali svo ekki um samkeppni fyrir neðan okkar virðingu. Af hverju tvítugar stelpur séu í tísku vitum við ekki en það hefur sennilega eitthvað að gera með það að það er kannski hægt að móta þær meira en okkur eldri og vitrari (svona formlega sagt). Ég mun því hér með leita upp á við! Enda viljum við það ekki allar;). Mánaðarspáin mín í nýju lífi segir að einhver eldri sé að koma inn í líf mitt. Nákvæmlega! Ég eigi að taka þessari manneskju fagnandi því hún á eftir að kenna mér svo margt. Ég fór nú líka til spákonu í sumar og hún sagði að ég yrði gift innan tveggja ára. Ég brosti nú bara við því enda hafði ég ekki mikla trú á því. Svo fór ég aðeins að hugsa um þetta. Eftir 2 ár verð ég 28 ára og það er einmitt aldurinn þegar við Óli Jón ætlum að gifta okkur. Þannig að þetta gæti kannski bara ræst eftir allt saman. Ég býð allavega spennt eftir bónorðinu.
Pálína heldur því fram að ég geti ekki fundið mér kúrufélaga því það sé alltaf svo mikið að gera hjá mér. En aha ekki á virkum dögum:). Hvaða gaur vill ekki eiga kúrufélaga á virkum dögum og vera frír um helgar??? Gerist ekki betra.

Plan A klikkaði um helgina þannig að ég sný mér að plani B. Það felur í sér bíó, extrun, bakstur og matarboð. Ég er svo einföld að ég held alltaf að vinkonur mínar séu að ljúga að mér þegar þær segjast ætla að koma og hætta við. Held ALLTAF að þær ætli að koma mér feitt á óvart. Ég hef bara haft rangt fyrir mér svo oft að ég er nánast hætt að trúa því en......... barnartrúin vill alltaf hafa þetta í kollinum á mér. Vinkona mín sagði nú við mig að ég væri alltaf svo skipulögð að það væri ekki hægt að koma mér á óvart. Sey sey. Ef við lítum á björtu hliðarnar þá græði ég allavega 750 kr á því að ekkert varð út heimsókn helgarinnar. Ég var nefninlega svo viss um að af henni yrði ekki fyrir löngu síðan og vinkona mín rétti fram spaðann og bauð mér í veðmál. 750 krónum ríkari (sem ég hefði samt með glöðu geði borgað:) fer ég inn í helgina grunlaus um hvað hún felur í sér.

Eva Á´óvart