Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

föstudagur, júlí 21, 2006

...... Hálft sumar ......

Hér með hef ég stigið hið mikla skref í áttina að bloggleysi en þar sem að það er sumar og svo sem ekki mikið að gerast, hef ég getað sofið vært þennan síðasta mánuð án þess að vera búin að skrifa neitt hérna. En er á næturvakt og ætla að pikka eitthvað niður.

Það sem ég hef gert síðan ég bloggaði síðast... Ég kynntist Seattle Grace sjúkrahúsinu og öllu því yndislega fólki sem þykist vinna þar. OHHHHH ég er svo ástfanginn af Preston Xavier Burke. Ekki nóg með það að gaurinn sé svona yfirgengilega foxy heldur er hann læknir og frægur í þokkabót, á íbúð, býr langt í burtu frá mömmu sinni, barnlaus og heitir hann nafni sem ég myndi íhuga að skíra barnið mitt ef ég væri af bandarísku bergi brotin. Já maður gæti sko étið hann eins og súkkulaði. Macdreamy er ekki svo slæmur helur og ég gæti alveg týnt mér í augunum hans. Já ég kynnstist þeim öllum á 5 sólarhringum og klinexpakka. Klikkaðslega góðir þættir ef þið voruð ekki búin að átta ykkur á um hvað þetta snérist.

Mamas og papas keyptu sér annsi flotta kerru með öllum hugsanlegum aukabúnaði og fíneríi. Ég þurfti reyndar að aðlagast litnum sem er svona örlítið rauður. Maður er að sjálfsögðu búin að taka í gripinn enda sjálfskiptur að sjálfsögðu;) Er búin að hanga með aðra löppina upp á Skaga í fríunum mínum, heimakær.

Írskir dagar komu og fóru. Það sem stóð hæst eftir eftir þá helgi var gestagangur en það var hvert rúm nýtt á Dalbrautos (og ellefu manns í mat á laugardeginum), unglingafyllerí sem er náttl bara til skammar og lopapeysuball sem ég sór þess eið að fara aldrei aftur á edrú!!!

Ég fór líka vestur á Snæfellsnes og gisti hjá félagsráðgjafa einum í ágætisyfirlæti. Hef ekki innbyrgt jafnmikið af kaloríum á þeim dögum eins og á heilli viku svona í daglega lífinu.

Hef aðeins hangið á kaffihúsunum aðallega Sólon. Mér finnst svo huggulegt að fara út að borða svona á virku kvöldi og sitja svo bara og tjatta. Á eftir að hitta þó marga árlega kaffihúsavini.

Er lítillega búin að kíkja á næturlífið í höfuðborginni sem virkar ekki alveg jafnspennandi svona þegar áfengisgleraugun hafa verið löggð á hilluna. Alltaf virðist þó eitt ákveðið andlit ásækja mig þegar ég fer á djammið... nenni ekki einu sinni að ræða það. Ég held að mér hafi ekki verið gefið að hösla í neinum guðlegum gjöfum þar sem að ég kann engan vegin á karlpeninginn svona edrú nema þá helst þessa sem eru að selja grænmeti, nýbúnir að æla eða strjúka á sér bera bumbuna dressaður í íþróttargalla eftir að hafa sagt manni frá geggjaðri ferð á HM en fara samt ekki á neinn leik og búa nánast þar á götunni í mánuð;). Nei hef ég gefið út þá yfirlýsingu að ég muni sennilega ekki ganga út svo lengi sem ég held þessu ölbindindi sem lítur út fyrir að ég ætli að halda enn um sinn. Ég hélt nú að draumaprinsinn væri fundinn. Já hann Gummi minn. En ég er eitthvað farin að draga úr því að þetta sé hinn rétti. Hef hann ekki alveg á tilfinningunni (the feeling you know). En það voru sko asskoti sæti seilorar í RVK í dag. Ég skellti mér ein í sund í alveg fyrst skipti í sumar en það er svona jafn oft og ég fór í fyrrasumar. Hitti svo Önnu Huld niður á Austurvelli og rölltum við stöllurnar Laugarveginn í leit að afmælisgjöf en stóðum svo bara sjálfar okkur að því að vera að máta föt. Í þeim töluðu orðum þá vil ég benda reglulegum lesendum á hinn sterka persónu sem ég er fyrir því.... í sumar hef ég aðeins keypt mér einn kjól, einn bol og eitt pils og þrenna eyrnalokka! Ég er sttteeerrrkkkk.

Helginni fram undan verður svo sannarlega eitt í faðmi fjölskyldunnar en það er ættarmót upp í Hvalfirði og svo á að skíra hann litla sæta frænda minn á sunnudaginn og ætlum við amma að bruna í hana saman.Já þá verður sko FM957 ó botni;) Annars eru fríhelgar sumarsins að verða búnar og ég man svo sem ekkert sérstaklega hvað hinar fóru í. Þær tvær sem eftir eru fara að mestu í lærdóm þar sem að ég þarf að fara í tvö sjúkrapróf í ágúst. Við Mæsa ætlum samt að taka okkur góða kvöldstund með öllu á Oliver um miðjan ágúst og svo er það út að borða á Argentínu á menningarnótt með gelloz og afmæli hjá Ellu Málmfríði. Svo er búið að biðja mig um að taka frá síðasta kvöldið mitt hérna á suðurlandinu fyrir komandi vetur þar sem einhverjir ætla að eitthvað skemmtilegt með mér.

En þar sem að mér finnst leiðinlegt að lesa svona upptalningarblogg út í eitt þá ætla ég að hætta. Hlamma mér heldur niður í faðma Dr.Burke og Dr.Macdreamy eða allavega eins nálægt þeim og ég mun nokkrun tímann komast... og svona by the way þá býr Sheppard Gray í blokkinni hennar Hröbbu Rodorigos.

Dreymi ykkur vel elskurnar,

Eva Nigth Gray