Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

föstudagur, október 27, 2006

DK

Hi.
Bara smá update. Þá er ég loksins komin til Árósa til hennar Báru minnar;) Eftir um 3 klst ferðalag í flugvél og 4 kls í lest er ég komin á áfangastað hérna í kósí íbúðina hennnar Báru. Hún kom og sótti mig, við keyptum okkur pizzu og coke og æltum svo bara að henda okkur í bólið að kjafta eins og okkur er lagið. Svo á að starta deginum kl 10 á morgun og strauja strauja strauja! Það er búið að bjóða okkur í mat annað kvöld hjá ungum íslenskum herramönnum þannig að maður er strax komin á rétta bylgjulend ... og svo finnst mér auðvitað danskir strákar svo rokka.

En ég ætla að fara að njóta þess að vera hér.

HI HI,

Eva kvinderene

sunnudagur, október 15, 2006

Ísskápshurðin... wall of crab

Þá er maður komin suður á land sem er bara fínt. Skrítið að vera að fara svona
þegar maður var loksins komin inn í daglega rútínu fyrir norðan. Bý bara í
ferðatösku eins og er enda mun ég vera svolítið á fartinu næstu vikurnar.
Byrjaði í verknáminu á Hjarta- og lungnaskurðdeild (reyndar augnskurðdeild
líka) á mánudaginn. Fyndið að við í bekknum vorum að tala um hvar við værum
staddar ef við værum í verknámi í Gray´s. Karó væri hjá McDreamy en úuuu ég
væri sko hjá Dr. Burke;) Fór í opna hjartaaðgerð reydnar hjá sætum dokksa á
fimmtudaginn sem var skemmtilegt. Skrítið að sjá svona alvöru hjarta. Já við
höfum sko flott tæki og tól í okkur.

Það var nóg um að vera á síðustu helgi. Sprellið var á föstudaginn og það var
sko stuð. Við í heilbrigðisdeildinni vorum púkar og ég var án efa ljótasti
púkin enda hef ég aldrei séð fallegan púka. Sumir voru greinilega ekki að fatta
þemuna og mættu bara sætir sem var bara glatað;) Allavega þá vorum við með
Stafbúa (sjávarútvegsdeild og eiginlega bara strákar)dúkkuna síðan í fyrra. Ég
held að hún sé lukkudýrið þeirra (þeir voru reyndar komnar með nýja núna,
hallærislegt að kaupa bara alltaf nýja). Allavega var ég beðin að halda utan um
hana um stund. Ég sá ekki fyrir það sem átti eftir að gerast... Ég lenti í
mínum fyrstu og öðrum slagsmálum en eins og allir vita sem þekkja mig þá er það
eitthvað sem ég forðast eins og heitan eld. Þarna var aftur á móti
Eirarheiðurinn sem og mannorði mitt fyrir verðmæddum hlutum í veði og ég
barðist hart. Já strákpungarnir náðu sko ekki að buga mig enda henti ég mér í
jörðina til að ná að vernda greyið, móðureðlið greinilega að segja til sín.
Fyrstu slagsmálin voru svona minor en svo komu þeir aftur... greinilega alveg
sjúkir í mig. Og ég sá mér enga leið út þannig að aftur í gólfið og fólkið
hladdist bara ofan á mig. En aftur náði ég að halda dúkkunni sem segir svona
þokkalega til um hvers trygg ég er mínu fólki. Ég hlaut smá meiðsli, já svona
nokkra marbletti sem voru nú nokkra daga að sýna sig, í öllum formum og á ýmsa
staði eins og hné, rass, sköflung, læri, upphandleggi og svo klór á háls og
kinn. Sumir enduðu með rifnar nærbuxur og ég veit ekki hvað þannig... En við
náðum líka að ná systur hennar sem Stafbúi skýrði líka Eir (veit ekki alveg með
hugmyndaflugið á þeim bæ?).
Um kvöldið var svo gleði í Sjallanum þar sem að keppt var í síðustu greinunum
og hafnaði Eir nemendafélag heilbrigðisdeildar í 2.sæti og munaði bara 2 stigum
á milli efstu sætana. Það var svaka fjör fram eftir kvöldi eða svona þangað til
einhver skeit upp á bak! Þá forðuðum við okkur enda ekkert að hanga þarna í
skítalyktinni. Leynigesturinn kom náttúrulega en ég var búin að halda uppi
mikill spennu í vinkonuhópnum. Thelma Hrund kom og gladdi okkar hjörtu. Við
fórum bara yfir á kaffi Ak þar sem var brjálaðu stuð. Fengum boð í matarboð á
laugardagskvöldinu sem við þáðum eftir smá umræður;) þar sem að undirskrifuð
þóttist ekki borða neitt sem var á matseðlinum huuuhh hmmm.
Á laugardagskvöldinu fórum við svo í matarboðið til Jóns Vals og Hrannars. Það
var sko ekkert smá flott. Örugglega 15 manns, 5 réttað og live gítarleikari á
milli rétta. Við létum að sjálfsögðu bíða eftir okkur en það var aðallega vegna
þess að ég var að pakka og Thelma greyið var sveitt í eldhúsinu við að undirbúa
eftirréttinn.
Það sem var á boðstólnum var grillaður humar, grillaður skötuselur, heiðargæs,
naut og marens með ávöxtum og frönsk súkkulaðikaka með ís. Þetta var allt alveg
himneskt og borðaði ég allt með bestu lyst. Við stelpurnar tókum svo að okkur
uppvaskið enda ekkert leiðnlegra en að koma að fullum vaski á sunnudagsmorgun
með storknuðum matarleifum. Við skutluðumst svo á Ak-ið sem var frekar þreytt
en Sonja skemmti sér sko vel;) sem sést á myndunum sem ég tók.

Niðurstaða síðustu daga! Norðlenski karlmenn eru ekki bara ómyndarlegir upp til
hópa heldur þeir sem hafa eitthvað útlit fyrir sér eru fífl og fávitar. Þeir
eru Pappakassar með stóru P. Eiga aðeins heima sem myndir hengdar upp á
ísskápum sem merki um það að þeir munum aldrei komast inn til okkar, né vina
okkar eða með þeim heldur sem heimsækja okkur einhvern tíman. Ég mun aldrei
setja mig fram sem einhverja útsölustelpu og ekki láta bjóða mér slíkt enda er
það sem fer á útsölu eitthvað sem ekki kemst út. Ef þú er Asadi þá er ég
Gucci. Ég var að fá síðbúna afmælisgjöf í vikunni sem var bókin: "Hann er bara
ekki nógu skotinn í þér" sem á vel við þar sem að ég og meira að segja vinkonur
mínar líka erum komin með upp í kok af annars flokks rusli sem virðist loða við
mig og mun ég antibókistinn lesa hana frá stafi til stafs. Hún sómar sér við
hliðina á "Munknum sem seldi sportbílinn sinn" og unaðslega lyktandi kreminu
sem ég fékk með bókinni. Ég mun í vikunni gera mér ferð í Nornabúðina og kaupa
mér fávitafæluna til að hafa þetta alveg skothelt. Leikhúsferðinni var meira að
segja frestað og það er einhver Ástrali bara alveg að vitlaus í stelpuna svona
til að toppa þetta alveg. Einn merkismaður orðaði það vel hvernig mann maður ætti skilið; einhver sem gerir mann hamingjusaman, flækir ekki líf manns og særir mann ekki. Já það er nefninlega eins einfalt og það.

Ég fór í kökuklúbb í vikunni og hitta stelpurnar mínar sem var bara rosa ljúft,
er í Sandgerði núna og ætla svo í kósí kvöld hjá Kristínu Eddu í kvöld.
Næsta helgi er svo 25 ára afmælisveisla hjá Gudduni og svo Danmörk helgina
eftir það.

Nóg um það.

Eva Engin Útsölustelpa

miðvikudagur, október 04, 2006

Hamingjuhelgin

Það er gott að hafa ýmindunarafl when you’re feeling “blue”. Þegar við Sonja vorum að fara út um þar síðustu helgi þá sló hún upp þessari snilldarsetningu; “Spáðu í hvað þetta er þægilegt við þurfum ekki að redda okkur barnapössun og ekki að útskýra fyrir mönnunum okkar af hverju við erum að fara út annað kvöldið í röð.” Enginn börn og engir menn sýndist ansi gott á þeim tíma punkti. En við verður þá bara betri mæður og eiginkonur fyrir vikið seinna meir.
Ég var ekki búin að ákveða í hverju ég ætlaði í út um helgina. Það virðist hvort sem er ekki vefjast fyrir mér þar sem að ég hef oft meiri áhyggju af nærfötunum en því sem fólk sér á mér. Því nærfötin eru nú aðeins fyrir mig að sjá og engan annan því að hún Anna Huld mín er nú ekki einu sinni heima til að sjá mig spranglast um í settunum. En sumir segja maður veit aldrei en þessa dagana veit ég það bara alveg upp á hár.

Já og það var og að ég var loksins beðin! Ég hef verið beðin um að taka þátt í fegurðarsamkeppni og við erum ekkert að taka um ungfrú Norðurland eða Ungfrú Ísland. Nei ég er að tala um fegurstu konu heims. Já ég þarf ekki á neinum forkeppnum að halda. Þannig er mál með vexti að ég fékk mail á inboxið á myspace-inu mínu sem var boð um að taka þátt og sagði að ég væri góður kandidat í þessa keppni. Verðlaunin eru heldur ekki af verri endanum heldur 1.000.000 US dollara.
Ég ákvað að sleppa því samt enda hef ég nóga hæfileika til að gefa annar staðar.

Ég fékk sko gesti um helgi og það er sko allt eða ekkert. Mamma og pabbi komu á fimmtudagskvöld en þá átti hann pabbi afmæli og að sjálfsögðu henti ég í eitt stykki köku. Um kvöldið fórum við út að borða á La vita e bella sem var bara fínt fyrir utan það að afmælisbarnið þurfti að borga fyrir eftirréttinn sem ég mun aldrei ná upp í. Þegar ég var 25 og fór á Strikið fengum við allar stelpurnar eftirrétt, frítt! Ég fékk sko að taka í Avensisin því að pabbi sagði að ég fengi ekki að láta sjá mig á Reunonum því hann skammaðist sín svo mikið fyrir hvað hann væri skítugur;) Þannig að daginn eftir vaknaði ég til að fara í skólann kl 09:30 og kom beint fram í morgunmat, bakkelsi úr bakaríinu við brúnna. Svo var pabbi búinn að segjast ætla að skutla mér í skólann. Í staðinn rétti hann mér lyklana af bílnum og ég bara: “hvað ætlaðir þú ekki að skutla mér’” Nei kallinn var búin að þrífa bílinn, bæta á stýrisvökvann, pumpa í vinstra framdekkið og fyllan;) Je hvað hann pabbi minn er góður. Enda á hann svona rosalega ánægða dóttir fyrir vikið. Svo kíktum við í bæinn eftir skóla og keyptum okkur öll eitt par að skóm eða meira kannski svona pabbi keypti handa okkur. Um kvöldið komu svo Ella mín og Jóna mín. Við kíktum á skemmtanalífið sem var frekar slakt og fórum snemma heim og hentum dvd í spilarann en ég vakti nú ekki lengi.
Á laugardeginum fórum við Jonny í Body Jam en Ella fór með mömmu á Glerártorg og pabbi var heima að horfa á leikinn. Það gekk allt vel fyrir sig nema J náði ekki hvernig hægt er að gera brjóstahristur án þess að hreyfa neðri helming líkamans. Eftir það fórum við niður á göngugötu og allir nema mamma keyptu sér skó en hún fékk eina gefins í staðinn. Svo fórum við í Centro og þar varð ég hugfangin af fallegri kápu einni sem lokkaði mig til sín og í hana. Hún var meira að segja svo sniðinn á mig að afgreiðslukonan hafði orð á því og Ella og Jóna sögðu að ég væri svo fín í henni að ég yrði að kaupana. En út úr búðinni gekk ég án kápunnar góðu. Við enduðum bæjarferðina svo á því að fara á kaffihús í einn bolla. Pabbi var bara heima að lesa blöðin. Svo kíktum við í Hagkaup í nammiland. Að sjálfsögðu fór ég svo rúnt um Ak til að sýna þeim helstu kennileyti og öll húsin sem ég á hérna og hann pabbi hann vildi bara vera heima. Við fórum svo í Sjallann um kvöldið á í Svörtum fötum sem voru því miður ekki alveg að standa sig og nánast bara unglingar í Sjallanum sem voru æstir í stelpurnar. Eina leiðin til að fá að dansa við þær var að vera með í ljótudansakeppninni sem ég nota bene fórnaði mér feitt fyrir og reif buxurnar því ég festi þær í pinnahælunum. En þeir vildu það ekki og ef þeir reyndu þá féllu þeir hvort eða er úr keppni. Ég var bara spök á meðan aðrir eru búnir að koma sér í innsta hring sama hvort um var að ræða skemmtikraftana eða eigendurna;) og sumir bara misstu það eða gerðu eitthvað óvart;) Þegar ég vildi svo prófa aðra staði þá var áfengið heldur betur farið að fljóta um æðarnar og sumum var bara slétt sama hvar þeir voru. Við fórum svo bara heim eftir ýtrekaðar tilraunir Jónu til að segja öllum strákum sem við mættum hvað ég væri sæt. Eins og ég viti það ekki;) og ekkert partýboð.
Á sunnudeginu lá pabba voðalega á að komast heim til sín.... skrýtið. Þannig að foreldrar mínir fóru upp úr hádegi en við stelpurnar skelltum okkur í Jólahúsið og ræktuðum barnið innra með okkur. Þegar allir voru svo farnir sem neituðu að taka neitt með sér af óhollustunni með sér varð hjartað mitt pínu lítið. Guð hvað ég var búin að sakna þeirra mikið. Sonja kom svo til mín í video um kvöldið en svaf svo bara vært því það er svo gott að vera hjá mér;)

En þetta með kápuna. Þetta eru náttúrulega bara örlög. Það er búið að bjóða mér í leikhús þegar ég kem suður þannig að þar kom tilefnið; leikhúskápa. Ég fékk 13.000 krónur útborgaðar sem var það verð sem þurfti að borga til að leysa kápuna út og buxurnar sem ég var að spá í að kaupa mér voru ekki til. Ef þetta er ekki löggildar ástæður þá veit ég ekki hvað. Einn kostur enn er að ég má ekki þyngjast um gramm í henni. Þannig að kápa þessi hangir uppi heima í góðu yfirlæti ásamt 3 nýjum fallegum skópörum sem láta fara vel um sig í skóhillunni og voru fjárfesting helgarinnar. Og bara svona svo að við höfum þetta á hreina þá er mikill munur milli skóm sem eru opnir, lokaði, með litlum, meðal eða háum hæl, hælbandi eða lokaðir að aftan, þykkum eða mjóum hæl. Þannig að ég á ekki eitt einasta par eins sem er eins nema þá í sitt hvorum litnum.

Það er komið út úr verknáminu, ég er að fara á hjartaskurðlækningadeild sem ég er rosa spennt fyrir og svo Klepp.

Ég þyngdist um 3 kíló um helgina þannig að ég gekk í skólann í dag (bara vegna þess að það var bíllaus dagur;)

35 virðis alveg vera gengið þessa dagana;)

Eva Skórelsen