Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

föstudagur, febrúar 24, 2006

Afmælisgjafalistinn.is

Ég var víst búin að segjast ætla að setja inn hérna einhvern lista hérna. Hann er reyndar ekki langur.

Inneign í Perfect svo að ég geti keypt mér puma sandlana sem ég bara verð að eignast.
Inneign í Hár og heilsu fyrir klipp og stríp (er reyndar búin að fá inneign þar í afmó þannig að það vantar ekki mikið upp á).
Innborgun á Visa.
Fallegan náttkjól.
Svartan kína náttslopp.

Það er nú ekki fleira sem er á listanum en mér er annars alveg sama hvað ég fæ. Framlag til langveikra barna eða bros er alveg nóg og að einhver láti sjá sig hérna á morgun;)

Ástarkveðja frá prinsessunni á bauninni.

Ég er gorgeous

Já stelpan er búin að vera löt... bara þreytt og aftur þreytt eftir utanlandsferðina. Svaf alveg heila 10 tíma daginn eftir plús extra 5.

Ég ætla að reyna að henda hérni inn lítilli ferðasögu en Ella Dóra hefur nú þegar brotið öll spjöld í sögu bloggsins með aðeins hálfu bloggi um hana en ég skal reyna að brjóta metið hennar ekki.

Á þriðjudagskvöldið tók ég strætó upp á skaga með gáminn minn (a.k.a. ferðataskan mín) með sem deildi með mér sæti. Sumir héldu að ég væri að flytja. Ella Dóra kom í mat til okkar og hafði miklar áhyggjur af hvort sem var kortum eða pakkningu. Ég sagði henni að taka mig til fyrirmyndar og sýndi henni litla fallega pökkun í STÓRU töskunni minni.
Á miðvikudag sótti ég góminn minn.... visa kling kling! Ætlaði svo að bæta daginn umm með því að gefa blóð en við Hrefna vorum nánast reknar út með skömm og máttum hvorugar gefa. Ég krúsaði á Sólon með Guddu minn og umræðan fór meðal annars út í gífurlegt smekkleysi karla á innanhús uppröðun;)
Ég gisti svo í Sandó og mátaði árshátíðarkjólinn minn.
Á fimmtudag hittist svo skarinn í Leifsstöð um kl 14 og eitthvað var nú verlsað... visa kling kling. Á leið um borð ruglaðist ég nu eitthvað í ríminu og sagði löggunni í hliðinu að við værum á leiðinni til Danmörku... svona spurning að vita allavega hvert maður er að fara. Ferðin gekk vel fyrir utan að sumir virtust ruglast aðeins á íslendingum og útlendingum en það var nú bara svona meira upp á funnið.
Jóka og Kata tóku á móti skvísunum í London og leiðinn lá sem heitið til Leamington Spa norður af London. Ferðin var mjög skemmtileg og sagðar skemmtilegar sögur og sunginn já ekki svo skemmtileg lög þar sem að ég fór ekki í sunnudagaskólan né Ölver og kunni því ekki King of the jungle eða neitt af öðrum slögurum um borð. Þegar heim til Jóku var komin var tekin túr um höllina, pöntuð pizza með funky skinku og dregið í herbergi. Ég lendi með Kötu og Hrebbu fræ sem var bara fínt. Við höfðum systralegt samkomulag um svefnpláss og svona.
Föstudagurinn fór í að verlsa.....visa kling kling. Við fórum til Birmingham í kringlu sem heitir Bullring og þar mátti sjá ýmislegt fallegt. Við Anna Þóra komumst samt seint inn í hana því við fundum svo margt fyrir utan hana fallegt. Morgunin byrjaði nú samt á Starbucks þar sem rennt var ofan í sig orku fyrir komandi erfiði. Eftir þó nokkra verslun og glaða visakortshafa þá var haldið heim með helmingin af pokunum þar sem að nokkur burðardýr höfðu tekið við pokum frá öðrum og farið heim svo að hægt væri að byrja fresh start. Auðvitað var ég í þeim hópi. Heima beið okkar svo fínasta lasagna og kvöldvaka í framhaldinu þar sem slegið var á létta strengi og þögnin rofin um hið marg um talað leyniatriði Önnu Þóru, Kristín Eddu og Hrefnu Rún. Þetta var svo gaman að ég er ennþá með harðsperrur í maganum. Stelpurnar vorum bæði með vísbendingaspurningar og svo myndband með hverri og einni gelloz píu í ferðinni og sumir fengu fleiri en eitt atriði t.d. ég. Dean Martin lék sjálfan sig meira að segja á móti mér;) Svo var kjaftað og drukkin meiri bjór og svo bara farið í háttinn.
Laugardagurinn einkenntist svo að dekri en við fórum á svona country club í spa og vorum þar alltan daginn í frábæru yfirlæti. Milli matur og dekurs og pottsins var svo farið í Actionary a la gelloz og gat ég leikið "svartur maur að ríða dúfu" með litla fingri nánast. Það gleymdist reyndar svartur en hvað var það milli vina. Ég meina "spörfugl með hægðartregðu" var nú peace of cake. Eftir spa-ið var svo farið út að borða á Leamington spa and grill sem er svona gamalt ballroom rosalega flott. Það kom einn maður af mér á veitingastaðnum og hvíslaði að mér að ég væri Gorgeous. Það reyndist svo ekkert vera neitt merkilegt þar sem að þetta var aðal pikk up lína kvöldsins og allir fengu hana líka. En ég fékk hana þó fyrst og mest edrú;)Eftir ljúfenga máltíð var djammið tekið með stæl og stóðið vakti athygli hvar sem var. Stóðið vakti athygli hvar sem það fór. Sumir voru nánast bara hræddir við þessa þvílíku fegurð sem þarna var á ferð. Anna Þóra, Kristín Edda og Hrefna heilaga þrenningin og voru þarna frá Horse magazine eins og glöggt sést á myndum ferðarinnar. Það er búin að vekja mikla lukku. Ég var í síðasta holli heim ásamt þeim sem voru líka með bein í nefinu. Hrefna frænka hefur reyndar afsökun því að hún var með svo þungt veski. Svo var það náttúrulega Jonh sem heillaðist svona all svakalega af einni;)
Sunnudagur: Var farið og borðað á pizza express ljúfengar bökur og ég held að ég hafi átt þynnku dagsins. Oj ég var meira að segja búin að finna klósettið just in case. Svo var farið og verslað aðeins meira... visa bling bling. Pantaður kínverskur um kveldið og horft á Sylvíu Nótt síðan kvöldið áður og myndbandið endurtekið. Svo fékk ég einn afmælispakka og köku og söng;) Já allt er þegar maður er í útlöndum. Svo farið í fyrra fallinu í háttinn.
Mánudagur: Vaknað snemma og skellt sér í sturtu í sundlauginni. Svo fékk ég mér að versla já já já og visa bling bling bling svona á loka klst því að manni finnst aldrei komið nóg eða hvað? Svo kvöddum við Jóku og fallegu fjölskylduna hennar í fína húsinu í flotta landinu. Ástarþakkir fyrir allt. Þetta er ferð sem ég á aldrei eftir að gleyma með skemmtilegustu og fallegustu skvísunum:) Thanks to you all my dears.
Svo svona bara upp á grínið þá var vísa bling bling bling bling bling aðeins strauða eftir að heim var komið bara svona til að teigja;)

Svo á mín barasta afmæli á morgun... Ekki gleyma því;)

Þar til á morgun,

Eva rúmlega tvítug

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Off to Englands;)

Hey you gæs...

Hef því miður ekki tíma til að blogga. Ætlaði að henda inn einu góðu svona fyrir trippið. Er að fara með fullt fullt af skemmtilegum vinkonum mínum;) þetta verður sko once in a lifetime reynsla... Ji það verður svo gaman gaman gaman. En ég er bara að fara út á KEF flugvöll í þessum töluðu orðum og ætla ég að versla af mér rassgatið he he nei nei bara svona innan temmilegra marka bara.
En bloggið mitt á afmæli í dag, tveggja ára sko og það eru ekki nema 9 dagar í mitt ammó.

Guð ég held að bloggið hafi aldrei verið svona stutt. Kannski að allir hafi tíma til að lesa það í þetta skiptið.

Heyrumst seinna,

Eva Englandsfarinn mikli

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

FiRe FiGhTeRs

Je je. Bloggaði ekki fyrir helgi því að það er búið að var nóg að gera hjá mér síðan síðast. Fór í eitt próf og til RVK og kvaddi gestinn minn sem ég sakna bara mest:( Það er svo leiðinlegt að fara einn að kúra þegar maður er búin að hafa einhvern hjá sér svona lengi.

Ég fór sem sagt í vísindaferð til RVK með HA. Haldið var upp í langferðabíl á fimmtudag og brunað suður með stoppi í hverri einni og einustu búllu að Baulu utanskilinni. Ég var mjög glöð að fara bara út á Skaganum þó að fjörið í rútunni hafi verið massa gott, Silvía og svona í botni. Gisti á Skaganum um nóttina hjá the parents sem ég sá í kannski 1 og 1/2 klst samtals.
Morgunin eftir tók mín svo bara strætó já núna taka sko allir á Akranesi strætó enda totally hot. 3 vagnar og ég ákvað að taka einn hring í Kringlunni án þess að kaupa einn einasta hlut (tel það ekki með að ég fjárfesti í klink buddu upp á 136 kr staðgreitt). Það var lagt af stað frá Hotel Cabin (the place to be fyrir Rvk-fólkið) um hádegi í ferð dagsins. Við snædddum í skíðaskálanum í Hveradölum dýrindis hádegisverð og fórum svo í heilsuhælið í Hveró. Einnig var tekið stutt stopp í EDEN ekki VÍN þar sem sumir þurftu að hlaupa í Esso a.k.a. ríkið í Hveró. Þar keypti ég sko fínan pakka handa henni systur minni að tilefnislausu. Já betra er að gefa en þyggja. Næsta stopp var slökkvistöð höfuðborgarsvæðisins sem hefur N.B. enga súlu!!! Mér leist nú ekkert á þann stað til að byrja með en það rættist nú úr þessu hjá köppunum. Þeir lögðu upp þessa fínu leiki fyrir okkur sem mitt lið tapaði reyndar með ljáði. Ég ætlaði svo að taka þetta í þurrt rassgatið en þar sem að brúsarnir tveir gátu ekki verið vippaðir bara með á ferð þá missti ég forskotið í byrjun. Fall er fararheill sem átti reyndar ekki alveg við þarna. En ég fékk bónusstig fyrir hvatningu allavega. Mr. Slökkvó voru bara æstir í að fá okkur í partý og var það meira að segja haldið hjá honum Ásgrími Eika en við vorum saman í sveit þegar við vorum gemlingar litlir. Það var reyndar ekkert alveg tekið mark á þessu til að byrja með en eftir smá “only girls can do” rannsóknir seinna um kvöldið höfðum við skothelt húsnæði með slökkvuliðs-eiganda. Ég hringdi til að tékka á þessu í Eygló sem ég bað um símanúmerið hjá Hebu sem ég ætlaði að biðja um símanúmerið hjá Thelmu sem ég ætlaði að biðja Jóa um að láta mig hafa símanúmerið hjá Ása. Þetta var svo voða létt eftir allt saman og við mættum í partý. Eftir það vorum við fróðari um gælunöfn nýliða slökkvuliðsins (nöfn eins og Anaconda, loðna eggið, stóri litli, Yaris og pallbíllinn), stærðir á útlimum og hreinlæti heimilanna. Eftir að Sylvía Nótt hafi verið kynnt drengjunum, sem einn sagði nú að væri hægt að sleppa að senda í keppnina því ég kunni allt lagið hvort sem er og það væri bara hægt að senda moi skilji þið og við allar kvittað nöfnin okkar í gestabókina nánar tiltekið með puttaskrift á klósettkassann þá héldum við okkar leið. Í millitíðini höfðum við farið í rosalega góðan 3 rétta á Lækjarbrekku og í lásý partý vægast sagt á Hressó sem HR var að halda. Eftir partýið fórum við aftur á Hressó þar sem gestalistinn brást og við vorum búnar að missa af gestalistanum á Óliver þar sem að lang var liðið á nóttina þá biðum við í biðröðinni ásamt hinum almúganum og þar var einn gaur sem var bara útældur og svona reather ógeðslegur. Ég var nú samt ekki alveg að koma mér í djamm-gírinn þetta kvöld og stoppaði ekkert lengi á Hressó og fór bara heim. Einhver fireman sást þó á vappi að hádegi daginn eftir á hótelgangi???

Daginn eftir nenti ég engu og lá bara með henni Guddu minni í leti og léttu spjalli. Vð pöntuðum okkur rosa góðar pítur á Hróa hetti. Ummmmm með extra pítusósu og svona gúmmelaði. Svo um kvöldið var smá teiti hjá henni og svo var haldið niður í bæ eftir langa langa langa langa langa bið eftir taxi cab. Svo kom hann loksins og það var alveg á hreinu að bílstórinn hafði ekki fengið að r... í ennþá lengri tíma. Hann bara nánast hvæsti á mig þegar posinn var að hringja inn kortinu mínu: “hva áttu engan pening?” og ég bara: “ha?” og hann “já af hverju er posinn þá svona lengi að hringja?”. Eva var svo ekki sátt og sagði honum að rétta mér kortið og langaði mest að henda í honum klinki ég var svo hneiksluð. Við borguðum honum því bara með peningum og má hann bara bíta í sinn súra pung. Næst mun ég bara hringja í 5885522. Stoppið á Solon var ekki langt og við fórum fljótlega yfir á Hressó. Gestalistinn gekk eins og í sögu en einhverra hluta vegna var ég bara ekki í partýgírnum þessa helgina og kenni ég alfarið líkama mínum um að sökum aðlögunar og þols á áfengi. Ég fór því heim aftur bara um kl 04. Fékk mér reyndar geðveikan Hlölla og smellti einum á Mæsu mína áður. Ég var svo þreytt að ég veit eiginlega ekki hvað gerðist og hvað ekki þegar ég kom heim. Því ég sofnaði en vaknaði svo aftur og var í partý með my dead people you know. Já það var og að þeir létu sjá sig aftur þessar elskur.
Rútan lagði af stað um hádegisbilið á sunnudeginum. Það var þynnka sem einkenndi flesta meðan aðrir voru ennþá drukknir og aðrir svona að æla bara. Rútubílstjórinn var alveg massa góður eða hitt þó heldur. En það var nú gott að koma heim.

Nú er ný vika hafinn og það verður nóg að gera þangað til ég fer út til Jóku skvís sem eru bara 9 DAGAR í. Ég þarf að taka eitt próf, skila 50 % verkefni og dikta einn fyrirlestur takk fyrir takk.
Ég er að verða 25 ára, eggin mín eru að fara að hrörna, farið verður að kalla mig tæplega þrítuga, það fer að verða erfiðara fyrir mig að halda mér í formi ekki eins og það hafa alltaf verið eitthvað einfalt og station helgar er eitthvað sem ég er ekki að höndla lengur! Tek frekar 6 einfaldar... he he he.

En ég vil þakka henni Elísubet innilega fyrir gistinguna um helgina.


Eva etanól, alkahól og no more bjór.

Var næld...

4 störf sem ég hef unnið:
Sjúkrahús Akranes
Landspítalinn háskólasjúkrahús
Ferstikluskáli
Hrói Höttur

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur
Never been kissed
While you where sleeping
How to loos a guy in 10 days
Sweet home Alabama

4 staðir sem ég hef búið á:
Dalbraut 57, Akranes
8 Wood acres, Bandaríkjunum
Suðurgötu 121, RVK
Álfabyggð 24, Akureyri

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á:
Bráðavaktin
Friends
Desperate housewifes
Reuion

4 staðir sem ég hef verið í fríi á:
Florida
Holland
London
Köben

4 vefsíður sem ég skoða daglega:
blog.central.is/Gelloz
evabjorkaxels.blogspot.com
unak.is
visir.is

4x besti maturinn:
piparsteik
ofnbakaður fiskur
Hamborgahryggur
Taco´s

4 staðir sem ég vildi vera á núna:
Reykjavík
Erlendis
Dreymandi
Knúsandi Jónu

4 bloggarar sem ég næli:
JÓNA KOLBRÚN
Páls og Sons
Rebekka
Hrefna Rún