Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

mánudagur, apríl 30, 2007

Sólstingur

Svolítið langt milli blogga..... en það hefur nú gerst áður og gerist iðulega á þessum tíma. Já prófin eru byrjuð. Fyrsta prófið var í dag og nú er smá pása til að pústa, já og sofa. Ég held að ég hafi ekki sofið meira en 6 klst að meðaltali á sólarhring síðan fyrir rúmri viku síðan þannig að það vantar nú einhverja orkuhleðslu en hana hyggst ég fá í nótt (gengur greinilega ekki að taka þetta allt út í ellinni). Veit ekki hvað kom yfir mig bara, ekkert stress komið fyrir prófin og allt mjög óvenjulegt. Fékk samt nettan hroll þegar ég kom inn í prófið í dag. En þetta er kannski bara af því að ég er búin að vera í mjög óvanalegum aðstæðum og hef ekki alveg verið að upplifa próf-fílinginn sterkt.

Ég flaug heim á fimmtudaginn til að kveðja afa minn. Var hin spakast í fluginu. Það er bara eitthvað róandi í loftinu. Ég þóttist ætla að vera voða dugleg með Hrefnu og var bara með örfá atriði sem ég ætlaði að sinna. Eitthvað lítið fór þó fyrir lærdómnum en þar fyrir utan fannst mér bara gott að komast aðeins heim (kíkti í brunch með stelpunum og gat knúsað Ellu Málmfríði bless, hitti Báru mína, sá hana litlu skvís Huldu Þórunni og komst aðeins að knúsa Írisi Emblu snúllumús). Vona að afi minn heitinn sendi mér strauma í staðinn fyrir þann tíma sem fór í social hour enda var hann mannblendin maður.

En það er yndislegt veður á Ak, 23 stig og sól og er búið að vera þannig síðan ég kom aftur til baka á laugardaginn. Ég var ekki alveg að ná að kúpla mig inn í lærdóminn á þann daginn enda fékk ég gesti;) alltaf sátt með það. Ætlaði þess vegna að taka sunnudaginn með trompi. Í gær vaknaði ég svo kl 10:00 og var byrjuð að dotta yfir bókunum um klst seinna. Skellti mér í göngu og í búð svona inn á milli og allur dagurinn varð einhvern vegin hálf slitróttur. Ég dottaði yfir bókunum svona cirka 3 sinnum. Fór svo í 10-11 og þakkaði konunni bara fyrir þegar hún bauð mér góða kvöldið. Ein orðin svolítið steikt. Í morgun leið mér bara eins og ég væri hálf vönkuð þegar ég var að reyna að lesa. Eftir einn burn og stóran kaffibolla fór kollurinn eitthvað að taka við sér en þá var klukkan líka að verða 9! En það kveiku margir á kertum fyrir mig, og von um að góðir vættir og sterkir straumar komi mér til bjargar. Reyndar hélt einn að ég væri í öðru prófi og sendi mér vitlausa strauma. Vona að það skekki ekki niðurstöðuna;) Neeiiiii nei.
Ég ákvað að kíkja á próftöfluna mína í gær til að athuga hvort að hjúkrunarfræðiprófið á miðvikudaginn væri ekki örugglega kl 9. En nei hjúkrunarprófið er á laugardaginn kl 14 og næsta próf er á fimmtudaginn og er hand- og lyflæknisfræði. Hhhhhöööö hmmmmm. Ég þyrfti aðeins að kynna mér heimildarmennina mína betur.

En annars er ekki mikið að frétta í bili. Er búin að vera á fullu að skila inn lokaverkefnum annarinnar. Reyna svo að vera svolítið með stelpunum mínum enda eru þetta að verða endalok Akureyrargrúbbunar as a whole á Akureyri:( Jesús hvað ég á eftir að sakna þeirra! Við ætlum þó að slá endapunktinn á þessa önn með station helgi eftir hálfan mánuð, þá er próflokadjamm á föstudeginum og svo grill-djamm eurovision/kostningar á laugardagskvöldinu. Stakk upp á því að brenna partýdisk og það er skylda að setja: "In your arms" með Hallogoodbye. Ég er með svo mikið æði fyrir því. Er með það meira að segja á núna á repeat. Svo ætlum við náttúrulega að gera alveg fullt í sumar. Hlakkar endalaust til.

En við ætlum að hendast í sund (ég enn í retro sundbolnum... sem strákarnir eru alveg sjjjúúúkir í;) með von um smá lit á kroppinn og byrja fersk og VAKANDI á hand- og lyf um kl 16:30.

Eva "kær-félagi"

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Minningar um menn

Fallegasta í upphafi páskadagskvölds

Já það er sko best að kúra hjá mér;)


Jæja þá er stelpan sest niður við tölvuna. Byrja kannski á því að segja ykkur að ég hef ákveðið að fresta barneignum fram yfir þrítugt! Ég er ekki alveg að finna álitlegan undaneldisfélaga þannig að þetta verður bara að bíða.
Ég fór suður um páskana sem var bara ljúft. Var að sjálfsögðu með to do list. Af 15 atriðum náði ég 13 og geri aðrir betur (Hjálmur Dór var á listanum en hann var erlendis þannig að það má segja að ég hafi náð 14). Ég spilaði og rúntaði með stelpunum. Heimsótti Jón bróðir og co reglulega! Fór í fermingu á skírdag til Margeirs Felix sem knúsaði mig 3svar fyrir pakkann sem ég gaf honum. Ekki erfitt að vera í uppáhaldi;) Eyddi líka quility tíma með fjölskyldunni. Setti sumardekkin undir bílinn en pabbi setti vetrardekkin svo undir aftur... hö hmmm. Ég fór líka með bílinn í skoðun og var svo ekki sátt við að fá grænan límmiða. Dóri skoðunargúru sagði að ég mætti ráða hvort ég fengi hann eða rauðan (akstursbann!) þannig að ég sættist á græna fyrir rest. Svo fór hann nú eitthvað að pikka út á hliðaspegilinn. Ég sagði að það skipti engu máli þar sem að ég notaði þá nú aldrei. Vitum öll að einu speglarnir sem ég nota er þessi inn í bílnum og hann er ekkert stilltur á umferðina;) Fór líka með Hrafnhildi í Debenhams að kaupa tankini. Ég sver ég veit ekki hvor hló meira í búningsklefanum. Ég fór reglulega og knúsaði litlu snúllu Írisi Emblu sem finnst svo gott að vera hjá mér að hún steinsofnar alltaf.
En á föstudaginn langa krúsaði ég með Mæsu minni og Steindór í bústað þar sem við lágum, borðuðum og horfðum meðal annars á Fasta liði eins og venjulega;) Indi klikkar aldrei. Þetta var alveg æði og manneskjan (sem pabbi heldur fram að sé með Njálg því hún getur aldrei verið kyrr) var bara sú spakasta. Á páskadag skellt ég mér svo á ball með nokkrum píum. Áfengismagnið fór þó eitthvað fram úr áætluðu magni þar sem að tímaáætluninni skeikaði um þrjú korter. Ég var því po peres. Man ekki mikið en ég hitti strák (sem ég þekki n.b. ekki neitt) sem hefur grennst svo mikið og er orðinn nokkuð myndarlegur og ég ætla í guðanna bænum að vona að ég hafi ekki verið að segja það! í lok næturinnar samdi ég svo mitt eigið tungumál. Morgunin eftir man ég svo ekki einu sinni eftir að hafa farið í sturtu.
Ég fór líka á djammið í RVK aðfaranótt 1. apríl með Guddu minni og ef þá er ekki tími til að gabba þá veit ég ekki hvað. En það var nú eitthvað lítið um það. Skemmti mér konunglega;)

Ég fór svo norður aftur á miðvikudag. Kom við hjá sæta prins Þorsteini Breka og svo hjá Katrínu vinkonu á Hvammstanga (loksins). Skólinn byrjaði strax með þéttu sparki í rassinn enda NÓG að gera.
Helgin var rosaleg;) Á föstudaginn grilluðum við Sofie með strákunum og tókum tjúttið á þetta á Amour sem var bara nokkuð gott þrátt fyrir 18 ára meðal aldur. Á laugardaginn komu svo skvísurnar mína til baka. Við fórum í leikhús og svo í partý í I-ið þar sem var tekið Jacksonin á þetta, hver með sínu dans-lagi. Emjaði úr hlátri þegar ég sá myndbandið. Amour var málið með ósk um hærri meðalaldur. Það var alveg stappað af fólki og góður stemmari. Var ekki alveg að lítast á einhvern trúbador en það rættist þó úr þessu. Maður þorði ekki annað en að spyrja hverja einustu karlkyns manneskju um skilríki ef maður ætlaði nú að tala við þá. Ég labbaði svo heim, UPP gilið á skóm sem ég var að ganga til 10 - 12 cm hælar. Takk fyrir takk.

Minn fyrrverandi "kærasti" dúkkaði einnig upp hérna á norðurlandi og blessunarlega var ég fyrir sunnan og hann þarf svo ekki að ónáða sig við að hafa samband við mig aftur. En eins og alltaf þá vil ég fá það sem ég get ekki fengið. Bára mín er alltaf með skemmtilegar pælingar og ég neita því alveg eins og hún að hætta að trúa á flugelda og fiðrildi enda ástfangin af ástinni.

Í lokin langar mig til að minnast afa míns í nokkum orðum en hann hefur kvatt þennan heim.

Afi minn nú farinn er
minningarnar streyma hér.
Hann vildi ekki mikið hæla
en kallaði mig samt indæla.
Ég er viss um að þér vel líði
einhverjir við hliðið þín bíði.
Hugga mig við þín góðu 90 ár
og að tíminn hann lækni öll tár.

Ætla að henda mér í holuna mína.

Eva honey bunch