Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

laugardagur, maí 13, 2006

Kossar og knús

Mál málanna er hins vegar að hann Stóri bróðir minn er fertugur í dag og vil ég senda honum innilega afmæliskveðju. Love you;)

Blogga svo eitthvað skemmtilegt fljótlega... hvenær sem það nú verðuru.

Hilsen, Eva litle söster

mánudagur, maí 01, 2006

Hey June......

Mikilvægasti dagur vikunnar er runninn upp því í dag hefst það allt. Vakna SNEMMA, byrja að læra undir Meinafræði, hætta að borða nammi, hreyfa mig á hverjum degi, drekka tvo lítra af vatni, taka vítamín og svo frv. Mánudagar hafa nefnilega reynst mér góðir þrátt fyrir að margur íslendingurinn kjósi að fresta öllum sínum áformum fram á þriðjudag. En þá er maður búin að missa úr heilan venjulegan dag úr vikunni! Í þessum töluðu orðum er ég að gúffa í mig síðustu sælgætismolunum (sem hefur nota bene verið raðað samkvæmt tegund og lit;)... fyrir miðnætti. Hver kannast ekki við það? Svo áður er en ég fer í háttinn ætla ég að hlusta á miðilsspólu og athuga hvort ég geti ekki fengið anda yfir mig.
Á þessu heimili er allavega búið að þrífa hátt og lágt. Það var gert í amstri dagsins. Svo er sama sem enginn þvottur, bloggið verður afgreitt og ekkert ætti því að vera lærdómnum til fyrirstöðu. Nema þá kannski þær hugsanir allar sem brjótast um í kollinum á mér þessa dagana. Já mér langar bara að fara að yrkja ljóð. Það er alveg greinilegt að ég hefði þurft að taka á því fyrir rúmri viku og hreinsa út síðustu (s)ellurnar því að stelpan getur svo sannarlega hugsað. Það er bara svo langt fyrir utan það svið sem hugsunin ætti að vera inn á. Ég er að hugsa um allt það flotta snyrtidót sem ég ætla að kaupa mér eftir prófin og hvað ég ætla að gera þessa síðustu daga fyrir sumarvinnuna og svona. Hvað ég ætla að kaupa í fínu íbúðina mína fyrir sumarið en IKEA og RL eru þarfaþing og nauðsynlegt að kaupa eitthvað dúllerí svona bara fyrir íbúðin hóst* sig sjálfan hóst*. Ég er líka að hugsa um hvað ég er að fara í rosalega skemmtileg fög í haust að ég bara get ekki beðið. Það er komin ný hugmynd af útskriftarferð ... til Filippseyja sem hljómar geggjað spennandi. Svo blundar ein hugmynd í mér sem ég ætla nú ekki að upplýsa strax en hún verður að fá að liggja milli hluta enn um sinn. Ég er nú að reyna að skipuleggja desember 2007 þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu breitt þessar hugsanir liggja.

Maður heldur að maður viti allt um alla sína og svo veit maður ekki neitt.
Vissu þið........
...að ég á bara ljós sængurföt því ég vil ekki sofa með neitt annað.
...ég get helst bara haft ljós handklæði inn á baði og fæ stundum hroll við að þurrka mér á dökku handklæði.
...ég (anna) á sérstök eldhúshandklæði sem eru geymd við hliðina á vaskupstykkinu því ég veit ekkert ógeðslegra en að þurrka sér um hendurnar á því.
...ég er alltaf mikil drusla í prófatíð og það er undantekning að vera í stíl, brjóstahaldara eða máluð. wwwwrrrrggg!
...ég á myndband sem telur 3 klst sem við nokkrar vinkonurnar gerðum og ætluðum að senda strákunum í Take That. Mjög vissar um að þeir myndu horfa.
... mér getur orðið flökurt af skærum litum
...ég fékk ógeð að slátri og soðnum kjötbollum þegar ég var að borða það og hef ekki geta látið það ofan í mig síðan. Og ég hef aldrei borðað hamborgara.
... ég var einu sinni svo eldhrædd að ég tékkaði á öllum ofnum áður en ég fór að sofa, hvort að nokkuð væri nálægt þeim og svona. Ég var líka svo þjófahrædd að ég ætlaði að gefa mömmu minni og pabba þjófavörn í jólagjöf sem fékkst í sjónvarpsmarkaðnum sáluga.
... ég hef búið að þrem stöðum þar sem ekki hefur verið klósettgluggi.
... að það voru einu sinni brotnar viljandi á mér tvær tær.
... ég deili ekki vissum hugmyndum mínum um líf mitt vegna þess að aðrir gætu stolið þeim:)
... áður en ég ætlaði að verða ljósmóðir ætlað ég m.a. að verða viðskiptajöfnuður, ungbarnalæknir og myndatökumaður.
....það ógeðslegasta sem ég veit er hugsunin um að bíta í frostpinnaspýtu úr tré.
... að ég á sjö lampa og þrjátíu innrammaðar myndir og málverk.
... ég kúgast þegar ég hreinsa á mér eyrun.
... ein besta vinkona sem ég hef átt er frá Suður-Afríku.
... besti maturinn minn er unnin úr hrossakjöti;)
... þegar ég yrði stór ætlaði ég mér að eiga tvo ketti, annar átti að heita fröken Júlía og hund sem átti að heita Armani (og ég er bara að deila þessu af því að ég er hætt við það).
... einu sinni varð ég að gera allt á heila og hálfa tímanum.
... rauður litur er hættur að fara mér
Hversu vel þekki þið mig? Hvað vissu þið mörg atriði???

Svona rétt í lokin vil ég deila með ykkur hugsun einni sem truflaði huga minn frá lærdómnum um stund. Ég er bara að gera það til að gleðja ykkar litla hjarta með því að það er stutt í að þessi draumur geti ræst. Ég er að hugsa um hinn fullkomna föstudag í sumar kannski í júní. Þá byrja daginn snemma á að ég færi í ræktina og svo að vinna. Kl 16 skottast ég svo niður laugarveginn þar sem ég mæti öllum túristunum, kannski Björk eða sjóliðum ef ég er ljónheppinn;) og kaupi mér kannski eitthvað ef ég sé eitthvað fallegt. Kaupi mér bjór, stóran og svalandi og fæ mér sæti á austurvelli í blíðskapar veðrinu ásamt öllu hinu fólkinu og bara nýt þess að vera til. Rúmlega sex rölti ég mér svo heim í rólegheitum þar sem bíður mín allt á grillið og hvítvínsbelja í ísskápnum. Ég et svo þennan dýrindismat og dúllast við að gera mig tilbúna fyrir gott og hressandi tjútt. Kíki svo út og hristi á mér rassinn. Daginn eftir skellir maður sér svo bara í sund og sleikir sólina og ísinn fylgir svo auðvitað á eftir. Vill einhver vera memm?

Gangi ykkur sem allra best í prófunum rúsínur og munið að þessi erfiði tími er ávísun á bjartari framtíð:0)

Eva straumur