Hvítir sloppar og sexy kroppar
Ég held að ég sé hér með búin að afsala mér verðlaununum fyrir besta bloggara fyrrihluta ársins.....
Hvar var ég eiginlega síðast? Já, þá var ég að klára fyrri vikuna heima á fæðingadeildinni. Það var auðvitað yndislegt að vera þar í seinni vikunni líka, svolítið mikið rólegt en gott. Var svo sannarlega heima:) Svo knúsuðu allar ljósurnar mig þegar ég hætti:). Ég fór í vísindaferð til RVK með háskólanum á föstudeginum sem var bara fínt og svo kíkti ég í Sandgerði. Hinar helgarnir fór ég svo í X factor partý til Önnu Þóru minnar og svo bara á Mörkina, eina skemmtistaðinn á Akranesi svona ef þið vissuð það ekki!!! Svo fór ég í dekur í laugarspa á föstudaginn um síðustu helgi, djúsaði, á djammið með stelpunum og lenti á nokkrum sénsum. Er þetta einhver lykt í áfenginu sem laðar að eða? Á laugardeginum var svo frændsystkinamót með tilheyrandi sprellum og leikjum þar sem mitt lið vann! Hvað annað! Ég var reyndar dæmd ofhæf til keppni í einum riðli þar sem að ég fékk samt sem áður að láta ljós mitt skýna utan keppni og rústaði því náttúrulega. Ég fórnaði mér svo í mínum einkariðli að ég er með marbletti með lag þess sem ég var að bera. Hélt reyndar að fitan myndi dekka það en aldeilis ekki. Er greinilega bara svona heavy mössuð.
Á mánudeginum byrjaði ég svo á krabbameinsdeildinni á LSH og ég held að ég hafi aldrei verið svona kvíðin fyrir verknám, var alveg með tvöfaldan skátahnút með lykkju í maganum. En svo varð þetta bara besta verknám sem ég hef farið í námslega séð og í raun allt öðruvísi deild en ég hélt. Er búin að fá rosalega mörg tækifæri til að spreita mig og frábæran leiðbeinanda sem gaf mér lang bestu umsögn í lokamati sem ég hef fengið (og hef ég alltaf fengið góða) og ég bara klökknaði í dag þegar hún var að segja hvað ég væri æðisleg:) Svo er líka rosalega myndarlegur kandidat á deildinni... LOKSINS!!! Komin tími til. Svo er það bara síðasti dagurinn á morgun, helgin, afmælið og aftur í skólann á mánudag. Verð reyndar í þrem hlutverkum því ég auk þess að vera nemi og húsmóðir verð líka stjúpmóðir því hún bróðurdóttir mín ætlar að vera hjá bestu frænku sinni. Hún hlakkar svo til að hún er farin að rukka ömmu sína um ferðatöskuna sem hún ætlaði að lána henni svo hún geti farið að pakka:)
Hafði þið einhvern tíman velt því fyrir ykkur hvað við erum glöð þegar draumar okkar rætast? En spáum við ekki minna í því þegar við látum drauma annarra rætast og snertum líf annara? Því það er í rauninni eitthvað sem við erum að gera. Við höfum sennilega öll æft okkar óskarsverðlaunaræðu í hljóði, fyrir hvað og hverjum við myndum þakka. Ég mun kannski aldrei vinna óskarverðlauninni (kannski bara Nóblarann sem er nú ekki minni heiður) En leikarar tala oft um það hvernig það er að snerta líf annarra. En hversu persónulegt er það? Mig langar allavega til að hugsa það þannig að í mínu lífi og starfi þá muni einhver muna eftir mér þannig að ég hafi snert strengi og gert eitthvað mikilsvert, hvernig sem ég mun hafa áhrif á það. Þá er ég líka að tala um eitthvað sterkar og dýpra en að vera bara falleg;)
Anna Þóra mín og Andri eignuðust svo líka fallegu prinsessuna á sunnudaginn. Gjafakarfan sem ég var búin að safna í var því fullkomnuð og komið í hendur eigandans. Litla snúlla er algjör draumur í dós og bræðir mann alveg í smjör. Er búin að fara og sjá hana tvisvar, máta og passa. Vaknaði meira að segja hjá mér í gær og horfði bara á mig með fallegu augunum sínum og sagði með þeim að ég væri besta "frænka" sín. Innilega til hamingju með þetta elskurnar.
Mig dreymdi rosalega sérstakan draum um daginn. Að ég væri að fara til spákonu sem var reyndar kona sem ég þekki og er ekki spákona. Hún var að spá heima hjá sér, inn í svefnherbergi með manninn sinn sofandi í rúminu. Já já bara heimilisleg. Heimilið er reyndar rétt hjá mömmu og pabba. Hún spáði í óróa og átti maður að velja sér 5 óróa nema hvað að það voru svo fáir óróar að maður var nánast með þá sömu og manneskjan á undan sem mér fannst ekki ýkja spennandi þar sem mér fannst að spárnar yrðu svo líkar. Við fórum 4 saman og ég var önnur inn nema hvað að spákonan var farin á námskeið og maðurinn hennar sagði mér að koma seinna. En þá kom konan og sagði að þetta væri allt í lagi því hún yrði svo fljótt með mig. Svo tók hún upp spil og spáði fyrst í þau. Ég man reyndar ekkert eftir hvað hún sagði með þau nema hún nefndi drenginn sem átti hjarta mitt þarna á nafn. Svo sagði hún mér að koma með mér út fyrir og fór með mig í götu sem ég hef oft komið í áður. Við gengum saman niður götuna og þar skiptist gatan í að vera í lit og svart-hvít, frekar spúkí. Hún spurði mig svo hvort að ég vissi hvað þetta táknaði? Ég vissi það ekki. Þá segir hún við mig að það sem sé í lit sé líf mitt og svart hvíta sé það sem mig dreymir um! Þekkir einhver einhvern sem getur ráðið þennan draum? Endilega látið mig vita.
Ta ta. Það er nú bara rétt rúm vika í árshátíðina og stelpan er ennþá mjög svo frjálslega vaxinn. Aðhaldið fór eitthvað. Ætla á súpukúr 3 dögum fyrir og gera 100 magaæfingar daglega svo að ég passi í kjólinn. Hef grun um að Bob the belly sé búin að hreiðra annsi vel um sig. Mín er búin að panta sér klipp og stríp, ætlar í brúnkusprey og jafnvel splæsa í neglur. Búin að fara í vax og plokkun. Svo var ég náttúrulega búin að leita svolítið mikið af hinu fullkomnu eyrnalokkum þar sem þeir eru lúkkið við dressið. Keypti nokkur pör til að hafa þetta skothelt en fékk þá svo bara þá fullkomnu gefins í síðustu viku ásamt meni í stíl.
Jæja þá er best að bera á sig brúnkukrem og vera svolítið fersk síðasta daginn í vinnunni ef ég skildi lenda á séns... þá allavega í matsalnum sem er alveg babe magnet;)
That´s all
Eva RvAkur
Hvar var ég eiginlega síðast? Já, þá var ég að klára fyrri vikuna heima á fæðingadeildinni. Það var auðvitað yndislegt að vera þar í seinni vikunni líka, svolítið mikið rólegt en gott. Var svo sannarlega heima:) Svo knúsuðu allar ljósurnar mig þegar ég hætti:). Ég fór í vísindaferð til RVK með háskólanum á föstudeginum sem var bara fínt og svo kíkti ég í Sandgerði. Hinar helgarnir fór ég svo í X factor partý til Önnu Þóru minnar og svo bara á Mörkina, eina skemmtistaðinn á Akranesi svona ef þið vissuð það ekki!!! Svo fór ég í dekur í laugarspa á föstudaginn um síðustu helgi, djúsaði, á djammið með stelpunum og lenti á nokkrum sénsum. Er þetta einhver lykt í áfenginu sem laðar að eða? Á laugardeginum var svo frændsystkinamót með tilheyrandi sprellum og leikjum þar sem mitt lið vann! Hvað annað! Ég var reyndar dæmd ofhæf til keppni í einum riðli þar sem að ég fékk samt sem áður að láta ljós mitt skýna utan keppni og rústaði því náttúrulega. Ég fórnaði mér svo í mínum einkariðli að ég er með marbletti með lag þess sem ég var að bera. Hélt reyndar að fitan myndi dekka það en aldeilis ekki. Er greinilega bara svona heavy mössuð.
Á mánudeginum byrjaði ég svo á krabbameinsdeildinni á LSH og ég held að ég hafi aldrei verið svona kvíðin fyrir verknám, var alveg með tvöfaldan skátahnút með lykkju í maganum. En svo varð þetta bara besta verknám sem ég hef farið í námslega séð og í raun allt öðruvísi deild en ég hélt. Er búin að fá rosalega mörg tækifæri til að spreita mig og frábæran leiðbeinanda sem gaf mér lang bestu umsögn í lokamati sem ég hef fengið (og hef ég alltaf fengið góða) og ég bara klökknaði í dag þegar hún var að segja hvað ég væri æðisleg:) Svo er líka rosalega myndarlegur kandidat á deildinni... LOKSINS!!! Komin tími til. Svo er það bara síðasti dagurinn á morgun, helgin, afmælið og aftur í skólann á mánudag. Verð reyndar í þrem hlutverkum því ég auk þess að vera nemi og húsmóðir verð líka stjúpmóðir því hún bróðurdóttir mín ætlar að vera hjá bestu frænku sinni. Hún hlakkar svo til að hún er farin að rukka ömmu sína um ferðatöskuna sem hún ætlaði að lána henni svo hún geti farið að pakka:)
Hafði þið einhvern tíman velt því fyrir ykkur hvað við erum glöð þegar draumar okkar rætast? En spáum við ekki minna í því þegar við látum drauma annarra rætast og snertum líf annara? Því það er í rauninni eitthvað sem við erum að gera. Við höfum sennilega öll æft okkar óskarsverðlaunaræðu í hljóði, fyrir hvað og hverjum við myndum þakka. Ég mun kannski aldrei vinna óskarverðlauninni (kannski bara Nóblarann sem er nú ekki minni heiður) En leikarar tala oft um það hvernig það er að snerta líf annarra. En hversu persónulegt er það? Mig langar allavega til að hugsa það þannig að í mínu lífi og starfi þá muni einhver muna eftir mér þannig að ég hafi snert strengi og gert eitthvað mikilsvert, hvernig sem ég mun hafa áhrif á það. Þá er ég líka að tala um eitthvað sterkar og dýpra en að vera bara falleg;)
Anna Þóra mín og Andri eignuðust svo líka fallegu prinsessuna á sunnudaginn. Gjafakarfan sem ég var búin að safna í var því fullkomnuð og komið í hendur eigandans. Litla snúlla er algjör draumur í dós og bræðir mann alveg í smjör. Er búin að fara og sjá hana tvisvar, máta og passa. Vaknaði meira að segja hjá mér í gær og horfði bara á mig með fallegu augunum sínum og sagði með þeim að ég væri besta "frænka" sín. Innilega til hamingju með þetta elskurnar.
Mig dreymdi rosalega sérstakan draum um daginn. Að ég væri að fara til spákonu sem var reyndar kona sem ég þekki og er ekki spákona. Hún var að spá heima hjá sér, inn í svefnherbergi með manninn sinn sofandi í rúminu. Já já bara heimilisleg. Heimilið er reyndar rétt hjá mömmu og pabba. Hún spáði í óróa og átti maður að velja sér 5 óróa nema hvað að það voru svo fáir óróar að maður var nánast með þá sömu og manneskjan á undan sem mér fannst ekki ýkja spennandi þar sem mér fannst að spárnar yrðu svo líkar. Við fórum 4 saman og ég var önnur inn nema hvað að spákonan var farin á námskeið og maðurinn hennar sagði mér að koma seinna. En þá kom konan og sagði að þetta væri allt í lagi því hún yrði svo fljótt með mig. Svo tók hún upp spil og spáði fyrst í þau. Ég man reyndar ekkert eftir hvað hún sagði með þau nema hún nefndi drenginn sem átti hjarta mitt þarna á nafn. Svo sagði hún mér að koma með mér út fyrir og fór með mig í götu sem ég hef oft komið í áður. Við gengum saman niður götuna og þar skiptist gatan í að vera í lit og svart-hvít, frekar spúkí. Hún spurði mig svo hvort að ég vissi hvað þetta táknaði? Ég vissi það ekki. Þá segir hún við mig að það sem sé í lit sé líf mitt og svart hvíta sé það sem mig dreymir um! Þekkir einhver einhvern sem getur ráðið þennan draum? Endilega látið mig vita.
Ta ta. Það er nú bara rétt rúm vika í árshátíðina og stelpan er ennþá mjög svo frjálslega vaxinn. Aðhaldið fór eitthvað. Ætla á súpukúr 3 dögum fyrir og gera 100 magaæfingar daglega svo að ég passi í kjólinn. Hef grun um að Bob the belly sé búin að hreiðra annsi vel um sig. Mín er búin að panta sér klipp og stríp, ætlar í brúnkusprey og jafnvel splæsa í neglur. Búin að fara í vax og plokkun. Svo var ég náttúrulega búin að leita svolítið mikið af hinu fullkomnu eyrnalokkum þar sem þeir eru lúkkið við dressið. Keypti nokkur pör til að hafa þetta skothelt en fékk þá svo bara þá fullkomnu gefins í síðustu viku ásamt meni í stíl.
Jæja þá er best að bera á sig brúnkukrem og vera svolítið fersk síðasta daginn í vinnunni ef ég skildi lenda á séns... þá allavega í matsalnum sem er alveg babe magnet;)
That´s all
Eva RvAkur