Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

mánudagur, janúar 29, 2007

Þar sem hjartað er . . . .

. . . . er heima.

Þá er maður komin suður. Var reyndar ekki alveg tilbúin til að fara heim eftir
að hafa verið búin að koma mér svona rosalega vel fyrir fyrir norðan. Það var
svo kósí og fínt hjá mér og maður orðin góðu vanur eftir að hafa verið í
vikufríi og svo var Anna Huld komin líka. Er búin að vera í viku í verknámi á
fæðinga- og kvennadeildinni hérna á Skaganum. Búið að vera frekar lítið að gera
fyrir mig en er þó búin að sjá eina fæðingu sem var rosalega flott og gekk eins
og í sögu:) Klökknaði meira að segja þegar krílið kom í heiminn enda ein
fallegasta stund lífsins... úffff já hormónarnir mínir eru líka all over þessa
daganna. Það er kannski þarna í loftinu á fæðingardeildinni. Svo er ég líka
búin að vera mikið hjá henni Önnu Þóru minni og það er orðið svakalega stutt í
litlu snúlluna hennar, gæti meira að segja bara komið hvenær sem er þessa
daganna. Manni er farið að hlakka svo til að sjá hana. Ég er eitthvað rosalega
meir og mjúk núna. Það er sennilega móðureðlið. Ég missti mig yfir 12 þætti af
Grey´s, held ég hafi aldrei grátið jafn mikið yfir einum þætti í sjónvarpi. Var
meira að segja komin með ekka. Grét reyndar líka yfir 13 þætti. Ef að
eggjastokkar klingja þá eru mínir að hringja þessa daganna. Verst ég á ekki
mann annars myndi ég vera að vinna hörðum höndum þessa daganna! Þessi litlu eru alveg að heilla mig upp úr skónum og ef ég fæ aðeins að
passa þau fyrir mömmurnar þá er dagurinn fullkominn:) Ég er sko alveg á réttum
stað núna í verknáminu.

En við stelpurnar og strákarnir reyndar líka fórum á djammið um síðustu helgi á
Akureyri. Stelpan fékk sér meira að segja í glas og læti bara eftir 9 mánaða
langt hlé. Framan af hélt ég að það ætlaði ekkert að rætast úr
laugardagskvöldinu og var nánast komin í fýlu með ávaxtabjór nr 4 bara yfir
ástandinu en það dró frá dökkum skýjum og á endandum varð þetta skemmtilegt
kvöld í góðra vina hópi. Svo keyrði ég heim með Karó á sunnudaginn og tók
skverinn með stelpunum mínum um kvöldið.
Þrátt fyrir að áfengispásan sé búin í bili þá hef ég ákveðið að áfengi verður
bara framvegis sem spari og býst ég ekki við því að fá mér næst í glas fyrr en
í flotta matarboðinu fyrir norðan í mars. En kannski læt ég einu sinni undan
stelpunum og tek á því "létt" í borg óttans. Ég er samt orðin eitthvað svo
varkár og vandlát á vín og menn og er farin að meta mig hærra en ég hef nokkurn
tíman gert áður. Ég hef nú þegar hafnað einu stefnumóti en fengið í hendur
númer hjá eðalmanni nokkrum sem mun verða vel geymt um óákveðin tíma. En ég er
náttúrulega í Hlé-i. Ég nenni ekki bara að eyða tíma mínum í eymingja og vil
frekar kjósa að eyða honum með fólki sem ég þekki og veit að það er þess vert
að eyða tíma mínum með. Svo er ég eitthvað öll að róast líka. Ég hef öðlast
innri ró sem ég vissi ekki að ég væri að missa af. Nenni hreint ekki í ösina í
RVK og vill bara vera heima. En ég er allavega komin með íbúð þar í sumar sem
ég mun gera að minni eigin enda er borgin heillandi á sumrin með öllu sínu
mannlífi. Svo verð ég ekki langt frá miðdeplinum heldur í sjálfu Skuggahverfinu
rétt neðan við Laugarveginn og get gengið allra minna leiða. Ég er að fara í
atvinnuviðtal á miðvikudag þannig að þetta lítur allt vel út.

Ég hef hugsað um það sem ég var að tala um hérna síðast og hef ákveðið að taka
ekki áhættuna... allvega ekki í bili. Tíminn leiðir ýmislegt í ljós og hvort
sem það verður mér í hag eða ekki þá er þetta eitthvað sem verður í lífi mínu
um komandi ár allavega. Kannski hefur maður fundið eitthvað til að hlakka til
sem er tilfinning sem mér finnst hafa vantað í nokkrun tíma. Það sem færir
manni hamingju er ætíð eitthvað gott. En það sem gefur manni hamingju getur
líka sært mann mest. Þannig að næst þegar ég spila leikinn sem slíkan þá ætla
ég mér að vinna og ef það verður ekki fyrir bikarinn þá allvega fyrir brons;)

Eva Pælios

laugardagur, janúar 20, 2007

Áhættur lífsins

Þriðjudagur 16. janúar.
Þá sit ég ein hérna í stofunni heima hjá mér reifuð í teppi með kertaljós og ljúfa tóna í Kósí í útvarpinu, nýbúin að borða kvöldsnarl sem var létt vanillujógúrt með jarðarberjum út í.
Ég kom hingað norður þann 6 jan og beint á djammið. Það var nú heldur þreytt og sveitt. Sjallinn og Amour lokað og stappað á Akinu. Á sunnudeginum lét ég hendur standa fram úr ermum og tók ekta extrun á íbúðina. Eftir að vera búin að pakka niður jólaskrautinu og skúra í restina var komið að því að sveifla hérna fram ýmsum nýjungum. Ég fékk Sólveigu nágranna til að hendast með mig í smá búðarráp og verslaði mér nýjan ljósan flónel á borðin í staðinn fyrir rándýru dúkana sem voru hér fyrir og voru ekki alveg að falla í kramið. Svo fékk ég kertastjaka í jólagjöf og keypti mér þessa flottu lukt. Svo var ég búin að kaupa stjörnuseríu í gluggann í húsasmiðjunni sem er í stíl við seríunni upp á samstæðunni. Ég ákvað að hafa ljósapýramídana lengur uppi því þetta harmonerar allt svo fínt. Svo þegar þessu var lokið skaust ég í sturtu og svo í ný náttföt. Henti mér svo hérna niður í sófann og dáðist að þessu sköpunarverki mínu. Nokkuð sátt stelpan. Svo komu strákarnir á sunnudaginn með nýjar gardínur fyrir eldhúsgluggann þannig að þetta er bara allt annað líf nánast.

Á mánudaginn byrjaði ég í lítilvægu átaki og er nammi, gos, kartöflur og brauð komið á bannlista á virkum dögum. Skólinn var alveg út í eitt í síðustu viku en ég var svo þreytt að ég var oft ekki að meika fyrstu tímana vegna þess að fæturnir á mér og kroppurinn minn gátu ekki gengið þessa miklu vetrarhörku svona árla morguns. En svo kom helgin... þá var farið í vísindaferð á Húsavík sem var mjög skemmtileg, ég reyndar gleymdi alveg bannlistanum og fékk mér snittur sem varð til þess að dagurinn var ónýtur þannig að ég gat fengið mér pizzu um kvöldið. Ég fór svo bara snemma heim og var sofnuð kl 22:30. Á laugardeginum vaknaði ég svo um hádegisbilið.... mætti halda að maður hafi verið þreyttur! Ég var búin að boða fólk hérna í kaffiboð en svo bregðast krosstré sem önnur tré og það var enginn eldhúsvigt til á heimilinu. Ég ákvað að bæta úr því og ætlaði að fjárfesta í einni slíkri þó að ég eigi aðra slíka í búslóðarfarmi mínum. En hún var ekki til í úrval/samkaup þannig að ég fór bara í fýlu og ætlaði að kaupa mér skó en fann enga sem heilluðu mig strax þannig að ég keypti mér bara nammi. Ég slumpaði því í uppskriftirnar og þær voru barasta fínar hjá mér og fékk bakarinn lof í lófa og ósýnileg blóm meira að segja líka.
Um kvöldið fór ég svo í partý til Ásu, Þuru og Marenar ásamt Soffíu og Sólveigu. Við fórum á Kaffi Ak sem var bara mjög gaman. Þar hittum við nokkra dúdda sem höfðu og voru búsettir í N.Y þannig að ég tók mig aldeilis til og safnaði saman heitustu klúbbunum, leyniorðum og hafði upp á einu símanúmeri þannig að við verðum alveg með þetta á hreinu stelpurnar þegar við förum í nóvember.

Þó nokkru seinna!
Jæja helgin hefur gengið í garð í allri sinni dýrð. Stelpurnar mínar loksins komnar til mín og allt heila gengið er sameinað. Hér sit ég í sófanum heima og bíð hreinlega eftir að kvöldið hefjist. Ég er reyndar kannski pínulítið “over dressed” því ég keypti mér árshátíðarkjól í dag og hælaháa svarta lakkskó í gær og ákvað að smella mér aðeins í múderinguna meðan ég hendi hér nokkrum orðum niður til að geta einhvern tíman sett inn þessa færslu. En það er heldur betur spenningur fyrir kvöldinu því stelpan fór í ríkið í dag að versla... já kannski að þetta sé kvöldið til að fá sér í tá??? Þeirri spurningu er þó enn ósvarað þar sem undirrituð hefur ekki enn gert upp hug sinn. Þó að dressið hafi nánast verið ákveðið í þar síðustu viku og skartið snemma í þessari. Það er samt alveg hellingur um að vera og engum ætti að leiðast í kvöld. Það er búið að bjóða til teitis og um að gera að fara að klína á sig brúnkukremi og koma sér í partýgallan . . . . þennan sem er við hæfi allavega.
Ég keypti mér nýjan síma á miðvikudaginn með svo allt annað en bros á vör. Hinn síminn bara gaf sig líkamlega eftir 9 mánaða notkun. Ég keypti mér því bara ódýrasta símann með mp 3 sem er bara eitthvað sem ég VERÐ að hafa takk fyrir takk.
Hrafnhildur, Kristján, Þórir Freyr og Jón Valur komu svo í Chillibollur til mín á miðvikudagskvöld og Sólveig lét svo sjá sig í eftirréttinn sem var ávaxtasalat með rjóma Stelpan. Klikkar ekki á því.

En ástæðan fyrir því að ég sest hér niður núna er vegna þess að það hvílir eitthvað á brjósti mér sem ég held að ég þurfi að koma í orð. Áhætta er eitthvað sem við þurfum að taka frá tíma til tíma í okkar lífi. Upp á síðkastið hef ég samt kosið að leika öruggan leik. Í öllum áhættum erum nefnilega bara tvær útkomur. Ávinningur og tap. Þangað til ég var 15 ára gömul þá var ég köld og tók allar áhættur sem mér fannst þess verðar að taka. Það leiðinlega við það var þó að ég virtist alltaf tapa. Síðan þá hef ég ekki verið svo gjörn á að taka áhættur og svona síðast liðin tvö ár þá hef ég leikið hann nokkuð skotheltann og varið mitt líf fyrir alls kyns utan að komandi áhrifum. En staðan í dag er samt nokkuð góð myndi ég halda þrátt fyrir að ég viti ekki útkomuna. En er ávinningurinn þess virði að ég sé tilbúin að taka þessa áhættu? Er tapið kannski of stórt til þess að vilja að láta á það reyna? Eða á ég að halda áfram að leika leikinn öruggann og sleppa því að geta kannski öðlast ávinninginn. En getur maður nokkuð tíman eignast eitthvað án þess að taka áhættu? Og svarið er einfalt; Nei.

Vonandi eigið þið góða daga fram undan

Þess óskar...

Eva Skjólesten

laugardagur, janúar 06, 2007

...... kærkomið......

Gleðileg árið.

Úfff hvað það er mikið búið að gerast síðan síðast.
Jólin búin, áramótin búin, fríið búið. Það var kærkomið að komast í jólafrí. Ég
hef ekki verið svona mikið í fríi um jólin síðan ég var 16 ára gömul og guð
hvað það var ljúft. Það var allt jólastúss búið passlega tímalega. Eyddi ég
ófáum morgnum fyrir jól í brunch-um með góðu fólki. Ég var líka dugleg að hlúa
að föðurforeldrum mínum. Hjálpaði ömmu að flytja og svona. Svo skreyttum við
Dalbrautina. Ég fór líka út með vinum mínum og á SkemmtistaðINN á Akranesi þó
nokkrum sinnum og þetta var allt gert án ofurskipulagðar áætlunar. Fór einu
sinni til Rvk í búðir og á djammið. Kíkti í Sandgerði og jólarúnt í Keflavík.
Við stelpurnar fórum svo jólarúnt á Skaganum og fundum nokkrar verulega ljótar
skreytingar. Böllurinn á Skarðsbrautinn held ég að fá svo skammarverðlaunin
bara svona fyrir nánast guðlast á meðan "jesús lifir" fær lofverðlaunin fyrir
trúna. Svo vann ég 5 vaktir á Sóltúni milli jóla og nýárs.
Jólin voru fín. Aðfangadagur var bara rólegur og fínn. Jónu fannst meira að
segja svo mikill friður þar að hún var varla að nenna heim til sín en hún var
leist út með gjöfum og Ella líka. Við borðuðum hjá Nonna bró og co og opnaði ég
2 pakka þar. Svo fórum við fjölskyldan í aftanmessu þar sem að bróðir minn var
einn af stjörnunum messunar sem varð til þess að ég opnaði restina af 10
pökkunum mínum milli kl 1 - 2 á jólanótt þannig að það má eiginlega segja að
pakkahlutinn hafi verið með amerískum blæ þar sem þeir opna sínar gjafir á
jóladagsmorgun. Ég fékk fullt af fallegum gjöfum m.a. 2 gjafbréf, 3 náttföt, 4
trefla (tvo spari), Bodum mjólkurflóunarkönnu, kaffikörfu með vörum frá te og
kaffi, Ittala kristal, Marimakko veski, skartgripaskrín, listaverk, geisladisk,
kertastjaka, peysu og svo auðvitað IPEXinn minn sem tók sko 3 ár að hanna
(brjóstahaldari fyrir þá sem eru ekki með).
Á jóladag var svo hangikjöt og á annan í jólum kom Gúa syss og co upp á skaga.
Á gamlárskvöld var ég svo að vinna sem var bara fínt. Fagnaði áramótunum svo
fyrir utan hvalfjarðargöng sunnan megin með stórkostlegt útsýni og RÚV ómandi
með slögarunum "Brenni þið vitar" og svo "Nú árið er liðið." Ástæðan fyrir því
var að ég var á leiðinni heim og sá að ég fram á að ég myndi verða inn í
göngunum á miðnætti sem ég vildi alls ekki en þetta var mjög fínt. Svo skellti
ég mér á barnaskemmtun (án jólasveina þó) í íþróttahúsinu um nóttina og brunaði
í vinnuna rúmlega 7 á nýársmorgun. Það kemur kannski ekki neinum á óvart að ég
sofnaði vært fyrir klukkan 20 að kvöldi nýársdags og svaf til kl 10 daginn
eftir.
Svo byrjaði skólinn bara á fimmtudaginn! Fyrstu 2 daganna er reyndar fjarkennt í Odda
þannig að ég þurfti ekki nauðsynlega að vera komin norður en ég hefði alveg
verið til í að fara bara strax 2.janúar. Kom norður í dag og var satt að segja orðin ólm í að komast þangað.Er orðin svo rosalega sjálfstæð að ég vill bara fara að vaska upp mitt leirtau og þvo minn þvott og ég tala nú ekki um að búa í skáp en ekki ferðtösku. Mig hlakkar líka til að þrífa og skúra ærlega og hengja upp nokkur bjartsýnisljós sem ég keypti og eiga að leysa jólaljósin af hólmi. Ég ætla að vera í hálfan mánuð hérna núna áður en ég byrja í 5 vikna verknámi fyrir sunnan. Það er fullt af skemmtilegu fólki þar núna og það á sko að taka gleðina á þetta og sletta aðeins úr klaufunum í kvöld. Ég er búin að fá allar einkunnir inn og það gekk bara allt upp sem gleður mitt litla hjarta.

Ég er svona að hugsa um hvað ég á að segja ykkur betur frá af ofantöldum
atburðum. Guð ég næstum gleymdi að segja frá því að ég er orðin ástfangin. . .
. . og það ekki að neinum aumingja. Nei þetta er sko alvöru karlmaður sem er
svo góðhjartaður að það er bara aðdáunarvert. Hann er yndæll, flottur, góður,
sætur og ríkur. Hann er með fallegustu djúpu augu sem grípa mann og manni
finnst sem jörðin stöðvist um stund. Allt sem ég vill og þrái. Hann er líka
hetja. Hann fór í fangelsi til að bjarga bróður sínum. Spáiði í því. Ég datt
inn í Prison brake í frínu og kynntist þessum alvöru gæja. Horfði á alla 1.
seríu og það sem komið er af 2. seríu í USA. Við áttum því þó nokkur date um
jólin. Hef enn ekki kynnt hann fyrir fjólskyldunni enda myndu mamma og pabbi
hvort eða er ekki skilja hann. Í ársspánni minni stendur að fólk láti sig
dreyma sem sé að því góða en á þessu ári eigi ég að halda mér fast því draumar
eigi eftir að rætast:) Ég ætla samt ekki að gera neinar væntingar til þessa árs
eins og ég geri svo oft. Vona bara að það verði með góðu móti og meðbyr með því
sem ég tek mér fyrir hendur. Það er alveg ótrúlegt hvað draugar fortíðar geta
verið þrálátir og sama kvöld núna, gerðist það að fortíð, nútíð og verðandi
framtíð komu allar til.. eða var verðandi framtíð. Ég held ég passi á þann kost
því miður.
Það var svo fyndið að ég var með Guðrúnu systir út í krónu og greip í Nýtt líf
meðan við biðum tja nokkuð lengi í röð við kassann. Fann árspánna mína en ég
hef svo rosalega gaman að þeim þó að maður eigi að sjálfsögðu bara að taka þeim
létt. Ég sagði henni að það ætti eftir að ganga vel í vinnu, fjármálin verði
góð sem og heilsa og draumaprinsinn myndi birtast enda gerir hann það á hverju
ári ef maður á að taka mark á þessu. Þegar ég var að verða búin að lesa spánna
var allt komið fram nema ástin. Lokastetning; "ástin, já hún verður þarna
líka"! Kannski kannski verður það ásin sem ber að dyrum. Aldrei að segja
aldrei:)

Næst mun verða eitthvað kjöt á beinunum,

Miss (Eva) Michael Scophield.
_______________________________