SÚLUMENNIRNIR
Ég kom heim á laugardaginn fyrir viku og sá bíl standa á bílastæðaplaninu merktan: "Líkamspartasala Guðjóns" og það þyrfti sko að vera partasala með meiru miðað við stærðina á bílnum því þetta var Nissan Sunny Mini. Ég fór að hugsa til baka hvort að það hefðu einhverjir einkennilegir hlutir átt sér stað í Melrose kvöldið áður en minntist þess ekki. Þegar ég kem svo heim og gef að ég held Önnu Huld eitt Hæ þá er þar enginn Anna heldur tveir karlmenn á fjórum fótum og annar þeir var hann Guðjón.... úfff maður. Það var samt ekkert glæpsamlegt um að vera heldur voru þeir bara að koma með nýju eldavélina mína svo að nú get ég komið með kitchen aid ástina mína norður og hrært í kökur.
Í hvert einasta skipti sem að við keyrum niður í bæ þá stendur Súlan við höfn, rennileg og tignarleg og gefur sennilega vel í pyngju. Nefni ég það við Sonju að við þyrftum endilega að ná okkur bara í einhverja af bátsmönnum á Súlu EA. Þetta hljómar eitthvað á þessa leið, “Hey Sonja við náum okkur bara í einhverja af Súlunni?.” Og Sonja segir svo sem alltaf já en aldrei gerist neitt!!!
Við fórum út þarna um þar síðustu helgi sem var bara ágætis afþreying. Rólegheit svona framan af og svo farið út og brennt nokkrum vondum kaloríum. Eitthvað um viðreynslu en þar sem annar var útlendingur og hinn fæddur “86 og trúlofaður í þokkabót þá veit ég nú ekki hvort að maður eigi eitthvað að vera að segja frá því.
En svo núna s.l. helgi var auglýstur nýr DJ. Já þið lásuð rétt Siggi Rún kann þá að taka sér frí eftir allt. DJ. Pétur Guðjóns kom og hét (fréttum reyndar að hann hafi verið heitur fyrir 20 árum.... um hm). Við þurftum nú að tékka á því við Sonja mín (en allar hinar stungu af í verknám) sem er bara eins og viðhaldið mitt þessa dagana. Við höngum saman út í eitt og hef ég meira að segja fengið aukalykil sem er nú stórt skref í hverju sambandi;) Það var pilsaþema um helgina þannig að maður var annsi smart í tauinu. Á föstudagskvöldið var trúbadorastemmning sem HA hélt á Strikinu sem var bara rosalega skemmtilegt og heppnaðist rosa vel, svo kíktum við á Amor þar sem Sonja fékk bestu pikk upp línu ever frá gaur sem þagði (já geri þið betur) og svo á kaffi Ak auðvitað. Dr mister and mister handsome voru á Sjallanum þannig að Akið var að mestu laus við smákrakkana allavega þangað til það fór að minnka í kókinu. Föstudagskvöldið var mjög skemmtilegt í alla staði og annsi sáttar stelpur sem héldu einar samt sem áður heim á leið.
Á laugardaginn mætti ég svo yfir á ellefuna um kl 12:30 í B&B partý með Ben and Jerry´s ís, kaffijógurt og special K bara sem var morgunmaturinn minn að þessu sinni. Eins og þið heyrið er ég að taka aðhaldið mitt mjööööggg alvarlega. Svo um kvöldið ákváðum við að fara aftur út svona vegna mikillar gleði þarna kvöldið áður. Við fórum í partý til Örnu bekkjarsystir sem lofaði löggupartý sem fór svo eitthvað lítið fyrir en það var ágætt. Stemmningin var ekki eins góð á Akinu og á föstudagskvöldinu en alveg stappað enga að síður. Dj Pési pottormur hafði greinilega orði eitthvað þreyttur eftir föstudagskvöldið og var með á prógramm repeat svona cirka 4 hringi frá 01:30 en það er svo sem ekkert sem að við höfum ekki heyrt áður;) Þetta er nú orði pínu sorglegt því þarna situr maður upp við gluggann á kaffi Ak og biður og bíður eftir því að það kom inn myndarlegur gæi, hringlaus og snyrtilegur sem að maður getur þá allavega gjóað augunum að. Nei! Í staðinn fyrir það kemur inn einn sem plantar sér við borðið á hliðina og hrækir ítrekað á gólfið mmmm how sexy can a man be? og hinu megin einn sem hefur staðnað í þroska í kringum 25 þrátt fyir að vera 50 og missti bekkpressuna yfir sig og er þar af leiðandi með kassa en slappa húð. Svo eru náttúrulega bisness-ferða-gæjarnir. Þessir giftu sem eru á Akureyri í viðskiptaerindum eða þykjast allavega vera það. Maðurinn minn tilvonandi mun gefa upp þann draum þegar hann segir “Já” uppi við altarið.
Æji ég veit það ekki svei mér þá. Maður er eins og fiskur á þurru landi hérna. Enn er reðurkortið ófyllt. Ég er eiginlega búin að segjast ætla að nýta hjónarúmið (en ég er bara búin að kúra í minni holu sem segir nú að maður sé farin að sætta sig við allt) sem er þá eitthvað sem verður að gerast á virku kvöldi.... maður veit aldrei;) isssss maður er bara orðin eins og breimandi köttur. En allaveg fólk er farið að átta sig á því að ég hef alltaf sagt að myndarlegir menn vaxa ekki á trjánum á Akureyri. Eða einhverjum sýndist hann allavega séð það á blogginu mínu;)
Fegurð er böl... já það held ég að megi segja með sanni. Ég hef nú verið gella 10 daga í röð í skólanum og svona “semi” í 2 þar sem að ég lagði blank skópörin á hilluna í bili. Ástæðan er sú að ég er komin með bólgna baugtá, já hún er rauð, heit, þrútinn og glansandi sem eins og við hjúkrunarfræðinemar vitum að er sýkingarlegt með meira. Að sjálfsögðu get ég ekki látið hana í friði og er endalaust eitthvað að pikka í hana og spritta hana og svona dedúera. Ég efast nú samt um það að þetta sé skónum að kenna þar sem að þeir meiða mig nú ekkert (nema ég er náttúrulega að ganga vivaldi nýju skónna mína til um helgar) og ég er mjög dugleg að skipta um skó, svo er þetta bara öðru megin. Ég var nánast farin að sjá mig mæta á adadis (ekki adidas) töflunum mínum í skólann... úff það hefði ekki bætt upp gelluna, því þar að auki ég er með kvefskít núna (geggjað sexý) og veit ekkert eins freistandi á morgnanna eins og að fara í flíspeysu og setja á mig gleraugun svo ég þurfi ekki að setja á mig maskara. En enn hef ég ekki látið undan. Og blank skóna fer ég í aftur á morgun!
En þá eftir að hafa lokið þessum pistli í bili ætla ég heim til mín með Gray´s anatomy þátt 1 í 3 seríu, upp í rúm og gleyma mér um stund.
Þangað til næst,
Eva “the breim”
Ps. Hitti manneskju um síðustu helgin sem sagðist hafa hitt mig á árshátíðinni nema hvað það var ekki ég heldur meira svona líkaminn minn....
Í hvert einasta skipti sem að við keyrum niður í bæ þá stendur Súlan við höfn, rennileg og tignarleg og gefur sennilega vel í pyngju. Nefni ég það við Sonju að við þyrftum endilega að ná okkur bara í einhverja af bátsmönnum á Súlu EA. Þetta hljómar eitthvað á þessa leið, “Hey Sonja við náum okkur bara í einhverja af Súlunni?.” Og Sonja segir svo sem alltaf já en aldrei gerist neitt!!!
Við fórum út þarna um þar síðustu helgi sem var bara ágætis afþreying. Rólegheit svona framan af og svo farið út og brennt nokkrum vondum kaloríum. Eitthvað um viðreynslu en þar sem annar var útlendingur og hinn fæddur “86 og trúlofaður í þokkabót þá veit ég nú ekki hvort að maður eigi eitthvað að vera að segja frá því.
En svo núna s.l. helgi var auglýstur nýr DJ. Já þið lásuð rétt Siggi Rún kann þá að taka sér frí eftir allt. DJ. Pétur Guðjóns kom og hét (fréttum reyndar að hann hafi verið heitur fyrir 20 árum.... um hm). Við þurftum nú að tékka á því við Sonja mín (en allar hinar stungu af í verknám) sem er bara eins og viðhaldið mitt þessa dagana. Við höngum saman út í eitt og hef ég meira að segja fengið aukalykil sem er nú stórt skref í hverju sambandi;) Það var pilsaþema um helgina þannig að maður var annsi smart í tauinu. Á föstudagskvöldið var trúbadorastemmning sem HA hélt á Strikinu sem var bara rosalega skemmtilegt og heppnaðist rosa vel, svo kíktum við á Amor þar sem Sonja fékk bestu pikk upp línu ever frá gaur sem þagði (já geri þið betur) og svo á kaffi Ak auðvitað. Dr mister and mister handsome voru á Sjallanum þannig að Akið var að mestu laus við smákrakkana allavega þangað til það fór að minnka í kókinu. Föstudagskvöldið var mjög skemmtilegt í alla staði og annsi sáttar stelpur sem héldu einar samt sem áður heim á leið.
Á laugardaginn mætti ég svo yfir á ellefuna um kl 12:30 í B&B partý með Ben and Jerry´s ís, kaffijógurt og special K bara sem var morgunmaturinn minn að þessu sinni. Eins og þið heyrið er ég að taka aðhaldið mitt mjööööggg alvarlega. Svo um kvöldið ákváðum við að fara aftur út svona vegna mikillar gleði þarna kvöldið áður. Við fórum í partý til Örnu bekkjarsystir sem lofaði löggupartý sem fór svo eitthvað lítið fyrir en það var ágætt. Stemmningin var ekki eins góð á Akinu og á föstudagskvöldinu en alveg stappað enga að síður. Dj Pési pottormur hafði greinilega orði eitthvað þreyttur eftir föstudagskvöldið og var með á prógramm repeat svona cirka 4 hringi frá 01:30 en það er svo sem ekkert sem að við höfum ekki heyrt áður;) Þetta er nú orði pínu sorglegt því þarna situr maður upp við gluggann á kaffi Ak og biður og bíður eftir því að það kom inn myndarlegur gæi, hringlaus og snyrtilegur sem að maður getur þá allavega gjóað augunum að. Nei! Í staðinn fyrir það kemur inn einn sem plantar sér við borðið á hliðina og hrækir ítrekað á gólfið mmmm how sexy can a man be? og hinu megin einn sem hefur staðnað í þroska í kringum 25 þrátt fyir að vera 50 og missti bekkpressuna yfir sig og er þar af leiðandi með kassa en slappa húð. Svo eru náttúrulega bisness-ferða-gæjarnir. Þessir giftu sem eru á Akureyri í viðskiptaerindum eða þykjast allavega vera það. Maðurinn minn tilvonandi mun gefa upp þann draum þegar hann segir “Já” uppi við altarið.
Æji ég veit það ekki svei mér þá. Maður er eins og fiskur á þurru landi hérna. Enn er reðurkortið ófyllt. Ég er eiginlega búin að segjast ætla að nýta hjónarúmið (en ég er bara búin að kúra í minni holu sem segir nú að maður sé farin að sætta sig við allt) sem er þá eitthvað sem verður að gerast á virku kvöldi.... maður veit aldrei;) isssss maður er bara orðin eins og breimandi köttur. En allaveg fólk er farið að átta sig á því að ég hef alltaf sagt að myndarlegir menn vaxa ekki á trjánum á Akureyri. Eða einhverjum sýndist hann allavega séð það á blogginu mínu;)
Fegurð er böl... já það held ég að megi segja með sanni. Ég hef nú verið gella 10 daga í röð í skólanum og svona “semi” í 2 þar sem að ég lagði blank skópörin á hilluna í bili. Ástæðan er sú að ég er komin með bólgna baugtá, já hún er rauð, heit, þrútinn og glansandi sem eins og við hjúkrunarfræðinemar vitum að er sýkingarlegt með meira. Að sjálfsögðu get ég ekki látið hana í friði og er endalaust eitthvað að pikka í hana og spritta hana og svona dedúera. Ég efast nú samt um það að þetta sé skónum að kenna þar sem að þeir meiða mig nú ekkert (nema ég er náttúrulega að ganga vivaldi nýju skónna mína til um helgar) og ég er mjög dugleg að skipta um skó, svo er þetta bara öðru megin. Ég var nánast farin að sjá mig mæta á adadis (ekki adidas) töflunum mínum í skólann... úff það hefði ekki bætt upp gelluna, því þar að auki ég er með kvefskít núna (geggjað sexý) og veit ekkert eins freistandi á morgnanna eins og að fara í flíspeysu og setja á mig gleraugun svo ég þurfi ekki að setja á mig maskara. En enn hef ég ekki látið undan. Og blank skóna fer ég í aftur á morgun!
En þá eftir að hafa lokið þessum pistli í bili ætla ég heim til mín með Gray´s anatomy þátt 1 í 3 seríu, upp í rúm og gleyma mér um stund.
Þangað til næst,
Eva “the breim”
Ps. Hitti manneskju um síðustu helgin sem sagðist hafa hitt mig á árshátíðinni nema hvað það var ekki ég heldur meira svona líkaminn minn....