Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Totally my girls

Stelpurnar mínar komu á Akureyri rétt um miðnætti á föstudagskvöldið. Það sem að ég lúðrasveitin var upptekin fékk ég félaga mína í lögreglunni til að taka á móti þeim með bláum blikkandi ljósum og öllu tilheyrandi og þeir voru fyrstir til að bjóða skvísurnar velkomnar í bæinn. Þeim hlakkaði nú svo til að sjá mig að þær voru kannski að drífa sig svona einum of hratt;) Við Ak gellurnar höfðum verið niður á Amour að horfa á Idolið fyrr um kvöldið og þar var komin fjöldinn allur af myndarlegum verðbréfar boltamönnum þannig að kvöldið lofaði góðu. Eftir örlitla ferðasögu var skvett aðeins í sig áður en farið var niður í bæ. Trúbbarnir á Amour voru ekkert að heilla og myndarlegu mennirnir voru sennilega með útivistatíma þannig að þeir voru farnir heim... ekkert verra en morgunfúlir tapsárir karlmenn að spila fótbolta enda vita allir sem þekkja að þeir eru með egóið einum of mikið í lagi. Við fórum þá á kaffi Akureyri sem var nú svona í slakari kanntinum en ég skemmti mér vel. Myndavélin var óvenjulítið á lofti og sumir Miss world (Mæsa) og Miss skandinavía (Jóna) voru nú ekkert á því að vera festar á filmu fyrr en titillinn var nefndur. Við hinar vorum aðalega á dansgólfinu. Þegar búið var að kvekja ljós þá komum við stelpurnar að borðinu og sáum Elísubet og Jónu á spjallinu við mann sem var örugglega + 60 og ekkert augnaryndi. Ég starði á hana Jónu mína og hugsaði með mér að hefði ég vitað að Jóna var komin í þennan pakka hefði ég nú allavega leyft henni að kíkja á Vélsmiðjuna. En þetta var svo víst bara eitthvað kunnunglegt andlit af Barbró. Á leiðinni heim var komið við á nætursölunni þar sem Jóna fékk sem hammara og Maren kokteilsósu;) Elísabet hitti líka stærðfræðing sem var líka að læra flugmanninn enn er nú sennilega fallinn þar sem að hann vissi ekkert um sólo flugmannspróf!!! Spurning um að leggja bara drauminn á hilluna félagi og svona ps. þá var hann heldur ekkert stærðfræðingur. Talandi um að grafa sína eigin gröf.

Daginn eftir byrjaði yndisfagur söngur kl 10:30 sem var kannski meira svo símhringing fyrir heyrnadaufa. Þá vaknaði ég og ótrúlegt en satt Maren líka. Við helltum okkur upp á kaffi og svona, reyndum að ranka við rot herbergjunum tveim þar sem að allir áttu að koma með en vorum þær einu sem meikuðu djammið áfram. Það var reyndar þynnku djamm meira svona Body jam og skemmtum okkur alveg þrusu vel. Við fréttum líka að búið væri að svifta Herra Ísland titlinum sem var þá up for granted. Þar sem að búið var að taka miss world og skandinaviu ákvað ég að vera þá bara Miss Universe sem er nú ekki slæmur titill. Það var eitthvað lítið úr túristaferðum á laugardeginum en liðið splittaði sér í tvennt þar sem að sturtan var the most popular place for the girls to be. Helmingurinn fór á Glerártorg og Bónus en við hinar í Vínbúðina og Hagarann. Elísabet eldaði svo þennan dýrindis mat svo var horft á söngvakeppnina á meðan Guðrún Dúfa var í sturtu................. Allt var svo klappað og klárt fyrir gleðina að hefjast. Ég hafði góða tilfinningu fyrir kvöldin sem stóðst. Partýið var nú svona í rólegheitum bara og Soffía greyið var bara alveg út úr Kú í sínum umræðum. Við fengum einhverja gesti og fólk gerði sér jafnvel ferð í gleðina austan af landi. Um kl 02 var svo haldið í Sjallann þar sem Paparnir léku fyrir dansi. Við skemmtum okkur allar alveg þrusuvel nema kannski Jóna því hún var þarna með klærnar úti, veiðihárin og skyggnið en sá ekkert út! kannski þar sem að víngleraugun voru ekki nógu sterk. Hér með er því slegið föstu að þetta er ástæðan fyrir því af hverju ég þarf að vera svona blekuð um helgar hérna á Akureyri. Á ballinu var samt nóg að ríkum gaurum sem vildu blæða og við gátum allar fengið frítt á barinn. Annað en þessir Akureyringar sem kaupa ekki ofan í neinn annan en sjálfan sig. Eftir ballið fengu sumir sér frekar ósexy pizzu á meðan öðrum var hent út af herbergjum á Hótel Kea og voru með rúmteppi niður í lobbíi, sumir voru spól hjólandi graðir en fengu ekki neitt og aðrir höfðu mikið fyrir að grafa upp númer til að senda að Ak væri totally HIV. Öll enduðum við þó aftur heima hjá heimsins besta gestgjafa sem bauð öllum viðstöddum að fá sér hvað sem þeir vildu og var til og jafnvel bauðst til þess að brasa það sjálf. Ég hélt eftirpartý (í fyrsta skipti á ævinni) sem var nú svona í rólegri kanntinum já eða svona kannski fyrir utan anal sex umræðuna. Tveir og hálfur fengu líka gistingu til viðbótar og vaknaði ég í öllum fötunum mínum á sunnudagsmorgunin með einn kvennmann mér við hlið og einn karlmann sem ég held að þjáist af kæfi svefni og enga sæng. Já ég er bara gestrisnin uppmáluð. Sumir skildu meira að segja eftir föt í óhreinatauinu sem mér finnst nú kannski einum of mikið af því góða;)

Við stelpurnar ræddum svo um kvöldið inn í mínu herbergi sem er án ef og var alla helgina the place to be. Fórum svo að borða á Greifanum áður en haldið var heim á leið. Ég fór aftur á móti heim að þrífa. Elísabet minntist nú á það þegar ég bað þær að vera pínu lengur að eftir að þær myndu fara gæti ég loksins haft hreint heima hjá mér. En ég held að þeim hafi fundist tiltektar og tuskuárátta mín einum of mikil;)
Það er komin þriðjudagur og ég ber enn merki helgarinnar, greinilega að verða 25 ára. Í gær var ég orðin svo þreytt að ég var komin með óráð og þurfti meira en einn til að hvetja mig til að fara að sofa.
Ég skemmti mér allavega alveg konunglega um helgina og ég held í alvörunni að ég kunni ekki lengur annað en að skemmta mér vel enda er þetta allt spuring um hugarfar. Hún Anna Huld mín bíður nú með tilhlökkun í RVK eftir mér þar sem að hún er komin með fráhvarfseinkenni að djamminu með mér. Ohhh Það er svo sætt.

Einu kommentin sem ég fékk varðandi helgina var að það væru engar myndir hérna uppi af stelpunum (sem ég hef nota bene ekki heldur séð af mér heima hjá þeim) og þær voru bara alveg vitlausar yfir því. Ég skal bæta úr því honey boney´s. Það þýðir líka að þá þurfi þið að koma aftur;) Kannski bara þegar við erum allar komnar á fast og svona þar sem að engin þarf að hafa áhyggum af feitum sénsum hérna he he he. Þetta er það sem ég hef alltaf sagt og sanna það bara aftur og aftur.

Takk fyrir allt girly girls.

2999 kossar og knús, ykkar Eva gestópussy

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Nafli norðursins

Þá er að koma föstudagur;)
Ókunnugt fólk hefur verið að heilsa mér í vikunni en ég býst við því að það sé góður hlutur. Ég hef þá eignast einhverja vini um síðustu helgi eftir allt saman.
Ég er með svo mikið mar á fætinum. Það nær yfir alla ristina á mér. Það lítur því ekki vel út um helgina og verð ég að finna mér aðra skó fyrir annan daginn en ég ætlaði að vera svaðalega skvísa og vera í opnum skóm svona af því að það fer alveg að koma vor. Outfittin eru klár en þessi bleika þema á laugardagskvöldið setti nú allt úr jafnvægi því að ég var búin að ákveða að hafa þetta akkurat öfugt. Sjáum til hverju ég get púslað saman. En s.s. vegna meiðsla fer ég ekkert í ræktina í þessari viku (en ég fór nú samt á miðvikudaginn og er með harðsperrur dauðans eftir annars frekar léttan tíma) Hey Ég er þó allavega búin að kaupa mér kortið:) hlýt að fá einhvern kredid fyrir það. Svona endalaust til að afsaka mig þá fengum við gesti í kvöldkaffi í gær. Á boðstólnum var heit eplakaka með ís og svo ostakaka. Svo er náttúrurlega Brynjuís nánast skylda einu sinni í viku. Ég er farin að halda að af þessu átaki verði bara aldrei. Og ekki verður helgin nein sellerístöng!

Horfðu þið á þáttinn 101 með Brynju B....? Herre gud og aller miner frur hallærisþátturinn. Þetta er auglýstur sem heitur djammþáttur frá skemmtistöðum Reykjavíkur ásamt “djammdrottingunni” sem lítur út eins og playboy kanína og varð fræg fyrir að birtast á forsíðu DV sem hnakkamella! Dí má ég vera með þér skilurðu? Nei takk þá fíla ég frekar discovery channel. Langar mann að birtast á forsíðu DV??? Ööööö NEI og hvað þá fyrir það að vera hnakkamella en þetta er víst eitthvað nýirði á Íslandi. Hún er ekkert að reyna að vera hnakkaskvísa eða hnakkagyðja eða hnakkadrottning. Nei verðum frægar fyrir að kalla okkur mellu bara! Svo gerist þátturinn bara á Hverfisbarnum og eru ÖLL viðtölin eitthvað á þessa leið: “Hæ”, “Segirðu ekki allt gott?”, “Er ekki gaman á djamminu?” En Sirkus er nú ekki all bed því Reunion eru snilldarþættir, Summerland eru líka fínir og ekki má gleyma American Idol. Jesús he he he. Sáu þið gelluna sem var alveg eins og Paris Hilton? Meira að segja illa sólbrún og allt og mamma hennar var alveg eins nema dökkhærð. Hvað er líka með Ameríkana sem finnst þeir í alvörunni æðislegir þó að þeir séu ömurlegir. Svo brúka þeir bara munn. Ég skemmti mér alveg konunglega yfir þessu

Eina sem ég hef áorkað í vikunni eru draumar og mikið af þeim. Mig dreymir svo mikið á hverri nóttu en það er ekki heil brú í neinum þeirra. Í nótt dreymdi mig kirkingar. Í hitti-fyrra nótt dreymdi mig strák sem ég þekki en hef ekki séð í 7 ár. Það var svona hittingur síðan í den og svaka mikill fögnuður. Hann klípur í brjóstið á mér og segir: “Hva léstu svo bara minnka á þér brjóstin?” og brosti bara. Þá kemur hann bara alveg: “Talandi um sjálfselsku” Ha! Já sennilega það sjálfselskulegasta sem ég hef gert um ævina. Sorry pal;)

My girlfriends are comming to town og á að sjálfsögðu á að bralla ýmislegt skemmtilegt því við stúlkur lifum fyrir djammið he he og auðvitað á að skella á barinn. Mér heyrist það vera Jóna sætasta, Guddan mín , Mæsa og Mohito;) sem ætla að bruna á eðalkagga í 4 klst, yfir tvær heiðar og læti til að heiðra mig með nærveru sinni. Auðvitað tek ég á móti þeim með pompi og prakt, blöðrum og lúðraþeitum og allt hvað eina enda er ég búin að lofa gulli og grænum skógum þannig að það er eins gott að allir sætir strákar á Akureyri verði úti á lífinu um helgina sem eru kannski svona 10! Ég ræði þetta við Guð í kvöld. Alltaf í bissnesviðræðum.

En það er best að ég herði mig og fari til Bigga granna og segi honum frá því að hér verði bara eintóm gleði og hamingja um helgina.

Hvað gerist um helgina? Það verður allavega alkahól og þá getur allt gerst;) People of Akureyri..... be aware!

Eva ergóline

frh af gelloz

Ég er nú alveg að missa þolinmæðina því að þetta er í þriðja skiptið sem ég pikka inn þennan pistill. Og já ég kann að copy-a og pasta en talvan mín segir bara að það sé ekki hægt vegna öryggisástæðna! En blogspot klikkar ekki.

Þessi pistill er ritaður til að fá staðfestingu á því hverjir eru að koma um helgina svo að það sé hægt að plana herlegheitin.
Hér er margt hægt að gera sér til dundurs. Jólahúsið, nýtískulegar verslanir (gallery 17 og allt) Hagkaup þar sem íslendingum finnst skemmtilegast að versla, te og kaffi, göngugatan, verslunarmiðstöð, vínbúðin, Hlíðarfjall, massagóð sundlaug og auðvitað Adam og EVA megastore.

Næturlífs dagskrá helgarinnar á Akureyri:
Kaffi Akureyri: the place to bee..... D.j. Ástrós í búrinu já sorry stelpur þið fáið víst ekki að kynnast dj Sigga Rún, Stór kaldur á 300 kell og tilboð á twisted, svo á laugardaginn er “bleik þema” á staðnum. Frítt inn!
Cafe Amour: Just in case.... Trúbadora helgi, live tónlist alla helgina. Frítt inn!
Sjallinn: Somewhere, sometimes..... D.j. Lilja í búrinu á fösudag, frítt inn! og Paparnir á gólfinu og D.j. Pétur í dátanum á laugardag. 1500 kr til kl 01 en 1800 kr eftir það.
Oddvitinn: Ekki svo mikið..... Karókístemmning til kl 01 á föstudag og svo D.j. Hurricane eftir það, frítt inn! Hljómsveitin Trabant laugardagskvöld 1500 kr inn.
Vélsmiðjan: Fyrir þá sem fíla ellismelli...... Hljómsveitin Úlfarnir alla helgina. Frítt inn til miðnættis. 1000 kr eftir það.
Kaffi Karólína og Græni hatturinn eru ekki með neina skipulagða dagskrá um helgina.

Hér er mjög góð íbúð sem við höfum okkur til umráða því húsgestur nr 2 ætlar að bregða sér af bæ. Mjög rúmgótt svefnpláss með sængum, koddum og rúmfötum. Handklæði eru til staðar, máltíðir í boði (skal þjappa í ísskápin fyrir helgina;) og svo náttúrurlega frábær og æðislegur gestgjafi.
Á laugardaginn var ég að spá í að fá ykkur með mér í body jam sem er geggjað skemmtilegt létt dansprógramm í ræktinni og svo færum við í pottinn á eftir. Eftir skver in the town you know og svona smá afslöppun myndum við annað hvort elda eitthvað gott eða fara út að borða á Strikinu sem er nýr staður hérna á 7 hæð niður í bæ með frábæru útsýni (þar sem fiðlarinn var áður). Það er mjög vel látið af honum. Svo verður að sjálfsögðu partý hér með öllu skemmtilega fólkinu sem ég þekki á Ak.
Veðurspáin næstu daga er góð. Bara spáð áframhaldandi hlýindum alveg fram á miðvikudag í næstu viku. Hér er búið að vera 5 stiga hiti og allt að bráðana;)

Ég sé bara ekkert þess til fyrirstöðu að þetta geti ekki gerst. Svo kann ég líka dagskrá helgarinnar orðið utan að eftir allar þessar skriftir þannig að þið getið ekki látið mig fara eina á djammið!!!
Það er líka að vera síðasti séns því ég stefni á að fara að minnka við mig n.k. haust.

Ertu maður eða mús?

Kveðja Eva da Akureyri

PS. Þetta verður bara hérna þangað til seinni partinn þá ætla ég að blogga;)

sunnudagur, janúar 22, 2006

Sögur af djamminu

Loksins eftir langa bið komu Reykjarvíkurnaglarnir í bæinn. Ég veit nú ekki alveg hvað varð um alla sætu strákana sem voru hérna í fyrra. Ætli þeir hafi ekki bara allir útskrifast síðast liðið vor allavega miðað við úrvali og svo heyrði maður bara að upp væru að koma “nýjar tegundir” af kynsjúkdómum í sumum skólunum þannig að ekki var það nú neitt til að hífa hitt upp!

Á föstudaginn var partý í Sunnuhlíð og vorum við skemmtinefndin og stjórnin mætt fyrst á svæðið. Ég var nú ekki alveg viss hvort að ég ætlaði að drekka en fékk samt far niður eftir just in case. Svo var ég á fríu búsinu um helgina og hvenær lætur maður það svo sem fram hjá sér fara;) Ég veit nú ekki hvort að ég hefði betur farið á bílnum vegna þess að kvöldið átti eftir að verða annsi skrautlegt. Einn bjór var opnaður sem varð að tveim sem varð að þremur.......... Það var svo sennilega eitthvað í kringum ellefu leytið sem gellan brá sér frá í 5 mín og kom til baka svona líka B.L.E.K! Krakkarnir héldur að ég væri að djóka þegar ég kom til baka. Það eru örugglega einhverjar lokur í heilanum á mér sem hindra að áfengi berist þangað, þangað til allt í einum hvass búng bæng þær gefa sig og ég verð blekuð á einni mínútu. Það sem eftir var kvöldsins eyddi ég á barnum að útbíta bjór ásamt fleirum og biðja fólk í leiðinni um að gefa mér einkun á skalanum 1 – 10. Já kallið mig klikkaða. Svo í þokkabót þá var ég heldur bara ekkert sátt með að fá bara 8,5 eða eitthvað. Það kom nú einn strákalingur til mín og vildi endilega fá mig til að dansa því að það væru sex strákar á eftir mér! Looking good girlfriend. Ég var svo eitthvað á röltinu þarna til framm og til baka m.a. á karlaklósettið og var meðal annars búin að safna góðum hóp af öðrum stelpum af kvennaklósettinu með mér þannig að þessum örfáu strákhræðum sem voru þarna inn bara ofbauð. Nú svo dansaði ég bara við ókunnugt fólk sem ætlaði bara að heilsa Sonju með slummi og já ruglaði hárinu á Trausta sem er víst mjög viðkvæmt þar sem að löngum tíma er eitt dag hvern fyrir framan spegilinn til að fullkomna greiðsluna!
Svo klæddi Soffía mig í jakkan, tréfilinn og vettlingana bara eins og ég hefði sloppið út af hæli. Taldi ég henni trú um að ég væri búin að týna kortaveskinu mínu og var Soffía greyið bara í því að reyna að redda þessu fyrir mig. Það besta var svo að ég var nú ekki einu sinni með það! Þegar út var komið beið mín leigubíll sem var jeppi í þokkabót og ekki nóg með það að ég hafi hrunið ÚT úr honum þegar ég var að reyna að komast inn í hann heldur hrundi ég líka INN í hann aftur. Það sem mér var búið að hlakka til að fara niður á kaffi Ak og dansa við öll uppáhalds lögin mín víst það var yfirpíkupopps gæjinn Þröstur 3000 í búrinu. En nei ég var orðin svo freðin í hausnum að Soffía og Sonja ákváðu að senda mig heim til Soffíu (af því að ég var búin að týna lyklunum mínum surprize surprize) í leigubíl og borguðu hann meira að segja fyrirfram vegna þess að ég var ekki með veskið. Svo hringdi Soffía í Svein og sagði honum að ég væri á leiðinni til hans í leigubíl. Ég var þá allavega send heim en sumir gaurar (úr RVK n.b.) voru bara grenjandi á barnum. Allaavega áður en Soffía lokaði hurðinni á leigubílnum leyt ég stíft á hana og sagði. “Þú ert geðveik!” Einhvern vegin hef ég talað leigarann um að skutla mér heim og stóð svo bara eins og strandaglópur hérna fyrir utan hjá mér eða allavega þangað til lögreglan mætti á svæðið. Já LÖGREGLAN og ég var ekkert smá kammó bara eins og þetta væri daglegt brauð: “Nei halló strákar.” Ég veit ekki hver hringdi eða hvað. Þeir fengu leyfi til að leita í veskinu mínu. Ekki eins og ég hafi ekki verið búin að því 10 sinnum. Eftir dágóða stund kemur nágranninn minn út. Og ég bara ennþá ótrúlega ánægð með lífið bara. “Hæ... Strákar þetta er Birgir nágranni minn.” Hann fór bara strax aftur inn. Þeir hringdu svo í Sonju og ekki veit ég hvar þeir fegnu nr hennar því ég var símalaus og veit ekki nr hennar og það er ekki á skrá. “Sonja sæl þetta er lögreglan á Akureyri. Við erum hérna með Evu Björk vinkonu þína” Sonja leit á Soffíu. “Komdu Soffía þetta er löggan og þeir eru með Evu!” Soffía tók við símtólinu og sagði við lögregluna hvar ég hefði verið með lyklana. Hringdi svo aftur í Svein og sagði honum að ég væri kannski að koma (aftur) en núna með lögreglunni. Löggan segir nú við mig að ég hafi verið með lyklana í brjóstahaldaranum. Viti menn ég teigi mig innan klæða og sækji lykilinn eins og ekkert væri sjálfsagðara og bara “Bæ strákar” og nánast valhoppaði í burtu ánægt með þetta tjatt okkar félagana. Ég vakanði svo daginn eftir kl 09 takk fyrir og hringdi bara í mann og annan eins og kl væri 16.

Gærdagurinn var slappur. Ég ákvað þó að herða mig og opnaði öl. Stelpan var eiturhress en hélt sér þokkalega á mottunni. Ég bað Trausta afsökunar á háratvikinu og erum við núna hinir mestu mátar. Svo fór ég með Gumma á barinn en fékk ekki háskólaafslátt og er nánast ennþá að syrgja það. Ég bauð víst svo bara ókunnugu fólki í afmælið mitt sem ég ætla nota bene ekki einu sinni að bjóða í. Gellan fór oft bara ein á dansgólfið og fann mér var einhverja og var svo iðin að dansa við stráka þó að þeir reyndu við allt og alla en svo fór ég bara þegar ég nennti danseríinu ekki lengur. Einn var nú bara ágætur og ég hélt bara í alvöru að hann ætlaði að klípa af mér rassgatið hann gerði það svo fast. Svo sagði hann mér í hvaða skóla hann væri og þá lét ég mig sko hverfa for good af þessum hluta dansgólfsins!
Við Soffía fórum svo í eftirpartý sem var bara ágætt en ég var nú reyndar sofnuð í sófanum yfir bleika pardusnum síðan 1960 eða eitthvað en strákarnir spóluðu oft til baka til að horfa á sama atriðið aftur. Minnti mig mjög á annað partý sem ég var í ekki alls fyrir löngu, þar var það reyndar Tinni sem var í tækinu enda mun lægri meðal aldur!

Núna sit ég uppi með nokkra marbletti, grútskítug föt, harðsperrur því ég hoppaði svo mikið í gær, límklessur á fótunum(?), og ég er að segja ykkur að ég held að beinin í ristini á mér hafi losnað í sundur ég meiði mig svo mikið. Svo er ég með fullar snúrur af þvotti niðri því ég þori ekki að sækjann ef ég skyldi mæta honum Bigga baggalút.

the one and only Eva Djammsdóttir

Ps. Ég sá ekkert né heyrði í framliðnu djammfélögum mínum um helgina. Þeim hefur sennilega fundist ég vera búin að fá minn skammt.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Fagrir fengir og f..... fönnin

Lykilorð: föstudagur, sykur, árátta, ónægjusöm, snjór, brúðkaupsveisla.

Hjá mér er föstudagur og ég er í djammfíling. Reyndar er búin að vera fimmtudagur hjá mér alla vikuna því mér finnst endilega að það sé alltaf föstudagur á morgun svo vakanði ég upp í morgun; loksins föstudagur þannig að ég hef enn eitthvað til að hlakka til. Eins og flestir vita er hann ekki fyrr en á morgun og fullt fullt fullt af sætum strákum því Reykjavíkurherrar are coming to town til að fróa útlitsdýrkun okkar sunnlenskra kvenna sem erum hér í fegrunarsvelti. Boys boys boys....

Ég er svo sæt að sykur sækist í mig. Ég er crazy í sykur sykur sykur og kenni ég frávik pillunar um. Ég er bara stjórnlaus og brið brjóstsykur, kex og súkkulaði eins og ég sé á tímakaupi. Hrafnhildur skildi drauma eftir inn í skáp þannig að það er ekki mér að kenna að þeir séu þar ekki lengur.
Annars gengur aðhaldið sem ég byrjaði í á mánudaginn bara vel. Hef enn ekki keypt mér kort í ræktina, fór í Brynju í gær, kvöldboð as kaloríufest á þriðjudaginn og já á mánudaginn keypti ég mér súkkulaði. Svo ætla ég að fá mér nokkra bjóra um helgina því þeir eru víst sagðir vatnslosandi!

Ég með áráttu fyrir að kaupa mér nýja baðherbergistengda hluti þó að ég sé ekki búin með hitt eins og tannkrem, body lotion, svitarollon, brúnkukrem og bara allt sem mér dettur í hug. Það væri kannski ágætt ef ég myndi þá henda hinu sem er að klárast. Nei hún Eva er nefninlega líka með áráttu fyrir að klára hluti... bara ekki alveg í samræmi við kaupæðið. En í hvert skipti sem ég klára eitthvað og get losað mig við umbúðirnar sem staðið hafa minna en hálfar í skápunum en það fer ekkert meira í taugarnar á mér. Ég var að klára flúorskolið í gær, kláraði brúnkukremið um s.l. helgi og er alveg að klára sprayið. Svo er ég alveg að vera búin með djúpnæringuna og rollonið. Svo þegar ég hendi einhverju sem er búið að vera endalaust upp í skáp og orðið ónýtt, kannski því ég á svo mikið af því, kannsi fleiri en eitt jafnvel tvennt? þá er ég alveg í öngum mínum yfir því að henda því. Þetta kemur mér því til að hugsa um það hvað ég er ótrúlega ónægjusöm manneskja. Ég fékk smá raunveruleika “hitt” um daginn þegar ég horfði á fatahengið mitt hérna niðri og sagði: “Guð þetta er eins og í verslun.” Mér er nefninlega ekki nóg að eiga eina húfu, einn tréfil og eina vettlinga, eina venjulega úlpu og eina spari. Nei nei hún Eva hún á 6 kápur, 3 spari jakka og 3 úlpur, hún á 4 húfur, 7 pör af vettlingur og örugglega 10 trefla og svona 25 pör af skóm. Já svo er náttúrulega ekki hægt að vera ekki í stíl þannig að ég á örugglega 5 sett. Svo er fataskápurinn minn hérna orðin svo gott sem fullur þannig að ég ætti kannski alvarlega að spá í að henda út þeim fötum sem að ég haldi að ég komi ekki til með að nota næstu 5 árin. Enn ég meina einn góðan veðurdag gæti mér dottið í hug að fara í eitthvað af þessu. Það er náttúrulega alveg bráðnauðsynlegt að eiga 6 flíspeysur já og að ég minnist ekki á pilsin 50 já og 3 sængur! Áramótaheit nr 3.árið 2006: Ég ætla að gera mitt besta í að verða nægjusöm! Ahhh ég gleymdu að nefna að ég ætla að henda nokkrum nærlum til viðbótar fyrir utanlandsförina og tveim gallabuxum. Þá get ég nú frestað þessari fatahreinsun um nokkurt skeið.

Helv snjór. Þegar snjóar á Akureyri þá SNJÓAR. Já það snjóar allt í djöfs rassgat. Sumum finnst þetta voðaleg notalegt og jólalegt. HELLÓ. Jólin eru búin og hverjum myndi finnast gaman að hafa jólakrautið uppi hálft árið? Já ekki allavega Kristjáni Kristjánssyni og hvað þá mér. Þá væri sko öll sú gleði og hamingja af jóladúlleríun bara döde. Svo ekki sé minnst á það að ég er versti ökumaður í öllum heiminum í þessum fannarhaug og ekki fer ég nú að labba!

Ég sá á visir.is að um 7500 manns hafa sótt hjónanámskeið í Hafnarfirði undanfarið. Hugleiðing mín er alvarleg um að leigja mér bara brúðarkjól og ljósmyndar á þrítugsafmælinu og hætta við gamlan draum um brúðkaup. Það gæti hvort eða er endað í skilnaði með himinháum veislureikning og sundursöguðum brúðargjöfum. Gef bara ágóðan til líknarmála;) Annars vill mágur minn nú meina að það hafi enginn efni á að ná í mig nema Bónusfeðgar.

Að sökum veðurs ætla ég ekki í ræktina.
Best að snæða kvöldmat og á matseðlinum er túnfiskur, kotasæla og tómatar. Nei djók!

Eva Engalía (allavega árið 1900)

mánudagur, janúar 16, 2006

Tifandi lífsklukka

Fyrsta skólavikan búin, fyrsta prófið og fyrsta helgin hérna fyrir norðan það líka. Anna Huld var nú ekki lengi hérna með mér og fór strax á föstudaginn til Reykjavíkur. En Hrafnhildur frænka er núna komin til mín í 3 vikur og stelpan er bara glöð með það. Ég svaf til hádegis í dag og var nú eitthvað slöpp og með höfuðverk þegar ég vaknaði. En ég ákvað bara að þrífa svona til að hrista þetta úr mér og hér er ég enn vaknadi með dúndrandi hausverk. Það þýddi engan kettlingarþvott og þó að Anna væri nýbúin að þurka af og svona ákvað ég bara að gera það aftur. Íbúðin tekin í gegn í dag og jafnvel gluggar þrifnir og hent sér í baklegu á gólf til að ná í drullu undir uppþvottavélinni fyrir miss H. Svo er náttúrulega svo gott að kúra þar sem ég hef kúrt þannig að ég lánaði henni rúmið mitt, hillu og skúffur í fataskápnum, hillu í sturtunni og setti nýja gestakörfu fyrir snyrtidótið og lánaði henni eitt stykki hillu í baðherbergisskápnum. Ég skil því enn ekki af hverju þessi afbragðsgestgjafi fær ekki fleiri gesti!

Ég kíkti út með stelpunum á föstudagskvöldið, fyrst í partý til Esterar og Dísu og svo á Amour og kaffi Ak á Dj Sigga Rún sem er nú ekki að breyta til og maður gengur nú bara að öllu vísu hjá honum karlinum;) Allavega við kíktum þangað fyrst svo á Amour og aftur á Ak. Þar voru nú útlendingar sem voru aldeilis að sýna takta en þeir kunnu víst bara þennan eina þannig að eftir stutta stund var þetta bara orðið lúið og þar sem að þetta sama spor var dansað við hvert einasta lag gerði þetta það bara sorglegra. Fleiri karlmenn létu sjá sig, eins og einn á dansgólfinu sem var nú aldeilis að stíga í vænginn en hann flaug nú frekar lágt þar sem að stuttermabolir eru ekki alveg inn hjá mér og hvað þá 4 börn með 4 konum..... Já já bara nánast 4 children with 5 different woman. Ég var bara að dansa þarna í rólegheitunum þegar karlinn var að reyna að troða sér í okkar innsta hring þá vindur Sonja sér upp að mér og segir: “Eva, hann á fjögur börn með fjórum konum, ekki horfa á hann!” Þannig að ég reyndi bara að loka á mér augunum svo að félaginn færi nú ekki að reyna að sprauta á mig bara. Hvað veit maður um svona gaura, hvort að þeir viti bara ekkert um getnaðarvarnir eða hvort að þeir þurfi ekki annað en að blikka og þú er bong! Persónulega missti ég af þessum eina tíma sem var í kynfræðslu í grunnskóla en ég er nú í háskólanámi þannig að ég tel mig nokkuð safe. Ekki var það búið enn en ég bara nenni ekki að rifja upp þessa hallærisgaura sem voru þarna að reyna bara eins graðhestar. Ég hefði bara átt að benda þeim á að fara á barinn þar sem hinir korter í þrjú (fjögur) gaurarnir hanga. Kannski ég sé eitthvað að gera of mikið mál úr þessu en að GÖMLUM vana var ég edrú og sá hlutina í öðru ljósi en snúningsdansgólf og partýfólk sem aðeins ég sé. Ef við lítum á björtu hliðarnar þá þarf ég engan með mér í partý. Ég bara fæ mér nokkra og skemmti mér með ósýnilega fólkinu.
Í gær þá fór ég á fund með bekknum mínum um útskriftarferð og jesús minn almáttugur og herre mine gud hvað mig hlakkar til og langar að fara bara núna. Mér lýst svo vel á þetta að ég bara bauð mig strax fram í ferðnefnd. Og burt frá öllun eggjaklingjum Víst að maður er nú hættu á pillunni þá er það bara málið að kaupa sér hettuna, lykkjuna, stafinn, hringinn, eyðandi krem og extra safe verjur ef maður eignast kærasta næstu tvö árin. You should be so lucky. En nei góð getnaðarvörn mun það þá vera. Þó lífsklukkan tifi þá tifar hún nú eitthvað áfram eftir þessa ferð eins og í 7 ár eða svo! Ég svitna bara nánast við tilhugsunina um það maraþon. Enda sennilega með 3 bleijustærðir, andvökunætur í mörg ár, jeppa fyrir alla barnastólana, ælu á mér allri og snuð og pela í öllum hillum í stað punts.

Nú er allt komið á fullt með skipulaggningu árshátíðarinnar og öðrum viðburðum skemmtinefndar eins og eru 4 háskólar eða fleiri að koma í heimsókn um næstu helgi. Fullt af foxy vel menntuðum mönnum á færibandi og já og Guðrún Dúfa. Jebbs það er stefnt á station um næstu helgi.
Reyndar á ég ekki margar helgar eftir auðar fram að verknámi í mars. Held þær séu tvær, lokahelgin í jan og önnur helgin í feb ef einhverju dytti í hug að reka nefið inn, kannski bara foreldrum mínum. Svo ætla ég ekkert að bjóða í afmælið mitt heldur bara hafa opið hús fyrir þá sem vilja koma. Kannski töfrar fram léttar veigar og labba um í gegnsærri blússu og mini pilsi ef það fær ykkur frekra til að koma. Ég meina ég fékk einu sinni afmælissöngin sungin af berbrjósta manneskju.

En nú er þátturinn af sex and the city sem ég missti af í vikunni að byrja. Ég elska þessar skvísur.

Got to go go

Eva skothelda

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Skyggnilýsingagáfur frá Egils

Gleðilegt nýtt hamingjuár 2006 elskurnar. Þetta ár verður svo yndislegt. Er búin að hafa þá tilfinningu í maganum í þó nokkurn tíma. Áramótaheit; Já þau eru stundum strengt já eða svona eiginlega alltaf en þau eru það svo sem alltaf hvort sem er af og til yfir árið. Eða eru það kannski meira svona mánaðarheit? Reyndar eins og oft áður brýtur maður áramótaheit nánast áður en maður heitir þeirra. Nei common girlfriend! Ég setti mér nokkur og hef meðal annars brotið eitt þeirra og er ekki byrjuð á öðru.

Maður er komin aftur á norðurlandið sem er bara nokkuð ljúft þó að ég virðist alltaf fara frá heimahögunum með smá söknuði nú á tímum. Skólin byrjaði í dag með stæl og var ég í skólanum frá 8 – 15 og fór svo á skemmtinefndarfund. Og vitið þið bara hvað??? Stelpan ætlar að byrja að læra í kvöld. Já nú þýðir ekkert slugs og slór því fyrsta prófið er á fimmtudag og nú er það bara THE FUNDUMENTAL OF NURSING bókin sem á að prófa upp úr! The english patent skilji þið!

Mikið var samt gott að vera heima og safna smá kröftum enda væsti nú ekki um mig hjá mömmu og pabba enda litla prinsessan.
Kíkti á Mörkina með stelpunum á áramótunum sem var nú bara létt (or so I thougt) enda sumir alveg á tánum gagnvart áfengi eftir skemmtunina þar á undan. Sem minnir mig á það að ég ætlaði að segja frá sms-inu sem ég sendi Önnu Þóru þegar hún spurði mig hvort að það væri gaman á Sálarballinu? Svar: No myrring mrasryd. Já ef einhver gæti þýdd viðkomandi setningu væri það lovely. En Ella Dóra vildi þýða mrasryd sem mergjað stuð. Allavega þar hitti ég einn ungan mann sem spurði mig hvort að ég væri ekki konan sín? “Jú ég er einmitt hún” sagði ég haldandi að loksins væri draumaprinsinn fundinn he he he. Við erum það nú samt bara svona innan gæsalappa og bara svona milli mín og fjölskyldunnar hans. Ekkert annað en saklaust grín með engum benafittum og með því meina ég hjúskaparheitum.

Nú á laugardaginn þá fór ég svo á djammið í my darling RVK með skvísunum. Ég kom við í Mosó hjá frændfólki mínu, reyndar var húsbóndinn ekki heima sem sagðist ætla að gefa mér 5000 kall fyrir að stoppa við víst ég væri alltaf svona busy, gæti ekki komið við og færi bara fram hjá í einhverjum loftköstum. En ég skal koma aftur seinna bara Júlli minn;) og vill ekkert nema kaffi. Ég færði þeim blóm og sprite flösku með von um langlífi blómana. Ég gerði hana frænku mína bara alveg kjaftstopp og kötturinn kom bara fram og allt til að vera með mér en hún er víst ekki mikið fyrir að taka á móti gestum.
Þegar ég var svo á leiðinni inn í borgina fyrir kl 18 því ég ætlaði að ná ríkinu í Kringlunni þá fór nú heldur betur að halla undir flatt á bílnum og ég komst í þrjósku minni inn á bensínstöð til að pumpa dekkið stútfullt og keyrði svo í loftköstum á garðanna svo ég þurfti ekki að skipta um dekka þarna á bensínstöð með fullt af karlmönnum sem hefðu bókað boðist til að gera það því ég var geggjað sæt. Nei þá var betra að gera það daginn eftir í þynnkunni! Ég náði ekki ríkinu. En gott er að eiga góða að og var mér reddað bjór í massavís. Ekki að ég hafi eitthvað þruft hann allann. Það sem ég var úper stolt að hafa verið að sötra 2 bjóra á 3 klst, eitthvað fór svo að herðast á drykkjunni eftir það sem á leið en ég var með ágætis meðvitund svona mest allan tíman. Við byrjuðum á Ara í Ögri í smá stund og svo á Hressó. Það var bara mjög fínt djamm en ég náði þó að glata kortaveskinu mínu með nýja persónulega debetkortinu mínu sem kannski einhver er núna með í fórum sínum. Það er sem sagt mynd af mér á djamminu, inn á wc á kaffi Ak búin að taka mér auka klósettpappír undir hökuna. Ekki það að ég myndi vilja vera með slíka mynd af öðrum þannig að ég ætla að vona að einhver sýni sóma sinn í því að hafa skilað því á barinn og þó ég er náttúrulega svo geggjað sexý og hvað ef ég yrði svo einhverntíman fræg. Næj ég held ekki enda hefur enginn með það að gera að vera með líffæragjafakortið mitt eða blóðflokkaskýrteinið né þá debbaran sem er bara í mínus því að peningarnir vaxa ekki á trjánum mínum þessa dagana. Nei það er í mest lagi klink sem ég hef upp úr moldinni. Ég ætla að fara að lifa á sorglegustu upphæð sem ég hef nokkurntíman á ævinni gert. Ætli það sé hægt að fá skrifað hjá Jóhannesi? En allavega sem endir á annars ágætiskvöldi þá fór ég að tala um allt fólkið sem væri þarna sem enginn annar sá. Því hef ég komist að því að ég sé gædd skyggnigáfu eftir að áfengi hefur náð ákveðinni festu og magni í líkama mínum. Ég sæki hér með um styrk hjá Tuborg eða Lite frá Egils til að virkja og byggja upp þessa hæfileika.
Páls og Sons komu svo yfir til okkar í gær með fallegasta loðna hnoðra sem ég bara dýrka. Við skemmtum okkur prýðilega að segja frá sögum helgarinnar og allt aftur í desember og hvað við kvennmenn getum verið alveg jafn ömurlegar ef þannig liggur á og sumir aðrir sem við virkilega þurfum að mæta á leið okkar í gegnum lífið. En that´s life. En núna er nýtt upphaf.

Svo getur maður nú alltaf reddað dekkjunum... dugleg stelpan;)

Nýárskveðja,

Eva, Tuborg og Lite.