Smiður óskast
Já einhver mun jafnvel furða sig á fyrirsögn bloggsins hér fyrir ofan. Hvað hefur einhleyp, ung, falleg stúlka við smið að gera??? í raun er það bara einhleyp sem fólk ætti að furða sig á. Hitt er meira svona til að krydda þetta;) Ætlar stelpan nú að fara að byggja? Nei ekki alveg en þannig er mál með vexti að ég hef jafnvel viðskiptatilboð innan minns innsta hrings og þar kemur smiður til sögunnar. Reyndar eru settar dálitlar kröfur. Hann verður að vera karlkynns en þar sem þeir eru í miklum meiri hluta í þessari stétt þá ætti það ekki að vera issue. Hann verður að vera skemmtilegur og góður því það eru engin peningarlaun í boði enda heitir þetta viðskiptatilboð en ekki atvinnutilboð takiði eftir. Málið er nefninlega að það þarf að smíða ódýrt lítið hús og í staðin færa hann góða konu og knús;) Ég set það hér með á stefnuskránna að ná mér í smið í allavega tímabundið allt meira en það er bara plús. Og svo að það verði ekki neinn miskilningur þá má hann ekki búa í Grafarholti, fæddur 1982 og byrja á H!
Nóg um það. "semi"æskudraumar mínir hrundu um dagin þegar ég vatt mér inn á netið og sá þar að Lance Bass meðlimur N'sync væri hommi. O.M.G. hann var sko uppáhaldið mitt þó að hann væri ekki vinsælastur í hljómsveitinni. Fyrst ég er komin inn á þessa umræðu þá hef ég eftir þó nokkrar vangaveltur komist að því að næst besti hlutinn sé kannski eitthvað sem maður ætti að hafa meiri gætur á. Þegar ég var yngri þá fannst mér líka Ronan Keating sætastur í Boyzone og Mark Owen í Take That en þeir voru hvorugir vinsælastir í sínum böndum. Nei meira svona næst vinsælastir. Þannig að ég er kannski meira svona næst-vinsælastar-gaura-týpan. Þetta virðist líka allt koma heim og saman hjá mér. Maður sér koma hóp af sætum gaurum og horfir á þann sætasta strax. Ég ætla að hætta því og horfa frekar á þann sem mér þykir næst sætastur því þar er vitið og hann er örugglega bara betri fyrir vikið. Á meðan allir eru að mæna á mesta töffarnn þá verð ég búin að nappa þann næsta í röðinni. Þetta er kannski meira samt svona planið þegar ég er aftur farin að fá mér í glas þar sem að hösltaktarnir fylgdu ekki með lífi mínu sem edrúisti.
Mér hefur verið bent á það í 3.skiptið á ævinni að fara í megrun að læknisráði! Já Ég tel þess vegna að það sé tími til komin að gera eitthvað í mínum málum.... strax í haust;) Bjarg og aftur Bjarg og það er eins gott að það verði nóg af ógeðslega sætum strákum þar til að ég nenni að fara oftar en oft. Annars stefni ég á að vera dugleg að labba í skólann allavega þangað til annað kemur í ljós;) og kannski stunda sund eða allavega á meðan veður leyfir;) Við stelpurnar erum að fara út að borða á Argentínu um helgina og ég ætla að fá mér fisk. Er það ekki bara ágætis byrjun???
Það eru aðeins 5 dagar í það að ég ætlaði að ná mér í mann samkvæmt langtíma markmiðum okkar Jónu. Margt sem átti að verða hefur hins vegar breyst og þar sem að minn radíus það kvöld mun ekki ná fyrir utan Argentínu og heimili Ellu Málmfríðar þá tel ég minn séns til slíks orðinn annsi lélegan og eiginlega bara fyrir bí. En námið skiptir mig meira máli en einhver karlmaður sem ein vitur vinkona mín orðaði það svo skemmtilega í dag að séu ekkert annað en streituvaldandi! Svo er ég hvort eða er búin að fá aðra góða vinkonu mína til að koma með mér í öðruvísi bankann þegar við verðum 35 ára þannig að allt annað er bara óvæntur glaðningur. Reyndar vill ég aðeins eiga við þennan smið þarna því það væri svo asskoti hentugt upp á framtíðinna að gera sko ávöxtur samningsins sem hefur ekkert með ást að gera.
Ég er að vinna mína síðustu viku á Sólaranum í bili en ég ætla að koma aftur um jólina og safna pening í budduna. Sumarið er búið að reynast gróðvænlegt enda er ég ekki búin að gera neitt stórt í sumar. Ég er að borga niður yfirdráttaheimildina mína áður en vextirnir hækka. Einnig hef ég verið að greiða karli föður mínum ýmsar skuldir svo að ég nái að þvo af mér þann stimpill að ég borgi honum aldrei neitt. Svo er það náttúrulega rósin í hnappagatinu... nefninlega utanlandsferðin til Árósa í haust og kannski, mun ég hugsanlega, svona allavega, stefna á það að koma ekki með neina ógreidda reikninga til baka. Enda hef ég verið hagsýn undanfarið og keypt helminginn af jólagjöfunum nú þegar;) En það er nú alltaf einhver hindrun... Haldiði ekki að Disel hafi náð að klófesta mig og eftir að hafa mátað einar slíkar sem var sögulegt út af fyrir sig, ég passaði í þær þá þráðu þær mig. Daginn eftir eftir að hafa heyrt að ég gæti gert góð kaup var ferðinni heitið í Diselland á ný. Buxurnar voru aftur á móti ekki á neinu gjafaverði þannig að ég keypti mér bara aðrar Disel sem voru ódýrari þannig að núna sit ég uppi með einar Disel sem mig langar að skila en get það ekki og aðrar sem gráta inn í búðinni og bíða eftir að vera keyptar af aðeins mér. Ég hef mjög reynt að réttlæta þessar sem enn eru í búðinni. Mig vantar gallabuxur og þess vegna get ég keypt þær, vinkonur mínar segja að ég muni ekki sjá eftir því að kaupa þær, ég vinn extra vakt á föstudaginn, hlotnaðist óvænt fé í dag, drekk ekki, skal fá hætta við frakkann í Oasis og ég ætla að gefa fátæku fólki fullt af fötum mjög bráðlega. En ég gæti líka sagt að ég er að fara í tvö próf og það sem ég þarf að gera er að vera duglega að læra núna og kaupa mér þær svo bara þegar ég er búin. En þar sem þolinmæðin hefur aldrei verið mín sterkasta hlið þá langar mig náttúrulega að kaupa þær núna og geyma þær þangað til prófinu er lokið en er þá ekki pointinu eiginlega tapað með verðlaununum þar sem að ég mun hvort eða er vera búin að eignast þær! Tja maður spyr sig.
En án frekari bollalenginga,
Eva Disella
Ps. Kannski ég nái mér bara í Dana þeir eru svo snyrtilegir og myndarlegir drengir. Det er min denske mand, Nikolaj;) Sé þetta totally gerast...
Nóg um það. "semi"æskudraumar mínir hrundu um dagin þegar ég vatt mér inn á netið og sá þar að Lance Bass meðlimur N'sync væri hommi. O.M.G. hann var sko uppáhaldið mitt þó að hann væri ekki vinsælastur í hljómsveitinni. Fyrst ég er komin inn á þessa umræðu þá hef ég eftir þó nokkrar vangaveltur komist að því að næst besti hlutinn sé kannski eitthvað sem maður ætti að hafa meiri gætur á. Þegar ég var yngri þá fannst mér líka Ronan Keating sætastur í Boyzone og Mark Owen í Take That en þeir voru hvorugir vinsælastir í sínum böndum. Nei meira svona næst vinsælastir. Þannig að ég er kannski meira svona næst-vinsælastar-gaura-týpan. Þetta virðist líka allt koma heim og saman hjá mér. Maður sér koma hóp af sætum gaurum og horfir á þann sætasta strax. Ég ætla að hætta því og horfa frekar á þann sem mér þykir næst sætastur því þar er vitið og hann er örugglega bara betri fyrir vikið. Á meðan allir eru að mæna á mesta töffarnn þá verð ég búin að nappa þann næsta í röðinni. Þetta er kannski meira samt svona planið þegar ég er aftur farin að fá mér í glas þar sem að hösltaktarnir fylgdu ekki með lífi mínu sem edrúisti.
Mér hefur verið bent á það í 3.skiptið á ævinni að fara í megrun að læknisráði! Já Ég tel þess vegna að það sé tími til komin að gera eitthvað í mínum málum.... strax í haust;) Bjarg og aftur Bjarg og það er eins gott að það verði nóg af ógeðslega sætum strákum þar til að ég nenni að fara oftar en oft. Annars stefni ég á að vera dugleg að labba í skólann allavega þangað til annað kemur í ljós;) og kannski stunda sund eða allavega á meðan veður leyfir;) Við stelpurnar erum að fara út að borða á Argentínu um helgina og ég ætla að fá mér fisk. Er það ekki bara ágætis byrjun???
Það eru aðeins 5 dagar í það að ég ætlaði að ná mér í mann samkvæmt langtíma markmiðum okkar Jónu. Margt sem átti að verða hefur hins vegar breyst og þar sem að minn radíus það kvöld mun ekki ná fyrir utan Argentínu og heimili Ellu Málmfríðar þá tel ég minn séns til slíks orðinn annsi lélegan og eiginlega bara fyrir bí. En námið skiptir mig meira máli en einhver karlmaður sem ein vitur vinkona mín orðaði það svo skemmtilega í dag að séu ekkert annað en streituvaldandi! Svo er ég hvort eða er búin að fá aðra góða vinkonu mína til að koma með mér í öðruvísi bankann þegar við verðum 35 ára þannig að allt annað er bara óvæntur glaðningur. Reyndar vill ég aðeins eiga við þennan smið þarna því það væri svo asskoti hentugt upp á framtíðinna að gera sko ávöxtur samningsins sem hefur ekkert með ást að gera.
Ég er að vinna mína síðustu viku á Sólaranum í bili en ég ætla að koma aftur um jólina og safna pening í budduna. Sumarið er búið að reynast gróðvænlegt enda er ég ekki búin að gera neitt stórt í sumar. Ég er að borga niður yfirdráttaheimildina mína áður en vextirnir hækka. Einnig hef ég verið að greiða karli föður mínum ýmsar skuldir svo að ég nái að þvo af mér þann stimpill að ég borgi honum aldrei neitt. Svo er það náttúrulega rósin í hnappagatinu... nefninlega utanlandsferðin til Árósa í haust og kannski, mun ég hugsanlega, svona allavega, stefna á það að koma ekki með neina ógreidda reikninga til baka. Enda hef ég verið hagsýn undanfarið og keypt helminginn af jólagjöfunum nú þegar;) En það er nú alltaf einhver hindrun... Haldiði ekki að Disel hafi náð að klófesta mig og eftir að hafa mátað einar slíkar sem var sögulegt út af fyrir sig, ég passaði í þær þá þráðu þær mig. Daginn eftir eftir að hafa heyrt að ég gæti gert góð kaup var ferðinni heitið í Diselland á ný. Buxurnar voru aftur á móti ekki á neinu gjafaverði þannig að ég keypti mér bara aðrar Disel sem voru ódýrari þannig að núna sit ég uppi með einar Disel sem mig langar að skila en get það ekki og aðrar sem gráta inn í búðinni og bíða eftir að vera keyptar af aðeins mér. Ég hef mjög reynt að réttlæta þessar sem enn eru í búðinni. Mig vantar gallabuxur og þess vegna get ég keypt þær, vinkonur mínar segja að ég muni ekki sjá eftir því að kaupa þær, ég vinn extra vakt á föstudaginn, hlotnaðist óvænt fé í dag, drekk ekki, skal fá hætta við frakkann í Oasis og ég ætla að gefa fátæku fólki fullt af fötum mjög bráðlega. En ég gæti líka sagt að ég er að fara í tvö próf og það sem ég þarf að gera er að vera duglega að læra núna og kaupa mér þær svo bara þegar ég er búin. En þar sem þolinmæðin hefur aldrei verið mín sterkasta hlið þá langar mig náttúrulega að kaupa þær núna og geyma þær þangað til prófinu er lokið en er þá ekki pointinu eiginlega tapað með verðlaununum þar sem að ég mun hvort eða er vera búin að eignast þær! Tja maður spyr sig.
En án frekari bollalenginga,
Eva Disella
Ps. Kannski ég nái mér bara í Dana þeir eru svo snyrtilegir og myndarlegir drengir. Det er min denske mand, Nikolaj;) Sé þetta totally gerast...