Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Erfiðin borga sig og svo koma jólin

Ég veit ég veit...

Þar sem ég hætti síðast var ég að fara á Oliver að borða með stelpunum. Það var rosalega vel heppnað, vorum 9 skvísurnar og fengum góðan mat. Til að toppa þetta fengum við svo senda eitt stykki vodkaflösku og slatta af blandi á borðið okkar frá útlendingum í viðskiptaferð á Íslandinu góða. Þeir reyndar tóku hana svo aftur til baka seinna meir og töpuðu þar af leiðandi kúlinu en stelpurnar voru búnar að standa sig svo vel að það var ekkert eftir nema slefsopar;) Ég hef bara aldrei skemmt jafn vel á Oliver og ég dansaði bara alveg hellin. Fullt af sætum strákrum eins og alltaf meðal annars Þorv.David (ef ske kynni að hann skildu googla sig;) og hann er náttúrulega bara hot hot hot. Missti reyndar pínu sjarman við það að vera alltaf að hald á vini sínum en hann hefur sennilega haft sínar ástæður. Ég var að skoða myndirnar þaðan og finnst ég bara eiginlega svolítið feit þetta kvöld en fékk viðreynslu þannig að þrátt fyrir það sem er náttúrulega bara plús. Við enduðum svo auðvitað á Hressó sem var slísí Friday eða eitthvað. Það var svo ógeðlega kalt að mig langaði mest að banka hjá karlinum í íbúðina á hliðina og fá að leggjast undir hlýja sæng... nei kannski ekki alveg. En það hefði verið kósí að eiga karl sem hefði verið búin að verma holuna.
Á laugardaginn fór ég svo í Sandgerði þar sem að fjölskyldan var að fara að baka jólasmákökur... alveg allt of tímalega í því. Ég spurði systir mína af hverju hún undirbyggi ekki bara jólin í júní en hún var ekki alveg á því. Ég var svona meira í afslöppun og horfði á Grays, One tree og Lost ,,fashionble” fram í tímann. Reyndar kom ég fram milli þátta og heilsaði upp á viðstadda og tók örlítið til hendinni. En þar sem ekkert af mínum þrem sortum voru bakaðar þarna þá var ég lítið að snattast þarna frammi. Ég háttaði mig svo og fór upp í rúm kl 23 á laugardagskvöldi sem gerist bara svona aldrei og gerði barasta ekki neitt á sunnudag og sagði að sunnudagar væru heilagir hvíldardagar sem þeir eru.
Svona svo að ég létti aðeins á mér þá er ég í morkinni fílu út í ABC. Grays var bara crazy á síðast fimmtudag í USA. Síðan lá niðri og allt eftir hann. Ég ákvað að verðlaun mig fyrir ágætlega unnin störf á aðfaranótt lau og fór með tölvuna upp í rúm kl 02. En ég var svo skjálfandi eftir hann að ég bara þurfti tvo gamla þætti til viðbótar til að róa mig niður og þar af leiðandi sofnaði ég ekki fyrr en rúmlega 04 sem var nú ekki til að bæta heildarhamingjuna.

Vikuna eftir átti ég að vera að læra en var bara voða upptekin í að gera já svona allt annað. Fór með mömmu til RVK og var í heimsóknum þar sem að ótrúlegustu aðilar eru farnir að tala um að þeir séu bara alveg hættir að sjá mig! Og þá meina ég að það séu nánast tár. Á föstudeginum keyrði ég svo norðum með hjartað í buxunum því að ég er svo hrædda að keyra í þessari miklu fönn og spleiperíi. En ég komst heim í heilu lagi. Verðlaunaði mig með því að kaupa mér nýja diskinn hennar Bríet Sunnu fyrir ferðina sem er voða góður og þægilegur. Þegar ég var svo komin norður var það mitt fyrsta verk að kíkja á stelpurnar mínar;) Við kíktum svo á Cafe amour og Kaffi Ak bara til að tékka á púlsinum en það var svo sem ekkert um að vera. Við Páls fórum svo í búðarleiðangur á laugardeginum þar sem Pálína þurfti virkilega að kaupa sér eitthvað. Ég verslaði að vísu eitt par af eyrnalokkum og er ég þá búin að bæta upp í þessi 4 sem ég hef týnt. Reynar á ég núna 4 eyrnalokka af sitt hvorri tegundinni ef þið eruð eitthvað fyrir að vilja vera öðruvísi Paparnir voru málið á laugardagskvöldið. Sjallinn var þó ekki alveg að gera sig fannst mér. Við kíktum aðeins yfir á kaffi Ak sem var bara eitthvað í ruglinu. Ég var reyndar eitthvað rosalega afslöppuð þessi kvöld og var ekkert að hafa mig til fyrr en um kl 23 – 24. En það er gott að það sé hægt að taka lífinu með ró svona öðru hverju.

Ég byrjaði í skólanum á mánudeginum. Svo fór ég að vinna í tveim ritgerðum sem ég átti alveg að fara að skila, annarri var skilað í morgun og hin er búin en á bara eftir að fara í gegnum gæðanefnd. Var reyndar með hana til kl 03 í nótt. Þrjóskaðist alveg við þreytuna. Núna er svo bara próflestur hafin með tilheyrandi ljótu, náttbuxum, lopasokkum, teppum brjóstahaldaraleysi, kaffi/te og pissupásum. Það var samt sem áður karlmaður að fara frá okkur núna og hann stoppaði alveg í rúman klukkutíma þannig að við still got it. Talandi um karlmenn þá er gellan bara með þá svaðalega sæta á myspace-inu; http://myspace.com/evaaxels ef þið viljið kíkja. Tveir hafa tekið upp tjattið. Svo hringdi í mig karlmaður í fyrradag í rómantískum hugleiðingum en ég var bara ekki að nenna að tala við hann. Þannig að hann ætlar bara að hringja næst þegar hann kemur í land! Maður er nú meira sjarmatröllið Ég er bara á einhverju anti-karlmansstigi núna og hef ekkert með þá að gera. Langar ekki í neinn. Þar sem mér langar nú ekki í neitt sérstakt í jólagjöf og er komin með allt í búið þá hef ég ekkert að gera með kærasta fyrir jól allaveganna. Sem segir okkur það að ég hef hér með gefið hvítu kúrekastígvélin upp á bátinn.
Ég er orðin húkkt á þessum myspace dæmi. Er samt að kúppla mig út úr því. Ég fann svona celebs look alike og var svolítið inn á því. Fékk yfirleitt sömu manneskjurnar og þar eru meðal annars Izzy í grace, Diana prinsessa og Bree Van de Kamb úr Despret. Ég prófaði þetta líka fyrir Ellu Dóru og hún fékk nú einu sinni Gro Harlem Bruntland;) En það er allt til í þessu.

Ég er ennþá að bíða eftir visareikningnum frá Danmörku þannig þið verðið bara að vera spennt þangað til næst. Pabbi sendi mér sms um daginn; “Er búið að vera fínt, búin að versla mikið. Er orðinn blankur. Kveðja pabbi”. en hann var að versla í USA. Þannig að það kunna greinilega allir að strauja í minni fjölskyldu.
Ég er búin með vinnuverkefnið mitt fyrir félagsvísindastofnun þannig að nú á ég bara von á alvöru peningum. Nota þá til að klára að fylla upp í jólagjafirnar. Kannski kaupi ég mér líka eitthvað fallegt. Einhverjar uppástungur?

Við Anna ætlum að þrífa og skreyta á morgun. Svo er hið árlega afmæliskaffi Önnu þann 1. desember. Við eigum líka eftir að fara í jólahúsið og jólarúntin og svona þannig að maður getur nú gert sér gleðistund inn á milli.

En aftur að BKS sem fjallar mjög mikið um konur neðan mittis... hí hí hí

Eva Aur

föstudagur, nóvember 10, 2006

Lestrar-ferða-stund

Þá er það blogg....

Eins og glöggir lesendur vita þá fór ég til Danmörku fyrir hálfum mánuði, nánar tiltekið til Árósa að heimsækja Báruna mína. Þetta var svona express ferð með Iceland Express enda var ég alveg uppgefin þegar heim var komið og bara orðin veik af útkeyrslu. Það fór sko vel um mig á Ankersgade og það var sko penthouse takk fyrir takk. Ég fór á KEF um kl 13 á fimmtudeginum eftir vel heppnað verknám á hjarta- og lungnaskurðdeild. Fylgdist meðal annars með opinni hjartaskurðaðgerð og hitti lækni sem hefur fengið hjarta mitt til að hoppa ótt og týtt og blóðþrýstinginn til að hækka ótæpilega og hef ég um það vitni. Uss hvað læknaslopparnir eru að rokka feitt maður og ég sver að þeir verða allir fallegri við að klæðast einum slíkum í mínum augum. Allavega ég var svo heppinn að Maren Hauks var að fara með sömu vél út og meira að segja sömu lest líka þannig að hún gat verið mér andlegur stuðningur í ferðalaginu. Það gekk samt allt vel upp enda var ég með afþreyingu fyrir sólahringsferðalag;) og Maren var líka mjög skemmtileg. Kl 01:30 var ég svo komin á leiðarenda og Bára sæta tók skælbrosandi á móti mér. Við komum við í búð og keyptum okkur pizzu og nammi og kjöftuðum til kl 04.
Á föstudeginum var ræs kl 10 og brunað í Bilku. Eftir það byrjuðum við í búðunum á Strikinu. Þegar þeim var svo lokað settumst við niður á kósí Mexíkósum veitingastað og áttum innihaldsríkar samræður um lífið og tilveruna. Eftir að maginn var mettur var farið heim í sturtu og svo á djammið. Við fórum á tvo staði, á þeim fyrsta voru rosalega sætir barþjónar og á hinum, Vaxix, svaka stuð og nóg af myndarlegum mönnum.... úffff maður. Danski strákar eru svo myndarlegir og snyrtilegir og vel lyktandi en í stöku tilfellum svolítið gay!
Á laugardeginum sváfum við yfir okkur til kl 12. Við vorum metsnöggar á fætur og komnar í miðbæinn stuttu seinna. Við enduðum svo í “kringlunni” þarna því þar fengum við extra klukkustund í búðum. Við skottuðumst svo heim í sturtu og Bára henti í franska súkkulaðiköku. Þá var það matarboð hjá Dr.Halldóri og Snorra vinum Báru. Það var bara mjög fínt og uppi urðu samræður sem gerðu Báru kjaftstopp um stund sem að gerist mjög sjaldan og var tvímannalaust setning kvöldsins. Skemmtilegur hópur og í fyrsta skipti á lífstíð minni sem ég fór í djammið með 3 einhleypum strákum og 3 einhleypum stelpum og engin þeirra að skjóta sér saman. Við fórum á TRAIN sem er mjög stór skemmtistaður sem er einnig með Lounge bar sem er bara stærsti kjötmarkaður sem ég hef séð. Ekki fyrir mig! Mér fannst TRAIN líka í stærra lagi en skemmti mér enga að síður vel. Það merkilegasta við þennan stað var að vaskarnir voru fyrir framan klósettin þannig að maður gat nákvæmlega fylgst með því hvaða gaurar þvoðu sér um hendurnar en það var kannski rúmlega 1/3. Ekki það að ég sé eitthvað að dæma;)
Á sunnudeginum vaknaði ég kl 10, á meðan Bára kúrði og pakkaði og henti mér í sturtu. Fór í svona “last shopping” og við Bára fengum okkur svo brunch á kaffihúsi. Ég myndi nú segja að stelpan hafi staðið sig þokkalega vel þar sem að hún náði að versla sér slatta af nærfötum og hnésokkum, 3 buxur, 3 skó, 8 peysur, 2 skyrtur, 5 djammboli, tréfil og kápu og 10 afmælis- og aðrar social gjafir og síðast en ekki síst eitthvað um 10 jólagjafir og það á 1 og ½ verslunardegi!!! Geri aðrir betur.
Á flugvellinum var Iceland Express ekkert að hafa fyrir því að setja upp á töfluna hvar maður ætti að tékka sig inn þannig að ég var nú bara sallaróleg þangað til ég vatt mér bara upp að einum manni og fór að spyrjast fyrir. Þá var hálftími í brottför á mátti ég gjöra svo vel og dröslast með mín 35 kíló og þar af örugglega 15 í handfarangri yfir í næstu byggingu og beint að flugvélahliðinu eftir innritun. Þannig að þar fór allur tax free! Ég var svo komin til RVK kl 02 um nóttina, sofnuð um kl 04.
Daginn eftir mætti ég á Klepp kl 09. Það var nú svolítið fyndið að standa í strætóskýli með risa ferðatösku og spyrjandi fyrir um hvernig væri best að komast á Klepp... Tíminn líður hratt og ég er búin með þessar tvær vikur þar í verknámi.
Ég er mikið búin að vera á faraldsfæti, búin að dveljast að á Dalbrautinni, Ankersgade Garðabrautinni það sem ég var að passa hana Önnu Þóru mína í 5 daga og núna er ég í Arahólum þar sem ég er búin að vera í 2 daga og bráðum er ferðinni heitið í Furulundinn aftur.
Núna ætla ég að fara að gera mig sæta því við erum að fara 8 saman út að borða á Olvier og á djammið í vonda veðrinu.

Ég vil enda þetta með einni gullinni setningu sem að Báran segir enda á hún við á ýmsum augnablikum; “Stundum gerast bara hlutir í lífinu....” það er nú bara þannig og vil ég sérstaklega beina þessu til einnar manneskju sem veit alveg hver hún er.

Kossa og knús til þín Bára mín og ástarþakkir fyrir mig. Þetta var æði.

Eva Erlendar