Ég á lítinn skrýtinn skugga
Þá er maður bara komin heim. Heimferðin gekk þó ekki slysalaust fyrir sig frekar en vanalega þ.e.a.s. eftir próftíð. Greinilega einhver álög þar á ferð. Ég fór nefninlega út af á leiðinni og eitt dekkið sprakk. Ég veit í rauninni ekki hvort sprungna dekkið var orsökin eða afleiðingin af utan af akstrinum. En eitthvað grunar mig þó að kókómjólkin sem ég var að reyna að finna samastað fyrir í bílnum hafi eitthvað haft með það að gera. Útaf aksturinn var samt á heppilegum stað og komst ég upp á veginn aftur án hjálpar. Dekkið var aftur á móti annað mál og eftir að ég var búin að týna ýmislegt upp úr skottinu þá var ég komin með tvo tjakka og þrjá skiptilykla á jörðina. Ég er nú vön manneskja þegar kemur að dekkjamálum en mig vantaði eitthvað upp á hersluna enda á ég góðan og sterkan pabba. Var ekki að meika það sem pabbi var að segja við mig í símann þannig að ég hringdi bara í Ellu mína og fékk þann andlega stuðning sem ég þurfti. Eftir þrósku og kuldahret gafst ég upp og reyndi að húkka trukk þar sem að mér fundust fólksbílar ekki físilegur kostur þar sem kona gæti verið við stýrið og ekki gat hún nú hjálpað mér víst að ég gat þetta ekki sjálf. En nei trukkurinn sem var nota bene með tengivagni (menly) og tvo karlmenn innan borðs brunaði fram hjá mér, þessari drop dead gellu líka. Hvað er að karlmönnum nú til dags bara? Það var nú heldur betur farið að fara í skapið á mér og ætlaði ég að skokka á næsta sveitabæ en þá sá mig auma ungur strákur, stoppaði og kastaði sér á jörðina í hvítri skyru og allt. Hélt uppi heiðrinum fyrir hina aumingjana sem keyrðu fram hjá.
Ég var á Akureyri í viku í "afslöppun". Við Anna Huld pökkuðum í rólegheitum og ég get svarið það að ég skil bara ekki hvað ég á mikið af dóti. Svo fórum við í sveitina til Kristjönu austur á Þórshöfn í sauðburð. Þar voru okkur boðnir nokkrir bóndar á hverju stórbýlinu á fætur öðru. Síðast en ekki síst þá fór ég á lokaverkefniskynninguna hjá stelpunum mínum. Maður var sko stolltur af þeim að sýna "barnið sitt". Hugsa sér að við erum bara næsti hópurinn sem gerir þetta. Svo er fólk mikið farið að spyrja hvað maður ætli að gera eftir útskrift og það er eitthvað sem maður þarf virkilega að fara að spá í. Maður er í alvörunni að verða fullorðin. Ég fæ oft að heyra spurninguna í vinnunni hvort að ég ætli að verða ljósmóðir? Var alltaf svolítið langt í framtíðinni en í dag segi ég já því að það er draumurinn. Byrjaði í vinnunni á sængurkvennagangi á mánudaginn. Er að fíla mig svo vel þar. Finnst ég alveg vera á heimavelli. Krílin eiga mig sko alla og það er sko kling kling kling kling.
Fékk íbúðina, á besta stað í bænum afhenta fyrir hálfum mánuði en flutti dótið inn á laugardag og gerði hana að mínu á þriðjudag. Er búin að vera að dúllast í að versla fínerí í íbúðina enda dundari með meiru eins og hún Ella mín segir. Ég er samt búin að taka þetta í skorpum, Kringluna einn daginn, RL og Ikea einn daginn, Blómaval og Holtagarðar einn daginn. En það var ein hamingjusöm stelpa sem henti sér í sófann heima hjá SÉR á þriðjudagskvöldið með velheppnað verkefni unnið, seríur, kertaljós og alein. En hver veit nema Kalli á þakinu banki upp á einn daginn;) Ég er svo sátt við íbúðina. Nágrannarnir eru ekki af verri endanum; Jói og Gugga úr Kompás, Erótík.is og bifhjólaklúbburinn Fáfnir. Maren spurði mig einmitt um daginn hvort að ég ætlaði ekki að bjóða þeim í kaffi en mér finnst ég þurfa nú að kaupa almennilega kaffibolla fyrst.
Er komin í 4 daga helgarfrí. Ætla að taka daginn snemma á morgun og fara til Hjálms Dórs í Brunch og kíkja á nýju litlu Líf, Kristín Eddu og litlu Huldu Þórunni eftir hádegi og jafnvel á litlu Írisi Emblu seinni partinn en ég er nú aðeins búin að knúsast með hana. Svo er árgangsmót á laugardaginn. Kannski varpið um helgina sem ég er búin að hlakka endalaust til, vorferð í vinnunni í næstu viku og allt að gerast.
That´s all,
Eva, Jói & Gugga
Ég var á Akureyri í viku í "afslöppun". Við Anna Huld pökkuðum í rólegheitum og ég get svarið það að ég skil bara ekki hvað ég á mikið af dóti. Svo fórum við í sveitina til Kristjönu austur á Þórshöfn í sauðburð. Þar voru okkur boðnir nokkrir bóndar á hverju stórbýlinu á fætur öðru. Síðast en ekki síst þá fór ég á lokaverkefniskynninguna hjá stelpunum mínum. Maður var sko stolltur af þeim að sýna "barnið sitt". Hugsa sér að við erum bara næsti hópurinn sem gerir þetta. Svo er fólk mikið farið að spyrja hvað maður ætli að gera eftir útskrift og það er eitthvað sem maður þarf virkilega að fara að spá í. Maður er í alvörunni að verða fullorðin. Ég fæ oft að heyra spurninguna í vinnunni hvort að ég ætli að verða ljósmóðir? Var alltaf svolítið langt í framtíðinni en í dag segi ég já því að það er draumurinn. Byrjaði í vinnunni á sængurkvennagangi á mánudaginn. Er að fíla mig svo vel þar. Finnst ég alveg vera á heimavelli. Krílin eiga mig sko alla og það er sko kling kling kling kling.
Fékk íbúðina, á besta stað í bænum afhenta fyrir hálfum mánuði en flutti dótið inn á laugardag og gerði hana að mínu á þriðjudag. Er búin að vera að dúllast í að versla fínerí í íbúðina enda dundari með meiru eins og hún Ella mín segir. Ég er samt búin að taka þetta í skorpum, Kringluna einn daginn, RL og Ikea einn daginn, Blómaval og Holtagarðar einn daginn. En það var ein hamingjusöm stelpa sem henti sér í sófann heima hjá SÉR á þriðjudagskvöldið með velheppnað verkefni unnið, seríur, kertaljós og alein. En hver veit nema Kalli á þakinu banki upp á einn daginn;) Ég er svo sátt við íbúðina. Nágrannarnir eru ekki af verri endanum; Jói og Gugga úr Kompás, Erótík.is og bifhjólaklúbburinn Fáfnir. Maren spurði mig einmitt um daginn hvort að ég ætlaði ekki að bjóða þeim í kaffi en mér finnst ég þurfa nú að kaupa almennilega kaffibolla fyrst.
Er komin í 4 daga helgarfrí. Ætla að taka daginn snemma á morgun og fara til Hjálms Dórs í Brunch og kíkja á nýju litlu Líf, Kristín Eddu og litlu Huldu Þórunni eftir hádegi og jafnvel á litlu Írisi Emblu seinni partinn en ég er nú aðeins búin að knúsast með hana. Svo er árgangsmót á laugardaginn. Kannski varpið um helgina sem ég er búin að hlakka endalaust til, vorferð í vinnunni í næstu viku og allt að gerast.
That´s all,
Eva, Jói & Gugga