Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

miðvikudagur, september 28, 2005

Daddy, daddy cool

Já hann elsku pabbi minn á afmæli í dag og í tilefni þess er pistillinn skrifaður sem einskonar óður til hans.

Ég tók mjög stóra ákvörðun í gær sem gæti jafnvel haft áhrif á líf mitt til frambúðar. Það tók mig smá tíma að safna kjark til þessi að gera þetta . Ég hafði tekið daginn áður til að hugsa um þetta en gugnað á þessu en þetta gat ég daginn eftir án nokkurnar eftirsjáar. Dugleg stelpa! I´m strong...

Rólegheita helgi að baki og svona. Stefnt var á major lærdóm sem fór nú eitthvað forgáðum. En við Anna vorum bara í einhverju letistuði megnið af helgini og ég þakka mínu sæla fyrir það að Anna var í stuðinu með mér. Við tvær og Sonja kíktum svo bara í óáfengt á Amour. Já ég gefst mjög treglega upp á mínu heimafólki. Við ætluðum rétt að kíkja en ílengdumst til kl 02:30 og svei mér þá að þetta hafi ekki verið bara skársta “djammið” hérna í seinni tíð. Hér kynngdi gjörsamlega niður snjó alla helgina og hér voru nánast bara komin jól á sunnudaginn. Maður vildi helst bara vera inni og hafa það kósí. Þannig að ég kenni helgin um alla þessa leti! Slepp ég þá ekki bærilega?

Svo er maður bara að fara á Skagan um helgina og krúsa með vinkonum mínum. Gæðatími eins og ég kalla það. Verð sennilega líka eitthvað með famelíunni svona að hluta til. Það er stefnt á ball með Skímó þar sem verður rifjað upp gömul menntaskólastemning. (mér finnst bara eins og ég sé að taka um gaggó) En allir eldast og líka við. En hvað um það. Slagarar ein Fögur og flott, Sæla, Stúlkan mín, Skjóttu mig í nótt munu rokka el gelloz meðlimum allavega. Ég er að gera mitt besta í að reyna að smala liði á ballið því the more the merrier.

Lionce er flutt frá Guðrúnu systir (húsinu á hliðina á reyndar) og það eru the braking news this time hérna á blogginu mínu. Þannig að ég get skipt um föt án þess að draga alveg fyrir gluggan og spígsporað þarna um án þriggja gráðu varkárni. Þannig að næst þegar ég fer þarna ætla ég að tölta um með dregið frá og létt klædd. Fjölskyldunni til varnar þá var nágrannalagið hennar er samt ekki um Guðrúnu systir. Ég held samt að ég hafi verið hálf skelkuð við hana. Hún er svo ögrandi, skiljiði!
Verst að við erum búin að missa tengingun við Lionce annars hefðum við getað beðið hana að mæta á tröppurnar með rafmangspíanóið og syngja til hamingju með afmælið í Kó kó kó kó Kóbbavogis stíl;) Nei mér þykir of vænt um hann pabba minm. Kossar og knús pabbi.

En það sem þessi óður er til hans pabba þá vil ég bara segja: Til hamingju með afmælið elsku pabbi minn. Ég vil segja að ég elski hann og að hann sé sko besti pabbi í heimi;)

Kær kveðja, Eva pabbastelpa

fimmtudagur, september 22, 2005

Símaskráin

Elsku Maren mín. Þetta blogg er fyrir þig.

Eftirtaldir karlmenn eru í símaskránni minni:
Gústi mágur, Jón bróðir, pabbi, Sveinn kærasti Soffíu, Andri kærasti Önnu Þóru, Kristján kærasti Hrafnhildar, Axel Birgir frændi, Hrafn frændi, Júlli frændi, Fannar frændi, Reynir læknir, Hjálmur Dór elsti vinur minn sem er lofaður eins barna faðir. Já þetta eru þeir útvöldu í símaskránni engir eru þar innstimplaðir tímabundið því þá þarf maður ekki að vera með neinar uppstokkanir, vera endalaust að innskrá og eyða! Sumir eru eins og strætó, koma og fara.

Djammið um helgina var morknasta morkna helvíti. Soraliðið sem stundar þennan stað fyrir utan háskólaliðið. Ef þeir eru ekki dópistar eða allavega líta út fyrir það þá eru þeir bara sjekí pakk og aumingjar. Ég tók nú á tal við einn og hann var bara svei mér þá allur pakkinn! Dj-inn var bara sýra út í gegn og vissi örugglega ekki einu sinni hver Britney Spears er hvað þá Justin Timberlake eða Black eye´d pease. í dag hafa stóru orðin fallið. Nei, núna kaupi ég mér dvd spilara því ég sé fram á langar sjónvarpstundir framvegis um helgar hérna á Akureyri. Það var meira að segja svo leiðinlegt að ég ældi eins og múkki þegar ég kom heim og það hef ég ekki gert á fillerýi síðan á síðustu öld (nítján hundruð níutíu og eitthvað) Ég sendi svo Önnu sms daginn eftir þegar ég vakanaði og bað hana að lána mér tölvuna sína af því að ég kunni ikke stande up.
Ég get bara varla beðið eftir að fara suður á djammið til að athuga hvort þetta er bara ég eða Akureyri! Ég er svo brjáluð yfir þessu að það hálfa væri nóg. Ég, djammarinn skiljiði. Er djammarinn virkilega dauður?

Nú er allt að fara á fullt í íþróttar - og skemmtinefnd. Fyrsti fundurinn á mánudaginn og annar fundur í kvöld. Sprellið er svo 7. október:) Eins og staðan er í dag þá ætla ég að skella árla morguns 8. okt á Reyðarfjörð ta ta tamm. Er mikið um Reiðar það eða? Jesús, ég er eitthvað skyld Ladda, ég sver! Mæsa mín er að halda uppi skemmtanalífinu þarna þá helgina og ætla ég að fara og tjekk it out. Svo var ég búin að sverja með vitnum og læti að ég myndi koma á þennan hornstein Austulands.
Ég er búin að dikta fyrsta tíman minn. Vúhú.
Ég er búin að kaupa mér kort í ræktinni og nú er það bara body step, body pump, body balance, body jam (mesta djammið mitt í bili) sem rokka. 6 dagar vikunar í ræktinni og ef ég verð ekki orðin flott fyrir Köben sem er nota bene bara mánuður í þá þarf ég alvarlega að leyta mér hjálpar.

En ég var víst klukkuð...

Ég dýrka að hlusta á klassíska tónlist seint um kvöld,

Ég hlakka til að fá sms frá Hannesi,

Ég fíl hörð handklæði,

Ég þvoli ekki páfagauka, hænsni, gæsir og alifugla

Ég elska að ganga um mýrarnar, í kyrrðinni! (ufff sjokker)

Ég klukka á Hrafnhildi E og Svein.


Mig langar að senda hérna baráttu og ástarkveðju til Marenar minnar. Prófkveðjur til Ólafar minnar og sjálfri mér andlegar kveðjur vegna síðustu helgar.

Helgin núna heppnast sennilega miklu betur því við Anna Huld stefnum á helgi tileinkaða háskóla. Við ætlum að fá okkur bland í poka (50% afsláttur) og Brynjuís, ætlum að elda okkur taco og baka pizzu og ég hendi jafnvel í pönnsur á sunnudaginn. Haldiði virkilega að maður leiti sér huggunar í mat???

En þá er best að fara að þukla á henni Rebekku í líkamsmati he he he.

Eva tilvonandi videoljón

fimmtudagur, september 15, 2005

Vel lyktandi og hárlaus

..... í London, París, Róm.

Koma tímar, koma skrif.

Ég hef einfaldlega ekkert bloggað núna í þó nokkurn tíma, einfaldlega vegna anna. Það er búið að vera brjálað að gera; endasprettrinn við að koma sér vel fyrir, prófa nýja rækt, læra fyrir próf, taka á móti gestum sem eru nota bene ávallt velkomir ef einhverjir skildu ekki hafa náð því ennþá. Stelpan er komin í íþrótta og skemmtinefnd hérna í skólanum. Búin að fara í sumarbústað með bekknum mínum sem var bara gaman með píkuskrækjum, íkvekjum, singstar og rómantískum pottaspretti. Við erum komnar með hugmynd um útskriftarferð sem verður svvvooo skemmtileg.

Nú ég hef komist að þeirra niðurstöðu að nú ætla ég að láta alla ómenntaða, semimenntaða og iðnmenntaða menn vera! Reynsla mín af þeim er sú að þeir hringja call collect *888* oftar en einu sinni bara eftir hentisemi jafnvel þó maður svari ekki, mæta illa hirtir á stefnumót, senda manni rós, hjarta og koss í fyrsta skipti sem maður hittir þá á msn (let me clear my throat), flytja til útlanda með því að segja manni það í svona by the way-takti, dömpa manni á msn, ofsækja mann, hringja bara þegar þeir eru fullir, á virkum nóttum óumbeðnir, svara ekki já eða það besta hringja eftir 2 vikur eins og ekkert hafi ískorist og hlakka til að hitta mann næst og tala um að sleppa fyrir horn þegar maður er búin að sparka í þá í punginn! I had it up to here. Ég ætla að færa mig upp á skaftið yfir í fræðinganna. Læknarnir eiga nú samt alltaf séns. En lögfræðinemarnir í ár lofa víst mjög góðu hérna við Háskólann. Hef reyndar persónulega ekkert séð til þeirra enn, en flýgur fiskisagan. Nú ein góð vinkoma mín hefur líka grafið upp stærðfræðing sem lofa víst bara góðu og samkvæmt henni þá er hann bara next to perfect án þess að hún taki nokkra þóknun fyrir dásemdirnar. Eina sem ég spurði um var hvort að hann væri góður í undaneldi og hún taldi það meira en víst. Eggin mín og annara ungra kvenna sem eru að komast á 25 aldursárið fara fljótlega að hrörna samkvæmt kvennafræðum. Svo ég set því falleg jakkaföt, dagleg sokkaskipti, fæðingabletti, eyrnastærð, vel snyrtar hendur ásamt stórum tanngörðum til hliðar. Já það er komið að fórnum!

Nú er Hrafnhildur frænka búin að vera hjá okkur í 5 daga. Kúrir að sjálfsögðu í minni holu, hjá mér því það er svo gott:) Hún ætlar líka að búa hjá mér í 3 vikur eftir áramót þegar Anna er í Rvk því það er bara svo gott að vera hjá mér. En það ætla allar vinkonur mínar nema ein að yfirgefa mig í 3 vikur í október hérna í kuldanum. Ég ætla að hanga í Ólöfu og Stefáni ALLANN TÍMANN og ef þau verða þreytt á mér þá fer ég bara inn í gestaherb hjá þeim í tölvuna og spila á hljómborðið. En hef ekki áhyggjur því Ólöfu finnst ég hvort eða er svo skemmtileg að hún ætla að koma með mér til Köben. En það lítur allt út fyrir að maður verði bara á ferð og flugi hérna hægri vinstri á einu ári. Það er nefninlega stefnt á að fara í Gellozferð til Englands í Jan/feb. Svo ætla ég til Spánar næsta sumar og USA næsta haust. Ég verð bara eins og pósturinn: Hér í dag þar á morgun. O.M.G var þetta laim?

En ég fór á ebay með honum Sveini "mínum" í gær. Pantaði mér eitt stykki ilmvatn, Victorias ofsourse en ég er búin leyta mér að ilmvatni í ár og sem virðist aldir. Svo fór ég í vax therapy þannig að það líður ekki að löngu þar til ég verð orðin hárlaus, vellyktandi og í flottum fötum! Þá skulu hinar dömurnar sko fara að passa sig.

Þannig að eftir svona rúmlega mánuð. Ef þið hittið alvöru fræðing sem er til í barneignir, hús í Salahverfinu og Volvo (ekki station) þá gefið þið honum endilega símanúmerið mitt, má vera það rétta. Segið honum að hringja á virkum degi, fyrir kl 23 og ekki call collect og please ekki láta hann vinna hjá Coke það er bara ekki að virka.

Ilmandi Eva allheimsflakkari

mánudagur, september 05, 2005

Stelpan sem tapaði næstum þvi kúlinu

Það var einu sinni stelpa sem við skulum kalla C. Eina ágætis helgi ákvað hún að fara út. Þá hittir hún strák sem við skulum kalla W. Hann vildi mikið við hana tala en hún var ekki alveg á sömu línu. Seinna það kvöld heyrði hún líka í strák sem við skulum kalla X sem var alveg að falla í kramið en hlutirnir gengu ekki alveg upp. Aftur heyrði hún í W. Ekki leið að löngu þar til hún hitti strák sem við skulum kalla Y sem var alveg henni að skapi og talaði nákvæmlega sama tungumál. C heyrði líka aftur í W sem var ekkert sem hún vidli. Hún heyrði líka í félaga sem við skulum kalla Q en hann var aðeins góður framan af. Ekkert heyrðist í X í 24 klst síðar en þá heyrðist líka í Q sem var nú misblendið. En Y sem mest mátti í heyrast þá heyrðist ekki múkk. C gaf sig og lét undan til að heyra í Y sem var bara hress. Ekkert heyrðist aftur í Y þannig að C gekk aftur á eftir honum og tapaði þvi sem við köllum kúlinu. Hún náði reynar að bjarga þvi fyrir horn og gaf út yfirlýsingu um síðast séns. Það var og.... Y rankaði við sér og hafði samband 4 sinnum á innan við hálfum sólarhring. Þar var komið að pay back time. C gaf sig ekki og á þrjóskuni einni saman hittust C og Y ekki aftur allavega enn um sinn. Heyrst hefur í C en á kolviltusum tíma og reyndar aðeins í X og W sem ekki er vitað hvað eigi að gera við.

Svo með hverjum haldið þið í þessari sögu. Er það hinn mikli Y? W sem er ekki alveg að meika það hingað til? Q sem var einu sinni inn? Eða X sem var inn en ekki að ganga upp?

Ég er komin með ógeð að djamminu. Komst að því um helgina. Óska eftir einhverri sjónvarpskartöflu. Má vera kvennkyns.

Þarf ekki að flytja strax í Vanabyggðina. ALDREI tapa kúlinu.

Eva, still got it

fimmtudagur, september 01, 2005

Ungfrú Norðurland

Síðan ég kom norður (fyrir 4 sólarhringum síðan) þá:

EINN hefur hringt í mig frá suð-vestuhorninu, ekki einu sinni pabbi, ó já það verður sko haldið strangt bókhald um það í vetur!
Er ég strax búin að taka eitt próf, gekk vel fékk 9.
Fara í Bónus og strauja kortið mitt, ekkert svo mikið 6200 kr-.
Misst dýrsta tannþráðinn á markaðnum ofan í klósettið, 459 kr- og fæst eingöngu í Hagkaup.
Er ég búin að gera mér grein fyrir því hvernig er raunverulega að vera á leigumarkaðnum, þetta plagg hér og þetta þar, púff úff lúff.
Hef ég komið mér fyrir í íbúðinni, blóð, sviti og tár.
Braut styttu sem ég hélt mjög mikið upp á:( sorry Gudda mín.
Komst að því hvað rauða úlpan mín sem er innan við ársgömul er ljót, og ef ég þarf að labba í henni í skólann æli ég örugglega alla leiðina.
Hefur snjóað ískyggilega langt niður í fjöllunum, þarf greinilega að fara að taka fram kraftgallann.
Hef ég hugsað um Guðrún Dúfa á Mallorka, pjallan sú arna.
Fengið nánösustu útborgun sumarsins sem á að heita uppgjör, þá má ég sko kvarta.
Áttað mig á því að allar vinkonur mínar nema ég eru að ganga út en ég er bara single, og orðin 24 og hálfs.
...Þannig að í kvöld ætla ég bara að fá mér bjór í boði FSHA, og njóta þess.

Er búin að hafa það annars gott fyrir utan langþreytu. En ég gæti lagt mig á hverjum degi fyrir utan 7 - 10 tíma nætursvefn.
Ferðin gekk vel en ég ætla aldrei aftur að vinna svona fram á síðasta dag enda vaknaði ég kl 06 bæði laugardags- og sunnudagsmorgun. Það er eitthvað sem maður vill bara gera einu sinni nema lífið sé við. Næsta sumar ætlum við Gudda allavega að skella okkur til Spánar áður en erfiði vetrarins hefst.
Anna Huld er komin í flotta flotta herbergið og ég því í semi flotta herberginu sem mér er að takast annsi vel til með og er það orðið Evulegt.
Við stöllur erum búnar að vera að bera dót endalaust upp og niður þannig að upparmsvöðvarnir á okkur lyftust hreinlega við þetta allt saman. Meira að segja tókum við hillu sem við ætlum nota bene ekki að bera upp aftur í vor, heldur fá einhverja karlmenn, frítt, í verkið. Anna er alltaf svo mikil hetja og blæs varla úr nös en ég viðurkenni bara að vera aumingi og hvíli mig endalaust á leiðinni upp og skammast mín ekkert fyrir það. Ég er sannur kvennmaður. Því að hvaða hlutverk hefðu karlmenn annars ef það væri ekki til að bjarga okkur, sérstaklega í svona fluttningsdæmi.
Ég skipulagði allt skóladótið mitt í gær en ekki í prófunum svona til að sýna það og sanna þá sérstaklega fyrir sjálfri mér að þetta verður lærdómsveturinn mikli.
Um helgina á svo að kíkja á miðnætursýningu á strákana okkar á föstudaginn þó að við eigum ekkert í þeim og svo auðvitað á menningarlífið eftir kl 00 á laugardaginn. Stefnan er sett á kaffi Amour en svo verður sennilega eitthvað tékkað á öðrum vel kunnugum stöðum t.d. breyttum Sjalla, kaffi Ak og aldrei að vita með Vélsmiðjuna svona til að koma sér upp úr menntaskóla aldrinum. Við Anna erum nefninlega að fá fyrsta gest vetrarins og að venju kemur hann EKKI frá mér. Allir þykjast nú samt ætla að bæta úr því... Góðir hlutir gerast seint. Þetta er næst síðasta önnin í fínu íbúðinni þannig það er eiginlega now or never.

En þá er best að fara í verslun ríka og fræga fólksins, kaupa nýjan tannþráð og svo heim að borða afganga! Greinilegt að maður er aftur komin í skólan

Norðanvindur, Eva kviss.

Ps. Nýr spennandi pistill á mánudaginn.