Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

föstudagur, desember 30, 2005

Svo Gleðilegt . . .

Morning miss Daisy.

Ekki halda að ég sé að rífa mig á lappir bara til að blogga;) Ég er nefninlega að klára fyrstu, síðustu og einu næturvaktina sem ég er að vinna hérna á sjúkrahúsinu yfir jólin. Ji hvað það verður gott að skríða upp í holuna mína þegar ég kem heim.
Ég stefni reyndar á það að sofa ekki í nema eins og 6 tíma því ég ætla að fara í ýmsar útlistingar á morgun og kíkja svo í heimsókn til frænku minnar sem er búin að vera að bíða eftir mér. Svo á ég líka að fara á morgunvakt á gamlársdag þannig að ég verð eiginlega að snúa sólarhringnum við strax aftur.

Það er nú svo sem ekki frá neinu að segja.
Ég eyddi aðfangadagskvöldi í Sandgerði í bara ágætis yfirlæti. Ég var þó orðin svolítið leið á því að slaka bara á og bíða eftir jólunum. Gústi mási fór bara í eitt til tvö útköll sem ég nota bene skaut á þannig að það var bara eintóm hamingja á bænum. Möndluvinningurinn sem ég keypti vakti mikla lukku enda ég skýr stelpa. Ég fékk alveg endalaust mikið að gjöfum og allt sem var á óskalistanum, tvennt, jafnvel þrennt af sumu og margt fleira. Fékk m.a. gjafabréf sem ég ætla að kaupa mér dvd spilara fyrir þannig að við Anna Huld verðum komnar með nýtt video og dvd spilara á heimilið þannig að við þurfum bara ekkert að fara út! Nei ég segi nú bara svona.
Ég renndi mér svo bara heim um kl 10:30 á jóladag og mætti beint í hangikjötið í hádeginu. Svo vann ég aðeins og svona. Ég ákvað að fara ekki á annan í jólum ballið að sökum áhugaleysis, heilsu og fjárhags. Ég fékk 3 kúlur vinstra megin á höfuðið sem eru enn að láta á sér bóla á höfðinu á mér eftir síðasta djamm og svo er mér bara orðið svo þungt daginn eftir alltaf þannig að ég held að ég ætti aðeins að fara að slaka á. Ég hef því ákveðið að fara bara létt jafnvel edrú inn í nýja árið, meira að segja halda til á Skaganum á áramótunum. Við ætlum nokkrar að kíkja á Mörkina og eru allir velkomnir með sem vilja.
Næsta vika fer svo bara í að klára vinnuna mína, kíkja til tannsa (verða sennilega nokkrar heimsóknir og einhverjir tugir þús) og fara í heimsóknir. Helginni býst ég svo við að eyða í höfuðborginni þar sem við vinkonurnar ætlum að athuga hvort skemmtanalífið hafi eitthvað breyst síðan síðast. Það er aldrei að vita með snúningsgólfið á Hressó til dæmis. Ég ætti kannski að nefna þetta við eigendurna.
Svo er það bara back to Akureyri 9. jan en skólinn byrjar 10. jan og fyrsta prófið mitt er þann 12!

Annars er ég bara búin að vera voðalega góð stúlka. Búin að vera óvenju mikið heima hjá mér þar sem ég er að horfa á 1 seríuna af Bráðavaktinni. Gengur nú frekar hægt þar sem ég sofna alltaf yfir því. En það er svo ljúft að leggja sig svona á daginn. Foreldrar mínir eru þó alfarið á móti því þar sem að það fer svolítið í skapið á mér þegar ég er vakin;). Svo ætla ég að senda tölvuna mín í hreinsun til Jónsa frænda og fá nýjustu þættina af Veronicu í tölvuna og þá barasta verður ekkert sofið.

Hafið það gott um áró lovly-est og heyrumst hress 2006 sem verður bara FRÁBÆRT:)

Chirstmas Eve

miðvikudagur, desember 21, 2005

Svei mér þá...

So sorry ég var bara frekar busy í síðustu viku og nennti ekki að henda inn nýju bloggi þarna daginn eftir. Núna er ég svo komin á heimilið þar sem tölvuveröldin stands still þannig að ekki er maður mikið á veraldarvefnum nú á dögum.

Við Anna brunuðum heim á síðast liðinn fimmtudag. Það var ekki snjór, nei það var tjara á veginum sem diarinn minn var ekki að fíla frekar en eigandinn. Ég gerði auðvitað heimatilbrennda tónlist til að hafa með sem féll þó misvel í kramið hjá farþegum. Hver fílar ekki slagara eins og "ég skal mála allan heiminn", "ég fer í fríið", "það liggur svo makalaust ljómandi á mér" og "heyr himna smiður." En eftir ferðalagið hef ég sem sagt misst brennsluréttindin! Við Anna gleymdum meira að segja börnunum fyrir norðan (sem þau brennslulög voru fyrir) og við föttuðum það ekki fyrr en svo seint að við nenntum ekki að snúa við til að ná í þau.

En ég skellti mér á djammið á Skaganum á föstudagskvöldið. Fyrst var infó hjá Hrefnu og svo var það bara Sálin. Ég var blek eins og allir hinir (sem betur fer) og þetta ball verður remaining krossgátan sem enginn getur ráðið. Auðvitað sendi ég frá mér þess massa skemmtilegu skilaboð til Önnu eins og vanalega nema það var Þóran sem fékk þau í þetta skiptið en ekki Huld. Set þau hérna inn næst svona ykkur til skemmtunar því enginn hefur náð að skilja þau ennþá.
Ég sver fyrir að ég vaknaði full og beið eftir Mareni í klst í kápunni því stefnan var setinn á RVK á laugardaginn á cafe Sólon. Ég var að drepast úr þreytu og orkuleysi og hætti snarlega við tvöfald djamm þessa helgina og langaði bara heim í holu að horfa á video. Kíkti í pure-a strákapartý og verð að segjast að ég fíla píkupartý betur þar sem ég hef aldre verið Tinna aðdáandi og drekk ekki Souten comfort. En ég var nú ekki komin heim fyrr en kl 01:30 og fór þá beinustu leið í draumalandið.

Ég byrjaði að vinna á mánudaginn og er nú langt komin með mína 3 vakt. Það er bara mjög yndislegt eins og vanalega að vera komin hingað aftur. Ég er búin að pakka inn öllum jólagjöfunum (og fyrir ömmu líka), búin að skrifa á öll kort en Anna Þóra henti í glögg á mánudagskvöldið (sem ég skal lofa að drekka að ári) og sköpuðum skemmtilega hefð sem við ætlum að reyna að halda. Ég er búin að henda kortunum í póst og nú er það bara eitthvað dúllerí í rólegheitunum á morgun Því ég er í fríi. Langaði reyndar að baka sörur, kannski ég hendi í þær á morgun milli þess sem ég kíkji á nokkra litla prinsa.

En annars er ég bara komin heim í frí. Það verður þó að viðurkennast að mér leiðist ef ég hef ekki eitthvað að gera í klst. Ég eldaði t.d. í gær fyrir mömmu og pabba og svo var ég mjög eirðarlaus eftir það því að pabbi nennti ekki að horfa með mér á Bráðavaktina, seríu eitt sem ég var að kaupa handa sjálfri mér í jólagjöf;). Þannig að ég hringdi bara í Guðrúnu systir til að athuga hvað hún ætlaði að hafa sem meðlæti með jólamatnum... já svona fara leiðindin með mann.

Kannski ég hendi inn einu bloggi fyrir jól... ok I´ll do it!

Eva jólabarn í stuði

þriðjudagur, desember 13, 2005

Hamingjan Blómstrum borinn

How dí, baby.

Guð hvað lífið er yndislegt í dag. Ég svíf svo um á rósrauðu skýi að ekkert EKKERT getur fengið mig niður af því. Ég er búin í prófum bara klipp, klapp, done.
Þessi tími hefur heldur betur verið strembinn. Annað eins hef ég bara ekki lent í. Klásustíðin í fyrra var jafvel betir og þá var ég meira að segja með þungan bagga á herðum mér í þokkabót. En það er gleymt og grafið.

Er bara svei mér þá svo fersk núna að ég get ALLT. En núna er það bara gleði fram undan. Ég ætla bara að dúlla mér hérna fyrir norðan fram á fimmtudag. Ég er búin að plana að fara niður í bæ að stússerast, skrifa á jólakort, hlusta á jólatónlist, sofa, elda, pakka jafnvel baka og vera góð að þjóna Önnu litlu þar sem að ég hef bara ekkert betra við tíma minn að gera;) Anna Huld er búin í prófinu sínu á hádegi. Þá ætlum við aldeilis að rokka okkur upp á leiðinni. Ég ætla að gera okkur gott í poka og svo ætla ég að brenna á disk svona eðal tónlist og það verður sko "driving home for Chrismas" númer 1. Um kvöldið ætlum við Thelma mín að kíkja út í kakó. Á föstudaginn er það svo klipping og strípur og djamm með skvísunum mínum pa Skages. Laugardagur = Reykjavík. Sunnudagur = pakka inn jólagjöfum. Mánudagur = byrja að vinna á E-deildinni minni og mig hlakkar svo til að sjá alla.
Ji hvað það er að verða endalaust gaman hjá mér.

Við stöllurnar á heimilinu erum svo sem búnar að vera voða duglegar nema ég hérna um helgina því ég var alveg búin að fá upp í kok að námefni. Ég tók daginn bara með ró og fór í ræktina og pottinn á eftir, svo í heimsókn og svo bara í Hagarann að versla og svona. Um kvöldið kíktum við svo jólarúntinn hérna á Akureyri og mikið lifandi ósköp eru allir duglegt hérna að skreyta og svona smekklega í þokkabót. Engar slöngur eða stóra perur í trjám éins og á Furugrundinni. Þeir hafa samt ekkert tekið upp á því aftur eftir þetta ár þarna í den. En hér er sko ekkert verið að henda jólaseríum í gluggana enda enginn "samkeppni" um ljótustu jólaskreytinguna eins og mætti halda á sumum húsum á Akranesi, nefnum enginn hús. Pabbi vill bara ekki taka neitt af mínum brilliant hugmyndum um hvernig mætti gera Dalbrautina glæsilegri og segir mér bara að gera það sjálf. Jeg har enge penge! Styrktarsöfnun er því hafin á því að kaupa meira jólaskraut. Mun ganga með bauk um Breiðina um helgina.

Áfram held ég nú í hrakfallarsögunum. Ég var nú að fara í prófið hérna í dag. Tók drykkjarjógurina út úr ísskápnum og lagði hana á eldhúsborðið. En viti menn lokið lyftist í öðrum kantinum af henni með þessum massa þrýstingi og jógúrt út um allt eldhús því ég bara hringsnérist þangað til ég kom að vaskanum (Akureyríska). Já svona er lífið.

Ég ætla að hendast í ræktina svo ég verði mjó á föstudaginn... Alltaf sama trúin hér á bæ.

Er hætt við að flytja í bili. Kannski seinna.
Svona hef ég bara ekkert skemmtilegt að segja núna. Meira á morgun;)

Eva done-inn

Svarinn

7 hlutir sem að ég ætla að gera áður en að ég dey:
Ganga niður altarið í hvítum fallegum kjól hvort einhver bíði mín þar eða ekki.
Fara til Suður Afríku og heimsækja Tanyu.
Eignast börn.
Fara með börnin mín í Disney world Florída því öll börn eiga skilið að sjá þvílíkan draumaheim.
Búa í Reykjavík.
Heimsækja Ítalíu og Nýja Sjáland.
Halda ræðu í brúðkaupinu hjá Jónu minni.

7 hlutir sem að heilla mig við hitt kynið:
Traust
Húmor
Hlýleiki
Gáfur
Hendur
Magavöðvar
Stærðin SKIPTIR MÁLI!

7 hlutir sem að ég get gert:
Verið góður bílstjóri
Hef gott eyra fyrir öllu
Verið dugleg í vinnu
Klárað þetta nám
Spreðað
Þrifið
Sagt öllum sem mér þykir vænt um hversu mikið ég elski þá

7 hlutir sem að ég get ekki gert:
Verið í ósamstæðum sokkum
Flogið flugvél
Hætt að kaupa mér föt
Farið til útlanda hvenær sem ég vil
Kíkt á rúntnn meða stelpunum núna
Lært eðlisfræði
synt í sjó

7 karlmenn sem að heilla mig:
Garðar Cortes
Matthew McConaughey
Kærasti Samöntu í sex and the city
Jonni
Palli
Kiddi
Dúddi

Og svo bara íslenskir

7 orð sem að ég segi oftast:
Skiluru.
Anskotinn.
Já.
Nei.
meina.
kannski.
okey.
Allt í lagi.

Settu nafnið þitt í comment og.....

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta verður að setja þetta á bloggið þitt!

Djöfull er þetta ógeðslega leiðinlegt og eitt er víst að svona dæmi ætla ég ekki að flytja með á nýja bloggið mitt!!! Ég vona að sem fæstir skrái sig.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Betri tíð.... þetta styttist:)

Pass. Ég er bara í stresskasti út í eitt á meðan Anna Huld cillar bara og er bara líka svona salla róleg. Ég bara les og pissa og les og borða og les og drekk te og les bara alveg fram að miðnætti þegar Anna er sko farin inn í rúm fyrir eða um kl 23 sem er náttúrulega í skynsamlegri kanntinum enda skynsöm stúlka þar á ferð. Ef síminn hringir er ég viss um að hann sé ekki til mín því ég má varla vera að því að svara. Gestir eru eitthvað sem ég veit ekki hvað er núna. Ég les enginn blöð, gúffa í mig mat á megatíma og ég veit varla lengur hvernig maður kveikir á sjónvarpinu, kortið mitt í ræktinni er van-ræk, bíllinn minn kann varla lengur að starta sér og staðan á bankabókin er ennþá í plús þrátt fyrir tæp mánaðarmót. Já þetta er víst töfrar prófanna. Ég reyndar hendist á netið endrum og eins til að hraðrúnta annars gæti ég nú bara misst af einhverju svakalegu. Ekki fréttum samt eða neitt! Það mætti samt halda svona miðað við allt að ég haldi að það verði "the end of an error" ef ég næði ekki einhverju prófi GRÍNLAUST.
Næst er það líkamsmat og það er svo langt frá því að það sé búið að r... öllu kitli úr mér því að mér kitlar SVO mikið. Vona að Rebekka fái bara eyru svo ég þurfi ekki að vera að hugsa um tannlæknir eða dauðar mýs á meðan.

Ég byrjaði nú svona annsi vel líka á mánudaginn. Ég mætti í prófið þegar búið var að hlaupa inn og byrjaði að blóta yfir því að fá ekki sæti í minni röð (lengst upp við vegginn vinstra megin því ég er örvhent) en ég er svo hjátrúarfull að það hálfa væri nóg. Ég henti af mér kápunni og hoppaði inn og jú það var þarna eitt sæti en ástæðan fyrir því var að það var svo þröngt en Eva bumba tróð sér bara eins og hún væri 51 kíló. Þegar prófið svo byrjaði fattaði ég að ég vissi ekkert hvar bíllyklarnir mínir væru??? Svo þegar ég var byrjuð að hakka í mig nestið því (hafði ekki tíma í morgunmat) garninar á mér voru um það leyti að byrja að öskra. Þær gaula ekki nei þær öskra og nánast GEMMÉR duddu ru duddu GEMMÉR. Nú þegar ég var byrjuð á því áttað ég mig á því mér til skelfingar að í öllu asinu um morguninn hafði ég gleymt sykurlausa rauða ópalinum en þeir félagarnir hafa fylgt mér í gegnum öll mín háskólapróf frá upphafi ásamt bláum magic. Ég nánast tapaði mér á þessum tímapunkti en ákvað að halda ró minni og láta þetta ekki hafa áhrif. Þannig að ég reyndi að anda inn og anda út. Nú ég opnaði magic-inn eins og ég geri alltaf þegar um klst er eftir til að halda út lokasprettinn á prófinu. Ég ákvað að taka lokagúllarann sem var nú aðeins of mikill. Mér svelgdist á og ég sver fyrir það að ég hefði dottið niður og dáið ef ég hefði frussaði þessu ofurmagni út úr mínum litla munni. Ég náði einhvern veginn að hemja mig og kyngdi þessu magni í fimm kyngingum og hóstaði svo það sem eftir var prófsins og fór í fílu út í Jóhannes. Ég borgaði fyrir þennan drykk skilurðu! Ég hafði bara hent lyklunum á einn stól fram á gangi.
Svo að ég haldi áfram að telja upp hvað ég er hjátrúarfull.Ég skipti alltaf á rúminu mín 2 til 3 dögum fyrir próftörn því ég tel mig sofa betur í þessa 5 - 6 tíma sem ég sef. Ég verð alltaf að fara í sturtu innan við klst áður en ég fer í próf, svo fæ ég mér að borða og set á mig ilmvatn. Ég fór alltaf í sömu fötunum í próf en hef verið að reyna að brjót upp þá hefð. Ég fer alltaf í kápu í próf og verð alltaf að leggja hana frá mér á sama stað. Eins og í morgun þá ætlaði ég að hengja hana í fatahengið en fór í hana aftur og setti hana við útganginn á stofunni. Ég fattaði líka í morgun að ég var að keyra aðra leið í prófið en ég er vön og var alvarlega að spá í að snú við og fara aftur heim og byrja upp á nýtt. Svo sá ég líka stjörnuhrap og það kvarlaðu nú varla að mér að óska mér að ná þessum prófi ó nei. Ég óskað mér sko allt annars;) En ég hef vættina.

En í þessu stressi annars virðist ég samt sem smellur inn í mitt stjörnumerki gjörsamlega gleymt mér í hugsunum á milli þess sem ég dreymi allt þetta skemmtilega á nóttunni. Já ég að hugsa um nýja bloggið sem ég ætla að gera mér eftir próf, jólin hvað þau verða skemmtileg því ég ætla að gera svo ótal margt, vinnu næsta sumar hvar, hvernig og hversu mikið, aðra íbúð næsta haust og hvernig væri hægt að gera hana fallega og svo kynlíf. En það er nú enginn annar en yfirdráttur þessa tíðina. Jú annars dráttarvextir;)
En þegar allt kemur til alls þá vona ég að ég komist heil út úr þessu öllu saman. Sumir halda nú bara að ég endi á því að fá taugaáfall. Ég má nú ekkert vera að því. En pabbi er bara alveg hættur að minna mig á vin sinn sem lærði yfir sig og lenti á Kleppi. Ég held ég verði samt að fara að heyra hana núna! Pabbi call me...

Goodie godies,

Eva Super-náms

Ps. Ég skal svara þessu commenta dóti eftir nákvæmlega viku! Enda lýtur út fyrir að það verði margra daga verk svona miðað við hjá hinum.

laugardagur, desember 03, 2005

Jólagjafalistinn..

Elsku jóli.

Stóru draumráðingabókina
Geisladiskinn með Regínu
Norska svarta vettlinga með hvítum stjörnusaum
Kaffikönnu og hitakönnu (nei á mínu heimili verður ekki notuð sú sama)
Mjólkurfroðukönnu til að búa til latte
Beis litaða kökudiska í stíl við cappochino bollana mína
Armbönd og hálsmen úr accsessoris
Body lotion "Simply delicious" frá DKNY
Postulínsdúkku-strák
Mjúkan pakka:)
Augnskuggabox með brúnum og grænum litum (bara svona varadæmi)
Og bara góðan mann!

Ja ef mig dreymir ekki um að ég sé að sofa hjá hinum framliðnu þá er það bara fræga fólkið. Mig dreymid nefninlega í nótt(alltaf er það eitthvað)að ég væri að fara að sofa hjá Garðari Thor Cortes junior sem mér finnst nota bene sjúklega sætur. Já já við vorum stödd í svona jólaboðspartý hjá Fannari frænda með fullt að fólki. Ég get nú ekki sagt að hann hafi verið skemmtilegasti maðurinn á svæðinu þar sem að hann var endalaust að gorta sig á ítölsku og tók aríur inn á milli. Ég ákvað einu sinni að svara honum í sömu mynt á ensku með mínum Ameríska hreim. Það kom honum niður á jörðina í eitt augnarblik. En hann var svaka flottur í frakka og elegant:) Ekki slæmt ekki slæmt.
Svo var ég að komast að því í gær að ég sé gædd náðargáfum. Ég hafði spáð því að lítill prins myndi fæðast þann 1 desember og vera 16 merkur. Prinsinn fæddist í gær og var 15 og hálf mörk. Velkomin í heiminn prins. Vonandi verð ég svona sannspá í prófunum en ég hef bara aldrei verið svona stressuð áður. Þetta er bara nánast vandamál. Ég má bara ekki vera að því að fara í ræktina, göngutúr, taka mér almennilegt matarhlé eða lesa fréttablaðið sem ég hef alltaf sótt í öllum próftíðum um leið og það kemur og les það aldrei jafn vel og þá. Nei núna má ég varla vera að því að anda. Ég ákvað samt í kvöld að blogga því að það veitir mér smá útrás. En Thelma hringdi í dag og ætlar að lána mér vættina sína þannig að kannski get ég flétt fréttablaðinu í hádeginu á morgun.

Við Anna fórum og gerðum jólaprófainnkaupinn í gær upp á um 10 þús kall. En við vorum nú staddar í bónus þar sem að ég rak augun í nýjast séð og heyrt þar sem á forsíðunni var meðal annars slegið fram að kíkt væri í nærfataskúffuna hjá einhverrji skvísu. Ég varð nú bara að kíkja á þetta og head line-in var að hún ætti 42 nærbuxur og 24 brjóstahalda. Anna Huld skoraði á mig að svara gellunni. En þar sem að ég er komin með ógeð af mínum 100 nærlum og geng yfirleitt í frekar fáum af þessum 30 brjóstahöldurum þá er ég ekki alveg í stemmningur en mér fannst þetta frekar fyndið og hugsaði með mér hvað meðal jón ætti margar nærlur svona almennt. Kannski er þetta bara sjúkdómur?

Nú ég hitti pilt um daginn sem vildi æstur láta mig hafa símanúmerið sitt. Hef því miður engan áhuga en ef einhver einhleyp góðhjörtuð stúlkukind vill fá númerið hjá Gunnari eða var það Jóhannes.... allavega það er ennþá inn í last dield numbers (síðan ég stimplaði það inn) þangað til það dettur út því að ég set enga kk aðra en skyldmenni eða lofaða (tengda mér) menn í mína símaskrá.

Ég ætla nú samt að kíkja í jólahúsið á morgun með norðan-stelpunum mínum. Kannski að ég geti bara hraðspólað mér í gegnum það svona miðað við hvað ég er voða tímabundinn.

Gangi ykkur öllum vel prófhetjur. Hafði það sem best elskurnar mínar.

Eva lærdómsstjarnan

Ps. Er byrjuð að skipuleggja tíman þegar ég kem suður. Sjúkrahús Akranes, Kristín Edda, Gudda syss, Thelma, amma og Mæsa eru þegar búin að panta.