Í Þotuliðinu
Það eiga tveir menn í lífi mínu afmæli í dag.
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann pabbi minn.
Hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Ari boy.
Hann á afmæli í dag.
Kossar & knús til ykkar beggja.
Ég fór í klippingu og strípur í vikunni að greiðasemi við hárið á mér. Það var orðið frekar sjúskað og ákvað ég að skella mér í alstrípur núna og svo bara í nettar fyrir Bandaríkjaferðina.
Svo fór ég líka í plokkun til Kötlu Björk þannig að stelpan er orðin nokkuð sátt við sig fyrir utan nokkur aukakíló sem sitja sem fastast. Ég held ég hafi einu sinni á ævinni verið svona þung þannig að ég labbaði upp í skóla í dag:) (reyndar bara af því að ég var ekki með neinn bíl en það er aukaatriði).
En allavega. Ég fór til Reykjavíkur í brunch til Rebekku eftir að vera búin í klippingu og strípum á þriðjudaginn. Fór svo á fund með deildarstjóra hjartadeildar til að ræða lokaverkefnið. Tók kvöldvakt á Vöku. Heimsótti svo hana Sonju lasarus með sjúklinganasl. Hentist svo heim til Bárunnar þar sem ég missti mig hreinlega á netinu til kl 03:30! En ég svaf eins og engill í holunni hennar þrátt fyrir að hafa ekki náð nema 4 tímum.
Á miðvikudaginn átti ég morgunvakt og var eins og drusla í vinnunni að sökum þreytu. Ég nennti að sjálfsögðu ekki að vakna 10 mínútum fyrr til að setja á mig púður og maskar og henda einhverju í hárið á mér. Eftir vaktina brunaði ég svo í Sandgerði til Gúu syss og co. Lagði mig í líma því það var ógeðslegt veður á Reykjanesbrautinni og þurfti ég að hafa mig við við að halda drossíunni á veginum. Svo var einhver kelling næstum því búin að keyra á mig því hún skellti sér yfir á minn vegarhelming. Minn! Hjartað tókk nettan kipp og nánast að ég fann fyrir nærveru Lykla Péturs. Hjá Margeiri Felix fékk lánað þetta fína Arsenal og Íslandsdót. Var mikið að spá í því að vera svolítil gella á sprellinu í ár en ég hef alltaf fílað mig svolítið hallærislega sem er réttlætanlegt á þessum daginn þannig ég ákvað að halda því áfram. Svo fékk ég rosalega góðan kjúklingarétt áður en ég þurfti að halda aftur í bæinn og ná plokkun. Ég hitti Bárum mína svo loksins og kjöftuðum við til miðnættist en þá var ég búin á því og við hoppuðum því upp í rúm þar sem átti að halda samræðunum áfram. Ég var hins vegar of þreytt til þess að tala og hlusta þannig að það endaði með því að Bára sagði við mig: "Ég skal bara segja þér þetta á morgun". Þá var ég komin hálfa leið inn í draumaheiminn.
The rules og carma is what goes around comes around....
Miðað við það ættum við svo að vinna sprellið í dag. Ég var svo góð í gær og búin að vera undanfarið (fyrir utan nammibindindið sem ég braut reyndar ítrekað).
Fimmtudagur rann upp og ég var eldspræk og tilbúin í loftið. En nei kl 07:45 fékk ég sms þess efnis að það væri ófært til Akureyrar! Það yrði næst athugað kl 11. Til að gera langa sögu stutta var ég að tékka á fluginu allan daginn á 3 klst fresti. Á milli þess fór í Kringluna, ég fór til Soffíu í nýju íbúðina með bakarísbakkelsi í hádeginu, fór í morkinni fýlu í Smáralindina þar sem ég keypti innfluttningsgjöf handa Soffíu og "get well" gjöf hand Sons, fór til Sonju með meira sjúklinganasl, ferjaði hana til læknis og í apótek. Endaði svo á því að fara til Hrafnhildar í mat:). Kl 19 var loksins ákveðið að fljúga mér til mikillar hamingju. Ég fór út á flugvöll rúmlega 20 með Soffíu mér við hlið og lánaði Soffíu bílinn minn meðan ég er fyrir norðan. Am I good or am I good!
Það sem beið mín á flugvellinum var hvorki meira né minna en boing 757, þotan TF FIZ frá Icelandair. Ég var svo hel sátt og biðin var svo þess virði. Þess vegna var ég laus við alla flughræðslu og var pollróleg í vélinni þar sem ég hlustaði á icelandair easy listening útvarpið og skoðaði Saga boutiqe á þessu 25 mínútna flugi til Akureyrar. Mér fannst og ég öruggust í heimi í þessari stóru flottu flugvél. Eins og Brynja sagði þegar þær stöllur komu að sækja mig: "Það þýðir ekkert minna fyrir Evuna!"
Þar sem ég er farin að fljúga með þotum innanlands þá þýðir ekkert að hætta þar. Næst á dagskrá er Mile High klúbburinn:).
Það var gott að komast í íbúðina mína. Ég ákvað að henda mér strax upp í sófa með bergtopp (já ég reyni) og horfa á fyrstu 2 þættina af 3 seríu af Prison Break og sjá ástina mína loksins. Ég fann samt að ég var ekki eitthvað alveg sátt og fyrr en varði var ég komin með tuskuna í aðra hendina í semi þrif og rykmoppuna í hina! Já það er alltaf gott að koma heim. Ég hoppaði svo í "norður"holuna mína, lokaði augunum og hlakkaði til dagsins í dag.
Áfram Eir!
Eva Carma
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann pabbi minn.
Hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Ari boy.
Hann á afmæli í dag.
Kossar & knús til ykkar beggja.
Ég fór í klippingu og strípur í vikunni að greiðasemi við hárið á mér. Það var orðið frekar sjúskað og ákvað ég að skella mér í alstrípur núna og svo bara í nettar fyrir Bandaríkjaferðina.
Svo fór ég líka í plokkun til Kötlu Björk þannig að stelpan er orðin nokkuð sátt við sig fyrir utan nokkur aukakíló sem sitja sem fastast. Ég held ég hafi einu sinni á ævinni verið svona þung þannig að ég labbaði upp í skóla í dag:) (reyndar bara af því að ég var ekki með neinn bíl en það er aukaatriði).
En allavega. Ég fór til Reykjavíkur í brunch til Rebekku eftir að vera búin í klippingu og strípum á þriðjudaginn. Fór svo á fund með deildarstjóra hjartadeildar til að ræða lokaverkefnið. Tók kvöldvakt á Vöku. Heimsótti svo hana Sonju lasarus með sjúklinganasl. Hentist svo heim til Bárunnar þar sem ég missti mig hreinlega á netinu til kl 03:30! En ég svaf eins og engill í holunni hennar þrátt fyrir að hafa ekki náð nema 4 tímum.
Á miðvikudaginn átti ég morgunvakt og var eins og drusla í vinnunni að sökum þreytu. Ég nennti að sjálfsögðu ekki að vakna 10 mínútum fyrr til að setja á mig púður og maskar og henda einhverju í hárið á mér. Eftir vaktina brunaði ég svo í Sandgerði til Gúu syss og co. Lagði mig í líma því það var ógeðslegt veður á Reykjanesbrautinni og þurfti ég að hafa mig við við að halda drossíunni á veginum. Svo var einhver kelling næstum því búin að keyra á mig því hún skellti sér yfir á minn vegarhelming. Minn! Hjartað tókk nettan kipp og nánast að ég fann fyrir nærveru Lykla Péturs. Hjá Margeiri Felix fékk lánað þetta fína Arsenal og Íslandsdót. Var mikið að spá í því að vera svolítil gella á sprellinu í ár en ég hef alltaf fílað mig svolítið hallærislega sem er réttlætanlegt á þessum daginn þannig ég ákvað að halda því áfram. Svo fékk ég rosalega góðan kjúklingarétt áður en ég þurfti að halda aftur í bæinn og ná plokkun. Ég hitti Bárum mína svo loksins og kjöftuðum við til miðnættist en þá var ég búin á því og við hoppuðum því upp í rúm þar sem átti að halda samræðunum áfram. Ég var hins vegar of þreytt til þess að tala og hlusta þannig að það endaði með því að Bára sagði við mig: "Ég skal bara segja þér þetta á morgun". Þá var ég komin hálfa leið inn í draumaheiminn.
The rules og carma is what goes around comes around....
Miðað við það ættum við svo að vinna sprellið í dag. Ég var svo góð í gær og búin að vera undanfarið (fyrir utan nammibindindið sem ég braut reyndar ítrekað).
Fimmtudagur rann upp og ég var eldspræk og tilbúin í loftið. En nei kl 07:45 fékk ég sms þess efnis að það væri ófært til Akureyrar! Það yrði næst athugað kl 11. Til að gera langa sögu stutta var ég að tékka á fluginu allan daginn á 3 klst fresti. Á milli þess fór í Kringluna, ég fór til Soffíu í nýju íbúðina með bakarísbakkelsi í hádeginu, fór í morkinni fýlu í Smáralindina þar sem ég keypti innfluttningsgjöf handa Soffíu og "get well" gjöf hand Sons, fór til Sonju með meira sjúklinganasl, ferjaði hana til læknis og í apótek. Endaði svo á því að fara til Hrafnhildar í mat:). Kl 19 var loksins ákveðið að fljúga mér til mikillar hamingju. Ég fór út á flugvöll rúmlega 20 með Soffíu mér við hlið og lánaði Soffíu bílinn minn meðan ég er fyrir norðan. Am I good or am I good!
Það sem beið mín á flugvellinum var hvorki meira né minna en boing 757, þotan TF FIZ frá Icelandair. Ég var svo hel sátt og biðin var svo þess virði. Þess vegna var ég laus við alla flughræðslu og var pollróleg í vélinni þar sem ég hlustaði á icelandair easy listening útvarpið og skoðaði Saga boutiqe á þessu 25 mínútna flugi til Akureyrar. Mér fannst og ég öruggust í heimi í þessari stóru flottu flugvél. Eins og Brynja sagði þegar þær stöllur komu að sækja mig: "Það þýðir ekkert minna fyrir Evuna!"
Þar sem ég er farin að fljúga með þotum innanlands þá þýðir ekkert að hætta þar. Næst á dagskrá er Mile High klúbburinn:).
Það var gott að komast í íbúðina mína. Ég ákvað að henda mér strax upp í sófa með bergtopp (já ég reyni) og horfa á fyrstu 2 þættina af 3 seríu af Prison Break og sjá ástina mína loksins. Ég fann samt að ég var ekki eitthvað alveg sátt og fyrr en varði var ég komin með tuskuna í aðra hendina í semi þrif og rykmoppuna í hina! Já það er alltaf gott að koma heim. Ég hoppaði svo í "norður"holuna mína, lokaði augunum og hlakkaði til dagsins í dag.
Áfram Eir!
Eva Carma