Þá er stelpan komin norður eftir yndislegt sumar. Ég rann í bæjinn s.l. fimmtudag ástam fríðu föruneyti.
Mömmu var ekki að lítast á blikuna þegar við vorum að taka upp úr búslóðarkössunum heima í bílskúr.
Hún segir eftir einn slíkan: "Komdu með plastkassa."
Ég: "Ég er búin að fylla þá alla og ætla að taka þá með mér norður."
Mamma: "Nei, Eva Björk! Ertu rugluð?"
Henni varð einnig nokkuð brugðið þegar ég renndi við heima með bílinn minn drekkhlaðinn og það bara dótið sem ég var með fyrir sunnann! Þá voru þau búin að fylla Toyotuna! Þá var bara að troða.... og aðallega í minn bíl.
Svo var brunað af stað. Við stoppuðum á Blönduósi á Pottinum og Pönnunni sem er nýr staður þar og fengum okkur að snæða. Túristinn á næsta borði snýtti sér svo rosalega að ég sver fyrir það að pabbi átti erfitt með sig. En við vorum nú langt komin með það að borða.
Við byrjuðum á því að henta inn dótinu í Löngumýri. Ég ætlaði reyndar að gista en hætti snarlega við þar sem var von á rafvirkja daginn eftir kl 09 og það inn í svefnherbergið. Hann hefði samt örugglega verið þræl sáttur ef að ég hefði legið í rúminu nánast á túttunum..... je my, sexy thing.
Við hófumst handa kl 11 daginn eftir. Þetta voru margir kassar sem hlóðust hvorn ofan á annann enda engir 100 fermetrar. Þegar ég fór með pabba upp í Furulund að sækja restina þá sagði hann: "Og hvað átt þú hér?" Og litla fallega prinsessan hans svaraði: "Allt." án þess að blikna.
Föstudagurinn fór í þetta ásamt laugardeginum með dyggri hjálp foreldra minna og pabbi var lazarus í ofanálagt. Við fórum líka í R.L. (keypi sjónvarpshillu, yfirdýnu, auka stóla, gardínur, plastdúk, blúndukant, þvottabala og fl) og svo á Nytjamarkað upp á Hömrum þar sem ég gerði kostakaup og keypti amerískan svefnsófa á 10.000 kr og gler sófaborð á 2000 kr. Mér fannst sófinn svo ljótur sem var þarna að við hentum honum og svo var bara einbreitt rúm þarna sem var náttúrulega ekki nógu gott fyrir mig en mér hlotnaðist rosalega gott rúm frá henni Páls. Ég hreinlega elska að vera í rúminu...... ummmmmm. Takk elskan.
Pabbi var alveg með opna budduna og borgaði allt hægri vinstri aðalega vegna þess að ég hafði gleymt að millifæra á kortið mitt. Hann var nánast farin að svitna held ég. Samt sagði hann: "Keyptu bara það sem þú þarft. Ég borga svo bara. Er það ekki vaninn?"( sem er reyndar ýkt). En síðan kom ég eins og færandi engill og borgaði honum hverja einustu krónu sem hann hafði greitt fyir mig. M og P fóru reyndar til Jóhannesar og keyptu smá í ísskápinn minn. Ég fór samt aftur á laugardeginum og verslaði fyrir 7000 kr og svo fyrir 2000 kr í vikunni og svo í NETTÓ og verslaði fyrir aðrar 2000 kr þar! Inn í þessu eru engar hreinlætisvörur, bökunarvörur eða krydd. Held að ég átti mig stundum ekki á því að ég búi ein.
Ég var svo sátt á laugardagskvöldið enda búin að koma mér rosalega vel fyrir. Pullur í sófann. Dúkar á borðin. Uppábúið rúm. Myndir á veggina. Svart - hvít aðalþema í eldhúsið, ásamt litum í horninu og upp á skápunum, með mildum handmáluðu spænskum bökkum á eldhúsborðinu og munnþurrum úr bómull. Bleikt og gyllt á ísskápnum. Beige í sjónvarpsholinu. Mild dökk bleikur inn á baði. Og svo er svefnherbergið mest í ljósum lit og smá brúnum með hvítri seríu seríu yfir englunum mínum.
Ég kíkti aðeins út um kvöldið en það var glatað og þekkti ég nú ekki marga nema gamlan pappakassa sem fær ekki einu sinni illt augráð frá mér. Mér fannst friends heima í sófa hljóma miklu betur og var komin aftur heim innan klukkustundar.
Það var svo til allt tilbúið morgunin eftir og mamma spurði hvað ég hefði eiginlega verið lengi að. En ég var búin að þessu um kl 01 um nóttina eftir 3 klst púl. Innan við sólahring eftir að ég var búin að koma mér fyrir í íbúðinni minni var ég búin að fá fólk í brunch ((mömmu, pabba, Siggu og Jóhann (enda vorum við búin að vera í svo góðu yfirlæti hjá þeim um helgina)), skúra og henda í þvottavél. Leigjandi minn kom akkurat niður þegar við sátum í kósíheitum öll saman og fannst þetta svo flott hjá mér að hún ætlar að koma og taka myndir. Orðspot mitt hefur dreift úr sér og er m.a. búið að ráða mig í vinnu við innanhús arkitektúr þegar ég kem næst heim. Takk fyrir takk.
Eina sem öllum finnst vanta í kósíheitinn er eitt stykki karlmaður. Let´s face it... við erum á Akureyri þar sem slíkt með fríðindum er mjög erfitt að finna.
Nú er alveg allt komið og þá meina ég líka skápaskipulaggningar nema það er einn hængur. Ég þarf að ráða rafvirkja af því að ég færði ísskápinn til norðurs og þar af leiðandi þarf að færa rofan svo að ég geti athafnað mig í eldhúsinu. Hélt að þetta yrði allt í lagi en vetur er að skella á þannig að ég vil hafa meiri birtu. Svo veit ég ekki hvort að rafvirkjar geti fiffað sjónvarp því að ég næ bara stöð 1 og er með sjónvarpsloftnet. Ég tengdi samt dvd spilarann og videoið alveg sjálf:). Það þyrfti samt kannski ekkert að fylgja sögunni en videoið virkar ekki. Þannig að kannski þyrfti ég að fá einhvern gaur til að sansa það líka.
Ég get helt upp á kaffi á 4 vegu. Ég á 2 tegundir af kaffisírópi. Get boðið upp á nokkar tegundir af heitu te og 2 af köldu. Ég get boðið upp á íste. Ég get fært fólki mjólkina kalda eða flóaða. Ég á pönnukökupönnu og vöfflujárn og bakarofnin elskar mig.
Verið alltaf velkomin til mín í hreiðrið mitt.
Mikið er ég fegin að vera búin að safna í búið síðan ég var 16 ára enda er nánast allt í íbúðinni mitt. Nú get ég í alvörunni farið að safna einhverju veglegu. Er að spá í hnífasetti, salat áhöldum, svo ætla ég að safna Ittala kirstal og Rosendal glösum. Þau eru ekki rándýr, klassísk og ég fell ekki í yfirlið ef þau brotna. Keypti mér áleggsgafla í Byko og þá þarf ég bara að leita mér að ísskeið og mælikönnu og þá er ég góð.
Fyrstu gestirnir mínir eru að koma um helgina. Ég er að fara í matarboð, innfluttningspartý á föstudaginn og ætla sjálf að halda eitt slíkt á laugardaginn. Blekuð er ekki orðið yfir það sem ég ætla að vera um helgina heldur hél blekuð!
Pistill um "the last days of south" er að vænta innan skamms ég bara gat ekki hugsað mér að hafa þennan lengri. Þá koma líka myndir.
Eva Stolta.Ps. Takk elsku besta mamma mín og pabbi minn. ooo & xxx.